1 minute read
Áhersla á að viðhalda lifandi
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur öðru sinni hafnað erindi Eignakaupa ehf. um heimild til að minnka verslunarrýmið á jarðhæð við Hafnargötu 23 og breyta því í íbúð. Fyrirtækið óskaði eftir endurupptöku málsins 19. desember sl. þar sem fyrra erindi var ítrekað. Erindinu var hafnað vegna þess að breyting er ekki talin styðja við þróun Hafnargötu.
Í afgreiðslu umhverfis- og greinargerð aðalskipulags Reykjanesbæjar 2015–2030, kemur fram um svæði M2: „Hafnargatan hefur verið aðalmiðbæjargata bæjarins. Þróunarmöguleikar líflegs miðbæjarumhverfis eru góðir. Lögð er áhersla á að styrkja stoðir smáog fagverslana og veitingastaða.“
Sú stefna sem þarna er mörkuð er ítrekuð við endurskoðun aðalskipulags, þar er sett inn svohljóðandi ákvæði: „Lögð er áhersla á að viðhalda lifandi götuhliðum með rými. Ekki er heimilt að breyta atvinnuhúsnæði á jarðhæð í íbúðarhúsnæði.“ Skipulagsáætlanir við götuna sem hafa verið samþykktar síðustu ár s.s. Hafnargata 12 og Hafnargata 22–28 styðja við þessa stefnu. Í vinnslu er deiliskipulag fyrir Hafnargötu fyrir reit sem markast af lóðum nr. 15 að nr. 41. Áætlað er að það skipulag komi til afgreiðslu á vormánuðum en þar verður m.a. nánar skilgreind nýting rýma á jarðhæð húsa við götuna. bætur hækkuðu til samræmis við hækkun almennra húsnæðisbóta 2022 um 10% til að tryggja að hækkunin skili sér til húsnæðisleigjenda. Sérstakur húsnæðisstuðningur var til umfjöllunar á síðasta fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar.
Viðmiðunarmörk sérstaks húsnæðisstuðnings yrðu þá 751 kr. á hverjar 1.000 kr. í greidda húsa - leigu frá 1. janúar 2023 og hámark almenns og sérstaks húsnæðisstuðnings samanlagt yrði 75.108 kr. áhersla á mikilvægi hækkunar sérstaks húsnæðisstuðnings til að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins, hún er til þess fallin að styðja við tekjulægstu hópa leigjenda.