3 minute read

Aðalskipulag

í Reykjanesbæ

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar heimilaði 3. janúar 2023 að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035. Iðnaðarsvæðið I5 á Reykjanesi er stækkað og heimilt byggingarmagn aukið skv. uppdrætti og greinargerð VSÓ ráðgjöf dags 23. janúar 2023.

Aðalskipulagsbreyting

Markmið breytingar er að aðlaga iðnaðarsvæði I5 betur að landþörfum landeldis í grennd við Reykjanesvirkjun. Að skilgreina byggingarheimild sem rúmar landeldið og aðra atvinnustarfsemi innan Auðlindagarðsins á iðnaðarsvæði I5. Breytingin styður við markmið Auðlindagarðs um nýtingu afgangsstrauma frá Reykjanesvirkjun sem renna að hluta ónýttir til sjávar.

Tillagan er til sýnis á heimasíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is og á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 21. apríl til 9. júní 2023.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 9. júní 2023.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is

Einar Hannesson, framkvæmdastjóri Sólar ehf. og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, handsala samninginn. VF/Hilmar Bragi

Reykjanesbær og Sólar undirrita þjónustusamning

Sólar ehf. var hagstæðast í útboði á ræstingum sem Reykjanesbær bauð út. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Einar Hannesson framkvæmdastjóri Sólar ehf. undirrituðu 14. apríl þjónustusamning vegna ræstingar á samtals 12 leikskólum og stofnunum Reykjanesbæjar. Samningurinn gildir í fjögur ár með möguleika á framlengingu um allt að tvö ár. Sólar ehf. mun hefjast handa við framkvæmd samningsins frá og með 1. júní 2023.

Falla frá forkaupsrétti

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur fallið frá forkaupsrétti á um 18,32% eignarhlut í jörðinni Heiðarland-Vogajarðir. Þetta var samþykkt á síðasta fundi ráðsins. „Í ljósi þess að komist hefur á bindandi kaupsamningur um 18,32% eignarhlut í jörðinni Heiðarland-Vogajarðir og þar sem hún er í óskiptri sameign njóta sameigendur seljenda forkaupsréttar að hinum selda eignarhlut samkvæmt ákvæðum 7. gr. d jarðalaga nr. 81/2004. Fasteignamiðstöðin, fyrir hönd umbjóðenda sinna, fer fram á að Sveitarfélagið Vogar upplýsi um hvort það hyggist neyta forkaupsréttar,“ segir í erindi sem tekið var til afgreiðslu á síðasta fundi.

Vilt þú hafa áhrif?

Sólar hefur síðastliðin 20 ár þjónustað viðskiptavini sína, þar á meðal leikskóla og stofnanir þegar kemur að almennum þrifum og sérþrifum. Hjá fyrirtækinu starfa um 450 starfsmenn en frá upphafi hefur starfsmannastefna verið byggð á jákvæðri endurgjöf, virðingu og góðum starfsanda. Sólar er leiðandi í umhverfisvernd og vara fyrst ræstingafyrirtækja hér á landi til að fá leyfi til að nota Svaninn, norræna umhverfismerkið. Sólar hefur tíu ár í röð verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo.

Auka gæði starfsemi vinnuskóla

Handbók vinnuskóla Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2023 var kynnt umhverfisnefnd Voga á síðasta fundi. Jafnframt var farið yfir áherslur vinnuskólans fyrir sumarið. Helstu breytingar frá fyrra ári eru þær að auka fræðslu um vinnumarkaðinn og önnur tengd málefni fyrir alla í vinnuskólanum. Jafnframt er ætlunin að halda betur utan um 8. bekk og verður vinnustundum árgangsins fækkað og bara unnið fyrir hádegi. Ofangreindum breytingum er ætlað að auka gæði þeirrar starfsemi sem fer fram innan vinnuskólans.

Hestur í fóstur

Hestamannafélagið Máni hefur verið með í gangi áhugavert verkefni undanfarið ár. Um er að ræða verkefni fyrir fatlaða í samstarfi við Hæfingarstöð Reykjanesbæjar og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum sem og verkefnið Hestur í fóstur sem er fyrir þau sem langar að kynnast hestamennsku en eiga ekki hest.

Málið var kynnt á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar sem í fundargerð síðasta fundar óskar forsvarsfólki Hestamannafélagsins Mána til hamingju með þessi mikilvægu verkefni.

deloitte is

Deloitte í Reykjanesbæ leitar að öflugum og drífandi einstaklingi í spennandi og krefjandi starf launafulltrúa á sviði Viðskiptalausna. Viðskiptalausnir bjóða viðskiptavinum hérlendis og erlendis m.a. upp á sjálfvirknivæðingu á fjármálaferlum, bókhalds -, launa- og reikningshaldsþjónustu, rekstrargreiningu og aðra ráðgjöf á sviði fjármálaferla.

Í starfi þínu gæti hefðbundinn vinnudagur litið svona út: Teymið þitt hjá Deloitte: Bakgrunnur þinn og reynsla:

• Umsjón með fjárhagsbókhaldi, launavinnslu og skýrslugerð til stjórnenda

• Vinna að tilfallandi verkefnum fyrir viðskiptavini

• Almenn skrifstofustörf

• Stuðningur við markaðssókn og fylgjast með spennandi tækifærum

• Þátttaka í gæðaferlum

• Samanstendur af fjölbreyttum hópi starfsfólks

• Er á ólíkum aldri og með ólík áhugamál

• Vinnur náið saman

• Styður hvert annað til að þroskast og þróast í starfi

• Reynsla af fjárhagsbókhaldi og launavinnslu

• Reynsla af DK launakerfi, Business Central launakerfi, H3 eða Kjarna

• Viðurkenndur bókari, kostur en ekki skilyrði

• Góð færni í Excel

• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

• Góð samskiptahæfni, jákvæðni og rík þjónustulund

Vilt þú hafa áhrif? Hjá Deloitte skiptir þitt framlag máli því saman, sem ein heild, vinnum við að því að hafa áhrif á viðskiptavini, samstarfsfélaga og samfélag. Þú færð tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum þvert á svið, starfsstöðvar og lönd, auka hæfni þína og færni og hafa góðan stuðning til vaxtar og þróunar í starfi.

Tekið er á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Deloitte, deloitte.is, til og með 2 26 apríl 2023 Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Kristján Þór Ragnarsson, yfirmaður Deloitte í Reykjanesbæ , h hbjarnason@deloitte is, og Harpa Hrund Jóhannsdóttir, mannauðssviði, hjohannsdottir@deloitte is

This article is from: