1 minute read

Nýtt miðmið eftir vel heppnaða Sálumessu

þátt í flutningi Sálumessu eftir Verdi í Stapa síðasta miðvikudag. Húsfyllir var og nutu gestir sjaldgæfs menningarviðburðar af bestu gerð. Jóhann laginu Norðurópi sem stóð að viðburðinum í samvinnu við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, segist afar ánægður með hvernig til tókst. Sextíu manna kór og sveit ásamt fjórum þekktum ein söngvurum, töfruðu fram magnaðan flutning í níutíu mínútur. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og tónlistarskólastjóri til þrettán ára var ekki að spara hrósið og skrifaði þetta á Facebook síðu sinni:

„Í kvöld varð til (að mínu mati) nýtt viðmið í tímatali okkar Reyknesinga. Atburðir gerðust annað hvort fyrir eða eftir flutning Requiem Verdis í kvöld. Innilega til hamingju Jóhann Smári og þið öll hin. Þetta var magnað!

Kaupa ferðaþjónustubíl fyrir þjónustumiðstöð Grindavíkurbæjar

Óskað hefur verið eftir viðauka að upphæð 7,5 milljónum króna til bæjarráðs Grindavíkur vegna kaupa á bíl sem nýtist ferðaþjónustu sem þjónustumiðstöð Grindavíkurbæjar sinnir fyrir félagsþjónustu- og fræðslusvið sveitarfélagsins. Viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Bæjarráð hefur lagt til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.

Fá aukið stöðugildi fyrir félagsþjónustu Grindavíkur

Bæjarráð Grindavíkurbæjar hefur samþykkt beiðni um aukið stöðugildi í félagsþjónustu Grindavíkurbæjar. Óskað var eftir heimild til að ráða í stöðugildi í barnavernd og félagsþjónustu hjá bæjarfélaginu. Bæjarráð hefur falið sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að leggja fram viðaukabeiðni fyrir bæjarstjórn. Eins og kunnugt er af fréttum mun álag á félagsþjónustu sveitarfélagsins aukast í kjölfar þess að m.a. flóttafólk hefur fengið aðsetur í Grindavík.

This article is from: