4 minute read
Sumar tegundir krabbameina algengari
á Suðurnesjum
Tónlistarmeðferðar-sérfræðingur frá Póllandi hjálpar löndum sínum og öðrum að hætta að reykja.
Pólverjar „tæklaðir“ sérstaklega
„Við sáum fljótt að til að gera eitthvað almennilegt í þessu, að þá yrðum við að tækla Pólverjana sérstaklega,“ segir Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu en athyglisvert verkefni hófst í fyrra þegar sjö þingmenn Suðurkjördæmis, lögðu fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að gera samning við Krabbameinsfélag Íslands, um rannsókn á nýgengi krabbameina á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta. Niðurstaða rannsóknarinnar var á þann veg að vissar tegundir krabbameina væru algengari á Suðurnesjunum en annars staðar. Þau krabbamein voru öll lífsstílstengd og þar vega reykingar mest. Við nánari skoðun kom í ljós að reykingar eru algengari hjá þeim útlendingum sem hafa flust til Íslands en hjá Íslendingum og því ákvað Krabbameinsfélagið að bjóða Reykjanesbæ upp á sína þjónustu en fjölmargir útlendingar frá austantjaldslöndunum hafa sest að á Suðurnesjum undanfarin ár og áratugi. Pólverjar eru flestir úr þessum hópi útlendinga og búa auðvitað víðsvegar um landið og því munu líklega fleiri sveitarfélög nýta sér þessa þessa þjónustu Krabbameinsfélagsins.
Reykingamálaráðunautur
Ásgeir skýrði út leikskipulagið sem var sett upp. „Við sáum fljótt að til að gera eitthvað almennilegt í þessu, að þá yrðum við að tækla Pólverjana sérstaklega. Við vorum svo heppin að hafa pólskan félagsráðgjafa hjá okkur í Krabbameinsfélaginu og við tvö fórum í að setja upp prógramm og auglýsa eftir aðilum sem vildu gerast „reykingamálaráðunautur“ hjá okkur, þ.e. að hjálpa öðrum að geta hætt að reykja. Við höfum stundað þetta með Íslendinga árum saman og gengið vel en töldum að til að geta náð til Pólverjanna, þyrftum við að finna pólskumælandi ráðunauta.“
Aneta Scislowicz frá Póllandi svaraði kallinu en hún er með diplóma gráðu í fíknimeðferðum og líklega var ekki hægt að finna betri aðila því hún talar mjög góða íslensku og ensku. „Ég er tónlistarmeðferðar-sérfræðingur [art/music therapist] með MA meistaragráðu en því miður þekkist það ekki hér á Íslandi og því hef ég ekki getað nýtt mér þá menntun fyrr en núna. Ég er lærð ljósmóðir, vann líka sem svæfingarhjúkrunarkona á kvensjúkdómasjúkrahúsi og á heilsuhæli í Póllandi, sérhæfði mig í slökun. Þetta síðastnefnda nýtist mér mjög vel í þessu nýja starfi fyrir Krabbameinsfélagið.“
Einn dagur í einu
Joanna Repa er ein þeirra sem hefur notið ráðgjafar Anetu og ber henni vel söguna. „Ég var búinn að reyna hætta einu sinni og bindindið varði í tvær vikur. Nú er ég búin að vera hætt í fjórar vikur og tvo daga og mér gengur miklu betur. Aneta hefur hjálpað mér mjög mikið en ég tek þetta einn dag í einu. Ég minnkaði hægt og bítandi reykingarnar á hverjum degi og viðurkenni alveg að þegar styttist í að ég mætti ekki reykja neina sígarettu að þá kveið mér fyrir en það hefur gengið, ég hef verið reyklaus núna í rúmar fjórar vikur. Ég er auðvitað að nýta mér nigótíntyggjó og plástra til að byrja með en ég hef fulla trú á að ég muni ná að hætta núna. Ég met lífið of mikið til að vera eitra svona fyrir mér og hvet alla sem eru að spá í að hætta, að nýta sér þessa þjónustu Krabbameinsfélagsins,“ sagði Joanna að lokum.
Þess ber að geta að meðferðin er ókeypis og hægt er að panta hjá Anetu á þessu tölvupóstfangi; aneta@krabb.is
Bláa lónið styrkir Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins
Í ár studdi Bláa lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.
Að þessu sinni söfnuðust 4.300.000 króna og hefur Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa Lóninu, afhent Krabbameinsfélaginu þá upphæð. Bláa Lónið hefur veitt stuðning við verkefni Krabbameinsfélagsins allt frá árinu 2015.
„Átaksverkefni Krabbameinsfélagsins eru mikilvæg samfélagsverkefni sem við hjá Bláa Lóninu erum stolt af að taka þátt í. Það er okkur sönn ánægja að geta veitt fjárstuðning sem þennan, enda mikilvægt að styðja við og efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins vel til þess fallinn að halda utanum um þær,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins.
„Stuðningur Bláa lónsins hefur verið okkur mjög mikilvægur. Stuðningurinn gerir okkur kleift að styðja við enn fleiri rannsóknir til að ná sem mestum árangri í baráttunni við krabbamein á Íslandi.“ segir Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður fjáröflunar- og markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu.
Um Vísindasjóð
Krabbameinsfélagsins:
Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferðum og lífsgæðum sjúklinga. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá 2017 til 2022, veitt 71 styrk, alls 384 milljónir króna, til 41 rannsókna og hefur Bláa lónið verið einn af helstu stuðningsaðilum sjóðsins allt frá stofnun hans árið 2015.
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Hafþór Ernir Ólason
Aldur: 16
Námsbraut: Félagsvísindabraut
Áhugamál: Stjórnmál, skíði og ferðast
Óttast rottur
Hildir Hrafn Ágústsson er sextán ára drengur sem er fæddur og uppalinn Hafþór Ernir er 16 ára gamall og segist hann hafa mikinn áhuga á stjórnmálum, skíðum og að ferðast. Hafþór stefnir á að vera lögfræðingur í framtíðinni en segir hann að hans stærsti draumur sé að vinna lottóið. Hafþór er ungmenni vikunnar.
Hvað ert þú gamall? 16 ára
Hvers saknar þú mest við grunnskóla?
Allra kennarana
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Það er nálægt heimilinu mínu, vinir mínir eru þar og FS er góður skóli
Hver er helsti kosturinn við FS? Það er nálægt heimilinu þannig það er minna ferðalag að fara þangað og FS býður uppá allskonar áfanga sem munu nýtast mér í háskóla
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Það er mjög gott, það eru allir vinir og alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Hermann Borgar af því hann er svo mikið í stjórnmálum
Hver er fyndnastur í skólanum? Björn Ólafur
Hvað hræðist þú mest? Rottur
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Ralph lauren er heitt núna en skinny jeans er ískalt
Hvert er uppáhalds lagið þitt? Fair trade með Drake og Travis Scott