3 minute read
Óvenjulegur afli
n Gunnlaugur Sveinbjörnsson sýnir hér hluta hins óvænta afla. „Ég er þvi miður búinn með nokkra“. VF/pket
Sjómaður í Sandgerði fann 22 bjóra úti á rúmsjó við Garðskaga
VÍKURFRÉTTIR 28. JÚNÍ 1984 „Jú, það er víst óhætt að segja að ég hafi byrjað þjóðhátíðardaginn snemma,“ sagði Gunnlaugur Sveinbjörnsson, sjómaður í Sandgerði, en hann fékk óvæntan feng í veiðiferð sinni á laugardag fyrir 17. júní, en það voru 22 bjórdósir.
Gunnlaugur var á bát sínum, LOGA GK 121, rétt fyrir innan Garðskaga þegar hann sá fyrstu dósina í sjónum. „Það var af rælni að ég tók dósina upp úr sjónum. Mér datt ekki í hug að hún væri full af bjór. Síðan fór ég að líta í kringum mig og þá tíndi ég þær upp hverja af annarri á litlu svæði og kassann utan af dósunum fann ég líka þarna í grenndinni. Álið í dósunum er svo létt og þetta litla fríborð sem í þeim er, gerir það að verkum að þær fljóta,“ sagði Gunnlaugur. En hvernig fiskaðist annars í túrnum? „Ekkert rosalega, um 400 kíló af fiski. Það er ekki nema von að maðurinn fiski ekki, með fullan bát af bjór. Annars trúði ég þessu nú ekki fyrst þegar Gulli sagði mér þetta í talstöðina, með bjórana. En síðan var talað um það sjómanna á milli að Gulli væri farinn á barinn og tæki því þjóðhátíðina snemma,“sagði Hörður Kristinsson, sjómaður og félagi Gunnlaugs um þetta happ hans.
„Gamall sjómaður sem var með mér á síld í Norðursjónum sagði mér eitt sinn, að bjórinn væri bestur þegar hann væri ekki til. Ég er honum sammála og hann kom sér vel og smakkaðist mjög vel, ískaldur úr sjónum, og vil ég nota hér tækifærið og þakka þeim sem hentu honum fyrir borð. Hann komst í góðar hendur,“ sagði Gunnlaugur Sveinbjörnsson.
Svo virðist sem Sandgerðingar þefi upp vínanda úr sjónum því fyrir all nokkrum árum fannst 50 lítra tunna á reki á svipuðum stað og bjórinn, full af rauðvíni. Ekki fylgdi sögunni hver afdrif hennar urðu. - pket.
Endurbyggja hlöðu og fjárhús sem vinnustofu
- hafna byggingu skála í sömu stærð á næstu lóð við hliðina
Sótt hefur verið um að endurbyggja samsetta byggingu sem stóð á jörðinni Austurkoti 1 í Sveitarfélaginu Vogum. Byggingin hýsti áður hlöðu og fjárhús. Talið er að byggingin sé að mestu hrunin, ef ekki öll, og verður hún endurbyggð. Endurbyggingin mun hýsa vinnustofu. Stærðin er 114,7 fermetrar, segir í umsókninni.
Skipulagsnefnd Voga heimilar að umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt. Einnig verði leitað umsagnar Vegagerðarinnar.
Þá hefur verið sótt um að byggja skála á jörðinni Austurkoti 3 í
Sveitarfélaginu Vogum. Skálinn mun hýsa vinnustofu. Stærðin er 114,7 fermetrar, eða nákvæmlega sama stærð og á endurbyggingu hlöðu og fjárhúss á Austurkoti 1.
Í afgreiðslu skipulagsnefndar segir: Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er um íbúðarsvæði að ræða en ekki er til staðfest deiliskipulag fyrir svæðið. Frekari uppbygging skal vera í samræmi við þá byggð sem fyrir er en nánari útfærslu er vísað til deiliskipulags. Vinna þarf að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði.
Ráðist verði í vinnu við framtíðarsýn íþróttamála
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að ráðist verði í vinnu við framtíðarsýn íþróttamála eins og lagt er til í verkefnisáætlun. Endanleg útfærsla á verkefninu verði lögð fyrir bæjarráð til kynningar.
Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs á minnisblaði frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og deildarstjóra frístundadeildar um framtíðarsýn íþróttamála í Suðurnesjabæ undir liðnum „þátttaka barna í íþróttum“.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Garðyrkjudeild - Flokkstjóri
Garðyrkjudeild – Sumarstörf
Velferðarsvið - Búsetuþjónusta fatlaðs fólks
Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra
Velferðarsvið - Félagsráðgjafi/Sérfræðingur
Velferðarsvið - Heimaþjónusta-og stuðningsþjónusta
Velferðarsvið - Starf á heimili fatlaðrar konu Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna.
Sumarstörf í boði hjá Ævintýrasmiðjunni
• Umsjónarmenn (sumarstörf)
• Leiðbeinendur (sumarstörf)
Sumarstörf í boði hjá
Vinnuskóla Reykjanesbæjar
• Yfirflokkstjórar
• Flokkstjórar
• Flokkstjórar (ungmenni með sértækar stuðningsþarfir)
• Skrifstofa
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Fjórir Vogabúar útskrifast frá Háskóla Íslands sama daginn
Háskóli Íslands brautskráði 505 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi föstudaginn 17. febrúar 2023. Útskriftin vakti athygli í Sveitarfélaginu Vogum og var til umfjöllunar á vef sveitarfélagsins. Þó það sé sannarlega ekki óvanalegt að einstaklingar úr Vogunum útskrifist úr háskólum þá hlýtur það að vera óvenjulegt, ef ekki einstakt að fjórir Vogabúar útskrifist saman daginn úr sama háskóla.
Vogabúarnir í útskriftarhópnum voru þau Arnar Egill Hilmarsson sem útskrifaðist með BS-próf í hagfræði, Petra Rut Rúnarsdóttir sem útskrifaðist með MS-próf í
Fengu sérfræðinga Jarðvísindastofnunar og Landsnets á fund í Vogum
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins verkefnastjórnun, Hanna Stefanía Björnsdóttir útskrifaðist með BApróf í félagsráðgjöf og Sindri Jens Freysson með BS-próf í tæknifræði.
Voga óskaði eftir því að fá sérfræðinga Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnið hafa að skýrslum og greinargerðum tengdum náttúru- og eldgosavá í Sveitarfélaginu Vogum og aðila frá Landsneti, á fund nefndarinnar sem fram fór 21. febrúar sl. í tengslum við umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2. Ekki kemur fram í fundargerð hvað fram kom á fundinum annað en afgreiðsla skipulagsnefndar sem þakkar aðilum Jarðvísindastofnunnar og Landsnets fyrir samtalið og komuna á fundinn á staðnum og í gegnum Teams-fjarfundarbúnað.