4 minute read

Rúnar hefur þurft að reima á sig skóna

„Ég hef fulla trú á að ef við náum því, að þá getum við veitt öllum liðum keppni og fyrst okkur tókst að verða Íslandsmeistarar í fyrra eftir að hafa endað í fjórða sætinu, því ættum við ekki að geta endurtekið leikinn,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta.

Njarðvík var nýliði í Subway deild kvenna á síðasta tímabili og því kom kannski einhverjum á óvart að þær skyldu enda með Íslandsmeistaratitilinn í sínum fórum í lok leiktíðar. Gengið hefur ekki verið eins gott á þessu tímabili, þjálfari liðsins, Rúnar Ingi Erlingsson segir nokkrar ástæður fyrir því en er þó bjartsýnn á framhaldið. „Við enduðum reyndar í sama sæti í deildakeppninni í fyrra og við erum í núna, fjórða sæti en ég skil að kröfur og væntingar til Íslandsmeistara séu meiri en það. Við þurftum nánast að púsla saman nýrri íslenskri hersveit en þrjár af þeim stelpum sem voru í sjö manna róteringu í úrslitakeppninni í fyrra, fóru í háskólaboltann í Bandaríkjunum. Í fyrra gátum við æft og spilað með sama mannskapinn nánast frá fyrstu æfingu, þ.e. við lentum ekki í neinum meiðslum, það munar gífurlega mikið um það. Sú hefur ekki verið raunin á þessu tímabili, ég er með tvo af sömu útlendingum og í fyrra og önnur þeirra, Lavinia

Joao Gomes Da Silva er bæði búin að vera meidd og fór í landsliðsverkefni. Stundum náði ég ekki einu sinni tíu leikmönnum á æfingu og þurfti sjálfur að reima á mig skóna, svo ég myndi segja að þetta séu helstu ástæðurnar fyrir því að gengið hafi ekki verið eins gott og í fyrra.“

Andlegi þátturinn lakari

Njarðvíkingar sáu í fyrra þegar leið á tímabilið, að hugsanlega væru þær með lið sem myndi geta keppt við þau bestu því öll toppliðin höfðu legið í valnum. Á þessu tímabili hefur ekki gengið eins vel að vinna stóru leikina sem þó hafa flestir verið nokkuð jafnir. „Við höfum ekki verið nógu sterkar andlega á þessu tímabili og ég tel nokkuð ljóst að við söknum íslensku stelpnanna sem fóru í háskólaboltann, Vilborg fyrirliði er t.d. gífurlegur leiðtogi og við höfum klárlega saknað hennar. Lavina er

Barna-og unglingastarf blakdeildar Keflavíkur á uppleið

18 iðkendur kvenna á bikar móti Blaksambands Íslands sem haldið var á Akureyri. Blakdeild Keflavíkur var með fullskipað lið í U14 og U16. Að auki voru tveir keppendur með sameiginlegu liði Þróttar í U20.

Allt voru þetta keppendur sem hófu nýlega æfingar í blaki og voru að stíga sín fyrstu skref á stórmóti, nema Eydís Stein þórsdóttir keppandi í U20 sem var að keppa í annað sinn. U14 hafnaði í 7. sæti, U16 varð í þriðja sæti í sínum riðli og U20 endaði í 6.sæti.

Að sögn Guðrúnar Jónu Árna dóttur, þjálfara, var frammistaða og keppnisandi liðanna til fyrir myndar og þrátt fyrir að kepp endur hafi verið að stíga sín fyrstu skref gáfu þær ekkert eftir á móti þaulvönum andstæðingum.

fékk nýverið liðstyrk frá þrem systrum frá Venesúela sem komu til landsins sem flóttamenn og spiluðu blak í sínu heimalandi. Þá veitti Rafholt systrunum ferðastyrk sem gaf þeim tækifæri að taka þátt í mótinu, þakkar blakdeild Keflavíkur sérstaklega fyrir stuðninginn.

sömuleiðis mikill reynslubolti og það var slæmt að missa hana af æfingum í vetur en nú er hún komin til baka, íslensku stelpurnar sem við fengum í staðinn eru alltaf að verða meiri og meiri Njarðvíkingar svo ég hef fulla trú á að við náum okkur á strik á lokasprettinum sem fer að hefjast,“ segir Rúnar Ingi. Af hverju ekki aftur meistarar?

Njarðvíkingar þurfa frekar að líta niður fyrir sig í stað þess að ætla freistast til að hækka í töflunni en tólf stigum munar á þeim og Haukastelpum sem eru í þriðja sæti. Hins vegar munar ekki nema þremur á Njarðvík og grönnum þeirra sunnan Þorbjarnar, Grindavíkurkonum og hefði ekki verið fyrir frekar óvænt tap þeirra gulu á móti Fjölni á sunnudaginn, þá hefði verið um sannkallaðan fjögurra stiga leik að ræða í næstu umferð, sem einmitt fer fram miðviku-

„Ég er búinn að segja stelpunum að leikurinn á móti Grindavík sé mikilvægasti leikur tímabilsins til þessa. Með sigri setjum við ansi breitt bil á milli liðanna en ef við töpum verður þetta blóðug barátta. Aðalatriðið fyrir mitt lið er hins vegar að geta fundið stöðugleika og ná réttri róteringu á liðinu, það er ekki hægt þegar meiðsli eru fyrir hendi. Nú eru allar heilar, síðasta umferðin í deildarkeppninni er að hefjast og nú er tíminn til að koma sér á beinu brautina og spila okkar besta bolta. Ég hef fulla trú á að ef við náum því, að þá getum við veitt öllum liðum keppni. Fyrst okkur tókst að verða Íslandsmeistarar í fyrra eftir að hafa endað í fjórða sætinu, því ættum við ekki að geta endurtekið leikinn,“ sagði Rúnar Ingi í lokin.

Aðalfundur knattspyrnudeildar Keflavíkur fór fram þann 31. janúar. Úr stjórn Knattspyrnudeildar gengu þeir Gunnar Oddsson og Ingvar Georgsson. Í nýrri stjórn Keflavíkur sitja með Böðvari þau Jóhann Sigurbergsson, Guðlaugur Gunnólfsson, Inga Lára Jónsdóttir og Petra Einarsdóttir. Meðal mála sem hafa verið rædd í knattspyrnunni í Reykjanesbæ er sameining Keflavíkur og Njarðvíkur og sameiginlegur keppnisvöllur. Gárungarnir hafa verið að gera grín að því að nú er Njarðvíkingur formaður Keflavíkur en formaður Knattspyrnudeildar Njarðvíkur (UMFN) er Keflvíkingurinn

Myndi alltaf taka sömu ákvörðun

-segir Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta um síðustu sóknina gegn Georgíu.

„Ég myndi alltaf taka sömu ákvörðun, með svona frábæran skotmann með opið þriggja stigaskot,“ segir Jón Axel Guð mundsson, landsliðsmaður Ís lands í körfuknattleik um síðustu sóknina í stærsta landsleik Ís lands gegn Georgíu á sunnudag.

Jón Axel þaut upp völlinn með boltann og gerði sig líklegan til að fara í sniðskot en gaf svo boltann út á kantinn á Elvar Má Frið riksson sem reyndi þriggja stiga skot. Boltinn fór í körfuhringinn og snerist upp úr honum. Ísland þurfti að vinna leikinn með fjórum stigum eða meira til að tryggja sig í lokakeppni HM.

VF heyrði í Jóni Axel sem var kominn „heim“ til Ítalíu þar sem hann leikur sem atvinnumaður.

„Á skalanum einum til tíu er ég u.þ.b. 12-13 svekktur! Þetta var ofboðslega svekkjandi og auðvitað hef ég marghugsað þessa síðustu sókn. Hefði ég átt að reyna sniðskot með tvo stóra menn fyrir framan mig og öflugan varnarmann fyrir aftan sem hefði getað blokkað, eða átti ég að gefa út á galfrían frá bæran skotmann, sem ég treysti til að setja svona skot í átta til níu af hverjum tíu skotum. Ég myndi ekki allt í einu bjó Georgíumaðurinn til snertingu á mig og dómarinn flautaði. Ég var auðvitað svekktur með það en svo misnotaði hann bæði vítaskotin og við fengum gullið tækifæri en eins og áður sagði, þá gekk þetta því miður ekki núna. Við munum byggja á þessari forkeppni, við stóðum okkur virkilega vel og eigum helling inni. Erum flestir ungir að árum svo

This article is from: