5
uppáhaldsplötur Kidda í Hjálmum
Guðmundur Kristinn Jónsson, Kiddi í Hjálmum, er vizkubrunnur þegar kemur að tónlist. Víkurfréttir fengu hann til að velja sínar fimm uppáhaldsplötur og segja okkur hvers vegna.
Verð frá 3.890 kr/mán
Sérkjör fyrir elliog örorkuþega
að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
r fyrstu gestunum ti ef r ðu bí i nd la Ís á lið Fyrsta Marriott-hóte
Heimilisfræðikennari sem hugsar í lausnum Með Góðar sögur í nýju hlaðvarpi
i n f e k r e v a j s Suðurne af bestu gerð
s i d n e l r e k l ó f a j s Suðurne
Ævintýrail
Lengsta flug Icelandair!
Brynju í Nep
Ígulkerjahrogn og makrílsneiðar í sushi
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
99% samdráttur á Keflavíkurflugvelli ... frá skírdegi og fram á mánudag fóru 99 farþegar um Keflavíkurflugvöll. Sömu daga í fyrra voru farþegaranir 84 þúsund ... Samdráttur í flugi það sem af er apríl er 99%. Yfir páskadagana frá skírdegi og fram á mánudag fóru 99 farþegar um Keflavíkurflugvöll. Sömu daga í fyrra voru farþegaranir 84 þúsund. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia segir að alger óvissa sé um hvenær farþegaflug hefjist á ný. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Morgunblaðinu.
Ljósanótt er inni
37 starfsmönnum boðið að lækka starfshlutfall sitt. Sveinbjörn segir að með 4 milljarða hlutafjáraukningu ríksisins í fyrirtækinu segir hann að hægt sé að vera störf í tilkynningu vegna aukningarinnar var sagt að 50 til 125 störf yrðu til við þessa ákvörðun. Um er að ræða ýmis verkefni sem höfðu verið lögð á ís vegna samdráttar en einnig ákveðnar vega- og flugakbrautarframkvæmdir. Í viðtalinu segir forstjórinn vera bjartsýnn á að flugumferð muni vaxa fiskur um hrygg að nýju þó flugstöðin sé „tóm“ þessa dagana.
Ekki verður ekki hægt að halda Listahátíð barna í Reykjanesbæ með sama sniði og undanfarin ár vegna fjöldatakmarkana sem miða við hámark 50 einstaklinga en verið er að skoða aðra möguleika. Sama má segja með hátíðarhöld á 17. júní. Ljóst er að þau geta ekki farið fram með sama sniði og undanfarin ár en verið er að skoða hvort hægt sé að útfæra dagskránna með öðrum hætti. Ljósanótt gæti sloppið.
Á árinu 2019 fóru um 7,2 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en það var 20% fækkun frá 2018. Sveinbjörn gerir ráð fyrir helmingi færri farþegum á þessu ári. Forstjórinn segir að aukist umsvifin ekki á næstu vikum séu fleiri störf í hættu en hjá félaginu störfuðu að meðaltali 1.360 manns í fyrra. Gert var ráð fyrir að ráða 140 sumarstarfsmenn í ár en í ljósi ástandsins er gert ráð fyrir að ráða um 70 manns. Í upphafi veiruástands sagði Isavia upp 101 starfsmanni en þeir voru aðallega í flugvernd, farþegaþjónustu og bílastæðaþjónustu. Þá var
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK
en óvíst með barnahátíð og 17. júní
Samkomumum og útihátíðum þar sem fleiri en 2.000 þúsund manns koma saman má ekki halda fyrr en eftir 31. ágúst. Því væri hægt að halda Ljósanótt en dagsetning hennar miðast við fyrsta laugardag í september sem nú verður 5. september. „Nú er bara að vona að orð og vonir Þórólfs sóttvarnalæknis, um að toppnum sé náð, standist og að ekki verið bakslag þegar tilslakanir hefjast. Hvert og eitt okkar hefur mikið um að segja hvernig til tekst. Ef við höldum vöku okkar áfram, þvoum og sprittum hendur, sleppum því að heilsa og knúsa hvort annað og virðum tveggja metra regluna ætti okkur að farnast vel. Flugumferð verður áfram takmörkuð og atvinnuleysi á okkar svæði talsvert af þeim sökum þrátt
fyrir mótvægisaðgerðir ríkis og sveitarfélaga. Vonandi náum við samt að hámarka árangur mótvægisaðgerðanna og draga úr atvinnuleysi. Við erum bjartsýn á að frekari aðgerða sé að vænta á okkar svæði þegar ríkisstjórnin kynnir næstu aðgerðir sínar,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í pistli sínum í upphafi vikunnar.
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
845 0900 Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is
Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
við gamla aðalhliðið á Ásbrú Sími 421 5444
Honda Civic
Peugeot 108
árg. 6/2017, 5dr, ekinn 36 þús., sjálfskiptur
árg. 6/2017, ekinn 37 þús., beinskiptur
Verð 2.190.000 kr.
Verð 840.000 kr.
Dacia Duster
Honda HR-V
Verð 990.000 kr.
Verð 2.890.000 kr.
M. Benz C 240
Renault ZOE
Verð 690.000 kr.
Verð 2.690.000 kr.
árg. 7/2016, ekinn 171 þús., beinskiptur
árg. 1/2006, ekinn 167 þús., sjálfskiptur
Vantar þig sendibíl? sendibillinn.is
árg. 6/2016, eikinn 38 þús., sjálfskiptur
árg. 5/2018, ekinn 13 þús., sjálfskiptur
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Viðruðu sig í dymbilviku Þegar sólin skín í heiði er ástæða til að fara út og viðra sig, það gerðu þessir íbúar á Nesvöllum í Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi
RITSTJÓRNARPISTILL
SAMFÉLAGSLEGT SUÐURNESJAVERKEFNI AF BESTU GERÐ
M
ann rekur eiginlega í rogastans þegar maður gengur inn í nýtt 150 herbergja hótel í Reykjanesbæ sem bíður eftir fyrstu gestunum og landið er lokað á tímum COVID-19. Þetta er óvanaleg staða að svona bygging sé tilbúin með öllu sem skiptir máli líka eins og veitingastað, bar og herbergjum og nú sé bara beðið eftir viðskiptavinum. Sagan hefur meira verið þannig að það séu enn framkvæmdir þegar fyrstu gestirnir mæta. Frændsystkinin Keflvíkingurinn Ingvar Eyfjörð og Njarðvíkingurinn Rósa Ingvarsdóttir lögðu saman
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
hesta sína í skemmtilega ferð þar sem þau leituðu að fjárfestingatækifærum í sinni heimabyggð sem væri ígildi samfélagsverkefnis. Úr varð að setja í gang uppbyggingu verslunar- og þjónustutorgs undir nafninu Aðaltorg en staðsetningin vísar í nafnið. Stefnan var sett á að byggja flugvallarhótel í móanum skammt frá flugvellinum og fá tengingu við stóra, alþjóðlega hótelkeðju. Eftir nokkra þrautargöngu tókst þeim að fá með sér í lið sterkan fjárfesti og síðar bættist í hóp hluthafa á byggingartímanum – og þau náðu samningi við Marriott, sem er stærsta hótelkeðja heims. Víkurfréttir hittu þau frænd systkin og þeirra lykilfólk í vikunni, úr varð viðtal sem við birtum í blaði og í sjónvarpsþætti vikunnar, Suðurnesjamagasíni. Eftir að hafa hlustað á söguna í þessu ævintýri er ekki hægt annað en að dást að frumkvæði þeirra frændsystkina sem og ásetningnum, að samfélagið myndi líka njóta góðs af. Þau hafa notað eftir fremsta megni nær eingöngu heimamenn í öll verk og vilja með öllum mætti styrkja Reykjanesið sem þau hafa mikla trú á sem ferðamannastað og telja hann vannýttan. Tækifærin séu mörg og hægt að gera miklu betur. Þau eru með framtíðarhugmyndir sem koma ekki
allar fram í viðtalinu en það verður spennandi að fylgjast með þegar Aðaltorg fer í gang af fullum krafti. Við segjum bara: „Vel gert og gangi ykkur vel með Suðurnesjaverkefni af bestu gerð!“ Í rafrænu blaði vikunnar má líka lesa ferðasögu Brynju Bjarnadóttur sem lokaðist inni í Nepal en þar segir frá ævintýralegri heimför. Við erum einnig með fjölda viðtala við Suðurnesjamenn um COVID-19 og fleira en við heyrum líka í Suðurnesjafólki í Danmörku, Spáni og Bandaríkjunum. Sækjum okkur heim er fyrirsögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur í lokaorðum Víkurfrétta vikunnar. Hún ræðir þar um afleiðingar og möguleika ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum eftir COVID-19 en eins og allir vita er ferðaþjónustan gríðarlega mikilvæg atvinnugrein hér á Suðurnesjum. Ragnheiður kemur líka með góða punkta varðandi nærumhverfið sem þarf að vera aðlaðandi og vel hirt þegar við viljum fá landsmenn í heimsókn. Hún segir m.a.: „Fallegur, vel hirtur bær í dásamlegu umhverfi með heimsklassa þjónustu, að ég tali nú ekki um í dásamlegu sumarveðri. Ég held að fólk myndi vilja koma ... það þarf bara að vita af okkur.“
40% GLÖÐ
EINS OG HÚÐIN ÞÚ
35 %
25 %
GLETTIN
DREYMIN
NÝTT NIVEA
POWER EXTRA NOURISHING
MEÐ LÍFRÆNNI ARGAN OLÍU + Q10 EINS OG ER Í HÚÐINNI ENDURNÝJAR VARNIR HÚÐARINNAR GEGN ÓTÍMABÆRRI ÖLDRUN STINNARI HÚÐ Á 2 VIKUM MINNI HRUKKUR Á 4 VIKUM DJÚPNÆRIR ÞURRA HÚÐ
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Það verður margt öðruvísi í framhaldinu – segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ. „Staðan er vissulega mikið áhyggjuefni og óvissa með framhaldið. Þetta mun hafa áhrif á sveitarfélagið. Við sjáum fram á minnkandi útsvarstekjur en á sama tíma aukinn kostnað ýmis konar vegna COVID-19 og það verða því miklar áskoranir að takast á við ástandið á næstu vikum og mánuðum,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ.
Kannski mun sjávarútvegurinn, sem er stór í Sandgerði, draga okkur að landi eins og oft áður ...
Suðurnesjabæ er með nokkuð digra framkvæmdaáætlun fyrir árið en á sama tíma og verið er að kalla eftir frekari þátttöku sveitarfélaganna vegna COVID-19 er tekjutap. „Ég veit ekki hvernig þetta á allt að ganga upp.
Við vonum að ríkið komi þarna inni í. Staðan á Suðurnesjum er verst á öllu landinu og stefnir í 20% atvinnuleysi. Oft hefur verið þörf en nú alger nauðsyn að ríkið komi að og spýti í.“
Magnús segir að Suðurnesjamenn hafi reynslu í því að takast á við áföll. Það síðasta var fyrir um ári síðan þegar WOW air féll en þá misstu margir Suðurnesjamenn vinnuna. „Við höfum áður lent í áföllum og gengið ágætlega að vinna okkur úr þeim. Það er ljóst að margt verður öðruvísi í framhaldi af COVID-19. Við þurfum og munum bretta upp ermar í framhaldinu. Það er engin spurning. Kannski mun sjávarútvegurinn, sem er stór í Sandgerði, draga okkur að landi eins og oft áður,“ sagði Magnús Stefánsson.
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
LEGSTEINAR Í MIKLU ÚRVALI
Helluhrauni 2, Hafnarfirði 544 5100 – granitsteinar.is
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Vinna við aðgerðir Reykjanesbæjar vegna COVID-19 í fullum gangi Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar 8. apríl voru samþykktar breytingar á fjárfestingaráætlun bæjarfélagsins fyrir árið 2020. Breytingarnar felast í því að mannaflsfrek verkefni eru sett í forgang og dregið úr öðrum sem ekki hafa jafn mikil jákvæð áhrif á atvinnumarkað. Jafnframt hefur bæjarstjóra verið falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins til þess að auka framkvæmdir um 460 miljónir króna, þannig að heildar áætlunin verði 1.160 milljónir króna. Þar fyrir utan stendur Reykjanesbær í framkvæmdum við Stapaskóla upp á tvo milljarða króna, hönnun nýs hjúkrunarheimilis fyrir 70 milljónir. Samanlagt mun Reykjanesbær því framkvæma fyrir rúma 3,2 milljarða á árinu. Þessar breytingar eru liður í viðbrögðum bæjarfélagsins við þeim efnahagslegu áföllum sem nú ganga yfir. Viðbrögðin miðast við að fjölga störfum eins og hægt er, með það að markmiði að draga úr atvinnuleysi og ekki síður að vernda önnur störf í atvinnulífi svæðisins. Ljóst er að meira þarf til og munu frekari viðbrögð koma fram á næstu vikum. Búist er við að atvinnuleysi í Reykjanesbæ muni verða yfir 24% í apríl. Ljóst er aðkoma ríkisins er nauðsynleg til þess að hægt verði að vernda velferð bæjarbúa á meðan þessi efnahagslegu áföll ganga yfir. Í samhljóma bókun bæjarstjórnar frá fjarfundi hennar segir: „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar þeim almennu aðgerðum sem nú þegar hefur verið ráðist í en krefst þess að sérstaklega sé tekið tillit til þeirra svæða á Íslandi sem verst verða úti. Bæjarstjórn mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess
að standa vörð um velferð íbúa í gegnum þá erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag.“ Þó staðan sé svört og ljóst að erfiðir tímar eru framundan má það ekki gleymast að ástæðan fyrir því að svæðið verður þetta illa úti núna er sú að flugvöllurinn tengir okkur með beinum hætti við alþjóðlegt efnahagslíf. Það þýðir jafnframt að tækifærin til framtíðar eru mjög mikil og það er ekkert sem bendir til þess að þessi samdráttur verði varanlegur. COVID mun ekki breyta legu landsins, mitt á milli tveggja heimsálfa. Keflavíkurflugvöllur verður áfram tengipunktur í flugi á leið yfir Atlantshafið, með mikla möguleika til frekari þróunar, þar á meðal með beinu flugi til Asíu. Nærsvæði flugvallarins mun því eftir sem áður eiga sömu tækifæri til framtíðar.
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-14
alla virka daga Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Í mars;
■ Leikskólagjöld lækka í hlutfalli við notkun; 0% - 50% - 100% ■ Bæjarsjóður bætir fjórum þjónustureknum leikskólunum upp mismuninn á fullu framlagi foreldra og því sem greitt er skv. lið 1. ■ Bæjarsjóður greiðir fullt framlag, 50 þúsund krónur á hvert barn, með umsömdum fjölda barna til dagforeldra, óháð mætingu. ■ Gjald í frístund lækkar í hlufalli við notkun. ■ Starfsmenn Reykjanesbæjar halda óbreyttum launum í sóttkví. ■ Nemendum í grunnskólum tryggður ókeypis skólamatur. ■ Ógreidd fasteignagjöld einstaklinga í febrúar og mars af íbúðarhúsnæði verða ekki send í milliinnheimtu að svo stöddu en þess vænst að þeir greiði áfram sem geta. ■ Ógreidd fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði í C-flokki í febrúar og mars verða ekki send í milliinnheimtu og lögaðilar geta í þessum fyrstu aðgerðum sótt um frest á greiðslu fasteignagjalda í apríl og maí á netfangið frestunfasteignagjalda@ reykjanesbaer.is. Eins er þess vænst að þau fyrirtæki sem geta greitt geri það. Að annars óbreyttum lögum er sveitarfélögum óheimilt að fella niður fasteignagjöld. ■ Framkvæmdaáætlun ársins gerir ráð fyrir að ráðist verði í verklegar framkvæmdir fyrir 750 milljónir á árinu til viðbótar við byggingu Stapaskóla. Í skoðun er að fara í frekari framkvæmdir. ■ Undirbúningur að fjölgun starfa til skemmri og lengri tíma er hafinn. ■ Sérstaklega fylgst með þróun atvinnuleysis og staðan endurmetin í maí nk.
Í apríl:
■ Greiðsluþátttaka eldri borgara og öryrkja í heimsendingu matar felld niður á meðan á samkomubanni stendur og mötuneyti á Nesvöllum er lokað. ■ Bæjarráð samþykkir að breyta fjárfestingaráætlun Reykjanesbæjar 2020 með það að markmiði að fjölga störfum. ■ Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í auknar framkvæmdir og önnur úrræði að upphæð 462 milljónir til viðbótar við þær 700 milljónir sem þegar höfðu verið áætlaðar í framkvæmdir á árinu 2020.
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
vf is
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
Ævintýralegur túr Pálínu Þórunnar GK Og áfram líður tíminn á þessum COVID-tímum og þegar þessi pistill kemur þá er komið hið árlega hrygningarstopp, sem mun vera í um tíu daga. Þetta stopp mun þýða að svo til flestir bátanna hérna á Suðurnesjum munu stoppa. Þeir geta þó farið á sjóinn en þurfa að fara út fyrir tólf sjómílurnar, t.d togbátarnir og línubátarnir. Einu bátarnir sem mega veiða á þessum tíma er grásleppubátarnir. Enn sem komið er hafa fáir grásleppubátar hafið veiðar á Suðurnesjum. Tryllir GK í Grindavík hefur hafið veiðar og landað 6,5 tonnum í fjórum róðrum og er hann eini báturinn héðan frá Suðurnesjum sem hefur hafið veiðar og landað grásleppu.
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Reyndar er Alli GK líka kominn á veiðar en afli frá honum var ekki kominn inn þegar að þessi pistill var skrifaður. Grásleppubátunum mun þó eitthvað fjölga á næstunni en á vertíðinni 2019 var Addi Afi GK t.d. á grásleppu og landaði 18,3 tonnum í apríl, Guðrún Petrína GK var með 17,4 tonn í ellefu, Tjúlla GK 17,4 tonn í fjórtán. Bergvík GK 17 tonn í
ellefu, Guðrún GK 17 tonn í sextán og Svala Dís KE 5 tonn í fimm. Allir þessir bátar lönduðu í Sandgerði og voru með grásleppunetin þar fyrir utan. Núna árið 2020 er staðan á þessum bátum þannig að Addi Afi GK og Guðrún Petrína GK eru ennþá á línu, reyndar er Addi Afi GK kominn með 9,1 tonn í þremur róðrum og er hæstur línubátanna að þrettán tonnum á landinu. Tjúlla GK er ennþá upp á landi í Sandgerði og er ekki kominn á flot. Bergvík GK
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
hefur verið á þorsknetaveiðum. Guðrún GK og Svala Dís KE hafa ekkert hafið veiðar í ár. Reyndar er það nú þannig að þessa fáu daga fram að stoppinu núna í apríl hefur veður ekki verið neitt sérstakt og því lítið verið róið. Dúddi Gísla GK hefur landað 17,3 tonn en aðeins komist í þrjá róðra. Margrét GK sömuleiðis aðeins komist í þrjá róðra og landað 25 tonn. Óli á Stað GK 42 tonn í sex og Sandfell SU 85 tonn í fimm. Reyndar er Sandfell SU farinn og er kominn austur á Fáskrúðsfjörð og er hann því fyrstur bátanna til þess að fara í burtu. Dragnótaveiðin er búin að vera þokkaleg. Nesfisksbátarnir fóru allir í útilegu á Selvogsbankann og þar utan við og komu svo allir í land til Sandgerðis fyrir páskadag. Pálína Þórunn GK kom líka þangað eftir ansi ævintýralegan túr. Þeir fóru á sjóinn klukkan 14 þann 9. apríl og komu til Sandgerðis þann 10. apríl klukkan 18. Þetta voru sem sé aðeins 28 klukkutímar höfn í höfn og af þessum tíma þá var báturinn aðeins fimmtán klukkutíma á veiðum og aflinn 65 tonn. Stærsta holið var níu tonn sem fékkst eftir aðeins 28 mínútna tog. Þetta er mok af ansi góðri gerð. Ég var í Sandgerði þegar að Pálína Þórunn GK kom þangað með aflann og mátti sjá á bátnum að það var afli í honum því ansi var hann siginn að framan. Með í þessum pistli má sjá stutt myndband sem tekið var þegar að báturinn kom til hafnar með aflann.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fyrsta Marriott-hóteli bíður eftir fyrstu gest Suðurnesjaverkefni af bestu gerð, segir Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs ehf. Umfjöllun á átta síðum og í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld.
„Þetta er búið að vera mikið ævintýri og skemmtilegt verkefni. Við erum hér með tilbúið 150 herbergja flugvallarhótel með veitingastað og bar og hlökkum til að taka á móti gestum á fyrsta Marriotthótelinu á Íslandi,“ segir Ingvar Eyfjörð sem fer fyrir fasteignaþróunarverkefninu Aðaltorgi ehf. í Reykjanesbæ. Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
ið á Íslandi tunum
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Nýtt Courtyard by Marriott-hótel hefur risið efst á Aðalgötu í Keflavík undanfarið eitt og hálft ár, við gatnamót Reykjanesbrautar þar sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar blasir við. Það er einmitt Keflavíkurflugvöllur sem er stór þáttur í því að Ingvar og Rósa Ingvarsdóttir, móðursystir hans, ákváðu að láta slag standa undir merkjum fyrirtækisins Álftavík og fjárfesta með samfélagslegri áherslu. Út frá því gildismati fjárfesti félagið ásamt fleiri fjárfestum í Alex Guesthouse og þróaði þaðan samfélagsverkefnið Aðaltorg. Álftavík er fjárfestingar- og þróunarfélag og er leitt af Rósu sem er framkvæmdastjóri þess og núverandi fjármálastjóri Aðaltorgs ehf. Rósa hefur viðamikla reynslu úr verktakavinnu og starfaði hún hjá verktakafyrirtækinu Atafli í fimmtán ár, m.a. sem forstöðumaður fjármálasviðs félagsins. Ingvar, sem er menntaður sjávarútvegsfræðingur, hefur verið viðloðandi fisksölu til útlanda og starfaði í sjávarútvegsgeiranum um árabil. Eftir að Ingvar kom heim frá Þýskalandi ákváðu þau frændsystkinin að leiða saman hesta sína og leita tækifæra á Suðurnesjum sem þau vildu að væri ígildi samfélagsverkefnis. Úr varð að setja í gang uppbyggingu verslunar- og þjónustutorgs. Stefnan var sett á að byggja m.a. flugvallarhótel í móanum skammt frá flugvellinum og fá tengingu við stóra alþjóðlega hótelkeðju. Markmiðið var ekki bara að byggja upp arðbært fyrirtæki heldur skyldi samfélagið í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum líka njóta ávinnings af því.
Liðsfélagar í Aðaltorgi eru: Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Rósa Ingvarsdóttir, fjármálastjóri Einar Þór Guðmundsson, viðskiptaþróun Adam Calicki, verkfræðistjórnun Alexander Ragnarsson, umsjónarmaður fasteigna
Páll Ketilsson pket@vf.is
„Verðið að vanda ykkur“
Eftir allnokkra leit að áhugaverðum fyrirtækjum eða kauptækifærum í fyrirtækjum duttu þau niður á Alex-gistiheimilið og keyptu það síðan af Guðmundi Þ. Einarssyni og fjölskyldu. Sonur Guðmundar, Einar Þór, var síðan ráðinn til þeirra í hótelverkefnið enda með góða reynslu úr þeim geira í farteskinu og stýrir viðskiptarþróun í Aðaltorgi ehf. „Við Rósa horfðum á móann hérna fyrir ofan Alex-bygginguna og fljótlega kom þessi Aðaltorgs hugmynd upp. Við settum upp viðskiptaáætlun og kynntum hana fyrir mörgum aðilum en náðum ekki miklum árangri til að byrja með. Aðilar sem við leituðum til höfðu ekki mikla trú á svæðinu okkar en við fengum svo góðan frumfjárfesti sem ég hef unnið mikið með og fyrir og hann kolféll fyrir hugmyndinni Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13
hér í móanum. Hann samþykkti að ganga til liðs við okkur en sagði síðan þegar við stóðum úti í móanum: „Þetta svæði hefur ekki verið snert síðan Ingólfur Arnarson nam land og þið verðið að vanda ykkur.“ „Við vorum sammála því,“ segir Ingvar og bætir við að í framhaldinu hafi hjólin farið að snúast og fleiri öflugir fjárfestar gengið til liðs við hópinn.
að tengjast stórri alþjóðlegri hótelkeðju. Þau höfðu samband við allar helstu hótelkeðjurnar í heiminum og fengu svar frá nærri öllum og völdu Marriott. Þau fengu síðan erlendan ráðgjafa til að hanna þessa framtíðarsýn sem nú er byggt á. Ingvar segir að sá ferill hafi verið mjög áhugaverður.
Bensínstöð dregur fólk á staðinn
„Við erum komin með þessa byggingu inn í þetta hverfi sem núna er miðsvæðis í flugborg framtíðarinnar við alþjóðlegan flugvöll. Við sáum fyrir okkur þetta torg, Aðaltorg eins og fyrirtækið heitir, með hótel, verslanir og þjónustu sem tengist ferðamönnum og nærsamfélaginu. Markmiðið var ekki að horfa til þriggja til fimm ára heldur til áratuga um það hvernig þetta svæði kemur til með að þróast. Í útlöndum er mikil uppbygging í kringum flugvelli, í nágrenni við þá. Við höfum þá trú að það muni eiga sér stað við Keflavíkurflugvöll.“
Ingvar segir að í fyrsta fasa af þremur hafi verið að fá eldsneytisafgreiðslu á svæðið. Slík þjónusta dragi marga inn á torgið. Það hafi gengið fljótt og vel fyrir sig með samningum við Olís sem opnaði sjálfsafgreiðslustöð árið 2017 en hún varð fljótt ein sú stærsta hjá fyrirtækinu. Í öðrum fasa í uppbyggingu Aðaltorgs var bygging hótels og í þriðja fasa verður frekari uppbygging smávöru- og matvöruverslunar á torginu. Rósa og Ingvar sáu strax mikla möguleika fyrir verkefnið með því
Flugborg framtíðarinnar
Olís opnaði sjálfsafgreiðslustöð árið 2017 og hún varð fljótt ein sú stærsta hjá fyrirtækinu. Í öðrum fasa í uppbyggingu Aðaltorgs var bygging hótels og í þriðja fasa verður frekari uppbygging smávöru- og matvöruverslunar á torginu.
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Þegar Ingvar er spurður út í hótelkeðjuna sem þau eru í samstarfi við segir hann að Marriott sé fyrirtæki af annarri gerð, þar ríki mikill agi og strangar kröfur séu gerðar. „Það er gaman að standast þær, standast þennan vörumerkjastaðal Marriott sem er gegnumgangandi í hótelrekstri keðjunnar og sést best á þjónustu þess og gæðum. Þeir hafa komið á óvart með innkomu sinni og eru mjög nánir verkefninu sem er frábært.“
Hagstæð byggingaraðferð
„Við erum með frábæran hóp hluthafa sem, ásamt Landsbankanum, hafa staðið þétt við bakið á okkur og hafa mikla trú á verkefninu. Þetta er þróunarverkefni og við byggjum með nýrri einingarlausnaaðferð. Herbergin komu í 78 stáleiningum með skipi til Helguvíkur síðasta sumar frá Kína eftir 20 þúsund km. langt ferðalag og var skipað upp á mettíma.
Byggingin er stálgrindarhús byggt með nýrri tækni, byggingaraðferðin er hagstæðari en sú hefðbundna og tekur skemmri tíma í framkvæmd. „Við erum búin að vera um eitt og hálft ár að þessu og ótrúlega áhugavert að sjá bygginguna rísa á þremur dögum. Við vorum auðvitað búin að undirbúa vandlega reisinguna áður en herbergin komu á svæðið. Einingunum var síðan raðað upp á milli þriggja turna sem búið var að byggja. Það var magnað. Við erum byggja hér upp móann og erum að hefja nýja vegferð í flugvallarborginni.“
Frábær samheldni
Samstarfsaðilar, verktakar og starfsfólk, ásamt fleiri aðilum, hafa staðið saman í þessu skemmtilega verkefni í um eitt og hálft ár. Ingvar segir að margt hafi komið upp í verkefninu sem sé hvergi nærri lokið. Hann lofar bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ fyrir frábært samstarf og skilning. „Þar sem þetta er samfélagsverkefni
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
lögðum við mikla áherslu á að fá til liðs við okkur fyrirtæki og starfsfólk á Suðurnesjum og það hefur gengið mjög vel. Undir styrkri stjórn ÍAV þjónustu hafa hér verið 60 til 100 iðnaðarmenn við störf undanfarna mánuði. Samheldnin hefur verið mögnuð. Það hafa allir haft trú á verkefninu og tekið lausnamiðað á þeim áskorunum sem upp hafa komið. Stemmningin og andinn á svæðinu og í verkefninu hefur verið meiriháttar. Þetta er Suðurnesjaverkefni af bestu gerð,“ segir Ingvar.
Mikilvæg tenging með Marriott
Aðspurður um hvort framboð af hótelgistingu á Suðurnesjum sé komið í hámark segir Ingvar svo ekki vera. Hann hefur trú á því að hvert hótel sem byggt er stækki kökuna. „Ég hef mikla trú á því að þegar allt verður
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
komið á fullt skrið verði tækifæri fyrir enn fleiri hótel. Markaðurinn er hvergi nærri mettur. Við munum til dæmis í tengingu við Marriott fá gesti sem við hefðum ekki annars fengið. Marriott er stærsta hótelkeðja í heiminum og þeirra velvildarkerfi er stærsta í heiminum með 140 milljónir manna meðlima undir merkjum Marriott Bonvoy. Það er gríðarleg landkynning að tengjast því og stórkostlegt tækifæri fyrir okkur og landið.“ Ingvar segir að ekkert í nýja hótelinu sé þeim óviðkomandi. „Það hefur oft verið erfitt að uppfylla þeirra kröfur en Marriott er með skoðanir á smáum sem stórum hlutum sem kallar á mikinn aga. Í fullu trausti höfum við farið eftir þessu og uppfyllt þeirra ströngu kröfur. Forráðamenn Marriott eru mjög sáttir með okkur.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17
Framtíð Reykjanessins björt
Ingvar hefur mikla trú á Reykjanesinu sem ferðamannastað og segir það óuppgötvaðan demant. „Við fáum gríðarlegan fjölda í Bláa lónið en það fólk stoppar ekki nógu oft eða nógu lengi hér. Ferðaþjónustan á Reykjanesi er búinn að slíta barnsskónum en hún á mikið inni. Við eigum eftir að sjá miklar breytingar í framtíðinni og eigum eftir að færa ferðaþjónustuna á annað stig. Blái demanturinn er verkefni sem við tökum þátt í og innan hans eru ferðir á milli stórbrotinna ferðamannastaða á litlu svæði á Reykjanesskaganum. Hér eru magnaðar náttúruperlur og því er framtíð svæðisins björt.“ Við spyrjum Ingvar að lokum út í veirutímann. Hvernig það sé að vera með tilbúið hótel þegar gestirnir sjást hvergi. „Upplifunin er sérstök og má segja að Palli sé svo sannarlega einn í heiminum á göngum hótelsins í dag. Þegar COVID-storminum lægir þarf Palli hins vegar að vera tilbúinn fyrir
mikinn og góðan félagsskap. Við munum fara í gegnum þetta og við Íslendingar tökum á COVID með eftirtektarverðum hætti undir stjórn þríeykisins.“ Fyrstu gestirnir áttu að hefja tveggja vikna dvöl 14. apríl. Búið var að panta hvert einasta herbergi undir varnaræfinguna Norður-Víking sem ekkert varð af vegna COVID-19. En hvenær á hann von á fyrstu gestunum? „Þeir koma vonandi fljótlega og gætu orðið Íslendingar. Ég held að Íslendingar sem og aðrir eigi eftir að njóta þess að koma á fyrsta Marriott-hótelið á Íslandi, gista í góðum herbergjum, fá veitingar á flottum veitingastað og drykki á skemmtilegum bar. Við hlökkum til. Eitt af markmiðunum í þessu verkefni er jafnframt að leiða ferðamenn niður í bæinn okkar hvort sem það eru erlendir eða innlendir ferðamenn. Við höfum fulla trú á því að það gangi eftir enda hefur bærinn upp á margt áhugavert að bjóða,“ sagði Ingvar Eyfjörð.
Fyrirtæki í eigu Suðurnesjamanna hafa verið í framlínu byggingu hótelsins. Þau eru m.a.:
ÍAV þjónusta, Nesraf, Lagnaþjónusta Suðurnesja, Ellert Skúlason, Pétur Bragason, Sparri, Verkmálun, ODJ en hönnuðir hótelsins eru Arkís arkitektar og verkfræðistofan Verkís.
náðu sér í ein
með lifandi a
Auglý
ntak af páskablaði Víkurfrétta! Þökkum frábærar viðtökur við rafrænni útgáfu Víkurfrétta
Lifandi blað ð möguleika á auglýsingum!
PÁSK AOPNUN Í KR AM BÚ ÐUM SKÍRDAGUR
Dagbækur
Suðurnesjafólks
FÖSTUDAGURINN LANGI 10. apríl
PÁSKADAGUR
9. apríl
12. apríl
Hringbraut
Opið 24 klst.
ANNAR Í PÁSKUM 13. apríl
Opið 24 klst.
Tjarnabraut
Opið 24 klst.
09:00 - 23:30
Opið 24 klst.
09:00 - 23:30
09:00 - 23:30
09:00 - 23:30
þriðjudagur 7. apríl
Ólafur Þór er hættur í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar og fluttur vestur
Sækjum stíft um leið og við höfum unnið boltann aftur – segir Magnús Sverrir Þorsteinsson, eigandi Blue Car Rental ARNÓR YNGVI TRAUSTASON
Hefur notið tímans heima með barni og eiginkonu
Nauðsyn að allir sýni samfélagslega ábyrgð
... með fyrriparti
Ritstjórn: vf@vf.is
árg.
Frekar maður samtals en átaka í pólitík
Svaraðu nú ...
ýsingar: andrea@vf.is
2020 // 15. tbl. // 41.
ELVAR MÁR FRIÐRIKSSON
ÁSRÚN HELGA Í GRINDAVÍK
Nauðsyn að huga vel að börnunum
Guðný Birna í bakvarðasveit á Landspítalanum
Veiran hefur umturnað daglegu lífi
74 síðna páskablað Vík urfrétta
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ígulkerjahrogn og makrílsneiðar í sushi
Stjórn Royal Iceland er samtals með um 100 ára reynslu í fisksölu á erlendum mörkuðum. F.v.: Kristján Hjaltason, Jón Magnús Kristjánsson og Lúðvík Börkur Jónsson.
Fyrirtækið Royal Iceland í Njarðvík stundar veiðar og vinnslu á tegundum sem fæstir Íslendinga leggja sér yfirleitt til munns en þykja ómissandi lostæti í asíska eldhúsinu. Má þar nefna ígulker og sæbjúgu en líka beitukóng og makríl. Fyrirtækið er stærsti kaupandi þorskhrogna á landinu. Fyrirtækið opnaði á síðasta ári sérhæfða verksmiðju í bænum Znin í Póllandi þar sem framleiddar eru vörur inn á asíska markaðinn í Evrópu.
Lífi er haldið í ígulkerjunum alveg fram að vinnslu sem er flókin og vandasöm en það er eftir miklu að slægjast því ígulkerjahrogn eru dýrasta sjávarafurðin sem seld er frá Íslandi ...
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
Lúðvík Börkur Jónsson, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Royal Iceland, segir starfsemina hérna heima markast mjög af vertíðum. Hrognavinnsla úr bolfiski stendur yfir í um þrjá mánuði meðan á vetrarvertíð stendur. Fyrirtækið er í föstum viðskiptum við um 40 báta en kaupir líka hrogn á fiskmörkuðum. Alls er unnið úr 300–500 tonnum af hrognum á ári. Mikill hluti þess fer í hrognamassa sem seldur er að stórum hluta til kavíarframleiðenda í Svíþjóð og Noregi, eins og Kalles og Mills. Framleiðslan er þó mun fjölbreyttari en svo og skiptist í tíu vöruflokka og marga undirflokka. Dæmi um afurðir er mentaiko fyrir japanskan markað, tarama smurálegg fyrir grískan markað, þorskhrognapulsur og reykt þorskhrogn.
Stórir í vinnslu á makríl
Vinnsla á grásleppuhrognum tekur við af þorskhrognavertíðinni. Royal Iceland gerir út bát á grásleppuveiðar. Fyrirtækið er ennfremur stór aðili í vinnslu á makríl á Íslandi. Hráefnið er eingöngu krókamakríll. Fyrirtækið gerir út eigin báta á þessar veiðar og kaupir hráefni af öðrum líka. Makríllinn er flakaður og fluttur út frystur. Hluti af makríl vinnslunni fer einnig fram í nýju verksmiðjunni í Póllandi.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Lúðvík Börkur ásamt Mariusz Andruszkiewicz, framleiðslustjóra, við þorskhrognamassa.
Japanskir viðskiptavinir [...] segja hana vera fyrstu verksmiðjuna í Evrópu sem er sérstaklega hönnuð til að framleiða slíkar vörur inn á asíska markaðinn ...
Royal Iceland er eina fyrirtækið hér á landi sem stundar veiðar og vinnslu á beitukóngi. Í fyrra veiddust 360 tonn af beitukóngi sem er soðinn í skelinni í vinnslunni í Njarðvík og seldur að stærstum hluta til Kína og vesturstrandar Bandaríkjanna.
Kílóið á 20.000 kr.
Eftir beitukóngsvertíðina fer bátur Royal Iceland á ígulkerjaveiðar í Breiðafirðinum. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í hrognavinnslu úr ígulkerjunum fyrir sushi-markaðinn. Lífi er haldið í ígulkerjunum alveg fram að vinnslu sem er flókin og vandasöm en það er eftir miklu að slægjast því ígulkerjahrogn eru dýrasta sjávarafurðin sem seld er frá Íslandi. Þau eru unnin í margvíslegar pakkningar eftir stærð og lit hrognanna. Dýrasta varan fer á sushi-markaðinn og kostar nálægt 20.000 krónum kílóið. Úr hverju ígulkeri fást hins vegar ekki nema örfá grömm af hrognum. Þetta eru því fimm mismunandi vertíðir sem og fimm gerólíkir markaðir sem Royal Iceland er að fást við. Royal Iceland greiðir helmingi hærra verð fyrir heil hrogn.
Lúðvík Börkur segir flækjustigið hátt en með samstilltu átaki og mikilli reynslu hans og meðeigandanna, Kristjáns Hjaltasonar, Jóns Magnús Kristjánssonar og Jóns Guðmanns Péturssonar, hefur fyrirtækið styrkt sig í sessi og vaxið í það að halda uppi atvinnu fyrir 20–40 manns eftir vertíðum.
Tollfrjálst aðgengi að Evrópu
Til þess að komast nær sínum helstu mörkuðum í Evrópu opnaði Royal Iceland verksmiðju í Póllandi í fyrra. Lúðvík Börkur segir ávinninginn af því margháttaðan. Leiðin inn á markaðinn styttist, tollar eru ekki lagðir á vörur verksmiðjunnar, allur kostnaður í tengslum við aðföng sé mun lægri og launaliðurinn er mun lægri en menn eiga að venjast á Íslandi. „Við tókum strax þá stefnu að hefja dreifingu til lítilla heildsala í stað þess að selja til stórra innflutningsfyrirtækja. Það sem við fáumst við þarna kallast á ensku „asian food distribution“, eða dreifing á mat-
vælum fyrir asíska eldhúsið í Evrópu með aðaláherslu á japönsku veitingastaðina. Saga sushi-veitingastaða í Evrópu er ekki löng. Hún hefst raunar ekki að ráði fyrr en í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Gömlu rógrónu fyrirtækin í matvæladreifingu í Evrópu lögðu sig ekki eftir því að skilja flækjustigið sem fylgir dreifingu á sushi. Það dugar til að mynda ekki að bjóða sushi-veitingastað þrjár tegundir af hrísgrjónum því hann þarf að minnsta kosti átján tegundir. Af þessari ástæðu varð til alveg ný dreifingarleið innan Evrópu. Alls staðar voru stofnuð sérhæfð „asian food distribution“-fyrirtæki. Sérhæfingin felst í hinu mikla vöruúrvali,“ segir Lúðvík Börkur.
Sérhönnuð verksmiðja
Framleiðslustjóri hjá Royal Iceland er Pólverjinn Mariusz Andruszkiewicz sem hefur starfað þar alveg frá því fyrirtækið hér Bakkavör Ísland. Reyndar eru allir millistjórnendur Pólverjar. Það lá því beinast við að setja upp framleiðslueiningu í Póllandi þar sem millistjórnendurnir
Verksmiðjan í Znin er sérhönnuð til framleiðslu á matvöru fyrir japanska eldhúsið.
eru á heimavelli. Eftir mikla leit að hentugu húsnæði keypti Royal Iceland 50 ára gamla brauðverksmiðju í bænum Znin í Mið-Póllandi. Eitt og hálft ár tók að endurbyggja húsið nánast frá grunni. Vinnsla hófst þar í fyrra. Japanskir viðskiptavinir sem hafa skoðað verksmiðjuna hafa lokið miklu lofsorði á hana og segja hana vera fyrstu verksmiðjuna í Evrópu sem er sérstaklega hönnuð til að framleiða slíkar vörur inn á asíska markaðinn. Framleiðslugeta verður fimmföld á við það sem hún er í verksmiðjunni í Njarðvík. Einkum þrennt vinnst með því að flytja hluta af vinnslunni til Póllands; í fyrsta lagi mun lægri launakostnaður, minni fraktkostnaður frá Íslandi, lægri kostnaður í tengslum við aðföng og tollfrjálst aðgengi að mörkuðum í Evrópu. „Launaliðurinn breytir auðvitað miklu. Við getum leyft okkur að vera í mannaflsfrekri framleiðslu eins og makrílvinnslu. Þarna skerum við til dæmis makrílflök í átta gramma sneiðar og tuttugu sneiðum er raðað í hvern bakka. Hver sneið passar ofan á einn sushi-rétt.“ Royal Iceland er fyrirtaks dæmi um fyrirtæki sem hefur vaxið og dafnað í gegnum sérhæfingu í veiðum, vinnslu og ekki síður sölu- og markaðsmálum. Það skapar mikinn virðisauka eftir leiðum sem á Íslandi eru óhefðbundnar, eins og í vinnslu hrogna úr bolfiski og ígulkerjum og áherslu á matvæladreifingu fyrir asíska eldhúsið í Evrópu. Viðtalið er eftir Guðjón Guðmundsson og birtist í Fiskifréttum, það er birt með leyfi blaðsins.
22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ekkert sjálfsagt eða sjálfgefið í þessum heimi Jóna Sigurðardóttir starfar á skrifstofu SI raflagna í Garðinum. Hún myndi nota símtal til að hringja í mömmu og pabba sem hafa verið í sjálfskipaðri sóttkví í fjórar vikur. – Hvernig varðir þú páskunum? Heima hjá mér í rólegheitum, ég hlýði Víði. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Það voru nú bara keypt lítil páskaegg fyrir okkur hjónin bara til að fá málshátt og málshátturinn minn var: „Enginn sér við öllum rokum.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Hefðbundin símtöl eða myndsímtöl? Nota FaceTime mikið þessa dagana að tala við mömmu og pabba, börnin og barnabörnin Zoom til að hlusta á fyrirlestra hjá Samtökum iðnaðarins.
– Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ég myndi hringja í mömmu og pabba þar sem þessar elskur eru búnar að vera í sjálfskipaðri sóttkví í sumarbústað sínum í nærri fjórar vikur og ég sakna þess að geta ekki knúsað þau. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Ég bara veit það ekki, vinnulega séð finnst mér það frekar erfitt en þetta er bara verkefni sem við verðum öll að takast á við saman.
Netspj@ll – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Að það er bara ekkert sjálfsagt eða sjálfgefið í þessum heimi. – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Já, já, svona sæmilega en bóndinn samt betri en ég. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Góða steik. – Hvað var í páskamatinn? Sko þessu var skipt upp í ár, ég á þrjú börn, þrjú tengdabörn og fimm barnabörn þannig að það var veisla fyrir hverja fjölskyldu fyrir sig. Smjörsteikt lambalæri og meðlæti á skírdag fyrir fyrsta holl, lambakonfekt og meðlæti á föstudaginn langa fyrir holl númer tvö og hægeldað nautakjöt og meðlæti á páskadag fyrir þriðja hollið.
ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
á timarit.is Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
– Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Góðar súpur og heita rétti. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Hjónabandssæla. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Harðfisk og smjör. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Að fá að eiga samverustund með börnunum mínum og fjölskyldum þeirra. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Ekkert vont en skrýtið að geta ekki boðið öllu fólkinu sínu í afmæliskaffi og spjall.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Hvað finnst þér skemmtlegast að gera? AÐ FARA ÚT AÐ HLAUPA.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23
ð a f i l r u f e h Fólk ð a þ g o t t a svo hr t s a r e g ð a þarf allt í gær
Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir segir að hraði lífsins skipti ekki svona miklu máli og það eigum við eftir að læra af heimsfaraldrinum.
Netspj@ll
Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir er bílstjóri hjá Ferðaþjónustu Reykjaness. Hún var heima um páskana eins og flestir en notaði þá til smá framkvæmda. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Freyju Draumaegg og málshátturinn var: „Maður er manns gaman.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Ég nota símann og tölvuna gegnum skilaboðin á fésbókinni. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Mamma og pabbi, þau eru bara alltaf til staðar. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Mér finnst það bara allt í góðu, það er bara gott að fólk bremsi sig aðeins af og fari að njóta augnabliksins, huga að sínu nærumhverfi og átti sig á því hvað það getur haft það gott með sjálfum sér og sínum nánustu án allra stórra mannfagnaða. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Að hraðinn skipti ekki eins miklu máli og við héldum, fólk hefur lifað svo hratt og það þarf allt að gerast í gær. Ég held að fólk eigi eftir að átta sig á því hvað lífið hefur upp á að bjóða og hvað fjölskyldan skiptir miklu máli, tengsl manna munu breytast mikið og við verðum meðvitaðri um hvert annað.
– Ertu liðtæk í eldhúsinu? Já, já, eða ég reyni það að ég held. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Grillmat. – Hvað var í páskamatinn? Úrvals hryggur. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Mér finnst ekkert skemmtilegt að elda. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Skinkuhorn og skúffukaka. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Eitthvað svakalega gott á grillið. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Veðrið hefur lagast helling. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Æ, allar þessar vondu fréttir, dauðsföll vegna COVID-19 og af mannavöldum, hvarf á ungri stúlku, þetta fer ekki vel í sálina. Mínar hugsanir og bænir eru hjá aðstandendum þeirra.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Á að ferðast eitthvað í sumar? Já, ætla að ferðast innanlands, taka hringinn í kringum landið. Ætla að njóta þess í botn með fjölskyldunni.
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
vf is
24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ævintýraför frá Nepal til Íslands
Brynja Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur, fór í framhaldsnám í jógakennslu til Nepal og var þar þegar landið lokaðist vegna COVID-19. Brynja tók saman ferðasögu um heimferðina.
B
rynja Bjarnadóttir er hjúkrunarfræðingur og starfar á slysa- og bráðamóttökunni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún fór til Nepal í byrjun mars til að stunda framhaldsnám í jógakennslu. Þegar Brynja fór út var aðeins eitt nýgreint COVID-19 tilfelli á Íslandi.
þjónustu væri erfitt að fá. Á sama tíma var hugsað til heimamanna sem mögulega myndu þurfa hana miklu frekar en við.
Strandaglópar í orðsins fyllstu merkingu
„Mig grunaði aldrei á þeim tíma að ástandið yrði svona ofboðslega slæmt og veiran myndi breiðast hratt út,“ segir hún í samtali við Víkurfréttir. Hátt uppí Himalaya-fjöllum með mjög takmarkað netsamband og ákveðin að vera lítið sem ekkert í símanum fyrir komu sína þangað þá fann Brynja þörfina fyrir að heyra mjög reglulega í fólkinu sínu heima í ljósi aðstæðna. Brynja hefur tekið saman frásögn af ferðalaginu til Nepal og þeim ævintýrum sem hún lenti í við að komast aftur heim til Íslands. Sögunni deilir hún hér með lesendum Víkurfrétta.
Hlutirnir breyttust hratt og engra kosta völ
Í ósýktu landi á þeim tíma voru miklar ráðstafanir varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir. Af öllum fimm flugunum sem ég tók frá Íslandi og í gegnum fimm flugvelli á leið til Nepal þá var Nepal eina landið þar sem ég var hitamæld um leið og ég gekk frá borði. Rúmlega tveimur til þremur vikum eftir að ég lenti var tekin sú ákvörðun af ríkisstjórn Nepal að lokað yrði fyrir öll flug til landsins. Á svipuðum tíma lokaði
Indland sem þýddi að við mætti búast að matur yrði af skornum skammti. Fréttirnar sem komu svo í kjölfarið voru að Nepal ætlaði að loka fyrir flug til landsins í tíu daga og því banni yrði aflétt 31. mars. Bannið skall á og við enn í Pokhara. Dagarnir liðu og hlutirnir breyttust hratt, banninu var svo framlengt til
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
um miðjan apríl. Bæði kennarar og nemendur jóganámsins fengu boð frá sinni ríkisstjórn að best væri að halda heim og sömuleiðis ég. Við áttum engra kosta völ. Annars yrðum við föst í Nepal næstu mánuðina þar sem þjónusta lægi niðri, matur af skornum skammti og aðgang að ásættanlegri heilbrigðis-
Það var hægara sagt en gert að skipuleggja heimför. Í þrjá daga vorum við eins og lítil skrifstofa að finna leið út úr Nepal. Þarna var búið að banna allar samgöngur og þú máttir alls ekki fara út úr húsi nema að vera með sérstakt leyfi. Við vorum strandaglópar í orðsins fyllstu merkingu. Á þriðja degi, eftir að vera búin að hafa samband við öll utanríkisráðuneyti sem við höfðum aðgang að á þeim tíma: Íslands, Þýskalands, Austurríkis og Frakklands, með litlum árangri um hvernig hægt væri að komast í burtu þá fóru hlutirnir að ganga upp. Bæði Þýskaland og Frakkland ætluðu að senda neyðarflug til að sækja sitt fólk sem var fast í Nepal. Flugin færu frá Kathmandu til Doha og þaðan til Frankfurt eða Parísar. Þetta voru miklar gleðifréttir. Núna var bara að komast til Kathmandu, það var klárlega erfiðasti parturinn af þessu öllu saman. Það var enginn viljugur að koma okkur þangað þar sem erfitt var að fá leyfi til að ferðast frá Pokhara til Kathmandu. Við höfðum fengið sent leyfisbréf frá okkar löndum. En það veitti eingöngu leyfi til að fara fótgangandi. Leyfið sem okkur vantaði þurfti að innihalda nafn bílstjórans, bílnúmer, hvert skal haldið, staðfesting á hótelbókun í Kathmandu og svo flugi þaðan úr landi. Enginn vildi
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 25
Við höfðum engra kosta völ. Annars yrðum við föst í Nepal næstu mánuðina þar sem þjónusta lægi niðri, matur af skornum skammti og aðgang að ásættanlegri heilbrigðisþjónustu væri erfitt að fá.
26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
taka áhættu að keyra okkur til Kathmandu án leyfis þar sem það þýddi að viðkomandi missti bílprófið, bíllinn yrði tekinn og allt að tveggja ára fangelsisvist.
Máttum alls ekki láta mikið á okkur bera ef við yrðum stoppuð
Loksins eftir margra klukkustunda bið fengum við sent leyfisbréf frá þýskum stjórnvöldum. Við höfðum misst af fyrri flugunum en ef við kæmumst í tæka tíð myndum við vonandi ná þeim seinni daginn eftir. Það sakaði alla vega ekki að reyna. Hópurinn minn var allur listaður í þau flug en það gekk erfiðlega að koma mér á þann lista. Ég var eini Íslendingurinn sem var að reyna að komast í burtu frá Nepal að ég best vissi. Bílstjórinn sem við vorum búin að vera í sambandi við kom fljótt og við þurftum að vera snögg. Leyfisbréfið sem við vorum með í höndunum var eingöngu ætlað Þjóðverjum. Ég, ásamt tveimur frönskum vinum mínum, máttum alls ekki láta mikið á okkur bera ef við yrðum stoppuð. Það gæti allt farið á versta veg því við vorum ólögleg í bifreiðinni. Þegar við keyrðum í gegnum Pokhara var eins og að keyra í gegnum draugabæ. Allt var lokað og fólk sást varla. Einstaka sinnum sá maður glitta í nokkra einstaklinga út á svölum sem störðu mjög hissa á bílinn. Útgöngubannið var strangt og það vissu allir.
inní bílinn þar sem við sátum með hjartað í buxunum. Lögreglan kinkaði kolli hleypti okkur í gegn og við gátum andað léttar. Löng bílferð var framundan á ójöfnum fjallavegum. Ferðin átti að taka átta klukkustundir en vegna engrar umferðar þá tók aksturinn fjórar klukkustundir. Ég held að við hefðum átt mjög erfitt með lengri bílferð þar sem loftræstingin virkaði ekki og við sem sátum aftast vorum við það að kasta upp þegar komið var til Kathmandu.
Stoppuð af löggunni og með hjartað í buxunum
Við enda Pokhara stóð lögreglan vörð og stoppaði okkur. Ég og franska parið snarþögðum. Bílstjórinn sýndi leyfisbréfið og var svo kallaður inn í tjald til að gera grein fyrir sér og okkur og var þar í dágóðan tíma. Hann kom loksins til baka ásamt lögreglunni sem leit
Hann kom loksins til baka ásamt lögreglunni sem leit inní bílinn þar sem við sátum með hjartað í buxunum. Lögreglan kinkaði kolli hleypti okkur í gegn og við gátum andað léttar.
Engan mat að fá
Í Kathmandu voru göturnar sömuleiðis tómar eins og annars staðar. Við bókuðum gistingu til að ná hvíld áður en við myndum reyna á flugið daginn eftir. Tveir yndislegir drengir tóku á móti okkur á hótelinu. Engan mat var hægt að fá þar sem allt var lokað en þeir buðust til að steikja handa okkur hrísgrjón. Við vorum öll orðin ótrúlega svöng enda áliðið og við höfðum ekkert borðað síðan um morguninn. Hvít hrísgrjón með smátt skornu grænmeti ásamt tómatsósu var á boðstólnum. Við vorum afar þakklát þar sem við fundum að mikill kærleikur var lagður í matinn. Kvöldið var notalegt og við nutum þess að borða og spjalla frameftir þar sem þetta voru mögulega síðustu stundirnar okkar saman í bili.
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27
Ævintýraför frá Nepal til Íslands
Ekki á listanum og meinað að fara með
Snemma næsta morgun héldum við af stað. Skammt frá hótelinu var stoppistöð þar sem allir áttu að vera sóttir með rútum til að fara á flugvöllinn. Það var margt um manninn og fólk á vegum Þýskalands og Frakklands sáu um að hleypa ferðlöngum inn í rúturnar. Þegar röðin
var komin að okkur kom í ljós að ég var ekki á listanum og því meinað að fara með. Þrátt fyrir það hélt ég ró minni og þar sem flugið á vegum Frakklands var örlítið seinna voru þau sótt á eftir Þjóðverjum. Ég, ásamt franska parinu, rölti til baka á hótelið þar sem við áttum smá tíma. Ég ætlaði að reyna að heyra í sendiráðinu í Kathmandu til að
athuga stöðuna. Ég fékk þær upplýsingar að ekki gengi vel að koma mér á listann fyrir flugið. Við röltum aftur á stoppistöðina og tókum eftir að flestallir voru komnir í rúturnar. Ég ákvað því að tala við þann sem virtist vera yfir aðgerðum. Nærvera hans var mjög yfirveguð og ég fékk strax góða tilfinningu. Ég sagði honum frá stöðunni sem ég væri í og bað hann um hvort það væri möguleiki að fá að fljóta með upp á flugvöll og reyna að komast með fluginu. Flugið var þegar fullt eins og við vissum en hann var svo yndislegur og gaf mér leyfi að fara með upp á flugvöll. Þvílíkur léttir og miklir fögnuðir frá hópnum mínum þegar ég loksins mætti.
Þarna beið ég og vonaði það besta
Enn var ég ekki komin á lista fyrir flugið. Ég fékk þó að skrá mig á ein-
hverskonar biðlista. Mér var gert það ljóst að fjölskyldur með börn, eldra fólk, Þjóðverjar og Frakkar væru í forgangi. Tíminn leið hægt og nafnakall fyrir flugið hófst. Þarna stóðum við og krossuðum putta um að ég kæmist með. Nöfn allra í hópnum mínum höfðu verið lesin upp og fengu þau boð að innrita sig fyrir flugið sem styttist ólmum í. Þrátt fyrir að líkurnar væru litlar að ég kæmist með þá vorum við öll mjög vongóð og ákváðum að kveðjast ekki þá í annað sinn. Nafnakallið hélt áfram. Þarna beið ég og vonaði það besta. Maðurinn sem hafði verið svo elskulegur og leyft mér að fara í rútuna gekk til mín. Hann spurðist fyrir um blaðið sem ég hafði fyllt út og þurfti að hafa tilbúið ef ég skyldi komast með fluginu. Hann bað mig um blaðið og sagði að það væri miklar líkur að ég kæmist með. Hann fór með blaðið
28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
framundan til Doha og þaðan til Frankfurt. Bryndís systir var svo ótrúlega hjálpsöm að vera í sambandi við borgarþjónustuna hérna heima og reyna að finna leið til að komast frá Frankfurt til Íslands þar sem ég væri föst í flugi næstu fimmtán klukkustundirnar. Þegar ég lenti í Frankfurt var allt klárt og Bryndís búin að liggja sveitt yfir að finna flugmiða heim.
Á stigi bugunar
til konunnar sem kallaði upp nöfn farþeganna. Það leið smástund þar til nafnið mitt var kallað upp þá langsíðust. Ég hljóp inn beint í fangið á hópnum mínum og mig langaði helst að gráta úr gleði.
Langt ferðalag framundan
Eins og ég áður nefndi var flugið upphaflega fullt en þar sem greinilega fleiri en við áttu í erfiðleikum með að ferðast til Kathmandu þá losnuðu sæti. Langt ferðalag var
Á stigi bugunar eftir annasama daga náði ég að hvíla mig á hóteli skammt frá flugvellinum. Morguninn eftir var ferðinni haldið til London. Flugvöllurinn var nánast tómur og allt gekk nokkuð hratt fyrir sig. Þegar ég steig um borð tók á móti mér hlýlegt bros sem ég skynjaði í gegnum andlitsmaskann. Flugfreyjan heilsaði mér á íslensku og benti á passann minn. Mikið var gott að finna fyrir rótunum sínum og það helltist yfir mig vellíðunartilfinning. Þessi yndislega flugfreyja hugsaði vel um mig og við áttum gott spjall sem ég þurfti svo sannarlega á að halda á þessum tímapunkti.
Spritt, handþvottur og maskinn á sínum stað
Aðeins eitt flug eftir! Flugið frá London og heim gekk vel fyrir sig. Ég trúði varla að þetta hefði allt saman gengið upp. Spritt, handþvottur og maskinn á sínum stað á
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
Ævintýraför frá Nepal til Íslands
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 29
Hann stóð í dyragættinni og ég út á miðri götu. Ég bað hann að halda utan um sjálfan sig loka augunum og ímynda sér að ég væri að faðma hann. Ég gerði það sama.
leið í tveggja vikna sóttkví. Mamma var mætt upp á flugvöll til að taka á móti mér. Með tvo metra á milli okkar brast ég í grát yfir ástandinu og fannst mjög erfitt að geta ekki faðmað hana eftir mánaðar fjarveru. Sonur minn, Jökull, var staddur hjá pabba sínum og stjúpmömmu þegar ég lenti. Hann var alveg að fara að verða stóri bróðir. Við vissum að við gætum ekki notið návistar hvors annars næstu tvær vikurnar þar sem mér var ætlað að vera í sóttkví. Við vildum passa okkur extra vel sérstaklega vegna þessa. Ég fór fyrir utan hjá honum því mig langaði svo að sjá hann. Hann stóð í dyragættinni og ég út á miðri götu. Ég bað hann að halda utan um sjálfan sig loka augunum og ímynda sér að ég væri að faðma hann. Ég gerði það sama.
Einsömul í sveitina
Ég fór einsömul í sveitina til að klára mína sóttkví. Ég er svo lánsöm að fjölskyldan á fallegu jörðina Öxl á Snæfellsnesi þar sem ég naut einverunnar í tvær vikur. Dagarnir einkenndust af símtölum, gönguferðum, sjósundi og brimbretti. Ég bjó til kennslumyndbönd um öndunaræfingar og jóga sem ég deildi á
Facebook. Ég undirbjó einnig opnun Jógahlöðunnar sem er staðsett á Öxl. Náminu frá Nepal var ólokið vegna aðstæðna en ákveðið var að klára síðustu fjóra dagana í gegnum netmiðla. Það var gott utanumhald þegar ég byrjaði sóttkvína og var þá í raun auðveldara að vera í góðri rútínu. Ég stundaði mína jógaiðkun mjög skipulega og hélt nokkurn veginn í dagskrána mína eins og hún var í Nepal.
Nú svara ég kallinu með glöðu
Ég er hjúkrunarfræðingur og vinn á slysa- og bráðamóttökunni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Fram að þessum tíma og undanfarin þrjú, fjögur ár hef ég verið þar í hlutastarfi ásamt öðrum vinnum eins og flugfreyjustarfi hjá Icelandair og jógakennslu, bæði hér heima og erlendis. Nú svara ég kallinu með glöðu að vinna á HSS eins mikið og mín er þarfnast. Þá mun ég vera í sjálfskipaðri sóttkví fyrir utan mínar vaktir og ætla svo sannarlega að njóta þess að vera með syni mínum þessa örfáu daga milli sóttkvíar og fyrsta vinnudagsins sem er næstkomandi föstudag.
30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
Kúvending á skólastarfinu Það er vægast sagt undarlegt skólastarf sem fram fer í grunnskólum landsins á tímum faraldursins. Víkurfréttir höfðu samband við Hólmfríði Árnadóttur, skólastjóra í grunnskóla Sandgerðis, og fékk að vita stöðuna hjá þeim. hér í húsi, af fagmennsku, alúð og af krafti. Öllu skipulagi var kúvent, ný þemaverkefni og verkefni tengd tækni skipulögð og allt með það í huga að hluti nemenda ynni heima vegna áhættu eða tengsla við áhættuhópa.“
Unglingarnir duglegir að læra heima
Mjög ánægjuleg og góð samvinna allra
„Eftir tilkynningu um skert skólastarf settumst við stjórnendur niður og ákváðum strax að fá nemendur alla virka daga í skólann. Við settum upp skipulag þar sem viss hópur starfsfólks var með fastan nemendahóp í þrjár klukkustundir á dag. Nemendur koma og fara á mismunandi tímum og eru með frímínútur tvisvar á tímabilinu, ýmist inni eða úti. Þá lokuðum við mötuneytinu og höfum fengið sérpakkaða matarskammta sem umsjónarmaður telur
inn í kennslustofur. Við skiptum starfsmannahópnum líka upp á þrjár kaffistofur eftir skólastigum, þar má stoppa stutt og halda tveggja metra fjarlægð. Við fækkuðum umgengnissvæðum og jukum þrif til muna. Strax á fyrsta degi tók starfsfólkið þessu verkefni vel eins og vaninn er
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
„Við sáum fljótlega að unglingastigið ætti hægara með að vinna heima og eftir fyrstu vikuna hafa þau verið heima að læra og það gengur vel. Skemmtilegt hefur verið að sjá aukna virkni og áhuga hjá þeim nemendum sem eru tækniliprari og við höfum öll stöðugt verið að læra. Foreldrar hafa upp til hópa verið samstarfsfúsir og haldið börnum sínum við efnið, skemmtilegar myndir hafa komið inn á bekkjarsíður af glöðum nemendum að vinna heimavinnu. Þá hefur verið góð stemning í skólanum þrátt fyrir óvenjulegt umhverfi og utanumhald en við erum á því að hraust börn eigi að koma í skólann frekar en að vera heima.“
Samveran góð þeim sem mæta í skólann
„Nemendur hafa gott af samverunni, aðhaldinu og vissulega aðgengi að kennurum enda er mikið um uppbrot, spurningakeppni, söngur,
öðruvísi útivera og vinna í kennslustofum,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Ég er hrikalega stolt af framlagi míns fólks, hér er jákvæðni, gleði og umhyggja fyrir nemendum í forgangi. Ég vil einnig hrósa nemendum, þeir eiga mikið hrós skilið fyrir að vera svona jákvæðir og vinnusamir á þessum skrítnu og í raun óhugnanlegu tímum. Margir eru óttaslegnir og við vitum í raun lítið um hvað verður en hér í skólanum dveljum við ekki við það heldur dreifum huganum, lærum, sköpum og höfum gaman saman.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 31
Heimilisfræðikennari sem hugsar í lausnum Rannveig Sigríður Ragnarsdóttir kennir heimilisfræði á nýstárlegan hátt þessa dagana við grunnskólann í Sandgerði og nýtir svo sannarlega tæknina. Víkurfréttir tóku hana tali og inntu hana eftir því hvernig fjarkennsla í heimilisfræði færi fram. Umfram allt að hafa gaman saman
„Á tímum sem þessum þarf maður að hugsa í lausnum og er það í anda Sandgerðisskóla sem reynir að mæta þörfum nemenda með lausnamiðaðri nálgun. Flestir nemendur hafa gaman af heimilisfræði og vildi ég því leggja mitt á lóðarskálarnar þegar allar verk- og valgreinar lögðust af. Sjálf er ég menntaður félagsráðgjafi og því vön að leita lausna. Því datt mér í hug að taka upp fjarkennslumyndband, byrja á einhverju einföldu, kryddbrauði, og fara yfir uppskriftina og aðferðina skref fyrir skref. Með því vildi ég reyna að ná bæði til yngri nemenda sem og eldri. Tilgangurinn var að kenna nemendum í gegnum fjarkennslu, virkja þá, stuðla að
aukinni samveru fjölskyldunnar en umfram allt að hafa gaman saman.“
Ekki hrifin af myndavélinni
„Þessu fylgdu vissulega ýmsar áskoranir. Ég er ekki sú viljugasta við að vera fyrir framan myndavélina en vildi ekki láta það stoppa mig. Auk þess hafði ég enga þekkingu á klippiforritun til að vinna myndböndin en með þolinmæði mjakast þetta í rétta átt. Ætli ég verði ekki orðin ágæt í þessu þegar nemendur byrja aftur að mæta í skólann. Þegar hugmyndin í loftið var komin var ekki aftur snúið. Þar sem heimilisfræðistofan í skólanum var orðin að kaffistofu fyrir hluta starfsfólks, ákváð ég að nota eldhúsið heima hjá mér og nýta myndavélina í símanum til að taka þetta upp. Nú
hef ég gert þrjú myndbönd, kryddbrauð, eplaböku og súkkulaðiköku svo komin er ágæt reynsla á þetta kennslufyrirkomulag. En heimilisfræði snýst um svo miklu meira en að baka, svo það eru komnar ýmsar hugmyndir af fleiri verkefnum.“
Nemendum finnst þetta skemmtilegt
„Viðbrögðin hafa vægast sagt verið frábær, áhorf yfir nokkur þúsund. Það eru ekki eingöngu nemendur Sandgerðisskóla sem hafa nýtt sér myndböndin heldur einnig nemendur og fullorðnir víðsvegar um landið, auk þess sem aðrir heimilisfræðikennarar hafa fylgt þessu eftir. Dásamlegast þykir mér þegar það eru settar myndir inn á skólasíðuna eða þær sendar mér í tölvupósti þar sem við sjáum bakarameistarana að verki. Ég verð svo þakklát þegar ég veit af nemendum mínum fylgja þessu eftir, þá veit ég að tilganginum er náð. Einnig hef ég fengið mikinn meðbyr og hvatningu frá stjórnendum skólans og skólaritaranum sem allar hafa fulla trú á mér og markmiðinu sem er að halda í það jákvæða, hafa gaman og njóta.“ Hægt er að fylgjast með og sjá myndböndin undir síðu Sandgerðisskóla (sandgerdisskoli.is) eða á facebook síðu skólans (Sandgerðisskóli).
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hlaðvarpið Góðar sögur
R
addir Reykjaness heyrast nú í nýju og einlægu hlaðvarpi þar sem áhugavert fólk segir mannlegar sögur sem allir ættu að tengja við. Markmið hlaðvarpsins sem rekið er undir merkjum ímyndarátaksins Reykjanes – góðar sögur er að kynna Reykjanes og segja góðar sögur af svæðinu. Það eru þau Dagný Maggýjar og Eyþór Sæmundsson sem standa á bak við hlaðvarpið en þau hafa bæði reynslu af fjölmiðlum og til gamans má geta að bæði hafa þau starfað á Víkurfréttum um skeið. „Okkur langaði að kynna fólkið sem býr og starfar hér á svæðinu til þess að sýna fjölbreytileikann í mannlífinu en hlaðvarp gefur tækifæri á öðruvísi miðlun og oft nánari enda hlaðvarpsviðtal oft persónulegt, bara maður á mann og míkrafónn,“ segir Dagný Maggýjar en fyrsta sería hlaðvarpsins mun innihalda tuttugu viðtöl við fólk á Reykjanesi. „Viðtölin hafa komið skemmtilega á óvart þar sem viðmælendur hafa treyst okkur fyrir sinni sögu hvort sem hún er af áföllum og sorg eða baráttu og sigri. Sem dæmi má nefna að Sigga Dögg sem helst er þekkt fyrir beinskeitta kynfræðslu segir frá erfiðum uppvaxtarárum í Keflavík þar sem hún var kölluð drusla, Óli Óla körfuboltamaður segir frá barninu sem loksins kom og Helgi Guðfinnsson segir frá draumi um atvinnumennsku sem breyttist í martröð. Þetta eru því afar persónulegar og áhugaverðar sögur sem fólk hefur ekki heyrt áður.“
Eyþór tekur undir þetta en hann hefur burðast með hlaðvarp í maganum um nokkurt skeið. „Ég hef hlustað á hlaðvörp frá því að grínistinn Ricky Gervais og félagar fóru í loftið um 2005. Góður iPod Classic-hlunkur gerði þá málningarvinnu að hinni mestu skemmtun. Mér finnst eins og það hafi orðið einhver straumhvörf í hlaðvarpsheiminum eftir að glæpavarpið Serial fór í loftið árið 2014. Eftir það hef ég a.m.k. ánetjast þessum miðli og hefur langað að gera mitt eigið hlaðvarp í langan tíma. Þá lá beinast við að fjalla um viðfangsefni sem maður þekkir, heimahagana sem ég hef kynnst í gegnum fjölmiðla undanfarinn áratug eða svo.“ Þættirnir eru teknir upp í hljóðverinu LubbaPeace sem sér um hljóðvinnslu og klippingu en áhersla er lögð á sem mestu gæði þáttanna. Af því tilefni var leitað til tónlistarmanna um gerð kynningarstefs og var það hinn þekkti tónlistarmaður Hermigervill sem kom með nýja útsetningu á einkennislagi Suðurnesja, Suðurnesjamenn. „Ætlunin er ekki einungis að ræða við þekkt fólk af svæðinu, heldur líka fólkið sem á sér áhugaverða sögu
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 33
Hlaðvörp sem Eyþór mælir með How I built this Sagan á bak við sum af farsælustu fyrirtækjum heims. Einlæg viðtöl við fólkið sem hefur upplifað bakslög en svo náð ótrúlegum árangri. Hlaðvarp sem veitir innblástur. Disgraceland Dökka hliðin á helsta tónlistarfólki veraldar. Vandað hlaðvarp fyrir þá sem hafa áhuga á tónlist og glæpum í sama kokteilnum. Hæ Hæ Helgi og Hjálmar eru svo ólíkar týpur og mynda frábært tvíeyki. Ég kveiki á þeim félögum þegar ég er að vaska upp og taka til. Tilvalið léttmeti með skemmtilega vandræðalegum viðtölum og góðlegri stríðni.
r komið í loftið sem fengi yfirleitt ekki að heyrast nema á miðli sem þessum.“ „Mér finnst svæðið oft ekki fá sitt pláss í landsmiðlunum, eins sem áhugaverða fólkið okkar fær ekki rödd eða vettvang til að skína. Ég þykist vita að á stærri miðlunum er stöku sinnum farin fréttaferð á Reykjanesið, þá á helst að ná sem flestum fréttum í einu á hundavaði. Oft líður svo ansi langt þar til önnur slík ferð er farin. Við erum einhvern veginn alltaf að súpa seyðið af því að vera ekki hluti af höfuðborginni og á sama tíma ekki nógu mikil landsbyggð heldur,“ bætir Eyþór við.
Hámhlustun til þess að dreifa huganum
Góðar sögur er aðgengilegt á helstu streymisveitum eins og Spotify og Apple, eins á vefnum reykjanes.is og er þegar komið á lista yfir vinsælustu hlaðvörp landsins. „Það er því ljóst að íbúar á Reykjanesi hafa verið að hlusta. Vonandi halda þeir því áfram og deila sögum okkar til allra landsmanna,“ segir Dagný. „Hlaðvarp er ótrúlega vinsæll miðill og við vildum nýta tækifærið nú á þessum tímum þegar við erum í samkomubanni að dreifa huganum og bjóða upp á áhugavert
„Viðtölin hafa komið skemmtilega á óvart þar sem viðmælendur hafa treyst okkur fyrir sinni sögu hvort sem hún er af áföllum og sorg eða baráttu og sigri.
efni. Við höfum stundum fengið þær niðurstöður í rannsóknum á ímynd svæðisins að fólkið hér sé leiðinlegt, sem við erum ekki alveg tilbúin að skrifa undir, en Góðar sögur eru ein leið til að leiðrétta þann misskilning.“ Góðar sögur er styrkt af Sóknar áætlun Suðurnesja og unnið í samstarfi Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja og Markaðsstofu Reykjaness. Að lokum vilja þau Eyþór og Dagný hvetja Suðurnesjamenn til að senda inn tillögur að áhugaverðum viðmælendum, sem hafa sögu að segja.
S-Town Eitt allra besta hlaðvarp sem ég hef heyrt. Ótrúleg en þó sönn saga sérvitrings í Suðurríkjum Bandaríkja með magnaðri fléttu. This American Life Eyrnakonfekt af bestu gerð og þáttur sem ég hlusta á ár eftir ár. Bandaríski hlaðvarps-Landinn, nema bara svo miklu betri. Ég luma líka á rosalegri Ira Glass eftirhermu.
Hlaðvörp sem Dagný mælir með Guð og menn Þarna ræðir rakarinn og körfuboltadómarinn Röggi hvernig hann mætir Guði – og Guð honum á alveg mögnuðu ferðalagi. Ekki bara fyrir trúaða heldur meira fyrir forvitna. Skúffuskáld Anna Margrét hjá LubbaPeacehljóðverinu spjallar við skúffuskáld og ræðir ritstörf og drauma. Þokan Tvær ungar mæður ræða um reynslu og lífsreynslu þegar barn kemur í heiminn. Virkilega einlægt og afar hreinskilið – ekkert er skilið undan. Flottar stelpur. Dying for sex Dauðvona kona skilur við mann sinn til fjölda ára og ákveður að mæta kynlífi með opnum huga og ræðir ævintýrin sem úr því verða með vinkonu sinni í þessu hlaðvarpi og þar kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Sigga Dögg Siggu Dögg kemur allt við sem snýr að kynlífi og eins og þeir vita sem þekkja hana þá er þetta fróðlegt, hreinskilið og umfram allt skemmtilegt, svona eins og hún.
34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Netspj@ll
Víkur úr eldhúsinu á ögurstundu fyrir betri helmingnum – Þórður Þorbjörnsson, innkaupastjóri Íslenskra aðalverktaka hf og þjálfari hjá Flott Þrek, stefnir á að fara hringinn í sumar og nýta sér bændagistingu.
– Hvernig varðir þú páskunum? Við hjónin tókum Víði á þetta og ferðuðumst innanhús þessa páskana, stunduðum æfingar, fórum í langa göngutúra í Keflavík og nutum páskanna í samskiptum við fjölskyldu. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Við hjónin tókum sameiginlega Nóa Síríus nr. 4. „Þá koma dagar og þá koma ráð,“ sem á vel við á þessum sérstöku tímum. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Við notumst mest við Facebook og FaceTime.
– Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Móður mín sem býr í Pensicola, Florida fengi það símtal. Hún er þar og ég hér. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Fyrst og fremst finnst mér þríeykið okkar, Víðir, Þórólfur og Alma, hafa staðið sig með eindæmum vel. Gott að vita að íslenska þjóðin hefur valið sér þá gæfu að láta fagfólk stjórna okkar aðgerðum. Það sló örlítið á bjartsýnina að heyra þetta frá Þórólfi EN við erum svo fljót að aðlagast breytingum í okkar umhverfi svo ég veit að við vinnum vel úr þessu.
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
vf is
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Að mannkynið var komið langt fram úr náttúrunni og ég vona að við náum að endurmeta verðgildi okkar með tilliti til hvernig við forgangsröðum hvar styrkur samfélagsins liggur. – Ertu liðtækur í eldhúsinu? Já, er það þegar ég tek mig til EN þar sem betri helmingur minn er svo sterk þar þá vík ég á örgurstundum eins og t.d. á hátíða- og tyllidögum. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Finnst svo til allur matur góður en ef ég ætti að velja eitthvað eitt þá er það íslenska lambið.
– Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Held bara kjúkling í ýmsu formi. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Vöfflur. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Grískt jógurt, jarðaber, bláber og rjóma. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Samvera, æfingar og náð að hjálpa öðrum að halda sér í líkamsrækt. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Allir þeir sem hafa sýkst og dáið af COVID-19.
– Hvað var í páskamatinn? Hamborgarhryggur og kalkúna bringa.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
Hvernig sérð þú fyrir þér næsta ferðlag þitt? Ísland er málið. Nú þegar við sjáum fram á að ferðalög erlendis verða ekki á döfinni líklega stærsta hluta þessa árs þá hlakkar mig mikið til að ferðast heima og fara t.d hringinn sem ég hef ekki gert áður og nýta mér bændagistingu. Hlakka mikið til.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 35
Leiðist ekkert að leiðast – Sigurborg Magnúsdóttir, kennari í Heiðarskóla, hefur notið samveru stórfjölskyldunnar og er nýbúin að kaupa miða á Þjóðhátíð fyrir hana. Víkurfréttir lögðu nokkrar laufléttar spurningar fyrir Sigurborgu. – Hvernig hefur þú verið að verja páskunum? Ég er svo heppin að mér leiðist ekkert að leiðast, mér finnst auðvelt að hlýða Víði. Við stórfjölskyldan höfum notið þess að vera heima í páskafríinu. Við höfum stundað Metabolic-æfingar og nýtt okkur vel æfingar frá Helga. Við höfum spilað, legið í sófanum og horft á sjónvarp, dansað við Helga Björns, farið í göngutúra og ýmislegt fleira. Ég byrjaði líka á bókinni hans Andra „Um tímann og vatnið“ og hlakka til að halda áfram með hana. Það allra besta við páskafríið 2020 er klárlega samveran heima með Gunna og börnunum okkar.
mögulega rótin að þessu. Munum svo að lífið er alltaf akkúrat núna, dagurinn í dag kemur ekki aftur svo njótum hans eins vel og við getum.
– Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Klassískt Nóa & Sirius nr. 4. „Betri er beiskur sannleiki en blíðmál lygi.“
– Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Fastur liður á föstudögum eru heimagerðar pizzur. Ég geri botnana og svo gerir hver og einn sína pizzu og skellir í pizzaofninn góða. Þetta er skemmtileg hefð, bestu pizzur í heimi og frábær samvera. Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Möndlukaka sem sló rækilega í gegn!
– Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Aðallega símtöl og Zoom. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Hópsímtal á systkini mín því mér þykir svo óendanlega vænt um þau. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Eins og málshátturinn minn segir þá er betra að fá að heyra þetta strax og undirbúa sig. Er samt nýbúin að kaupa miða á þjóðhátíð í Eyjum fyrir alla fjölskylduna.
– Ertu liðtæk í eldhúsinu? Já, við Gunni höfum bæði mjög gaman af því að elda sem er mjög hentugt á stóru heimili. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Nautasteik með góðu meðlæti. – Hvað var í páskamatinn? Lambahryggur með steiktum gulrótum, aspas og sveppum. Litlar pavlovur með skyrfyllingu í eftirrétt.
– Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Ekki auðvelt fyrir átta manna fjölskyldu en mögulegt að redda þessu með því að kaupa í uppáhaldspasta-
Netspj@ll rétt fjölskyldunnar, Pasta Arrabiata, sem er mjög góður og fljótlegur réttur.
– Hvað hefur vont gerst í vikunni? Án nokkurs vafa er það fráfall Ingu systur minnar.
– Hvað hefur gott gerst í vikunni? Við höfum fengið að finna fyrir vorinu og vaknað við fuglasöng.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Áttu rafmagnsbíl? En gaman að þú skildir spyrja að þessu því við erum einmitt nýbúin að kaupa okkur rafmagnsbíl! Það er æðisleg tifinning að fara út að aka á honum.
– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Hraðinn og spennan í tilverunni þarf að minnka og í stað þess að þjóta út um allt getum við unnið meira og betur saman. Ég vona að manneskjan átti sig á að við verðum að slaka á í græðgi því ég trúi því að hún sé
Sigurborg og fjölskylda slógu ekki slöku við í heimaæfingum um páskana eins og sjá má í meðfylgjandi myndbroti.
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sannfær Icelanda
– Hefur notið páskann myndi hann hringja í 9 Jóhann Axel Thorarensen, flugmaður hjá Icelandair, flaug til Kína og sótti sautján tonn af hjúkrunarvarningi fyrir íslenska heilbrigðiskerfið. – Hvernig var að fljúga þessa löngu ferð til Kína og hver var tilgangurinn? Það var fyrir margar sakir mjög ánægjulegt að fara í þetta flug þó svo að þetta hafi verið langt en við flugum þetta fram og til baka. Tilgangur flugsins var að sækja lækninga- og hjúkrunarvörur fyrir íslenska heilbrigðiskerfið, í samstarfi við DB Schenker, sem á að nota í baráttunni við COVID-19-faraldurinn. Við fórum í loftið frá Keflavík klukkan 09:50 miðvikudagsmorguninn 8. apríl síðastliðinn á Boeing 767-300 þotu Icelandair sem búið var að undirbúa sérstaklega fyrir þetta flug hvað varðar fyrirkomulag á því hvernig farminum skyldi komið fyrir um borð í lestum og farþegarými þegar komið væri á áfangastað. Farið var í loftið til norðurs og stefna sett í norðaustur þvert yfir Ísland. Þegar komið var út fyrir strendur Íslands rétt sunnan við Langanes tók við Noregshafið og svo lá leið okkar yfir Norður-Noreg, Svíþjóð, Finnland, Rússland, Mongólíu og svo Kína. Þar flugum við rétt vestan við Wuhan-hérað sem flestir þekkja orðið. Við lentum í Shanghai klukkan 21:39 að íslenskum tíma, eða tæplega tólf klukkustundum síðar. Í
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 37
rður að um lengsta flug air sé að ræða
na í faðmi fjölskyldunnar og ef hann fengi eitt símtal í dag 95 ára gamla ömmu sína sem er í sjálfskipaðri sóttkví.
Það var fyrir margar sakir mjög ánægjulegt að fara í þetta flug þó svo að þetta hafi verið langt en við flugum þetta fram og til baka ...
þessu flugi voru fjórir flugstjórar og tveir flugmenn ásamt tveimur flugvirkjum og þremur hlaðmönnum. Fluginu var skipt niður á milli okkar flugmanna samkvæmt fyrirfram ákveðnu verklagi sem samþykkt var af flugmálayfirvöldum þar sem vakttíminn var með lengra móti. Eftir lendingu í Shanghai tók svo við að taka eldsneyti fyrir heimferðina og að hlaða um sautján tonnum af lækninga- og hjúkrunarvörum um borð. Með samstilltu átaki þar sem allir lögðu sitt af mörkum tókst vel að koma vörunum fyrir um borð. Fyllstu varúðarráðstafanir voru teknar í ljósi aðstæðna og vorum við öll með grímur og hanska á meðan við vorum á jörðinni í Kína. Við tók svo flugið heim sem var öllu lengra sökum mótvinds á leiðinni. Flogin var nokkuð svipuð leið til baka og þegar við nálguðumst Ísland í 40.000 fetum reis fallega eyjan okkar úr sæ og hægt var að sjá landsendanna á milli í blíðviðrinu sem tók á móti okkur eftir um 13½ klukkustunda langt flug frá Kína, sem er það lengsta sem Icelandair hefur flogið leyfi ég mér að fullyrða. Það er stór
hópur innan Icelandair sem kemur að því að því að skipuleggja svona flug en þess má geta að það voru fleiri Suðurnesjamenn sem komu að þessu flugi. Þau Örn Eiríksson, sem var einn af hlaðmönnunum í ferðinni, og Jenný Waltersdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandair, sem tók þátt í skipulagningu ferðarinnar. – Hvað viltu segja um stöðuna sem flugbransinn er að upplifa núna á tímum COVID-19? Flugbransinn er að upplifa stöðu sem hefur ekki komið upp áður. Það hafa vissulega komið erfið tímabil í fluginu en ekkert þessu líkt, að nánast allur flugfloti í heiminum sé kyrrsettur. Frá því ég byrjaði í þessum bransa hefur maður gengið í gegnum nokkrar lægðir, svo sem árásirnar á tvíburaturnana þann 11. september 2001, efnahagskreppuna 2008, gosið í Eyjafjallajökli 2010 og svo COVID-19 2020. Það er óhætt að segja að flugiðnaðurinn í heild sinni í heiminum eigi í verulegum kröggum þessi misserin þar sem tekjuhlið rekstursins hefur nánast þurrkast út. Icelandair hefur gripið
... og þegar við nálguðumst Ísland í 40.000 fetum reis fallega eyjan okkar úr sæ og hægt var að sjá landsendanna á milli í blíðviðrinu ...
38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ég tel að flugiðnaðurinn eigi eftir að jafna sig fljótt og örugglega ...
til aðgerða með því að draga úr kostnaði og leita allra leiða til þess að koma félaginu út úr þessum ólgusjó, sem ekki bara Icelandair stendur í heldur öll fyrirtæki i ferðamannaiðnaðinum á Íslandi í dag. Icelandair er vel í stakk búið til að takast á við
þessa stöðu í einhvern tíma þar sem eiginfjárstaða félagsins er sterk. Ég tel að flugiðnaðurinn eigi eftir að jafna sig fljótt og örugglega og ber ég mikið traust til stjórnenda Icelandair og öllu því góða fólki sem vinnur þar.
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
– Hvernig hefur fjölskylda þín verið að upplifa COVID-19? Fjölskyldan hefur tekið þessu með mikilli rósemd og skilningi. Við hjónin vorum með þeim fyrstu til að fara í sóttkví þar sem við vorum á skíðum á Ítalíu í lok febrúar. Fjöl-
skyldan var ansi fljót að tileinka sér allar þær leiðbeiningar sem okkur voru settar af heilbrigðisyfirvöldum þar sem við vorum í sóttkví. Börnin máttu vera hjá okkur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um nálægð og faðmlög o.þ.h. og fórum við alfarið eftir leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í þeim efnum. Að auki ökklabrotnaði eiginkonan í ferðinni og þurfti að fara í aðgerð þegar við komum heim og vorum við því enn minna á ferðinni eftir að sóttkví lauk en við hefðum kannski annars gert. Eiginkonan er svo heppin að geta unnið heima en flestir á hennar vinnustað, Íslandsbanka, vinna heima á meðan samkomubannið er svo að þetta ástand hefur sem betur fer ekki haft mikil áhrif á hennar vinnu. Börnin eru orðin óþreyjufull að venjulegt skólahald og íþróttaæfingar hefjist og kunna mun betur að meta það að geta mætt.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 39
Eins og fleiri viðmælendur í þessu tölublaði svaraði Jóhann Axel nokkrum laufléttum spurningum Víkurfrétta:
– Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Hægt er að versla á heimkaup.is heilar máltíðir fyrir fjóra sem kosta undir 2000 krónur. Ætli ég myndi ekki nýta mér eitthvað þar eins og marineraða kjúklingaleggi. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? COVID-smitum fækkar jafnt og þétt sem er mjög jákvætt. Einnig verð ég að minnast á flugið til Kína fyrir nokkrum dögum þegar ég og vinnufélagar mínir sóttum sautján tonn af lækningabúnaði. Búið er að staðfesta að allur búnaðurinn stenst þær kröfur sem gerðar eru sem er virkilega frábært.
– Nafn og staða/atvinna: Jóhann Axel Thorarensen, flugstjóri hjá Icelandair ehf. – Hvernig varðir þú páskunum? Ég var að fljúga heim frá Kína á skírdag með lækninga- og hjúkrunarvörur. Annars hef ég notið páskanna heima í faðmi fjölskyldunnar að borða góðan mat og spila með krökkunum. Einnig hef ég verið að dytta að ýmsu hérna heima eins og svo margir aðrir. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Súkkulaðiegg frá Nóa Síríus nr. 5 og málshátturinn var: „Sælla er að gefa en þiggja.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Aðallega hefðbundin símtöl en hef notað Teams og Snapchat til að taka hópsímtöl við vinina. Fórum m.a. í Pub Quiz með vinahópnum á Teams sem var algjör snilld og gott að geta hitt fjölskyldu og vini á þennan hátt.
– Hvað var í páskamatinn? Ali hamborgarhryggur með öllu tilheyrandi, í eftirrétt vorum við með Sherry-ís að hætti ömmu og Toblerone-ís að hætti mömmu. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Allskyns grillmat á kolagrilli eins og lambalæri og nauta Ribeye-steikur. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Dæturnar og eiginkonan hafa verið mjög duglegar að baka í samkomubanninu, kræsingar eins og t.d.
bananabrauð, makkarónur, hafraklatta og ýmsar tertur.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Verður gott veður í sumar og hvað stefnir þú á að gera í sumar?
Ég er bjartsýnismaður að eðlisfari og ég er viss um að veðrið verði gott í sumar. Það var einn góður maður sem sagði eitt sinn við mig: „Það er ekki neitt vont veður, bara léleg föt.“ Þannig að þetta er líka spurning um hugarfar, að láta ekki veðrið fara í taugarnar á sér bara klæða sig eftir því hvernig það er hverju sinni. Í sumar ætla ég að renna fyrir fisk, spila golf og keyra um landið með fjölskyldunni með fellihýsið aftan í bílnum og njóta alls þess sem Ísland býður upp á yfir sumartímann.
– Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? 95 ára gömul amma mín fengi það símtal. Hún býr ein og er í sjálfskipaðri sóttkví og við megum því ekki heimsækja hana. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Þetta eru ekki tíðindi sem maður var að óska eftir en ef það er það sem þarf til að tryggja að þessi óværa láti undan þá tekur maður því. Þetta eru því miður mjög slæmar fréttir fyrir vinnuveitanda minn og ferðaþjónustuna í heild sinni. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Fólk þarf að standa saman og hugsa vel um hvert annað. Tökum litlu hlutunum eins og faðmlögum og knúsum ekki sem sjálfsögðum hlut. – Ertu liðtækur í eldhúsinu? Ég á mína spretti. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Góða nautasteik með Bearnaise og frönskum og góðu rauðvíni.
– Hvað hefur vont gerst í vikunni? Dauðsföll vegna COVID-19.
Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is
40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Högni Júlíusson hefur starfað sem þjónn í San Francisco í tvo áratugi en COVID-19 hefur breytt starfsumhverfinu
Veitingastaðnum breytt í heimsendingarverslun með matvöru
Högni Júlíusson hefur búið í San Francisco í Kaliforníu í um tvo áratugi þar sem hann starfar sem þjónn. Þegar hann hafði lært þjóninn langaði hann að vinna í Bandaríkjunum um tíma. Hann fékk starf á skemmtiferðaskipi og þar kynntist hann eiginkonunni, Amy. Hún er frá Minneapolis og þau eiga það sameiginlegt að hafa lítinn áhuga á vetrinum og því ákváðu þau að setjast að í San Francisco. „Það hentar okkur vel að vera hér. Það er ekki of heitt og heldur ekki of kalt,“ segir Högni í samtali við Víkurfréttir. Blaðamaður sló á þráðinn til Högna þegar hann var í daglegri heilsubótargöngu en það er leyfilegt að fara út og hreyfa sig einu sinni á dag að uppfylltum skilyrðum.
og ferskt grænmeti svo dæmi séu tekin og það er að virka mjög vel.“
daga í viku, svo þetta er allt öðruvísi líf.“
– Er faraldurinn að hafa mikil áhrif á þitt daglega líf? „Já, helling. Krakkarnir eru ekki í skólanum og eru bara að læra heima. Þá er konan mín að vinna heimanfrá, þannig að þetta er mikil breyting frá því sem var.“
Veitti faraldrinum athygli þegar Ítalía og Alparnir sýktust
Við erum að koma mun betur út úr ástandinu. Hér eru allir veitingastaðir lokaðir, nema þeir sem eru með heimsendingarþjónustu. Á veitingastaðnum þar sem ég starfa var ákveðið að vera með heimsendingarþjónustu en ekki á tilbúnum mat. Við sendum hráefni til matargerðar heim til fólks. Við breyttum veitingastaðnum í heimsendingarmatvörubúð og erum m.a. að senda heim mjólkurvörur, hveiti
– Og vinnudagurinn er mikið breyttur hjá þér? „Já, ég hef alltaf unnið á kvöldin, frá fjögur síðdegis og fram yfir miðnætti. Núna byrja ég vinnudaginn tólf á hádegi og er að vinna til klukkan sex síðdegis og er bara í heimsendingum. Ég er kominn heim um sjöleitið og það er mjög skrítið að vera heima á kvöldin sjö daga vikunnar. Ég er ekki vanur því að vera heima á kvöldin nema kannski tvo
– Hvernig ert þú að upplifa ástandið í tengslum við COVID-19 í San Francisco? „San Francisco er ein af fyrstu borgunum hér í Bandaríkjunum sem skipuðu fólki að vera heima vegna ástandsins. Það eru frekar fáir smitaðir hér miðað við fjöldann sem býr hérna. Ástandið hér er allt annað en í New York. Þar var byrjað miklu seinna að skipa fólki að vera heima. Það hefur hjálpar helling hér.
– Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Það var í raun bara um leið og við þurftum að loka veitingastaðnum fyrir fimm vikum síðan. Þetta er mikið í fréttum og maður sér vel hvað er að gerast í heiminum.“ Högni segist fyrst hafa farið að veita faraldrinum athygli þegar Ítalía og Alparnir voru orðnir helsýktir. „Þá held ég að fólk hér í San Francisco hafi áttað sig á því hvað þetta gæti orðið hræðilegt.“ Hann segir að yfirvöld í San Francisco hafi brugðist við sjúkdómnum mun fyrr en annars staðar í Bandaríkjunum og segir að það hafi verið tveimur til þremur vikum fyrr en t.d. í New York sem hefur verið mikið í fréttum. „Það hefur verið tekið vel á málum hér í San Francisco og restinni af Kaliforníu, alveg til fyrirmyndar.“ – Ertu eitthvað að fylgjast með fréttum að heiman um þessi mál? „Já, ég reyni að fylgjast með fréttum á Ríkisútvarpinu og Stöð 2. Ég skoða fréttir að heiman svona annan hvern dag og svo er maður líka í sambandi við fjölskylduna heima.“ – Er nokkuð annað í fréttum en þetta í Bandaríkjunum? „Nei, það er voðalega lítið annað og ekki getur maður horft á íþróttir.“ – Hvað gerir fjölskyldan þá til afþreyingar í þessu ástandi? „Það er bara bíókvöld í sjónvarpinu og svo eru spilakvöld með krökkunum.“ Högni og Amy eiga tvær dætur, tólf og fimmtán ára, og þær skilja vel hvað er að gerast. „Þetta væri erfiðara ef þær væru yngri,“ segir Högni. – Þú hefur ekkert velt fyrir þér að koma heim til Íslands? „Nei, það er ekkert fyrir okkur á Íslandi. Ég er búinn að búa hérna í San Francisco í tuttugu ár og ég á
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 41
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
ekkert á Íslandi nema fjölskyldu og ættingja. Lífið er hér fyrir mig.“ Þá segir Högni að hann reyni að halda góðu sambandi við foreldra og systkini heima á Íslandi en það sé ekkert meira nú en áður.
Verslað inn fyrir hálfan mánuð og farið snemma í búðina
Vanalega hefur Högni farið í matvörubúð og gert innkaup einu sinni í viku en í því ástandi sem nú er þá er farið á tveggja vikna fresti. „Núna kaupum við aðeins meira inn þegar við erum að versla og kaupi inn það sem er búið á heimilinu. Þá höfum við breytt tímanum sem við förum út að versla. Nú er farið fyrr að deginum ef það vantar klósettpappír eða snýtibréf. Ef maður fer ekki snemma á morgnanna, þá er allt búið. Maður lætur sig hafa það,“ segir Högni og brosir til blaðamanns í myndsímtali. – Hefur þú eitthvað velt því fyrir þér hvað þetta eigi eftir að standa lengi yfir? „Já, maður hugsar um það á hverjum degi. Hér er útgöngubann til 7. maí en ég held að þeir eigi eftir að lengja það um einhverjar tvær vikur.“ Þegar blaðamaður Víkurfrétta hringdi í Högna var hann í heilsubótargöngu með fjölskyldunni. Það mátti heyra fuglasöng og blaðamaður spurði hvort það væri alltaf sumar í San Francisco. „Hér er íslenskt sumar allt árið. Núna er 15–18 stiga hiti og þannig er það flesta daga. Það fer upp í 24 gráður um miðja vikuna en annars eru þessar 15–18 gráður í borginni. – Er leyfilegt að fara út að ganga? „Það er leyfilegt einu sinni á dag en það verður að halda tveggja metra fjarlægðinni og setja upp andlitsgrímur þegar fólk mætist úti á götu.“ – Eru margir á ferli? „Ég læt það nú vera. Það eru einhverjar fjölskyldur úti að ganga. Það er sunnudagur og páskar. Ef þetta ástand væri ekki í heiminum þá væru göturnar fullar af fólki. Eins og þú sérð þá eru örfáir á labbi og frekar lítið að gera,“ segir Högni að lokum.
42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Netspj@ll
Er orðinn háður netskrafli í samkomubanninu – Örn Ævar Hjartarson, umsjónarkennari í Sandgerðisskóla og fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi, er svekktur að missa af Masternum og setur spurningarmerki við golfsumarið. Víkurfréttir lögðu fyrir hann nokkrar laufléttar spurningar. – Hvernig varðir þú páskunum? Páskarnir hjá fjölskyldunni minni hafa alltaf einkennst af rólegheitum og afslöppum. Á því varð engin breyting þetta árið. Við bökuðum bakkelsi úr myndböndum sem heimilisfræðikennarinn í Sandgerði, Rannveig Sigríður, hefur sett saman í samkomubanninu. Einnig horfðum við á allar Batman-myndirnar þessa páska en það hefur verið hefð að henda einhverjum myndaseríum í tækið. Og svo höfum við farið í daglega göngu á milli máltíða. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Ég fékk mér Djúpuegg frá Freyju og málshátturinn var: „Í upphafi skal endinn skoða,“ sem á mjög vel við starfið mitt í dag. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Ég hef verið að koma mér inn í Microsoft Teams varðandi vinnuna mína en samkomubannið hefur einmitt neytt mann til að koma sér inn í og læra á þetta forrit sem hefur verið á dagskránni hjá mér í allan vetur. Annars eru samskiptin mín við vinahópana í gegnum Snapchat og Messenger en reyndar var FaceTime notað til að heyra í og sjá fjölskylduna í páskamáltíðinni. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ég myndi hringja í foreldra mína bara til að spjalla í örskamma stund, en ég verð nú að viðurkenna að ég er mjög lítill símamaður og eru samtölin þar alltaf mjög stutt.
– Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Það þarf að melta svona hluti en það er ýmislegt sem mun breytast hjá mér og fjölskyldunni varðandi sumarið þá aðallega varðandi ferðalög. Þetta átti að vera ferðasumarið mikla þar sem golfferð, tónleikaferð og tveggja vikna ferð til Rómar sem klappstýra fyrir Danskompaní á Dance World Cup voru á dagskrá. En það verður víst lítið úr þessum ferðalögum. Svo er auðvitað spurning um golfsumarið þar sem áhuginn er allur að koma aftur eftir að eiginkonan byrjaði í sportinu. Það eru auðvitað mjög margir sem hafa meiri áhyggjur af þessu en ég því ég er mjög lánsamur með allt mitt, hvort sem það er fjölskylda, vini, eða atvinnu. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Ég held að maður læri betur að meta það og þá sem maður hefur í kringum sig. Þegar maður hefur sitt fólk í kringum sig og þá skipta bara aðrir hlutir voðalega litlu máli. – Ertu liðtæk/ur í eldhúsinu? Ég hef alltaf haft gaman að elda góðan mat og með æfingunni þá er ég bara orðinn nokkuð liðtækur í eldhúsinu. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Vel elduð nauta ribeye eða nautalund er alltaf ofarlega á listanum með góðu rauðvíni í góðum félgasskap. – Hvað var í páskamatinn? Lambalæri að hætti mömmu með brúnuðum kartöflum, baunum, rauðkáli, salati og þunnri rjómasósu er ómissandi á páskunum.
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
– Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Það er alltaf skemmtilegast að elda þegar maður er búinn að liggja yfir uppskriftum og pæla í marga daga hvernig mat eigi að elda fyrir gott matarboð. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Ég og yngri dóttir mín, Ásta María, hentum í pönnukökur á föstudaginn langa því við áttum heilan lítra af mjólk sem rann út daginn áður. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Ég myndi kaupa í góða ítalska grænmetissúpu, pasta,grænmetiskraftur, gulrætur, paprika, laukur, hvítlaukur, sellerí, tómatar í dós og paste. Eða
gott Jambalaya: Bónuspylsur, laukur, paprika, sellerí, hvítlaukur, hrísgrjón, paste, olía og sterkt krydd. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Ég og fjölskyldan mín erum búin að eyða mörgum gæðastundum saman, spjallað, spilað, púslað, horft á sjónvarpið og borðað góðan mat. Einnig hafa nánir fjölskyldumeðlimir losnað við veiruna. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Það hefur voðalega fátt vont gerst hjá mér og minni fjölskyldu. Þegar ég hugsa bara um rassgatið á sjálfum mér þá finnst mér ömurlegt að Masterinn sé ekki á dagskrá þessa vikuna því það er skemmtilegasta golfmótið að horfa á í sjónvarpinu.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Hefur þú tekið upp á einhverju nýju í samkomubanninu? Það nýjasta hjá mér sem ég gerði ekki fyrir samkomubannið er netskrafl.is. Ég er orðinn alveg háður þessu og finnst fátt skemmtilegra en að skora á vini og vandamenn í skrafl á netinu.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 43
Við erum að sjá hvernig samfélag við getum verið ef allir leggjast á eitt – Hvernig varðir þú páskunum? Ég varði páskunum með fjölskyldunni minni heima hjá mér. Púslaði, borðaði góðan mat, spilaði, föndraði og hafði gaman. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Ég keypti Kóluspáskaegg til styrktar lítilli fótboltafrænku, málshátturinn var: „Gamlir búmenn bila síst.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Ég hef verið að nota hefðbundin símtöl og myndsímtöl. Hef notað Zoom mikið bæði í vinnunni og til einkanota en er að færa mig yfir á Teams í vinnunni. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ég myndi hringja í pabba minn, við tölumst við marg oft á dag um allt og ekkert. Ég ætti mjög erfitt með að fá bara eitt símtal á dag, það yrði þá mjög langt geri ég ráð fyrir. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Mér finnst það mjög erfitt, ég er mikil félagsvera og elska að vera með fólki og skipuleggja viðburði fyrir fólk. Það er mér því mjög erfitt að vita til þess að þeir viðburðir sem ég hef verið að vinna að verði jafnvel ekki og eins að vita til þess að utanlandsferðirnar sem voru planaðar séu foknar út í veður og vind. En á sama tíma sýni ég því mikinn skilning og reyni að plana ferðalög innanlands í staðinn.
Halla Karen Guðjónsdóttir er umsjónarkennari í Myllubakkaskóla og viðburðarstjóri ásamt alls konar öðru skemmtilegu.
Netspj@ll
– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Þegar stórt er spurt ... Ég held að það sé mjög margt sem við getum lært og ég held að það eigi eftir að taka okkur nokkurn tíma að átta okkur á öllu því sem við getum lært af þessu ástandi en fyrst og fremst held ég að við séum að sjá hvernig samfélag við getum verið ef allir leggjast á eitt og ég held að við ættum að gera meira af því þrátt fyrir að samkomubanninu verði aflétt. – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Já, já. Ég get alveg verið það en maðurinn minn, Arnar, sér um mest allt í eldhúsinu. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Kjúkling og meðlæti. – Hvað var í páskamatinn? Lambahryggur og tilheyrandi. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Fylltar, beikonvafnar svínalundir og fylltar kartöflur eða Ljósanætursúpuna okkar Arnars. Ætli það snúist ekki meira um stemminguna heldur en skemmtilegheitin? – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Trölladeig en til manneldis var það Betty Crocker súkkulaðikaka. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Tilbúin heilann kjúkling í Nettó.
– Hvað hefur gott gerst í vikunni? Fréttir um það að skólastarf fari í venjulegt horf 4. maí, það að faraldurinn hafi náð hápunkti hér á landi og dóttir mín byrjaði að lesa.
– Hvað hefur vont gerst í vikunni? Að við þurfum að búa áfram við miklar hömlur, jafnvel út árið og stúlkan sem fannst látin í Reykjavík.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Ef hægt væri að gleðja þig með einhverjum hætti í samkomubanni, hvernig væri best að gera það? Með því að senda mér fullt af gleðilegum bréfum og setja í póstkassann.
44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fimm uppáhaldsplötur Kidda í Hjálmum Guðmundur Kristinn Jónsson, Kiddi í Hjálmum, er viskubrunnur þegar kemur að tónlist. Víkurfréttir fengu hann til að velja sínar fimm uppáhaldsplötur og segja okkur hvers vegna.
John Prine The Tree of Forgivenessnn– og sagði mér að ég hefði
dagi Spotify sendi mér póst um á síðasta ári. Það passar. Ég n an m ta lis an nn þe á t es ar hlustað m var að flytja síðasta sum ég r ga þe u öt pl a ss þe ði í uppgötva pilaranum, bæði heima og us öt pl af rið fa rla va r fu og hún he síðan gerði ég útgáfu af lagi, um ár m ru kk no þó rir Fy . rt vinnunni með hljómsveitinni Klassa , gt fræ rt ge i fð ha e in Pr mli sem John r útgáfu var lagið kallað Ga ka ok Í . ni sy ds un ðm Gu i e, og Sigurð eikti ég ekki á John Prin kv a tím um ss þe Á n. rin agrafreitu febrúar vorum við á tónleik n in lið st ða Sí gi. la í þv ra því nema ba austa og ég hafði tekið eftir Tr iri ge Ás eð m pu ró Ev aði ferð um erðalagi um Evrópu. Ég plat af eik nl tó á a lík r va e in Pr r að John smá krók á ferðalagið þega ka ta að ni in eit sv jóm hl í strákana gi hjá á tónleikum í París á fríde nn ha sjá að til u ug sm ðég fann Valdimar og Sigurður Gu i ag Br , ín m n na ko , ía ar okkur. M ana. nig út til að koma á tónleik ein gu flu ns ha na ko og n mundsso dust ég hef farið á og þetta reyn m se ar eik nl tó u st be ru rir Þetta vo ns. Hann lést í Nashville fy ha r ni ar eik nl tó tu us síð ra síðan ve D-19. nokkrum dögum úr COVI
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 45
Sittin’ by t he Road – Blaze Fole y
Hér er list am fann í gegn aður sem ég um John P rine. Ég uppgöt vaði hann nýle og hlusta m est á hann ga þessar mu um nd bandarísk ir. Hann var ur söngvari s Countryem lést ár ið 1989. Ég hlakka mikið til a ð horfa á bíómynd um hann s em heitir Blaz e. Hún kom ú síðasta ár i og var leik t á stýrt af Ethan H awke.
illie Nelson Red Headed Stranger – W rita
ks More Blood, More Trac Bob Dylan
ðum við í Hljóð Fyrir nokkrum árum ákvá s hljóðversins. að setja plötuspilara í eldhú stuðum á var lengi Fyrsta platan sem við hlu það var safnplata eina platan í eldhúsinu en hef ég safnað með Willie Nelson. Síðan þá turnar sem hann Willie Nelson-plötum en plö 70 talsins. Red hefur gefið út eru rúmlega mmd plata sem Headed Stranger er lágste ekki gefa út því útgáfufyrirtækið vildi helst og demó (prufuupphún hljómar svolítið eins st selda platan hans tökur). Þetta er þó ein me rgum, þar með í dag og talin sú besta af mö talið mér.
–
tað meira Ég hef líklega ekki hlus Bob Dylan á neinn listamann en að velja og því á ég erfitt með . Núna eina plötu með honum leg Series. hlusta ég mest á Boot ks er More Blood, More Trac . Þetta Bootleg Series Vol. 14 gerðar ru eru upptökur sem vo e Tracks í kringum Blood On Th 75. Dylan á árunum 1974 til 19 agn af tónhefur gefið út mikið m gt að finna list og það er alltaf hæ ur hefur eitthvað nýtt sem mað ekki heyrt áður.
In the Wee Small Hours – Frank Sinatra
Það er til heimasíða og bók sem inniheldur 1001 plötu sem þú þarft að hlusta á áður en þú deyrð. Frank Sinatra er þar með plötu nr. 1. Algjörlega frábær plata með frábærum söngvara.
Saga úr bransanum: Þegar Ásgeir skrifaði undir samning við Columbia Records í Ameríku þá var okkur tjáð að við yrðum að vera með bandarískan umboðsmann. Við hittum nokkra á tónlistarhátíðinnni SXSW. Einn af þeim var afbragðsgóður að slá um sig með nöfnum frægra einstaklinga sem hann þekkti til. Ég spurði hann hvort að hann gæti reddað okkur á tónleika með Willie Nelsons sem ég vissi að færu fram á búgarðinum hans þá um kvöldið. Eftir að hafa drukkið Moon Shine í hlöðunni í dágóðan tíma kallaði umboðsmaðurinn á okkur og við spruttum allir á fætur sem endaði með því að Steini Hjálmur og Ásgeir Trausti voru fremstir í röðinni og fengu að fara inn. Það var lokað beint á nefið á mér og við hinir þurftum því að bíta í það súra. Það er kannski óþarfi að segja frá því að umboðsmaðurinn fékk ekki starfið.
46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
Sjúkraliðanám opnar Fjölmargar ástæður eru fyrir því að velja sjúkraliðanám eins og sést á viðtölum við eftirfarandi aðila. Sjúkraliðastarfið er gefandi og skemmtilegt. Starfsumhverfi sjúkraliða býður upp á tækifæri til að stýra starfshlutfalli og vaktafyrirkomulagi. Starfsmöguleikar eru margvíslegir og óháðir búsetu því sjúkraliðar eru eftirsóttir um allt land. Góðir möguleikar á ná framgangi í starfi og um leið hærri launum. Sjúkraliðastarfið er þroskandi og hvetjandi og gefur innsýn inn í fjölbreytileika mannlífsins. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur sjúkraliðabraut verið starfrækt frá árinu 1989 og þaðan hafa fjölmargir nemendur útskrifast, þeir sem starfa sem sjúkraliðar og þeir sem fóru seinna í hjúkrunarfræðinám eða annað. Víkurfréttir höfðu samband við Ásu Einarsdóttur, fagstjóra sjúkraliðabrautar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, og spurðu hana út í námið, einnig voru tveir nemendur teknir tali sem stunda nám á sjúkraliðabraut.
Nemendur taka fyrst og fremst áfanga í hjúkrun, bæði bóklega og verklega, og aðra heilbrigðistengda áfanga í líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, lyfjafræði, samskiptum, siðfræði, sýklafræði og sálfræði,“ segir Ása.
Vantar fleiri karlmenn
Verkleg þjálfun er stór þáttur í náminu og fer hún fram bæði á Suðurnesjum og í Reykjavík. „Vinnustaðanám nemenda fer fram á Landspítala og HSS undir handleiðslu reynds sjúkraliða og hjúkrunarkennara frá skólanum. Nemendur okkar hafa aðallega verið af Suðurnesjum, langflestir eru konur,
Áhersla lögð á hjúkrun og heilbrigðistengdar greinar
Ása Einarsdóttir hefur starfað við sjúkraliðabraut FS síðan í janúar árið 1989. Sjálf er hún með BS próf í hjúkrunarfræði og MA próf í uppeldis- og menntunarfræði. Áður starfaði Ása sem hjúkrunarfræðingur á Landakoti, á gjörgæslu og skurðdeild, sjúkrahúsinu á Húsavík og við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sjúkradeild og heilsugæslu. „Nám á sjúkraliðabraut hjá FS hefur verið í boði síðan árið 1989. Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
af rúmlega 180 útskrifuðum sjúkraliðum frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru aðeins fjórir karlmenn en það vantar mjög karlmenn í sjúkraliðastéttina,“ segir Ása og kallar eftir fleiri karlmönnum en einn karlmaður stundar nú nám á sjúkraliðabraut í FS.
Næg atvinna hér og erlendis
„Sjúkraliðanám er 206 eininga nám með námslok á 3. hæfniþrepi. Námið tekur þrjú ár og lýkur með prófi af sjúkraliðabraut. Að loknu námi sækja nemendur um löggildingu starfsheitisins sjúkraliði. Nám á Íslandi gefur líka réttindi á Norðurlöndum ef fólk langar út fyrir
landsteinana að vinna. Atvinnumöguleikar eru mjög góðir, eins og komið hefur fram á undanförnum mánuðum, þá vantar sjúkraliða til starfa um land allt,“ segir Ása og
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 47
Gaman og gefandi að hjálpa fólki Alda Björg Sveinsdóttir er 36 ára nemandi á sjúkraliðabraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
r ýmsar dyr vísar til ástandsins vegna kóróna veirunnar sem hefur skapað enn meiri eftirspurn eftir þessari mikilvægu starfsstétt í landinu en næg var eftirspurnin fyrir.
„Ég valdi sjúkraliðabraut af því mér finnst gaman og gefandi að hjálpa fólki. Ég er að klára fyrsta árið. Námið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Hjúkrun er spennandi og áhugaverð. Ég hef bæði starfað á sjúkrahúsi og við umönnun aldraðra og er mjög spennt að fá að starfa sem sjúkraliði en stefni ekki á áframhaldandi nám í náinni framtíð en hver veit. Mig er búið að langa að læra sjúkraliðann í mörg ár, svo þetta er draumur að rætast. Ég er mjög ánægð í FS, þar erum við lítill, samheldinn hópur með frábæra kennara og gott andrúmsloft, krakkarnir taka mér vel og mér líður ekki eins og ég sé helmingi eldri en þau. Ég er búin að kynnast samnemendum og kennurum. Stemmninginn er góð, við erum ekki mörg svo við fáum góða kennslu og erum dugleg að hjálpast að í tímum, kennararnir eru frábærir eins og áður sagði, það skiptir öllu máli að manni líði vel í skólanum. Það er alltaf gaman að læra eitthvað sem maður hefur áhuga á. Ef þú hefur áhuga á hjúkrun þá mæli 100% með sjúkraliðabraut í FS, hvort sem þú ætlar í framhaldsnám eða ekki, sjúkraliðinn er góður undirbúningur fyrir framhaldssnám, svo vantar alltaf sjúkraliða, það er auðvelt að fá vinnu.“
Mjög fjölbreytt starf
„Starf sjúkraliða felur í sér eftirlit og umönnun einstaklinga og fjölskyldna á heilbrigðisstofnunum eða á heimilum. Starfið er fjölbreytt, allt frá því að veita stuðning og hvatningu við athafnir daglegs lífs til þess að hjúkra mikið veikum einstaklingum á sérhæfðum deildum. Í starfi sjúkraliða eru algengir vinnustaðir sjúkrahús, hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðvar eða aðrar heilbrigðisstofnanir. Sjúkraliðar taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu um hjúkrun og meðferð, eiga samskipti við ólíka einstaklinga undir ýmsum kringumstæðum og þurfa að geta metið líkamlegt, andlegt og félagslegt ástand einstaklinga og fjölskyldna í samráði við hjúkrunarfræðinga, lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk. Sjúkraliði er lögverndað starfsheiti.“
Nýtt sjúkraliðanám fyrir þá sem eru í vinnu
„Á haustönn mun FS bjóða upp á sérskipulagða námslínu á sjúkraliðabraut sem ætluð er þeim sem eru starfandi eða hafa starfað við aðhlynningu á heilbrigðisstofnunum og vilja sækja sér menntun til að starfa sem sjúkraliðar. Nám og kennsla verður sambland af staðbundinni kennslu/námi, með dreifog fjarnámssniði og mun taka mið af þörfum fólks sem er í vinnu með námi.“
Langar að hjálpa öðrum Neil Einar Christian Einarsson er nítján ára nemandi á sjúkraliðabraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Fordæmalaus kennsla á tímum veirunnar
Nú hafa allir framhaldsskólar landsins verið lokaðir nemendum vegna kórónaveirunnar frá 13. mars, hvernig hefur Ása leyst málin með nemendum sínum? „Á meðan á samkomubanni stendur leysum við málið þannig að við höldum okkar striki og sinnum náminu samkvæmt stundaskrá um fjarfundabúnað. Okkur hefur fundist þetta fyrirkomulag takast nokkuð vel, þó mikið vanti þegar bein mannleg samskipti vantar. Ekki liggur fyrir núna hvernig önninni verður lokið – en henni mun ljúka og þeir nemendur sem eiga að útskrifast munu útskrifast þó ekki sé ljóst á þessari stundu hvernig það verður gert,“ segir Ása að lokum og hvetur þá sem eru að íhuga nám á sjúkraliðabraut í haust endilega að kynna sér brautina á vef skólans.
„Ég valdi þetta nám því ég hef áhuga á að hjálpa öðrum sem þurfa á því að halda, líka það að margir í fjölskyldunni hjá mömmu vinna sem heilbrigðisstarfsmenn og mig langaði að halda þeirri hefð gangandi. Ég er að útskrifast á þessari önn og mun fara í viðbótarnám. Sjúkraliðanámið við FS er fínt og lærdómsríkt. Það sem mér finnst spennandi við námið er að ég fæ að kynnast mörgu mismunandi fólki og læra eitthvað nýtt. Tæknilega hef ég ekki unnið á spítala en ég hef verið í starfsnámi og var að læra inn á mismunandi deildir til að afla mér reynslu og bæta við þekkingu mína. Ég er spenntur að vinna sem sjúkraliði en mun einnig halda áfram að læra og stefni á að fá réttindi sem hjúkrunarfræðingur sem sérhæfir sig í svæfingum. Ég læri svo margt í gegnum sjúkraliðanámið, það opnar líka mörg tækifæri fyrir framtíðina. Ég er búinn að eignast ágætlega marga vini í FS, stemmningin er fín og kennararnir líka. Það er gaman að læra.“
48 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sólmundur, Rúnar og Katla eru nýir stjórnendur hjá Skólamat. VF-myndir/pket.
Nemendur skilningsríkir með breytingar – Þrír nýir stjórnendur hafa tekið til starfa. Af 120 starfsmönnum Skólamatar eru sjötíu Suðurnesjamenn. Sífellt verið að þróa nýja rétti. „Þrátt fyrir þessar skorður á tímum COVID-19 hefur fyrirtækinu þó áfram tekist að bjóða upp á hollan og bragðgóðan mat. Almennt ríkir mikil ánægja með þessar tímabundnu breytingar og nemendur skilningsríkir og kátir með tilbreytinguna,“ segir Jón Axelsson, framkvæmdastjóri hjá Skólamat ehf., sem fagnaði nýlega sínu tuttugusta starfsafmæli. Það hefur á undanförnum misserum gengið í gegnum nokkrar jákvæðar breytingar. Fyrirtækið hefur verið í stöðugum vexti og skólaárið 2019–2020 er þeirra stærsta starfsár til þessa. Í vetur hefur Skólamatur þjónustað allt að 12.500 manns í hádegismat og um 7.000 manns í öðrum máltíðum dagsins. Hjá Skólamat starfa nú um 120 starfsmenn og þar af 70 á Suðurnesjum. Á síðustu mánuðum hafa verið gerðar breytingar á stjórnendateymi fyrirtækisins og þrír nýir starfsmenn bæst við stjórnendahópinn. Áskorun í þróun nýrra rétta
Rúnar Smárason var ráðinn sem yfirmatreiðslumaður Skólamatar í nóvember 2018. Rúnar starfaði áður sem aðstoðarveitingastjóri á veitingasviði IKEA. Rúnar er 48 ára, þriggja barna faðir í sambúð með Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur. Þau búa í Garðabæ. „Starf mitt sem yfirmatreiðslumaður er mjög fjölbreytt. Ég sé um allan daglegan rekstur á eldhúsinu og sérfæðiseldhúsinu. Í því felst meðal annars að huga að uppskriftunum,
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
sinna gæðamálum, innkaupum og samskiptum við birgja. Við höfum gert miklar breytingar á síðasta ári með það að markmiði að auka gæði hráefnanna sem við erum að nota. Við erum alltaf að leita leiða til þess að auka gæðin og bæta þjónustuna til viðskiptavina okkar“ segir Rúnar Smárason og bætir við að stærsta áskorunin í starfinu sé að þróa nýja rétti sem eru til þess fallnir að henta börnum í leikskóla jafnt sem elstu bekkjum grunnskólanna.
Fjölbreytt og lifandi starf
Sólmundur Einvarðsson hóf störf sem lagarstjóri hjá Skólamat í maí 2019 en tók við stöðu rekstrarstjóra í ágúst síðastliðinn. Sólmundur er 37 ára. Hann er þriggja barna faðir, í sambúð með Elísabetu Sigurðardóttur og eru þau búsett í Garðinum. „Þetta er ótrúlega fjölbreytt og lifandi starf. Mín helstu verkefni eru að sinna daglegum rekstri fyrirtækisins, innkaupum, birgðahaldi og lagerstýringu. Ég skipulegg líka hvaða magn við sendum frá okkur og hef yfirumsjón með akstrinum.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 49
Starfsmenn Skólamatar hafa þurft að bregðast við á tímum COVID-19 með breytingum á réttum.
Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar.
Það er alltaf nóg að gera og alls kyns tilfallandi verkefni koma upp sem þarf að ganga í,“ segir Sólmundur. Sólmundur segir að stærsta verkefnið sé að efla og bæta starfsemina í heild. „Við erum stöðugt að úthugsa hvernig við getum þróast, bæði innanhúss hjá okkur og hvernig við getum bætt þjónustuna við okkar stóra viðskiptahóp. Við erum að finna leiðir til þess að geta viðhaldið og bætt gæðin og aukið fjölbreytnina í þjónustunni okkar. Það er ærið verkefni en sem betur fer starfar frábær hópur fólks hjá Skólamat. Allir starfsmenn leggjast á eitt og vinna saman til þess að þetta verkefni geti orðið að möguleika.“
Úr háloftunum í nýtt starf í samkomubanni
Í mars hóf Katla Hlöðversdóttir störf sem markaðsstjóri hjá Skólamat. Katla er 29 ára gömul Suðurnesjamær. Hún er viðskiptafræðingur og er að ljúka MS gráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. Katla starfaði áður sem flugfreyja hjá Ice landair. Kötlu býður fjöldi spennandi
verkefna en hún mun leiða sölu- og markaðsstarf Skólamatar. „Ég er ótrúlega spennt fyrir nýja starfinu og þeim áskorunum sem því fylgir. Ég tók við nýja starfinu á svolítið sérstökum tíma en ég hóf störf 16. mars, sama dag og samkomu bannið gekk í gildi. Það var aðdáunarvert að sjá hversu vel fyrirtækinu gekk að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Samstaðan í fyrirtækinu er til fyrirmyndar og allir starfsmenn eru ákveðnir í því að finna leiðir til þess að takast á við þessa krefjandi tíma á sem bestan hátt. Leiðarljós mitt í nýju starfi verður meðal annars að kynna þjónustu Skólamatar enn frekar fyrir viðskiptavinum okkar. Við erum mjög stolt af starfseminni okkar og því að vera að bjóða nemendum upp á hollan og ferskan mat sem er eldaður frá grunni. Ég er afar lánsöm að vera orðin hluti af þessu frábæra fyrirtæki sem Skólamatur er og hlakka mikið til komandi tíma,“ segir Katla Hlöðversdóttir. Vegna aukinna umsvifa hefur þurft að bæta við bifreiðum og stækka húsnæði Skólamatar. Í vetur hafa verið keyptir tveir Benz Sprinter sendibílar. Bílafloti fyrirtækisins telur nú átta sendibíla með vörulyftu og tvo minni sendibíla sem sjá um að koma matnum hratt og örugglega milli staða. Lager fyrirtækisins var stækkaður í vetur um 150 m2 og nú í janúar var húsnæði fyrir vörudreifingu stækkað um 170 m2. Þar var útbúin sérstök kæliaðstaða fyrir grænmeti og ávexti. Mikil aukning hefur orðið í neyslu nemenda á ávöxtum og grænmeti. Nemendum stendur
alltaf til boða úrval grænmetis og ávaxta með hádegismatnum og í ákveðnum sveitarfélögum er boðið upp á ávexti og grænmeti í morgunog síðdegisnesti. Skólamatur starfar því núna í 1.700 fermetra húsnæði á Iðavöllum 1 og 3 í Reykjanesbæ.
Gjörbreyttir starfshættir á veirutímum
Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar, segir að takmörkunin á skólahaldi sem hefur verið í gildi undanfarnar vikur hafi sett mark sitt á starfsemi Skólamatar. Fyrirtækið hefur þurft að gjörbreyta sínum starfsháttum til þess að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Flest skólamötuneytin eru lokuð og sem stendur er ekki hægt að bjóða upp á hefðbundinn, heitan mötuneytismat. Þrátt fyrir óvissuástandið þessa dagana eru að sögn Jóns mörg spennandi verkefni framundan hjá Skólamat. „Undanfarin sumur hefur mikil aukning orðið í því að leikskólar fá tímabundna þjónustu frá Skólamat, til að leysa starfsfólk mötuneyta af í sumarfríi eða öðrum forföllum.
Þá hefur líka færst í vöxt að boðið sé upp á heita máltíð á leikjanámskeiðum og öðrum viðburðum á sumrin. Sumarstarfsemi Skólamatar hefur því verið í vexti eins og önnur verkefni. Næsta stóra verkefnið hjá Skólamat er þátttaka í útboði fyrir skólamáltíðir leik- og grunnskóla á Seltjarnarnesi. Gangi það vel gæti það leitt til aukinna verkefna og vonandi skapað fleiri störf hér á Suðurnesjum.“
Skólamatur í fimmtíu skóla
Allar máltíðir Skólamatar eru forlagaðar í framleiðslueldhúsum fyrirtækisins í Reykjanesbæ og þaðan eru þær svo sendar á 50 leik- og grunnskóla í sex mismunandi sveitarfélögum þar sem lokaeldun fer fram. Fyrirtækið rekur tvö aðskilin framleiðslueldhús en í öðru þeirra fer fram framleiðsla á sérfæði fyrir þá viðskiptavini sem geta ekki, sökum ofnæmis, óþols eða annarra sérþarfa, neytt matar af matseðli. Ávallt er reynt að gæta þess að bjóða upp á mat sem er líkastur þeim mat sem er á almenna matseðlinum þann daginn.
50 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
„Viss ótti vegna þess fjölda fólks sem hefur dáið hér“ – Óskar Brown býr suður af London þar sem er strangt útgöngubann vegna COVID-19. Óskar Brown (Örlygsson) býr í Ewell, bæ í Surrey, suður af London. Hann er giftur Robin Brown og eiga þeir tvær kisur, systurnar Molly og Milly, sem eru um fimm ára gamlar. Óskar hefur hef búið í Englandi síðan 1999 en bjó á Spáni í fjögur ár þar á undan. Hann er lærður bókasafns- og upplýsingafræðingur. „Ég hef undanfarin ár tekið að mér styttri samninga og afleysingavinnu hjá skólum og stofnunum, var síðast hjá Royal College of Obstetricians and Gyneacologists. Ég ákvað á síðasta ári að taka mér hlé frá vinnu í eitt og hálft ár og hef verið að sýsla við hitt og þetta síðan þá,“ segir Óskar í samtali við Víkurfréttir sem heyrðu í honum um páskana. Í dag er hann með vikulegan útvarpsþátt á Surrey Hills Radio sem heitir The Cat’s Pyjamas, er í karlakór og er í fjarnámi við Háskóla Íslands í ensku. Víkurfréttir lögðu spurningar fyrir Óskar um heimsfaraldurinn og hvernig hann snertir líf hans og störf. – Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Hefurðu áhyggjur? Það er ekki hægt annað en að hafa áhyggjur einsog ástandið er hér í England og reyndar um allan heim. Fjölmiðlar tala ekki um annað en COVID-19-sýkingar og dauðsföll og það er ómögulegt að láta það ekki snerta sig.
eins og sjálfsagt lífi fólks um allan heim síðan þessi faraldur byrjaði. Hljóðverið hjá Surrey Hills Radio er ekki lengur í notkun og ég get því ekki gert þáttinn minn í beinni útsendingu. Þátturinn er núna tekinn upp á heimilistölvunni, klipptur og sendur til útvarpsstjórans sem hefur aðgang að tölvukerfi stöðvarinnar. Kórinn minn er orðinn „fjarkór“ með vikulegum hittingum á netinu og við erum núna að vinna í því að taka upp lag sem vonandi verður tilbúið fljótlega og verður sett á netið. – Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Hvað varð til þess? Við fórum í vikuferð til Portúgal um miðjan mars og það var greinilegt að Portúgalarnir tóku COVID-19 mun alvarlegar en Bretar. Breska ríkisstjórnin hafði reyndar beðið fólk
um að fara varlega en það voru ekki neinar sérstakar ráðstafanir í gangi. Á meðan dvöl okkar stóð sáum við hverning verslanir og veitingastaðir takmörkuðu aðgang viðskiptavina, eða lokuðu, og Portúgalska ríkistjórnin lýsti síðan yfir neyðarástandi daginn áður en við flugum heim. Það sama gerðist síðan í Bretlandi nokkrum dögum eftir að við komum til baka. –Hvernig ert þú að fara varlega í þessu ástandi? Öll samskipti við vini og vandamenn eru núna í gegnum síma eða netið og ég fer varla út fyrir hússins dyr. Þegar ég fer út, hvort sem það er í göngutúr eða að versla í matinn, þá held ég mig í tveggja metra fjarlægð frá öllum, passa ég mig á því að vera alltaf með handspritt og þvæ mér vel um hendurnar þegar ég kem heim. – Hvernig finnst þér yfirvöld á þínum stað vera að standa sig? Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá finnst mér þau ekki hafa staðið sig
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
hilmar@vf.is
neitt sérstaklega vel. Boris Johnson virtist ekki taka faraldurinn alvarlega til að byrja með og gerði lítið úr þeirri hættu sem stafaði af honum. Það var ekki fyrr en ráðherrar í ríkisstjórninni fóru að veikjast að það var byrjað gera ráðstafanir til þess að reyna að stoppa hann. – Hefur þú fylgst með aðgerðum heima á Íslandi og borið þær saman við það sem er verið að gera á þínu svæði? Ég hef gert það og ég verð að segja að mér finnst Ísland hafa staðið sig mun betur í þessu öllu saman. Það er auðvitað mikill munur á stærð landanna og íbúafjölda en Ísland virðist hafa verið mun betur undirbúið til að takast á við faraldurinn. Hér er til dæmis ómögulegt að láta mæla sig til að vita hvort maður er sýktur eða ekki nema að maður endi inn á spítala – og öndunarvélar, hlífðar-
Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á líf mitt og annara hér í Bretlandi. Það er strangt útgöngubann og allir eru hvattir til þess að vera heima hjá sér og fara ekki út nema þeir nauðsynlega þurfi.
– Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Hvernig eru dagarnir hjá þér núna? Hefur þú gert miklar breytingar í daglegu lífi? Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á líf mitt og annara hér í Bretlandi. Það er strangt útgöngubann og allir eru hvattir til þess að vera heima hjá sér og fara ekki út nema þeir nauðsynlega þurfi. Dagarnir hjá mér eru því allir heima við, fyrir utan klukkutíma á dag þegar ég fer í göngutúr um nágrennið og vikulega ferð í búð til að kaupa í matinn. Til þess að lífga aðeins upp á vikuna þá höfum tekið uppá því að panta pizzu á föstudögum þar sem við getum ekki lengur farið út að borða. – Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi vinnu eða daglegt líf? Það er óhætt að segja að það hafa orðið miklar breytingar á mínu lífi,
Hilmar Bragi Bárðarson
Óskar Brown og Robin Brown.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 51
fatnaður og annar aðbúnaður til að berjast gegn þessu er af skornum skammti. – Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Það er mjög mikilvægt að standa saman gegn þessum hræðilega faraldri og að fylgja þeim leiðbeiningum sem stjórnvöld og þeirra sérfræðingar gefa til þess að minnka frekari útbreiðslu á COVID-19. Það er á tímum sem þessum sem maður gerir sér grein fyrir því hversu mikilvægir vinir og fjölskylda eru og allir þeir litlu hlutir sem við hugsum aldrei um, eins og að faðma þá sem manni þykir vænt um. – Hefur eitthvað komið til tals að yfirgefa svæðið og koma heim til Íslands? Nei, það hefur ekki gert það. – Ertu í miklum samskiptum við þitt fólk og vini heima á Íslandi núna? Meira en vanalega? Já, ég er það og þá sérstaklega foreldra mína. Það er afskaplega gott að geta haft samband í gegnum netið til þess að heyra í þeim og fá að vita að þau eru hress. – Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Notar þú netið meira? Eftir að útgöngubannið var sett á hér í Bretlandi þá hvöttu stjórnvöld alla til þess að versla í gegnum netið og fá matvörur sendar heim en ég hef ekki notað þessa þjónustu. Þar sem ég er ekki sýktur og get farið út og verslað sjálfur er óþarfi fyrir mig að fá sent heim. Það eru svo margir sem eru veikir heima og komast ekki út og þeir eiga að hafa forgang í svona þjónustu. – Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Það er ómögulegt að segja en ég held að þetta muni taka mánuði frekar en vikur til þess að ganga yfir. – Hvernig eru aðrir fjölskyldumeðlimir að upplifa ástandið? Er ótti? Það er viss ótti vegna þess fjölda fólks sem hefur dáið hér í landi. Við þekkjum báðir marga sem hafa veikst en þeir eru allir á batavegi, sem betur fer. Við reynum bara að gera okkar besta til að sýkjast ekki, horfa ekki of mikið á sjónvarp og passa upp á það að hafa nóg fyrir stafni. Það hjálpar.
Kisurnar Molly og Milly.
52 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hlýddi Víði og tók sér páskafrí frá námi – Sigríði Erlingsdóttur, forstöðumanni Krabbameinsfélags Suðurnesja og stjórnmálafræðinema í HÍ, finnst gaman að elda góðan mat og hún elskar fisk – sérstaklega sushi. – Hvernig varðir þú páskunum? Ég ferðaðist innanhúss og hlýddi Víði, málaði nokkur húsgögn og naut samveru með börnunum mínum. Tók mér líka páskafrí frá náminu sem var notalegt.
– Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Ég lét mér nægja nr. 1 því það er nóg af páskaeggjum í kringum mig. Málshátturinn var: „Það er ekki glæpur að skipta um skoðun.“
Netspj@ll
– Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Fyrir utan hefðbundin símtöl þá er FaceTime mikið notað. Gott að geta séð í andlitin þar sem samverur hafa minnkað mikið. Svo er Zoom og Teams notað í háskólanum þar sem staðnám breyttist snögglega í fjarnám og fyrir fundi í vinnunni. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ætli ég myndi ekki hringja í dótturina. Við tökum FaceTime daglega og þá er bara best að halda í þá rútínu. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Þetta eru mjög skrítnir tímar og ég held að það þurfi að fara varlega að aflétta hömlunum. Þríeykið er búið að standa sig frábærlega og ber ég mikla virðingu fyrir þeim. En þetta reynir á þolinmæðina að geta ekki farið á þá staði sem manni langar á og hitta vini og ættingja. Svo er þetta erfitt fyrir okkur golfara en tímabilið er að byrja og við erum vön að byrja með golfmótin á vorin þannig að það verður smá bið í það. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Við sjáum hvað við erum vanmáttug gagnvart slíkri ógn sem varla sést. Það er enginn eyland. Það er margt sem við lærum á svona tímum og ég held að við lærum að bera virðingu fyrir því sem við höfum og lærum að meta litlu hlutina. – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Já, það er ég og finnst ekkert skemmtilegra en að elda góðan mat fyrir börnin mín og tengdabörn.
– Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Fiskur er í miklu uppáhaldi og þá sérstaklega sushi. – Hvað var í páskamatinn? Ég eldaði bláberjamarenerað lambalæri – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Það er mjög fátt sem mér finnst leiðinlegt að elda en ef ég ætti að velja eitt þá væri það eitthvað fiskmeti. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Ég bakaði Rólómarengstertu með jarðaberum á páskadag. Krakkarnir eru hrifin af henni. Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Sushi, ekki spurning. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Góðu fréttirnar eru að það eru færri að greinast með COVID-19 og fleiri að batna. Og svo er samtakamátturinn svo mikill hjá okkur Íslendingum og næstum allir hlýða Víði. Í dag fylgist maður með samfélaginu á netinu og það lyftir manni upp að sjá alla þessa samkennd og hjálpsemi í samfélaginu. Það má heldur ekki gleyma gríninu en það er margt sprenghlægilegt sem fólk er að gera en það er nauðsynlegt að hlægja líka og má ekki gleyma því á svona tímum. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Maður er með hugann hjá þeim sem misst hafa ástvini úr COVID-19 og þeim sem eru veikir.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Uppáhaldstilvitnun? Einu mistökin eru þegar þú hættir að reyna.
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 53
Telur að fjarfundir muni minnka kolefnisspor gríðarlega
Netspj@ll – Hafþór Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi hjá Reykjanesbæ, hefur haldið sig heima að mestu en náð að skreppa örsjaldan í golf. – Hvernig varðir þú páskunum? Ég hef bara verið heima við að mestu, hef þó náð að skreppa örsjaldan í golf þar sem að fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir eru virtar, m.a. búið að setja sand í golfholurnar þannig að kylfingar þurfi ekki að snerta flaggstangirnar. Svo verð ég að hrósa Sjónvarpi Símans fyrir frábæra tónleika með Helga Björnssyni. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Sambó páskaegg – málshátturinn var: „Farga ei fengnu fé fyrr en annað hreppist.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Við á fræðslusviði Reykjanesbæjar fundum alla virka daga klukkan 8.30 í gegnum Microsoft Teams og svo höfum við líka notað Zoom. Allir reikningar á vegum vinnunar eru greiddir í gegnum netið og mjög mikið af venjubundnum störfum er
vel hægt að sinna í gegnum þau kerfi sem sveitarfélagið er að nota í venjulegu árferði. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ætli það væri ekki Vilhjálmur bróðir minn og við að kryfja golfhringinn. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Þetta er afar erfið staða sem er kominn upp. Við þurfum öll að standa saman við að vinna okkur upp úr þessu ástandi. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Ég tel að fjarfundir muni aukast gríðarlega sem mun minnka kolefnisspor heimsins verulega!
– Ertu liðtæk/ur í eldhúsinu? Nei þar er frúin mun sterkari. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Er ekki páskalambið alveg klassískt. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Ég er fínn grillariJ – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Pönnukökur
– Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? 1944 klikkar ekki þegar frúin er í vinnunni. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Að það eru færri sem að greinast með veiruna. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Allt atvinnuleysið.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Ertu búinn að styrkja Keflavík og Njarðvík í hópsöfnun þeirra á netinu? Að sjálfsögðu.
54 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ingvar Gissurarson býr skammt frá Benidorm á Spáni
„Himinn og haf á milli strangra reglna hér og þeirra aðgerða sem maður fylgist með heima á Íslandi“ Ingvar Gissurarson hefur, ásamt eiginkonu sinni, Margréti Hallgrímsdóttur, verið búsettur um tíma í strandbænum Jávea á Costa Blanca á Spáni en það er um 27000 manna bær u.þ.b. 35 km norðaustur af Benidorm. „Eftir langvarandi húsnæðisóöryggi, ótíð og dýrtíð á Íslandi þá var niðurstaðan að reyna að gera það besta úr stöðunni, láta gamlan draum rætast og prófa að búa erlendis. Hér njótum við góðs veðurfars, dásamlegs umhverfis og viðráðanlegs verðlags sem hjálpar til við að viðhalda líkama og sál,“ segir Ingvar um ástæður þess að hann settist að á Spáni. – Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Þetta er svolítið súrrealískt ástand. Skrítið en lærdómsríkt að búa við útgöngubann sem er líklega það strangasta í Evrópu um þessar mundir. Vissulega íþyngjandi, sérstaklega fyrir Íslending sem hefur búið við óskert ferðafrelsi alla tíð, en maður var fljótur að aðlagast og tekur þessu með jafnaðargeði. Eins er athyglisvert að upplifa samstöðu bæjarbúa en rúmlega helmingur þeirra er af erlendu bergi brotinn og frá rúmlega 80 löndum. Hér ríkir almenn jákvæðni og staðfesta við að fylgja reglum og klára þetta með sóma. Flestir fara út á svalir klukkan átta á kvöldin, klappa og hafa hátt. Þakka þannig þeim sem standa í
framlínunni og peppa hvert annað upp. Einnig fara hér stöku sinnum á sama tíma um í hópum neyðarökutæki með ljósum og sírenum sem allt er til að byggja upp baráttuþrek og undirstrika að við erum öll í þessu saman. – Hefurðu áhyggjur? Er vissulega vel meðvitaður um mögulega hættu af COVID-19 en reyni að taka jákvæðnina og bjartsýnina á þetta og leyfi mér ekki að hafa miklar áhyggjur af faraldrinum sem slíkum hvað mig og mína varðar, enda tel ég okkur öll í nokkuð öruggu skjóli og hef trú á að þetta gangi fljótlega yfir en afleiðingarnar í framhaldinu eru sannarlega áhyggjuefni. Hér í Valencia-héraði hefur okkar svæði sloppið einna best frá faraldrinum með tiltölulega fá greind smit og spítalinn hér hefur ekki verið undir miklu álagi í samanburði við önnur svæði. En ástandið er vissulega áhyggjuefni fyrir marga sem sitja eftir tekjulitlir og jafnvel tekjulausir og ekki útséð um hvernig fjölda fyrirtækja og einstaklinga reiðir af í framhaldinu.
– Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Hvernig eru dagarnir hjá þér núna? Hefur þú gert miklar breytingar í daglegu lífi? Dagarnir eru vissulega einhæfir og það að fara út með ruslið er orðið tilhlökkunarefni. Maður fer ekki út úr húsi nema hafa lögmæta ástæðu til og getur átt von á að vera stöðvaður af lögreglu hvenær sem er og þurfa að gera grein fyrir ferðum sínum. Verslunarferð þýðir undantekningarlítið að maður ekur fram á vegatálma lögreglu og þarf þar að gera grein fyrir sínum ferðum og sýna fram á búsetu nálægt versluninni en einungis má fara í næsta stórmarkað til að versla helstu nauðsynjar. Sem betur fer erum við með hund og að fara með hann út í stuttar gönguferðir til að sinna nauðsynlegum þörfum er ein af fáum undantekningum frá útgöngubanninu þannig að við hjónin skiptumst á að kíkja aðeins út fyrir girðinguna. – Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi vinnu eða daglegt líf? Hef ekki getað stundað fasta vinnu vegna heilsufarsaðstæðna um árabil þannig að þar er engin breyting á, en vissulega hefur þetta áhrif, og það sem ég finn helst fyrir er að geta ekki farið í lengri göngur og nauðsynlega
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
hreyfingu sem hefur verið lykilatriði til að halda biluðu baki í sæmilegu ástandi. Annars hefur þetta aðallega áhrif á félagslega þáttinn. Maður sinnir ekki áhugamálum utan heimilis, hittir ekki vini og kunningja, fer út að borða eða á kaffihús sem reyndar eru smámunir og létt í vasa í samanburði við þau áhrif sem þetta hefur og mun hafa á líf og framtíð margra annara. – Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Hvað varð til þess? Held að maður hafi farið að gera sér grein fyrir því fyrripartinn í mars að „flensan“ eins og maður kallaði þetta væri líklega eitthvað alvarlegri en maður gerði sér grein fyrir fram að því. Svo þróuðust málin hratt hér um miðjan mars og fyrr en varði var skollið á útgöngubann og ekkert annað í stöðunni en að taka þetta alvarlega. – Hvernig ert þú að fara varlega í þessu ástandi? Reyni að fara eftir reglum og leiðbeiningum eins og kostur er og þá fyrst og fremst með tilliti til annara í kringum mig. En vissulega er maður
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 55
meðvitaður um mögulegan ósýnilegan óvin í umhverfinu og hagar sér samkvæmt því. – Hvernig finnst þér yfirvöld á þínum stað vera að standa sig? Yfirvöld hér á Spáni taka þetta mjög alvarlega og útgöngubanninu fylgt hart eftir frá fyrsta degi. Að auki var öllum leiðum í flesta bæi hér við ströndina lokað fyrir páskana til að koma í veg fyrir ferðalög en mikið af húseignum hér eru frístundaeignir, margar hverjar í eigu Madrídarbúa, þar sem faraldurinn hefur verið hvað skæðastur og margir þeirra freistað þess að komast hingað yfir páskana. Þeim sem reyndu að komast voru miskunarlaust sektaðir og sendir til baka og að auki vaktar lögregla matvöruverslanir og þar má fólk eiga von á að þurfa að sýna fram á búsetu í bænum en sæta sektum ella. Þessar aðgerðir eru augljóslega að virka en hér eru tölur hratt að breytast í samræmi við það og flest ný smit sögð vera innan heimilis eða hjá heilbrigðisstarfsfólki þannig að við förum vonandi að sjá fyrir endann á þessu hér.
Ég hef nú trú á að maður verði orðinn sæmilega frjáls ferða sinna hér um svæðið undir lok næsta mánaðar og milli landa þegar líður nær haustinu.
– Hefur þú fylgst með aðgerðum heima á Íslandi og borið þær saman við það sem er verið að gera á þínu svæði? Það er himinn og haf á milli strangra reglna hér og þeirra aðgerða sem maður fylgist með heima á Íslandi og ég er efins um að væri mögulegt að framfylgja eins stífum reglum þar eins og við búum við hér. Hvort er að virka betur ætla ég ekki að dæma um og kannski fullsnemmt að gera sér grein fyrir því. – Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Í mínum huga er mikilvægast að fylgja þeim reglum sem maður býr við á hverjum stað, passa upp á þá sem eru í áhættuhóp og síðast en ekki síst að huga að andlegri heilsu sinni og annarra. Svona aðgerðir eru vissulega íþyngjandi og ástandið streituvaldandi og alls ekkert allir sem höndla aðstæður vel. Og höfum í huga að þetta ástand líður hjá fljótlega og flest komumst við sem betur fer aftur út í sumarið áður en langt um líður, reynslunni ríkari og kannski meðvitaðri um hversu frelsið og heilsan eru mikilvæg. – Hefur eitthvað komið til tals að yfirgefa svæðið og koma heim til Íslands? Nei, það kom aldrei til tals. – Ertu í miklum samskiptum við þitt fólk og vini heima á Íslandi núna? Meira en vanalega? Það hefur lítið breyst nema að ekki verður af fyrirhuguðum heim-
sóknum til okkar í sumar en að öðru leyti þá er auðvelt að halda uppi samskiptum á tækniöld. Allir eru með netið og millilandasímtöl kosta ekki meira en milli húsa. – Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Innkaup eru lítið breytt nema hvað það má bara einn fara í bíl og í búðina en áður sinntum við hjónin yfirleitt innkaupum saman. Auk þess reynum við að versla bara einu sinni í viku í stað þess að vera stöðugt að skjótast í búðina eftir smáatriðum eins og maður gerði áður enda alls ekki vel liðið ef maður er að skreppa
einungis eftir rauðvínsflösku og kexpakka þessa dagana. Netinnkaup hef ég ekki notað en flestar verslanir hér hafa, vegna álags, takmarkað þá þjónustu við þá sem eru í áhættuhópum, aldraða og/eða eiga illa heimangengt. – Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Eins og er þá er núverandi neyðarástand sett til 26. apríl en þá eru komnar sex vikur frá því það var fyrst sett á. Samkvæmt fréttum þá er viðbúið að óskað verði eftir framlengingu á því fram til 10. maí en mögulega þá með einhverjum til-
slökunum sem þá eru fyrsta skrefið til að færa landið til baka í eðlilegt horf en það verður væntanlega gert í nokkrum skrefum. Hef nú trú á að maður verði orðinn sæmilega frjáls ferða sinna hér um svæðið undir lok næsta mánaðar og milli landa þegar líður nær haustinu. – Hvernig eru aðrir fjölskyldumeðlimir að upplifa ástandið? Er ótti? Sýnist flestir taka þessu með jafnaðargeði en auðvitað hafa íþyngjandi aðgerðir eins og þessar alltaf áhrif á fólk en ótta hef ég ekki skynjað.
56 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Netspj@ll
Kristín Ósk sem bakaði og færði tveimur COVID-sjúkum afraksturinn.
Hefur oft f i r h á i d n a ró a d l e ð a g i ám eða baka Kristín Ósk Wium Hjartardóttir er fulltrúi hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og förðunarfræðingur í hjáverkum. Hún var á ferðalagi með sínum allra nánustu innanhúss um páskana. Hún segir lærdóminn af heimsfaraldrinum að taka engu sem sjálfsögðu. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Ég fékk tvö egg þetta árið. Rísegg nr. 4 frá Freyju og Góuegg nr. 7 frá yndislegu vinnunni minni. Málshátturinn úr Freyjuegginu var: „Á misjöfnu þrífast börnin best“ – Góueggið verður ekki opnað strax. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Aðallega Messenger og Skype og svo hef ég notast við Snapchat videosímtöl líka. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Alveg bókað eiginmaðurinn minn þar sem ég væri að lesa upp fyrir
hann innkaupalista, þar sem hann er yfirleitt sá sem sér um innkaupin á heimilinu eftir að þessi furðulega staða kom upp í þjóðfélaginu. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Það er erfitt að kyngja því, sérstaklega þar sem ég er svo náin fjölskyldunni minni en get ekkert hitt þau því það eru svo margir í áhættuhópi. En lítið annað við þessu að gera en að taka bara einn dag í einu og hlýða Víði. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Að taka engu sjálfsögðu. – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Já, mjög. Það hefur oft róandi áhrif á mig að elda eða baka. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Nautasteik með truffluolíu og grófu salti.
– Hvað var í páskamatinn? Það átti að vera Bayonne-skinka en breyttist á síðustu stundu í T-bonesteikur, ekki leiðinleg sú breyting. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Ítalskan mat og amerískan „Comfort Food“. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Eldri dóttirin bakaði páskatertuna, eins og vanalega, sem var gamaldags maregnsterta með svampbotni og jarðaberjum.
– Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Pasta, sítrónu, rjómapela, Gran Podno-ost og steinselju – og svo myndi ég elda sítrónupastað mitt. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Ég bakaði og færði tveimur COVIDsjúklingum afraksturinn, auk smá auka í poka fyrir þær. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Sem betur fer hefur ekkert vont hent mig persónulega í vikunni en dauðsföll vegna COVID eru ekki beint jákvæð þó þeir aðilar tengist mér ekki persónulega.
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Þú ert greinilega ekki frá Íslandi, hvaðan ertu? (Djók! ALLS EKKI spurning sem ég kæri mig um að fá en fæ allt of oft.) Svarið er samt: Frá Indónesíu. Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 57
í v þ f a r u j g g „Hef áhy i k k e i n u m n að landin ð a l i t a g a s f l á hafa sj “ t ú a t t e þ a hald – segir Oddný Guðbjörg Harðardóttir, alþingismaður, sem segir margt hægt að læra af heimsfaraldrinum. Oddný Guðbjörg Harðardóttir, alþingismaður, hefur verið með prjónana á lofti um páskana en einnig svarað fjölmiðlum um ástandið á Suðurnesjum. Þá skrifaði hún um pólitík á tímum COVID-19 og lífið eftir COVID-19. – Hvernig hefur þú verið að verja páskunum? Prjóna, lesa, ganga, borða og fara í pottinn. Uppskrift af einum góðum frídegi en þoli ekki marga svona dag eftir dag. Suma daga hafa fréttamenn brotið upp daginn og óskað eftir viðtölum um ástandið á Suðurnesjum og starfsmenn Samfylkingarinnar með vídeóupptökum um sama efni. Ein og ein grein skrifuð líka um pólitík á tímum COVID-19 og lífið eftir COVID. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Ég keypti mér páskaegg nr. 2 og fékk málshátt við hæfi: „Glöggt er auga á annars lýti.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Nota FaceTime og Messenger til að hafa samband við fjölskylduna en Zoom og Teams til að funda með þingflokki, þingnefndum og með þingflokksformönnum og -forseta. Í Norðurlandaráði notum við KUDO því það gefur möguleika á túlkun. Mjög gott fundatæki. Annars hafa allir fjarfundir gengið vel og ég held að t.d. alþjóðasamstarf eigi eftir að verða skilvirkara og ódýrara í framtíðinni með fleiri fjarfundum. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Það yrði myndsímtal á Björkina sem er hópur með stelpunum okkar Eiríks og tengdasonum. Barnabörnin
fengju auðvitað að vera með. Eitt símtal en á alla sem ég elska mest í heiminum. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Tek þessu með jafnaðargeði en með smá kvíðatilfinningu. Ég hef áhyggjur af því að landinn muni ekki hafa sjálfsaga til að halda þetta út og veiran nái sér aftur á strik. Það væri afar slæmt. Væri líkt og við hefðum rúllað stórum steini upp bratta brekku með mikilli fyrirhöfn en sleppt svo takinu rétt áður en markinu er náð bara til að horfa á hann rúlla niður brekkuna – og þurfa svo að taka til við að rúlla honum upp brekkuna aftur. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Það er svo margt. Eitt er að við sjáum svo skýrt úr hverju samfélög eru byggð. Samfélög eins og þau norrænu þar sem er sterkt heilbrigðisog velferðarkerfi, samfélög sem hafa staðist ágjöf frjálshyggjunnar að mestu, þau koma best frá neyðarástandinu. Lönd eins og Bandaríkin með gott heilbrigðis- og velferðarkerfi fyrir suma á meðan aðrir hafa ekki efni á velferðarþjónustu, þar sem markaðurinn ískaldur ræður för fara illa. Og svo eru hin sem eru útsett fyrir einræðisherrum og fasistum sem ganga að lýðræðinu dauðu í sumum löndum og nýta faraldurinn til að hunsa mannréttindi. Svo höfum við lært að halda fína fjarfundi og hvernig við getum sýnt umhyggju og hlýju í gegnum tölvu og síma þegar að knús og kossar eru ekki í boði og sýnt náunganum hlýju með brosi og kurteisi með tveggja metra fjarlægð
Netspj@ll – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Nei, það er ég ekki. Eiríkur, maðurinn minn, sér um að elda og er mjög góður í því. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Soðin ýsa, stöppuð með kartöflum og smjöri með slatta af tómatsósu gerir sig alltaf. Nýlega hef ég þó lært að meta spínatlasanja. – Hvað var í páskamatinn? Lambahryggur með ORA-baunum og rauðkáli. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Þá sjaldan ég fæ að komast að í eldhúsinu þá elda ég kjúklingarétti. En það gerist ekki oft enda er vinnudagurinn oftast langur og mér annað gefið en að elda góðan mat. Mér er minnistætt þegar Tómas Ingi, elsta barnabarnið mitt, hljóp upp stigann
í Björkinni og kallaði: „Afi komdu niður strax. Amma ætlar að fara að elda.“ Bragð er að þá barnið finnur, þetta segir held ég nokkuð um mína eldamennsku. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Eiríkur bakaði pönnukökur á afmælisdeginum mínum sem var á skírdag, 9. apríl. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Pulsur, pulsubrauð og nammi fyrir afganginn. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Fleirum hefur batnað af COVID-19 en veikst. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Fleiri hafa látist vegna veirunnar – og leitað er að ungri konu sem hefur verið saknað síðan á skírdag.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Hvað hefur þú prjónað margar peysur í samkomubanninu? Og hefur þú æft þig á píanóið? Ég er búin að prjóna eina peysu og er langt komin með aðra. Uppskriftin heitir Rúnni Júll með sítt að aftan og peysurnar eru einmitt á langafabörn Rúnna Júll og barnabörn mín. Og já, fyrst þú spyrð þá hef ég spilað nokkrum sinnum lagið Lítill fugl eftir Fúsa og Maístjörnuna, lag Jóns Ásgeirssonar við texta eftir Halldór Laxnes, lag sem við jafnaðarmenn syngjum alltaf á okkar góðu stundum.
58 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Lárus Frans Guðmundsson býr í Solrød Strand í Danmörku
Víðir, Þórólfur og Alma miklu betri en pólitíkusarnir sem ráða för í Danmörku Lárus Frans Guðmundsson býr í Solrød Strand í Danmörku. Bærinn er á Stór Kaupmannahafnarsvæðinu og þar hefur hann búið síðan 2004 ásamt Ástu Birnu, eiginkonu sinni. Þau eiga fjögur börn. Tvö búa heima, einn í Odense og einn í Reykjanesbæ. Lárus starfar sem verkefnastjóri hjá tölvufyrirtæki, SimCorp, en þar fóru allir heim að vinna eftir að landið lokaði. Utan vinnu hefur Lárus verið að hjóla og styðja Team Rynkeby söfnunarverkefnið. Víkurfréttum lét forvitni á að vita hvernig Suðurnesjafólk í útlöndum er að upplifa heimsfaraldurinn á sínu svæði. „Fólk er rólegt hér í kringum okkur, flestir eru heima þar sem skólum og leikskólum var lokað og
allir opinberir starfsmenn sendir heim. Flest fyrirtæki gerðu það sama, fólk fer sjaldnar í búð, verslar fyrir fleiri daga í einu og í stað þess að börnin séu með þá er það bara fullorðnir,“ segir Lárus í samtali við Víkurfréttir. – Hefurðu áhyggjur? Já og nei, við erum hraust og börnin okkar en tengdaforeldrar mínir erum um áttræðisaldurinn og mamma
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
að nálgast sjötugt og því eru þau í áhættuhóp. – Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Hvernig eru dagarnir hjá þér núna? Hefur þú gert miklar breytingar í daglegu lífi? Já, við erum náttúrlega bara heima. Breyting hjá mér á vinnunni er lítil, við notum Teams fyrir okkar fundi og höldum því áfram. Sem verkefnisstjóri er ég mikið á fundum og flakka um bygginguna og það sem breyttist mest hjá mér er að ég labbaði um 7000–8000 skref á dag en sit núna á loftinu heima.
Utan vinnu eru líka breytingar en dóttirinn er á karate æfingum fjórum, fimm sinnum í viku og eru við foreldranir með að styðja okkar klúbb. Öllum mótum og viðburðum hefur verið aflýst. Ég hef sjálfur verið að hjóla síðastliðin ár og það er allt með öðru sniði núna og ekki svipur hjá sjón. – Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Við fengum heimsókn í síðustu viku febrúar af sýktum einstaklingi í vinnuna og var ein deild send heim eftir þá heimsókn. Ég er hluti af ITviðbragðsteymi hjá fyrirtækinu og það var kallað saman. Við höfðum
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 59
u ásamt fjölskyldu sinni
Lárus er „hitamælahrekkjalómur“ og er duglegur að senda vinum á Íslandi myndir af hitamælinum í Danmörku á þessum árstíma. Hér sýnir mælirinn 16 gráður!
auðvitað fylgst með fréttum frá Íslandi en yfirvöld í Danmörku voru töluvert seinni til að bregðast við og þegar það gerðist þá var það af fullum þunga. Sem dæmi þá voru allir sem komu frá Ischgl-skíðasvæðinu settir í sóttkví á Íslandi en sama dag fór vinnufélagi minn þangað á skíði og mætti svo til vinnu. – Hvernig ert þú að fara varlega í þessu ástandi? Við höldum okkur heima við, förum ekki í heimsóknir eða hittum vini. Þegar við förum út að versla þá reynum við að halda tveim metrum í næsta mann og notum spritt. Heimavið þá er maður farinn að þvo sér í tíma og ótíma.
– Hvernig finnst þér yfirvöld á þínum stað vera að standa sig? Ekkert sérstaklega, hér eru það pólitíkusar sem ráða ferðinni og að bera það saman við Ísland þá eru Víðir, Þórólfur og Alma miklu betri. Sem dæmi á blaðamannafundi þegar landinu var lokað þá sagði forsætisráðherra að þetta væri pólitísk ákvörðun og sóttvarnalæknir hér sagði að það væru ekki læknisfræðilegar ástæður til að loka landamærum. Þrátt fyrir að það hafi verið samstaða á pólitíska sviðinu á þeim punkti þá eru núna mismunandi skoðanir komnar fram, sérstaklega hvernig eigi að aflétta þeim. – Hefur þú fylgst með aðgerðum heima á Íslandi og borið þær saman við það sem er verið að gera á þínu svæði? Já og það verður að spyrja að leikslokum en það er ótti að kúrfan í Danmörku hafi ekki náð að rísa nóg og að við verðum í lengri tíma að fara í gegn en önnur lönd. Nú á að opna aftur leikskóla og grunnskóla
fyrir yngstu bekkina (0.–5. bekk) en aðrar lokanir eru í gildi til 10. maí. – Hefur eitthvað komið til tals að yfirgefa svæðið og koma heim til Íslands? Nei, veit ekki hvert við ættum svo sem að fara. Við búum hér og verðum hér þangað til við ákveðum annað og þá myndum við flytja heimilið. – Ertu í miklum samskiptum við þitt fólk og vini heima á Íslandi núna? Meira en vanalega? Já, að einhverju leyti. Þar sem við erum meira heima er meiri tími til að vera í samskiptum við fjölskylduna á Íslandi. Þetta er samt sá tími ársins að ég sendi oftar myndir úr garðinum, af hitamælinum og grillinu, fæ þannig viðbrögð að heiman þar sem oft er snjór ennþá en 10–15 gráður hér yfir daginn þegar sólin skín. –Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Nei, við höfum verslað í þeim matvörubúðum sem við gerðum áður,
sem eru hér í bænum. Við veljum tíma þegar er minna að gera í búðunum ef við getum. – Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Við verðum líklega út þetta ár með einhverjar ráðstafanir, við gerum ráð fyrir að fara á karatemót í Póllandi og Slóvakíu í haust og keyrum líklega á báða staði. – Hvernig eru aðrir fjölskyldumeðlimir að upplifa ástandið? Er ótti? Við upplifum ekki ótta í okkar fjölskyldu, fólk er varkárt og passar sig og sem betur fer höfum við sloppið ennþá en Ásta er ein af þeim sem þarf að mæta í vinnu og því erum við með spritt í bílnum sem dæmi. – Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að við tökum öll ábyrgð og hugsum um hvort annað, verjum tíma með börnunum okkar og hlýðum Víði.
60 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – Ævintýrasmiðjur fyrir ungt fólk með fötlun Heiðarskóli – Aðstoðarskólastjóri Umhverfissvið – Verkefnastjóri skapandi fólk Umhverfissvið – Skapandi fólk í sumarstörf Njarðvíkurskóli – Forstöðumaður frístundaheimilis Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Viðburðir í Reykjanesbæ Hljómahöllin Fimmtudaginn 16. apríl kl. 20:00 kemur hljómsveitin Hjálmar fram í beinni útsendingu í gegnum streymi á Facebook-síðu Hljómahallar Bókasafnið, Blár Apríl og Aðalheiður Sigurðardóttir Þriðjudaginn 21. apríl kl. 20:00 til 21:30 mun bókasafn Reykjanesbæjar bjóða upp á frían aðgang að glænýjum fyrirlestri um heim einhverfunnar. Fyrirlesturinn er sjónrænn, hvetjandi, gagnvirkur, persónulegur og hlý upplifun fyrir alla. Skoðið fleiri spennandi viðburði á heimasíðu Reyjanesbæjar.
Raular rándýrt lag með Stebba Jak Göngugarpurinn Arnar Már Ólafsson úr Grindavík væri til í að fara til Balí þegar heimsfaraldurinn verður afstaðinn. Arnar svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum um allt og ekkert. – Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að kíkja í símann. – Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Ég hlusta á Spotify. – Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Ég raula með einu rándýru lagi með Stebba Jak. – Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég les helst bækur. Núna að lesa bókina Saknað. – Uppáhaldsvefsíða? Mín uppáhaldsvefsíða er Vísir.is – Uppáhaldskaffi eða -te? Ég drekk ekki kaffi eða te. – Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Það síðasta sem ég horfði á í sjónvarpi voru þættirnir Fjöllin rumska. – Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Draumafríið mitt væri að fara til Balí.
Ljósmyndir í tækifærisgjafir? Hafið samband. Himar Bragi • sími 898 2222 • hilmar@vf.is
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
– Uppáhaldsverslun? Uppáhaldsverslunin mín er 66 Norður. Þar er svo góður útivistarfatnaður. – Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Flestar fréttir sem tengjast ekki COVID-19 eru góðar fréttir.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 61
Njóta og ! i ð í V a j ð y t s Sveinn Magni Jensson er eigandi að Millvúd pípulögnum og Svítan guesthouse. Amilía Máney á hann líka fyrir afa og það er eiginlega fullt starf segir Sveinn. — Hvernig varðir þú páskunum? Bæta við ístruna, flatmagandi í sófanum á heimatónleikum og glápandi á Peaky Blinders í TV-inu.
— Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Hef verið að snappa meira en vanalega en samt ekki verið að senda heilu tónleikana úr TV-inu úr símanum til snappvina, meira svona rugl frá mér. — Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ég myndi vilja hringja sama símtalið og Silvía nótt átti í laginu „til hamingju Ísland” og fá svör við því hvort Daði Freyr ætti einhvern möguleika í Júróinu. — Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Nýjustu tíðindin koma mér ekkert á óvart. Ég er búinn að vera nokkuð viss um að margar hömlur verði fram á haust, ætli að nóvember, desember verði ekki svona tíminn
— Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Njóta og að „styðja VÍÐIR“. — Ertu liðtækur í eldhúsinu? Ég get reddað mér en er mun betri við að halda kokkinum rökum við eldamennskuna. — Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Ofnbakaðir, léttsaltaðir þorskhnakkar, með aspars og einhverri bráðsmitandi sósu (made by Dagga), með ísköldum VES. — Hvað var í páskamatinn? Það var lambalæri og vildi svo undarlega til að mér var treyst til að sjá um sósuna og brúna kartöflurnar og er svolítið stoltur af því þar sem besti matreiðslumeistari landsins, Óli Már, var í mat hjá okkur. — Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Ég er náttúrlega snillingur í að steikja pólskar pulzur og fela þær í Bearnaise-sósu. — Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Ketó marmarakaka og hún hvarf bara. — Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Hef nú ekkert verðskin á mat. Ætli ég myndi ekki splæsa í eins og 2–3 kg af humri og gott hvítvín fyrir afganginn.
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Netspj@ll
— Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem mér er fært páskegg. Takk, Óskar Einarsson. Málshátturinn var: „Fleira þarf í dansinn er fagra skó.“
sem við verðum farin að að vera í 1,5 m frá næsta ókunnuga manni.
— Hvað hefur gott gerst í vikunni? Ég halaði inn nokkrum krónum út úr veðmáli við einn sem fullyrti um áramótin að Liverpool væru orðnir enskir meistarar í lok mars … (easy money).
— Hvað hefur vont gerst í vikunni? Fyrir utan þetta ástand finn ég bara ekkert vont sem gerst hefur, nema kanski að fá ekki að fara í Öndverðanesið í bústaðinn.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
Hvað heldur þú að margir sem þekkja þig eigi eftir að lesa þetta rugl í þér? Veit það ekki en skal svara því þegar þeir eru búnir að senda mér skilaboð/snapp af sér í rugluðu stuði, símann í annarri og vatnsglas í hinni.
62 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
SÖGUBROT FRÁ BYGGÐASAFNI REYKJANESBÆJAR
Er eldgos væntanleg Faxi, héraðsblað Suðurnesjamanna, fjallar um eldgosahættuna 1967. Suðurnesjamenn vöknuðu upp við vondan draum skömmu eftir áramót þegar tilkynnt var að vart hefði orðið við jarðskjálfta og landris í grennd við Grindavík, rétt við Bláa lónið. Það fór um ýmsa, helst leit út fyrir að von væri á eldgosi eða jafnvel eldgosahrinu. Eldgosasaga Reykjaness var rifjuð upp og minnt á eldgosahrinur á 12. og 13. öld, en síðan hefur ekki gosið á skaganum sjálfum. Raunar varð gos á Reykjaneshrygg í grennd við Eldey svo seint sem 1830 og annað nokkru fyrr, árið 1783. Þá myndaðist þar eyja sem kölluð var Nýey og var ofansjávar um skeið. Jafnvel er talið að smágos hafi orðið við Eldey árið 1926 en þá var ólga í sjónum nokkrar klukkustundir þar. Ekki hefur hins vegar gosið á landi á Reykjanesi síðan 1226–1227 en þá mynduðust Yngra-Stampahraun, Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Í nóvemberhefti Faxa árið 1967 var grein með fyrirsögninni: „Er eldgos væntanlegt á Reykjanesskaga?“ Vitnað var í viðtal við Jón Jónsson, jarðfræðing, sem „eitt dagblaðanna“ í Reykjavík hafði þá átt við hann fyrir skömmu. Jón hafði þá verið við rannsóknir á Reykjanesi og hafði unnið að því allmörg ár að gera jarðfræðikort af Reykjanesskaga með aðstoð Karls Grönvold. Blaðamaður spyr hvort eitthvað hafi komið Jóni á óvart við rannsóknirnar. „Nei, ég get varla sagt það. Við Lönguhlíð austanverða og suðvestur með Þríhnúkum er þó mikið um ketilmynduð sig sem ekki eru algeng hér á landi. Askja er eitt slíkt sig en þessi
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
komast að sjálfsögðu ekki í hálfkvisti við hana. Það má eiginlega segja að það hafi komið mér á óvart hvílík firn af eldstöðvum er á þessum slóðum, margar þeirra eru ekki merktar á neitt kort og liggja mjög þétt víða.“ En hefur þú orðið var við einhverjar breytingar á jarðveginum á þessum slóðum? „Á hluta af svæðinu held ég að umbrot eða hræringar séu að aukast og hiti að hækka. Það er meiri kraftur í hverunum en því miður höfum við ekki eldri hitamælingar yfir svæðið svo að það er erfitt að segja nákvæmlega til um. Ég er þó ekki einn um þessa skoðun því að einn af mönnunum, sem fæst við innrauðu „hitaljósmyndunina“, nefndi þetta sama við mig að fyrra bragði. Við vitum ekkert um ástæðun ennþá en ég myndi ætla að svona yrði undanfari eldgosa. Það hafa ekki orðið eldsumbrot þarna síðan um 1340, þegar Ögmundarhraun rann. Þá rann hraun yfir bæ suðvestur af Krísuvík og ég held að það gæti orðið gaman fyrir fornleifafræðinga að líta nánar á þann stað. Það eru til Húshólmi og Brennishólmi í hrauninu og bæjarrústirnar standa að nokkru leyti út undan hrauninu og má telja víst að undir því sé einhverja muni að finna frá þessum tíma. Hraunlagið er ofurþunnt á þessum stað, innan við metri held ég, og það væri ekki mikið verk að rífa það ofan af bænum. Ég býst ekki við að neitt fólk hafi farist en það ætti t.d. að vera hægt að finna þarna viðarkol sem hægt væri að aldursákvarða og jafnvel eitthvað af húsunum. Mér myndi þykja mjög gaman að taka þátt í rannsókn á staðnum. Jarðvegurinn undir hrauninu er valllendi, þurrlendismói.“
Faxi getur í framhaldi af þessu mikilla jarðhræringa sem áttu sér stað þá um haustið á Reykjanesi. Þessar jarðhræringar hófust fimmtudagskvöldið 28. september með jarðskjálftum sem varð vart bæði norðanlands og sunnan og áttu raunar upptök sín bæði fyrir norðan og sunnan. Voru skjálftarnir á forsíðum
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 63
gt á Reykjanesskaga? gær. Sterkasti kippurinn varð klukkan 22:22 í fyrrakvöld og mældist hann 4,2 stig á Richterkvarða. Þá urðu einnig nokkrar jarðhræringar norðanlands og mældist fyrsti og sterkasti kippurinn klukkan 22:28 og var hann tæp fjögur stig. Upptök jarðskjálftanna á Reykjanesi voru skammt norðaustur af Grindavík en upptökin fyrir norðan voru stutt suður af Grímsey, um 330 km frá Reykjavík. Síðasti kippurinn sunnanlands sem nokkkuð kvað að kom um hálffjögur í gær og þegar Morgunblaðið hringdi suður í Grindavík, laust fyrir klukkan 10 í gærkvöldi, hafði allt verið með kyrrum kjörum síðan um kvöldmat. Um hádegisbilið í gær höfðu talsvert á annað hundrað kippir komið fram á jarðskjálftamæli Verðurstofunnar, þar af fimm fyrir norðan. Engin tjón urðu af jarðhræringum þessum.
blaða og aðalfréttir í útvarpi og sjónvarpi. Faxi vitnar í umfjöllun í Morgunblaðinu en þann 30. september mátti lesa eftirfarandi í blaðinu: „Mesta jarðskjálftahrina á Reykjanesi í langan tíma. Jarðhræringar hófust á Reykjanesskaganum í fyrrakvöld og stóðu þær fram eftir degi í
Þriðjudaginn 10. október birti Tíminn eftirfarandi umfjöllun: Jón Jónsson, jarðfræðingur, sagði í viðtali við Tímann í dag að enn væru talsverðar breytingar á hverasvæðinu á Reykjanesskaga, þótt ekki væru þær stórvægilegar, og fremur í rénun en aukningu. M.a. hefur hverinn frá 1918 gosið með auknum krafti og gufumökkurinn á svæðinu er nokkuð mikill. Sagði Jón að búast mætti við því að breytingar þarna myndu halda áfram í einhverjum mæli, e.t.v. í nokkur ár, en ekki væri líklegt að nein stórmerki gerðust þar syðra. Sprunga sú, sem hverabreytingarnar urðu eftir, er alls u.þ.b. 35 km á lengd, nær frá klettasvæðinu niður við sjóinn, upp undir Sýrfell [Sýrfell
er um 3 km norðaustur af Reykjanesvita], en hverfur þar undir nýrra hraun en heldur samt áfram allt fram undir Vatnsleysu. Við breytingarnar hefur sprungan breikkað ögn á köflum og sigið og að sögn Jóns Jónssonar er hún sums staðar um 80 cm á breidd. Síðan um fyrri helgi hefur ekki orðið vart neinna breytinga utan hverasvæðisins en þar gætir umbrota að sjálfsögðu mest þegar slíkar breytingar verða. Ekki er unnt að segja fyrir um hvað þarna gerist en sennilega fjarar þetta út smátt og smátt, enda þótt það geti tekið nokkur ár unz ástandið kemst í algerlega eðlilegt horf.“ Faxi vitnar einnig í Alþýðublaðið 3. október 1967: „Gufumökkurinn, sem kemur upp úr sprungum þeim sem myndazt hafa á hverasvæðinu við Reykjanesvita, jókst um allan helming í gær og á sunnudag. Nýir leirpyttir höfðu einnig myndazt. Aðrar breytingar hafa ekki orðið á svæðinu frá því vart varð við nýju hverina tvo sl. laugardagsmorgun.“ Faxi lætur þess getið að eftir þetta hafi mjög tekið að draga úr eldsumbrotum á Reykjanesi og jarðhræringar verið litlar að undanförnu, hvað sem síðar kunni að gerast. Undir greinina skrifar „H. Th. B.“, eða Hallgrímur Th. Björnsson sem þá var ritstjóri Faxa og hafði verið um langt skeið. Samantekt: Árni Daníel Júlíusson, söguritari.
Á hluta af svæðinu held ég að umbrot eða hræringar séu að aukast og hiti að hækka. Það er meiri kraftur í hverunum en því miður höfum við ekki eldri hitamælingar yfir svæðið svo að það er erfitt að segja nákvæmlega til um.
64 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ósk Wall hefur búið í Esbjerg í Danmörku síðan 1998 og vinnur að heiman vegna heimsfar
„Hér er öllu frestað fram Ósk Wall hefur verið búsett ásamt fjölskyldu sinni í Esbjerg í Danmörku síðan maí 1998. Maki hennar er Óskar Snorrason, húsasmiður, og þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Þá er annað barnabarn á leiðinni. „Ég starfa hjá verkalýðsfélaginu Fødevareforbundet NNF sem atvinnuskaða- og félagsráðgjafi (Arbejdsskade og Social konsulent). Yfirmenn mínir eru í Kaupmannahöfn en ég er með skrifstofu í Esbjerg, Holstebro og Rødekro. Starf mitt felst í að hjálpa meðlimum okkar að fá þá hjálp sem þeir eiga rétt á í sambandi við veikindi og atvinnuslys hjá yfirvöldum í Damörku og áfrýja ákvörðunum sem við metum að séu rangar. Sem félagsráðgjafi er þetta mjög spennandi starf sem gefur aukinn möguleika á að grafa niður í löggjöfina,“ segir Ósk um það sem hún er að fást við. Okkur hjá Víkurfréttum lék forvitni á að vita hvernig Suðurnesjafólk í útlöndum er að upplifa heimsfaraldur COVID-19. Þar sem Ósk hefur búið á þriðja áratug í Esbjerg í Danmörku, það er það hennar heimavöllur, enda segist hún lítið fylgjast með því sem er að gerast á Íslandi, nema ef náttúruhamfarir verða.
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
– Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Hræðilegt ástand og eiginlega mjög hrollvekjandi hve fljótt svona smit getur dreift sér. Þetta er ástand sem engin hefur prófað áður og engin hefur 100% lausn í sambandi við hvernig maður bregst við. Heimurinn er lamaður, við erum öll í sömu aðstöðu, þó mismikilli hættu að sjálfsögðu. – Hefurðu áhyggjur? Já, að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur. Ég vona að það lyf sem Danirnir eru að prófa þessa stundina virki svo það sé hægt að fara að gefa lyf við þessum vírus. – Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Hvernig eru dagarnir hjá þér núna? Hefur þú
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
Ég hafði smá áhyggjur af því að við gætum sýkst í flugvélinni á leiðinni heim. En mér hefði aldrei dottið í hug að ástandið yrði eins og við þekkjum í dag.
gert miklar breytingar í daglegu lífi? Skrifstofurnar okkar hafa verið lokaðar síðan 15. mars og verða áfram til 10. maí. Allir vinna heima. Okkar meðlimir eru í vinnu þar sem þeir starfa við matvælaiðnaðinn. Ég hef verið meira og minna heima þar sem ég hef haft einkenni í langan tíma. Þó ég sé testuð neikvætt með COVID-19 hefur minn læknir upplýst að testin eru ekki örugg. Svo við minnstu einkenni, þá á fólk að vera heima. Ég hef ekki séð dóttur mína og hennar fjölskyldu sem búa í Skanderborg síðan í lok febrúar. Það er gott við höfum tæknina til að geta séð og talað saman. Sá yngsti hefur verið heima síðan 15. mars og verður áfram þangað til fyrirvöld eru tilbúin til að opna skólana að fullu en þau yngstu, frá 0. til 5. bekk, byrja í skóla eftir páska. – Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi vinnu eða daglegt líf? Við vinnum heima. Öll samskipti eru í gegnum síma. Við hittum ekki vini eða vandamenn. Við tökum þetta öll alvarlega. Tökum enga áhættu.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 65
raldursins:
m að hausti“ Brúðkaupi dóttur okkar og tengdasonar var frestað en það átti að vera 4. apríl. Við bíðum spennt eftir sömu dagsetningu á næsta ári. – Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Í janúar var maður byrjaður að heyra um þetta ástand í Kína. Við vorum stödd í Dubai síðustu tvær vikurnar í janúar þegar fréttir fóru að ágerast. Á flugvellinum á leiðinni heim, voru næstum allir með grímur og mikið af Kínverjum. Ég hafði smá áhyggjur af því að við gætum sýkst í flugvélinni á leiðinni heim. En mér hefði aldrei dottið í hug að ástandið yrði eins og við þekkjum í dag. – Hvað varð til þess? Það var óhugnanlegt hve hratt vírusinn dreifðist í Kína. Einnig þegar fyrstu smitin greindust hér, þá fór þetta að koma óþægilega nálægt. – Hvernig ert þú að fara varlega í þessu ástandi? Ég fer eftir leiðbeiningum yfirvalda. Held mig heima. – Hvernig finnst þér yfirvöld á þínum stað vera að standa sig? Yfirvöld hér standa sig mjög vel. Auðvitað má alltaf vega og meta hvort hefði átt að gera meira fyrr en miða við önnur lönd þá held ég að við getum verið sátt. Danmörk stendur vel fjárhagslega og ég hef fullt traust til þess að ríkisstjórnin geri það rétta út frá þeim leiðbeiningum sem eru til staðar. – Hefur þú fylgst með aðgerðum heima á Íslandi og borið þær saman við það sem er verið að gera á þínu svæði? Ekki mikið. Ég fylgist ekki mikið með fréttum frá Íslandi nema að það séu náttúruhamfarir. Ég sé þær fréttir sem eru deildar á Facebook. Miðað við það sem ég hef séð virðist íslendingar standa sig ágætlega. Ég verð þó viðurkenna að ég var mjög hissa að þeir skildu ekki loka skólum alveg. Ég sé reyndar í fréttum hérna í Danmörku núna að sérfræðingar eru að minnast á það (í sambandi við að skólar eru að opna hér fyrir þá yngstu) að það hafi gengið vel og ekki mikið um smit hjá börnun á Íslandi. Fyrir utan þessa frétt hef ég lítið séð minnst á Ísland í fréttum hér í sambandi við COVID-19. Við megum ekki gleyma því að Ísland er í sérstakri aðstöðu, sem lítið land með ein landamæri og þar af leiðandi
auðveldara að eiga við smitbera en í landi eins og Danmörku með sex milljónir íbúa. – Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Standa saman, styðja hvort annað. Hlusta á yfirvöld. Það koma betri tímar og þá er mikilvægt að við gleymum ekki öllum þeim góðu gildum sem við lærðum í krísunni. – Hefur eitthvað komið til tals að yfirgefa svæðið og koma heim til Íslands? Mitt heimili er í Danmörku, svo nei. – Ertu í miklum samskiptum við þitt fólk og vini heima á Íslandi núna? Meira en vanalega? Nei, ekki meira en vanalega. Það hafa allir verið, sem betur fer, við góða heilsu.
– Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Ég versla á netinu hjá verslunum hér í Esbjerg sem eru illa staddar út af þessu ástandi. Hér í Esbjerg hafa íbúar keypt Take Away oftar en vanalega, sama er það með okkur, höfum aldrei keypt eins oft mat heim og núna. Ég versla meira á netinu en vanalega. Við verslum ekki matvöru á netinu en förum alltaf ein að versla. – Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Svo lengi sem það er ekki búið að framleiða lyf eða hægt að bólusetja þá kemur þetta til að taka tíma. Hér er öllu frestað fram að hausti. Engar útihátíðir, ráðstefnur eða tónleikar. Sumarfríið okkar til Bandaríkjanna fær mjög líklega að bíða til betra tíma.
– Hvernig eru aðrir fjölskyldumeðlimir að upplifa ástandið? Er ótti? Nei, það er ekki ótti, við förum öll varlega. Ég á son sem er í áhættuhópi og hann á því miður hættu á því að þurfa að vera lengi í einangrun heima hjá sér. Dóttir mín er ófrísk og á að eiga núna í ágúst en sem betur virðast ófrískar konur ekki vera í áhættuhópi, hún hættir þó að vinna nú í maí samkvæmt ráðlegginum yfirvalda. Vandamálið með þennan vírus að það er alltaf eitthvað nýtt að koma í ljós.
66 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Erum með bogann of spenntan
Netspj@ll
Guðbergur Reynisson er framkvæmdastjóri og eigandi Cargoflutninga ehf. Hann fékk lánað spinninghjól til að halda sér í formi á meðan líkamsræktarstöðvar eru lokaðar. Einnig fer hann út að skokka, ganga og hjóla. — Hvernig varði fjölskyldan páskunum? Við vorum öll mikið hér heima og nánast kláruðum verkefnalistann sem hefur safnast upp á heimilinu síðustu tvö ár. Meira segja búinn að mála svefnherbergið. En það bætist eitthvað við, vittu til. — Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Nóa nr. 4 og málshátturinn var „Mikill vill meira.“ — Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Heimurinn mun breytast við þessa veiru þar sem ekki verður eins aðkallandi að fólk þurfi að ferðast lengri og styttri vegalengdir fyrir stutta stjórnarfundi, t.d. getur klukkutímafundur tekið 2,5 klst. með akstri til og frá og samtölum eftir fund, með Teams, Zoom eða FaceTime tekur hann kannski bara 45 mín og þú ert heima hjá fjölskyldunni. — Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Davíð Oddsson, þarf að spyrja hvers vegna? Ef hann svarar ekki þá Leoncie. Hún gæti kennt okkur ótrúlega bjartsýni og hleypt brosi inn í lífið eftir erfiða tíma. — Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Þetta er verkefni sem þarf að klára, og betra að segja lengra en styttra, ég hef bara miklar áhyggjur af öllum fyrirtækjunum sem gætu misst tökin og lokað en við verðum bara öll sem samfélag að taka þátt og vera tilbúin að rísa hratt upp þegar við sjáum fyrir endann á þessu. — Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Að við erum með bogann of spenntan, maður á alltaf að eiga varasjóð. Ekki það að ég eigi varasjóð en það er aðdáunarvert hve vel ríkisvaldið er í stakk búið. Svo er spurningin hversu langan tíma tekur þetta, sjóðir geta tæmst. Þurfum líka að taka á þessu með yfirvegun, að missa kúlið hjálpar engum það er öll heimsbyggðin sem er flækt í vandamálið. Nú, frekar heldur en nokkurn tímann, þarf að hugsa út fyrir boxið. — Ertu liðtækur í eldhúsinu? Ég kann á uppþvottavélina og set í hana og tek úr henni þegar Elsa segir að þess þurfi. Veit svona 75% hvar allt á að vera í eldhússkápunum og finnst ótrúlega skemmtilegur ratleikur að finna hvar restin á að vera. Ég held að Elsa leiki sér að því að færa hluti til. — Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Lamb Bearnaise og franskar en fæ alltof sjaldan.
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
— Hvað var í páskamatinn? Lamb, kalkúnn og meðlæti að hættu Elsu minnar. Hún er meistarakokkur. — Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Eggjabrauð og Macaroni Cheese-stangir frá Costco með helst fimm tegundir af köldum sósum og kalt vatn með. — Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Snúðar með glassúr sem hurfu fljótar en tók Elsu að baka þá, enda fimm svangir úlfar á heimilinu sem Elsa þarf að halda gangandi. — Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Ég held að ég myndi taka tíma og velja eitthvað ódýrt og heilsusamlegt en Elsa segir að ég myndi eyða þessu öllu i súkkulaði. — Hvað hefur gott gerst í vikunni? Þær fregnir að við værum kominn á topp kúrvunar vegna COVID-19 smita sem kom mér reyndar á óvart ég hélt að hér yrði tilkynnt um útgöngubann í tvær vikur yfir páskana. — Hvað hefur vont gerst í vikunni? Það að fólk sé ekki að fara eftir tilmælum Almannavarna að halda sig heima. Held reyndar að þríeykið hafi gefið út rétt fyrir páska að það sæi fyrir endann á COVID-19, svo Íslendingar gerist kærulausir og smithraðinn aukist. Smá svona samsæriskenning þar sem umtalið var að smithraðinn væri ekki nógu hraður.
— Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Ertu að stunda einhverja hreyfingu heima eða útivið núna þegar fólk er í sóttkví og líkamsræktarstöðvar lokaðar?
Já, ég fer út að skokka, ganga og hjóla og Vikar lánaði mér spinninghjól heim en spurningin hvernig það gengur vil ég alls ekki fá!
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 67
Gerður Sigurðardóttir, bókari hjá Happy Campers og hönnuður hjá Duus Handverk, ferðaðist innanhúss um páskana en fór líka út að Reykjanesvita og Gunnuhver.
Gott lambaeða folaldakjöt klikkar seint – Hvernig varðir þú páskunum? Ferðuðumst innanhúss og skruppum aðeins að skoða Gunnuhver og í kringum Reykjanesvita. Fór líka í góða göngutúra, eins og ótrúlega margir. –Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Ég fékk Nóa Síríus númer 4 í afmælisgjöf og málshátturinn var: „Ekki batnar allt, þó bíði.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Símtöl og snjáldrið kemur til góðra nota. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Hann Óli minn. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Fer að verða svolítið erfitt en þetta er bara það sem við þurfum að gera, Hlýða Víði. Þetta kemur okkur hjá Duus Handverk mjög illa, við erum
með lokað en bjóðum upp á að fólk hringi og ég opna. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Fara varlega, almennt hreinlæti, handþvottur og knúsa minna … Ég á erfitt með þetta síðasta. – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Já, ég tel mig ágætan kokk. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Humar er í allra mesta uppáhaldi ... En gott lamba- eða folaldakjöt klikkar seint. – Hvað var í páskamatinn? Hamborgarhryggur og Bayonneskinka – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Lamb og alls kyns fisk. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Súkkulaðikaka í síðustu viku og vöfflur um helgina.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Hversu mörg barnabörn áttu?
Fimm að verða sex, hamingjan verður ekki meiri en það.
– Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Grænmeti og rjóma ... Á slurk af kjöti í frysti, hehe. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Ég og stórfjölskyldan er heilsuhraust og höfum öll komist hjá smiti. – Hvað hefur slæmt gerst í vikunni? Ekkert í þessari viku en urðum fyrir bruna í vikunni á undan.
Netspj@ll
68 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
á f ð a r u ð a n u r Þvílíku a n a n g r o m á ð u a r b ð a k a b ný kju, fór í keppni ir rk u ík av fl e K ið v ti is organ eigsgrunn. – Arnór Vilbergsson, rd sú i tr e b i rð e g r o v h sína um páskana við spúsu Hún vann!
– Hvernig voru páskarnir? Páskarnir hafa verið einkar undarlegir fyrir mann sem vinnur í kirkju. Engin orgelleikur við messur í fyrsta skiptið í tuttugu ár, páskasálmarnir og tónið á bandi og fjölskyldan í allt of mikilli fjarlægð. Ég sakna fólksins míns, fjölskyldu og kóra. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn?
Við hjónin keyptum okkur Nóa og Siríus, saltkaramellueggið. Ég slátraði mínu á tíu mínútum en konan á enn helminginn af sínu. Málshátturinn minn er: „Að biðja er mönnum misjafnt lagið.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Samskipti hafa aðallega farið í gegnum síma en þó hefur Zoom verið notað töluvert. Um páskana var fjölskyldan iðin við að vera
í spurnarleikjum á „Kahoot“ og Zoomið þá notað. Í gengum tíðina hefur Messenger verið notað mikið á mínu heimili til að eiga samskipti við börn og barnabörn.
vitað eru Wellington-steikur alltaf góðar. Kjötfars er líka í miklu uppáhaldi. En að öllu ólöstuðu er Villa borgarinn alltaf bestur (ekki samstarf).
– Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Amma fengi símtalið í dag, er búinn að vera á leiðinni að hringja í hana í of langan tíma.
– Hvað var í páskamatinn? Í páskamatinn var lambahryggur frá Ásbrú, sveit foreldra minna.
Netspj@ll
– Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Lítið er hægt að blúsast yfir þessum fregnum. Svona er þetta bara. Þær kórferðir sem átti að fara í sumar verða þá bara að bíða. Ég á yndislegan pall og pott, nýjan bíl og kúlutjald. Þetta verður í lagi. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Ekkert er sjálfsagt! Allt í einu kemur lítil padda og snýr öllu á hvolf og ekkert er hægt að gera annað en að bíða hana af sér. Það sem áður var svo sjálfsagt, eins og hitta börnin, barnabörnin, ömmur og afa og foreldra, er allt í einu hættulegt! – Ertu liðtækur í eldhúsinu? Ég er einungis liðtækur þegar kemur að frágangi. Hólmfríður heimilsfræðikennari hrósaði mér ekki oft en þegar ég var með tuskuna í hendinni átti hún ekki orð. „Þvílík sjón þegar drengurinn rennir yfir borðin,“ sagði hún oft. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Ég held að súpukjöt sé að tikka inn sem uppáhaldsmaturinn minn. Auð-
– Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Eins og áður sagði er ég ekki öflugur þegar kemur að matargerð. Ég elda þó eitt sem Guðný mín biður mig af og til að henda í ... smjörsteiktan humar. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Við fórum í smá keppni um páskana, ég og spúsa mín, um að gera súrdeigsgrunn. Kona vann og þvílíkur unaður að fá nýbakað brauð á morgnana. Þannig að síðasta sem var bakað á mínu heimili var súrdeigsbrauð á páskadagsmorgun. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Fyrir 2000 kall mætti fá ýmislegt. Ég myndi kaupa rúgbrauð, síld, kjötfars, hvítkál og kartöflur þá er peningurinn að öllum líkindum uppurinn. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Jákvætt í vikunni er vitanlega að paddan er á undanhaldi. Allar þessar gjafir á sjúkrastofnanir eru fallegar. Snjórinn er á undanhaldi og veður að skána og það sjást fiskar í sjónum við Feneyjar. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Neikvætt í vikunni voru fregnir af mannshvarfi. Ömurlegt.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Hefur þú lært eitthvað undarlegt upp á síðkastið? Já, að orðið „pogonophobia“ er orð yfir þá sem eru hræddir við skegg. Sem betur fer á það ekki við um frúna mína.
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 69
Netspj@ll Með þremur af afabörnunum á Ed Sheeran tónleikunum.
Ég gat smíðað og málað í garðinum um páskana, þannig að það var ekki bara verið innanhúss í útgöngubanninu.
Páskalambið áður en það fór í ofninn, hægeldað í 5 tíma.
Sex rétta máltíð á Asia Kitchen fyrir 2000 kall Einar Lárus Ragnarsson er starfsmaður á plani hjá Snittenonline. com, fyrirtæki sem Einar rekur á Spáni þar sem hann er búsettur. Hann tekur COVID-19 með jafnaðargeði. — Hvernig voru páskarnir? Útgöngubann hér þannig að það var innanhússferðalag. — Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Páskaeggið er á leiðinni, sá í gær að það er í Madrid. Síðasti málshátturinn sem ég fékk var „Betra er autt rúm en illa skipað“. — Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Við erum með myndfjölskyldspjall í gegnum Messenger.
— Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Foreldrarnir til að ganga frá flugmiðum fyrir heimsóknina þeirra.
— Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Léttreyktur lambahryggur með góðri sósu og meðlæti. Má alls ekki vanta asíur.
— Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Engin sérstök upplifun. Jafnaðargeð, var viðbúið.
— Hvað var í páskamatinn? Lambalæri að hætti Evu Laufeyjar.
— Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Nægjusemi, virðingu og ag sem hefur verið skortur á í okkar þjóðfélagi. — Ertu liðtækur í eldhúsinu? Já, mjög svo.
— Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Kjötsúpu.
— Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Mömmukökur. — Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Sex rétta máltíð á Asia Kitchen. — Hvað hefur gott gerst í vikunni? Tölurnar eru á niðurleið og það var aflétt vinnubanni.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Hvar ertu staddur núna? Heima hjá mér, í Almoradí.
Hvað segir unga fólki 70 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Slæm áhrif á sumarvinnuna
Árni Þór Guðjónsson hefur verið í fjarkennslu í Verslunarskólanum og einnig notið þess að vera heima með fjölskyldunni á veirutímum Hvernig hafa síðustu vikur verið hjá þér? Alveg síðan samkomubannið byrjaði hef ég verið heima í fjarkennslunni og í páskaviku naut ég páskafrísins.
Veirutími nýttur í lærdóm
Súsanna Margrét Gunnarsdóttir hefur notað veirutímann vel í lærdóm og er bjartsýn á gott sumar Hvernig hafa síðustu vikur verið hjá þér? Mjög svo rólegar en auðvitað stress varðandi þessa veiru. En á meðan ég #HlýðiVíði þá vona ég nú að allt fari á besta veg miðað við aðstæður.
Hvernig heldur þú að sumarið verði? Vonandi bara frábært. Við getum undirbúið okkur fyrir það versta en er ekki alltaf best að vonast eftir því besta?
Að hvaða leyti hefur líf þitt breyst í samkomubanninu? Það hefur auðvitað alveg breyst eitthvað en maður reynir bara að aðlaga sig að þessu öllu saman. Ég er þjálfari hérna í Reykjanesbæ og öllum líkamsræktarstöðvum hefur auðvitað verið lokað svo ég hef verið að nota þennan auka tíma í lærdóm og hef einnig verið að baka í meira mæli eins og öll þjóðin víst.
Hvað hefur hjálpað þér að halda heilsu í gegnum þetta? Hreyfing! Hún er merkilega mikilvæg, bæði fyrir líkamlegu og andlegu hliðina og það að halda einhvers konar rútínu.
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
Að hvaða leyti hefur líf þitt breyst í samkomubanninu? Árið mitt byrjaði þannig að ég var næstum allan janúar og febrúar í bænum á æfingum fyrir söngleik Verzló. Þar af leiðandi hitti ég ekki fjölskylduna mína nema kannski einu sinni, tvisvar, í viku. En samkomubannið virðist vera að jafna það út þar sem ég er búinn að vera með þeim
heima 24/7 síðustu vikur sem er bara geggjað! Hvernig heldur þú að sumarið verði? Ég hef einhvern veginn enga hugmynd við hverju ég á að búast en þetta hefur auðvitað slæm áhrif á sumarvinnuna mína sem er að mestu leyti að gera brúðkaupsmyndbönd vegna þess að margir eru að fresta brúðkaupunum sínum. Hvað hefur hjálpað þér að halda heilsu í gegnum þetta? Tónlist og aukin útivera hefur hjálpað mér mikið.
ið á tímum COVID-19? VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 71
Erfitt að hitta ekki fjölskylduna
Þóra Lind Halldórsdóttir finnst skrýtið að hafa ekki hitt fjölskyldu, vini og skólafélaga og þakklát fyrir að allir í fjölskyldunni séu heilbrigðir
Göngutúrar og podcast
Hvernig hafa síðustu vikur verið hjá þér? Síðustu vikur hafa verið rólegar en svolítið krefjandi og í mikilli óvissu. Það hefur ekki mikið breyst þegar það kemur að daglegu lífi þar sem ég er að skrifa BS ritgerðina mína við Háskóla Íslands og ég var búin að vera mikið heima að vinna í henni fyrir samkomubannið. Síðan held ég áfram að mæta í vinnuna mína samhliða því. Það er hins vegar erfitt að hitta fjölskyldu og vini svona lítið og að vera ekki með fasta rútínu.
Hvernig hafa síðustu vikur verið hjá þér? Síðustu vikur hafa verið frekar rólegar. Ég er vön að hafa mikið að gera og vera á fullu í skóla, vinnu, björgunarsveitarstarfinu og félagslífinu. Það hefur orðið mikil breyting á því þar sem að skólinn og vinnan eru lokuð, öll skipulögð starfsemi innan björgunarsveitarinnar hefur verið sett á pásu og frekar lítið um að vera í félagslífinu um þessar mundir.
Að hvaða leyti hefur líf þitt breyst í samkomubanninu? Skólinn minn lokaði svo námið mitt hefur breyst í fjarnám, crossfit-stöðin þar sem ég æfi er einnig lokuð og það er skrýtið að hitta ekki fjölskyldu, vini og skólafélaga. Síðan var erfitt að eyða ekki páskunum með fjölskyldunni eins og vaninn er. Þar að auki er ég að útskrifast núna í vor og fyrirkomulagið á lokaprófum, lokaritgerðinni og útskriftinni mun líka breytast. Þetta eru hins vegar hlutir sem skipta ekki öllu máli og ég er mjög þakklát að allt fólkið mitt sé heilbrigt og hafi ekki lent í því að smitast.
Karín Óla Eiríksdóttir hefur haft meiri tíma með sínu nánasta fólki og áhugamálunum sem hefur hún vananlega ekki.
Að hvaða leyti hefur líf þitt breyst í samkomubanninu? Ég er í fjarnámi í skólanum og get því lært á þeim tíma sem að ég vil sem hentar mér mjög vel. Ég hef haft meiri tíma til að sinna mínu nánasta fólki og áhugamálum sem ég gef mér vanalega ekki mikinn tíma í.
Hvernig heldur þú að sumarið verði? Ég held að þetta sumar eigi eftir að vera ólíkt því sem við erum vön, ekki jafn mikið af ferðalögum og útihátíðum. Ég stefni að því að vera dugleg að vinna og eyða tíma með fólkinu mínu. Svo heldur maður auðvitað í vonina og stefnir að því að mæta í dalinn í byrjun ágúst. Hvað hefur hjálpað þér að halda geðheilsu í gegnum þetta? Samverustundir, heimaæfingar og göngutúrar og skemmtilegir podcastþættir eru það helsta sem hefur hjálpað mér.
Hvernig heldur þú að sumarið verði? Mér finnst sumarið vera mikil óvissa fyrir alla. Ég held það verði ennþá takmarkanir á mörgu sem er skiljanlegt. Öllu sem ég hafði skipulagt í sumar hefur verið frestað eða aflýst og einnig hefur
sumarvinnan mín breyst vegna ástandsins. Það kemur vonandi í ljós fljótlega hvernig sumarið verður og þó að óvissan sé erfið veit ég að, hvernig sem þetta verður, þá er það gert í hag okkar allra. Ég mun vonandi ná að ferðast eitthvað innanlands og ef veðrið verður eitthvað í líkingu við sumarið 2019 þá get ég ekki kvartað. Hvað hefur hjálpað þér að halda heilsu í gegnum þetta? Það hefur hjálpað mér mjög mikið að halda rútínu, vakna alltaf á svipuðum tíma, taka heimaæfingar, heyra í fjölskyldu og vinum og svo finnst mér ótrúlega gott að fara út að labba en það er eitthvað sem ég vanmat mikið áður en þetta ástand skall á. Mér finnst mikilvægt að vera jákvæð en á sama tíma að leyfa sér líka bara að eiga slæman dag annað slagið í svona skrýtnu ástandi.
72 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
n i g g e l l ö i k k e a m y e G i n n u f r ö k í sömu
ri hjá Benna Pípara ta is e m a g in n g la u íp p ra ekki kvæmdastjóri og ve ð m a a fr sé , n m o u ss n n ri ld Jó t ra ik a d sf e Ben egi draga af heim m m se n n ri u m ó rd annaiðnaðurinn læ m a rð fe r ó st u ehf., segir að rs ve h r rfunni, samanbe kö u m sö í in g g e ll ö ð me i. hefur verið hér á land – Hvernig varðir þú páskunum? Í endurbætur á húsnæði sem dóttir og tengdasonur voru að kaupa, einnig í tiltekt og vorverkin heima við.
– Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Nr. 7 frá Nóa og málsháttur var: „Áfram lifir eikin þó laufin falla.“
Netspj@ll
– Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Hef þurft að breyta aðeins samskiptamáta svona vinnulega séð en núorðið fara samskipti meira fram með símtölum, tölvupóstum, Messenger og FaceTime. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Erfitt að svara þessu en líklega færi það svolítið eftir ástæðu þess að geta bara hringt eitt símtal. Gefum okkur það að þetta símtal væri líkt og í bíómyndum þá væri það Sandra Sif, dóttir mín, sem fengi það símtal þar sem hún er í lögreglunni og þekkir til þar. :-) – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Leggjast ekki vel í mig, bæði atvinnulega séð sem og persónulega. En hef samt ákveðið að vera bjartsýnn á þetta allt saman, er ekki að leggjast í þunglyndi yfir þessu.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
Hafa orðið miklar breytingar á fyrirhuguðum ferðaplönum fyrir sumarið? Líkt og öll önnur sumur var ætlunin að ferðast mikið innanlands, held að þar verði ekki mikil breyting á og kannski það verði pláss á vegum og tjaldsvæðum. Það voru tvær utanlandsferðir á döfinni, ein til Ítalíu með kirkjukór Keflavíkurkirkju og svo ein til Prag með öllum starfsmönnum og mökum, að öllum líkindum verður þeim frestað. Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Geyma ekki öll eggin í sömu körfunni samanber hversu stór ferðamannaiðnaðurinn hefur verið hér á landi, þurfum „eitthvað annað“ með. Einnig verður vonandi vitundarvakning hjá fólki varðandi smitleiðir, t.d. ekki hnerra í hálsmálið á næsta manni í Bónus-röðinni. Einnig mætti nefna breyttar aðferðir við vinnu, t.d. eru í dag fjarfundir bara eðlilegustu hlutir, nú er hægt að ganga frá ýmsum hlutum rafrænt sem ekki var hægt áður. Annað að hér áður óku menn hundruði kílómetra eða ferðuðust með flugi á fundi sem tóku kannski minna en eina klukkustund. Einnig opnast frekari möguleikar fyrir margar starfsstéttir að „vinna heima“ í stað þess að sækja alltaf vinnu útí bæ.
– Ertu liðtækur í eldhúsinu? Er mjög góður í því að setja í uppþvottavél og taka úr henni. Eiginkonan, Sigrún Halldórsdóttir, sér yfirleitt um matseldina. Ég get þó alveg bjargað mér við matseld þó mínir hæfileikar njóti sín betur á öðrum sviðum. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi en bara heimamatreitt, ekki það hollasta sem hægt er að finna en gott í hófi. Annars finnst mér fiskur besti maturinn svona almennt. – Hvað var í páskamatinn? Grillað lambafille fyrir tvö. Frekar fámennt aldrei þessu vant í páskamatinn á mínu heimili. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Er ekki mikill matreiðslumaður en það er alltaf gaman að standa við grillið með fjölskyldu og vinum og þá sérstaklega í útilegum. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Terta sem Díana Dröfn, dóttir mín, bakaði af engu tilefni ef ég man rétt. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Færi á Villa bar og fengi mér kjúklingaborgara með káli og sósu og eina pylsu á meðan ég væri að bíða eftir borgara. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Ánægjulegast að sjá fram á að geta boðið öllum mínum starfsmönnum áframhaldandi fulla vinnu, svona miðað við stöðuna í dag. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Ekkert sem tekur því að dvelja við.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 73
Netspj@ll
Fagaðilar en ekki moðhausar sem ráða för – Tómas Knútsson borðaði „óvart“ páskaeggið sitt á skírdag en átti eitt til vara. Tómas J. Knútsson, framkvæmdastjóri Bláa hersins, hlýðir Víði og var að mestu innan lóðarmarka heimilisins um páskana. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Ég fékk egg númer 4 frá Nóa með Trompi. Át það „óvart“ á skírdag en átti annað lítið sem vara. Þar stóð: „Handaverkin lifa hvers lengst. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Ég hringi mikið en var að fá mér vefmyndavél fyrir tölvuna og get þá notað Zoom og Skype fyrir fundi og fleira. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Dætur mínar og fjölskyldur þeirra sem ég elska meir en allt. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel
margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Ég er ofsalega sáttur með þau viðbrögð og það teymi sem stjórnar hér á Íslandi. Við megum prísa okkur sæl að hér eru það fagaðilar en ekki moðhausar sem ráða för. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Mannkynið þurfti að núllstilla og það er það sem verið er að gera hér. Þegar þessu yfirlýkur ætla ég rétt að vona að fólk átti sig á því hvað á að vera í forgang, það eru umhverfismál og virðing fyrir kærleika og ást. – Ertu liðtækur í eldhúsinu? Það er ekki oft kvartað yfir matseldinni minni sem betur fer.
– Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Hægeldaður matur, læri, kalkúnn, hryggur, hamborgarhryggur með öllu tilbehör á danska vísu. – Hvað var í páskamatinn? Hægeldaður kalkúnn með öllu, hann var geggjaður og fyllingin, maður lifandi. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Grilla hamborgara á sumrin og grilla humar með hvítlaukssmjöri.
– Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Smákökur um jólin. Frúin sá um það. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Góðan plokkfisk og þrumara með. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Heyrði í lóunni syngja. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Ég held að ég hafi eitthvað þyngst undanfarna daga.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
Ef þú mættir ráða Íslandi í einn dag hvað myndir þú gera? Myndi stofna sjóð sem myndi eyða fátækt á Íslandi og koma öllum í öruggt húsaskjól, eftir það má gera margt annað.
74 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Keflvíkingar safna á Karólínu Keflvíkingar hafa snúið vörn í sókn og sett af stað söfnun á Karolina Fund til að styrkja rekstur körfuknattleiksdeildarinnar. Þeir gerðu mjög skemmtilegt myndband af þessu tilefni. Á Facebook-síðu Keflvíkinga stendur:
Til að bregðast við tekjutapi höfum við ýtt úr höfn Karolina Fund-söfnun þar sem hægt er að styrkja okkur með hinum ýmsu leiðum. ALLIR sem styrkja tryggja sér aðgang að Upprisuhátíðinni sem körfuknattleiksdeildin mun standa fyrir við FYRSTA tækifæri Til sölu eru sýndarmiðar á leiki í úrslitakeppnum kvenna- og karlaliðs okkar en eins og flestir vita fór sú keppni ekki fram. Liðin í deildinni hafa staðið fyrir svipuðum sýndarmiðasölum og herma fregnir að söluhæsti sýndarleikurinn hafi náð um 2.000 (ekki)áhorfendum. Við stefnum á 2.500! Þar að auki verður hægt að fjárfesta í Hraðlestarbolum og hinum veglegu Stuðningsmannabolum ef það er það sem fólki hugnast meira og að sjálfsögðu verða stærri pakkar í boði þar sem árskort á næsta tímabili fylgja með í kaupum og rúsínan í endanum er kvöldverðarboð með Keflavíkursérfræðingunum Jonna og Sævari og Keflavíkurgoðsögn þar sem Örn Garðarsson matreiðslumeistari töfrar fram veislu eins og honum einum er lagið.
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
Mario Matasovic var besti maður Njarðvíkinga á leiktíðinni.
Keflavík og Njarðvík
semja við frábæra leikmenn Keflvíkingar hafa samið við tvo af bestu útlendingunum sem voru með þeim á síðustu leiktíð í Domino’s-deildinni í körfubolta karla og Njarðvíkingar hafa samið við einn af sínum bestu mönnum líka. Þeir Dominykas Milka og Deane Williams verða með Keflavík á næstu leiktíð. Þeir voru lykilmenn í liðinu í vetur. Njarðvíkingar hafa samið við Mario Matasovic sem var einnig þeirra besti maður á leiktíðinni. Keflvíkingar hafa samið við Dominykas Milka og Deane Williams.
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
SUÐURNESJAMAGASÍN ER FIMMTUDAGA KL. 20:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS HÉR AÐ OFAN GETUR ÞÚ SÉÐ NÝJASTA ÞÁTTINN
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Á enginn startkapla fyrir kísilver? ... sagði enginn.
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00
Ég er ekki að flytja neinar fréttir þegar ég bendi á að það stefni í það að við séum ekki að fara neitt í sumar. Frekar súr en bláköld staðreynd því miður – en sumarfrí í útlöndum er eitthvað sem við þurfum að geyma til betri tíma. Vonandi verða veðurguðirnir okkur extra hliðhollir og við munum hugsa hlýlega til sumarsins 2020 þegar við nutum þess að ferðast innanlands í íslensku sumarblíðunni. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein hér á Suðurnesjunum eins og allir vita. Flugstöðin hefur verið okkar stóriðja og höggið því þungt þegar flugið stöðvast eins og hendi sé veifað. En það eru fleiri fyrirtæki hér á svæðinu sem hafa byggt afkomu sína á ferðaþjónustunni, hér er fjöldinn allur af hótelum, veitingastöðum og afþreyingafyrirtækjum sem standa auð og verkefnalaus. Hvernig mun
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
LOKAORÐ
Sækjum okkur heim
Það er ljóst að samkeppnin um íslenska ferðamanninn verður hörð þetta sumarið. Staðreyndin er sú að flestöll ferðaþjónustufyrirtæki í heiminum berjast í bökkum í þessu hamfararástandi og sjá fyrir að þurfa að treysta á innlenda markaðinn. Ísland er þar engin undantekning og vonandi tekst okkur í sameiningu að brúa bilið þar til erlendu ferðamennirnir byrja aftur að sækja okkur heim.
Mundi
RAGNHEIÐAR ELÍNAR þeim reiða af og hvernig mun þeim ganga í baráttunni um innlenda ferðamanninn? Við vitum sem hér búum að Reykjanesið er algjör náttúruperla en því miður er það frekar vannýtt náttúruperla og lítt þekkt af Íslendingum. Reykjanesið hefur ekki verið áfangastaður Íslendinga, heldur miklu frekar þjóðbraut þeirra til og frá landinu. Án þess að hafa stundað hótelrekstur sjálf get ég mér þess til að stærsti hluti hótelgesta í Reykjanesbæ séu erlendir ferðamenn og að þeir dvelji hér frekar stutt, ýmist á leið til eða frá landinu. Þeir Íslendingar sem dvelja hér á hótelum myndi ég álíta að væru í þeim sömu erindagjörðum, til viðbótar við einstaka árshátíðir eða viðlíka viðburði. Ef þetta mat mitt er rétt þá óttast ég að það gæti verið mjög á brattann að sækja í baráttunni um innlenda ferðamanninn í sumar. Þarna þarf þegar í stað að ráðast í aðgerðir, sameiginlegt kynningar- og markaðsátak fyrir svæðið allt til að höfða
til íslenskra ferðamanna sem eru ekki vanir að líta til Reykjanessins sem áfangastaðar, hvað þá gististaðar. Þarna þarf Reykjanesbær að taka forystu, skýra forystu. Það þarf að tala bæinn okkar upp og gera hann líka að eftirsóknarverðum áfangastað. Í samvinnu við hótelin, veitingastaðina og önnur ferðaþjónustufyrirtæki þarf að kynna hvað hér er til staðar og hvað við höfum upp á að bjóða. Af nógu er að taka – fólk veit bara ekki af því. En það er ekki nóg. Bærinn okkar þarf að líta vel út og vera aðlaðandi og vel hirtur til þess að einhverjum detti í hug að koma hingað. Þar þarf Reykjanesbær að gera stórátak og það í hvelli. Það þarf að þrífa götur og göngustíga eftir veturinn og leggja miklu meiri metnað í það en hefur verið gert, t.d. með snjómokstur á þessum sömu göngustígum í vetur. Það þarf að laga það sem bilar og skemmist – má ég nefna ljósin á Strandleiðinni sem dæmi. Já, það kostar pening en ef hlutir fá að drabbast niður ber enginn virðingu fyrir þeim. Það þarf að planta blómum og hirða beð. Svo þurfum við íbúar líka að leggja okkar af mörkum – tökum til og gerum fínt í kringum okkur, göngum vel um, hendum rusli í ruslafötur og hirðum upp eftir hundana okkar! Fallegur, vel hirtur bær í dásamlegu umhverfi með heimsklassa þjónustu, að ég tali nú ekki um í dásamlegu sumarveðri. Ég held að fólk myndi vilja koma ... það þarf bara að vita af okkur.
Hefur þú sögu að segja okkur? Nú eru sögulegir tímar og Víkurfréttir vilja endilega fá myndefni frá Suðurnesjafólki þar sem það lýsir lífi sínu á tímum COVID-19. Segið okkur skemmtilegar sögur eða sýnið okkur frá því sem þið eruð að fást við þessa dagana. Þið getið notað snjallsíma eða myndavélar til að taka upp efnið. Hafið snjalltækið lárétt. Skjárinn á að snúa eins og sjónvarpið, ekki upp á rönd :-) Svona sendið þið Víkurfréttum efni: Farið í vafrann og sláið inn wetransfer.com Smellið á „Take me to Free“ (ókeypis útgáfa) Ýtið á „Add your files“ og veljið myndskeiðin sem þið ætlið að senda okkur. Í reitinn „Email to“ sláið þið inn: vf@vf.is Í reitinn „Your email“ sláið þið inn netfangið sem þið sendið frá. Í „Message“ á að skrifa upplýsingar um efnið og símanúmer sendanda. Ýtið svo á „Transfer“.
Munið bara að snúa símanum lárétt en ekki lóðrétt þegar þið takið upp myndskeið!