4 minute read
Kæmi ekki á óvart að það gjósi á þessu
Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, segir að það kæmi ekki á óvart ef eldgos yrði á Reykjanesskaganum á þessu ári eða því næsta. Það sé líklegt að endurtekin gos, eins og við Kröflu, verði við Fagradalsfjall næstu árin. Jarðskjálftahrina varð við Reykjanestá síðasta föstudagskvöld. Þorvald Þórðarson, eldfjallafræðing, grunar að þar sé kvikuhreyfing sem valdi jarðskjálftunum skammt undan landi. Undir lok síðustu Reykjaneselda, á árunum 1210 til 1240, gaus átta sinnum á Reykjanestánni.
FIMMTUDAG KL. 19:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
„Mér finnst alveg eins líklegt að við værum að horfa upp á endurtekin gos eins og gerðist í Kröflu næstu árin þarna við Fagradalsfjall. Við skulum segja að það kæmi mér ekkert á óvart að það yrði í ár eða næsta ár,“ sagði Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu
Íslands, í samtali við Landann á RÚV um síðustu helgi. Kristín segir mikilvægast að skilja þessa aðdraganda að eldgosum, því við viljum vara við þeim. „Ég held að við séum orðin frekar flink í því að sjá þessa aðdraganda, bæði með jarðskjálftamælingum og aflögunarmælingum sem er í rauninni bara hvernig jarðskorpan er að bregðast við því þegar kvika kemur upp í þessa stökku skorpu og brýtur allt og ýtir öllu til hliðar eða upp. Við erum farin að þekkja þessi merki ansi vel. Með líkanagerð getum við séð hvernig kvikan er að troða sér upp og hún þarf alltaf að gera þetta.
Það þarf alltaf að fá nýja kviku inn í kerfið til þess að það verði eldgos.
Það er ekkert sem gerist allt í einu um miðja nótt, heldur munum við alltaf sjá þessa aðdraganda,“ segir Kristín við RÚV.
Ri
Hún segir vísindamenn hafa lært heilmargt á undangengnum eldsumbrotum. „Við höfum lært til dæmis það að eldgosin koma upp á stöðum sem við bjuggumst ekki endilega við því að fá eldgos. Eldgosið í Fagradalsfjalli, þar sem ekki hafði gosið í sexþúsund ár, kom vísindamönnum á óvart.“
Kristín segir að það sem virðist vera að gerast að við erum að detta inn í virknitímabil. Hún segir að verðum að vera viðbúin því að fleiri kerfi en þau sem við höfum séð núna, Fagradalsfjall og Svartsengi, séu að taka við sér. Kristín nefnið þar Krísuvíkureldstöðin, Brennisteinsfjöll og Reykjanes. „Flest eldgos á Reykjanesskaganum vitum við að eru lítil gos og ég vona að það verði líka þannig í framtíðinni, að það verði viðráðanlegt. Auðvitað er líka beygur ef það kemur upp hraun á óheppilegum stað, þá er það ekkert grín,“ sagði Kristín í viðtalinu. Grunur uppi um kvikuhreyfingu við Reykjanestá
Gjaldkeri í útibúi í Reykjanesbæ
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með ríka þjónustulund í starf gjaldkera og önnur þjónustuverkefni í útibú Landsbankans í Reykjanesbæ.
Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar. Nánari upplýsingar má finna á atvinna.landsbankinn.is
Mestar líkur eru á því að eldsumbrotatímabil sé hafið á Reykjanesi og breyttur raunveruleiki blasi við. Jarðskjálftahrina varð við Reykjanestá síðasta föstudagskvöld. Þar hefur jörð verið að skjálfa nokkuð reglulega undanfarna mánuði og nokkrar hrinur eins og sú sem varð á föstudagskvöld.
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í samtali við Morgunblaðið í vikubyrjun að ef öskugos kæmi upp á Reykjanestánni, þar sem jarðskjálftahrina hófst á föstudag, sé viðbúið að það hefði áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar.
Undir lok síðustu Reykjaneselda hafi fylgt 30 ára tímabil þar sem alls gaus átta sinnum á Reykjanestánni. „Mann grunar að það sé kvikuhreyfing sem veldur þessari hreyfingu eins og var fyrir helgi. Þarna gaus reglulega á árunum 1210 til 1240,“ segir Þorvaldur.
Öryrkjar frá ókeypis í söfnin
Öryrkjar fá nú ókeypis aðgang að Duus safnahúsum og Rokksafni Íslands en rekstaraðilar þessara menningarstofnana lögðu þetta fyrir Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar sem studdi tillöguna. Það var svo staðfest á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku.
Þorri blótaður
á Hlévangi og Nesvöllum
Þorrablót voru haldin á heimilum Hrafnistu í Reykjanesbæ, Hlévangi og Nesvöllum, á dögunum. Það var hátíðleg stemmning, súrmeti í trogum, þjóðlegar skreytingar og ljúf tónlist. Heimilisfólk tók virkan þátt í gleðinni og naut þess sem uppá var boðið. Það er einnig stutt í næstu gleði, því senn kemur Góa með öllu sem henni fylgir.
TÍÐIN VÆGAST SAGT HRÆÐILEG!
Rétturinn
Ljú engur
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS
Ja hérna hér. Nú er komið svo til inn í miðjan febrúar og tíðin er vægast sagt búin að vera hræðileg. Stóru línubátarnir hafa flúið norður í land og hafa verið að landa á Skagaströnd, t.d Sighvatur GK með 228 tonn í tveimur róðrum og Páll Jónsson GK með 136 tonn í einum. Gísli Súrsson GK er í Breiðarfirðinum og hefur náð að komast í fimm róðra með 64 tonn.
Af bátunum sem eru að landa á Suðurnesjunum þá hefur aðeins gefið á sjóinn í tvo daga þegar að þessi pistill er skrifaður. Margrét GK var með 23 tonn í tveimur róðrum, Óli á Stað GK með 14 tonn í tveimur, Daðey GK með 10,8 tonn og Sævík GK 9,9 tonn, Hópsnes GK með 8,4 tonn og Katrín GK með 3,4 tonn, allir eftir einn róður.
Tveir færabátar náðu að fara í róður og voru báðir að veiðum við Garðskagavita og þar af leiðandi að veiða þorsk. Þetta voru Líf NS með 1,8 tonn í tveimur róðrum og aflafr É ttir á S uður N e SJ u M
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Hafdalur GK með 434 kíló í einni löndun.
Varla er nú hægt að segja að eitthvað meira líf sé hjá dragnótabátunum. Þeir hafa líka aðeins komist í tvo róðra, t.d Siggi Bjarna GK með 26,6 tonn, Benni Sæm GK með 26,4 tonn og Aðalbjörg RE með 8,2 tonn. Hjá netabátunum þá er líka sama sagan, rétt svo komist í tvo róðra. Maron GK með 1,4 tonn í einni löndun, Grímsnes GK 11,7 tonn í einni og Erling KE með 7,2 tonn í tveimur róðrum. Halldór Afi GK var með 599 kíló í einni löndun.
Ef við lítum á togaranna, þá er Sóley Sigurjóns GK með 243 tonn í tveimur túrum, landað á Siglufirði. Sturla GK með 113 tonn í þremur túrum, landað í Grindavík og Þorlákshöfn. Jóhanna Gísladóttir GK með 90 tonn í einni löndun á Ísafirði. Pálína Þórunn GK með 30 tonn í Hafnarfirði. Áskell ÞH með 28 tonn og Vörður með ÞH 24 tonn, báðir eftir eina löndun og báðir lönduðu í Grindavík.
Svo já, þetta er svo til allt saman það sem af er febrúar. Sjaldan eða aldrei hefur tíðin verið jafn hörmuleg og hefur verið núna í febrúar og landanir bátanna vægast sagt skelfilega fáar. Spurning hvort þetta haldi áfram, í það minnsta þá er veiðin góð þegar bátarnir komast á sjóinn. Og til marks um það þá hafa ansi margir 29 metra togarar verið að toga rétt utan við Sandgerði við fjögurra mílna línuna, t.d Þinganes SF frá Hornafirði sem hefur landað 152 tonnum í tveimur róðrum í Þorlákshöfn en sem veitt var utan við Sandgerði. Svo jú, það er fiskur þarna fyrir utan en veðurguðirnir ekki á þeim skónum að gefa nein færi á að fara út og veiða.