Víkurfréttir 15. tbl. 42. árg.

Page 1

Miðvikudagur 14. apríl 2021 // 15. tbl. // 42. árg.

Fermingar í skugga Covid-19

Séra Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur í Útskálaprestakalli stóð í ströngu síðasta sunnudag. Þá fóru fram fimm fermingarathafnir í Útskála- og Hvalsnessóknum. Vegna samkomutakmarkana var aðeins hægt að ferma örfá börn í einu og því var hafist handa snemma dags við fermingar að Útkálum. Á hádegi var síðan farið yfir í Sandgerðiskirkju og þar voru þrjár fermingarathafnir. Bara þeir allra nánustu gátu verið viðstaddir og kirkjukórinn var skipaður tveimur söngkonum. Víkurfréttir sáu samt til þess að aðstandendur gátu fylgst með þessari hátíðlegu stund því öllum athöfnunum var streymt inn á vefsíðu þar sem ömmur og afar, frænkur og frændur gátu fylgst með. Fermingum í Suðurnesjabæ verður svo haldið áfram annan sunnudag, 25. apríl. Myndin var tekin í Útskálakirkju þar sem samtals tíu börn voru fermd síðasta sunnudag. VF-mynd: Hilmar Bragi

Þúsund ný störf á Keflavíkurflugvelli Tólf milljarða hlutafjáraukning ríkisins í Isavia tryggir mannaflsfrekar framkvæmdir. Um eitt þúsund störf verða til vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli og við flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia er bjartsýnn á endurkomu flugsins en segir að 12 milljarða hlutafjárinnspýting ríkisins í fyrirtækið sér gríðarlega mikilvæg og verði upphafið að nýrri endurreisn starfseminnar á Keflavíkurflugvelli. „Þessar fyrirætlanir sem við kynntum í upphafi árs eru að verða að veruleika. Við höfum verið að undirbúa þær með útboðum, verðfyrirspurnum og fleiru. Tímaáætlanir eru að standast. Við erum frekar að ná að spýta í frekar en hitt miðað við upphaflegu fyrirætlanir, þannig að við erum mjög spennt

FLJÓTLEGT OG GOTT! 25%

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

32%

2

1.499

kr/stk

1

kr/pk áður

1.999 kr

Kjúklingaborgari 4 stk – með brauði

399

fyrir

Pepsi og Pepsi Max 500 ml

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

áður

589 kr

Sóma samloka Með túnfisksalati

ALLT FYRI R ÞIG Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, er í viðtali við Suðurnesjamagasín í þessari viku. fyrir þessum framkvæmdum sem eru að hefjast.“ Sjá nánar viðtal á síðum 10-11 í Víkurfréttum í dag og umfjöllun í Suðurnesjamagasíni á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 21:00.

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

DÍSA EDWARDS

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

PÁLL ÞORBJÖRNSSON

ASTA@ALLT.IS 560-5507

JOHANN@ALLT.IS 560-5508

DISAE@ALLT.IS 560-5510

ELINBORG@ALLT.IS 560-5509

PALL@ALLT.IS 560-5501

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Nýjar gosrásir opnast í fjallinu og getur gosið án fyrirvara á gönguleiðinni Nýjar gosrásir hafa opnast á sprungu á eldgosasvæðinu. Á þriðjudagsmorgun opnaðist sprunga á nokkuð löngum kafla og hóf að gjósa. Sú virkni hefur svo verið að safnast á fjóra gíga þannig að eldgosagígar á svæðinu eru þá átta talsins þegar þetta er skrifað um miðjan dag á þriðjudag. Fyrsti gígurinn, sem opnaðist 19. mars, og annar gígurinn, sem opnaðist á öðrum degi páska, hafa verið virkustu eldgígarnir til þessa. Mest allt hraunið hefur runnið í Geldingadali en gígur nr. 2 hefur verið að skila af sér hraunrennsli niður í Meradali. Almannavarnir hafa markað hættusvæði á gossprungunni sem liggur í suðvestur og norðaustur í Fagradalsfjalli. Gosrás getur myndast fyrirvaralaust á gönguleiðinni að gosstöðvunum þar sem hún liggur um Geldingadali. Fram til þessa hafa gosrásir verið að opnast á sömu sprungunni milli fyrsta og annars gígsins. Allar nýjar gosrásir hafa komið upp úr sprungunni milli þessara megingíga. Ekki er útilokað að sprungan opnist lengra til suðvesturs í Geldingadali eða lengra til norðausturs og nær Keili.

Svona var staðan á mánudagskvöld. Síðan þá hefur gosrásum fjölgað. VF-mynd: Jón Hilmarsson

Hólmfríður í efsta sæti VG í Suðurkjördæmi:

„Heldur betur himinsæl yfir þessum stuðningi og trausti“ „Það var gríðarlega hrærð, þakklát og dálítið ringluð kona sem fór að sofa,“ sagði Hólm­fríður Árna­dótt­ir, mennt­ un­ar­fræðing­ur og skóla­stjóri Sand­gerðis­skóla. Hún mun leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum eftir að hafa orðið efst á lista í forvali flokksins sem fram fór um helgina en úrslit voru kunngjörð síðdegis á mánudag. „Ég er heldur betur himinsæl yfir þessum stuðningi og trausti sem mér er sýnt og er eiginlega orðlaus. Ég fann stöðugt fyrir jákvæðni í minn garð alla baráttuna og geri enn. Mig langar að þakka meðframbjóðendum fyrir drengilega kosningabaráttu, aldrei neikvæðni, leiðindi eða styggðaryrði sem er dýrmætt enda við öll að koma að borðinu með það í huga að gera vel og vera málefnaleg,“ segir Hólmfríður. Hún segir þetta aðeins upphafið að fjörugri og málefnalegri kosningabaráttu „þar sem við í Suðurkjördæmi munum setja málefni Vinstri grænna á oddinn og berjast fyrir betri lífskjörum og velferð, umhverfisvernd, jöfnuði, jafnrétti, kvenfrelsi, friði og félagslegu réttlæti nú sem endranær.“

Alls greiddu 456 at­kvæði í for­val­inu af þeim 671 sem voru á kjör­skrá. Kosn­ingaþátt­taka var því 68%. Sex seðlar voru auðir en enginn ógildur.

Niðurstaða for­vals­ins er eft­ir­far­andi:

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

1. sæti: Hólm­fríður Árna­dótt­ir með 165 at­kvæði. 2. sæti: Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir með 188 at­kvæði í 1.-2. sæti. 3. sæti: Sigrún Birna Stein­ars­dótt­ir með 210 at­kvæði í 1.-3. sæti. 4. sæti: Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé með 176 at­kvæði í 1.-4. sæti. 5. sæti: Helga Tryggva­dótt­ir með 264 at­kvæði í 1.-5. sæti.

Öflug liðsheild lykill að góðu rekstrarári Samkaupa Ársreikningur Samkaupa hf. fyrir rekstrarárið 2020 var samþykktur á aðalfundi félagsins þann 10. mars 2021. Rekstur ársins gekk vel þrátt fyrir að árið hafi verið óvenjulegt á marga vegu. Velta vegna erlendra ferðamanna dróst verulega saman strax í upphafi heimsfaraldursins en á móti varð mikil aukning í veltu netverslunar. Þá varð breytt neysluhegðun, með tilkomu samkomutakmarkana og sóttvarnaraðgerða, til þess að aukning varð í veltu minni hverfisverslana og vörukarfan stækkaði. Heilt yfir leiddi Covid-19 til meiri viðskipta í dagvöruverslunum en á móti jókst kostnaður líka. Þegar árið er borið saman við fyrra ár er mikvilægt að hafa í huga að árið 2019 einkenndist af umtalsverðum kostnaði vegna yfirtöku nýrra rekstrareininga. Áhersla var lögð á að tryggja öryggi og velferð starfsmanna og viðskiptavina í krefjandi aðstæðum samkomutakmarkana á árinu. Álag í verslunum var mikið og framlag starfsmanna í framlínu ómetanlegt. Stjórn félagsins samþykkti á árinu að veita allt að 150 millj. kr.

í aðgerðarpakka sem var sérstaklega ætlaður framlínustarfsmönnum í verslunum undir yfirskriftinni „Takk fyrir að standa vaktina!“. Hjá Samkaupum starfa um 1400 starfsmenn og þar af eru 1350 í framlínu í verslunum. Félagið hefur nú í fyrsta sinn gefið út samfélagsskýrslu sem er aðgengileg á heimasíðu þess. Samkaup hefur um langt skeið unnið að mikilvægum samfélagsmálum í eigin starfsemi en áhersla hefur verið lögð á að félagið sé öflugur þátttakandi í samfélaginu, leggi góðum málefnum lið og hafi jákvæð áhrif á þróun samfélagsins. Þannig hefur félagið m.a. beitt sér fyrir minni sóun, bættu umhverfi og heilsueflingu. Verkefni ársins 2021 eru mörg og er félagið vel í stakk búið til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Áhersla verður lögð á að Samkaup verði áfram framsækið verslunarfyrirtæki sem er þekkt fyrir að fara alla leið í þágu vörugæða og þjónustu, samtímis því að vera í fararbroddi í nýsköpun og skapa tækifæri fyrir viðskiptavini, samfélagið og starfsfólk, segir í frétt frá Samkaup.

Helstu niðurstöður rekstrarársins 2020:

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Vörusala nam 38.329 millj. kr. samanborið við 34.292 millj. kr. á árinu 2019. Framlegðarhlutfall nam 24,4% samanborið við 23,9% á árinu 2019. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 2.335 millj. kr. samanborið við 1.909 millj. kr. á árinu 2019. Hagnaður eftir skatta nam 446 millj. kr. samanborið við 238 millj. kr. á árinu 2019. Heildareignir í árslok námu 17.982 millj. kr. samanborið við 17.166 millj. kr. á árinu 2019. Eigið fé í árslok nam 2.585 millj. kr. samanborið við 2.439 millj. kr. á árinu 2019. Eiginfjárhlutfall var 14,4% samanborið við 14,2% á árinu 2019.



4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ERLEND UMFJÖLLUN MILLJARÐA VIRÐI Samkvæmt greiningu á umfjöllun yfir fyrstu þrjár vikur eldsumbrotanna er áætlað að virði þeirra sé um 6,6 milljarða króna ef slík umfjöllun væri keypt. Uppsafnaður lestur umfjallananna er svo um 25 milljarðar. Eldgosið á Reykjanesskaga hefur hlotið mikla athygli í fjölmiðlum bæði innanlands og víða um heim. Íslandsstofa, í samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness, vaktar umfjöllun um Reykjanesskagann og umbrotin í Geldingadölum í erlendum fjölmiðlum. „Við höfum verið í sambandi við stóra erlenda fréttamiðla, stærstu nöfnin í bransanum sem eru væntanleg til landsins og vilja taka upp við gosið, þannig að umfjöllun er hvergi nærri lokið“ segir Eyþór Sæmundsson, verkefnastjóri miðla hjá Markaðsstofu Reykjaness. „Komið hefur fram frá sérfræðingum Íslandsstofu að þarna sé að verða til einn flottasti áfangastaður landsins í miðjum Reykjanes jarðvangi, við getum ekki mótmælt því. Þetta er ótrúleg umfjöllun sem svæðið okkar er að fá og segja má að heimsbyggðin sé loks að uppgötva Reykjanes sem áfangastað.“

Mestur áhugi frá Bandaríkjum Skömmu eftir gos hófst Íslandsstofa handa við að kynna það fyrir erlendum ferðamönnum. Bandaríkjamenn virðast vera áhugasamastir um eldgosið en 39% af umfjöllunni á sér stað þar í landi. Bretar og Þjóðverjar koma næst á eftir hvað áhuga varðar á gosinu. Á heildina litið hefur umfjöllunin verið hófstillt og skapar frekar áhuga á eldgosinu og Íslandi frekar en ótta.

Tugþúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli og milljarðar jarðarbúa hafa lesið fréttir og séð myndir af gosinu í erlendum fjölmiðlum. Umfjöllunin og kynningin á Reykjanesskaganum er metin á 6,6 milljarða króna. Víkurfréttamynd: Jón Hilmarsson Samkvæmt talningu Íslandsstofu hafa verið skrifaðar yfir 16.000 greinar um gosið í erlendum miðlum, sem virðist vekja athygli sérstak-

lega í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. „Þaðan er okkar helsti markhópur að koma þannig að þetta eru góðar fréttir. Það er svo á

okkar ábyrgð í samstafi við Íslandsstofu að kynna svæðið og eldgosið á ábyrgðarfullan hátt þannig að ferðahegðun sé til fyrirmyndar. Það getur

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?

S U M A R S TA R F Í N O T E N D A Þ J Ó N U S T U Isavia óskar eftir að ráða sumarstarfsmann í Notendaþjónustu Isavia á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni eru þjónusta við notendur, uppsetning og viðhald á tölvum og aðstoð við kerfisstjóra á uppsetningu á vél- og hugbúnaði. Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnendur. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Sigurðsson forstöðumaður, bjarni.sigurdsson@isavia.is

Hæfniskröfur • Góð þekking á Microsoft lausnum • Þjónustulund og hæfni til að vinna sjálfstætt • Þekking á IP og netkerfum kostur • Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli • Kostur að hafa lokið CompTIA A+ gráðunni

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.

S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K

UMSÓKNARFRESTUR: 25. APRÍL

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

verið snúið að eiga við áfangastað eins og þennan sem er áhugarverður en á sama tíma varasamur og breytilegur.“


EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NETTÓ! -45%

-20% GOTT VERÐ!

Hrossagúllas

989

Smass ribeye hamborgari 2x150 gr

Lambalæri Heil og stutt

KR/PK ÁÐUR: 899 KR/PK

ÁÐUR: 1.599 KR/KG

789

KR/KG ÁÐUR: 1.799 KR/KG

1.279

KR/KG

-34% Krabbakjöt Fyrir 2 lítra af súpu

Lambasvið Goði

KR/PK ÁÐUR: 2.999 KR/PK

KR/KG ÁÐUR: 499 KR/KG

1.979 Brómber 125 gr

489

-30%

299

-40%

Helgarsteik Krydduð

-22%

-40%

1.979

KR/PK ÁÐUR: 699 KR/PK

KR/KG ÁÐUR: 3.298 KR/KG

Nauta T-bone Fullmeyrnað

2.959 ÁÐUR: 3.799 KR/KG

KR/KG

Heilsuvara vikunnar!

-25%

Hindber 125 gr

419

-30%

KR/PK ÁÐUR: 599 KR/PK

Guli miðinn Barnavít 120 töflur

1.087

KR/STK ÁÐUR: 1.449 KR/STK

Tilboðin gilda 15.— 18. apríl

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON

ERUM VIÐ KLÁR Í HLAUPIÐ Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI?

FIMMTUDAGUR KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS

Það var brattur forstjóri Isavia sem Víkurfréttir hittu í vikunni sem segir eitt þúsund störf verða til í sumar með viðamiklum framkvæmdum fyrir tólf milljarða króna á næstu tveimur árum. Hann segir að þessi innspýting ríkisins inn í fyrirtækið geti orðið upphafið að endurreisn Keflavíkurflugvallar sem hefur verið rekin í mjög lágum gír eða hér um bil stopp, í heimsfaraldri. Það var sérstakt að fara um flugvallarsvæðið þar sem fjölmargar flugvélar Icelandair stóðu hreyfingarlausar. Ekkert hljóð frá hreyflum og engin önnur hreyfing á svæðinu. Engir á ferli nema jú nokkrir starfsmenn sem voru að undirbúa framkvæmdir við austurvæng flugstöðvarinnar. Pínulítið eins og þegar Palli var einn í heiminum. Þegar mest var voru þúsundir starfa á Keflavíkurflugvelli fyrir svo stuttu síðan. Nú er um fjórðungur íbúa á Suðurnesjum án atvinnu og bíður í startholunum og bíður eftir kalli forstjórans og frá fleiri fyrirtækjum og aðilum á Keflavíkurflugvelli í hlaupið sem vonandi verður innan tíðar. „Það verður mikilvægt

að geta hlaupið hratt,“ þegar starfsemin fer í gang á ný segir forstjórinn í viðtali í Víkurfréttum og Suðurnesja­magasíni vikunnar. Störf hjá Isavia eru helmingi færri um þessar mundir en þegar mest var fyrir tveimur, þremur árum síðan. Mörg fleiri fyrirtæki eru í sárum sem reka starfsemi sem tengist fluginu – en við vonum að þau geti hafið hlaupið sem fyrst og eðlilegt líf hefjist á nýjan leik eftir heimsfaraldur. Það eru allir orðnir þreyttir á kófinu. Þetta verður þó vonandi til þess að Suðurnesjamenn fari í nauðsynleg skref í að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Nú dugar ekki að tala bara um hlutina. Við þurfum að vera tilbúin áföllum á borð við heimsfaraldur þannig að það fari hreinlega ekki allt á hliðina. Vissulega má sjá jákvæð teikn á lofti en betur má ef duga skal. Þetta verða m.a. verkefni fyrir stjórnmálamenn sem fara til kosningar til Alþingis í haust. Þeir búa kannski ekki til störf en þeir geta haft áhrif á umhverfið í atvinnulífinu og hjálpað til. Hvernig má það til dæmis vera að það sé bara

ein heilsugæsla í nærri þrjátíu þúsund manna s a m fé l ag i á Suðurnesjum. Reikningsdæmið er þannig að fyrir hverja sjö þúsund íbúa á að vera ein heilsugæsla. Heilbrigðisráðherra tók ekki undir það að hér hæfi einkarekin heilsugæsla starfsemi eftir fyrirspurn frá þingmanni Suðurkjördæmis. Hún lofar þó annarri heilsugæslu en í ríkiskerfinu tekur slíkt þrjú til fimm ár að raungerast. Þetta þarf að gerast hraðar og í Reykjanesbæ eru aðilar sem eru komnir langt í undirbúningi að opnun einkarekinnar heilsugæslu. Þeir hafa enn ekki fengið fund með heilbrigðisráðherra en vonast til þess að fá hann fljótlega. Nýr oddviti Vinstri grænna úr Sandgerði sem sló við þekktum núverandi og fyrrverandi alþinigismönnum í forvali VG í Suðurkjördæmi, getur kannski hjálpað til og útskýrt fyrir heilbrigðisráðherra að þetta er stórt mál á Suðurnesjum. Það gengur ekki að íbúar á svæðinu þurfti að keyra til höfuðborgarsvæðisins til að komast á heilsugæslu.

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI

Brimketill – Fegurðin og kraftarnir

Brimketill er laug í sjávarborðinu sem staðsett er vestast í Staðarbergi rétt vestan við Grindavík og er mjög vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem fara um Reykjanesið. Hvort sem maður kemur þarna við á sólríkum góðviðrisdegi þegar grjótmyndunin minnir einna helst á heitan pott eða þá þegar veður og sjólag er vont og brimið virðist öllu ætla að eyða, má sjá gífurlega fegurð í hvoru tveggja. Í öldunum má sjá hinar ýmsu myndir og ekki er ég frá því að maður sjái jafnvel andliti sjálfs Ægis konungs bregða þar fyrir.

Brimketill og katlarnir í nágrenni hans urðu til vegna stöðugs núnings brims við hraunklettana. Þar hefur ytra álag smátt og smátt mótað bolla og katla í basalthraunið. Hafið hefur mikil áhrif á landmótun á Reykjanesi. Með því að fylgjast með brimi skella á klettunum í nágrenni Brimketils má sjá þann kraft sem býr í Norður-Atlantshafinu. Aldan vinnur á föstu berginu með því að þrýsta þétt saman lofti í rifum og sprungum. Við útsogið dregur sjórinn loftið með sér. Þá verður til undirþrýstingur. Þessi ferill brýtur bergið smám saman. Við bætist

svo rof vegna bergbrota sem aldan skellir á sjávarkletta og laust grjót – og auk þess frostveðrun þegar vatn í glufum þenst út við að harðna og jafnvel sandblástur. Hraunið umhverfis Brimketil er gróft, sprungið og með háum, úfnum jöðrum og yfirborði. Líklega hefur það runnið í Reykjaneseldum á árunum 1210–1240. Þjóðsaga ein segir frá nátttröllinu Oddnýju sem bjó í Háleyjabungu, rétt vestan við Brimketil, ásamt Hróari manni sínum og syni þeirra Sölva. Eina nóttina fór hún út að Ræningjaskeri, rétt austan við Brimketil,

til að ná í hvalhræ sem hafði rekið að landi. Í bakaleiðinni hvíldi hún sig og baðaði í Brimkatli. Þegar hún hélt loks heim á leið komst hún ekki langt þar sem sólin kom upp um það leyti. Varð hún því að steini og sást þarna lengi sem hár bergdrangur, allt þar til sjórinn braut hann smám saman niður. Brimketill hefur því einnig verið nefndur Oddnýjarlaug í höfuð á nátttröllinu Jón Steinar Sæmundsson

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


Reykjanesbæ

GÓÐIR FARÞEGAR

NÆSTA STOPP

ER HJÁ TOYOTA REYKJANESBÆ

BIFREIÐAVERKSTÆÐI REYKJAVÍKUR TOYOTA Reykjavík/ Kópavogi REYKJANESBÆ Reykjanesbæ

Toyota-eigendur fá ástandsskoðun á bremsubúnaði án endurgjalds til 30. apríl og afslátt af vinnu, bremsuklossum, bremsuborðum og bremsudiskum til ísetningar á staðnum. Ekki missa af þessu stoppi!

20% afsláttur af bremsuklossum, bremsuborðum og bremsudiskum. 10% afsláttur af vinnu. Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut

Engin vandamál – bara lausnir

Reykjanesbæ 420 6610


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Mokveiði í mars en margir í slipp Það er búið að vera mikið um að vera í slippnum í Njarðvík síðustu daga. Nokkuð margir bátar og þá aðallega minni bátar hafa verið teknir þar upp til ýmissa verka, t.d. Geirfugl GK, Dóri GK, Margrét GK og Hópsnes GK. Allt eru þetta línubátar sem hafa verið að róa hérna sunnanlands á vertíðinni. Af hverju núna í slipp? Jú, hrygningarstoppið er hafið og eru þá veiðar með t.d. línu og netum bannaðar upp að tólf mílum, en stærri bátarnir hafa róið en fara lengra út. Þegar þetta er skrifað er nokkuð mikill floti línubáta á veiðum djúpt úti frá af Sandgerði. Marsmánuður var mokveiðimánuður og apríl hefur byrjað ansi vel og sérstaklega hjá togurunum. Pálína Þórunn GK er kominn með 277 tonn í fimm róðrum núna í apríl og er aflahæsti 29 metra báturinn á landinu og í sæti númer fjögur yfir aflahæstu togaranna þegar þetta er skrifað. Nokkrir bátar hafa byrjað veiðar með grásleppunetum og hafa þeir verið að róa að mestu frá Sandgerði t.d. Guðrún GK sem er með 5,4 tonn í þremur róðrum, Addi Afi GK sem er með 13,6 tonn í fjórum, af því er grásleppa 5,9 tonn en hitt er afli sem hann veiddi á línu.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Út af hrygningarstoppinu eru netabátarnir stopp en veiðin hjá bátunum fyrir stoppið var nokkuð góð. Erling KE með 82 tonn í fimm róðrum, Grímsnes GK 67 tonn í sex, Langanes GK 62 tonn í fimm, Maron GK 32 tonn í sex, Halldór Afi GK 19,4 tonn í fjórum. Allir bátarnir voru að róa í Sandgerði en komu í síðasta túrnum sínum til Keflavíkur og Njarðvíkur og liggja þar í stoppinu. Dragnótabátarnir hafa líka fiskað vel og Benni Sæm GK er kominn með 94 tonn í fimm róðrum og er þegar þetta er skrifað aflahæsti dragnótabáturinn á landinu núna í apríl. Siggi Bjarna GK er nú ekki langt á eftir Benna Sæm GK en hann er kominn með 87 tonn í fimm túrum og er næstaflahæstur á landinu. Sigurfari GK er með 66 tonn í fjórum. Það var ansi stutt á milli Sigga Bjarna GK og Benna Sæm GK þegar ég átti leið í Sandgerði núna um daginn og náði smá myndbandi af þeim koma saman í höfn í Sandgerði og fylgir það hérna með.

Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK á leið í land. SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

Gámar í óskilum

Minnisvarðinn um „Hot Stuff“. Ljósmynd: Friðrik Friðriksson

Minnisvarðinn um „Hot Stuff“ færður Minnisvarði um „Hot Stuff“, bandaríska sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator, sem fórst á Fagradalsfjalli árið 1943 verður færður á næstu vikum úr hrauninu við Grindavíkurveg og upp fyrir Reykjanesbraut. Minnisvarðinn var afhjúpaður fyrir þremur árum, þegar 75 ár voru frá slysinu. Eftir að breytingar voru gerðar á Grindavíkurvegi til að auka umferðaröryggi þá varð aðgengi að minnisvarðanum mjög skert. Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að finna minnismerkinu nýjan stað og hann hefur nú verið samþykktur. Ný staðsetning er í hlíðinni upp af gatnamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar. Þorsteinn Marteinsson, áhugamaður um stríðsminjar, segir í samtali við Víkurfréttir að stefnt sé að því að minnisvarðinn verði kominn á nýjan stað fyrir 3. maí næstkomandi. Minnismerkið er tilkomumikið og skartar meðal annars gríðarlega stórri eftirlíkingu af B-24 Liberator sprengjuflugvélinni úr ryðfríu stáli. Flugvélin var tekin niður af minnismerkinu á dögunum til viðhalds og hreinsunar. Hinn 3. maí 1943, fórst bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator sem bar heitið „Hot Stuff“ á Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Flugvélin var á leið heim til Bandaríkjanna í fyrirhugaða sigurför sem fyrsta sprengjuflugvélin sem hafði náð ósködduð að fljúga 25 árásarferðir frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Í fyrstu voru margar slíkar flugvélar skotnar niður af orrustuflugmönnum Þjóðverja og hét Bandríkjaher áhöfnum sprengjuflugvéla sem lykju 25 árásarferðum að þeir fengju að snúa heim. Áhöfn „Hot Stuff“ var sú fyrsta til að ná þessum merka árangri. Í flugslysinu fórust fjórtán manns, þar á meðal Frank M. Andrews, hershöfðingi og æðsti maður herafla

Bandaríkjanna í Evrópu, sem var á leið til Washington til þess að leggja á ráðin um undirbúning innrásar Bandamanna á meginland Evrópu. Einn maður lifði slysið af, George A. Eisel, stélskytta, og var það í annað sinn sem hann komst lífs af úr slíku flugslysi. Við fráfall Andrews tók Dwight D. Eisenhower, hershöfðingi, við sem æðsti maður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og alls herafla bandamanna í Evrópu og stjórnaði innrásinni í Normandí árið eftir. Eisenhower var síðan forseti Bandaríkjanna á árunum 1953 til 1961. Andrews hershöfðingi var ötull talsmaður þess að bandaríski flugherinn yrði gerður

Hafnarstjóri Reykjaneshafnar.

REY KJAN ES H ÖFN

HRINGBRAUT OG VF.IS

Búið er að taka flugvélina af minnismerkinu til viðhalds og hreinsunar.

Uppsöfnuð viðhaldsþörf í gatnakerfi Reykjanesbæjar

Á athafnasvæði Njarðvíkurhafnar standa fjórir gámar sem eru þar í óþökk hafnaryfirvalda. Skorað er á eigendur og forráðamenn þeirra að fjarlægja þá eða gera grein fyrir þeim til hafnaryfirvalda fyrir 1. maí n.k. Að þeim tíma liðnum verður verða óskilagámar fjarlægðir og þeim ásamt innihaldi komið til förgunar.

FIMMTUDAG KL. 21:00

að sjálfstæðri liðsdeild og er honum jafnan eignaður heiðurinn að því að sú skipan komst á árið 1947. Var Andrews herflugvöllurinn í Maryland, aðsetur einkaflugvélar Bandaríkjaforseta, Air Force One, nefndur til heiðurs honum. Bandaríska herstjórnin á Íslandi nefndi nýreist íþróttahús við Hálogaland í Reykjavík Andrews Memorial Field House til heiðurs hershöfðingjanum en húsið var helsta íþróttahús höfuðborgarinnar í tvo áratugi eftir stríðið. Varnarliðið nefndi einnig samkomuhús sitt á Keflavíkurflugvelli (nú Ásbrú) Andrews Theater til heiðurs Andrews hershöfðingja. Minnisvarðinn sem nú verður færður á nýjan stað var reistur að frumkvæði Bandaríkjamannsins Jim Lux og ættingja þeirra sem fórust, með aðstoð Þorsteins og Ólafs Marteinssona, en allir eru þeir miklir áhugamenn um flugvélar og flugsögu seinni heimstyrjaldarinnar.

Malbikunarframkvæmdir við Krossmóa.

Árleg viðhaldsþörf gatnakerfis Reykjanesbæjar er um 300 milljónir króna. Hins vegar hefur bæjarfélagið aðeins varið 60 til 120 milljónum króna undanfarin ár til viðhalds gatna og því er uppsöfnuð viðhaldsþörf orðin mikil. Þetta segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, í erindi til bæjarráðs. „Mörg undanfarin ár höfum við ekki getað viðhaldið götum bæjarins sem skyldi og er nú ástandið orðið með þeim hætti að við erum farin að hafa verulegar áhyggjur,“ segir í erindinu. Mikið af götum er komið á rautt stig sem þýðir að yfirborð gatnanna er orðið það slæmt að ef ekki verður farið í að fræsa og yfirleggja göturnar er hætt við að burðarvirki vegarins skemmist og þá er um að ræða mun kostnaðarsamari viðgerðir. Þessar viðhaldsframkvæmdir eru metnar á 450 til 500 milljónir króna. Sviðsstjóri umhverfissviðs vildi upplýsa bæjarráð um stöðuna og óskaði jafnframt eftir afstöðu bæjarráðs til málsins.


Alla leið á öruggari dekkjum Pantaðu tíma í dekkjaskipti á n1.is

Cooper Zeon 4XS Sport • Henta undir fjórhjóladrifna jeppann þinn • Mjúk og hljóðlát í akstri • Veita góða aksturseiginleika og gott grip á þurrum og blautum vegi

Vefverslun Skoða ðu úrvalið og skráðu þitt fyrirtæ ki

Cooper Zeon CS8

Cooper AT3 4s

• Afburða veggrip og stutt hemlunarvegarlengd

• Frábær alhliða heilsársdekk sem virka vel á vegum og vegleysum

• Einstaklega orkusparandi

• Hljóðlát og mjúk í akstri

• Hljóðlát með góða vatnslosun

Notaðu N1 kortið

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu

440-1318 440-1322 440-1326 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433

Opið mánudaga til föstudaga kl. 8-18 Laugardaga kl. 9-13

ALLA LEIÐ


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þúsund ný störf vegna framkvæmda

„Mikilvægt að geta hlaupið hratt“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Tólf milljarða hlutafjáraukning ríkisins í Isavia tryggir mannaflsfrekar framkvæmdir næstu mánuði. Bretar og Bandríkjamenn í ferðagír. Um eitt þúsund störf verða til vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli og við flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia er bjartsýnn á endurkomu flugsins en segir að 12 milljarða hlutafjárinnspýting ríkisins í fyrirtækið sér gríðarlega mikilvæg og verði upphafið að nýrri endurreisn starfseminnar á Keflavíkurflugvelli. „Þessar fyrirætlanir sem við kynntum í upphafi árs eru að verða að veruleika. Við höfum verið að undirbúa þær með útboðum, verðfyrirspurnum og fleiru. Tímaáætlanir eru að standast. Við erum frekar að ná að spýta í frekar en hitt miðað við upphaflegu fyrirætlanir, þannig að við erum mjög spennt fyrir þessum framkvæmdum sem eru að hefjast.“

Mannaflsfrekar framkvæmdir Um sex framkvæmdir á flugvallarsvæðinu er um að ræða. Það er því óhætt að segja að líf sér að kvikna á nýjan leik á Keflavíkurflugvelli, burt séð frá öllum fréttum um heimsfaraldur sem hefur stöðvað hjól ferðaþjónustunnar hér á landi og víðar. Hvað sem afléttingum og meiri ferðagleði líður þá sjá menn nú fyrir endann á göngunum þó ekki sé vitað hversu lokakaflinn verði erfiður. Sveinbjörn er afar ánægður með þessa stóru hlutafjáraukningu sem mun hafa mikið að segja fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum. „ Stæ rsta f ra m kvæ m d i n e r stækkun á austurbyggingu sem felst aðallega í því að uppfylla ytri kröfur hjá okkur. Það er framkvæmd upp á átta til tíu milljarða og hún mun skapa mikið af beinum störfum á flugvellinum. Önnur framkvæmd, er stækkun á hliði tíu eins og við kölluð það. Við setjum landgöngubrú þar líka. Báðar þessar framkvæmdir hefjast í sumar og undirbúningur fyrir þær hefur gengið vel. Svo eru tvær framkvæmdir á flugbrautum sem snúa að akbrautum, nýframkvæmd og viðhaldi. Við flýttum þeim framkvæmdum eftir að við fengum fjármögnun hjá ríkinu, bæði til að nýta tímann á meðan það er enn lítil flugumferð sem sparar okkur fullt af fjármunum og svo eru þær mannaflsfrekar. Þá erum við að tikka í fleiri box hvað varðar nýtingu á hlutafjáraukningunni, að búa til sem mest úr henni. Þá eru ónefndar tvær vegaframkvæmdir í aðkomu að flugstöðinni en mikilvægar engu að síður því með þeim erum við að auka umferðaröryggi á flugvallarsvæðinu. Það eru frábært að geta farið í allar þessar framkvæmdir á meðan flugumferð er svona lítil.“ Stór framkvæmd, tengibygging milli norður- og suðurbyggingar, er ekki inni í þessum framkvæmdapakka nema að litlu leyti sem tengist framkvæmdunum í austurbygging-

unni en Sveinbjörn segir að hún sé að verða tilbúin á teikniborðinu og farið verði í hana haustið 2022 eða vorið 2023 og verði kláruð á árunum 2024–2025.

Þúsund störf – Hvað gerið þið ráð fyrir því að þessar framkvæmdir séu að skapa mörg bein og óbein störf á framkvæmdatímanum? „Þetta er nokkuð árstíðabundið en yfir hásumarið verði samtímastörf, beint við framkvæmdirnar um 700 en einnig að það verði til um 200– 300 óbein störf á svæðinu í kringum flugvöllinn þannig að í heildina verði þetta um eitt þúsund störf sem verða til beint og óbeint tengt þessum framkvæmdum í sumar. Framkvæmdirnar taka mis langan tíma, lengst um tvö ár þannig að störfin við þær verða eitthvað færri yfir veturinn.“ Isavia fékk fjóra milljarða króna hlutafjáraukningu í apríl á síðasta ári sem var eyrnamerkt framkvæmdum sem farið var í á síðasta ári og eins til að geta lifað af tekjuleysi í ákveðinn tíma. „Við tryggðum okkur lánsfé sem gerði það að verkum að við gátum haldið uppi ákveðnum umsvifum sem tengdust framkvæmdum en við treystum okkur ekki til að skuldbinda okkur í einhver stærri verkefni vegna óvissu með fjármögnun til framtíðar. Svo fórum við að vinna með þá hugmynd síðsumars og um haustið að reyna að koma sem mestu af stað, nýta tímann. Við áttum góð samskipti við stjórnmálamenn frá Suðurnesjum og fjármálaráðuneytið og það sáu allir haginn í þessu og lögðust á árar með að klára það mál. Þannig að þessi hlutafjáraukning í Isavia lenti hvergi í neinni fyrirstöðu. Það sáu allir hagkvæmnina í þeirri ákvörðun.“ Nýlega var lokið við smíði fjögurra landgönguhúsa á flughlaðinu. Farþegar losna þannig við að ganga í vetrarveðri á Íslandi.

Bretar og Bandaríkjamenn á leiðinni – Er hægt að sjá eitthvað hvað er að gerast í flugmálum á næstunni? „Í byrjun þessa árs var ég enn á þeirri skoðun að flug myndi hefjast í apríl, maí en það er ekki að gerast. Það er mikil umræða í þjóðfélaginu um það hvenær og með hvaða hætti það eigi að opna landamærin. Það snýst auðvitað um hvenær ferðatakmörkunum verður aflétt og flugumferð fer af stað. Við getum haft nokkuð sjálfræði um það hér á Íslandi með stýringu á okkar landamærum en það sem er jákvætt núna er að þótt tímasetningin sé nokkuð óljós þá erum við með tvo okkar stærstu markaði á sjóndeildarhringnum, Bandaríkin og Bretland. Það er búið að bólusetja meirihluta Breta og bólusetningar hafa gengið mjög vel í Bandaríkjunum og komin ferðahugur í báðar þjóðir. Við höfum verið að fá mjög mikla og góða umfjöllun og við finnum fyrir mjög miklum áhuga flugfélaga, Icelandair er í startholunum og erlendu flugfélögin okkar hafa verið að bæta við sig í sínum áætlunum fyrir sumarið. Þessir tveir markaðir voru að koma með um 60% af öllum ferðamönnum sem komu til Íslands. Þannig að við erum full bjartsýni. En það má ekki gleyma því að til að ná þessum massa inn verðum við að ná þessum flugtengingum inn aftur. Þær verða til þegar leiðakerfi Icelandair fer af stað þannig að það skiptir máli að þegar allt fer í gang aftur að öll hjól verði smurð hjá okkur. Ég er sannfærður um það að þegar þetta fer í gang aftur verði endurheimtur okkar frekar hraðar þó svo að á þessum tíma megi líka gera ráð fyrir einhverjum bakslögum.“

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia er bjartsýnn.

– Það voru að koma nýjar fréttir um flugfélagið Play. „Það er bara jákvætt hjá okkur og aðdáunarvert að sjá hvernig fyrirtækið hefur farið í gegnum heimsfaraldur og vera á þessum stað. Það verður spennandi að sjá næstu skref þar.“

Gott samband við flugfélögin – Hefurðu kíkt í kristalskúluna, viltu spá eitthvað í næstu mánuði? „Það er auðvitað algerlega ómögulegt að spá en auðvitað er það þannig að það eru komnar ákveðnar væntingar upp hjá manni. Það eru ákveðnir hlutir að raungerast, m.a. í bólusetningum og síðan hitt, að finna fyrir áhuga hjá ferðamönnum og flugfélögunum. Það er gott að vita að flugfélögin eru þarna ennþá og það er áhugi hjá þeim og sum eru meira að segja að hugsa um að fljúga meira en þau gerðu fyrir Covid. Þetta er allt mjög jákvætt. Svo er það tímasetningin. Ef að það léttir á ferðatakmörkunum um mitt sumar þá held ég að veturinn hjá okkur verði góður. Það eru allir möguleikar til þess

verði heimsfaraldur ekki að þvælast fyrir okkur eins og hann hefur verið að gera.“ Við höfum reynt og náð að halda góðu sambandi við flugfélögin og við höfum sett til hliðar markaðsstuðning þar sem við ætlum að auðvelda þeim að taka ákvörðun um að byrja að fljúga aftur til Íslands. Við gerum það með því að deila með þeim áhættunni. Það er ákveðin fjárfesting að byrja að fljúga hingað. Þau þurfa að markaðssetja og fleira og líklega er fyrstu flugin ekki með þeirri sætanýtingu sem þau óska eftir þannig að við komum til móts við þau með ákveðnum markaðsstuðningi til að hjálpa þeim að taka fyrstu skrefin.“ – Það er ekki langt síðan allt var á fleygiferð á Keflavíkurflugvelli og í flugstöðinni. Sérðu ykkur hjá Isavia og rekstraraðila á svæðinu tilbúna til að ráða starfsfólk frekar hratt? „Já, algerlega. Það er mikilvægt að við getum hlaupið hratt þegar til kemur. Við hjá Isavia höfum alla burði til þess og höfum passað upp á það en það hafa oft verið erfiðar ákvarðanir í tekjuleysinu að halda innviðunum þannig að við getum sett allt í gang hratt og vel. Við höfum ekki fest neinar sumarráðningar ennþá en við reynum að vinna í því hvernig við getum stytt þjálfunartímann til þess að geta hlaupið af stað. Ég veit að okkar viðskiptafélagar hér á flugvellinum eru sama sinnis. Við höfum verið í góðu sambandi við þá en þeir eru lykill að óflugtengdumtekjum okkar sem eru mikilvægar fyrir okkur. Það er því mikilvægt að þetta samfélag á flugvellinum virki. Isavia er bara lítill hluti af því. Þetta er stórt samfélag.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

á Keflavíkurflugvelli

Helmings fækkun starfa

Hvernig mun ferðamaðurinn haga sér eftir Covid? – Sérðu fyrir þér einhverja breytta hegðan hjá ferðamanninum eftir Covid-19? „Það er fullt af hlutum sem við erum í óvissu með. Hvernig mun til dæmis ferðamaðurinn haga sér í flugstöðinni, m.a. í margmenni. Hvernig mun hann kaupa sér veitingar. Það er ekki víst að hann fari í salatbarinn

og treystir ekki alveg umhverfinu sem hann gerði áður. Það er þessi hegðun farþega sem er óvissa um og við erum að undirbúa okkur undir það að vera sveigjanleg. Það verður undir okkur komið að bregðast við þessum hugsanlegu breytingum á réttan hátt, ef þær verða.“

Langflest fyrirtæki af Suðurnesjum í rammasamningi Árleg velta 500 til 1000 milljónir Um síðustu. áramót voru gerðir nýir Rammasamningar iðnaðarmanna hjá Isavia við fjölda verktaka vegna framkvæmda- og viðhaldsverkefna á Keflavíkurflugvelli. Slíkir samningar hafa verið í gildi frá árinu 2016 og eru langflest þessara fyrirtækja, sem heyra undir samninginn, starfrækt á Suðurnesjum. Þau sem eru það ekki hafa jafnan yfir að ráða starfsmönnum sem búsettir eru þar. Samningarnir núna gilda í þrjú ár og eru með framlengingarákvæðum. Þeir flokkar sem leitað var tilboða í voru t.a.m. húsasmíði, múrverk og flísalögn, pípulagnir, loftræstikerfi, rafvirkjun, dúklagning, málun, málmiðnaður, vélvirkjun, skrúðgarðyrkja og umhirða lóðar, jarðvinna og malbiks- og steypuviðgerðir.

Samkvæmt heimasíðu Isavia voru langflest fyrirtækin sem lögðu fram tilboð af Suðurnesjum og niðurstöður útboðsins einnig flest þeim í hag. Á yfirlitinu má sjá t.d. TSA, Tos smíði, Múrhamar, Lagnaþjónustu Suðurnesja, Blikksmiðju Suðurnesja, Blikksmiðju Ágústar, Rafholt, Bergraf, Bergraf-Stál, M2 gólflagnir, Málningarþjónustu JRJ, Grjótgarða, Ístak og ÍAV. Veltan á rammasamningunum hefur jafnan verið töluverð og legið á bilinu frá 500-1.000 m.kr. á ári. Mannaflsþörfin í verkefnum rammasamninganna telur í tugum starfa mánaðarlega hjá verktökunum og hefur verið styrk stoð undir aðra verkefnastöðu þeirra á undanförnum árum.

– Þið hafið þurft að taka erfiðar ákvarðanir á covid ári, m.a. að segja upp fjölda fólks. Á sama tíma hafið þið reynt að halda innviðunum, er það ekki? „Það var náttúrulega gríðarlega erfitt að þurfa að segja upp mörgum starfsmönnum en áttum ekki kost á öðru því það vantaði hreinlega verkefni. Þau voru farin. Í mars í fyrra vorum við með um 740 manns í vinnu hjá móðurfélaginu, sem sér um rekstur Keflavíkurflugvallar. Núna ári síðar á sama tíma vorum við með um 490 manns í starfi. Þá hafði einnig orðið einhver fækkun vegna falls Wow air árið 2019. Við höfum því þurft að vera á bremsunni, í vörn í nokkuð langan tíma en við vitum á móti að það er mikið af góðu fólki þarna úti sem við treystum á að muni koma og taka sprettinn með okkur þegar þar að kemur. Fjöldi stöðugilda 2019 til 2020 hefur fækkað nærri því um helming þannig að það segir sig sjálft að það var ekki auðvelt. En við höfum þó náð að halda innviðunum í lagi til að vera tilbúin þegar hjólin fara að snúast aftur. Svo við verðum ekki flöskuhálsinn. Það er lykilatriði. Við náðum að tryggja fjármögnun til þess að fara í þessar framkvæmdir á annað tug milljarða í óvissuástandi og með því erum við að taka mikilvæg skref þó við séum á sama tíma tekjulaus.“ – Er eldgos við Grindavík ekki að fara að hjálpa Íslandi í endurreisninni? „Gosið er að fá mikla umfjöllun og hjálpar okkur klárlega í markaðssetningunni. Það er klárt mál að það munu koma ferðamenn hingað eingöngu til að sjá gosið. Það er aðgengilegt og hefur mikið með sér en það er ansi nálægt okkur, í bakgarðinum eiginlega. Ég hef þó ekki trú á því að þetta muni trufla starfsemi flugvallarins en við þurfum þó að vera meðvituð um þætti eins og gasmengun og annað, m.a. gagnvart starfsmönnum hér á hlaðinu. Við höfum þegar hafið vinnu með stjórn-

Brautir gerðar betri

Hluti af framkvæmdunum eru viðgerðir og endurnýjun á akbrautum, sem hafa ekki fengið „hressingu“ síðan Bandaríkjaher var á Keflavíkurflugvelli. völdum um hvernig megi skoða það mál og þá þróun.“ – Nú stendur til að opna landamærin 1. maí. Hvaða tilfinningu hefur þú fyrir þeirri ákvörðun? „Við höfum farið að tilmælum stjórnvalda að öllu sem viðkemur Covid. Það sem skiptir máli sem kemur að opnun landamæranna er að þegar stjórnvöld taka ákvörðun er að við fylkjum okkur á bak við hana. Allir vinni þá saman að því að opnunin verði árangursrík. Það er erfitt að hafa skoðun á því hvort það sé skynsamlegt eða ekki í miðju heimsfaraldri. Samstaða verður þó lykilatriði.“

Covid þreyta Það var ráðist í verulegar skipulagsbreytingar fyrir Covid. Skiptum félaginu upp þannig að við tókum flugleiðsöguhlutann og innanlandsflugvellina og settum í dótturfélög og sú breyting hefur hjálpað okkur gríðarlega mikið. Þessi mismunandi félög, dótturfélög og móðurfélagið hafa í Covid getað tekið ákvarðanir sem hentar þeim. Það gekk vel. En við höfðum einnig nýverið gengið frá skipulagsbreytingum á Keflavíkurflugvelli og við vorum ekki búin að innleiða þær breytingar að fullu þegar heimsfaraldur skall á. Við eigum því eftir að láta á þær reyna og það er oft í svona skipu-

lagsbreytingum að þegar á reynir þarf að aðlaga þetta og hitt. Þannig að við finnum alveg að það er smá óvissa, óöryggi í fólki. Það er komin covid þreyta í okkur öll þannig að það hefur verið áskorun að halda skipulaginu. Við erum með framúrskarandi stjórnendur hjá okkur þannig að þetta hefur gengið ágætlega en við finnum alveg að þetta hefur tekið á. – Nú hefur verið fjallað um staðsetningu höfuðstöðva Isavia, af hverju þær eru ekki á Suðurnesjum. „Ég átta mig ekki alveg á umræðunni sem virðist vera í gangi varðandi skrifstofuhald félagsins í Hafnarfirði. Að jafnaði eru yfir 90% af öllum starfsmönnum móðurfélags Isavia með starfsstöðvar sínar á Keflavíkurflugvelli eða í Reykjanesbæ. Aðrir starfsmenn eru með sína starfsstöð á skrifstofum félagsins í Hafnarfirði og eru þeir allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Sama hvað sem þessu líður þá er alveg ljóst í mínum huga að við eigum öll sameiginlega að setja okkar orku í það sem býr til raunveruleg verðmæti á Suðurnesjum sem er að skapa störf.“

Páll Ketilsson pket@vf.is

Stærsta framkvæmdin er stækkun á austurbyggingu sem sést hér til vinstri. Elsti partur flugstöðvarinnar til hægri.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta í rafrænni útgáfu blaðsins frá 15. apríl.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

J A R Ð E L D A R

Í

F A G R A D A L S F J A L L I

Björgunarsveitin Þorbjörn hefur verið í stóru hlutverki þegar kemur að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Tugir sjálfboðaliða sem starfa í sveitinni hafa lagt nótt við dag í vinnu þegar kemur að gosinu. Vinnan hófst reyndar miklu fyrr en aðdragandann að gosinu má rekja allt til janúarmánaðar á síðasta ári þegar lýst var yfir óvissustigi þegar landris varð vestan við fjallið Þorbjörn.

Vel undirbúin fyrir eldgos Páll Ketilsson

Hilmar Bragi Bárðarson

pket@vf.is

hilmar@vf.is

Þarna var Covid ekki komið og bæjarbúum var stefnt á íbúafund í Röstinni þar sem farið var yfir það sem mögulega gæti verið í vændum. Þarna má segja að boltinn hafi farið að rúlla og framundan var mikil vinna viðbragðsaðila og yfirvalda, ýmsar sviðsmyndir teiknaðar upp og áætlanir gerðar. Jarðhræringar skóku Grindavík framan af ári. Svo róaðist ástandið en aftur urðu snarpir skjálftar síðla árs 2020. Stór jarðskjálfti, skjálfti af stærðinni 5,7 reið svo yfir klukkan 10:05 að morgni 24. febrúar síðastliðins. Sá skjálfti markaði upphafið af því sem síðar kom en skjálftinn var þó hluti af hrinu sem hafi hafist nokkrum dögum áður í Krýsuvík. Skjálftinn varð þrjá kílómetra suð­ suðvestur af Keili. Jörð hélt áfram að skjálfa og mælitæki og gervihnettir sýndu kvikugang byggjast upp í stefnunni suðvestur til norðausturs á milli Keilis og Nátthaga. Skjálftarnir skiptu þúsundum og voru svo farnir að telja í tugum þúsunda áður en jarðeldurinn leitaði upp á yfirborð. Lætur nærri að síðasta skjálftahrinan fyrir gos hafi verið um 50.000 skjálftar. Vísindamenn voru nærri lagi þegar þeir töldu mestar líkur á því að gos myndi ná til yfirborðs í Nátthaga. Gosið kom upp svo gott sem í næsta dal, Geldingadölum.

Gosið ekki á óskalistanum Björgunarsveitin Þorbjörn fékk útkall á tíunda tímanum föstudagskvöldið 19. mars. Óskað var eftir því að björgunarsveitarmenn færu austur í Nátthaga til að athuga hvort þar væri farið að gjósa. Vegfarendur um Reykjanesbraut höfðu séð rauðan bjarma yfir Fagradalsfjalli og hringt í Neyðarlínuna. Lögreglumenn í Reykjanesbæ voru einnig sendir af stað til að staðfesta gos. Vegfarendur gerðu einnig Víkurfréttum viðvart. Á Facebook-síðu blaðsins var greint frá roða yfir Fagradalsfjalli klukkan 21:29. Átta mínútum síðar var sagt að allt benti til þess að gos væri hafið á Reykjanesskaga og svo var greint frá gosinu á vef Víkurfrétta klukkan 21:43. Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir að verkefnið hafi verið risavaxið sem sveitin hafi fengið í hendurnar þetta föstudagskvöld í mars. – Var þetta á óskalistanum? „Nei, ekki beint. Það er nú alltaf gaman að sjá eldgos og umbrot en

þetta mætti alveg vera í minna magni eða bara búið.“ – Þetta var búinn að vera dálítill undanfari, allir þessir jarðskjálftar. Voruð þið búnir að vera mikið á vaktinni mikið á þeim tíma? Þetta byrjaði náttúrlega fyrir rúmu ári síðan. „Þetta byrjaði með þessu landrisi og við erum búin að vera í skipulagsvinnu með almannavörnum, lögreglunni og öðrum viðbragðsaðilum í um fjórtán til fimmtán mánuði. Þetta var alveg inni í myndinni, gosið, en hvar það kæmi upp var alltaf spurningin – eða hvort þetta yrði bara stór jarðskjálfti og svo búið. Maður vissi aldrei hvernig leikarnir myndu fara.“

Húsin færðust yfir í næsta fasteignanúmer – Áttuð þið von á meiri látum þegar gosið kæmi upp? „Maður bjóst kannski við meiri látum. Ég sagði í gríni við mitt fólk, ég held að það hafi verið sama kvöld, að nú væru komnir 100 metrar í skjálftana og að þetta myndi verða fljótlega – og það stóðst svona nokkurn veginn.“ Jarðskjálftahrinan sem hafði staðið í næstum heilan mánuð áður en það fór að gjósa reyndi mjög á þolrifin hjá Grindvíkingum og raunar öllum íbúum Suðurnesja. Allt skalf og nötraði og margar nætur voru svefnlausar fyrir Grindvíkinga sem voru næst upptökum skjálftana. – Sum ykkar töluðu um það að það voru svo miklir jarðskjálftar að húsin voru allt að því á fleygiferð bara heilu kvöldin. „Já, menn töluðu um að þeir sem byggju við húsnúmer 22 væru nú

Sm

MYNDSKEIÐIÐ

VÍKURFRÉTTAMYND: JÓN HILMARSSON

komnir á 22,5 og að húsin væru að færast um fasteignanúmer.“ – Hversu vel undirbúin var sveitin fyrir svona risaverkefni sem opnast á föstudagskvöldi? „Ég tel okkur nefnilega hafa verið svolítið vel undirbúin fyrir svona verkefni því við vorum búin að vera að safna að okkur vissum græjum og búnaði til þess að sinna svona verkefnum. Gasmælar, grímur og tækjakostur hafið verið uppfærður svona í rólegheitum á meðan þetta var í gangi. Við fórum einnig í gegnum almennt skipulag og endurskipulag og endurskipulag. Þetta er bara búinn að vera svona hringur síðustu mánuði.“

Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.

Björgunarsveitin Þorbjörn er búin að vera með um 36 manns í þessu verkefni frá degi eitt. Flesta daga hafa félagar í sveitinni verið starfandi langt fram eftir kvöldi og álagið hefur verið mikið. „Sumir þurfa að vinna en aðrir hafa komast hjá því og þeir hafa því tekið á sig fleiri verkefni fyrir björgunarsveitina – en við höfum reynt að passa hvort annað, að maður sé ekki að fara yfir um í vinnuálagi,“ segir Bogi.

Stóra sleggjan dregin fram Björgunarsveitin Þorbjörn hefur fengið fleiri björgunarsveitir til liðs við sig. Fyrst voru það hinar sveitirnar á Suðurnesjum en síðan hafa komið björgunarsveitir til aðstoðar víðsvegar að af landinu. „Já, nú er þetta bara orðið landsátak þar sem, eins og þeir kalla þetta, „stóra sleggjan,“ er bara dregin upp og við erum að fá björgunarsveitir af öllu landinu til þess að koma og hjálpa okkur og þeim sem eru í kringum þetta. Bæði aðgerðastjórnendur og björgunarsveitir, má nefna frá Ísafirði, Vopnafirði og bara öllu landinu. Það er búið að vera frábært að fá að hitta sína félaga og vinna með þeim í stóru verkefni. Þetta er búið að ganga alveg rosalega vel með öllum viðbragðsaðilum, öll vinna og skipulagning.“

– Það hafa ekki orðið nein alvarleg óhöpp, svona miðað við hvað hefur gengið á? „Við höfum sloppið rosalega vel með það. Þetta er búið að vera svona minniháttar, ökklar og eitthvað svona ofnæmis eða astma, það er allur gangur á því – en jú, við höfum verið heppin með það að það hefur ekki orðið neitt alvarlegt slys ennþá.“ – Í dag er þetta í raun allt annað gos heldur en var hérna á föstudagskvöldið fyrir rúmum þremur vikum? „Já, þetta byrjaði náttúrulega sem, ég man það orðrétt að það var kallað „ræfillinn,“ og ég held að það hafi tekið þetta til sín og ætlað að sýna okkur það að þetta væri náttúrlega enginn ræfill. Nú eru komnar fjórar gosrásir í raun og veru á sömu sprungunni – og búið að dreifa sér svolítið, sem sýnir af hverju við erum að vakta þetta svæði og fylgjast með fólki. Það er einmitt út af þessum óútreiknanleika.“

Verkefnið gengið vel – Og þið voruð með nýjar áætlanir sem þið höfðuð verið að teikna, fóru þær þá bara út um gluggann? „Sko, við héldum að þetta væri að detta í bara hálfgerða sjálfvirkni, bílastæðin væru komin, þetta væri bara fínt, allt að ske – en svo bara kemur náttúrlega ein stöðin og svo


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

J A R Ð E L D A R

Í

F A G R A D A L S F J A L L I „Jú, samtökin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, eru náttúrlega bara sjálfboðaliðar og starfa undir lögreglunni, sem er ábyrgðarsviðið og við náttúrulega bara vinnum með þeim. Þeir eru ákvörðunarvaldið og við aðstoðum við skipulag og vinnu eftir fremsta megni, svo þróast þetta bara dag frá degi. Hvort það þurfi meira eða minna af fólki og þetta er bara dálítið lifandi skjal.“

Allra augu á gosinu

okkur rosalega mikið. Sjónarhorn sem við annars hefðum ekki. Þar er líka gott samstarf milli fjölmiðlafólks og viðbragðsaðila sem er að svínvirka líka.“ Þó svo Víkurfréttir hafi ekki vefmyndavél á gosstöðvunum þá var sett upp myndavél í höfuðstöðvum blaðsins og henni beint að Keili og svæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls þegar það svæði var „heitasti“ staðurinn fyrir byrjun eldgoss. Myndavélin vakti heimsathygli og heimsóknir í streymi frá vélinni voru samtals ein milljón innlita þá daga sem myndavélin var virk en hún hóf útsendingar í byrjun mars, rúmum hálfum mánuði fyrir gos. Gosið kom síðan upp fyrir utan sjónsvið vélarinnar en roðinn frá gosinu sást vel í vélinni. Aðrar myndavélar tóku svo við keflinu þegar gosið hófst en viðbúið er að vélin verði tengd að nýju ef gosrásin opnast nær Keili og innan sjónsviðs myndavélarinnar. Aðspurður hvernig sé með fjölskyldur björgunarsveitarfólks, og hvort það væri eitthvað að sjá sitt fólk nema rétt á meðan það kæmi heim til að sofa, sagði Bogi að það væri mismikið. Hann hafi þó náð nokkrum dögum heima en játar því að hugurinn sé alltaf við þetta verkefni. „Já, þannig að maður er heima en kannski fjarverandi heima – en maður reynir að láta sjá sig eins og maður getur. Ég veit allavega að börnin mín sakna pínu jarðskjálftanna því þá var ég meira heima. Þau tengja þetta saman þannig.“

– Það hafa líka verið vefmyndavélar á þessu og gríðarlega mikið fjallað um þetta. „Já og þessar vefmyndavélar, eins og frá RÚV og mbl.is sem eru alveg við gosstöðvarnar, eru búnar að hjálpa

– Þau vilja þá fá jarðskjálftana aftur því þá kemur pabbi heim? „Já, þá kæmi pabbi heim – en annars reynir maður að kíkja reglulega heim, annars færi maður auðvitað bara yfir um.“

– Hvernig sérðu skipulagið og mönnun á þessu ef þetta heldur áfram í lengri tíma, ég veit ekki hvort ég á að segja vikur eða mánuði eða lengur? Eru menn farnir að rýna í það? „Það er eitthvað byrjað að horfa í það en ég held að það sé of snemmt að fara að setja eitthvað fast niður á blað því að við vitum ekkert hvað þetta gerir. Kannski er þetta bara stopp svona eða þá kemur eitthvað meira, maður veit aldrei.“ – Þetta gos er að mörgu leyti gott, þetta er rosaleg auglýsing fyrir Reykjanesið og hvað sem verður um gosið að þá er ljóst að þetta mun hjálpa til í einhverjum málum? „Já, þetta verður ferðamannaperla að lokum.“ – Hvort sem það slökknar á þessu og hvenær sem það gerist. „Já en svo bara held ég að allir Íslendingar séu búnir að sjá þetta. Það hlýtur bara að vera.“

melltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Ð ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA kemur hin. Sprunguna á milli var í rauninni bara fínt að fá því þá er ekkert verið að labba á milli og þetta svona blokkar svolítið fólk af. Þannig að það var eiginlega bara fínt.“ Gæsla á gosstöðvunum hefur gengið vel miðað við þá gríðarlegu aðsókn sem hefur verið að svæðinu

í Fagradalsfjalli. Tugir þúsunda hafa lagt leið sína gangandi á fjallið. Eitthvað er um að fólk láti sér ekki segjast og taki leiðbeiningum ekki vel en það er mjög lítill minnihluti. Þá hefur fólk verið að örmagnast í göngunni af fjallinu og þurft aðstoð björgunarsveita við að komast að

bílastæðum við Suðurstrandarveg. Það þarf fjallgöngu til að komast að gosstöðvunum en stikaðar hafa verið gönguleiðir sem síðustu daga hafa verið breytilegar, bæði vegna loftgæða við gosið og einnig hefur verið unnið nýtt hættumat fyrir svæðið þar sem óttast er að fleiri gosrásir geti opnast, bæði í Geldindadölum og einnig lengra í norðaustur og nær Keili. „Ég held að það hefði ekkert verið hægt að ráða neitt betur við þetta heldur en var gert. Við hefðum aldrei komið öllum þessum bílum fyrir neins staðar og þetta var allt orðið stappað,“ segir Bogi þegar rætt er við hann um fyrstu dagana við gosstöðvarnar. Hálfgerður umferðarhnútur varð við Grindavík fyrstu dagana, þétt var lagt við Grindavíkurveginn fyrstu helgina og þá mátti minnstu muna að illa færi þegar göngufólk lenti í hrakningum á torfarinni leið úr Svartsengi og að eldgosinu. – Það er raunar fáránlegt af mér að spyrja þig núna hvernig þú haldir að framhaldið verði. Þú getur ekkert svarað því, er það? „Nei, þetta er bara góð spurning. Þetta verður tíminn bara að leiða í ljós. Hver dagur er bara nýr dagur.“

VÍKURFRÉTTAMYND: JÓN HILMARSSON

VÍKURFRÉTTAMYND: JÓN HILMARSSON

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Sjálfboðaliðar í mikilli vinnu

Opið:

– En talandi um ykkur hérna, þið eruð bara sveit sjálfboðaliða.

alla virka daga

11-13:30

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is


Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Umræða um hugsanleg eldgos á Reykjanesskaga hefur verið á síðum Víkurfrétta í gegnum áratuga sögu blaðsins. Sveifluháls og Móhálsdalur voru í fréttum Víkurfrétta fyrst árið 2011 og svo aftur árið 2013 þegar jarðhræringar voru við suðurenda Kleifarvatns og á Sveifluhálsi. Hér eru fréttir úr safni Víkurfrétta um eldgosavá sem þá var og viðtal við Ara Trausta Guðmundsson sem tekið var snemma árs 2013 og birt í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta F IMMTU dagU rInn 7. FEBr Úa r 2013 • 5. TölU Bla ð • 34 sem þá var til sýningar á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Gos í Móhálsdal yrði svipað gosinu á Fimmvörðuhálsi

VÍKURFRÉTTIR • 5. TÖLUBLAÐ 2013

n Jarðhræringar við suðurenda Kleifarvatns og á Sveifluhálsi:

Land bólgnar út og hætta á eldgosi

VF.IS • FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 KL. 12:20

J

arðvísindamenn fylgjast grannt með svæðinu í kringum Sveifluháls í Krýsuvík, en þar hefur landið risið um 7 sentímetra undanfarna 16 mánuði. Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu. Hugsanlega merki um kvikusöfnun, segir sérfræðingur í samtali við Pressuna og vitnað var til í Víkurfréttum í september 2011. Mörg hundruð ár er síðan síðast var eldgos á þessu svæði, en miklar jarðhræringar undanfarið hafa orðið til þess að vísindamenn hafa gefið þessu svæði meiri gaum. GPS mælingar sýna að land við Sveifluháls hefur risið um 7 sentímetra síðan í maí í fyrra og rannsaka vísindamenn nú hvað veldur. „Það er möguleiki að þarna sé kvika, en það er líka möguleiki að það sé gas sem er að valda þessu risi. Það varð ris þarna í ársbyrjun 2009 sem stóð fram á haust sama ár, en síðan gekk það til baka“, segir Sigrún Hreinsdóttir, dósent í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands á pressan.is. Hún bendir á að samfelldar mælingar hafi ekki hafist á svæðinu fyrr en árið 2007 og því sé erfitt að segja með vissu til um þróunina. „Reykjanesskagi gengur í gegnum tímabil kvikuvirkni. Það er búið að vera hlé í nokkur hundruð ár og þetta gæti verið vísirinn að nýju kvikutímabili“. Sigrún segir að mikla skjálftavirkni á svæðinu undanfarið megi rekja til samblöndu þessa landriss og flekahreyfinga. Ef svo fer að það fer að gjósa á svæðinu telur Sigrún að um minni háttar gos yrði að ræða. „Ef það myndi gjósa Krýsuvíkurmegin, þá yrði þetta væntanlega lítið gos sem tæki snöggt af. Ef hins vegar það myndi gjósa í Móhálsdal, þá gætum við verið að horfa upp á sambærilegt gos og í Fimmvörðuhálsi“. Á sama tíma og þessar jarðhræringar eiga sér stað, hefur vatnsyfirborð í Kleifarvatni lækkað mjög og beinast rannsóknir meðal annars að því hvort að þessir tveir atburðir tengjast. „Vatnsyfirborðið lækkaði síðast á svipaðan hátt eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000. Það er spurning hvort þessir atburðir núna séu tengdir“.

A

tburðir eru í náttúrunni við suðurenda Kleifarvatns og á Sveifluhálsi sem geta endað með eldgosi. Síðustu ár hefur verið að byggjast upp spenna á svæðinu og landið bólgnar út. Jarðskjálftar eru þar tíðir en þeir eiga sér upptök á 6-7 km dýpi. Ástandið er viðvarandi og þarna gæti verið eitthvað í uppsiglingu. Þetta segir Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Hann hélt erindi um jarðvá á Reykjanesi fyrir fullu húsi í Keili á Ásbrú í hádeginu í gær. Ari Trausti segir hins vegar að það geti enginn sagt til um það hvað atburðurinn taki langan tíma eða hvort virknin fjari einfaldlega út án þess að komi til eldsumbrota. Á Reykjanesskaganum eru fjögur eldstöðvakerfi og gliðnunar- og eldgosahrinur verða í þeim með 500 til 1000 ára millibili og síðast voru eldgos á Reykjanesskaganum á þrettándu öld þannig að bráðum fer að nálgast sá tími að búast mætti við einhverju. Hins vegar verði að horfa til þess að eldstöðvarnar hegði sér ekki eins og klukkur og því ekki hægt að segja til

Ari Trausti Guðmundsson á fyrirlestrinum á Ásbrú í gær.

um það hvort gos verði á morgun, eftir ár, áratugi eða aldir. Fólk ætti að vera undir það búið að eitthvað sé að fara að gerast og eldgos á Reykjanesskaganum ætti í raun ekki að koma fólki óvart. Eldgos eiga sér einhvern aðdraganda og fólk verður ekki tekið í bólinu, segir Ari Trausti. Það verður ekki hjá því komist að það

gjósi á svæðinu og hentugasta staðsetningin fyrir gos er á því svæði þar sem nú er spenna. Hins vegar er líka goshætta við Grindavík og þar geta hraun runnið yfir byggð. Á sama hátt geta hraun ógnað orkuverinu í Svartsengi og eldsumbrot geta einnig ógnað Reykjanesvirkjun. Í ljósi sögunnar er það einnig staðreynd að gos á þessu svæði verða í hrinum sem geta staðið með hléum í jafnvel 30 ár. Vegna þeirra atburða sem eru að gerast í náttúrunni við Kleifarvatn og á Sveifluhálsi þá hefur Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra nú látið hefja vinnu við viðbragðsáætlun um rýmingu byggðar á Reykjanesi og hvernig brugðist verði við því ef raflínur rofna eða vatnslagnir því öll Suðurnes eru háð heitu vatni úr Svartsengi og jafnframt er kaldavatnsöflun frá sama svæði. Þá þarf einnig að horfa til þess að alþjóðaflugvöllurinn er á Reykjanesi og aðeins tvær akstursleiðir eru frá Suðurnesjum. Önnur um Reykjanesbraut, hin um Suðurstrandarveg. Ítarlegra viðtal við Ara Trausta Guðmundsson er í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is.

FÍTON / SÍA

SUÐURNESJAMAGASÍN • 19. FEBRÚAR 2013

������� ��������� � e���.��

auðveldar smásendingar

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

ARI TRAUSTI OG JARÐVÁ Á REYKJANESI

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

FEBRÚAR 2013 Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á

timarit.is

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

F


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15 VÍKURFRÉTTIR • 16. TÖLUBLAÐ 2020

Er eldgos væntanlegt á Reykjanesskaga?

SÖGUBROT FRÁ BYGGÐASAFNI REYKJANESBÆJAR

F

axi, héraðsblað Suðurnesjamanna, fjallar um eldgosahættuna 1967. Suðurnesjamenn vöknuðu upp við vondan draum skömmu eftir áramót þegar tilkynnt var að vart hefði orðið við jarðskjálfta og landris í grennd við Grindavík, rétt við Bláa lónið. Það fór um ýmsa, helst leit út fyrir að von væri á eldgosi eða jafnvel eldgosahrinu. Eldgosasaga Reykjaness var rifjuð upp og minnt á eldgosahrinur á 12. og 13. öld, en síðan hefur ekki gosið á skaganum sjálfum. Raunar varð gos á Reykjaneshrygg í grennd við Eldey svo seint sem 1830 og annað nokkru fyrr, árið 1783. Þá myndaðist þar eyja sem kölluð var Nýey og var ofansjávar um skeið. Jafnvel er talið að smágos hafi orðið við Eldey árið 1926 en þá var ólga í sjónum nokkrar klukkustundir þar. Ekki hefur hins vegar gosið á landi á Reykjanesi síðan 1226–1227 en þá mynduðust Yngra-Stampahraun, Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Í nóvemberhefti Faxa árið 1967 var grein með fyrirsögninni: „Er eldgos væntanlegt á Reykjanesskaga?“ Vitnað var í viðtal við Jón Jónsson, jarðfræðing, sem „eitt dagblaðanna“ í Reykjavík hafði þá átt við hann fyrir skömmu. Jón hafði þá verið við rannsóknir á Reykjanesi og hafði unnið að því allmörg ár að gera jarðfræðikort af Reykjanesskaga með aðstoð Karls Grönvold. Blaðamaður spyr hvort eitthvað hafi komið Jóni á óvart við rannsóknirnar. „Nei, ég get varla sagt það. Við Lönguhlíð austanverða og suðvestur með Þríhnúkum er þó mikið um ketilmynduð sig sem ekki eru algeng hér á landi. Askja er eitt slíkt sig en þessi komast að sjálfsögðu ekki í hálfkvisti við hana. Það má eiginlega segja að það hafi komið mér á óvart hvílík firn af eldstöðvum er á þessum slóðum, margar þeirra eru ekki merktar á neitt kort og liggja mjög þétt víða.“ En hefur þú orðið var við einhverjar breytingar á jarðveginum á þessum slóðum? „Á hluta af svæðinu held ég að umbrot eða hræringar séu að aukast og hiti að hækka. Það er meiri kraftur í hverunum en því miður höfum við ekki eldri hitamælingar yfir svæðið svo að það er erfitt að segja nákvæmlega til um. Ég er þó ekki einn um þessa skoðun því að einn af mönnunum, sem fæst við innrauðu „hitaljósmyndunina“, nefndi þetta sama við mig að fyrra bragði. Við vitum ekkert um ástæðun ennþá en ég myndi ætla að svona yrði undanfari eldgosa. Það hafa ekki orðið eldsumbrot þarna síðan um 1340,

þegar Ögmundarhraun rann. Þá rann hraun yfir bæ suðvestur af Krísuvík og ég held að það gæti orðið gaman fyrir fornleifafræðinga að líta nánar á þann stað. Það eru til Húshólmi og Brennishólmi í hrauninu og bæjarrústirnar standa að nokkru leyti út undan hrauninu og má telja víst að undir því sé einhverja muni að finna frá þessum tíma. Hraunlagið er ofurþunnt á þessum stað, innan við metri held ég, og það væri ekki mikið verk að rífa það ofan af bænum. Ég býst ekki við að neitt fólk hafi

farist en það ætti t.d. að vera hægt að finna þarna viðarkol sem hægt væri að aldursákvarða og jafnvel eitthvað af húsunum. Mér myndi þykja mjög gaman að taka þátt í rannsókn á staðnum. Jarðvegurinn undir hrauninu er valllendi, þurrlendismói.“ Faxi getur í framhaldi af þessu mikilla jarðhræringa sem áttu sér stað þá um haustið á Reykjanesi. Þessar jarðhræringar hófust fimmtudagskvöldið 28. september með jarðskjálftum sem varð vart bæði norðanlands og sunnan og áttu raunar upptök sín bæði fyrir norðan og sunnan. Voru skjálftarnir á forsíðum blaða og aðalfréttir í útvarpi og sjónvarpi. Faxi vitnar í umfjöllun í Morgunblaðinu en þann 30. september mátti lesa eftirfarandi í blaðinu: „Mesta jarðskjálftahrina á Reykjanesi í langan tíma. Jarðhræringar hófust á Reykjanesskaganum í fyrrakvöld og stóðu þær fram eftir degi í gær. Sterkasti kippurinn varð klukkan 22:22 í

fyrrakvöld og mældist hann 4,2 stig á Richter-kvarða. Þá urðu einnig nokkrar jarðhræringar norðanlands og mældist fyrsti og sterkasti kippurinn klukkan 22:28 og var hann tæp fjögur stig. Upptök jarðskjálftanna á Reykjanesi voru skammt norðaustur af Grindavík en upptökin fyrir norðan voru stutt suður af Grímsey, um 330 km frá Reykjavík. Síðasti kippurinn sunnanlands sem nokkkuð kvað að kom um hálffjögur í gær og þegar Morgunblaðið hringdi suður í Grindavík, laust fyrir klukkan 10 í gærkvöldi, hafði allt verið með kyrrum kjörum síðan um kvöldmat. Um hádegisbilið í gær höfðu talsvert á annað hundrað kippir komið fram á jarðskjálftamæli Verðurstofunnar, þar af fimm fyrir norðan. Engin tjón urðu af jarðhræringum þessum. Þriðjudaginn 10. október birti Tíminn eftirfarandi umfjöllun: Jón Jónsson, jarðfræðingur, sagði í viðtali við Tímann í dag að enn væru talsverðar breytingar á hverasvæðinu á Reykjanesskaga, þótt ekki

væru þær stórvægilegar, og fremur í rénun en aukningu. M.a. hefur hverinn frá 1918 gosið með auknum krafti og gufumökkurinn á svæðinu er nokkuð mikill. Sagði Jón að búast mætti við því að breytingar þarna myndu halda áfram í einhverjum mæli, e.t.v. í nokkur ár, en ekki væri líklegt að nein stórmerki gerðust þar syðra. Sprunga sú, sem hverabreytingarnar urðu eftir, er alls u.þ.b. 35 km á lengd, nær frá klettasvæðinu niður við sjóinn, upp undir Sýrfell [Sýrfell er um 3 km norðaustur af Reykjanesvita], en hverfur þar undir nýrra hraun en heldur samt áfram allt fram undir Vatnsleysu. Við breytingarnar hefur sprungan breikkað ögn á köflum og sigið og að sögn Jóns Jónssonar er hún sums staðar um 80 cm á breidd. Síðan um fyrri helgi hefur ekki orðið vart neinna breytinga utan hverasvæðisins en þar gætir umbrota að sjálfsögðu mest þegar slíkar breytingar verða. Ekki er unnt að segja fyrir um hvað þarna gerist en sennilega fjarar þetta út smátt og smátt, enda þótt það geti tekið nokkur ár unz ástandið kemst í algerlega eðlilegt horf.“ Faxi vitnar einnig í Alþýðublaðið 3. október 1967: „Gufumökkurinn, sem kemur upp úr sprungum þeim sem myndazt hafa á hverasvæðinu við Reykjanesvita, jókst um allan helming í gær og á sunnudag. Nýir leirpyttir höfðu einnig myndazt. Aðrar breytingar hafa ekki orðið á svæðinu frá því vart varð við nýju hverina tvo sl. laugardagsmorgun.“ Faxi lætur þess getið að eftir þetta hafi mjög tekið að draga úr eldsumbrotum á Reykjanesi og jarðhræringar verið litlar að undanförnu, hvað sem síðar kunni að gerast. Undir greinina skrifar „H. Th. B.“, eða Hallgrímur Th. Björnsson sem þá var ritstjóri Faxa og hafði verið um langt skeið. Samantekt: Árni Daníel Júlíusson, söguritari.


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Heilsustígar Reykjanesbæjar vekja lukku meðal bæjarbúa Umhvefissvið Reykjanesbæjar hefur unnið að betrumbótum við lagningu heilsustíga víða um bæinn sem íbúar hafa verið duglegir að nýta sér. Stígarnir tengja saman bæjarhlutana og enn frekari framkvæmdir eru áætlaðar. „Við erum búin að klára áætlun um það sem á að klára á þessu ári. Heilsustígarnir eru fjórir hringir; Innri-Njarðvíkurhringur, Ásbrúarhringur, Njarðvíkurhringur og Keflavíkurhringur. Þeir tengjast svo allir saman, við erum ekki byrjuð á Ásbrúarhringnum en þar eru fjölmargir göngustígar fyrir og við erum að vinna í hönnun á honum,“ segir Gunnar Ellert Geirsson, deildarstjóri umhverfismála hjá Reykjanesbæ.

„Þegar við tölum um þessa hringi þá er ég að tala um heilsustígana, þessa stíga sem eru breiðari en aðrir og upplýstir. Svo erum við líka að nýta fjárfestinguna í þessu kerfi til að bæta hjóla- og gönguleiðir í skóla, sérstaklega fyrir grunnskólabörnin, af því það er mjög mikið skutl þar sem foreldrar eru ekki að treysta þeim hjóla- og gönguleiðum sem eru í boði. Þótt heilsustígarnir séu hugsaðir sem hringir í kringum jaðarinn þá eru leiðir inn á milli þeirra.“

Að sögn Gunnars stendur nú til að gera stíg þar sem undirgöngin liggja undir Þjóðbraut. „ Þar sem maður kemur frá nýja Hlíðahverfinu og fer í átt að Reykjaneshöllinni, síðan verður hægt að halda áfram út í Njarðvíkurskóga. Svo munum við halda áfram meðfram nýja gervigrasinu og niður að Strandleiðinni – þá erum við búin að loka þeim hring.“

Á meðfylgjandi yfirlitsmynd má sjá heilsustígana og stöðu þeirra í dag. Rauðmerktir heilsustígar eru tilbúnir, grænmerktir eru á framkvæmdaráætlun í ár, gulir eru tillögur og blámerktir eru þar sem breikkun stíga er í vinnslu.

Horft eftir heilsustíg sem tengir Heiðarhverfi við Grófina. Mynd: Eysteinn Eyjólfsson

Hjólreiðastígur sem nær til Grindavíkur

Á þeim slóðum sem frisbígolfvöllurinn er í Njarðvíkurskógum er komin þrautabraut og þar eru jafnvel áætlanir uppi um að útbúa fjallahjólabraut í framtíðinni. „Við erum í sambandi við helstu sérfræðinga landsins í gerð á fjallahjólabraut, skoða möguleikann á að setja þannig braut upp þar, í Vatnsholti eða jafnvel út í Gróf. Þá í nálægð við heilsustígana svo hægt verði að hjóla þangað. Við höfum rætt við Vegagerðina um að gera upplýstan heilsustíg frá austasta hluta Innri-Njarðvíkur, alveg frá Stapanum, undir mislægu gatnamótin við Grindavíkurafleggjarann og alveg út í Sólbrekkuskóg, tengja hann svo við Grindavíkurstíginn og hringinn í kringum

Seltjörn. Vegagerðinni hugnast það mjög og hvatti okkur til að sækja um. Svo höfum við áhuga á að tengja okkur við Leiruna, það er náttúrlega ekki í landi Reykjanesbæjar en fjölmargir iðkendur úr Reykjanesbæ æfa þar svo við viljum reyna að auðvelda aðgengi þeirra þangað. Vegagerðin og Reykjanesbær vilja leggja stíg þangað og einhverjar viðræður við Suðurnesjabæ hafa átt sér stað. Heilsustígur samhliða Njarðarbrautinni er okkur einnig ofarlega í huga en foreldrar barna sem búa á þeim slóðum og þurfa að sækja Njarðvíkurskóla, tónlistarskólann og/eða Reykjaneshöllina treysta ekki þeim stígum sem nú eru í notkun enda talsverður umferðarþungi á Njarðarbrautinni,“ sagði Gunnar Ellert að lokum.

Útskrifast með 10,0 og fékk inni í tölvunarfræði við fremsta háskóla heims Ljóðasamkeppnin Dagstjarnan Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Garði hefur um árabil efnt til ljóðasamkeppni meðal grunnskólabarna. Keppnin ber nafn eins af fallegu blómunum sem uxu í litla garðinum við húsið hennar Unu í Sjólyst. Markmið stjórnar félagsins er að aftur verði fallegur lítill garður við Sjólyst í fyllingu tímans. Eins og fyrr segir var ljóðasamkeppnin aðeins meðal barna en nú er ætlunin að bæta við flokki fyrir sextán ára og eldri. Allir sem gaman hafa af ljóðagerð eru hvattir til að taka þátt.

Vorið er þema ljóðanna Dómnefnd mun fara yfir ljóðin og velja þau bestu. Þau verða verðlaunuð þegar sóttvarnarreglur leyfa að Sjólyst verði opnuð. Vinsamlegast sendið ljóðin á bæjarskrifstofu Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4, 250 Garði fyrir 1. maí næstkomandi merkt Dagstjarnan. Nafn höfundar og símanúmer fylgi með í lokuðu umslagi. Stjórn Hollvinafélags Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst.

Tölvunarfræðideild Carnegie Mellon-háskólans er í þessu húsi.

Keflvíkingurinn Njáll Skarphéðinsson hefur fengið inngöngu í Carnegie Mellon-háskóla í Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Carnegie Mellon hefur unnið sér inn orðspor fyrir að vera fremsti háskóli í heiminum þegar kemur að tölvunarfræði. Njáll er að ljúka námi við Háskólann í Reykjavík með 10,0 í meðaleinkunn á útskriftarárinu. „Síðastliðnir átján mánuðir hafa einkennst af fjórtán tíma dögum sem hefur verið skipt skipt á milli vinnu, skóla og undirbúning umsókna en maður uppsker oftast eins og maður sáir,“ segir Njáll í samtali við Víkurfréttir. „Ásamt því að komast inn í Carnegie Mellon þá tókst mér að klára síðasta árið í tölvunarfræðinni með 10,0 í meðaleinkunn, hæstur af nokkuð hundruð nemendum.“

Carnegie Mellon hefur unnið sér inn orðspor fyrir að vera fremsti háskóli í heiminum þegar kemur að tölvunarfræði og umsókn Njáls um meistaranám við skólann hefur verið samþykkt. „Þetta tiltekna mastersnám, MSAII, er það eftirsóttasta í skólanum og hið fremsta í heiminum. Einungis 3,9% þeirra sem sóttu um þetta árið fengu inngöngu. Þetta er

auðvitað mikill heiður að vera hluti af slíkum hópi en þarna koma saman einstaklingar sem hafa náð langt í greininni frá öllum heimshlutum þar á meðal Bandaríkjunum, Kína og Indlandi. Þessi árgangur sem ég verð hluti af er í miklum samskipum varðandi komandi skólaár og enn sem komið er sýnist mér ég vera eini Evrópubúinn sem komst inn.“ Meistaranámið sem Njáll mun stunda við skólann, MSAII, einblýnir á gervigreind og vélrænt nám (e. Artificial Intelligence & Machine Learning). Námið er í eðli sínu mjög tæknilegt en það sem aðgreinir það frá öðru sambærilegu námi er hversu rík áhersla þar er lögð á teymisvinnu og þjálfun nemenda til þess að gegna leiðtogastöðum við hönnun og innleiðingu hugbúnaðarkerfa framtíðar sem snúa að gervigreind. „Ég er þeirrar skoðunar að stóru sóknartækifærin í greininni liggi í hugmyndum sem hafa enn ekki litið dagsins ljós. Þrátt fyrir þá staðreynd að sjálfkeyrandi bílar eru ekki lengur einungis hluti af vísindaskáldskap og við búum í heimi þar sem talgervlar geta pantað pizzu í gegnum síma án þess að nokkur manneskja á hinum endanum verði vör við það, virðast möguleikarnir og nýsköpunartækifærin spretta hraðar upp en við náum að nýta þau til fulls. Það er því mikill heiður að fá að nema hjá einstökum prófessorum og framúrskarandi leiðtogum í tækniheiminum sem hafa mótað nútímann okkar og um leið að hljóta fágætt tækifæri til þess að vinna með þeim sem móta munu heiminn og tilveru okkar til framtíðar,“ segir Njáll Skarphéðinsson í samtali við Víkurfréttir.

Njáll Skarphéðinsson hefur fengið inngöngu í Carnegie Mellon-háskóla í Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Nítján ára ljóðskáld í Grindavík Unnur Guðrún Þórarinsdóttir er nítján ára Grindvíkingar og gaf nýlega út ljóðabókin „Til þeirra“. Allur ágóði rennur til styrktarsamtaka. Hún vinnur að umsókn í Listaháskóla Íslands. Þar eru framtíðardraumarnir. Unnur Guðrún er nítján ára Grindvíkingur og hefur nýlega gefið út ljóðabókina „Til þeirra“ og allur ágóði af sölu hennar rennur í góð málefni. Ljóðabókin er hluti af nokkrum verkefnum sem Unnur hefur unnið að í undirbúningi að umsókn í Listaháskóla Íslands en hún hefur lokið stúdentsprófi frá listnámsbraut í framhaldsskóla. Framtíðardraumurinn tengist listinni. Hún vill verða leikstjóri, skáld eða rithöfundur. Víkurfréttir heimsóttu Unni Guðrúnu til Grindavíkur. – Hvað fær unga stúlku til þess að fara að gefa út ljóðabók? „Ég var á listnámsbraut í Fjölbrautaskóla Garðabæjar og var þar í ellefu leiklistaráföngum og einn af þeim var skapandi skrif. Í lokaverkefni máttum við velja ljóð, örsögur eða bakþanka eins og sjá má í fréttablöðum. Ég ákvað að fara þá leið og skilaði inn heimagerðri bók með bakþönkum og fékk mjög góða einkunn fyrir hana. Kennarinn minn var mjög ánægður og sagðist hlakka til að sjá bakþankaskrif frá mér.“ Unnur segist hafa sagt við sjálfa sig að líklega gæti það legið vel fyrir henni að skrifa.

Bók eftir erfiða tíma „Þetta var á árinu 2019 og síðan í byrjun 2020. Ég gekk ég í gegnum smá erfiða tíma og fór að skrifa og byrjaði að skrifa ljóð. Það gekk rosa vel og áður en ég vissi var ég búin að fylla heila bók. Þetta kom sjálfri mér skemmtilega á óvart. Síðan um sumarið kom Ugla Helgadóttir, vinkona mín, heim. Maamma hefur alltaf verið mikið að lesa fyrir mig ljóð og bækur og svona. Við vorum semsagt að skrifa ljóð eftir artista sem heilla okkur og lög og vorum að setja þau á vegginn minn inni í herbergi. Síðan kemur mamma inn og les ljóð sem heitir „Söngur drykkjumannsins“ eftir ömmu mína, sem heillaði mig upp úr skónum. Þá kom Ugla að mér og sagði: „Unnur, kannski ert þú bara næst að gefa út ljóðabók“ en langafi minn og langamma gerðu ljóðabækur. Og ég segi bara já og við hlógum og svo pældi svo ekkert meira í því. Síðan bara varð ljóðabók að veruleika.“ – En hvað geturðu sagt okkur um bókina? „Í stuttu máli er þetta um sjö tímabil í lífi mínu, skrifað frá dýpstu hjarta-

rótum. Bókin er mjög persónuleg og tilfinningamikil. Allir kaflarnir byrja á „til þeirra sem ...“ út af því að bókin heitir „Til þeirra.“ Ég vil að fólk geti speglað sig í orðum bókarinnar, hún er mjög opin fyrir túlkun. Þannig að þegar þú lest hana, þá getur þú speglað þínar minningar eða tilfinningar.“

Ágóði til HIV og Laufs – Allur ágóði af sölu bókarinnar er til styrktar HIV samtakanna og Laufi, samtaka flogaveikra og eitt ljóða í bókinni heitir Lauf. Ertu með einhverja tengingu við þessi félög? „Þegar ég var fjögurra ára greinist ég með góðkynja barnaflogaveiki en er ekki lengur með hana. Síðan greindist bróðir mömmu minnar, Ingi Gests, ungur að árum með alnæmi og hefði orðið 53 ára í ár. Þannig að mig langaði að taka eitthvað persónulegt, sem snerti mig og líka bara styrkja frábær félög sem fá ekki svo mikla athygli.“ – Þarf maður að vera með einhvern þekkingargrunn til að gera ljóðabók? „Nei, í rauninni ekki. Ég hafði náttúrlega mjög lítinn grunn en það er auðvitað alltaf betra – en þú ferð langt á ástríðunni og áhuganum.“ Í fyrri hluta bókarinnar eru ljóðin á vinstri blaðsíðum hennar en síðan færast þau yfir á hægri blaðsíðurnar. „Ég er hinsegin. Ljóðin vinstra megin sýna fram á að hinseginleikinn er ekki öðruvísi. Það á ekki að vera skömm á bak við það. Þetta var líka á þeim tíma sem ég hafði ekki komið fram sem slík. Ljóðin hægra megin í bókinni eru síðan samin eftir að ég gerði það og því eru þau hægra megin. Ég kom „út úr skápnum“ og þá varð líf mitt svona „rétt“. Komin réttu megin á blaðsíðuna. Mig

langaði að vekja athygl á því að því er oftast tekið sem öðruvísi en mig langaði að hafa það öfugt.“ Foreldrar Unnar styrktu hana í bókaútgáfunni en síðan er markmið Unnar að komast inn í Listaháskóla Íslands á sviðshöfundabraut. Hún er að vinna að góðri umsókn og ljóðabókin er hluti af því verkefni. „Ég sé fram á að nýta bókina í þeirri „portfolio“ og mun alveg örugglega nýta mér hana meira í framtíðinni við verk og fleira. Ég er mjög stolt af henni.“

Framtíðardraumar í listaháskóla – Dramurinn er sem sagt að komast inn í Listaháskólann. Það er ekki auðvelt, er það? „Það eru mjög fáir sem komast inn á hverju ári, eða tíu manns á hverja braut, og er því að gera umsókn mína eins góða og hægt er svo ég eigi meiri möguleika. Meðal fleiri verkefna má nefna að ég er að skrifa handrit að barnaleikriti sem kemur núna í sumar og ég mun leikstýra því. Síðan er ég með verk sem ég hef sett upp, ljósmyndir og eitthvað sem sýnir minn innri listamann.“ – Er draumurinn að verða frægur leikari á Íslandi eða í útlöndum? „Nei, draumurinn er að verða leikstjóri. Leikstjóri eða skáld eða rithöfundur, mér finnst það allt mjög heillandi. Það heillar mig að setja

upp, mér finnst mjög gaman að stjórna og setja upp. Þegar þú setur upp verk og horfir svo á það, þá hugsar maður bara „Vá! Ég gerði þetta. Ég gat gert þetta.“ Ég tók m.a. þátt í uppsetningu á leikriti og söngleik í leikfélaginu í FG. Við settum upp barnaleikrit og söngleik, Clueless. Í fyrra var ég svo heppin að vera aðstoðarleikstjóri með Karli Ágústi Úlfssyni. Ég lærði mjög mikið af honum og er ótrúlega þakklát fyrir það tækifæri.“ Unnur Guðrún segir að nauðsynlegt sé að hafa framtíðardrauma og segir að þeir geti ræst ef maður er heppinn og leggur mikið á sig. – Þú ert með svakalegt leiksvið hérna við Grindavík, það er eldgos. Hvernig er eldgosið búið að koma við Grindvíkinga eins og þig? „Maður var alveg að fara á taugum þegar jarðskjálftarnir voru en þetta er bara fallegt. Ég hef ekki farið að skoða það, ég hef ekki áhuga á því, því miður. Ég er fegin að jarðskjálftarnir séu stopp í bili þannig að maður getið sofið á nóttunni. Ég var alltaf að vakna – og mamma er líka svo hrædd við þetta. Annars eru flestir rólegir yfir þessu öllu saman. Það hefur þó verið mikil traffík og heimamenn í vandræðum að koma heim, stundum of mikil traffík en vonandi kemur eitthvað gott úr þessu, allavega fyrir búðirnar og rekstraraðila.“

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta í rafrænni útgáfu Víkurfrétta

2016 Árið hafðist allt hjá mér tafðist. Svartan hund ég dró á hælum mér, byrjaði það aðeins hér. Gleðin yfir mér fór, ég með skömmina dró Alein ég var, þótt helling af fólki mig bar.

„Ég vil að fólk geti speglað sig í orðum bókarinnar, hún er mjög opin fyrir túlkun. Þannig að þegar þú lest hana, þá getur þú speglað þínar minningar eða tilfinningar.“ Páll Ketilsson pket@vf.is


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Áhugaverð verkefni á námskeiði MSS og Vinnumálastofnunar Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, MSS, útskrifaði í síðustu viku hópa úr verkefninu „Færni í ferðaþjónustu“. Hóparnir hafa í námi sínu útbúið verkfæri sem bjóða upp á ýmislegt sem nýtist samfélaginu og vissulega ferðaþjónustunni. Verkefnin sem unnið var að eru leikjagarður á Ásbrú, nýtt App, menningarmiðstöð og annað skemmtilegt en námskeiðið er hluti af samstarfsverkefni MSS og Vinnumálastofnunar. Pétur Ragnar Pétursson leiðbeindi hópunum í verkefnum sínum. „Það var áskorun fyrir mig sem leiðbeinanda að vinna með hópi fólks sem hefur verið í þeirri slæmu stöðu að hafa verið án atvinnu í

langan tíma. Ég náði að kveikja áhuga hjá þeim til að taka þátt í að skapa. Það tókst ágætlega með þessum hópum,“ sagði Pétur í samtali við Víkurfréttir.

Tropical Jungle á Suðurnesjum Fyrsta verkefnið sem kynnt var eftir námskeiðið var leikjagarður, eða „Tropical Jungle“ á Suðurnesjum. Leiðarljós verkefnisins er að koma á fót „leiklandi“ fyrir börn í rúmgóðu og góðu húsnæði á Suðurnesjum. Meginmarkmiðið er að koma á fót aðstöðu í bæjarfélaginu til að efla félagsþroska og hreyfihæfni barna á aldrinum tveggja til tíu ára. Að börn geti hist með eða án foreldra, í afmælum, á námskeiðum eða vistun (pössun) í stuttan tíma á öruggu svæði þar sem þau njóta sín til fulls. Í kynningu á verkefninu segir að markmiðið sé að að bjóða foreldrum upp á aðstöðu til að halda afmæli. Að bjóða foreldrum að sækja afþreyingu fyrir börn sín, t.d. með skammtímavistun. Að viðskiptavinir geti notið þess að fá sér veitingar, t.d. kaffi og ís á staðnum. Að utanaðkomandi aðilar geti sett upp skemmtileg námskeið, t.d. í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur, fyrir börn á aldrinum

tveggja til tíu ára. Að bæjarfélög á svæðinu geti nýtt sér „leikland“ til sérhæfðra námskeiða. Að foreldrar geti komið með börn sín á „innileikvöll“ og leyft þeim að leika sér með öðrum börnum á svæðinu í skamman tíma í senn. Að ná því markmiði að tíu börn heimsæktu staðinn daglega fyrsta rekstrarmánuðinn og síðast en ekki síst, að hagnaður verði af starfseminni.

NÝ STÖRF á Keflavíkurflugvelli

SÖFNUÐU METFÉ

2do4u

fyrir fátækt fólk

NÝTT LAG um eldgosið í Fagradalsfjalli

Annað verkefnið var 2do4u sem er vefur og app. Leiðarljós verkefnisins er að fylla upp í þá þörf sem er á markaði fyrir þá sem eru að leita sér að aðilum til að inna af hendi smærri sem stærri verk. Að gera verksölum kleift að bjóða fram vinnu sína á sameiginlegu vefsvæði með það fyrir augum að ná sér í viðskiptavini. Að halda úti vefsvæði þar sem báðir aðilar geta haft hag af þjónustunni á vefnum. Markmiðið er að koma upp miðlægum grunni verksala sem gefur þeim færi á að kynna sig og sína þjónustu og að viðskiptavinur geti pantað þjónustu þeirra í gegnum vefinn. Að koma upp vef sem gefur netnotendum tækifæri á að leita, skoða og panta vinnu hjá verksölum á vefnum. Að fylla upp í þá þörf á markaði sem meðal annars er verið að reyna að fylla upp í á Facebook með síðum eins og „Vinna með stuttum fyrirvara“ – með vef

þar sem viðskiptavinir geta sagt skoðun sína (ummæli) um keypta þjónustu. Að gera kröfur um getu verksala til að uppfylla þarfir viðskiptavina. Að farið sé í gegnum gæðakerfi til að tryggja að verksali geti staðið við auglýsta þjónustu. Að verksalar geti greint ítarlega frá því hvað þeir eru að selja. Að verksalar geti keypt áskrift að veru sinni á vefnum og komi þannig oftar fram í leit viðskiptavina. Að sem flestir geti nýtt sér vinnu fagmanna sem bjóða vinnu sína á vefnum. Að vefurinn skapi eigendum atvinnu og leiði til nýsköpunar á markaði. Að bjóða verksölum að kaupa auglýsingar á vefnum. Að bjóða fyrirtækjum að kaupa kynningar á vörum og þjónustu á vefnum. Að verksalar geti boðið hvaða þjónustu sem er, svo fremi sem hún sé lögleg, og engin takmörk eru á fjölda þjónustuflokka eða verksala og síðast en ekki síst að vefurinn sé rekinn með hagnaði.

FIMMTUDAG KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS

Óskum eftir verðtilboðum í gáma Umhverfissvið Reykjanesbæjar óskar eftir verðtilboðum á gáma sem standa við húsnæðið sem áður var Slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja að Hringbraut 125 í Reykjanesbæ. Boðið verður upp á sýningu á gámaeiningunum 21. apríl næstkomandi milli kl 15.00 og 16:00. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar - www.reykjanesbaer.is

Félags- og menningarmiðstöð Suðurnesja Þriðja verkefnið á námskeiðinu var unnið af þeim þátttakendum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. Það verkefni snéri að stofnun félags- og menningarmiðstöðvar. Meginmarkmið verkefnisins er að koma á fót „samfélagsmiðstöð,“ á alþjóðlegum grunni þar sem hver einstaklingur er samþykktur og velkominn með tilliti til kynþáttar, þjóðernis, kyns eða stjórnmálaskoðana. Að „nýir“ Íslendingar geti kynnst, tengst og átt samskipti. Að þeir geti miðlað þekkingu, boðið upp á námskeið, farið á námskeið og skemmt sér. Meginmarkmiðið með rekstri félagsmiðstöðvarinnar á Suðurnesjum væri að efla, þróa, hvetja og koma á tengingum; fólk væri betur undirbúið fyrir líf í nýju landi. Að sveitarfélög og verkalýðsfélög geti lagt sitt af mörkum við stofnun og rekstur félagsmiðstöðvarinnar. Markmiðið er að koma félagsmiðstöðinni á fót í hentugu og hagkvæmu húsnæði. Þar verði lítið kaffihús með veitingum. Að tengja saman Íslendinga og nýja

íbúa með það að markmiði að efla færni beggja aðila. Á staðnum væri hægt að halda þjóðkynningar – nýir íbúar myndu lýsa heimalandi sínu og mannlífi, og sýna ný sjónarhorn, ólíkt því sem fólk er vant að sjá í gegnum fjölmiðla og fræðirit. Að skipuleggja vinnustofur – að nýir íbúar gætu búið til námskeið fyrir aðra nýja íbúa og kennt til dæmis matargerð frá mismunandi löndum, segir m.a. í kynningu á verkefninu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Fagradalsfjall (you´re so pretty) ELÍZA NEWMAN MEÐ NÝTT LAG Fagradalsfjall (you´re so pretty) er nýtt lag með Elízu Newman sem kemur út 15. apríl. Elíza samdi lagið eftir að hafa fengið margar fyrirspurnir og áskoranir allstaðar að úr heiminum um að semja annað eldfjallalag fyrir nýja gosið á Reykjanesi. Lagið er samið til að létta lund og koma með smá gleði inni í þetta annars hressandi vor. Semsagt sjálfstætt framhald af „Eyjafjalljökull“ og samið á tíu mínútum eins og það,“ segir Elíza. Upptöku stjórnaði Gísli Kjaran Kristjánsson og syngur Elíza og spilar á hljómborð, ukulele, rafmagnsgítar og bassa. Gísli trommar, spilar á gítar og klukkuspil. Myndband með einstökum myndum af gosinu verður einnig frumsýnt 15. apríl með myndum af gosstöðvum frá Jóni Hilmarssyni og Rúnari Inga Garðarssyni, klippt saman af Karli Newman.

Elíza vinnur nú að fimmtu sólóbreiðskífu sinni sem kemur út seinna á þessu ári. Tónlistarkonan Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með hljómsveit sinni Kolrössu Krókríðandi er þær sigruðu Músiktilraunir með látum hér um árið. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan og er fjölhæfur listamaður bæði sem laga-

höfundur og flytjandi. Elíza hefur farið víða í tónlistarsköpun sinni, og samið allt frá pönki til óperu til Eurovision-laga með smá stoppi á Eyjafjallajökli. Hún starfaði erlendis lengi og hefur gefið út fimm plötur með Kolrössu/Bellatrix, eina með hljómsveitinni Skandinavia og fjórar sóló plötur til þessa sem allar hafa hlotið lof gagnrýnenda bæði heima og erlendis og hlaut síðasta breiðskífa Elízu, Straumshvörf m.a tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins og lag ársins.

Viðburðir í Reykjanesbæ Tungumálakaffi

Bókasafn Reykjanesbæjar 16. apríl kl. 10:00. Tungumálakaffi þar sem hægt er að spjalla saman á íslensku og gæða sér á kaffi.

Bókabíó

Bókasafn Reykjanesbæjar 16. apríl kl. 16:30. Að þessu sinni verður kvikmyndin um Línu langsokk sýnd.

Tækifærisgöngur

Bókasafn Reykjanesbæjar 19. apríl. Tækifærisgöngur með Nanný verða tvisvar í viku; mánudaginn 19. apríl og miðvikudaginn 21. apríl, þriðjudaginn 27. apríl og fimmtudaginn 29. apríl.

Tíu ára og söfnuðu 50.500 krónum fyrir fátæka Þessar fimm tíu ára stelpur í 4. bekk í Holtaskóla í Reykjanesbæ gerðu sér lítið fyrir og söfnuðu 50.500 krónum sem þær vildu að rynnu til fátækra og þeirra sem eiga bágt í útlöndum. Þær færðu Rauða krossdeildinni á Suðurnesjum upphæðina en aldrei fyrr hafa krakkar komið með svona háa upphæð. Þær gengu í hús og sungu meira að segja fyrir suma nýja lagið hans Daða en bestu viðtökurnar fengu þær þegar þær staðsettu sig á göngunum fyrir framan Nettó í Krossmóa í Njarðvík. Þegar mæður þeirra sögðu að þær gætu

komist í Víkurfréttir sögðust þær vilja komast í Suðurnesjamagasín. Þetta væri afrek sem ætti heima í viðtali í sjónvarpinu. Þær stöllur, Anika Lára Daníelsdóttir, Margrét Viktoría Harðardóttir, Kamilla Magnúsdóttir, Harpa Guðrún Birgisdóttir og Helena Svandís Ingólfsdóttir mættu á ritstjórn Víkurfrétta og sögðu frá söfnuninni í spjalli við Pál Ketilsson. Þær fá ósk sína uppfyllta og verða á skjánum í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld á Hringbraut og vf.is.

Fisktækniskólinn fái 71 milljón árlega í fimm ár Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst gera samning um fisktækninám og annað nám tengt því við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Áætlað er að árlegt framlag á grundvelli samningsins verði 71 milljón króna á ári. Stefnt er að því að samningurinn taki gildi 1. ágúst 2021.

Fisktækniskólinn menntar fólk til starfa við fiskveiðar, fiskvinnslu og fiskeldi. Kynning á þessari samningsgerð er nú í samráðsgátt. „Það er afar ánægjulegt að menntamálaráðherra ætli sér að tryggja rekstur skólans og gera samning til næstu fimm ára. Fisktækniskólinn gegnir mikilvægu hlutverki í að mennta fólk til að sinna fjölbreyttum störfum í

sjávarútvegi. Atvinnulífið þarf á vel menntuðu fólki að halda til að mæta áskorunum framtíðarinnar, þá kannski sérstaklega fólki úr starfs- og tækninámi ýmiss konar. Fisktækniskólinn gegnir mikilvægu hlutverki í því samhengi,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingiskona Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Akurskóli – Starfsmaður í nýtt námsúrræði Akurskóli – Starfsmaður á kaffistofu starfsfólks Garðyrkjudeild - Sumarstörf Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

FIMMTUDAG KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Suðurnes og sóknarfærin U p p by g g i n g u n a , s e m verður að eiga sér stað eftir heimsfaraldurinn, þarf að undirbúa strax hér á landi. Við þá vinnu þarf að taka mið af sérstöðu hvers landssvæðis fyrir sig. Eðlilegt er að horft sé sérstaklega til Suðurnesja þar sem fólk og fyrirtæki fengu þungan skell og atvinnuleysi er nú langmest á landinu. Við vitum að um leið og flugvöllurinn opnast að nýju, og fólk getur aftur ferðast, mun ástandið batna. En ef spár ganga eftir verður atvinnuleysið samt mun meira en í meðalári næstu árin. Ferðaþjónustan verður mikilvæg í leiðinni út úr kreppunni. Það er mikilvægt og bráðnauðsynlegt að leggja stóraukna áherslu á alla innviði á Suðurnesjum, allt frá vega- og stígagerð og viðhalds til heilbrigðisþjónustu og löggæslu sem þurfa að geta borið aukið álag.

Sköpunargleði Leita þarf líka nýrra lausna. Á Suðurnesjum eru mörg dæmi um stór og smá nýsköpunarverkefni sem hafa skapað verðmæti og störf. Dæmin eru um vörur unnar úr fiskafurðum, í matvælaiðnaði, snyrtivöruframleiðslu, í ferðaþjónustu og svo mætti lengi telja. Margir búa yfir góðum hugmyndum en þurfa hvatningu og stuðning til að komast af stað, þróa hugmyndir og móta og koma þeim í framkvæmanlegt ferli. Löggjafinn á að skapa almennar forsendur til að nýsköpun fái að dafna, bæði lagaumgjörð og fjármagn. En það þarf líka að taka tillit til aðstæðna og auka

sérstaklega fjárhagslegan stuðning til uppbyggingar á Suðurnesjum. Fjárfestingar í grænni nýsköpun hafa aldrei verið jafn mikilvægar og nú á tímum og eru okkur raunar lífsnauðsynlegar þegar við stöndum frammi fyrir loftslagsvá af mannavöldum og hlýnun jarðar. Það þarf að ýta undir fjölbreytta samsetningu atvinnulífs og verðmætasköpunar svo standa megi undir góðum kaupmætti, háu atvinnustigi og sterku velferðarkerfi. Framsýni og sköpunargleði munu ryðja þar brautina. Áhuga og færni skortir ekki og þekking býr meðal fólksins á Suðurnesjum.

Eldgos og jarðhræringar Eftir margra langvinna jarðskjálftahrinu fór að gjósa í Geldingadal. Mikið álag hefur verið á Grindvíkingum frá því að síðasta skjálftahrinan hófst í lok febrúar síðastliðnum. Við vitum ekki enn hvernig eldgosið mun þróast en það virðist ætla að verða skaðlaust fólki enn sem komið er og engin mannvirki í hættu. Ef allir gæta að sér og fara eftir leiðbeiningum eru góðar líkur á að allt fari vel. Hvernig sem þróunin verður er öruggt að þetta svæði mun draga að sér ferðamenn í framtíðinni. Þar eru tækifæri sem Grindvíkingar og Suðurnesjamenn allir ættu að grípa og nýta. Ég hef fylgst með störfum björgunarsveitarmanna og lögreglunnar með aðdáun og þakklæti undanfarna daga – og bæjaryfirvöld í Grindavík

eiga líka hrós skilið og fólkið sem þar býr. Grindvíkingar hafa sýnt mikið jafnaðargeð og kjark við þessar aðstæður. Þá jarðvísindamenn og veðurfræðingar okkar hafa sýnt enn og aftur hvílíkan mannauð þar er að finna og þau munu halda áfram að leiða okkur áfram með eftirliti á gosstöðvum og loftgæðum. Ástæða er til að ítreka mikilvægi þess að íbúar Suðurnesja fylgist vel með ráðleggingum og viðvörunum þeirra.

Ábyrga leiðin Í október í fyrra kynnti Samfylkingin stefnumörkun sem við köllum Ábyrga leiðin úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Þar eru fjölmargar tillögur um vinnu, velferð og uppbyggingu um allt land. Ein tillagan snýr sérstaklega að Suðurnesjum þar sem lagt er til að ráðist verði í fjárfestingarátak í landshlutanum. Í tillögum okkar er líka að finna aukið framlag til sóknaráætlana landshluta og til nýsköpunar sem kæmi Suðurnesjum vel. Góð heilbrigðisþjónusta fyrir alla er krafa okkar jafnaðarmanna. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið fjársvelt í mörg ár og þarfnast bæði fjárframlaga og faglegrar styrkingar. Samfylkingin hefur ítrekað lagt fram tillögur á Alþingi þar um sem munu ná fram að ganga komist Samfylkingin í ríkisstjórn eftir kosningarnar í september. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Á hverju ætlum við að lifa? Á næstu 30 árum þurfum við að skapa um 60.000 ný störf. Það jafngildir 2.000 störfum á ári eða um 40 nýjum störfum í hverri einustu viku næstu 30 árin! Því liggur beinast við að spyrja sig: „Á hverju ætlum við að byggja verðmætasköpun í samfélaginu í framtíðinni?“ Höfum samt hugfast að þrátt fyrir að verkefnið virðist risavaxið við fyrstu sýn, og nánast illmögulegt í framkvæmd, þá höfum við gert nákvæmlega þetta áður og það tókst! Störfin eru nefnilega nánast jafn mörg og urðu hér til á síðustu 30 árum í ýmsum greinum iðnaðar, ferðaþjónustu og víðar. Við höfum alla tíð byggt verðmætasköpunina á gjöfulum auðlindum sem Íslendingar búa yfir en það er að mínu mati alger nauðsyn að byggja næstu stoð í atvinnulífi þjóðarinnar á þeirri auðlind sem aldrei þrýtur, hugvitinu. Grunnurinn að lífsgæðum okkar er lagður í atvinnulífinu og við verðum að leita leiða til að auka út-

flutningstekjur þjóðarinnar. Við höfum alla burði til að geta tekið þátt í því að leysa mörg af þeim viðfangsefnum sem heimurinn stendur frammi fyrir. Við Íslendingar búum að reynslu af orkuskiptum er við beisluðum jarðhita til húshitunar fyrir um hundrað árum. Þá þekkingu höfum við flutt út til annarra landa með góðum árangri. Við búum yfir gríðarlegri þekkingu í sjávarútvegi sem hefur orðið til við nýsköpun og þróun þannig að nú eigum við tæknivæddan og skilvirkan sjávarútveg og mörg hátæknifyrirtæki í sjávarútvegi sem selja þekkingu sína til annarra landa. Þá eigum við eigum gríðarlega spennandi fyrirtæki í líftækni

sem munu án efa skila miklum útflutningstekjum, til dæmis Kerecis, Algalíf, GeoSilica, Genís og fleiri. Þetta eru dæmi um fyrirtæki sem munu taka þátt í skapa þessi 60.000 störf sem þörf krefur til framtíðar. Við höfum alla burði hér í Suðurkjördæmi til að skapa þúsundir starfa á næstu árum og áratugum í ýmsum atvinnugreinum. Má í því sambandi nefna ýmis spennandi verkefni í matvælaframleiðslu eins og til dæmis landeldi í Ölfusi sem mun kalla á hundruð starfa í framtíðinni ef áætlanir ganga eftir. Missum aldrei sjónar á því að framtíð okkar hér í Suðurkjördæmi er björt í öllu efnahagslegu tilliti. Það er okkar að grípa tækifærin og skapa okkar framtíð! Guðrún Hafsteinsdóttir frambjóðandi í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi .

Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á

timarit.is

Að kasta olíu á eldinn Vegna hjásetu þegar ályktun bæjarráðs um lægra eldsneytisverð var lögð fram á fundi bæjarráðs þann 8. apríl síðastliðinn er rétt að skýra afstöðu okkar. Að öllu jöfnu er bæjarráð ekki að álykta um verðlag á hinum almenna markaði en að sjálfsögðu viljum við lægra verð á eldsneyti og þykir miður að verðlagning taki mið að nálægð við alþjóðaflugvöll líkt og þekkist víða erlendis. En við viljum líka lægra matvöruverð, ódýrara rafmagn, lægri tryggingar, lægri húsaleigu og lækkun á verði í líkamsrækt en erum ekki að álykta um það í bæjarstjórn. Auðveldast hefði verið að fylgja straumnum, taka undir og líta vel út fyrir næstu kosningar, sem flutningsmaður tillögunnar er væntanlega að líta til. Spurningin er bara hvort sveitarstjórn á að vera með yfirlýsingar um verðlagningu á markaði þar sem samkeppni á að ráða ríkjum. Þar erum

við ekki sammála meirihlutanum því við teljum vandséð hvar á að draga mörkin. Ályktanir bæjarstjórnar hafa oftar en ekki snúið að samfélagsþjónustu, s.s. betri samgöngum, bættri heilbrigðisþjónustu og fleira í þeim dúr. Við tökum ofan fyrir því fólki sem fer fyrir þessari baráttu og vonum að þeir nái árangri en teljum að bæjarráð eða bæjarstjórn sé ekki rétti vettvangurinn. Margrét Sanders, Baldur Þ. Guðmundsson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

Hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni lokað Sælureitur með sögu og menningu forgörðum

Fyrir réttum 50 árum var fyrsta hjólhýsið skráð hér á landi og fljótlega upp úr því koma fyrstu hjólhýsin á Laugarvatn. Íslensku malarvegirnir fóru illa með hjólhýsin og því fóru menn að leggja þeim og nota sem sumarhús. Hjólhýsahverfið á Laugarvatni liggur við rætur Laugarvatnsfjalls og er að öllum líkindum elsta hjólhýsahverfið á Íslandi og það vinsælasta. Margir frá Suðurnesjum eiga hjólhýsi á svæðinu. Hverfið hefur vaxið og þróast sem sjálfstætt samfélag síðustu áratugi og er þess vegna áhugavert út frá sjónarhorni þjóðfræðinnar. Umhverfið á Laugarvatni var í fyrstu aðeins mólendi. Frumbyggjar svæðisins unnu við uppbyggingu þess og lögðu grunninn að hverfinu eins og það er í dag. Með tímanum var síðan bæði rafmagn og vatn lagt í hvert hús. Vegna mikillar eftirspurnar eftir lóðum, upp úr aldamótum 2000, úthlutaði sveitarfélagið stærra landsvæði undir hverfið og leyfði þar með áframhaldandi uppbyggingu þess. Hjólhýsahverfið hefur því stækkað jafnt og þétt með árunum úr því að vera mólendi með örfáum hjólhýsum yfir í að vera þéttbyggt og skógi vaxið rjóður.

Hjólhýsahverfi með söguog menningarlegt gildi Áhugavert er að heimsækja hjólhýsahverfið á Laugarvatni. Þar hafa margar fjölskyldur komið sér upp sínum sælureitum. Algengt er að hver og einn skreyti sitt hjólhýsi og nærumhverfi á persónulegan máta. Hjólhýsin í hverfinu eru af öllum stærðum og gerðum, gömul og ný. Í hverfum sem þessum er meiri nánd og í húsunum sjálfum minnir það á baðstofu fyrri alda. Hópurinn sem samankominn er í hverfinu er fjölbreyttur, kemur víða að, úr öllum starfsstéttum og á öllum aldri. Mikið er af skyldmennum og tengsl við nágranna eru töluverð. Margir hafa myndað tilfinningaleg tengsl við svæðið og algengt er að vinskapur myndist milli íbúa. Félagslegi þátturinn er því ríkulegur. Sérstakur og góður andi ríkir. Allt gefur þetta hverfinu sögu- og menningarlegt gildi og í því felast verðmæti. Hjólhýsin eru um 200 talsins og nýta eigendur þeirra og fjölskyldur sér verslun og þjónustu á Laugarvatni, sem er töluverð lyftistöng fyrir svæðið.

Lokun svæðisins reiðarslag fyrir hjólhýsaeigendur Bláskógabyggð samþykkti í september á síðasta ári að loka hjólhýsasvæðinu.

Kom það sem reiðarslag fyrir hjólhýsaeigendur og vakti málið athygli í fjölmiðlum. Gildandi leigusamningar verða ekki endurnýjaðir þegar þeir renna út á næstu tveimur árum. Ástæðan er sú að brunavörnum er áfátt. Ráðast þurfi í framkvæmdir til að koma öryggismálum á svæðinu í viðunandi horf. Leggja vatnslögn inn á svæðið fyrir slökkvilið, setja upp brunahana, gera flóttaleiðir, deiliskipulag o.fl. Komið hefur fram að sveitarfélagið er ekki reiðubúið að leggja í þann kostnað sem þessu fylgir. Regluverk hefur breyst á þeim tíma sem liðinn er frá því að uppbygging hófst og nú eru gerðar meiri kröfur í þeim efnum. Rétt er að geta þess að enginn opinber aðili hefur farið fram á lokun svæðisins, heldur er lögð áhersla á að úrbóta sé þörf. Eflaust þarf úrbætur á fleiri hjólhýsasvæðum á landinu. Ef viðbrögðin verða þau sömu og hjá Bláskógabyggð er ljóst að hjólhýsasvæðin á Íslandi munu renna sitt skeið á enda.

Félag hjólhýsaeigenda býður fram aðstoð við úrbætur Í október á síðasta ári gerði Samhjól, félag hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, Bláskógabyggð tilboð um að félagið legði til allt að tuttugu milljónir króna til framkvæmda við öryggismál á svæðinu í því augnamiði að það verði áfram starfrækt. Auk þess er félagið tilbúið að leggja fram vinnuframlag. Hér er um gott tilboð að ræða sem Bláskógabyggð hefur enn ekki svarað, sex mánuðum eftir að það var lagt fram. Ég vil hvetja Bláskógabyggð til þess að ganga til samninga við Samhjól og leita allra leiða til þess að hjólhýsasvæðið á Laugavatni fái að lifa áfram. Svæðið er sælureitur margra fjölskyldna til fjölda ára og hefur sögu- og menningarlega skírskotun. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. birgirth@althingi.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

FLUGVÉL Í HÆTTU VEGNA NEFHJÓLS Viðbragðsaðilar voru viðbúnir hinu versta.

Nýr markaðsstjóri Flugakademíu Íslands Alexandra Tómasdóttir hefur hafið störf sem markaðsstjóri Flugakademíu Íslands. Áður starfaði hún sem markaðsstjóri Private Travel frá árinu 2016. A lexa n d ra l agð i stund á nám við viðskiptafræðideild Auburn University Montgomery hvaðan hún útskrifaðist með bachelorsgráðu í Business Administration. Að því loknu lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem hún lauk MA í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum árið 2013. Alexandra ólst upp umkringd flugmönnum og flugáhugafólki og segir áhugann fljótt hafa smitast yfir til sín. „Það má því segja að í starfi mínu sameini ég áhuga minn á flugi og markaðsfræðum og er óhætt að segja að ég hlakki til komandi tíma í starfi mínu hjá Flugakademíu Íslands.“ segir Alexandra um starfið. Í byrjun árs 2019 sameinuðust Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands, einn elsti starfandi flugskóli landsins. Sameinaðir mynda skólarnir Flugakademíu Íslands, einn fjögurra skóla Keilis og einn öflugasta flugskóla á Norðurlöndunum.

Flugvél frá bandaríska flughernum lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli eftir að nefhjól hafði snúist eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli síðasta laugardag. Fjórir voru um borð og sakaði ekki. Hún lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 15:50 eftir að hafa losað eldsneyti í háloftunum í nokkurn tíma. Hættuástandi var lýst yfir en því var aflýst fljótlega eftir lendingu. Lendingin tókst vel en flugmaðurinn keyrði vélinni inn á akbraut. Rannsóknanefnd samgöngumála rannsakar málið en hún var mætt á staðinn. Vélin með snúið nefhjól kemur til lendingar. VF-myndir: pket

Fiskibátur með tvo strandaði Fiskibátur á netaveiðum með tvo um borð strandaði í Krossavík, austan við Reykjanestá, í hádeginu á þriðjudag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um strandið klukkan 12:46. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út sem og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Skömmu eftir strandið losnaði fiskibáturinn af strandstað og gat siglt fyrir eigin vélarafli. Skrúfa bátsins var löskuð en enginn leki hafði komið að honum. Veður var með ágætum og aðstæður góðar. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason og björgunarbáturinn Árni í Tungu

héldu til móts við fiskibátinn frá Grindavík og TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 13:00. Þegar björgunarskipið var komið að fiskibátnum var þyrla Landhelgisgæslunnar afturkölluð. Fiskibátnum var fylgt til hafnar í Grindavík af björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni.

Einnig birt á www.naudungarsolur.is.

Birkitún 7, Garði, fnr. 229-9871, þingl. eig. Sigurjón Elíasson og Anna Lísa Jóhannesdóttir, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf., Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Íslandsbanki hf 0542, þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 09:00. Framnesvegur 18, Keflavík, fnr. 208-7666, þingl. eig. Eva Dögg Hallgrímsdóttir og Þórunn Björg Baldursdóttir og Jón Kristófer Fasth, gerðarbeiðendur Reykjanesbær, HS Veitur hf., Vátryggingafélag Íslands hf. og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 09:30. Sjávargata 30, Njarðvík, fnr. 2094097, þingl. eig. Sædís Bára Jóhannesdóttir, gerðarbeiðendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Reykjanesbær, þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 09:50. Kirkjubraut 32, Njarðvík, 50% ehl. gþ., fnr. 209-3818, þingl. eig. Bergur Reynisson, gerðarbeiðendur Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 10:10. Grænásvegur 10, Ásbrú, fnr. 2219025, þingl. eig. Irent ehf., gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 10:30.

Það hefur lengi talist skynsamlegt út frá hagrænu sjónarmiði að bæta í opinberar fjárfestingar þegar um samdrátt er að ræða í samfélaginu og einkaaðilar neyðast til að draga saman seglin. Að sama skapi ættu stjórnvöld að halda að sér höndum þegar góðæri ríkir, til þess að auka ekki á spennu með tilheyrandi fylgifiskum. Nú á tímum Covid-samdráttar hefur verið hvatt til þess að opinberir aðilar grípi inn í og auki við sínar fjárfestingar sem gæti þá virkað sem mótvægi gagnvart þeim samdrætti sem þegar er orðinn á almennum markaði.

Reykjanesbær slær ekki af

UPPBOÐ

Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir

Við gefumst aldrei upp þó móti blási

Grænásvegur 10, Ásbrú, fnr. 2219026, þingl. eig. Irent ehf., gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 10:35.

lands hf., þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 11:10.

Þrátt fyrir mikinn samdrátt sem orðið hefur í Reykjanesbæ hefur verið tekin ákvörðun um að draga hvergi úr fjárfestingum sveitarfélagsins og milljarða framkvæmdir fyrirhugaðar. Nú hyllir undir að nýr gervigrasvöllur ofan Reykjaneshallar verði tilbúinn, unnið er að undirbúningi milljarða framkvæmdar íþróttamannvirkja við Stapaskóla í Innri-Njarðvík, nýtt

hverfi, Dalshverfi III, er á teikniborðinu og verður væntanlega tilbúið til úthlutunar síðsumars. Sú framkvæmd mun skapa mikla atvinnumöguleika fyrir minni verktaka hér á svæðinu. Breytingar á útisvæði sundhallar eru í fullum gangi og unnið hefur verið að lagningu göngu- og hjólastíga í sveitarfélaginu sem bæði hefur verið atvinnuskapandi og um leið aukið möguleika íbúa til útivistar. Þá hefur sveitarfélagið skuldbundið sig til þátttöku í uppbyggingu hafnarmannvirkja við Njarðvíkurhöfn sem mun skapa fjölda atvinnutækifæra ef af verður. Á síðasta fundi bæjarráðs var síðan tekin ákvörðun um að bæta 120 milljónum við í viðhald gatna og því verður 250 milljónum varið í þann lið á komandi sumri. Það er því ljóst að þrátt fyrir erfiða stöðu í augnablikinu mun Reykjanesbær ekki láta sitt eftir liggja til að halda áfram uppbyggingu í sveitarfélaginu til hagsbóta fyrir íbúa. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar.

Fréttavakt VF í síma 898 2222 allan sólarhringinn

ATVINNA

Olís Njarðvík óskar eftir starfsmanni í útkeyrslu og afgreiðslustörf í sumar. Aldurstakmark 20 ára.

Grænásvegur 10, Ásbrú, fnr. 2219027, þingl. eig. Irent ehf., gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 10:40.

Grænásbraut 604A, Ásbrú, fnr. 236-9584, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, G604 ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 11:15.

Grænásbraut 604A, Ásbrú, fnr. 230-8873, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, G604 ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 10:55.

Grænásbraut 604A, Ásbrú, fnr. 236-9585, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, G604 ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 11:20.

Grænásbraut 604A, Ásbrú, fnr. 230-8874, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, G604 ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 11:00.

Grænásbraut 604A, Ásbrú, fnr. 236-9588, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, G604 ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 11:25.

Grænásbraut 604A, Ásbrú, fnr. 230-8877, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, G604 ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 11:05.

Grænásbraut 604A, Ásbrú, fnr. 236-9589, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, G604 ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 11:30.

lést á Hrafnistu Nesvöllum, sunnudaginn 4. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 15. apríl kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina.

Grænásbraut 604A, Ásbrú, fnr. 230-8878, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, G604 ehf. og Vátryggingafélag Ís-

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 13. apríl 2021

Anna Pálína Árnadóttir Karl Einar Óskarsson Þuríður Árnadóttir Rúnar Helgason Kolbrún Árnadóttir Jóhann Bjarki Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn.

Umsóknir skal senda á steinar@olis.is eða umsækjendur komi í verslun Olís, Fitjabakka 2–4, 260 Reykjanesbæ.

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

MATTHILDUR ÓSKARSDÓTTIR Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ,

Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/matthilduroskarsdottir Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hennar er bent á Orgelsjóð Keflavíkurkirkju Kt: 680169-5789 Banki 121-26-40400


sport

Miðvikudagur 14. apríl 2021 // 15. tbl. // 42. árg.

„Mér líður vel hérna á Íslandi, fólkið er vinsamlegt og hefur tekið mér vel,“ segir hin 26 ára Daniela Wallen sem leikur með Keflavík í Domino’s-deild kvenna.

Leikur körfubolta

og sendir pening heim Ég er mjög stolt af liðinu mínu, við erum efstar í deildinni ásamt Val og höfum alla burði til að klára þetta – og ég held að við gerum það. Ég er spennt og hlakka til að geta haldið áfram með deildina ...

Daniela hefur flúrað „Never Give up“ á handlegginn en það sagði mamma hennar við hana. VF-mynd: JPK

Lífið á Íslandi er talsvert frábrugðið því sem Daniela er vön frá heimalandi sínu, Venesúela. Þar eru mánaðarlaunin ígildi fjögurra bandaríkjadala og hálfgert stjórnleysi ríkir í landinu. Daniela Wallen Morillo er frá Caracas, höfuðborg Venesúela. Hún er á sínu öðru tímabili með körfuknattleiksliði Keflavíkur. Það má segja að Daniela sé hálfgert undrabarn í körfubolta því hún byrjaði ekki að spila körfu fyrr en hún var orðin fimmtán ára – og hún keppti með landsliðinu sama ár. „Foreldrar mínir voru báðir í körfubolta og ég sagði alltaf að ég ætlaði ekki að verða eins og þau. Ég byrjaði í fótbolta tíu ára en hætti að því vegna þes að ég var alltaf að æfa með strákum og það var orðið erfitt, það voru ekki margar stelpur sem voru í fótbolta þá. Ég lék mér stundum í körfubolta en kunni ekki reglurnar eða neitt. Þá prófaði ég í borðtennis í svona eitt ár en að lokum sagði mamma við mig að ég þyrfti að fara að ákveða hvaða íþrótt ég ætlaði að stunda. Ég sagðist þá ætla í körfubolta. Fyrst þjálfaði mamma mig, ég var ekki í neinu liði eða neitt svoleiðis. Svo byrjaði ég að æfa fimmtán ára í fyrsta sinn með liði og sama ár lék ég með landsliði – þetta gerðist mjög hratt.“ – Er körfubolti vinsæll í Venesúela? „Ekki kvennaboltinn en karlaboltinn er frekar vinsæll þar. Kvennaíþróttir eiga erfitt uppdráttar þar, það eru fáir styrktaraðilar og miklu erfiðara að halda úti skipulögðu íþróttastarfi yfir konur en karla.“ Daniela segir Venesúela alls ekki vera karlaveldi en það sé mikill munur á því hversu mikið er lagt í íþróttir kvenna og karla. Það eru þá kannski ekki miklar vonir fyrir ungar íþróttakonur að komast áfram í sinni íþrótt, engu að síður komst Daniela sautján ára gömul í háskóla í Bandaríkjunum, til Kansas. „Í fyrstu var eins og draumur hefði ræst,“ segir hún. „Að komast í háskólanám var stórt stökk en Kansas var kannski ekki alveg staðurinn fyrir mig. Ég talaði alls enga ensku og enginn talaði spænsku svo ég var mjög einmana, ég hafði enga þar til að eiga samskipti við og var haldin heimþrá. Ég hringdi í mömmu á hverju einasta kvöldi og sagðist vilja koma heim. Eftir eitt ár í Kansas sagðist ég ekki vilja vera þar áfram og sneri aftur heim. Þetta var 2013 en sá sem og

kom mér að hjá Kansas hafði séð mig leika í Mexíkó með landsliðinu og hann reddaði mér tilboði frá háskóla í Flórída árið 2014. Ég hugsaði með mér að Flórída gæti verið góður staður, þar væri mikið um spænskumælandi fólk og ég gæti því átt í samskiptum við aðra svo ég sló til. Þegar ég kom þangað kom í ljós að þetta var lítill bær eins og Keflavík og enginn talaði spænsku,“ segir Daniela og hlær. „Þá sá ég að ég yrði að læra ensku. Í þetta skipti bjó ég á heimavist en í Kansas bjó ég hjá fjölskyldu, á heimavistinni var mun auðveldara fyrir mig að ná enskunni. Allir voru að tala við mig á ensku og þó ég skildi ekkert í byrjun þá kom það fljótt. Núna er ég að reyna að læra íslensku og mér er sagt að mér gangi betur en mörgum erlendu leikmannanna. Spænskan er nær íslenskunni en enskan held ég.“ Daniela lék og lærði í Flórída en flutti svo til Oklahoma þar sem hún lauk námi í almennatengslum og auglýsingagerð. „Það er eitthvað sem ég ætla að leggja fyrir mig þegar ferlinum lýkur,“ segir hún. „Mér líður vel með myndavél í hönd, að taka eitthvað upp. Svo hef ég gaman af vídeóvinnslu og þess háttar. Vonandi legg ég það fyrir mig í framtíðinni.“

Mamma er mín fyrirmynd „Ég myndi segja að mamma hafi verið mín fyrirmynd,“ segir Daniela. „Hún lék bæði körfubolta og blak í háskóla. Ég var hennar eina barn og hún gerði allt fyrir mig – og ég lærði allt af henni. Í raun byrjaði ég að spila körfubolta fyrir hana og á tímabili var ég að hugsa um að hætta í körfunni. Hún hefði ekki viljað það, maður á aldrei að gefast upp. Þess vegna hef ég flúrað á handlegginn á mér „Never Give up“, til að minna mig á það.“ Eftir nám fór Daniela fyrst í atvinnumennsku til Paragvæ, síðan hefur hún leikið í Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi. „Íslenskur körfubolti finnst mér áhugaverður, hann er harður en það er svipað í Svíþjóð og Finnlandi. Ég er mjög ánægð með liðið okkar. Það er ungt og reynslulítið miðað við mörg önnur sem hafa eldri og

Daniela í leik með háskólaliði Oklahoma.

Mynd af Facebook-síðu Dan iela

reyndari leikmenn innanborðs – en liðið hefur sýnt sig og sannað með vinnusemi. Ég er mjög stolt af liðinu mínu, við erum efstar í deildinni ásamt Val og höfum alla burði til að klára þetta – og ég held að við gerum það. Ég er spennt og hlakka til að geta haldið áfram með deildina.“ Daniela hefur ferðast aðeins um Ísland síðan hún kom hingað, hún hefur m.a. séð Reynisfjöru og farið í Bláa lónið „Mig langar að ferðast meira um landið. Allir staðir á Íslandi eru mjög fallegir. Það er sama hvert maður fer, alls staðar er útsýnið svo fallegt.“ – Áttu þér einhver áhugamál fyrir utan körfubolta? „Að sofa, telst það með,“ segir Daniela hlægjandi. „Ég hef í raun engin önnur áhugamál en hef gaman af því að teikna. Ég gerði talsvert af því að teikna áður fyrr en hef ekki gert mikið sinnt því undanfarið. Mér finnst gott að sofa.“

Verðbólga og stjórnleysi Daniela vill vera sem lengst hérna en ástandið í heimalandi hennar er bágborið. Efnahagurinn hefur verið Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Ég var hennar eina barn og hún gerði allt fyrir mig – og ég lærði allt af henni. Í raun byrjaði ég að spila körfubolta fyrir hana og á tímabili var ég að hugsa um að hætta honum. Hún hefði ekki viljað það, maður á aldrei að gefast up ...

Sveindís Jane lagði upp jöfnunarmark Íslands

Daniela fimmtán ára með mó ður sinni, Evelyn Morillo, sem lést aðe ins 51 árs gömul.

Daniela segist nokkurn veginn tilheyra lægri miðstétt en talar um að það hafi verið gott að alast upp í Caracas. „Það var gaman – en þar var rosalega mikill hraði á öllu, mér fannst ég alltaf vera að flýta mér. Umferðin, allir á hlaupum og allt gerðist mjög hratt en í samfélaginu sem ég ólst upp í voru íbúarnir mjög samrýndir og vingjarnlegir, það var gott að vera þar sem barn en ...,“ segir Daniela og ypptir öxlum.

ela. Í leik með landsliði Venesú iela Mynd af Facebook-síðu Dan

á niðurleið síðasta áratuginn og hálfgerð stjórnarkreppa ríkir í landinu. „Efnahagsástandið í Venesúela er slæmt. Eftir að Hugo Chaves, fyrrum forseti landsins, lést og Maduro tók við hefur allt farið niður á við. Hann er ekki einu sinni með neina menntun og kann ekkert að stjórna. Þegar Hugo féll frá tók hann eiginlega bara við en hann veit ekkert hvað hann er að gera. Ég vil vera hérna eins lengi og ég get. Ástandið heima er flókið og þar er gríðaleg verðbólga, fólk þarf yfirleitt að vinna í mörgum vinnum til að hafa ofan í sig. Heima eru mánaðarlaun kannski eins og fjórir bandaríkjadalir á mánuði, það er erfitt að lifa af á þannig launum. Ég hef vinnu og get sent fjölskyldu minni pening til að létta undir hjá þeim.“ Þegar talið berst að Covid í V ­ enesúela segir Daniela að ástandið þar sé slæmt og fari versnandi. „Þá komum við aftur inn á það að ríkisstjórnin hefur enga stjórn á hlutunum, þetta er eiginlega stjórnlaust. Venesúela hefur hvorki aðgang að lyfjum né bóluefni til að glíma við kórónaveiruna, þetta er fátækt ríki og aftarlega á listanum. Ég bið fólkið mitt að fara varlega en á sama tíma þarf það að vinna til að lifa af. Þannig breiðist þetta út, neyðin rekur fólk út að vinna. Það er milli steins og sleggju – á það að vera heima og svelta eða fara út að vinna og taka sénsinn á að smitast ekki.“

– Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Venesúela þegar ferlinum lýkur? „Úff, þessu er erfitt að svara. Ég meina, ég hugsa um það. Þarna er fjölskyldan mín, vinir og mamma var þarna en eftir að hún lést hef ég hugsað um að reyna frekar að flytja fjölskylduna til mín – frá Venesúela, þ.e. ef ástandið hefur ekki batnað til muna.“ Daniela segist hafa það gott á Íslandi, landið sé fallegt og fólkið vinsamlegt. VF-mynd: JPK

Helgi Rafn við gosstöðvarnar. Mynd af Facebook-síðu Helga Rafns

Taekwondosamband Íslands (TKÍ) hefur gengið frá samningi við Helga Rafn Guðmundsson, kennara og yfirþjálfara Tae­ kwondo-deildar Keflavíkur, um að setja saman námsefni og sjá um kennslu á sérgreinahluta þjálfaranáms Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) fyrir Taekwondo-þjálfara. Helgi Rafn byrjaði að æfa Taekwondo í byrjun árs 2001, skömmu eftir að Taekwondo-deild var

VF-mynd: Hilmar Bragi

á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem jafnaði leikinn. Fleiri mörk voru ekki skoruð en Sveindís fékk upplagt tækifæri í uppbótartíma til að gera sigurmarkið en inn vildi boltinn ekki.

MINNIHLUTI HEFUR NÝTT STYRKINN Aðeins lítill hluti hefur nýtt sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundaiðkunar fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum – umsóknarfrestur um styrkinn rennur út 15. apríl Félagsmálaráðuneytið opnaði í nóvember 2020 fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Markmiðið með þeim er að jafna tækifæri barnanna til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráð-

herra, kynnti aðgerðina síðasta vor og er hún hluti af aðgerðapakka sem ætlað er að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á afkomu efnaminni heimila í landinu. Styrkirnir, að upphæð 45.000 kr. á hvert barn fætt á árunum 2005–2014, koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021. Frestur til að sækja um styrkinn rennur út eftir þrjá daga, eða 15. apríl.

Reykjanesbær: Á Facebook-síðunni Íþróttir- Tómstundir og Forvarnir í Reykjanesbæ kemur fram að einungis 345 af þeim 889 sem eiga rétt á þessum íþrótta- og frístundastyrk fyrir tekjulægri heimili eru búin að nýta hann.

Vogar: Í Vogum hefur verið sótt um fyrir 32 börn en sveitarfélagið hefur svigrúm til að veita 62 börnum þennan styrk.

Grindavík: Svipaða sögu er að segja í Grindavík en þar hafa einungis 43 börn af 139 nýtt sér styrkinn.

verkefnum, þá hefur hann þjálfað keppendur á Norðurlandamótum, Evrópumótum og heimsmeistaramótum í öllum aldursflokkum auk þess að kenna Taekwondo á öllum aldurs- og getustigum. Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur réttindi til íþróttaþjálfunar. Það eru kennd þrjú stig náminu, hvert stig samanstendur af almennum hluta hjá ÍSÍ og sérgreinahluta sem viðkomandi sérsamband sér um. Menntun á hverju stigi fyrir sig er ekki lokið fyrr en þjálfari hefur lokið bæði almenna hlutanum og sérgreinahlutanum. Kennsluefni fyrir sérgreinahlutann hefur ekki verið til hjá TKÍ en námefnið verður tilbúið fyrir árslok og stefnt er á kennslu á því strax í upphafi ársins 2022. Um er að ræða námsefni fyrir fyrsta stig námsins og á næstu árum er stefnt á að klára námsefni fyrir annað og þriðja stig.

FRÍSTUNDIR.IS Nýr upplýsingavefur um frístundastarf á öllum Suðurnesjum

STYRKT AF

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

Skipulagt íþróttastaf hefst að nýju Heilbrigðisráðherra hefur gefið út að skipulagt íþróttastarf geti hafist að nýju – Víkurfréttir munu birta fréttir af leikjadagskrá Suðurnesjaliðanna á vf.is jafnóðum og þær berast

sport

Markahrókurinn Sveindís Jane hlaut gullskóinn í Pepsi Max-deildinni í fyrra.

Hægt er að sækja um styrkinn á Ísland.is til og með 15. apríl.

Samið við Helga Rafn um gerð kennsluefnis fyrir Taekwondo stofnuð í Keflavík og æfingar hófust í Sundmiðstöðinni. Hann byrjaði aðstoða við þjálfun sama ár, tók við að þjálfa hóp árið 2003 og varð yfirþjálfari deildarinnar árið 2006. Helgi , sem er með 4. dan (fjórða gráða svarta beltis) í Taekwondo, hefur lokið menntun í íþróttafræðum frá Háskólanum í Reykjavík og er með mikla reynslu og menntun tengda kennslu og þjálfun í Taekwondo en hann er í fullu starfi við íþróttina. Hann er viðurkenndur Kukkiwon-þjálfari, Kukkiwon-prófdómari, World Taekwondo-þjálfari, ETU-þjálfari auk þess að hafa sótt á annað hundrað námskeiða um þjálfun. Lokaverkefni Helga Rafns í íþróttafræðinni var gerð kennsluefnis fyrir Tae­ kwondo-þjálfara. Helgi hefur verið landsliðsþjálfari og aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins á mörgum mótum og

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu léku tvo vináttulandsleiki gegn Ítölum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar sem tók við liðinu í byrjun þessa árs. Fyrri leikinn vann Ítalía 1:0 en jafntefli varð niðurstaðan í þeim seinni, báðir leikirnir fóru fram á Ítalíu og sá fyrri var á laugardag en síðari á þriðjudag. Sveindís var ekki í byrjunarliði Íslands í fyrri leiknum en kom inn á í leiknum. Hún var hins vegar í byrjunarliðinu í seinni leiknum og lék hann allan. Íslenska liðið byrjaði illa og Ítalir komust yfir strax á fyrstu mínútu en Ísland vann sig inn í leikinn eftir því sem á leið og á 40. mínútu barst boltinn til Sveindísar sem lagði hann

vinalegur bær


Þurfa að leggja hjólastíg til Grindavíkur í gegnum Voga Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt fyrir sitt leyti beiðni Reykjanesbæjar um lagningu hjólreiðastígs milli Reykjanesbæjar og Grindavíkur en stígurinn þarf að fara að hluta um land Voga. Þrátt fyrir samþykki Sveitarfélagsins Voga bendir bæjarráðið á að afla þurfi samþykkis annarra landeigenda í sveitarfélaginu.

„Grindavíkurgosið hefur hingað til verið rekið af hinu opinbera í umsjá lögreglunnar og með glæsilegu framtaki hjálparsveitanna. Við nefnilega treystum engum til að fara þangað án eftirlits. Skemmtilegustu slóðunum að gosinu sem gaman er að fara á fjórhjólum hefur verið lokað.“

LOKAORÐ

Ísafjörður

Siglufjörður Húsavík Dalvík Sauðárkrókur

LÖGMENN ALLRA LANDSMANNA

MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

Play it again Sam Bólusetningar ganga vel vestan hafs og samkvæmt heimildum er mikill áhugi þar í landi á ferðalögum til Íslands. Heyrst hefur að vel sé bókað í flugvélar Icelandair og Delta strax í maí. Það er gleðiefni fyrir okkur Suðurnesjamenn og vonandi kemst ferðaþjónustan öll á gott skrið fljótt og örugglega. Þau gleðitíðindi bárust í vikunni að flugfélagið Play hefur fengið nýja fjárfesta og nýjan forstjóra. Sá er hokinn af reynslu. Vonandi tekst Play að taka upp þráðinn þar sem WOW hætti og bæti vel í ferðamannastrauminn til landsins. Við höfum nefnilega eignast nýja ferðamannaperlu. Grindavíkurgosið. Eða Hot Stuff eins og Bandaríkjamenn hafa lagt til að það verði kallað í minningu um hermenn sem fórust í flugslysi á Fagradalsfjalli. Grindavíkurgosið hefur hingað til verið rekið af hinu opinbera í umsjá lögreglunnar og með glæsilegu framtaki hjálparsveitanna. Við nefnilega treystum engum til að fara þangað án eftirlits. Skemmtilegustu slóðunum að gosinu sem gaman er að fara á fjórhjólum hefur verið lokað. Í raun er allt til reiðu til að gera Grindavík frægari en Húsavík. Flottasta fjórhjólaleiga landsins er rekin þar í bæ og Bláa Lónið býr yfir bestu þekkingu á landinu til að taka við þúsundum ferðamanna á dag. Svo ekki sé minnst á frábæra veitingastaði sem er að finna í bænum. Hot stuff er prófsteinn á hvort við höfum eitthvað lært á síðastliðnum áratug um hvernig nýta megi ferðaþjónustuna til tekjuöflunar. Loka á öllum leiðum að gosinu og erlendir ferðamenn fá eingöngu að komast þangað að gegn greiðslu. Á fjórhjóli, ofurjeppa, í þyrlu eða gangandi með leiðsögumanni. Flugfélögin myndu að sjólfsögðu öll vera með yfirflug yfir gosið á leið sinni inn á Keflavíkurflugvöll og selja aðgang að gosinu um borð. Efir gosför mætti slaka á í Bláa Lóninu. Alvöru pakki á Disney verði. Það þekkja Bandaríkjamenn. Við þurfum að hefjast handa strax við tekjuöflun og atvinnusköpun og gera Grindavíkurgosið að kvótastýrðri náttúrauðlind. Þannig viljum við hafa auðlindirnar. Er það ekki?

FIMMTUDAG KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS

Akureyri

Blönduós

Akranes

Egilsstaðir Reyðarfjörður

Mundi Vilja Vogamenn ekki fá þennan hjólastíg í niðurgrafinn stokk?

Lögfræðistofa Suðurnesja gekk til liðs við Pacta lögmenn í maí 2015 og hefur nú verið sameinuð Pacta lögmönnum. Hjá Pacta Lögmönnum starfa á þriðja tug lögfræðinga á 13 starfsstöðvum víða um land. Lögmenn Pacta búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á flestum sviðum lagaumhverfis sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum um land allt vandaða lögmannsþjónustu og ráðgjöf, byggða á þekkingu, trausti og áreiðanleika.

Reykjavík Keflavík

Selfoss

Við viljum ráða svæðisstjóra og lögmann til starfa á Suðurnesjum Lögmaður eða lögfræðingur Pacta lögmenn óska eftir að ráða lögmann með málflutningsréttindi eða lögfræðing til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu Pacta á Suðurnesjum, með starfsstöð á skrifstofu okkar í Reykjanesbæ. Meðal verkefna eru fjölbreytt viðfangsefni á sviði lögfræðilegrar ráðgjafar og samningagerðar, réttargæsla og verjandastörf í opinberum málum, úrlausnarefni á sviði kröfuréttar, málflutningur og ábyrgð á mætingum í héraðsdóma og hjá Sýslumannsembættum. Við leitum að ábyrgum og drífandi starfsmanni sem hefur metnað til að ná árangri í starfi, getur unnið sjálfstætt og býr yfir mikilli samskiptafærni.

Svæðisstjóri fyrir Suðurnes Pacta lögmenn óska eftir að ráða svæðisstjóra fyrir Suðurnes sem sinnir til viðbótar við ofangreind verkefni eftirfarandi:  Yfirumsjón með störfum og verkefnum lögmanna/lögfræðinga á skrifstofu félagsins í Reykjanesbæ í nánu samstarfi við rekstrarstjóra Pacta og yfirlögfræðing félagsins.  Dagleg stýring útseldra verkefna Pacta lögmanna á svæðinu s.s. útdeiling verkefna, verkstjórnun, eftirlit með gæðum veittrar þjónustu og framkvæmd verkfunda.  Yfirumsjón með framkvæmd kynningarstarfs, sölu, myndun og ræktun viðskiptatengsla á svæðinu í nánu samstarfi við rekstrarstjóra Pacta og aðra stjórnendur.  Almenn skrifstofustjórnun. Nánari upplýsingar veitir Róbert Gíslason, rekstrarstjóri Pacta lögmanna, í síma 440 7900 og á netfangið robert@pacta.is. Vinsamlegast sækið um á heimasíðu okkar www.pacta.is. Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2021 Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarupplýsingar.

Pacta lögmenn ı Krossmóa 4a ı 260 Reykjanesbæ ı Sími 440 7900 Akranes ı Akureyri ı Blönduós ı Dalvík ı Egilsstaðir ı Húsavík ı Ísafjörður Keflavík ı Reyðarfjörður ı Reykjavík ı Sauðárkrókur ı Selfoss ı Siglufjörður


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.