1 minute read

Velkomin á Aðaltorg!

Verslun og þjónusta eflist til framtíðar

Hársnyrting í hávegum höfð á Aðaltorgi

Hársnyrtistofan Draumahár opnaði á Aðaltorgi 28. nóvember 2022

Hársnyrtistofan Draumahár opnaði við Aðaltorg í Reykjanesbæ 28. nóvember 2022 en stofan hafði verið með aðsetur á Ásbrú í ellefu ár fram að því.

Hildur Mekkin Draupnisdóttir er eigandi stofunnar og einn þriggja hárgreiðslumeistara sem starfa á stofunni, auk þeirra bættist nýlega við rakari á stofuna en hann sérhæfir sig í herraklippingum. Þá hefur fótaaðgerðastofa einnig opnað á sama stað og er með aðsetur fyrir innan hársnyrtistofuna.

„Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Við erum eiginlega fullbókaðar alla daga og höfum eignast marga nýja viðskiptavini frá því við opnuðum hér á Aðaltorgi. Þetta er eiginlega lúxusvandamál,“ segir Hildur Mekkin en viðskiptavinir stofunnar þurfa að bóka tíma nema hjá rakaranum sem tekur við karlpeningnum af götunni.

„Við erum mjög ánægð hér og staðsetningin er mjög góð. Það hefur verið mikið að gera í fermingargreiðslum og klippingum að undanförnu og framundan eru brúðargreiðslur auk alls hins hefðbundna í hársnyrtingunni,“ segir Hildur Mekkin.

Við trúum á framtíð Suðurnesja

This article is from: