1 minute read
Nágrannar kvarta vegna starfsemi
Íbúar Stóru-Vatnsleysu og nágrannar svínabúsins að Minni Vatnsleysu hafa sent bæjaryfirvöldum í Sveitarfélaginu Vogum erindi með kvörtun vegna starfsemi svínabúsins að Minni Vatnsleysu. Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga tók málið fyrir á síðasta fundi sínum en þangað hafði málinu verið vísað frá skipulagsnefnd. Í bréfinu gera nágrannar svínabúsins athugasemdir við mengun sem starfsemi svínabúsins hefur í för með sér.
Sv Nab S
Í afgreiðslu umhverfisnefndar segir að samkvæmt Umhverfisstofnun gilda fjarlægðarmörk ekki þar sem það á aðeins við um ný bú. Hinsvegar munu verða gerðar auknar kröfur til mengunarvarnarbúnaðar í endurútgefnu leyfi skv. Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, HES. Nefndin hefur áhyggjur af lyktarmengun frá búinu og óskar eftir því við HES að fá ný starfsskilyrði til umsagnar þegar þau verða auglýst.
Reykjaness, Iceland Travel, Meet in Reykjavík og ekki síst sveitarfélögunum, ferðaþjónustuaðilum og öðrum aðilum á svæðinu,“ segir Daníel Einarsson, framkvæmdastjóri Reykjanes jarðvangs. Umsóknin var unnin með Markaðsstofu Reykjanes sem vinnur þessi misserin í áhersluverkefni um fundi og ráðstefnur á Reykjanesi og í mjög góðu samstarfi við sveitarfélögin og ferðaþjónustuaðila á svæðinu, Iceland Travel og Meet in Reykjavík. Kjarninn í umsókninni verður nýttur áfram til sem kynningarefni í svokölluð ráðstefnu-bid og kemur til með að nýtast fyrirtækjum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu sem hyggjast bjóða í ráðstefnur inn á svæðið.
Thai Keflavík lokað
Veitingastaðnum Thai Keflavík var lokað 15. apríl sl. eftir sautján ár í rekstri. Til stendur að breyta húsinu í íbúðir.
Magnús Heimisson, eigandi staðarins, segir í færslu á Facebook þar sem hann þakkar viðskiptavinum og starfsfólki samfylgdina að það sé erfitt að loka þessum kafla í lífi sínu. „En nú er kominn tími á að róa á önnur mið,“ segir Magnús en Heimir Hávarðsson, faðir hans, stofnaði reksturinn fyrir rétt tæpum aldarfjórðungi og sonurinn kom inn í hann nokkrum árum síðar og tók hann svo yfir.
Samstarf um skógrækt til skoðunar
Anna Karen Sigurjónsdóttir, sjálfbærnifulltrúi hjá Reykjanesbæ, fundaði á dögunum með umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga um sameiginlega skógrækt í landi Voga annars vegar og Reykjanesbæjar hins vegar á landamerkjum sveitarfélaganna við Vogastapa. Í fundargerð síðasta fundar umhverfisnefndar Sveitarfélagsins Voga segir að skógrækt gæti hentað sem leið til kolefnisbindingar fyrir sveitarfélögin og fyrirtæki á svæðinu. Nefndin mun skoða mögulega staði til skógræktar í samvinnu við landeigendur á svæðinu.
A Alsafna Arfundur
Keflav Kurs Knar Og Kirkjugar A Keflav Kur
verður haldinn þriðjudaginn 2. maí klukkan 17:30 í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju.
Dagskrá fundarins: Venjulega aðalfundarstörf .
Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju og Kirkjugarðanefnd Kirkjugarða Keflavíkur