1 minute read
SVAKALEGT SUÐURNESJA SVAKASÝN
Það er áskorun að gera revíu. Hópur fólks í LK settist niður í vonda veðrinu í desember, fékk sér snakk og bjór og samdi eitt stykki. Suðurnesja Svakasýn er líkt og fyrri revíur nokkurs konar áramótaskaup Reykjanesbæjar. Ýmis málefni svæðisins eru að venju tekin fyrir og þá fá þekktir bæjarbúar líka aðeins á baukinn. „Við“ Hilmar Bragi hjá Víkurfréttum opnum kvöldið og síðan taka við skemmtileg atriði sem flestir Suðurnesjamenn kannast við, eins og mygla í húsnæði, rokkbókasafnið, karlar sem eiga konur sem versla í tískufatabúðinni Gallerí, Hollywood- Hafnargötustjarnan Jodie Foster, sjálfsafgreiðslan í matvörubúðum, snjómokstur og fleira eins og „barátta“ fólks við að komast að á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þá fá Blue bræður með sitt góð-
Mörg atriðanna eru mjög fyndin. Í revíu sem fjallar um málefni svæðisins, mörg hver mjög „lókal“ er hægt að tala um magnaða innansveitarkróniku. Eins og þegar karlarnir sitja og ræða kjóla- og fatakaup eiginkvenna. Algerlega frábært atriði. Ansi margir leikarar félagsins eru komnir með góðan grunn og reynslu. Kjarni fólks sem kann til verka, fer vel með texta og svo eru margir þrusu góðir söngvarar í hópnum. Það gefur mörgum atriðunum meiri gæði að það sé sungið í þeim og það gerir leikfélagsfólkið mjög vel. Guðlaugur Ómar Guðmundsson fer til dæmis á kostum í einu af lokaatriðunum þegar hann svífur um sviðið með bæjarstjórafiðluna og eltir sviðsljósið. Fleiri dæmi væri hægt að nefna en verða ekki talin upp hér. Farið bara og félag og því þarf að horfa og meta verkin miðað við það en það verður að segja því til verulegs hróss að áhugastimpillinn er mjög lítill eða nánast enginn. Hægt er að nefna dæmi um einfalda en skemmtilega sviðsmynd þar sem stafræn þróun er nýtt og síðast en ekki síst, hljóðið. Leikarar eru með hljóð græjur á sér og þannig skilast það svo vel til áhorfenda.
Leikstjórinn Eyvindur Karlsson (Ágústs Úlfssonar) náði mjög vel að binda saman þessa revíu og segir í leikskrá að hann sé orðinn mun nær málefnum Reykjanes bæjar eftir skyndinámskeið í þeim.
Það er ekki af neinni góð mennsku eða innansveitar-með virkni að hægt er að gefa Leik félagi Keflavíkur toppeinkunn fyrir
Víkurfréttamenn, hótelstjórar, bæjarstjórn og Blue bræður eru meðal viðfangsefna í Suðurnesja-svakasýni en auðvitað margt fleira.