7 minute read
á Keflavíkurflugvelli
Þinn árangur Arion
Sumarstörf
Við leitum að metnaðarfullu og jákvæðu fólki til að starfa með okkur í útibúinu Keflavíkurflugvelli í sumar. Við viljum fá til liðs við okkur öfluga einstaklinga sem hafa áhuga á að starfa í krefjandi og skemmtilegu umhverfi.
Hæfni og eiginleikar:
Framúrskarandi þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar
Reynsla af þjónustustörfum er æskileg
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, önnur tungumálakunnátta er kostur
Góð tölvukunnátta
Góðir námshæfileikar
Sjálfstæð vinnubrögð
Æskilegt er að sumarstarfsfólk geti unnið frá maí/júní og út ágúst.
Nánari upplýsingar má finna á arion.is/starf
Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023
Kaupa ekki Rokkarann
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær falli frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Rokkarinn GK 16. Erindi varðandi sölu fiskiskipsins, sem selst án allra veiðiheimilda, barst Suðurnesjabæ en samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er sveitarfélagi þaðan sem skip er gert út boðinn forkaupsréttur fiskiskipa.
Framtíðarsjóður Sveitarfélagsins
Garðs áfram til umræðu
Fulltrúar S-lista og Bæjarlistans lögðu sameiginlega fram bókun vegna Framtíðarsjóðs Sveitarfélagsins Garðs á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar. Í bókuninni segir: „S-listinn og Bæjarlistinn leggja til að málefni Framtíðarsjóðs Sveitarfélagsins Garðs verði sett á dagskrá í bæjarráði til frekari umræðu. S-listinn og Bæjarlistinn undrast að meirihlutinn hafi frestað umræðu um sjóðinn á síðasta bæjarráðsfundi í stað þess að vísa málinu áfram í ráðinu eins og fulltrúar S og O lista óskuðu eftir á fundinum. Full þörf er á að ræða tilgang sjóðsins og notagildi hans til framtíðar.“
B- og D- listi brugðust við bókuninni með því að leggja fram eftirfarandi bókun:
„Alltaf stóð til að halda umfjöllun á málinu áfram, enda var málinu frestað og alls ekki vísað frá. Við samþykkjum því að halda umræðu um málið áfram.“
Stutt verði við handknattleik í Suðurnesjabæ
Ungmennaráð Suðurnesjabæar vill lýsa yfir ánægju sinni með nýstofnaða handknattleiksdeild í Suðurnesjabæ. Afar ánægjulegt er að ný íþrótt sé í boði fyrir íbúa, segir í fundargögnum frá síðasta fundi nefndarinnar. Ungmennaráð leggur til að stutt verði við nýstofnaða handknattleiksdeild eftir bestu getu og þannig styðja við starfið þannig að það nái að vaxa og dafna fyrir framtíðina.
F Ndra P E R L U F E Sta R Fyrir H Lfa Millj N
Eldri borgarar sem sækja félagsstarf í Sandgerði hafa frá því í desember verið að dunda sér við að föndra perlufestar sem svo hafa verið seldar til stuðnings Krabbameinsfélagi Suðurnesja. Í vikunni var afrakstur af sölunni, hálf milljó króna, afhent félaginu og tilkynnt um áframhaldandi samstarf. Það á sem sagt að perla meira og safna meiri fjármunum. Hannes Friðriksson, formaður Krabbameinsfélags Suðurnesja, sagði við þetta tækifæri að þessi fjár- öflun eldri borgara í Suðurnesjabæ væri bæði óvænt og ánægjuleg. Peningarnir fari í styrktarsjóð félagsins.
Hafi fólk áhuga á að kaupa perlufesti og styrkja um leið Krabbameinsfélag Suðurnesja, þá er opið hjá félagsstarfi aldraðra í Miðhúsum í
Sandgerði alla virka daga frá kl. 10 til 16. Armbandið kostar 3500 krónur. Nánar er fjallað um armbandagerðina í Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Þátturinn er á Hringbraut á fimmtudagskvöld kl. 19:30.
Drekka Sig Skemmtilegar S Gur Gar Skaga
Sagnastundir á Garðskaga eru viðburðir sem hafa fallið vel í kramið hjá fólki sem þær hefur sótt. Nú hefur viðburðurinn verið haldinn þrisvar sinnum á veitingastaðnum við byggðasafnið á Garðskaga og ávallt fyrir fullu húsi. Í fyrstu sagnastundinni komu varðskipsmenn af Óðni og kynntu endurbætur á þessu gamla varðskipi sem í dag er svokallað safnskip. Þeir komu aftur á aðra sagnastundina og sögðu þá frá björgunarafreki þegar flotkví sem var á reki í Atlantshafi var bjargað í aðgerð sem tók marga daga.
Síðasta laugardag komu svo þrír gamlir skipstjórar og sögðu sögur af sjónum. Það voru þeir Ásgeir Magnús Hjálmarsson, Hafsteinn Guðnason og Magnús Guðmundsson. Allir höfðu þeir frá skemmtilegum sögum og ævintýrum að segja. Næsta sagnastund verður laugardaginn 11. mars kl. 15. Þá kemur
Sviðsmynd úr Brekkukotsannál sem reist var við Miðhúsasíkið.
Björn G. Björnsson leikmyndahöfundur og segir frá risastóru kvikmyndaverkefni sem m.a. fór fram í Garðinum árið 1972 þegar sjónvarpsmyndin Brekkukotsannáll, um samnefnda sögu Nóbelsskáldsins Halldórs Laxnes, var tekinn upp í Garði. Verkefnið var umfangsmikið og komu margir Garðmenn að því á sínum tíma og fengu jafnvel aukahlutverk í myndinni. Í apríl er síðan væntanleg frásögn frá stríðsárunum í Garði.
Það eru æskufélagarnir Bárður Bragason frá Urðarfelli og Hörður Gíslason frá Sólbakka sem standa fyrir sagnastundunum í samstarfi við veitingahúsið Röstina og Byggðasafnið á Garðskaga, sem er opnað sérstaklega fyrir gesti fyrir og eftir viðburðinn.
SUÐURNESJABÆR
Heimsókn til Björgunarsveitarinnar Sigurvonar
Hilmar
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Fjármála- og stjórnsýslusvið - Rekstrarfulltrúi
Fjármála- og stjórnsýslusvið - Skjalavörður
Garðasel - Leikskólakennari
Stapaskóli - Þroskaþjálfi
Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Ráðherra tók vel í erindi um heilsugæslu í Grindavík
Heilbrigðisráðherra tekur vel í sameiginlegt erindi Grindavíkurbæjar og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja um að heilsugæsla í Grindavík fái nýja aðstöðu á efri hæð félagsaðstöðu eldri borgara. Næsta skref er að fá svar frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Bæjarráð Grindavíkur lýsir ánægju sinni með velvilja ráðherra í garð verkefnisins og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Fossar og ný gufu- og eimböð við Bláa lónið
Ný gufu- og eimböð á útivistarsvæðinu við Bláa lónið, ásamt tveimur misháum fossum, er meðal þess sem sótt er um byggingarleyfi fyrir til skipulagsyfirvalda í Grindavík. Eldvörp ehf. hafa sótt um byggingarleyfi fyrir fyrri áfanga að endurbótum baðaðstöðu Bláa Lónsins. Í fyrsta áfanga eru ný gufu- og eimböð á útivistarsvæðinu, ásamt tveimur misháum fossum. Í seinni áfanga, sem sótt verður um byggingarleyfi fyrir síðar, er um að ræða stækkun og endurbætur baðálmu við Bláa Lónið.
Skipulagsnefnd Grindavíkur staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag.
Heimgreiðslur til foreldra 12 mánaða barna verði val
Heimgreiðslur til foreldra 12 mánaða gamalla barna sem fá ekki daggæslu fyrir börn sín voru til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur. Meirihluti bæjarráðs leggur upp með að heimgreiðslurnar verði ekki skilyrtar, heldur val foreldra frá 12 mánaða aldri, að loknu fæðingarorlofi, þangað til barnið fer í daggæslu eða á leikskóla.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í félagsmálanefnd og fræðslunefnd Grindavíkur.
50 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar undirbúið
Grindavíkurbær fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli 10. apríl 2024 og er þegar farið að leggja grunn að hátíðarhöldum vegna þessara tímamóta.
Frístunda- og menningarnefnd
Grindavíkur leggur til við bæjarráð að skipuð verði afmælisnefnd sem í eiga sæti fimm fulltrúar. Fulltrúarnir skulu endurspegla fjölbreytni samfélagsins í Grindavík. Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs hefur verið falið að vinna erindisbréf fyrir nefndina.
Viðgerð hafin
í Hópinu
Viðgerð er hafin á gervigrasinu í Hópinu í Grindavík í samræmi við úttekt fagaðila en bregðast þurfti strax við skemmdum eins og áætlað var í fjárhagsáætlun.
Meirihluti B, D og U-lista í bæjarráði Grindavíkur bókaði m.a. um málið á síðasta fundi. Þar segir m.a.:
„Að viðgerð lokinni, ef mat á ástandi gervigrassins er verra en áætlað var, verður aðilum falið að undirbúa útboð og kanna afhendingartíma á nýju gervigrasi.“
Bókun af fundi frístunda- og menningarnefndar var. lögð fyrir á fundi bæjarráðs. Í bókun fulltrúa M-listar við þá bókun segir að fulltrúi M-lista leggur til að það verði farið í það strax að skipta út gervigrasinu í Hópinu.
Meirihluti B, D og U tekur undir bókun frístunda- og menningarnefndar að skoða þann möguleika að skipta gervigrasinu í Hópinu út fyrr en áætlað var. „Viðgerð er hafin á gervigrasinu í samræmi við úttekt fagaðila en bregðast þurfti strax við skemmdum eins og áætlað var í fjárhagsáætlun. Að viðgerð lokinni, ef mat á ástandi gervigrassins er verra en áætlað var, verður aðilum falið að undirbúa útboð og kanna afhendingartíma á nýju gervigrasi. Ákvörðun verður tekin um framhaldið í vinnu við fjárhagsáætlun í haust,“ segir í bókun meirihlutans.
Vilja ekki loftnet á grunnskólann
Skipulagsnefnd Grindavíkur hafnar því að fjarskiptamastur eða fjarskiptaloftnet verði sett á Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut 2 í Grindavík. Skipulagsnefnd leggur til við Íslandsturna, sem sendi nefndinni fyrirspurn um staðsetningu á fjarskiptaloftneti, að þeir skoði að setja upp loftnet við hafnarsvæði.
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
„Lagt er til að fjarskiptafyrirtækin komi sér saman um staðsetningu á hafnarsvæðinu,“ segir í fundargerð nefndarinnar og sviðsstjóra falið að vinna málið áfram með það að markmiði að finna stað sem aðilar geta nýtt sameiginlega. Skipulagsnefnd hafnaði á sama fundi umsókn um byggingarleyfi frá Íslandsturnum við Víkurbraut 25, þ.e. að fjarskiptamastur verði sett við húsið. „Lagt er til að fjarskiptafyrirtækin komi sér saman um staðsetningu á hafnarsvæðinu,“ segir í afgreiðslu málsins.
N Sprautun Og B Lakjarninn
óska eftir að ráða í eftirtalda stöðu:
B Lasali
Bílakjarninn óskar að ráða bílasala í starfsstöð fyrirtækisins að Njarðarbraut 13 í Reykjanesbæ.
Umsóknir sendist á netfang: sverrir@nysprautun.is
Nýsprautun ehf er bíla-, réttinga- og sprautuverkstæði, Bílakjarninn ehf er bílasala en félögin eru samrekin bílaþjónustufyrirtæki í Reykjanesbæ, m.a. samstarfsaðilar Heklu hf.
Skólamatur óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður:
B Lstj Ri
REYJANESBÆR-REYKJAVÍK
Vegna aukinna verkefna getum við bætt við okkur bílstjóra.
Fjölskylduvænn vinnutími, frá kl. 7:00 til 15:00 alla virka daga.
Starfið felst í útkeyrslu á skólamáltíðum frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur. Starfið fellst einnig í vöruflutningum, frágangi í lok dags og öðrum tilfallandi verkefnum á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.
Hæfniskröfur:
• Reynsla sem nýtist í starfi
• Ökuréttindi C
• Íslenskukunnátta er skilyrði
• Jákvæðni og snyrtimennska skilyrði
• Frumkvæði er mikilvægt
• Sveigjanleiki er mikilvægur
Til greina kemur að ráða inn aðila sem ekki er með meiraprófið og kosta viðkomandi í meiraprófið ef hann fellur inn í Skólamatar-fjölskylduna.
Sendill
Við óskum eftir að ráða sendil til starfa. Fjölskylduvænn vinnutími, frá kl. 7:00 til 15:00 alla virka daga.
Starfið felst í að keyra starfsfólk frá Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðið og tilbaka í lok vinnudags Starfið felst einnig í útkeyrslu á vörum og að ferja mat á milli staða.
Hæfniskröfur:
• Reynsla sem nýtist í starfi
• Meiraprófið eða gamlaprófið kostur.
• Íslenskukunnátta er skilyrði
• Jákvæðni og snyrtimennska skilyrði
• Frumkvæði er mikilvægt
• Sveigjanleiki er mikilvægur
Umsækjendur eru beðnir að skila inn ferilskrá með upplýsingum um reynslu og fyrri störf.
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.
Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist í gegnum ráðingakerfi Alfreðs.
Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á máltíðum fyrir mikilvægasta fólkið.