6 minute read
Við leitum að traustu starfsfólki
Fjölbreytt störf í boði í Njarðvík
Olís opnar á næstu vikum stóra og glæsilega þjónustustöð í Njarðvík og leitar því að rösku og jákvæðu afgreiðslufólki. Störfin eru fjölbreytt þar sem á stöðinni verður starfrækt bæði Grill 66 með sínu frábæra úrvali af ljúffengum hamborgurum og Lemon mini sem býður upp á fjórar vinsælustu samlokurnar og djúsana.
Stöður í boði: Almenn afgreiðsla kl. 7:00–19:00, unnið er eftir vaktakerfi 2-2-3.
Lemon/Grill 66 og afgreiðsla kl. 11:00–23:00, unnið er eftir vaktakerfi 2-2-3.
Helgarvaktir kl. 7:00–19:00 og 9:00–21:00.
Helstu verkefni:
• Undirbúningur á matarframleiðslu á Lemon mini og Grill 66
• Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
• Áfyllingar vöru í verslun og vörumóttaka
• Þrif og annað tilfallandi
Hæfniskröfur:
• Snyrtimennska og reglusemi
• Jákvæðni, dugnaður, þjónustulund og stundvísi
• Íslensku- og/eða enskukunnátta æskileg
• Hæfni í mannlegum samskiptum
Lífsreynsla, aldur og þroski eru æskilegir eiginleikar í ráðningu í störf hjá okkur og hvetjum við jafnt ungt fólk sem eldra til að sækja um.
Umsóknir skilist inn í gegnum vefform 50skills: jobs.50skills.com/olis/is/20270
Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, uppbyggileg samskipti og fagleg vinnubrögð.
Þrír nemendur í Fisktækniskólanum hlutu námsstyrki
Þrír nemendur í Fisktækniskóla Íslands í Grindavík hlutu námsstyrki fyrir árið 2023 úr menntasjóði Íslensku sjávarútvegsverðlaunanna og voru þeir afhentir við hátíðlega athöfn í Íslenska sjávarklasanum í síðustu viku.
Á þriðja tuga umsóknir bárust en verðlaunahafarnir þrír hljóta 300 þúsund króna styrk hver. Þetta eru þau Kristín Pétursdóttir, sem leggur stund á nám í fiskeldi, Hreinn Óttar Guðlaugsson, sem leggur stund á nám í Marel-fisktækni og Dominique Baring en hann leggur stund á nám í gæðastjórnun og fiskeldi.
Klemenz nýr skólameistari
Fisktækniskólans
Klemenz Sæmundsson tekur við stöðu skólameistara Fisktækniskóla Íslands af Ólafi Jóni Arnbjörnssyni 1. maí næstkomandi. Ólafur Jón mun vinna að sérverkefnum á vegum skólans.
Klemenz er matvælafræðingur og hefur verið deildarstjóri fiskeldisbrautar og brautar í gæðastórn frá stofnun brautanna – og kennari við skólann frá 2015. Þá hefur Klemenz áratuga reynslu innan heilbrigðiseftirlitsins auk stjórnunar af rekstri öflugs fyrirtækis í matvælaiðnaði.
Ólafur, sem verið hefur skólameistari frá upphafi, mun vinna að fjölbreyttum verkefnum næsta árið enda skólinn í mikilli sókn og fjölmörg tækifæri framundan.
Eitt brýnasta verkefnið er endurskoðun gildandi samnings við yfirvöld menntamála auk þess að finna skólanum varanlegt húsnæði. Auk tveggja starfsstöðva í Grindavík hefur skólinn verið til húsa í Sjávarklasanum að Granda í Reykjavík og þrír starfsmenn skólans haft þar aðstöðu – auk kennslurýmis. Skólinn hefur frá stofnun verið til húsa á efri hæð Landsbankans í Grindavík en hefur verið sagt upp húsnæðinu frá næstu áramótum.
Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fisktækniskóla Grindavíkur, segir að styrkirnir séu ekki aðeins sterk traustyfirlýsing á starfi skólans, heldur einnig viðurkenning á mikilvægi menntunar og þjálfunar í greininni. „Þeir eru sömuleiðis hvatning fyrir ungt fólk og fullorðna til að feta þessa braut og hafa mikla þýðingu fyrir nemendur okkar. Mig langar til að þakka Íslensku sjávarútvegssýningunni, sérstaklega Marianne, fyrir samstarfið sem hefur verið afskaplega gott í gegnum árin.“
Kristín Pétursdóttir: „Styrkurinn felur í sér mikla viðurkenningu í mínum huga og ég er afskaplega þakklát og ánægð fyrir að hafa hlotið hann, sem ég bjóst alls ekki við fyrirfram. Það er ýmis kostnaður samfara náminu og ef maður missir úr vinnu hjálpar styrkurinn til að draga mann á land ef svo má segja. Ég vinn núna sem verkstjóri hjá Matorku í fiskeldi á landi og ég hugsa að framtíð mín verði á því sviði. Fiskeldisnámið í Fisktækniskóla Grindavíkur veitir mér kost á að öðlast þekkingu á þeirri starfsemi frá A til Ö og vinna mig áfram upp. Styrkurinn hjálpar þannig einnig til að fá stærri og betri tækifæri í greininni.“ Hreinn Óttar Guðlaugsson: „Ég er í Marel-tækninámi sem mun veita mér kost á frekari menntun og betri störfum og styrkurinn felur tvímælalaust í sér hvatningu og stuðning við framhaldið. Ég hef líka mikinn áhuga á vélum og vélbúnaði, hef það frá föður mínum sem er sérfræðingur á sviði Baadervéla. Ég hef ekki getað unnið á meðan ég einbeiti mér að náminu og styrkurinn hjálpar heilmikið til að bæta fjárhaginn og styðja mig í áframhaldandi nám.“
Dominique Baring: „Ég er afskaplega ánægður og þakklátur með að hafa fengið IceFishstyrkinn. Hann er ekki aðeins mikilvæg viðurkenning, heldur hjálpar mér fjárhagslega, felur í sér hvatningu og veitir mér stuðning til að geta haldið áfram í námi. Ég get nýtt mér hann núna þegar ég tek næstu skref í menntun, en ég hyggst leggja stund á sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri.“
Umsóknir um styrki voru metnar af dómnefnd sérfræðinga í sjávarútvegi sem í sitja Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækniskóla íslands (nú í leyfi), Sigurjón Elíasson, fræðslu- og þróunarstjóri á alþjóðasviði Marel, Hrefna Karlsdóttir, sérfræðingur í fiskveiðistjórnun og alþjóðamálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, og Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi Mercator Media/Íslensku sjávarútvegssýningarinnar á Íslandi.
Fisktækniskóli Íslands var stofnaður í Grindavík árið 2010 í því skyni að svara þörfum íslensks sjávarútvegs og landvinnslu með því að mennta hæft fólk til starfa í greininni. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám í fisktækni, fiskeldi, gæðastjórnun og Marel vinnslutækni.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Rétturinn
Ljú engur heimilismatur í hádeginu
Opið: 11-13:30 alla virk a daga
Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu
HEYRN.IS
HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF
Mjög rólegur mánuður, enda hrygningarstoppið í gangi, og þeir bátar sem hafa verið að veiðum, til að mynda línubátarnir, hafa þurft að fara út fyrir bannsvæðið og það er nokkuð langt út.
Ef við lítum aðeins á nokkra báta þá eru það helst línubátarnir sem hafa verið á veiðum og Sighvatur GK er sem fyrr aflahæstur af stóru bátunum og kominn með 257 tonn í tveimur róðrum. Fjölnir GK með 222 tonn, líka í tveimur róðrum. Af minni bátunum er Geirfugl GK með 29 tonn í sex róðrum. Auður Vésteins SU er með 27 tonn í þremur. Gísli Súrsson GK með 25 tonn í þremur. Allir að landa í Grindavík. Í Sandgerði er Margrét GK með 34,5 tonn í fjórum, Hópsnes GK með 34 tonn í sex og Særif SH með 53 tonn í þremur. Allir þessir bátar hafa verið að veiðum nokkuð langt frá Sandgerði og meðal annars úti við Eldey. Netabátarnir réru þangað til þeir þurftu að stoppa en í stoppinu sjálfu voru tveir stórir netabátar að veiðum utan við Suðurnesin. Þetta voru tveir af sex netabátum sem eru í netarallinu sem fram fer í apríl ár hvert. Þórsnes SH frá Stykkishólmi var við sitt netarall á Selvogsbanka og hefur landað 171 tonni í ellefu róðrum í Þorlákshöfn. Saxhamar SH var með svæðið frá Reykjanesvita og inn í Faxaflóa. Byrjaði á að landa í Reykjavík en kom síðan til Sandgerðis og landaði þar. Heildaraflinn hjá Saxhamri SH var 175 tonn í átta róðrum og þar af var landað í Sandgerði 91 tonni í fjórum róðrum. Þessi afli var veiddur í netin á slóðum utan við Sandgerði og áleiðis að Staf- nesi og Sandvík. Verður fróðlegt að sjá hvort þessi góða veiði bátanna verði þannig að það verður aukning á þorskkvóta, því einhverra hluta vegna er sjórinn fullur af fiski og sérstaklega þorski en Hafró virðist ekki finna hann. Í það minnsta hefur þorskkvótinn verið skorinn niður undanfarin ár, þvert á það sem raunverulega er að gerast í kringum landið.
Nú er þetta líka komið þannig að búast má við að fyrirtækin taki ansi löng stopp og til að mynda hefur mér borist til eyrna að dragnótabátarnir hjá Nesfiski muni veiða út maí en síðan stoppa í níu vikur.
Það þýðir að einungis þrjú skip munu vera á veiðum fyrir Nesfisk í sumar, Sóley Sigurjóns GK sem verður á rækjuveiðum og er byrjuð á rækjuveiðum fyrir norðan, Margrét GK, sem er á línuveiðum, og frystitogarinn þeirra, Baldvin Njálsson GK. Reyndar var gerð ansi áhugaverð tilraun hjá þeim varðandi Margréti GK sumarið 2022 en þá var bátnum haldið til veiða frá Sandgerði yfir sumartímann og sú tilraun gekk mjög vel. Veiði bátsins var mjög góð en hann var við veiðar á hefðbundinni slóð utan við Sandgerði og vonandi verður framhald á því að báturinn rói frá sinni heimahöfn á línu í sumar.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll
Það sama verður svo til uppá teningnum hjá fyrirtækjunum í Grindavík. Þar munu til að mynda stóru línubátarnir hjá Vísi ehf. stoppa í júlí og fram í ágúst. Reyndar hafa þeir hangið í keilu eitthvað fram í júní. Í fyrrasumar var keiluveiðin reyndar lítil hjá stóru línubátunum.
Talandi um línu og Vísisbátana en bátarnir hjá Vísi eru allir fagurgrænir og það er líka stóri flotti línubáturinn Seir M-130-H, sem er 58 metra línubátur frá Noregi, smíðaður árið 2019. þessi bátur var við veiðar djúpt úti frá Sandgerði núna 13. og 14. apríl en var við veiðar inn í hólfi þar sem að allar veiðar voru bannaðar. Stjórnstöð Landhelgisgæslunar sá bátinn í eftirlitskerfum og var báturinn kallaður upp og kannað hvort þeir væru við veiðar. Jú, það reyndist vera og var bátnum skipað að sigla til Reykjavíkur þar sem að skýrsla var tekin af skipstjóra og stýrimanni. Líklega má telja að upplýsingar hafi ekki borist til skipstjórnar manna á Seir og því fóru þeir grunlausir til veiða þarna djúpt út frá Sandgerði en vissu ekki að þeir voru að veiða á bannsvæði, sem sé ólöglegar veiðar, og skipstjórinn mun fá sekt útaf þessu. Eftir þetta þá fór báturinn til veiða og þegar þetta er skrifað þá er hann við veiðar á Reykjaneshrygg.