Miðvikudagur 12. maí 2021 // 19. tbl. // 42. árg.
Gos og menn kveikja elda í þurrum gróðri Mikill sinubruni varð á Vatnsleysuströnd á þriðjudag í landi Ásláksstaða. Fjölmennt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja af stöðvum í Vogum og Reykjanesbæ lagði til atlögu við eldinn. Um klukkustund tók að ráða niðurlögum eldsins. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir hættustigi
almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á undanfarið hefur lítið rignt þessu svæði og veðurspá næstu daga sýnir ekki neina úrkomu af ráði. Hættustig almannavarna er sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum þó ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sé að ræða. Að lýsa yfir hættustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna
Viðtal á bls. 20 & 21
>>
til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings. Gróður er ekki bara að brenna af mannavöldum því síðustu daga hafa lokað miklir gróðureldar í Fagradalsfjalli. Þar er það gjóska úr eldfjallinu sem kveikir eldana. Myndina hér að ofan tók ljósmyndari okkar, Jón Hilmarsson, yfir vettvang sinubrunans á Vatnsleysuströnd.
FLJÓTLEGT OG GOTT! 45% 22%
Dominykas Milka
hefur það markmið að gera foreldra sína stolta
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn
35%
699
98 kr/stk
389
áður 899 kr
áður 179 kr
áður 599 kr
kr/pk
XOXO lakkrís Toppís - 3 stk/pk
Pepsi Max raspberry 33 cl
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
kr/pk
Coop kartöflustrá 900 gr
A L L T FY RIR Þ IG DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS 560-5510
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
GUNNUR MAGNÚSDÓTTIR
UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON
ASTA@ALLT.IS 560-5507
JOHANN@ALLT.IS 560-5508
ELINBORG@ALLT.IS 560-5509
GUNNUR@ALLT.IS 560-5503
UNNUR@ALLT.IS 560-5506
PALL@ALLT.IS 560-5501
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Nýja heilsugæslu í síðasta lagi 1. október 2021
Iðndalur 2 í Vogum.
Vogar kaupa verslunarrými til að styrkja verslunarrekstur með dagvöru Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur staðfest kaup sveitarfélagsins á verslunarrými í Iðndal 2, samkvæmt fyrirliggjandi kauptilboði með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Bæjarráð lagði þetta til við bæjarstjórn og telur að með þessu megi styrkja verslunarrekstur með dagvöru í sveitarfélaginu og þar með bæta þjónustu fyrir íbúa þess. Bæjarráð lítur einnig svo á að hér sé um að ræða fjárfestingu til framtíðarnota fyrir sveitarfélagið. Þá leggur bæjarráð jafnframt til að húsnæðið verði boðið til leigu fyrir verslunarrekstur. Jóngeir H. Hlinason, bæjarfulltrúi L-listans, lagði fram bókun á fundi bæjarstjórnar þar sem segir: „Ég ítreka bókun mína frá bæjarráðsfundi nr. 329 og tel að Sveitarfélagið Vogar eigi ekki að kaupa fasteignir sem ekki nýtast beint fyrir starfsemi sveitarfélagsins. Einnig vil ég benda á að ef sveitarfélagið hyggst leigja út fasteignina í starfsemi sem er í samkeppnisrekstri eigi að bjóða út fasteignina til leigu.“ Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um kaup á verslunarhúsnæðinu með sex atkvæðum. Fulltrúi L-listans sat hjá.
BÆJARSTJÓRN REYKJANESBÆJAR SKORAR Á HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu hér á Suðurnesjum sem allra fyrst og alls ekki seinna en 1. október 2021. Verkefnið er aðkallandi enda búa tæplega 28 þúsund manns á Suðurnesjum. Á svæðinu er aðeins ein heilsugæslustöð sem hönnuð var fyrir einungis hluta af þessum fjölda. Uppi hafa verið fyrirheit um byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar en verkefnið gengur seint. Nokkurra ára bið eftir að ný heilsugæsla taki til starfa er með öllu óásættanlegt. Slík
staða mætir ekki núverandi ástandi og þörf íbúa Reykjanesbæjar fyrir lögbundið aðgengi að heilbrigðiskerfinu. Um fjögur þúsund íbúar sækja heilsugæsluþjónustu til höfuðborgarsvæðisins, því fyrsti viðkomustaður heilbrigðiskerfisins í heimabyggð annar ekki þeim fjölda sem hér býr. Nýverið sagði HSS upp lögbundinni heilbrigðisskoðun starfsfólks Brunavarna Suðurnesja sem þarf því að leita annað. Aðstaða heilsugæslu HSS er óboðleg fyrir starfsfólk stofnunarinnar eins og úttektir
Landlæknisembættisins hafa ítrekað sýnt fram á. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar og Suðurnesjamenn allir eru einhuga í þessari kröfugerð og binda vonir til þess að ríkisvaldið bregðist strax við þessari málaleitan. Íbúar Suðurnesja geta ekki beðið lengur. Bæjarstjórn lýsir því jafnframt yfir að hún muni beita öllum tiltækum ráðum með hagaðilum svo af þessu verði enda er sú staða sem uppi er í heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum ekki boðleg. Það ætti ekki að vera neinum erfiðleikum bundið
að finna tímabundið húsnæði fyrir heilsugæslu á meðan unnið er að langtímaúrræði. Íbúar á svæðinu eiga rétt á að þjónustan verði bætt án tafar. Margrét Sanders (D), Baldur Þórir Guðmundsson (D), Guðbrandur Einarsson (Y), Gunnar Þórarinsson (Á), Friðjón Einarsson (S), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Margrét Þórarinsdóttir (M), Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Díana Hilmarsdóttir (B), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Styrmir Gauti Fjeldsted (S).
Veruleg aukning í hraunrennsli frá eldgosinu Veruleg aukning hefur orðið í hraunrennsli í Fagradalsfjalli síðustu vikuna. Mælingar voru gerðar 10. maí þegar loftmyndir voru teknar með Hasselblad myndavél Náttúrufræðistofnunar og unnin eftir þeim landlíkön af hrauninu í og umhverfis Geldingadali. Meðalrennslið yfir tímabilið mælist 13 m3/s sem er miklu meira en þeir tæplega 8 m3/s sem áður hafa mælst. Þetta kemur fram í gögnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Aukið flæði hefur haldist í hendur við hækkandi kvikustróka og öfluga framrás hraunsins í Meradölum. Gosið er nú tvöfalt öflugra en það hefur verið lengst af. Merki um
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
aukningu hafa þó verið undanfarnar atvær vikur en mælingin nú tekur af öll tvímæli. Rúmmál hraunsins er nú orðið rúmlega 30 millj. rúmmetrar og flatarmál þess tæplega 1,8 ferkílómetrar. Þeim rúmlega 50 dögum sem liðnir eru frá upphafi gossins má gróflega skipta í þrennt. Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkenndist af fremur stöðugu en þó örlítið minnkandi hraunrennsli. Rennslið lækkaði úr 7-8 m3/s í 4-5 m3/s á tveimur vikum. Annað tímabilið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opnun nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana. Hraunrennsli var nokkuð breytilegt, á bilinu 5-8 m3/s. Þriðja tímabilið, síðustu þrjár vikur, hef einn gígur verið ráðandi og kemur nær allt hraunið úr honum. Hraunrennsli hefur heldur vaxið á þessum tíma. Aukningin hefur verið mikil síðustu vikuna og nú er gosið mun stærra en verið hefur hingað til. Enn er þó ákafi gossins fremur lítill miðað við önnur gos. „Gosið í Fagradalsfjalli er um margt frábrugðið þeim gosum sem við höfum orðið vitni að undanfarna áratugi. Flest gosin hafa átt upptök í kvikuhólfum undir megin-
Þrettán rúmmetrar af nýju hrauni á hverri sekúndu! eldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess virðist ráða mestu um stærð og lengd goss. Í Fagradalsfjalli virðist þessu vera nokkuð öðruvísi varið. Þar er svo að sjá að aðstreymisæðin og eiginleikar hennar ráði miklu um kvikuflæðið. Rásin sem opnaðist var tiltölulega þröng og löng (nær niður á ~17 km dýpi) og flutningsgetan takmörkuð. Aukning með tíma bendir til þess að rásin fari víkkandi, sennilega vegna
rofs í veggjum hennar. Ekki er að sjá að þrýstingur í upptökum hafi minnkað að ráði og því vex flæðið með tímanum þar sem rásin stækkar. Engin leið er á þessari stundu til að segja til um hve lengi gosið muni vara eða hvort hraunrennslið muni halda áfram að aukast,“ segir í samantekt sem Magnús Tumi Guðmundsson, Sæmundur Ari Halldórsson og Joaquin M. Belart birta á vef Jarðvísindastofnunar.
Fjöldi gáma án stöðuleyfis í Suðurnesjabæ Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar hefur falið umhverfisfulltrúa sveitarfélagsins að senda bréf á þá aðila sem eru með gáma eða sambærilega lausafjármuni án stöðuleyfa í sveitarfélaginu og gera þeim að fjarlægja slíka lausafjármuni eða óska eftir leyfi, sé rík ástæða fyrir staðsetningu þeirra. Í samantekt frá umhverfisfulltrúa um fjölda gáma og sambærilegra lausafjármuna kom í ljós að mikill fjöldi er án stöðuleyfa í Suðurnesjabæ, segir í fundargerð framkvæmda- og skipulagsráðs.
Slysavarnakonur í Þórkörlu opna Ellubúð við gosstöðvarnar Sölugámur Slysavarnardeildar Þórkötlu er nú kominn við upphaf gönguleiðarinnar að eldgosinu í Geldingadölum. Á Facebook-síðu Þórkötlu kemur fram að til sölu verði samlokur, pylsur, gos, kaffi og súkkulaði en opið verður milli klukkan 20:00 og 1:00 á kvöldin.
Gert verði ráð fyrir hvíldarinnlögnum 845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga hefur verulegar áhyggjur af lokun á A-deild á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem ætluð er fyrir hvíldarinn-
lagnir. Deildin hefur verið lokuð síðan í byrjun Covid-faraldursins árið 2020. Hvíldarinnlagnir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja voru til um-
fjöllunar á síðasta fundi ráðsins. Öldungaráðið leggur áherslu á að samfara stækkun Nesvalla í Reykjanesbæ verði gert ráð fyrir rými þar fyrir hvíldarinnlagnir.
OPNUM
NÝJA VERSLUN
AÐ FITJUM Í REYKJANESBÆ FÖSTUDAGINN 14. MAÍ KLUKKAN 11:00
FJÖLDI FRÁBÆRRA OPNUNARTILBOÐA! GEFUM 18 GJAFAKORT ALLA HELGINA! HVERT ÞEIRRA AÐ ANDVIRÐI 10.000 KRÓNUR!
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Þrautabraut opnuð í Njarðvíkurskógum Starfsfólk umhverfissviðs Reykjanesbæjar hefur með útsjónarsemi sinni og hugmyndaríki búið til skemmtilegt útivistarsvæði fyrir bæjarbúa með göngustígum og frisbí-golfvelli, hundagerði, grillaðstöðu og núna þrautabraut í Njarðvíkurskógum ofan við byggðina í Ytri Njarðvík. Þrautabrautin var opnuð formlega í vikunni en það voru börn á leikskólanum Gimli sem fyrst prófuðu brautina. „Áfram verður unnið hér á svæðinu á árinu, heilsustígur verður lagður niður í Bolafótinn og aðgengi bætt. Hundagerðið verður fært útfyrir fjölskyldusvæðið og gert veglegra og matjurtakassar eru komnir á sinn stað auk þess að verið er að vinna hugmyndir um framtíðarfyrirkomulag hérna norðan við okkur tengdum gervigrasvellinum okkar nýja,“ sagði Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs við opnun þrautabrautarinnar. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Flotbryggjan sem bæjaryfirvöld hafa samþykkt að selja.
Selja flotbryggju í Vogum Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt, með fjórum atkvæðum gegn tveimur og fulltrúi L-listans situr hjá, að selja flotbryggjuna, sbr. afgreiðslu bæjarráðs. D-listinn í bæjarstjórn leggur til að málinu verði frestað og fengið verði kostnaðarmat frá fleiri aðilum. Einnig verði skoðað hver kostnaður yrði við að dýpka höfnina við viðlegukant. Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Björn Sæbjörnsson, bæjarfulltrúi D-listans, bókaði við málið: „Mér finnst það mjög dapurt ef það á að selja héðan þessa bryggju og það sem henni fylgir núna þegar loks hillir undir lok Covid og ferðaþjónustan getur farið að blómstra. Að láta frá okkur fyrsta vaxtabroddin sem þar er. Ef þessi útgerð hefði gengið vel hefðu væntanlega komið fleiri sem styður svo við tjaldstæði, verslun og vonandi vaxandi þjónustu við ferðamenn hér í framtíðinni.“
Hafðu heilsuna með þér Sigríður Rósa Kristjánsdóttir heiti ég og er 50 ára gamall Njarðvíkingur með mikinn áhuga á líkamsrækt. Mig langar til þess að hjálpa öðrum og opna á umræðu um sjúkdóm/ kvilla sem hefur ekki mikið verið í umræðunni í samfélaginu til þessa að mínu mati. Það eru skjaldkirtilssjúkdómar og afleiðingar þeirra.
ÚTBOÐ
Gatnagerð í Dalshverfi III
Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í verkið Gatnagerð, Dalshverfi III, 1. áfangi Verkið felst í jarðvegsskiptum, vatns- og holræsalögnum ásamt uppbyggingu gatna og jarðvinnu fyrir lagnir veitustofnana. Verk þetta skal unnið frá júní 2021 til desember 2021. Helstu verkþættir og magntölur eru: Uppúrtekt Fyllingar Klapparvinna í götu Klapparvinna í skurðum Lagnir Lagnaskurðir veitustofnana
52.600 m³ 61.500 m³ 3.900 m3 3.200 m 4.900 m 2.800 m
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi hjá Verkfræðistofu Suðurnesja, Víkurbraut 13, 230 Keflavík, frá og með miðvikudeginum 12. maí 2021. Óskir um útboðsgögn sendist á netfangið, vs@vss.is og verða þau þá send þeim sem þess óska. Þar sem útboðið er rafrænt skulu tilboð send rafrænt í tölupósti á innkaupastjori@reykjanesbaer.is eigi síðar en fimmtudaginn 27. maí 2021 kl. 11.00. Ekki verður haldin formlegur opnunarfundur en tilboðsgjafar fá senda opnunarfundargerð fljótlega eftir opnun þar sem fram kemur: Hverjir sendu inn tilboð, tilboðsupphæð og kostnaðaráætlun.
Skjaldkirtillinn hefur það mikilvæga hlutverk að stjórna þróun e f n a sk i pt a n n a , hitastigi líkamans, orkuframleiðslu og kolvetna- og fituefnaskiptum. Í mínu tilfelli þá greinist ég með mjög latan skjaldkirtil sem þýðir það að hann starfar ekki eins vel og hann ætti að gera þannig að það hægist á efnaskiptunum, t.d orsakar minni fitubrennslu. Hæg efnaskipti draga verulega úr þreki og geta leitt til alvarlegra veikinda ef ekkert er að gert, einnig haft mikil áhrif á andlega líðan. Fyrir mig var þetta umtalsverð breyting á lífinu að greinast með latan skjaldkirtil en þrátt fyrir minn bakgrunn úr líkamsrækt sem einkaþjálfari, spinningkennari og yoga-kennari sem dæmi þá ákvað ég að leita mér hjálpar til þess að afla mér dýrmætri reynslu sem ég get svo miðlað til annara í sömu/ svipaðri stöðu. Það er nefnilega þannig með ansi marga sjúkdóma og kvilla að ef viljinn er fyrir hendi og fólk breytir hugarfarinu og ræktar líkama jafnt sem sál, þá eru allir vegir færir. Þess vegna ætla ég í heilt átta mánaða átak til þess að sýna hvað er hægt að gera til þess að fá sem mesta virkni og árangur með lífstílsbreytingum og hugarfari. Líkt og svo margir aðrir þá hafði ég misst talsvert dampinn í Covidfárinu en núna verður lagt af stað í átak með góðum aðilum mér við hlið. Hef ég fengið einkaþjálfarann Loga Geirsson með mér í lið en ég hef áður tekið árs fjarþjálfun hjá honum og líkað afar vel. Þar var prófað margt til þess að bæta þol,
auka styrk og ná af aukakílóum sem getur reynst þrautinni þyngra með latan skjaldkirtil. Logi mun láta mig fá matar- og æfingarplan í þessa átta mánuði sem mun þó taka breytingum fjórum sinnum á þessum langa tíma enda fjölbreytni mikilvæg á þessu tímabili. Myndir og mælingar verða teknar fjórum sinnum á þessu tímabili svo ég sjálf og þið öll getið séð muninn og árangurinn. Einnig ætlar hún Ágústa Guðný Árnadóttir hjá Líkami & Boost að vera minn leiðbeinandi með vítamín og fæðubótarefni sem er afar mikilvægt. Mér þótti það skynsamlegt að leita til þessara aðila með aðstoð við þetta verkefni enda tel ég lykilinn að betri heilsu og líferni að opna á hlutina og vera óhrædd(ur) að leita sér aðstoðar. Markmið mitt með þessu átaki er að opna á umræðuna um Skjaldkirtilssjúkdóma/kvilla og vonandi hjálpa einhverjum í svipaðri stöðu. Síðan mín mun gera ykkur kleift að fylgjast með öllu ferlinu hjá mér frá A til Ö, mun setja inn helling af fróðleik og einnig fara yfir hvernig þetta allt byrjaði hjá mér. Á þessum tímamótum í lífinu, þ.e.a.s. við fimmtugsaldurinn, þá er ég farin að huga að framtíðinni. Á mér t.d. þann draum að flytja til Spánar og ferðast víðar og góð líkamleg og andleg heilsa er algjör lykill í þeim framtíðaráætlunum. Við eigum bara eitt líf og einn líkama, hlúum vel að okkur. Hvet ykkur eindregið til þess að fylgjast vel og það er einlæg von mín að þetta hvetji og hjálpi öðrum. Virðingarfyllst, Sigríður Rósa Kristjánsdóttir.
https://www.facebook.com/Siggakr70 https://www.instagram.com/sigga.kr/
A N I G L E H R I R Y F T L AL ! Ó T T E N N U L S R E V Í NÆSTU TILBOÐ GILDA 12. -- 16. MAÍ
30%
25%
AFSLÁTTUR
KJÚKLINGABRINGUR KLÁRAR Á GRILLIÐ!
37% AFSLÁTTUR
1.679
Heilsuvara vikunnar!
Grísabógsneiðar Léttreyktar
Psyllium Husks mjöl Now – 454 gr
KR/KG ÁÐUR: 1.199 KR/KG
KR/STK ÁÐUR: 1.719 KR/STK
LAMBA RIB-EYE 30%
ÁÐUR: 2.665 KR/KG
AFSLÁTTUR
22%
36% AFSLÁTTUR
1.196
KR/KG ÁÐUR: 1.869 KR/KG
1.289
839
Í MIÐJARÐARHAFSMARINERINGU
KR/KG
Skinney ýsubitar 1 kg
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
2.799
KR/KG
ÁÐUR: 3.999 KR/KG
25% AFSLÁTTUR
Nauta rib-eye Smjörhjúpað
5.927
KR/KG ÁÐUR: 7.599 KR/KG
Bökunarkartöflur
125
KR/KG ÁÐUR: 249 KR/KG
50% AFSLÁTTUR
Castello ostur Red Chili
614
KR/PK ÁÐUR: 819 KR/PK
VERSLAÐU Á NETINU WWW.NETTO.IS Lægra verð – léttari innkaup
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON
NÚ ER LAG SVANDÍS! Það er óhætt að taka undir áskorun allrar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum í síðasta lagi 1. október 2021. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur sagt það í svari við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns um hvort ekki sé hægt að flýta opnun nýrrar heilsugæslu með því að semja við einkaaðila, að það sé ekki í boði. Það hefur gefist mjög vel í höfuðborginni og á það benti þingmaðurinn. Nei, ráðherra var ekki á því en nú hefur öll bæjarstjórn Reykjanesbæjar sammælst í bókun sem er áskorun á ráðherrann um að gera betur. Fyrir liggur að byggja á nýja heilsugæslustöð en slíkt verkefni tekur allt að fimm ár, slíkur er framkvæmdahraðinn. Verkefnið hér suður með sjó er mjög aðkallandi en á Suðurnesjum búa 28 þúsund manns og hér ættu að vera þrjár heilsugæslustöðvar því miðað er við að ein stöð geti þjónað sjö til níu þúsund manns. Um fjögur þúsund íbúar á Suðurnesjum sækja heilsugæsluþjónustu til höfuðborgarsvæðisins, flestir eru með heimilislækni, eitthvað sem Suðurnesjamenn hafa ekki upplifað í marga áratugi. „Bæjarstjórn lýsir því jafnframt yfir að hún muni beita öllum tiltækum ráðum
FIMMTUDAGUR KL. 21:00
FIMMTUDAGUR KL. 19:30 VF.IS
HRINGBRAUT OG VF.IS
ungVÍKURFRÉTTA innslög í „beinu streymi“. ung Suðurnesjamagasín í fríi þessa viku
með hagaðilum svo af þessu verði enda er sú staða sem uppi er í heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum ekki boðleg. Það ætti ekki að vera neinum erfiðleikum bundið að finna tímabundið húsnæði fyrir heilsugæslu á meðan unnið er að langtímaúrræði. Íbúar á svæðinu eiga rétt á að þjónustan verði bætt án tafar,“ segir í bókun hennar frá síðasta bæjarstjórnarafundi. Hún er í raun bara að biðja um tímabundið úrræði þó svo það ætti að vera langtímaúrræði. Í umræðum á bæjarstjórnarfundinum kom fram hjá bæjarfulltrúum að þessi óboðlega staða í heilbrigðismálum hafi verið viðvarandi á Suðurnesjum í marga áratugi. Hvernig í ósköpunum má það vera. Þetta hefur verið mál málanna á Suðurnesjum nær alla tíð, við getum farið hálfa öld aftur í tímann, árið 1980, 1990, 2000 og 2010 og enn er staðan mjög ófullnægjandi. Ekki er þó bara hægt að kenna Vinstri grænum um það þó Svandís eigi að sjá sóma sinn í því að laga þetta. Hún hefur samt tækifæri. Það eru að koma kosningar. Þetta kæmi sér örugglega ekki illa fyrir Sandgerðinginn Hólmfríði Árnadóttur, splunkunýjan oddvita VG í Suðurkjördæmi í komandi kosningum og kosningabaráttu. Á þessum tíma hafa verið margir heilbrigðisráðherrar úr mörgum flokkum.
Hvernig stendur á því í alvöru að okkur hefur ekki tekist að ná fram meiri og betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Hún hefur í raun bara versnað því skurðstofum var lokað og starfsemi fæðingardeildar sem þótti ein sú besta á landinu var minnkuð verulega, m.a. út af lokun skurðstofu. Og hvernig stendur líka á því að mönnun lækna á heilsugæslunni er með sama glataða „sísteminu“ og verið hefur í áratugi. Það vita allir að fyrirkomulagið er ekki gott og því þarf að breyta. Það er leiðinlegt að segja það en stjórnunarteymi stofnunarinnar kemur hér til vinnu að morgni en keyrir heim til sín út fyrir Suðurnes alla sína vinnudaga. Kannski væri lag ef Suðurnesin fengju heimamann í framkvæmdastjórastarfið en það eru líklega minni líkur á því en að Svandís samþykki einkarekna heilsugæslustöð. Einkaaðilar á svæðinu hafa boðið fram hentugt húsnæði sem hægt er að innrétta og gera tilbúið til starfsemi heilsugæslu á hálfu ári. Segjast geta mannað starfsemina með góðu heilbrigðisfólki. Nú er lag Svandís Svavarsdóttir.
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
GLASIÐ (LÓNIÐ) HÁLFFULLT EÐA HÁLFTÓMT? Ef einhver hefði sagt manni fyrir rúmu ári síðan að maður gæti náð mynd af Bláa lóninu mannlausu um miðjan dag, þá hefði maður örugglega hlegið að viðkomandi og sagt að það yrði sennilega aldrei. Viti menn! Það náðist nú svona mynd eigi að síður ekki svo löngu seinna og algjör óþarfi að rekja það hvað varð þess valdandi að hún náðist, sú ástæða hefur varla farið framhjá nokkrum manni. Ég verð nú að segja það að ég kann betur við að sjá lónið iðandi af lífi. Það er nú einu sinni þannig að forsendurnar fyrir því að okkur geti liðið vel er óumdeilanlega góð heilsa, andleg líkamleg og félagsleg. Og allt spilar þetta saman og hvort sem við þurfum til þess lónið, ræktina eða mannamót, þá er gott til þess að vita að farið sé að styttast í þessu hjá okkur og líf færist aftur nær því sem við myndum kalla normal.
Jón Steinar Sæmundsson
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
20% afsláttur
Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Öll blá BOSCH rafmagnsverkfæri
Nýtt í BYKO Kílóvött
Brennarar
13,5
2
Gasgrill
ROGUE 365 RPG. Napoleon grill með tveimur aðalbrennurum og kraft upp á 13,5kw. Ytra byrði grillsins, grillgrindur, brennaraskildir og brennarar er allt úr ryðfríu stáli. Grillflötur er 46x51cm.
83.995 506600047
Nýtt í BYKO
Ooni gas pizzaofn
Reiknaðu út áætlaðan kostnað
Lerki
í girðinguna og pallinn á BYKO.is
alheflað eða rásað Verð frá:
6.847kr/m2
Frábær pizzaofn frá Ooni sem nær allt að 500°c hita á 20 mínútum. Hægt að baka allt að 12” pizzur í ofninum. Ofninn er einfaldur í notkun og þarf bara að tengja hann við gasið og þá er hann tilbúinn til notkunar.
64.995 4998024545
Opið uppstigningardag 10-16 Tilboðsverð
20%
Grasfræ
Tilboðsverð
Grassfix. Er í senn bæði fræ og áburður, heildræn lausn í einum pakka sem örvar grasið til endurnýjunar og áframhaldandi vaxtar til framtíðar.
Grasfræ
Ornamental mix. Fyrir lágvaxna grasflöt. Góður bati eftir slit og skemmdir. 1kg dugar ca 30-40m2
1.516 55092196
1.516 55092197
20%
Almennt verð: 1.895
Verslaðu á netinu á byko.is
Almennt verð: 1.895
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Lið Menntaskólans á Ásbrú áberandi í úrslitakeppni Ungra frumkvöðla Tvö lið frá Menntaskólanum á Ásbrú eru komin í úrslitakeppni Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla sem haldin er árlega á vegum samtakanna Ungir frumkvöðlar á Íslandi. Keppnisliðin unnu verkefnin í tengslum við frumkvöðlaáfanga sem er hluti af námi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð við skólann. Í Fyrirtækjasmiðjunni stofna nemendur og reka eigið fyrirtæki auk þess að vinna að viðskiptahugmynd á þrettán vikna námskeiði sem miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri. Þátttakendur fjármagna stofnun fyrirtækis með sölu hlutabréfa, ráða í stöðugildi og búa til ítarlega viðskiptaáætlun sem er hrint í framkvæmd og taka þátt í vörusýningu að því loknu. Fyrirtækið að lokum gert upp með ársreikningi og skýrslu í lok tímabilsins.
Báru Bræður og Black Sky Games fulltrúar MÁ Alls voru tuttugu keppnislið frá níu framhaldsskólum valin í lokaumferð keppninnar og eins og áður kom fram voru tvö þeirra frá Menntaskólanum á Ásbrú, Báru Bræður með hugmyndina um Báruskaftið og Black Sky Games með leikinn Total Chaos.
Bárubræður sendu inn hugmyndina að Báruskaftinu kom þegar einn liðsfélaganna var að vinna við að losa járn af fjárhúsi sem átti að rífa. Mikið af járninu var nýlegt og var því sóun að skemma bárurnar á því það með því að nota kúbein og hamar. Því var farið í þróunarvinnu að finna lausn á því hvernig væri hægt að losa upp naglana án þess að beygla járnið. Úr þessari vinnu leit Báruskaftið dagsins ljós. Verkfærið virkar þannig að tveir sívalingar leggjast upp að bárunum á járninu og rúlla með þegar verkfærinu er þrýst niður til að losa naglann. Með þessu myndast vörn sitthvoru megin við báruna svo átakið þrýsti henni ekki niður. Langt skaftið á Báruskaftinu auðveldar svo alla vinnu og hlífa líkamanum því ekki þarf að liggja á hnjánum eða vera í beygju við vinnuna. Á tímum þar sem verndun umhverfis er mikil og vakning er á því að endur-
nýta hluti kemur Báruskaftið sterkt inn. Þegar skipt er um þak af húsi er járnið oftar en ekki heilt nema á köntum og álagspunktum. Þetta járn er hægt að nýta aftur til annara verka, t.d. á geymsluskúra og fleira. Liðið Black Sky Games þróaði leikinn Total Chaos sem er nýr „online multiplayer“ leikur. Hugmyndin með leiknum var að hanna bjartan og skemmtilegan leik sem að hentar öllum aldurshópum. Liðið lagðist fyrst í mikla rannsóknarvinnu þar sem hópurinn skoðaði gamla leiki í sama stíl sem höfðu orðið stórir í tölvuleikjaheiminum. Þá var reynt að setja puttann á það sem gerði þá svona fræga. Niðurstaðan var að lykillinn að góðum leik sé samspilið milli spilara, sem var uppsprettan af Total Chaos. Markmiðið með Total Chaos er að gera fjörugan og einfaldan leik fyrir alla aldurshópa þar sem spilarar geta bæði spilað með vinum sínum eða ókunnugum. Leikurinn inniheldur þrjár þrautir sem eru fjölbreyttar og reyna allar á mismunandi getu spilarans.
Fjölbreytt nám sem tengist meira en tölvuleikjagerð Menntaskólinn á Ásbrú býður upp á nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð en þó svo að meginstefið sé gerð tölvuleikja er námið fjölbreytt og höfðar til einstaklinga sem hafa áhuga á að virkja hugmyndaauðgi og sköpunargleði í framtíðarnámi og -störfum. Það er í þessu samhengi sem áfanginn í frumkvöðlafræðum er mikilvægur hluti námsins.
Kosning utan kjörfundar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 29. maí nk. Kosið er m.a. í Reykjanesbæ, í Grindavík og í Garði. Í Reykjanesbæ er kosið í Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 16 á efri hæð, milli kl. 17 og 19 dagana 13., 17., 18., 19., 20., 25., 26., 27. og 28. maí. Í Suðurnesjabæ er kosið í Auðarstofu í Garði dagana 19. og 26. maí milli kl. 17 og 19.
Í Grindavík er kosið í Sjálfstæðishúsinu, Víkurbraut 25, til 24. maí eftir samkomulagi við undirkjörstjórn í símum 8451938, 861-5016 og 892-0380. Dagana 25. - 28. maí er opið milli kl. 19 og 21.
Upplýsingar um frambjóðendur og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á öðrum svæðum í kjördæminu má finna á xd.is. Grímuskylda á kjörstað. Yfirkjörstjórn
Anna Albertsdóttir, kennari við Mennta skólann á Ásbrú.
„Þetta er frumraun MÁ í keppni Ungra frumkvöðla og hefur gengið framar vonum,“ segir Anna Albertsdóttir, kennari við Menntaskólann á Ásbrú. „Frumkvöðlafræðin er áfangi sem æfir nemendur í nýsköpun og frábært tækifæri fyrir þau að fá að upplifa að sjá hugmynd lifna við setja hana á markað og frábær reynsla að fá að taka þátt í svona keppni. Nemendur taka áfanga í markaðsfræði á fyrsta ári sem undirbýr þau að einhverju leyti fyrir frumkvöðlafræðina en þau fá alveg frjálsar hendur með hugmyndavinnu í áfanganum og sjá algjörlega um ferlið sjálf.“ Samkvæmt Önnu er hún einungis á hliðarlínunni og leiðbeinir nemendum í keppninni. Þá sér hún til þess að þau geri góða viðskiptaáætlun áður en þau hrinda hug-
myndinni í framkvæmd. „Það komu margar frábærar hugmyndir hjá okkur. MÁ er einn af þrettán framhaldsskólum sem tóku þátt í ár og voru alls 125 fyrirtæki stofnuð. Að ná tveimur fyrirtækjum inn í tuttugu liða úrslit er ótrúlegur árangur hjá okkar fólki.“ Námið í Menntaskólanum á Ásbrú byggir á hagnýtum verkefnum með sterkum tengslum við atvinnulífið þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Markmið skólans er að bjóða upp á nám í tölvuleikjagerð sem svarar bæði ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki og áhuga ungs fólks á menntun til starfa í skapandi greinum.
Orri Björnsson, forstjóri Algalífs.
ALGALÍF HLÝTUR ALÞJÓÐLEGU LÍFTÆKNIVERÐLAUNIN 2021 Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Algalíf hlýtur Alþjóðlegu líftækniverðlaunin 2021 (e. Biotechnology Awards) sem besti framleiðandi á afurðum úr náttúrulegu astaxanthíni. Verðlaunin eru veitt árlega í nokkrum mismunandi flokkum en Algalíf er fyrsta íslenska fyrirtækið til að vinna þau. Þetta er í sjötta sinn sem Alþjóðlegu líftækniverðlaunin eru veitt. Algalíf framleiðir astaxanthín úr örþörungum sem ræktaðir eru í starfsstöð fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Verðlaunin eru veitt af tímaritinu Global Health and Pharma sem er eitt víðlesnasta og virtasta fagtímarit á sviði heilsuvísinda. Útgefandi er AI Global Media í Bretlandi gefur út tólf mismunandi fagtímarit sem mörg eru leiðandi í umfjöllun á sínu sviði. Algalíf er langstærsta örþörungafyrirtæki á Íslandi og í fararbroddi í Evrópu. Það hefur getið sér gott orð á alþjóðavettvangi
fyrir sjálfbærni, gæði og afhendingaröryggi. „Starfsemin hefur gengið mjög að undanförnu og það er afskaplega ánægjulegt að fá viðurkenningu í formi þessara virtu verðlauna,“ segir Orri Björnsson, forstjóri Algalífs. Í lok síðasta árs var tilkynnt um fyrirhugaða fjögurra milljarða króna stækkun fyrirtækisins. Sérhæft og vel menntað starfsfólk heldur framleiðslukostnaði Algalífs í skefjum með nýsköpun og nýtingu hátæknilausna á öllum stigum. „Þessi verðlaun eru fyrst og fremst rós í hnappagatið fyrir starfsfólk Algalífs,“ segir Orri Björnsson. Nýlega kynnti Algalíf metnaðarfulla umhverfisstefnu en öll framleiðslan fer fram í stýrðu hátækni umhverfi innanhúss. „Það hjálpar okkur mikið í markaðssetningu erlendis að vera í fararbroddi í umhverfismálum á alþjóðavísu,“ segir Orri Björnsson, forstjóri.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
Afreksskjöldur með heimsmeti Más á Courtyard by Marriott hótelinu Hótelið styrkir sundmanninn Má Gunnarsson
Már við afreksskjöldinn á hótelinu. Með honum eru forráðamenn Aðaltorgs og Marriott og Gunnar Már faðir hans. Afreksskjöldur með heimsmeti Más Gunnarssonar, sundmanns úr ÍRB, hefur verið settur upp í Marriott by Courtyard hótelinu í Reykjanesbæ. Eigendur hótelsins vildu með því vekja athygli á árangri Más og hafa ásamt fleiri aðilum á Suðurnesjum stutt myndarlega við sundmanninn sem setti heimsmet á dögunum. Már er farinn til keppni á Evrópumótinu í sundi á Madeira og stefnir á Ólympíuleikana í Japan í sumar. Hótelið mun bjóða viðskiptavinum sínum og veitingastaðarins The Bridge að styrkja Má með 250 króna framlagi. Már setti heimsmet í 200 metra baksundi á Íslandsmóti í 50 metra laug, sló þar nærri þrjátíu ára gamalt met og bætti um rúma sekúndu. Már afhjúpaði afreksskjöldinn sem er festur upp á eina af burðarsúlum Courtyard by Marriott. Hann þakkaði fyrir stuðninginn og hélt stutta tölu að viðstöddum stuðningsaðilum og fjölskyldu. Már, sem einnig er tónlistarmaður, flutti tvö lög við þetta tækifæri.
Afreksskjöldurinn er að sjálfsögðu einnig með texta á blindraletri.
Ársfundur 2021 Ársfundur sjóðsins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, miðvikudaginn 26. maí 2021 og hefst kl. 18:00. Dagskrá fundar: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 3. Önnur mál Í stjórn sjóðsins eru: Anna Halldórsdóttir, formaður Sigurður Ólafsson, varaformaður Halldóra Sigr. Sveinsdóttir Örvar Ólafsson Þór Hreinsson Kristín Magnúsdóttir Framkvæmdastjóri: Gylfi Jónasson
2020
2019
11.473 -4.740 23.606 -345 29.994 176.579 206.573
11.822 -4.279 20.415 -306 27.651 148.928 176.579
Fjárfestingar
112.552 89.212 201.764
85.839 84.386 170.225
Kröfur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Innlán og aðrar eignir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðskiptaskuldir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Annað Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris
1.580 3.330 101 4.809 206.573
1.501 5.005 152 6.354 176.579
Ýmsar kennitölur Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar . . . . . . . . . . . . . . . . Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar . . . . . . . . . . . . . . . . Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára . . . . . . . . . . . Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu tíu ára. . . . . . . . . . . . . . Tryggingafræðileg staða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
12,9% 9,1% 5,5% 5,6% 1,5%
13,2% 10,2% 5,4% 4,9% -0,5%
Breytingar á hreinni eign: Iðgjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Lífeyrir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hreinar fjárfestingatekjur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarkostnaður. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Breyting á hreinni eign til greiðslu lífeyris Hrein eign frá fyrra ári Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris Efnahagsreikningur: Eignahlutir í félögum og sjóðum Skuldabréf og aðrar fjárfestingar
* fjárhæðir í milljónum króna
Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu meðan á honum stendur. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér það eru beðnir um að skrá sig á festa@festa. is í síðasta lagi kl. 12:00 á aðalfundardegi og fá þá uppgefna slóð til að tengjast. Ávöxtun séreignardeildar 2020 Hrein eign séreignardeildar nam 921 milljónum króna í árslok 2020, þ.a. námu eignir sparnaðarleiðar II 872 milljónum króna. Hrein nafnávöxtun sparnaðarleiðar I, sem hóf starfsemi á miðju ári 2018, nam 4,6% eða 1,1% í hreina raunávöxtun. Sparnaðarleið II skilaði 13,1% í hreina nafnávöxtun eða 9,3% í hreina raunávöxtun. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sparnaðarleiðar II undanfarin tíu ár er 4,8%.
Sameinaður Lífeyrissjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands
Sími: 420 2100 - netfang: festa@festa.is
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Þegar keppt var um að vera aflakóngur á vetrarvertíð Þá er vetrarvertíðinni árið 2021 formlega lokið. 11. maí telst vera lokadagur vetrarvertíðar og þó svo að þessi dagur sé ekki eins hátíðlegur og áður þá eru sjómenn áhugasamir um að vera á báti sem veiðir meira en næsti bátur. Það var nefnilega þannig að á árunum frá u.þ.b. 1940 og fram undir 1990 var oft keppni hjá skipstjórum og áhöfnum báta fram á síðasta dag um hver myndi verða aflahæstur og bæði í Þorlákshöfn og í Vestmannaeyjum var afhentur bikar handa þeim báti og áhöfn sem var aflahæstur á vetrarvertíð. Svipað var í gangi í höfnum á Suðurnesjum þó svo að ekki hafi verið afhentur bikar fyrir þá sem voru aflahæstir. Það má þó geta þess að bæði í Grindavík og í Sandgerði eru nöfn skipstjóra og báta yfir aflahæstu báta á vertíð. Í Grindavík er staðsettur platti inni á kaffihúsinu Bryggjunni en þar er hægt að sjá ártal, nafn skipstjóra og báts.
Í Sandgerði er uppi á lofti á Þekkingarsetri Suðurnesja, sem áður var Fræðasetrið, stór steinn og í hann eru grafin ártal, nöfn skipstjóra, bátsnafn og afli viðkomandi báts á vertíð frá Sandgerði. Þessi steinn var gjöf frá afkomendum Þórhalls Gíslasonar, fyrrverandi skipstjóra í Sandgerði. Jónas Karl Þórhallsson, sonur hans, fékk þessa hugmynd um steininn og ég sjálfur gróf upp allar upplýsingarnar sem á hann eru ritaðar. Steininn spannar 52 ára sögu frá 1939 til ársins 1991 og Þórhallur, eða Dúddi Gísla, var í fjögur skipti aflahæstur í Sandgerði – árið 1961 var hann aflahæstur í Sandgerði á Hamar GK og var þá annar afla-
hæstur yfir landið, einungis Gullborg VE var hærri. Það sem vekur kannski mesta athygli við þann afla á Hamar GK var að báturinn var á línu alla vertíðina og endaði með 936 tonn í 83 róðrum. Eftir að Dúddi hætti sjómennsku vann hann á höfninni í Sandgerði í mörg ár eða þar til að hann hætti störfum. Í Grindavík í dag er gerður út bátur sem heitir Dúddi Gísla GK og hann heitir eftir þessum merkilega Sandgerðingi. Báturinn hefur fiskað nokkuð vel á vertíðinni og núna í maí hefur hann t.d. landað alls 51 tonni í sex róðrum. Fyrir þá sem vilja skoða þetta nánar þá mæli ég með bíltúr á Bryggjuna í Grindavík en plattinn þar er á jarðhæð, á vegg við hurðina þar sem gengið er inn. Í Sandgerði er plattinn á annarri hæð og mjög gott
aðgengi og lýsing. Á þessum árum, bæði í Grindavík og í Sandgerði, voru flestir bátanna sem voru að róa á netaveiðum en núna árið 2021 var enginn netabátur að róa frá Grindvík og í Sandgerði voru bátarnir hans Hólmgríms sem og Erling KE að róa, auk nokkurra grásleppubátar. Flestir bátanna sem róa núna eru línubátar og frá Grindavík hefur verið fjöldi báta sem róa á línu. Og eitt svona í lokin – núna er fótboltavertíðin 2021 hafin og í Sandgerði er knattspyrnufélagið Reynir sem allir ættu nú að þekkja. Þar sem ég er nú ansi mikill Sandgerðingur keypti ég, fyrir hönd míns fyrirtækis og vefsíðunnar Aflafrettir.is, auglýsingu við völlinn. Ég kíkti á hana um daginn og er bara ansi ánægður með staðsetningu hennar á vellinum. Svo er bara að hvetja alla til þess að fylkjast á vellina í sumar og hvetja sitt lið áfram.
V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?
K E R F I S S TJ Ó R I Isavia leitar að reyndum og metnaðarfullum kerfisstjóra í öflugt teymi kerfisreksturs fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Viðkomandi þarf að hafa víðtæka þekkingu á miðlægum Microsoft lausnum, sýndarhugbúnaði og skýjalausnum. Starfið er spennandi og krefjandi og starfsumhverfið er líflegt, alþjóðlegt og síkvikt.
Hæfniskröfur
Nánari upplýsingar veitir Heimir Gunnlaugsson, forstöðumaður kerfisrekstrar, heimir.gunnlaugsson@isavia.is
• Góð þekking og reynsla af Microsoft lausnum
• Að lágmarki fimm ára starfsreynsla sem kerfisstjóri • Nám í tölvunarfræði, kerfisfræði, Microsoft gráður, sambærilegt nám eða reynsla • Reynsla af rekstri og innleiðingu tölvukerfa
• Þekking á VMware sýndarbúnaði • Góð kunnátta í íslensku og ensku
Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að
S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K
UMSÓKNARFRESTUR: 16. MAÍ
UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A
Borðtennisdeild fær þrjár milljónir og vilja í slökkvistöð Ný Borðtennisdeild Reykjanesbæjar fær þriggja milljóna króna styrk frá Reykjanesbæ. Það var samþykkt á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Hafþór B. Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, mætti á fundinn gegnum fjarfundabúnað. Þar var lögð fram beiðni um að fá aðstöðu fyrir félagið á Hringbraut 125, sem er gamla slökkviliðsstöðin. Jafnframt var lögð fram áætlun um kostnað vegna breytinga á húsnæðinu. Íþrótta- og tómstundaráð lagði til á síðasta fundi sínum að Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fái tímabundið leyfi til að nýta aðstöðuna í gömlu slökkvistöðinni uns ákveðið verði hvað Reykjanesbær ætli að gera við húsnæðið til framtíðar litið. Ráðið er hins vegar ekki með fjárheimildir til að ráðast í verkefnið en vonast til að bæjarráð geti sett fjármagn í verkefnið svo að það geti orðið að veruleika.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
Nýtt og glæsilegt útisvæði við sundmiðstöðina
Nemendur í 6. bekk Háaleitisskóla á Ásbrú vígðu rennibrautina formlega og fóru nokkrar bunur.
Miklum endurbótum og nýframkvæmdum lokið. Tólf metra há vatnsrennibraut nýtt flaggskip á svæðinu. Nýtt og glæsilegt útisvæði við Sundmiðstöðina í Keflavík var vígt síðasta föstudag, við upphafa Barna- og ungmennahátíðar í Reykjanesbæ, en margvíslegar framkvæmdir hafa staðið yfir frá árinu 2017. Þær hófust þegar tæknibúnaður í kjallara var endurnýjaður að hluta og ný afgreiðsla var gerð ári síðar. Í framhaldi af þeim framkvæmdum kom upp hugmynd að lagfæra útisvæðið. Meðal nýjunga þar er ný vatnsrennibraut sem er tólf metra há en hún hefur slegið í gegn hjá yngri kynslóðinni og skartar tveimur rennibrautum. Þá var bætt við tveimur heitum pottum á svæði sem áður voru steyptir áhorfendapallar, köldum potti og saunaklefa og settur upp nýr vatnsgufuklefi og nýir útiklefar. Samhliða þessum framkvæmdum var ráðist í frekari viðhaldsframkvæmdir á svæðinu, hitalagnir voru lagðar í allt útisvæðið og tækjabúnaður í kjallara uppfærður. Verktakafyrirtækið Arnarhvoll var stærsti verktakinn í þessum framkvæmdum en fleiri verktakar og fyr-
irtæki komu að þessum breytingum sem þykja hafa heppnast mjög vel. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir að í stefnu Reykjanesbæjar sem ber heitið „Í krafti fjölbreytileikans“ sé talað um að þroska og næra hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta- og menningarstarf og jafnframt að veita jöfn tækifæri til heilbrigðs lífs og hamingju. „Sundlaugar hafa um árabil verið stór hluti af menningu okkar þjóðar og heimsóknir í þær hjálpað til við að næra líkama og sál. Þó upphaflega hafi tilgangurinn einkum verið til að þrífa kroppinn eru þær í dag samkomustaður þar sem kynslóðir mætast í ólíkum tilgangi. Hvort sem markmiðið er líkamsrækt, afslöppun, leikur, dægradvöl, sólbað, heilun eða stefnumót er það von okkar að ný og endurbætt aðstaða verði til þess að hér geti allir íbúar Reykjanesbæjar átt saman gæðastundir um ókomna tíð,“ sagði bæjarstjóri við formlega opnun. „Viðtökurnar hafa verið frábærar og aðsókn hefur aukist mikið. Nýja
rennibrautin er flaggskipið okkar og á eftir að draga marga að en í heildina er þetta mikil viðbót og aðstaðan orðin til fyrirmyndar fyrir okkar gesti. Eftir þessar breytingar erum við með eina glæsilegustu sundaðstöðu á landinu,“ segir Hafsteinn Ingibergsson, forstöðumaður, og bætti því við að um helgar væri mikið um heimsóknir gesta úr öðrum bæjarfélögum. Þar hefur skemmtileg innistaða fyrir börn verið mikið aðdráttarafl. Sundmiðstöð Keflavíkur var opnuð árið 1990. Rúmum áratug síðar var byggð 25 metra innilaug og Vatnaveröld. Nýlega var opnunartími lengdur um klukkustund virka daga og er þá opið til klukkan 21:30 og um hálftíma um helgar og þá er opið til klukkan 18. Hafsteinn útilokaði ekki að opnunartími yrði lengdur enn meira um helgar en óskir þess efnis hafa borist frá gestum. Páll Ketilsson pket@vf.is
Nýr kaldur pottur, sauna og vatnsgufubað og nýir útiklefar.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri færði sundmanninum Má Gunnarssyni blómvönd fyrir glæsileg heimsmet sem hann setti nýlega.
Nýir heitir pottar eru vinsælir.
Nýja rennibrautarmannvirkið 12 metrar en lengri rennibrautin byrjar í tíu metrum.
Óskum íbúum Reykjanesbæjar til haming ju með nýja og glæsilega útiaðstöðu í sundmiðstöðinni
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
J A R Ð E L D A R
Í
F A G R A D A L S F J A L L I
Óheft aðgengi ferðafólks að eldgosinu Hraunrennsli í Meradali og gosið á Fagradalsfjalli á mánudag. Ljósmynd: Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
Landeigendur á Hrauni og Ísólfsskála hafa mótað sér stefnu í grófum dráttum um uppbygg ingu á þeirra vegum á svæðinu við gosstöðvarnar á Fagradalsfjalli, að því er fram kemur í minnisblaði starfshóps sem skipaður var til að leggja fram tillögur að uppbyggingu í kring um eldgosið til lengri og skemmri tíma. Hópurinn skilaði minnisblaði til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á dögunum. Annar starfshópur í forsætisráðuneytinu tók svo við minnisblaðinu en sá hópuri var skipaður til verndar innviðum vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Allt land í og við gosstöðvarnar á Fagradalsfjalli er í einkaeigu. Ann ars vegar er það jörðin Hraun sem nær m.a. til Geldingadala, Meradala og Nátthaga auk lands við Suður strandarveg þar sem upphaf göngu leiðar á gosstöðvarnar er. Hins vegar er það jörðin Ísólfsskáli sem er nær Suðurstrandarvegi en þar mun fyr irsjáanlega verða umferð vegna bíla stæða og þjónustu við gossvæðið. Þegar land er í einkaeigu, líkt og er á gossvæðinu, er það úrlausnarefni landeiganda hvernig skuli farið með uppbyggi ngu áfangastaðar fyri r ferðamenn, segir í minnisblaði starfshópsins. Þar segir að svæðið er ekki hættu laust fyrir umferð ferðamanna á meðan heitt hraun rennur og hætt er við gasmengun. Fyrirsjáanlegt er að áfangastaðurinn muni draga til sín verulega umferð ferðamanna á næstunni sem krefst nauðsynlegra innviða. Engir innviðir voru fyrir á svæðinu. „Af þessum sökum er aðkoma margra annarra en landeig enda nauðsynleg til að bregðast við og samhæfa,“ segir í minnisblaðinu sem vitnað er til á mbl.is.
Áform um að reka bílastæði og þjónustu við Suðurstrandarveg Landeigendur hafa áform um að reka bílastæði og þjónustu við ferðamenn í nálægð við Suðurstrandarveg, auk þess sem landeigendur Hrauns hygg ist vera með fyrirkomulag sérleyfa til ferðaþjónustufyrirtækja til aksturs að gosstöðvum og lendingar þyrlna. „Landeigendur hafa hins vegar ekki í hyggju að takmarka eða koma í veg fyrir umferð gangandi ferðamanna að gossvæðinu. Þegar ferðamenn eru komnir á svæðið hafi þeir allan
aðgang að gossvæðinu innan þeirra marka sem öryggi og átroðningur á náttúru setur. Starfshópurinn hefur kynnt sér gögn frá Veðurstofunni um líklega þróun hraunrennslis á svæðinu og hvort líklegt sé að það hafi áhrif á framkvæmdir sem fyr irhugað er að ráðast í. Einnig sögu lega r upplýsi nga r um veðurfar á svæðinu.“ Undanfarna daga hefur verið unnið að því að koma rafmagni á svæðið og styrkja fjarskiptasam band með því að leggja ljósleiðara að Fagradalsfjalli frá Grindavík. „Slíkt er forsenda uppbyggingar á svæðinu. Neyðarlínan er að leggja rafstreng frá Grindavík að upphafi gönguleiðar. Þar munu svo HS-Veit
ur setja upp tengingu fyrir aðra að kaupa rafmagn. Þá eru framkvæmdir á lokastigi við að koma á fjarskiptasambandi á svæðinu og mun það dekka svæðið allt. Neyðarlína n hefu r unnið að þessu í samstarfi við símafélögin. Vegagerðin mun ætla að koma fyrir raflýsingu á Suðurstrandarvegi við innkeyrslu á bílastæði.“
Landeigendur vilja byggja upp ferðaþjónustu Í minnisblaðinu segir að á meðal landeige nda sé vilji til að byggja upp ferðaþjónustu til að taka á móti ferðamönnum. Áætlað er að í dag hafi hátt í 80.000 manns lagt leið sína að gosstöðvunum. Undirbúning
ur ferðaþjónustu er í gangi og hafa ráðgjafar verið fengnir til að vinna að skipulagi til lengri tíma. Landeigend ur hyggjast útbúa bílastæði og þjón ustukjarna þar sem aðstaða verði fyrir sölu veitinga og varnings auk upplýsingamiðlunar til ferðamanna. Til stendur að þessi aðstaða verði byggð upp norðaustan við Suður strandarveg inni við Nátthagakrika, þaðan sem göngustígur liggur í átt að gosstöðvum. Áform eru um að bíla stæði þar taki um 500 bíla á hverj um tíma auk þess að geta tekið við rútum í stæði. Innheimt verður gjald fyrir aðgang að bílastæðum. Við bíla stæðin verður salernisaðstaða fyrir gesti.
Áhugi hjá ferðaþjónustufyrirtækjum Fullvíst megi telja að þegar fjöldi ferðamanna hér á landi verði kom inn í það sem gera má ráð fyrir seinni hluta sumars verði heimsóknir á svæðið tvöfalt það sem hefur verið til þessa. Gosið í Fagradalsfjalli verði því einn fjölfarnasti áfangastaður landsins, ef ekki sá fjölfarnasti. Bent
Eldgosið og hraunáin frá eldborginni. VF-mynd: Jón Hilmarsson
er á það í minnisblaðinu að tals verður áhugi sé á því hjá ferðaþjón ustufyrirtækjum að komast að gossvæðinu á bílum og þyrlum. „Nú þegar er talsverð umferð á þyrlum á gosstöðvarnar. Landeig endur hyggjast semja við þyrlufyr irtæki um lendingar og semja við sérhæfða aðila um akstursaðgengi að gosstöðvunum. Fyrir bíla þarf vegi og munu landeigendur sjálfir annast þá vegagerð á sinn kostnað. Nú eru ekki aðrir vegir en reiðstígar á svæðinu og hafa þeir verið notaðir sem akvegir fyrir björgunarsveitir, fjölmiðla og vísindamenn. Með frek ari gatnagerð á svæðinu verður jafn framt möguleiki fyrir hreyfihamlaða og aðra sem treysta sér ekki að ganga til að nálgast gosið. Þetta mun einnig opna á umferð inn á svæðið þegar aðstæður til göngu eru slæmar, sér staklega á haustin og veturna.“ „Þegar gosið hófst var fjarskipta samband takmarkað á gossvæðinu. Úr því var bætt til bráðabirgða í sam starfi símafélaganna og Neyðarlín unnar. Símasendi var komið fyrir á svæðinu sem fékk rafm agn frá dísilrafstöð. Úr þessu er nú verið að bæta með varanlegri hætti. Verið er að leggja rafstreng og ljósleiðara frá Grindavík meðfram Suðurstrand arvegi að Borgarhrauni og þaðan á Langahrygg þar sem fjarskiptasendi hefur verið komið fyrir sem trygg ir símasamband á svæðinu. Með því eykst öryggi verulega auk þess sem það gefur færi á að koma fyrir ýmsum stafrænum lausnum við um sjón og eftirlit svæðsins.“
Almenningur ferðist óhindrað Þá segir í minnisblaðinu: „Mikilvægt er að almenningur hafi þannig heim ild til að ferðast óhindrað að gosinu og að byggð verði upp aðstaða til að svo geti orðið. Lagning göngustíga er forsenda þess. Lagt er til að Fram kvæmdas jóður ferðamannastaða standi undir kostnaði við lagningu stíga að gosstöðvum. Einnig að leiðir sem eru utan stígakerfisins verði eftir atvikum stikaðar. Til að stuðla að auknu ör
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
J A R Ð E L D A R
Í
F A G R A D A L S F J A L L I
Rúmar 70 milljónir króna til innviða og landvörslu við gosstöðvarnar Rúmum 70 milljónum króna verður varið til innviðauppbygg ingar og landvörslu við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall samkvæmt tillögum ferðamálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra sem fjallað hefur verið um í ríkisstjórn.
Gróðureldar við gosstöðvarnar á Fagradalsfjalli á mánudag. Ljósmynd: Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
yggi verði jafnframt lagðir í göngu stígana rafstrengir til að tengja megi við rafmagn öryggismyndavélar og gasmælar auk mögulega annars fjar stýrðs öryggisbúnaðar. Fjarskipta samband er á svæðinu til að koma upplýsingum áfram þar sem vakt er. Útfæra þarf nána r í sams tarfi við lögreglu og björgu na rsveiti r um kaup á slíkum búnaði og hvar honum verður komið fyrir. Þá þarf að ákveða hvernig aðgangi að vökt unarkerfi verði háttað.“
Tvær gönguleiðir að gosinu Áætlaður kostnaður við lagningu göngustíga ásamt rafmagnsstrengj um er 35 milljónir króna Þar til viðbótar er kostnaður við kaup á sjálfvirkum vöktunarbúnaði. Lagt er til að landeigendur og ríkið geri með sér samning þar sem kveðið verði á um skuldbindingar hvors aðila er varðar uppbyggingu á svæðinu, segir í minnisblaðinu. Áfram er gert ráð fyrir að tvær gönguleiðir séu að gosstöðvunum, leið A og leið B. Lagt er til að leið A verða aðalgönguleiðin en leið B sé til vara þegar erfiðleikar eru í notkun á leið A. Frá nýju bílastæði er áætlað að gönguleið A sé 2,6 km en leið B 3,0 km. Til þessa hefur öll stjórnun og gæsla á gossvæðinu verið í höndum lögreglu og björgunarsveita. Æskilegt er að undirbúa hvernig draga megi úr þessari viðveru þó þannig að öryggi gesta sé tryggt, segir í minnisblaðinu. „Þá þarf að huga að
upplýsingamiðlun og leiðbeining um til ferðamanna auk almennra landvörsluverkefna, eins og eftirliti og viðhaldi innviða. Vissulega mun það fara eftir umfangi ferðaþjónustu á svæðinu hversu mikil mönnun þarf að vera og þá skiptir framgangur gossins, veðurfar og dagsbirta máli.“
Björgunarsveitir og landverðir við gæslu Þá segir: „Vinna björgunarsveitar manna hefur að mestu falist í að leiðbeina og gæta að því að ferðamenn fari ekki annars staðar um en ráðlegt er. Þá hafa björgunarsveitir verið með mælingar á gasi og þeim veitt aðstoð sem þurfa á því að halda sökum þreytu eða meiðsla. Mikið er um illa búið ferðafólk á svæðinu þótt það sé heldur að skána að mati björgunarsveitarmanna. Landsb jörg hefu r kannað vilja björgunarsveita um landið til að manna áfram gossvæðið og hefur komið í ljós að björgunarsveitir eru í stakk búnar að manna áfram vaktir a.m.k. út sumarið.“ Að mati starfshópsins er ástæða til að gefa viðbragðsaðilum tæki færi á að draga úr viðveru á svæðinu sé þess kostur. Það er hins vegar mikilvægt að tryggja eftirlit með umgengni, öryggi gesta og upplýs ingagjöf. Tillaga hópsins er að ráða landverði til að sinna hluta af þeim verkefnum sem viðbragðsaðilar hafa verið að sinna, með eftirliti og upp
lýsingagjöf en jafnframt að kalla til aðstoð viðbragðsaðila ef þörf er á. „Ekki er ætlunin að landverðir komi í staðinn fyrir lögreglu eða aðra viðbragðsaðila eða gangi í störf þeirra. Lagt er til að landverðir hefji störf á svæðinu eins fljótt og hægt er og starfi á svæðinu til 31. ágúst nk. Umfang landvörslu verði þá endur metið. Landverðir verða ráðnir af Umhverfisstofnun og vinna í sam starfi við landeigendur, Grindavík urbæ og lögreglu.“ Í minnisblaðinu er athygli vakin á að áfangastaðastofa Reykjaness og Reykjanesjarðvangur fari með for ystuhutverk í markaðsetningu, upp byggingu og fræðslu fyrir landshlut ann. Þau séu samstarfsvettvangur sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana á Reykjanesi um þróun og framtíðar sýn ferðamála í landshlutanum. „Í tilviki Reykjanesjarðvangs er einstakt á heimsvísu að Mið-Atlants hafsh ryggu ri nn stígu r á land á Reykjan esi með tilh eyra ndi af leiðingum flekaskilanna og þ.m.t. eldvirkni. Eldgosið í Fagradalsfjalli er birtingamynd þess og er nýr jarðminjastaður að verða til. Þessi atburður er merkilegur að mörgu leyti og kemur til með að gegna mik ilvægu hlutverki í fræðslu um svæðið og þróun þess í framtíðinni, vegna jarðsögu og áhrif á samfélagið.“
Gestastofa í Kvikunni Reykjanesjarðvangur og Grindavík urbær hafa tekið fyrstu skref við undirbúningsv innu við að kanna möguleika til að setja upp gestastofu í Grindavík um eldvirkni á Reykja nesi með sérstaka áherslu á eldgosið í Fagradalsfjalli. „Slík gestastofa yrði mikilvægur hluti af heildrænni upplifun gesta á svæðinu. Í þessu sambandi er horft til þess að nýta aðstöðu í Kvikunni sem er menningarhús Grindvíkinga í eigu bæjarfélagsins. Gagarín hefur verið að vinna að þróun og uppsetn ingu gestastofa jarðvangsins og er að vinna kostnaðarmat fyrir sýningu í Grindavík.“
Ferðamálaráðherra hefur ákveðið að fela Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að veita allt að 35 milljónum til lagninga göngustíga að gosstöðvunum. Rafstrengur verður lagður í stígana til þess að tengja megi þar búnað á borð við öryggismyndavélar og gasmæla. Þetta er til viðbótar tíu milljóna króna framlagi úr framkvæmdasjóðnum sem ráðherra hafði áður beitt sér fyrir til að fjármagna þá innviði sem byggðir voru upp til bráðabirgða. Fyrirhugað er að semja við landeigendur um þessar framkvæmdir og verður þar gert að skilyrði að almenningur hafi fullan og gjaldfrjálsan aðgang að þeim innviðum sem um ræðir. Umhverfisstofnun, að beiðni umhverfis- og auðlindaráðherra, mun ráða landverði til að hafa eftirlit með umgengni á svæðinu og upplýsingamiðlun tímabundið. Þá munu landverðir sinna hluta af þeim verkefnum sem viðbragðsaðilar hafa sinnt hingað til, án þess að ætlunin sé að landverðir gangi í önnur störf viðbragðsaðila eða taki við hlutverki þeirra. Kostnaður við landvörslu á svæðinu til 31. ágúst er metinn á um 35 milljónir króna. Tillagan byggir á mati Umhverfisstofnunar í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hún er sömuleiðis í
samræmi við tillögu starfshóps um uppbyggingu á svæðinu sem stýrt er af ferðamálastjóra og í sitja fulltrúar landeigenda, Grindavíkurbæjar, Áfangastaðastofu Suðurnesja, Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurnesjum. „Til er orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna til fyrirsjáanlegrar framtíðar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, á vef stjórnarráðsins. „Innviðir og aðstaða þurfa að þola álag ferðamanna allan ársins hring. Stuðla þarf að öryggi ferðamanna og upplýsingamiðlun til þeirra auk þess sem huga þarf að aðgangsstýringu. Þessi uppbygging er liður í því.“ „Í tíð þessarar ríkisstjórnar höfum lagt áherslu á að efla og styrkja landvörslu um land allt. Landverðir skipta miklu máli í móttöku og leiðbeiningu gesta á náttúruverndarsvæðum og vinsælum ferðamannastöðum. Þeir eru einskonar vitar í landslagi sem vísa okkur leið, upplýsa gesti hvernig komast megi með öruggustum hætti um svæðið og njóta þess í leiðinni,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisog auðlindaráðherra, á vefsvæði stjórnarráðsins.
Hraunrennsli í gosinu í Fagradalsfjalli. VF-mynd: Jón Hilmarsson
Vilja prófa hraunrennslisvarnir í Meradölum Bæjarráð Grindavíkur leggur mikla áherslu á að þær að stæður sem nú eru til staðar í Meradölum verði tafarlaust nýttar til að framkvæma prófanir á hraunrennslisvörnum að veittum tilskildum leyfum til framkvæmdanna. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur, var gestur síðasta fundar bæjarráðs Grindavíkur til að fara yfir stöðuna varðandi eldgosið í Geldingadölum. Ljóst er að gosið er mjög vinsæll áfangastaður og enginn veit með nokkurri vissu hversu lengi það mun standa. Verða það nokkrar vikur? Mánuðir? Jafnvel ár?
Björn lagði fram á fundinum með bæjarráði minnisblað frá Verkís, Eflu og Háskóla Íslands um prófanir á hraunrennslisvörnum. Bæjarráð Grindavíkur leggur mikla áherslu á að þær aðstæður sem nú eru til staðar í Meradölum verði tafarlaust nýttar til að framkvæma prófanir á hraunrennslisvörnum að veittum tilskildum leyfum til framkvæmdanna.
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Borgarbarnið er ánægt suður með sjó
Þórdís Ósk Helgadóttir
störf“ þar sem mótuð eru mismunandi störf sem atvinnuleitendur sem hafa verið 24 mánuði á atvinnuleysisskrá eða lengur geta sótt um. Sama úrræði er í boði fyrir fyrirtæki með smávægilegum breytingum en þá þurfa atvinnuleitendur að hafa verið tólf mánuði á skránni. Einnig eru til úrræði fyrir atvinnuleitendur til að ráða fólk til starfa sem hefur verið atvinnulaust í styttri tíma, allt niður í einn mánuð en er þá í kjölfarið lægra mótframlag frá vinnumálastofnun en „hefjum störf“. Þetta eru mjög góð úrræði.“
tók við nýju og um fangsmiklu starfi sem forstöðumaður Súlunnar í vaxandi bæjarfélagi, Reykja nesbæ. Er einstæð móðir og hafði varann á sér þegar hún sótti um starfið en er alsæl í bítlabænum. „Þegar ég fékk þetta starf var ég með einhverja hugmynd um hvað ég væri að fara út í en ég þekkti þetta ekki alveg nógu vel. Ég get ekki sagt að ég hafi verið með mjög mikla þekkingu á svæðinu en upplifunin hefur verið alveg yndisleg. Reykjanesbær hefur komið skemmtilega á óvart, að koma og taka þátt í samfélaginu,“ segir Þórdís Ósk Helgadóttir en hún er forstöðumaður Súlunnar sem er ný skrifstofa undir stjórnsýslusviði Reykjanesbæjar. „Við vinnum með ýmis málefni en þau eru atvinnuþróun, markaðsmál, ferðamál, menningarmál og svo erum við einnig verkefnastofa. Við erum að innleiða aðferðafræði verkefnastjórnunar inn í stjórnsýslu sveitarfélagsins,“ segir Þórdís þegar við spyrjum út í hvað Súlan standi fyrir í Reykjanesbæ. Á undanförnu árum hefur Reykjanæsbær vaxið hraðast og mest allra sveitarfélaga á Íslandi. Þórdís tekur undir það og segir að það hafi verið áskorun fyrir bæjarfélagið. „Þetta er búið að vera fordæmalaus stækkun, mikil fólksfjölgun í bænum og við þurfum að huga að stýringu á okkar verkefnum og sjá til þess að við náum sem mestri hagræðingu, hvort sem á við um tíma, kostnað eða gæði. Það skiptir máli fyrir stjórnsýsluna að rétt stýring verkefna eigi sér stað og einnig að við skrásetjum alla þekkingu sem hægt er að nýta í framtíðinni. Þannig að það er mikið verk fyrir höndum hérna hjá verkefnastofunni okkar, að innleiða þessa aðferðafræði og efla okkar starfsfólk í verkefnastýringu.“ - Hvernig hefur það gengið svona hingað til? „Við erum á fyrsta stigi og erum búin að móta verkefnahandbók sem er leiðarkerfi fyrir okkar starfsfólk til að fylgja. Hún er í innleiðingarfasa núna. Fljótlega munum við hefja kynningu á bókinni og þá ákjósanlega verkferla við verkefnastýringu.“ – Atvinnumálin hafa verið mest í umræðunni undanfarin tvö ár á Suðurnesjum, ekki síst þegar atvinnuleysi fór í hæstu hæðir í heimsfaraldri. Hvernig birtist þetta ykkur í Súlunni? „Við lítum náttúrlega á þetta sem tímabundið ástand, covid er að
– Það hefur margt óvænt gerst á síðustu tveimur árum eða um það bil frá þeim tíma þegar þú tókst til starfa. „Jú og þá var allt í nokkuð mikilli sveiflu nema smá niðursveifla byrjuð í tengslum við Wow flugfélagið, því allt í tengslum við flugið hefur áhrif á Suðurnesin. Þetta er búið að vera ævintýralegur tími síðan ég flutti.“
Ótrúleg upplifun Þórdís játar því aðspurð að það hafi verið miklar áskoranir í starfinu undanfarin tvö ár. „Já, þetta er búin að vera alveg ótrúleg upplifun, ég verð nú alveg að segja það. Fall Wow hafði strax mikil áhrif á atvinnustigið þegar ég var að koma inn í nýtt samfélag, umhverfi og nýtt starf. Stuttu eftir kemur Covid. Þetta var mjög krefjandi en mjög áhugavert. Bjartsýnin, þrekið og krafturinn í starfsfólkinu hérna er aðdáunarverður. Allir halda áfram þótt mótvindurinn sé mikill. Það er magnað að fá að upplifa svona umhverfi á þessum tímum.“
„Það eru margir sem segja að við séum svo langt í burtu frá borginni, en mér finnst við vera bara þægilega langt í burtu, því ég finn það að þegar maður kemur í traffíkina í höfuðborginni og einnig þegar það er gott veður, þá er oft dálítil mengun. Þegar maður kemur hingað suður með sjó er maður bara kominn í ró.“ herja á alla um allan heim. Við erum að undirbúa okkur fyrir það tímabil þegar við getum hafið aftur venjulegt líf. Markmið okkar er að vinna að undirbúningi t.d. stefnumótunarvinnu þannig að við séum tilbúin þegar allt fer aftur á stjá. Einnig erum við að taka þátt og nýta þau úrræði úr atvinnuátakinu sem ríkið býður uppá. Þetta er tækifæri fyrir okkur að veita fólki vinnu og vinna að þeim verkefnum sem ekki hefur gefist tækifæri til. þá á ég við „hefjum störf“ átakið og „starf með styrk“. Einnig úrræðin fyrir ungmennin okkar í sumar en við fengum úthlutað 265 stöðugildi fyrir námsmenn sem við ætlum algjörlega að nýta. Við höfum hafið samantekt á störfum fyrir „hefjum störf,“ þar sem við ráðum einstaklinga til starfa og fáum styrk á móti frá Vinnumálastofnun. Þetta er allt að hefjast og vonandi getum við útvegað mörgum aðilum vinnu í bráð.“
Sumarstörf fyrir alla – Þið voruð með fjölmörg ungmenni í nýjum störfum í fyrra, svo þið eruð búin að fá nasaþefinn af því, gekk það vel? „Það gekk alveg gríðarlega vel. Við fengum úthlutað 307 störfum í fyrra, við náðum að bjóða öllum okkar ungmennum starf, sem er alveg frábært. Við stefnum á það aftur í ár og það lofar góðu – nú erum við ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Við höfum smá reynslu af þessu, svo þetta er aðeins smurðara ferli heldur en var. Þið getið nánast búið til endalaus störf hér um bil, er það ekki? „Við gerum þetta ekki ein, við þurfum aðstoð og við hvetjum alla til að nýta sér þessi úrræði, sérstaklega fyrirtæki hérna í samfélaginu okkar. Ef þau hafa tök á að ráða þá er um að gera að nýta sér þetta. Sveitarfélagið stefnir á að nýta úrræðið „hefjum
– Þannig að þú telur að það séu allir búnir að læra margt í kófinu? „Algerlega og það er margt sem við erum búin að upplifa sem við erum að nýta okkur núna, sem við sjáum styrkleika í og viljum gjarnan halda áfram með í okkar starfsemi. Við sjáum fullt af tækifærum í þessari þróun sem hefur átt sér stað.“ – Hvernig var fyrir nýbúa að koma til Reykjanesbæjar? „Það var upplifun en ég er fædd og uppalin í Reykjavík, er borgarbarn. Ég bjó úti í Danmörku í átta ár svo ég er vön flutningum. Mér finnst gaman að prófa nýja staði og taka við nýjum áskorunum. Þegar ég fékk þetta starf var ég með einhverja hugmynd um hvað ég væri að fara út í en ég þekkti bæinn ekki alveg nógu vel. Get ekki sagt að ég hafi verið með mjög mikla þekkingu á svæðinu en upplifunin hefur verið alveg yndisleg og hefur komið skemmtilega á óvart. Mér finnst allir vera mjög hjálpsamir og taka nýbúum eins og mér mjög vel. Mér finnst mjög gott að búa hérna og við tvö, ég og fjögurra ára sonur minn, erum mjög ánægð og líður vel.
Gott að búa í Reykjanesbæ - Hvernig er að vera með lítið barn í Reykjanesbæ? „Það er yndislegt, leikskólinn kemur á óvart, alveg frábær starfsemi þar, og mun meiri heldur en ég hef upplifað á öðrum stöðum. Ég hef oft að heyra að Reykja-
nesbær sé svo langt í burtu frá borginni – en mér finnst við vera svo þægilega langt í burtu. Það er mikill munur á traffíkinni hér og í borginni og einnig þegar það er gott veður, þá er mun meiri mengun í Reykjavík. Þegar maður kemur hingað suður með sjó er maður kominn í ró. Það er greinilega mjög vinsælt að flytja hingað því það hefur verið mikil fólksfjölgun og það er ástæða fyrir því. Það er gott að vera hérna og í raun allt til alls.“ – Heldur þú að það muni gerast eitthvað stórt núna þegar kófinu fer að ljúka og ferðamenn frá útlöndum fara að koma og sækja gosið heim til dæmis? Við getum sagt að eldgosið sé einn lítill lottóvinningur fyrir svæðið. „Já, ég held að það sé alveg tækifæri fyrir okkur að nýta okkur þennan frábæra bakgarð sem við höfum á þessari stundu en eins og ég segi, Reykjanesið er svo miklu meira en bara eldgosið, það hefur alltaf verið mjög fallegt umhverfi hérna. Nú er bara kominn auka plús sem er eldgosið okkar.“ – Þannig að þú ert, þrátt fyrir nokkuð erfiða stöðu á svæðinu, bjartsýn á framtíðina hérna. „Já, hérna eru bara tækifæri. Ótrúlega flott tækifæri og við ætlum að nýta þau öll. Við erum mjög spennt fyrir framtíðinni og sjáum tækifæri á hverju einasta götuhorni hérna.“ – Hvað myndir þú segja, ung kona í framlínustarfi í Reykjanesbæ, fjórða stærsta sveitarfélagi landsins, hvaða hugmyndir hefur ungt fólk sem er að flytja inn í svona sveitarfélag eins og Reykjanesbæ? Er það með aðrar væntingar heldur en fyrir tuttugu árum síðan? Eru hlutirnir búnir að breytast mikið? „Ég get náttúrulega ekki borið það saman við síðustu tuttugu ár því ég er svo nýkomin á svæðið en ég held að við sjáum tækifæri til umbóta, til dæmis eins og að auka fjölbreytileika í atvinnutækifærum á svæðinu. Það er margt í boði hérna fyrir ungmenni. Við viljum einnig efla menninguna, þennan bæjarbrag, þannig að það er ýmislegt sem við getum gert sem við myndum vilja vinna áfram með og þyrftum alltaf að fá íbúa með okkur í þessa vinnu.“ – Sérðu fyrir þér meira samtal við íbúa? Að þeir láti meira í sér heyra gagnvart ýmsum málum? „Já, um að gera. Við erum komin með heimasíðuna, Betri Reykjanesbær, þar sem við erum að opna á samtalið. Þar er tækifæri fyrir fólk til að koma sínum skoðunum á framfæri og láta okkur vita hvað við getum gert betur. Við hvetjum bæjarbúa að nýta þá heimasíðu því við fylgjumst með þar, en síðan er auðvitað skrifstofan okkar alltaf opin og allir velkomnir þangað og ræða við okkur um ýmis málefni.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17
Fædd í Reykjavík 5. des. 1982. Sonur: Garðar Flóki Matthíasson, fjögurra ára. Uppalin í Grafarvogi en á ættir að rekja til Siglufjarðar, Bolungarvíkur, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar eystri. Ólst upp með einni systur og tveim bræðrum en eldri bróðir hennar féll frá í byrjun árs 2021. Hefur alltaf verið ævintýragjörn, glaðlynd metnaðarfull og félagslynd. 2004 flutti hún til Danmerkur 22 ára í nám. Hún kláraði þar háskólanám í innanhússhönnun, viðskipta- og markaðsfræðum og sótti seinna meir meistaranám í verkefnastjórnun sem hún kláraði árið 2019 í Háskóla Íslands. Hún er einnig með D vottun í verkefnastjórnun. Þórdís bjó í Danmörku í átta ár en þar kláraði hún BA nám sitt og hóf síðan störf í Boconcept sem sölufulltrúi. Það leið ekki á löngu þegar hún var farin að stýra innanhús deildinni í stærstu Boconcept verslun landsins. Á þeim stutta tíma sem Þórdís var í Boconcept trónaði hún á toppnum sem söluhæsti sölumaður Danmerkur flesta mánuði í starfi og náði m.a. að vera söluhæst í allri BoConcept keðjunni, um 250 búðir um allan heim. Starfaði hjá NordicVisitor sem sölufulltrúi og vann þar við að selja ferðir til ferðamanna sem sóttu í íslenska náttúru. Starfaði hjá Syrusson og öðlaðist margþætta reynslu á verkefnastjórnun, ráðgjöf, hönnun og framleiðslu. Fór í bakpokaferðalag til Asíu ein. Spila blak, æfi líkamsrækt, er í söngnámi í tónlistarskólanum og er að byrja í golfi.
Menning og listir í bítlabænum – Menning og listir er eitt af því sem þið eruð að leggja áherslu á í sveitarfélaginu, er það ekki? „Jú, meðal annars. Við erum með mjög framsæknar menningarstofnanir í bænum. Í Duus húsum eru helstu sýningarsalir hjá listasafninu og byggðasafninu. Við leggjum ríka áherslu á allar menningarstofnanir bæjarins, við erum auðvitað líka með Hljómahöllina og bókasafnið. Svo höfum við menningarfulltrúa sem sér um allt viðburðahald í bænum. Þetta eru margir sterkir aðilar sem eru að gera mjög góða hluti hér hjá bænum og viljum við öll efla menningu, því eins og við vitum hefur menning áhrif á lýðheilsu okkar allra. Það er einmitt það sem við tökum föstum tökum á í menningarstefnunni okkar. Við vorum sem sagt að uppfæra vinnu sem var gerð 2018 og erum núna komin með mjög flotta
menningarstefnu sem var samþykkt nýlega og er til næstu fimm ár.“ – Er einhver sérstök áhersla í þessari menningarstefnu? „Við erum að aðlaga hana að stefnu bæjarins þar sem við tengjum menninguna við sex áhersluþætti hennar. Þar er farið yfir lýðheilsu íbúa, atvinnumálin, fjölbreytileika og ýmis önnur málefni. Menning nær að snerta alla þessa fleti. Áhersluþættirnir eru mjög margir og fjölbreyttir enda erum við að vinna undir kjörorði bæjarins sem er „í krafti fjölbreytileikans.“ Það er það sem við viljum vera. Við viljum vera með flotta sérstöðu í fjölbreytileikanum og erum mjög hreykin af því.“ – Þannig að vera með fjölbreytta flóru af menningu, listum og íþróttum fyrir bæjarbúa? „Eitthvað fyrir alla já og við viljum skara fram úr í því sem við gerum. Við erum búin að vera mjög dugleg í Covid í rafrænni menningarmiðlun. Það hafa verið margar hindranir á Covid tímum með samkomutak-
marknir í að miðla menningu en við höfum verið dugleg að nýta okkur samfélagsmiðla og vefsíður og höfum til dæmis verið með listamannaspjöll og tónleikahald í myndbandsformi og streymi. Við höfum reynt að nýta öll þau verkfæri sem við höfum.“ – Er þá ekki tilvalið að við endum á því að þú svarir spurningunni um Ljósanótt? Það eru miklar líkur á að það verði hægt að halda alvöru Ljósanótt? „Já, við allavega gerum ráð fyrir því. Við undirbúum hana þannig að hægt verði að halda hana að venju, eins stóra og hún er, en við verðum líka að passa okkur og fylgja þróuninni sem mun eiga sér stað. En eins og staðan er í dag þá erum við að undirbúa hana eins og við erum vön að gera.“
Páll Ketilsson
Viðburðir í Reykjanesbæ Ný fjallahjólabraut
Fimmtudaginn 13. maí kl. 13:00 verður vígsla á glænýrri fjallahjólabraut á Ásbrú. Hún er staðsett í brekkunni við bílastæði Kadeco, Skógarbraut 946 á Ásbrú.
Bókasafnið - lesið fyrir hund
Laugardagana 8. og 15. maí gefst börnum í tækifæri til þess að lesa fyrir hund í 20 mínútur í bókasafninu.
Bakað í beinni
Sunnudaginn 16. maí kl. 11:00 verður bakað í beinni með Fjólu tröllastelpu og Grílu á Facebooksíðu BAUNar. Það er innkaupalisti á síðunni.
pket@vf.is
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Snúum umræðunni við – Það hefur stundum verið talað um að það vanti upp á ímynd Suðurnesja og Reykjanesbæjar sem gekk náttúrulega í gegnum mikla fjárhagserfiðleika. Það var óhætt að segja að ímyndin hafi ekki verið góð, sérstaklega þá og reyndar oft áður. Varstu með einhverjar neikvæðar hugmyndir um svæðið og bæjarfélagið áður en þú ákvaðst að sækja um þetta starf? „Ég verð náttúrulega að viðurkenna að maður hafði heyrt svolítið neikvætt af þessu svæði, Suðurnesjum, sem kemur verulega á óvart eftir að maður flutti hingað. Ég get alveg viðurkennt það, ég var með pínu fordóma og var kannski svolítið með varann á þegar ég kom. En ég ætlaði að leggja mig alla í þetta og ég gat ekki hugsað mér að taka við þessu starfi nema að flytja hingað og upplifa menninguna sjálfa og eftir að ég hef kynnst samfélaginu
er ég ekki alveg að átta mig á hvaðan þessi neikvæðni kemur. Það er eitthvað sem við þurfum að snúa við og sérstaklega varðandi veðrið, það er bara mjög gott veður hérna!“ – Þannig að þetta er kannski eitthvað sem sveitarfélagið getur hugsað um. Að það þarf kannski bara að benda á hvað það er margt gott á Suðurnesjum og í Reykjanesbæ. „Já og við sem íbúar bæjarins eigum að vera stolt og monta okkur svolítið af svæðinu. Út af því að það er ekkert sem vantar upp á. Við erum með magnaða náttúru sem ekki nógu margir vita af og fleiri ættu að koma og sjá, þá átta þeir sig á því hvað það er frábært og fallegt umhverfi hérna.“
Heiðarsel – Leikskólakennari Heiðarsel – Deildarstjóri Tónlistarskóli – Starf sellókennara Holtaskóli – Starfsfólk skóla Njarðvíkurskóli – Starfsfólk skóla Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
SKIL Á AÐSENDU EFNI Ferðaþjónusta til framtíðar Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is
Ógn við heilsu kvenna Mun færri Suðurnesjakonur fara í skimum fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini en konur af öðrum landsvæðum. Því er það hagsmunamál að fá skimunina heim á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, gera skimanir aðgengilegar og gjaldfrjálsar. Því miður hafa okkur ítrekað borist fréttir af klúðri heilbrigðisyfirvalda við flutning skimunar á leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslu, Landspítala og danskrar rannsóknarstofu í Hvidovre. Á Alþingi hefur þetta ástand, sem varðar heilsuöryggi þúsunda kvenna, verið rætt margsinnis í þingsal sem og í velferðarnefnd Alþingis Líkt og Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur bent á, þá virðist ákvarðanataka heilbrigðisyfirvalda um flutning leghálssýna úr landi og framkvæmdin í kjölfarið vera svo illa unnin og ómarkviss að eftir standa þúsundir kvenna í óvissu um heilsufar sitt. Konurnar hafi bent á vandann en ekki náð að opna augu heilbrigðisyfirvalda. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna hefur einnig látið í sér heyra undanfarna
mánuði og bent á að sein framkvæmd ógni heilsu kvenna.
Hver ber ábyrgð? Afar brýnt er að bregðast við vegna þess stóra hóps kvenna sem hefur þurft að bíða allt of lengi eftir niðurstöðum skimana, frekari greiningum og heilbrigðisþjónustu. Dæmi eru um konur sem eru búnar að bíða í hálft ár eftir upplýsingum um hvort þær þurfi frekari rannsóknir og þá tekur við of löng bið eftir næsta læknatíma. Þarna eru konur í viðkvæmri stöðu sem þarf að sinna af virðingu. Hér á landi er þekking og tækjabúnaður til að annast bæði skimun og greiningar. Nauðsynlegt er að stytta biðtíma eftir niðurstöðum og tryggja áreiðanleika og markvissa heilbrigðisþjónustu í kjölfarið. Einkum er biðin erfið og hættuleg konum þar sem frumubreytinga hefur orðið vart í öðrum greiningum. Þeim mun meiri tími sem líður í þeirri óvissu sem nú ríkir þeim mun meiri hætta er á að óafturkræft tjón eigi sér stað. Enginn vill bera ábyrgð á slíku. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Eru Vogamenn orðnir alveg gal? Þessi orð flugu í gegnum huga mi n n þegar ég las fréttina um að bæja rst jó r n Voga hafi stoppað lagningu Suðurnesjalínu 2 með því að synja um framkvæmdaleyfi fyrir línunni. Synjunin kemur í kjölfar samþykkis Reykjanesbæjar, Hafnarfjarðar og Grindavíkur á þessu sama framkvæmdaleyfi. Framkvæmdinni er ætlað að tryggja að Landsnet, sem óskaði eftir framkvæmdaleyfinu, geti komið raforku á sem öruggasta máta til byggðanna á Suðurnesjum. Ekki held ég að deila þurfi um það að brýna nauðsyn ber að auka afhendingaröryggi og flutningsgetu á raforku til Suðurnesja, til heimila og fyrirtækja á svæðinu, og ekki síst til Keflavíkurflugvallar, eins af stærstu vinnustöðum landsins. En eins og staðan er í dag er afhending raforku til Suðurnesja óörugg og lítið þarf að koma upp á til að rafmagn fari af Suðurnesjunum. Ég hefði haldið að nóg væri komið af áföllum fyrir Suðurnesin þó hætta á algeru rafmagnsleysi bættist ekki við. Fyrst fór bandaríski herinn af landi brott árið 2006, stóra bankahrunið varð 2008 og nú síðast hrundi ferðamannaiðnaðurinn í kjölfar Covid og öll þau umsvif sem þeim iðnaði fylgdi. Eftir stendur um 25% atvinnuleysi á Suðurnesjum. En nú skal hættan á enn nýju áfalli aukin. Í samhengi við efni þessa greinarstúfs langar mig aðeins að rifja upp sögubrot fyrir þeim sem nú ráða
í Vogum. Fyrir allnokkrum árum síðan var ég virkur þátttakandi í pólitísku starfi á Suðurnesjum, þá sem íbúi í Keflavík. Til að staðsetja þetta betur í tíma þá var þetta á þeim árum þegar Ellert Eiríksson var bæjarstjóri í Keflavík. Þá eins og svo oft áður áttu Suðurnesin undir högg að sækja er varðar efnahagslega stöðu. Starfsemi Varnarliðsins og uppbygging Hitaveitu Suðurnesja báru uppi efnahaginn á svæðinu en sjávarútvegurinn sem eitt sinn var máttarstólpi var að ganga í gegnum miklar breytingar og kvótinn að hverfa frá Keflavík og Njarðvík. Nú er komið að kjarna þessa pistils. Á þessum tíma var Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum að festa sig í sessi. Sveitarfélögin á svæðinu voru smám saman að átta sig á því að betra væri að starfa saman en að standa endalaust í innbyrðis samkeppni og karpi. Lykilatriði til að vel tækist til við þessa samvinnu sveitarfélaganna var að allir stæðu jafnir þó mismunur á stærð sveitarfélaganna væri mikil, rétt eins og nú er. Passað var vel upp á að hinir „stóru“ beittu hina „smærri“ ekki ofríki. Með þessari dæmalausri samþykkt bæjarstjórnar Voga um Suðurnesjalínu 2 finnst mér þessari góðu jafnræðisreglu algerlega snúið á haus. Hinir smáu beita nú hina stærri fádæmalausu ofríki til mikilla óheilla fyrir alla. Magnús Ægir Magnússon. Höfundurinn er rekstrarhagfræðingur, fæddur og uppalinn í Keflavíkurhverfi Reykjanesbæjar.
Það verður ferðaþjónustan sem enn á ný mun koma íslenska hagkerfinu til bjargar og veita þúsundum vinnufúsra störf. Ég hef lengi starfað innan raða ferðaþjónustunnar, bæði sem hótelstjóri og setið í stjórnum ferðaskrifstofu og félagasamtaka, og átta mig á mikilvægi þess að vel til takist við endurreisn þessarar atvinnugreinar.
Mikilvægi mælikvarða Greinin verður að fá að mótast og þróast í takt við þarfir viðskiptavinarins en einnig á forsendum íslensks samfélags. Einfalt er að mæla og greina þarfir ferðalanga með rannsóknum, hvort sem þær beinast
að innlendum eða erlendum ferðalöngum. Slík vinna getur átt sér stað í samstarfi atvinnugreinarinnar og hins opinbera, t.d. í gegnum Markaðsstofu Suðurnesja og aðra slíka fagaðila. Allar upplýsingar sem hægt er að greina nýtast svo fyrirtækjum í stefnumótun sinni og uppbyggingu og gerir okkur betur undirbúin til að taka á móti gestum okkar. Á þann hátt má draga úr óvissu og styrkja rekstrargrundvöll sem er um leið forsenda þess að hægt sé að veita betur launuð og tryggari störf.
Traust atvinna til lengri tíma Reykjanesið er í langflestum tilvikum bæði upphaf og endir á ferðalagi fólks sem kemur hingað til lands en augljóst tækifæri er til að
gera svæðið ekki bara að áningarstað heldur líka áfangastað. Á þeirri vegferð þarf að kortleggja tækifærin, efna til samstarfs einkaaðila og ferðamálayfirvalda og byggja til framtíðar. Slík uppbygging festir í sessi að hægt sé að starfrækja ferðaþjónustu allt árið um kring, sem er mikilvægt til að koma í veg fyrir endalausar sveiflur á atvinnumarkaði á svæðinu. Tryggja þarf trausta atvinnu til lengri tíma. Veljum þekkingu og reynslu og sigurstranglegan lista í komandi prófkjöri – ég bið um ykkar stuðning í 3. sæti þann 29. maí næstkomandi. Björgvin Jóhannesson. Höfundur sækist eftir 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
Menning Su ð u rk jö rd æ m i er svo sannarlega hérað landbúnaðar, sjávarútvegs, ferðaþjónustu og svo f j ö l m a rg ra frumgreina okkar góða samfélags. Við eigum gróðursælt undirlendi, ótrúlega náttúrufegurð, gott aðgengi að fiskimiðum sem og útflutningshöfnum og millilandaflugvelli. Fleira má til nefna svo sem aðgang að orku, vinnuafli og hreinu vatni. Engum dylst mikilvægi þessara hluta er kemur að byggðamálum. Það er þó annað sem fólk nefnir almennt ekki í umræðum um landsbyggðarmál en það er hlutur menningar. Vel má vera að aðgengi að menningu spili ekki stóra rullu þegar fólk velur sér búsetu en ef sá hluti samfélagsins er ekki í lagi, þá er hætt við að allir þeir hlutir sem upp voru taldir í upphafi þessarar greinar dugi skammt til að veita þá lífsfyllingu sem hver maður þarf. Menning er talin ein af frumþörfum mannsins og er sett til jafns við þörfina að seðja hungur, þreytu
og að eðla sig. Sumir hagfræðingar ganga svo langt að setja menningu í efsta sæti þeirra atriða sem skora mest þegar meta skal lífsskilyrði í samfélögum. Atvinna, samgöngur, fæðuöryggi og fleira kemur á eftir. Suðurkjördæmi er blessunarlega einnig ríkt af menningu og gefur öðrum landshlutum ekkert eftir hvað það varðar. Tónlistarlíf og aðrar listir skipa stóran sess, safnastarfsemi er með mesta móti, fjölbreyttar bæjarhátíðir blómstra og veitingastaði má víða finna sem mælast á mælistiku alheimsins og skora þar hátt. Þátttaka almennings í menningu er almennt góð, fjöldi kóra og annarra tónlistarhópa er starfræktur, leikfélög og ýmsir hópar í fjölbreyttum listgreinum. Þannig gefst íbúum bæði tækifæri að njóta menningar og að vera þátttakendur. Það er mikilvægt fyrir ráðamenn þjóðar að átta sig á gildi menningar í samfélögum. Sé þáttur menningar ekki tekinn inn í myndina þegar rædd eru landsbyggðarmál er víst að myndin verður skökk. Huga verður vel að því að búa menningarstarfsemi góðan jarðveg, þar sem almenn-
ingur getur stundað og notið lista og menningar. Án slíkrar hugsunar er allt tal um landsbyggðarmál á veikum grunni byggt. Ríki og sveitarfélög hafa komið myndarlega að þessum málum, með ýmsu móti, svo sem í gegnum menningarhluta uppbyggingarsjóða landshlutanna og með fjárveitingum í menningarhús. Slík aðkoma opinberra aðila er nauðsynleg fyrir framgang menningar og í raun til fyrirmyndar hvernig fjármagni er deilt á svæðunum sjálfum en ekki miðlægt frá höfuðborginni. Ég kem m.a. úr menningargeiranum og hef djúpan skilning á mikilvægi menningar fyrir samfélög. Ég tel að menningarstarf sé grunnforsenda samfélaga og að skapa þurfi jarðveg til að hún nái að blómstra. Þannig getum við nýtt okkur alla þá aðra kosti sem kjördæmið hefur upp á að bjóða. Jarl Sigurgeirsson. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
Ferðaþjónustan og náttúra Suðurkjördæmis Náttúra Suðurkjördæmis er í senn áhugaverð og ólík en einnig yfirþyrmandi og óbeisluð. Hið magnaða sambland íss og elds, beljandi jökulfljóta, formfagurra fossa, svartra stranda og blómlegra landbúnaðarhéraða dregur að erlenda sem innlenda ferðamenn og nær á þeim heljartökum. Í þessu felst mikil gæfa fyrir Suðurkjördæmi en einnig áskoranir. Utan höfuðborgarsvæðisins sækja flestir erlendir ferðamenn Suðurkjördæmi heim af öðrum landshlutum. Það kemur okkur sem búum í kjördæminu kannski ekki á óvart en rannsóknir sýna að nánast allir þeir ferðamenn sem hafa heimsótt Suðurkjördæmi eru mjög eða frekar ánægðir með dvöl sína í landshlutanum. Við vitum hversu fallegt hér er en þetta staðfestir mikilvægi landshlutans hvað varðar orðspor Íslands erlendis og mikilvægi þess í ferðaþjónustu á Íslandi.
Ferðaþjónustan og frjálsa framtakið Það má segja að við hér í Suðurkjördæmi höfum fengið ferðaþjónustuna bratt í fangið á árunum eftir fjármálahrunið. Víða voru innviðir
ekki tilbúnir til að mæta auknum fjölda ferðamanna og hin opinbera umgjörð hafði ekki verið byggð upp í kringum ferðaþjónustuna líkt og nú er, hvað sem fólki finnst um eðli hennar og gagn í dag. Það var því að mestu frjálsa framtakið sem tók á móti straumi erlendra ferðamanna, byggði upp, fann upp og hugsaði upp lausnir, afþreyingu og þjónustu. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með uppbyggingunni í ferðaþjónustunni í Suðurkjördæmi síðasta áratuginn. Þjónustan og afþreyingin sem ferðamönnum er nú boðið upp á er ótrúlega fjölbreytt en jafnframt áhugaverð og eftirsótt. Ferðaþjónustan er eitt dæmið af mörgum um hvernig frjálsa framtakið getur gert ótrúlega hluti fái það tækifæri til að blómstra.
lausnunum við það mikla atvinnuleysi sem nú er á Íslandi og því þurfa stjórnvöld að halda áfram stuðningi sínum við aðila í ferðaþjónustu þannig að ferðaþjónustan verði í stakk búin við að taka á móti öllum þeim erlendum ferðamönnum sem hyggja á ferðir til Íslands. Ég trúi því að Ísland og Suðurkjördæmi allt verði í fararbroddi þegar fólk byrjar að ferðast á ný. Eflum Suðurkjördæmi! Guðrún Hafsteinsdóttir í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Að loknum heimsfaraldri Ferðaþjónustan er ákaflega þýðingarmikil fyrir Suðurkjördæmi. Straumur erlendra gesta og hugvitssemi og frumkvöðlaandi íbúa Suðurkjördæmis hefur gert það að verkum að fólk getur búið áfram í sinni sveit og sinnt oft stórkostlega skemmtilegri vinnu með áhugasömum erlendum gestum. Nú þegar sést til lands í baráttunni við heimsfaraldurinn er ljóst að ferðaþjónustan mun vera ein af
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
vf is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19
Hvað er að gerast í skipulagsmálum? Áhugi bæjarbúa á umhverfis- og skipulagsmálum hefur farið vaxandi undafarin ár og er það vel því mikilvægt er að sem flestir bæjarbúar komi að því að móta umhverfi okkar og hafi áhrif á hvernig bærinn þróast. Frá 2014 hefur stefnan verið að upplýsa íbúa markvisst um skipulagsmál og auðvelda aðkomu þeirra að skipulagsvinnu – því þannig gerum við bæinn okkar einfaldlega betri. Ákveðin áskorun hefur falist í því að virkja þennan áhuga, beina athugasemdum og ábendingum bæjarbúa í skýra farvegi sem gott verklag í stjórnsýslunni og skipulagslög kalla á. Leitast hefur verið eftir að tryggja aðkomu bæjarbúa að endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar sem stendur nú yfir. Boðað var til íbúaþings í byrjun aðalskipulagsvinnunnar og í framhaldinu voru haldnir íbúafundir í öllum hverfum bæjarins haustið 2019 þar sem gott samtal átti sér stað og góðar hugmyndir komu fram. Þá hafa fjölmargir bæjarbúar sent inn ábendingar á vefnum og í tölvupósti sem skilað hafa sér til starfshópsins sem vinnur að endurskoðun aðalskipulagsins. Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi verður svo auglýst í sumar og þá gefst íbúum aftur tækifæri til þess að koma með ábendingar og athugasemdir.
Aðalskipulag gefur tóninn Mikilvægt er að vanda vel til verka og tryggja að sem flest sjónarmið komist að því aðalskipulag sveitarfélags er mjög mikilvægur leiðarvísir um það hvernig við viljum hafa bæinn okkar, hvað við viljum hafa hvar, hvaða línur við leggjum til framtíðar og hvernig við viljum sjá bæinn okkar þróast. Megináherslur núgildandi aðalskipulags voru vel ígrundaðar í síðustu endurskoðun sem hófst 2014 og vilji kom fram á íbúaþinginu og íbúafundunum haustið 2019 til þess að halda áfram á þeirri braut.
Megináherslur Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2015–2030 • Þétting byggðar • Áhersla á hönnun bæjarrýmis, yfirbragð hverfa og bygginga • Endurskipulagning vannýttra svæða • Vinna með séreinkenni svæðisins og styrkja uppbyggingu • Skapa lifandi og skemmtilegan miðbæ • Fjölbreyttari, greiðari og öruggari samgöngur Vinna við aðalskipulagið felst líka í því að móta bænum stefnu í mikilvægum málum. Umhverfis- og skipulagsráð og framtíðarnefnd unnu saman að því að móta metnaðarfulla umhverfis- og loftslagsstefnu fyrir bæinn okkar sem bæjarstjórn hefur staðfest og unnið er að samgöngustefnu Reykjanesbæjar sem verður einnig hluti af aðalskipulaginu eins og umhverfis- og loftslagsstefnan.
Deiliskipulag útfærir nánar Öll önnur skipulagsvinna í bænum okkar er unnin innan ramma aðalskipulagsins og tekur því mið af ofangreindum megináherslum þess. Segja má að aðalskipulagið rammi inn heildarmyndina en deiliskipulög sem unnin eru teikni nánari útfærslur inn í þá mynd – í samræmi við aðalskipulagið. Lagt hefur verið í skipulagsvinnu á mörgum svæðum í bænum undanfarin ár sem ekki hefur verið vanþörf á því stór svæði í bænum
hafa ekki verið deiliskipulögð. Mikil vinna hefur verið lögð í deiliskipulagsvinnuna og rammaskipulag fyrir ákveðin svæðið þar sem stærri svæði eru undir. Unnið hefur verið metnaðarfullt rammaskipulag fyrir Ásbrú og hafin er gerð rammaskipulags fyrir Vatnsnes en nokkur deiliskipulagsverkefni eru í vinnslu þar. Horft er til rammaskipulags fyrir Reykjanestá með það að markmiði að skilgreina svæði til verndar eða nýtingar nánar en í aðalskipulagi og veita nánari leiðbeiningar við uppbyggingu þar sem það á við. Fjöldi íbúðahverfa, miðsvæða og útivistarsvæða hafa verið deiliskipulögð undanfarin ár eins og Hliðarhverfin tvö með hundruðum íbúða, Hafnargata 12 með 40 íbúðum (SBK-reiturinn), Skólatorg með 86 íbúðum (milli Hafnargötu og Suðurgötu ofan Litla skólans), Framnesvegur með 68 íbúðum (við gömlu sundhöllina), Víkurbraut/Hafnargata með 81 íbúðum (Saltgeymslureiturinn) og Sólbrekkur við Seltjörn þar sem unnið er að uppbyggingu útivistarperlunnar okkar í samræmi við nýgert deiliskipulag. Ekki má gleyma endurskoðun á deiliskipulagi Nesvallahverfisins með hundruðum íbúða og tvöföldun á hjúkrunarheimilinu, þar er uppbygging hafin og hjúkrunarheimilið að komast á byggingarstig. Þá staðfesti bæjarstjórn á dögunum metnaðarfullt deiliskipulag í hjarta bæjarins við Hafnargötu/ Klapparstíg/Tjarnargötu með 34 íbúðum og síðast en ekki síst er Dalshverfi 3 í Innri-Njarðvík með 300 íbúðum sem verður klárt til úthlutunar síðsumars.
Mikil skipulagsvinna í gangi Áfram verður unnið að skipulagsvinnu af miklum krafti. Nýtt deiliskipulag fyrir Fitjarnar, þar sem lögð er áhersla á náttúruna og lýðheilsu, er á lokastigi. Verið er að skoða skipulag efsta hluta Hringbrautar og slökkviliðsstöðvarlóðina, spennandi svæði sem er að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Á reitinn kæmi blönduð notkun íbúða og þjónustu. Hafnarsvæðin í Reykjanesbæ verða endurskipulögð í samræmi við breyttar áherslur og fyrst í röðinni er Njarðvíkurhöfn. Undirbúningur er hafinn fyrir skipaþjónustu í Njarðvík með stækkun athafnasvæðis Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, nýjum viðlegukanti og endurskoðun deiliskipulags iðnaðarsvæðisins við Fitjabraut. Stýrihópur hefur verið skipaður til að vinna rammaskipulag fyrir svæðið. Hafin er vinna við deiliskipulag á nokkrum lykilsvæðum á Ásbrú. Deiliskipulagsverkefni eru í vinnslu á Vatnsnesinu, svæðið í kringum Vatnsneshúsið, reitur við Hrannargötu og Byko-reiturinn. Áfram er litið til Hafnargötunnar og stefnt að gerð deiliskipulags fyrir samliggj-
andi lóðir nr. 15–39 við Hafnargötu að Ægisgötu og upp að Suðurgötu að hluta. Vinnu rammaskipulags vegna heilsuþorps við Grindavíkurafleggjara er lokið og stefnt á að deiliskipulagsvinna hefjist á árinu. Þá er hafin undirbúningsvinna að skipulagsbreytingum á íþrótta- og útivistarsvæðinu við Njarðvíkurskóga. Aðlaga þarf deiliskipulag íþróttasvæðis að breyttum áherslum, skilgreina umfang Njarðvíkurskóga og undirbúa staðsetningu grunnskóla og vegtenginga. Af ofantöldu er ljóst að starfsfólk umhverfis- og skipulagsviðs hefur ekki slegið slöku við í skipulagsmálum frekar en í öðrum málaflokkum sem undir þau heyra.
Má bjóða þér í umhverfisog skipulagsrölt? Sem fyrr segir þá hefur frá 2014 verið lögð höfuðáhersla á að upplýsa bæjarbúa um og auðvelda beina aðkomu þeirra að skipulagsvinnu í bænum okkar. Haldin hafa verið íbúaþing og hverfafundir þegar unnið er að aðalskipulagsbreytingum og gætt hefur verið að lögboðnu kynningar- og auglýsingaferli við skipulagsbreytingar. Því til viðbótar hafa verið haldnir íbúafundir í hvert skipti sem meiriháttar deiliskipulag er í kynningarferli til þess að upplýsa bæjarbúa og kalla eftir athugasemdum þeirra og ábendingum. Íbúafundirnir hafa reynst mikilvægir, t.d. tók skipulagið á reitnum í kringum Hafnargötu 12 miklum breytingum til batnaðar í kjölfar fyrri íbúafundar um það svæði. Kófið hefur vissulega sett strik í reikninginn en við höfum haldið okkar striki með því að halda íbúafundina á netinu – og víst er að með aukinni æfingu þá verðum við betri í því. Leitað verður áfram allra leiða til þess að upplýsa bæjarbúa um þá skipulagsvinnu sem í gangi er og auðvelda þeim að koma með athugasemdir eða ábendingar. Þessa dagana erum við í umhverfis- og skipulagsráði að taka samráðið við íbúa skrefinu lengra með gerð viðhorfskannana meðal íbúa í grónum hverfum þar sem verið er að skoða breytingar eins og t.d. í Ásahverfinu – áður en lagt er upp í formlegt skipulagsferli. Það er aldrei nógu mikið rætt og spjallað um bæinn okkar að mínu mati, hvernig við viljum byggja hann til framtíðar. Í takt við það mun ég á næstu misserum að bjóða áhugasömum í umhverfis- og skipulagsrölt um áhugaverð svæði í bænum. Fyrsta röltið verður um Fitjar laugardaginn 15. maí og hefst klukkan 12:00 frá gömlu steypustöðinni (þar sem endurnar og álftirnar eru). Allir eru velkomnir í röltið. Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar.
Alþingi lætur skoða uppgjör eigna SpKef Alþingi samþykkti fyrir skömmu í atkvæðagreiðslu tillögu undirritaðs um að gerð verði skýrsla um forsendur og afleiðingar af samningi ríkisins um yfirtöku Landsbankans á rekstri, eignum og skuldbindingum SpKef sparisjóðs með ríkisábyrgð.
Kostnaður ríkissjóðs 25 milljarðar vegna gjaldþrots Sparisjóðsins Hinn 22. apríl 2010 tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um ráðstöfun eigna og skulda Sparisjóðsins í Keflavík til SpKef sparisjóðs. Var þetta gert í þeirri viðleitni að forða innlánseigendum frá því að tapa fé við gjaldþrot sparisjóðsins. Íslenska ríkið stofnaði svo sparisjóðinn SpKef. Í mars 2011 tók Landsbankinn yfir rekstur, eignir og skuldbindingar SpKef sparisjóðs með þeim hætti að SpKef var sameinaður Landsbankanum. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar nam kostnaður ríkisins, að teknu tilliti til vaxta, samtals 25 milljörðum króna vegna SpKef.
Hvert var eignum SpKef ráðstafað og á hvaða verði? Ríkissjóður skuldbatt sig til að greiða (ábyrgjast) Landsbankanum þann mun sem var á verðmæti yfirtekinna eigna og skulda. Í ljósi alls þessa þá skiptir það ríkissjóð og skattgreiðendur miklu að fá upplýsingar um hvert var tjón Landsbankans, m.a.
hvert var hið raunverulega tjón Landsbankans og hvernig var eignaumsýslu Landsbankans háttað, þ.e. hvert var yfirteknum eignum vegna SpKef ráðstafað og á hvaða verði. Jafnframt skiptir miklu máli að fyrir liggi hvaða upplýsingar voru þegar til staðar um eiginfjárstöðu og lausafjárvanda Sparisjóðs Keflavíkur þegar svo afdrifaríkar ákvarðanir um ráðstöfun fjármuna úr ríkissjóði voru teknar. Skýrslan á að upplýsa um lán SpKef til fyrirtækja, verðmat þeirra og verðmæti, sem og verklag Landsbankans við ráðstöfun eigna og eftirlit ríkissjóðs, sem ábyrgðaraðila. Fyrir liggur að Alþingi kom á fót rannsóknarnefnd sem ætlað var að rannsaka aðdraganda og orsök erfiðleika og falls sparisjóðanna. Nefndin var skipuð í ágúst 2011 og skilaði skýrslu í apríl 2014. Verkefni rannsóknarnefndarinnar var að rannsaka aðdraganda og orsök erfiðleika og falls sparisjóðanna en henni var ekki falið að rannsaka hvernig úrvinnslu eigna sparisjóðsins var háttað. Þá tók rannsóknarnefndin ekki á því hvert endanlegt tjón ríkissjóðs var af ákvörðun um ráðstöfun eigna og skulda Sparisjóðsins í Keflavík og SpKef sparisjóðs eða eignaumsýslu Landsbankans. Skýrslan á meðal annars að varpa ljósi á þessa mikilvægu þætti. Skýrslubeiðnina má nálgast hér: https://www.althingi.is/altext/ 151/s/1245.html Birgir Þórarinsson. Höfundur er þingmaður Miðflokksins og situr í fjárlaganefnd Alþingis.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
MATTHILDAR INGVARSDÓTTUR Möttu á Bjargi Lóulandi 9, Garði
Magnús Þór Magnússon Einar Jón Pálsson Hildur Hauksdóttir Elmar Þór Magnússon Helga Andersen Harpa Lind Magnúsdóttir Sigmar Víðir Magnússon Ingibjörg María Ólafsdóttir Sveinn H. Zophoníasson barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns mín og besta vinar, bróður, mágs og frænda,
ÁRNA ÓSKARSSONAR Bóa frá Móakoti, Garði,
Fyrir hönd aðstandenda, Hrönn Óskarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SÆVAR ÖRN BJARNASON Holtsgötu 47, Sandgerði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, laugardaginn 8. maí. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju, miðvikudaginn 19. maí kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina.
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/saevarorn Anna Bjarnadóttir, Rúnar Örn Sævarsson Karen Sævarsdóttir Alexander Friðriksson Sævar Þór Alexandersson, Elmar Örn Sævarsson Daníel Örn Sævarsson Anna Jórunn Sigurgeirsdóttir
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
„Ég vakna á hverjum degi með það að markmiði að gera foreldra mína stolta“ Dominykas Milka hefur verið einn máttarstólpa deildarmeistara Keflavíkur í Domino’s-deild karla í körfubolta undanfarin tvö ár. Þessi stóri og öflugi miðherji er harður í horn að taka á vellinum en á bak við ógnvekjandi útlitið leynist hinn mesti ljúflingur. „Ég er ekki með þessa meðfæddu körfuboltahæfileika sem svo margir hafa – ég hef lagt hart að mér til að komast þangað sem ég er í dag,“ segir Milka í viðtali við Víkurfréttir. Það vakti athygli mína að hann ávarpaði mig ávallt „sir“ í samtali okkar og þegar ég spurði Milka hvers vegna hann gerði það svaraði hann því til að það væri sjálfsögð kurteisi að koma fram við annað fólk af virðingu. Dominykas Milka er fæddur í Litháen en foreldrar hans unnu græna kortið og fluttu með Milka til New York í Bandaríkjunum þegar hann var þrettán ára. „Við höfðum það ekkert slæmt í Litháen, foreldrar mínir voru bæði í ágætis vinnu en þau vildu að ég ætti kost á betri framtíð,“ segir Milka. „Ég bjó eftir það í New York og gekk þar í skóla og St. Rose háskólann. Síðan 2014 hef ég verið í atvinnumennsku víðs vegar um heiminn; Litháen, Eistlandi, Japan, Sviss, Frakklandi og nú er ég á mínu öðru ári á Íslandi. Mér finnst skemmtilegt að upplifa aðra menningarheima og kynnast ólíku fólki, körfuboltinn hefur gefið mér tækifærið til að spila körfubolta, ferðast og kynnast mörgu spennandi fólki. Ég hef fengið að upplifa marga dásamlega hluti. Eins og í Japan, ég naut þess virkilega að kynnast menningu Japana. Körfuboltinn er ekki stærsta íþróttin þar, í Hiroshima er hafnabolti mjög vinsæll og auðvitað Sumo-glíman, en körfuboltinn er að ná vinsældum og það eru lagðar háar fjárhæðir í vöxt íþróttarinnar þar. Milka hefur leikið í Litháen, Japan, Sviss, Frakklandi, Íslandi og hér er hann að keppa í Eistlandi.
Ég spilaði með Hiroshima Dragons og Japanir eru frekar smávaxnir svo ég stóð virkilega út úr hópnum,“ segir Milka og hlær. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég kom til Asíu og mér finnst menningarheimur Japans er mjög áhugaverður, þar kynntist ég „kúl“ fólki og prófaði allskonar mat. Austurlensk menning er mjög svo frábrugðin þeirri vestrænu sem við þekkjum.“ – Þú segir að fjölskyldanhafi flutt til New York, áttu systkini? „Nei, ég er einkabarn. Mamma segir: „Eitt – en stórt.“ Já, ég var stórt barn.“
Leggur hart að sér Milka lauk B.A. og meistaraámi í endurskoðun frá St. Rose háskólanum, hann leggur hart að sér við það sem hann tekur sér fyrir hendur. „Þetta er fimm ára nám en ég lauk því á fjórum, ég fór í sumarskóla og sótti aukatíma því ég vildi vera viss um að ég hefði menntað mig áður en ég færi í atvinnumennsku. Ég átti aldrei von á að ég myndi fá tækifæri til að verða atvinnumaður í körfubolta, ekki fyrr en í háskólaboltanum. Ég gekk í mjög góðan framhaldsskóla [High School (fjórtán til átján ára)] sem Lebron James styrkir. Við höfðum gott körfuboltalið og unnum allt sem hægt var að vinna.
Ég var ekki með nema um sex stig að meðaltali á mínu fyrsta ári í háskóla, ég fékk ágætis spilatíma en var meiri varnarmaður, að taka fráköst og þess háttar – það voru aðrir sem sáu um að skora. Þegar ég var að velja úr háskólum bauðst mér að fara í fyrstu deildar lið en ég kaus að fara í aðra deild því ég vildi bæta mig sem leikmann. Ég leit þannig á málin að færi ég í fyrstu deild þá myndi ég verma bekkinn í eitt eða tvö ár. Síðan er þjálfarinn rekinn ef liðið er að tapa eða fær betra atvinnutilboð ef liðið er að vinna. Ég vildi ekki verða þessi gæi sem nýi þjálfarinn segist svo ekki hafa inn í myndinni því hann réði þig ekki. Ég held að um 1.500 leikmenn skipti um lið á hverju ári, það er bara í körfuboltanum. Svo ég fór í St. Rose. Þjálfarinn þar hafði mikla og góða reynslu, var með einhverja 800 sigra undir beltinu, hafði unnið mót og fleira í þeim dúr. Hann er mér nokkurs konar föðurímynd sem lagði sérstaka áherslu á tvennt, fjölskylduna og að vinna leiki. Ég fann á mér að hann myndi annast mig og eitt það fyrsta sem ég spurði hann var hvort ég gæti tekið sumarskóla. Hann sagði að það yrði ekkert mál og stóð við það. Fyrstu deildar liðin láta sína leikmenn ganga í sumarskóla því þeir vilja hafa þá á heimavistinni til náms og æfinga, það er ekki gert í annarri deild og þú ferð heim í tvo, þrjá mánuði á sumri.“ Milka segist hafa vilja leggja aukalega á sig til að tryggja sér menntun og verða betri körfuboltamaður. Það sést vel á tölfræði hans að vinnan bar árangur, á fyrsta ári sínu var Milka með sex stig að meðaltali í leik en fór í tólf stig á öðru ári. Hann var ekki í byrjunarliði fyrstu tvö árin því ákveðin hollusta var við eldri leikmenn liðsins. Á þriðja ári fór hann í átján stig og á lokaári sínu var Dominykas með 22 stig og þrettán fráköst. „Ég lagði hart að mér og strax eftir fyrsta árið í háskóla voru umboðsmenn byrjaðir að setja sig í samband við mig og bjóða mér samninga. „Ég? Ég er ekki nógu góður til að verða atvinnumaður.“ Ég vildi bæta mig og
VF-mynd: JPK Aðrar myndir eru úr safni Dominykas Milka
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
nú hef ég leikið sem atvinnumaður í sjö ár. Ég var svo lánsamur að geta bæði náð árangri sem körfuboltamaður og menntað mig á sama tíma. Þegar ég var í skóla var ég alltaf þessi óþolandi sem sat fremst í skólastofunni og spurði allra spurninganna. Hinir krakkarnir báðu mig að hætta þessu: „Gerðu það, hafðu hljóð.“ Ég svaraði bara á þann veg að ef þau vildu eyða þremur tímum af heimanámi sínu til að læra eitthvað þá væri það þeirra mál, ég ætlaði að nota þessar fjörutíu mínútur til þess. Þegar ég kæmi heim þyrfti ég bara að renna yfir efnið og þá mundi það sem kennarinn sagði.“
Ef ég sýni þér hvernig þú átt að gera hlutina og þú endurtekur sömu mistökin aftur og aftur þá ertu annað hvort heimskur eða að sýna mér óvirðingu – bæði jafn slæmt ...
Vill vera sá vitlausasti í salnum Milka lýsir sjálfum sér sem fyndnum og opnum náunga sem hefur gaman af því að umgangast og spjalla við fólk. „Ég er opinn og oft hrókur alls fagnaðar en á sama tíma þykir mér gott að vera einsamall. Undanfarin sjö ár hef ég mikið verið einn. Ég bý einn, er ekki með fjölskyldunni og á ekki börn eða kærustu, þannig að maður lærir að vera með sjálfum sér. Þegar ég fer á æfingar tala ég mikið, þetta eru tveir tímar af skemmtun fyrir mér þar sem ég fæ að hitta skemmtilegt fólk. Hins vegar er ég menningarlega sinnaður og mikill tími fer í lestur hjá mér. Ég læri þá af öðru fólki eða sæki fræðslu frá ólíkum uppsprettum, þannig get ég talað við annað fólk um alls kyns málefni. Jafnvel þó ég viti ekkert um umræðuefnið þá get ég lært um það. Ég vil vera sá vitlausasti í salnum sem spyr vitlausu spurninganna. Þannig get ég lært af fólkinu í kringum mig. Ef þú ert gáfaðasti maðurinn í salnum ertu ekki að leggja þig fram við að verða betri en þú ert eða ert ekki umkringdur fólki sem getur haft bætandi áhrif þig. Það eru engar spurninga vitlausar ... nema þú spyrjir sömu
spurningarinnar oft. Ef ég sýni þér hvernig þú átt að gera hlutina og þú endurtekur sömu mistökin aftur og aftur þá ertu annað hvort heimskur eða að sýna mér óvirðingu – bæði jafn slæmt. Fyrir mér skiptir ekki máli hversu gamall eða ungur þú ert, hversu gáfaður eða fáfróður. Fyrir mér skapar reynslan manneskjuna sem þú verður. Lífið er bara röð upplifanna sem mótar okkur sem góðar eða slæmar manneskjur. Við gerum öll mistök en lærum við af þeim? Mér var kennt að koma eins fram við alla, sama hvort þú ert forstjóri eða vinnur á gólfinu. Þú ert að leggja þig fram við að framfleyta fjölskyldunni og það er heiðvirt starf. Milka er alinn upp sem kaþólikki en segist vera meira andlega en trúarlega þenkjandi. „Ég trúi því að það sé til æðra afl sem við kjósum að nefna ólíkum nöfnum. Ef við skoðum hin ýmsu trúarbrögð þá er þeirra boðskapur byggður upp á mjög svipuðum nótum – en það er lítill hluti fylgjenda trúarbragðanna, öfgasinnarnir, sem eyðileggur fyrir fjöldanum. Valdagræðgi og almenn
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Það sem hendir þig í lífinu er ekki eitthvað gott eða slæmt – það bara er. Lífið er það sem við látum það verða, maður verður að taka því súra jafnt sem því sæta og halda áfram ...
Dom vill frekar bjóða mömmu sinni í ferðalag en að gefa henni dýrar gjafir – þannig eignast þau minningar saman. honum. Þess vegna leyfa stjórnvöld ríkja á borð við Kína og NorðurKóreu engin trúarbrögð, því þá fer fólk jafnvel að efast um þann boðskap sem valdhafar predika.“
Neyslusamfélagið Milka notar tækifærið til að kynna sér menningu annara landa
Hér er hann við Louvre í Frakklandi ...
„Þjóðfélagið í dag er þannig sett upp að fólk er fast í ákveðinni hringiðu. Það vinnur frá átta til fjögur alla daga vikunnar, vanaferli sem það losnar ekki úr og hatar kannski líf sitt. Það þraukar út vikuna og slettir svo úr klaufunum um helgar, deyfir sig niður með vímugjöfum eins og áfengi eða að maður tali ekki um einhverju sterkara. Svo byrjar sami vítahringur aftur á mánudegi. Fyrir margt fólk er þetta það eina sem það upplifir á ævinni og það lærir ekkert nýtt. Þetta er kerfisbundið vandamál í samfélaginu, ef við lítum á börn þá spyrja þau endalausra spurninga en strax í leikskóla er farið að berja þessa fróðleiksfýsn niður og okkur kennt að svona hegðum við okkur ekki. Fólk fellur í þá gryfju að trúa því ... hér við Vatíkanið í Róm ...
... og Colosseum í Róm.
alveg, þarftu þá að eignast nýjustu útgáfuna? Mín lífsspeki er að fjárfesta í framtíðinni og eyða í upplifanir – eftir henni lifi ég. Ég er svo heppinn að fá að upplifa margt framandi sem atvinnumaður í körfubolta og þegar ég fékk fyrsta samninginn var pabbi mjög ánægður með það en mamma vildi að ég fengi mér alvöru skrifstofuvinnu. Þá spurði ég hana hvort hún vildi frekar, að ég væri hamingjusamur eða áskrifandi að launum og falla í sama vítahring og svo margir. Ég get unnið á skrifstofu eftir fertugt en núna langar mig að kynnast heiminum og upplifa nýja hluti.“
Samvera mikils virði „Núna hefur henni snúist hugur, ég gef henni engar veraldlegar gjafir í dag. Í stað þess að gefa henni Guccitösku býð ég henni frekar í ferðalag. Hún á afmæli í desember og þegar ég var í Frakklandi átti ég frí á þeim tíma. Þá bauð ég henni til mín í stað þess að ég væri að fljúga heim. Við vörðum fjórum dögum í Frakklandi og heimsóttum Sviss. Þetta var mín gjöf til hennar – eitthvað sem við eigum eftir að muna bæði um ókomna framtíð. Þegar maður er orðinn gamall og grár man enginn eftir einhverjum hlutum sem þú keyptir þér en þú manst eftir samverustundunum og sameiginlegu upplifununum. Ég geri mér grein fyrir því að einn daginn verða foreldrar mínir farnir héðan, þannig gengur lífið fyrir sig, en minningarnar lifa áfram. Þú varðveitir hverja stund sem þú eyðir með manneskjum sem þér þykir vænt um. Það sama á við um pabba minn. Þegar ég kem heim til Bandaríkjanna tekur hann sér frí frá vinnu og við eigum gæðastundir saman. Við ferðumst um landið, njótum samverunnar og sköpum minningar. Mamma kom hingað til Íslands í fyrra og hafði virkilega gaman af. Hún ökklabrotnaði reyndar í ferðinni en naut hennar fram að því,“ segir Milka og hlær. „Þetta gerðist í fjallaferð sem við fórum
og henni skrikaði fótur á ís. Hún varð mjög hrædd svona slösuð upp á hálendinu en ég sagði við hana að ég skildi að þetta væri sárskaukafullt og ógnvekjandi en fólk fæst við stærri vandamál en þetta á hverju degi. Fólk upplifir sársauka og missi á hverjum degi eins og Covid eitt og sér hefur sýnt okkur. Börn og fullorðnir fá krabbamein. Þetta er beinbrot, það jafnar sig. Þetta er erfitt og það er auðvelt að verða hræddur í þessum aðstæðum en þú hefðir getað fótbrotnað hvar sem er, úti á götu í New York. Vissulega var þetta óskemmtileg lífsreynsla en á svona stundum beiti ég frekar rökhugsun en að láta tilfinningar bera mig ofurliði. Auðvitað verð ég tilfinningasamur, það er bara mannlegt, en lífið er röð upplifana. Það sem hendir þig í lífinu er ekki eitthvað gott eða slæmt – það bara er. Gott fólk lendir í hræðilegum atburðum og hræðilegt fólk lifir til níræðs. Lífið er það sem við látum það verða, maður verður að taka því súra jafnt sem því sæta og halda áfram. Þetta var ömurlegt en núna hefur mamma jafnað sig að fullu, er jafnvel betri en hún var, og atvikið er orðið hluti af minningabankanum okkar.“
Ekki mjög íþróttalegt barn „Þegar ég var barn var í raun ekkert íþróttalegt við mig. Þótt ég hafi byrjað átta ára í körfubolta var ég frekar þybbinn sem barn og vildi eyða mestum tíma í lestur, mér þótti fátt skemmtilegra en að lesa. Við höfðum þrjú bókasöfn og gátum tekið mest út fimm bækur á mánuði, ég var vanur að fara á öll söfnin og taka út fimmtán bækur í hverjum mánuði. Ég vildi ekki vera úti að leika mér, ég vildi vera inni og lesa. Það hefði ekkert þýtt að refsa mér með því að senda mig inn í herbergi ef ég gerði eitthvað af mér, það hefði þurft að reka mig út að leika. Augljóslega var ég ekki að lesa bækur eins og Stríð og friður um tíu, tólf ára aldurinn en ég las góða bókmenntir eins og eftir Charles Dickens og fleiri. Ég hélt mikið upp á Harry Potter og hef lesið þær sögur þrisvar eða fjórum sinnum. Ef maður lítur á söguþráðinn í Harry Potter þá er verið að fjalla um baráttu góðs og ills. Hann berst við snák í annarri bókinni og hvern tengjum við við snákinn? Djöfulinn sjálfan. Ég hlusta mikið á hlaðvörp í dag og í einu slíku var verið að tala um Harry Potter og baráttu hans við innri djöfla. Allan tímann var hann með hluta af Voldemort, sem er holdgervingur hins illa, inn í sér. Hann var stöðugt að efast um sjálfan sig, sem er mannlegt. Við heyjum öll þessa innri baráttu um að breyta rétt eða rangt. Ég tel að því klárari sem þú ert því meiri er þessi innri togstreita. Því minni menntun
sem þú hefur því einfaldara verður líf þitt. Þú þarft bara að geta sett mat á borðið. Lífið er bara vinna, borða og sofa. Um leið og þú menntar þig ferðu að sjá heiminn í nýju ljósi, þú sérð alla liti heimsins.“
Var tilbúinn að vinna launalaust Milka hefur nýhafið störf sem sérfræðingur á fjármálasviði hjá Court yard by Marriot hótelinu í Reykjanesbæ. Þar fæst hann við störf sem tengjast námi hans en Milka er ákaflega metnaðarfullur og vildi ólmur sækja sér starfsreynslu. Hann bauðst meira að segja til að vinna launalaust sem lærlingur á starfssamningi [e. internship] en forráðamenn hótelsins sögðu honum að það tíðkaðist ekki á Íslandi, væri reyndar ólöglegt. „Ég fór í þrjú starfsviðtöl út af starfinu og þegar ég var búinn í öðru viðtalinu var mér sagt að valið stæði milli mín og einnar annarrar manneskju sem væri héðan af svæðinu – en þau höfðu mestar áhyggjur af því að ég myndi kannski staldra stutt við. Kannski yrði ég farinn annað eftir tvo, þrjá mánuði. Ég sagði bara eins og er – að ég væri nýbúinn að skrifa undir tveggja ára samning við Keflavík og er ekkert á förum. Körfuboltalega séð er ég ánægður á Íslandi og hef möguleika á að vinna titla. Ég gæti vel hugsað mér að leika hérna út ferilinn – og hvað myndi gerast ef ég færi frá Keflavík? Þá væri líklegast að ég færi í lið á höfuborgarsvæðinu og það er ekkert mál að keyra á milli. Ég gæti áfram stundað mína vinnu hér suður frá. Allt sem ég tek mér fyrir hendur vil ég gera vel. Ég er vinnusamur og vakna á hverjum morgni með það að markmiði að gera foreldra mína stolta af mér.“
Tilhlökkun til úrslitakeppninnar Í deildarkeppninni í vetur hefur Milka verið mikilvægur hlekkur í Keflavíkurliðinu, hann hefur skorað 22,8 stig að meðaltali í deildinni og tekið 10,7 fráköst. Milka er á sínu öðru tímabili með Keflavík og segist fullur eftirvæntingar fyrir úrslitakeppni í Domino’s-deildarinnar. „Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil, í rauninni var þetta eins og þrjár deildarkeppnir með þremur undirbúningstímabilum.“ Keflvíkingar sýndu talsverða yfirburði í Domino’s-deild karla í vetur en það telur lítið þegar í úrslitakeppnina er komið. „Það er stefna okkar strákanna að klára þetta mót. Okkur hungrar í titilinn og við munum leggja okkur alla fram við að koma með hann til Keflavíkur. Við höfum trú á því að okkur takist það,“ segir Dominykas Milka að lokum.
Milka er vinsæll meðal stuðningsmanna Keflavíkur. Mynd úr safni Víkurfrétta
græðgi spilar þarna inn í líka. Ég trúi að andlegi þátturinn og trúin á æðra vald sé manneskjunni mikilvægur. Ég tala um Jesú en aðrir um Allah, Búdda eða hvaða nöfnum sem tjáir að nefna. Fyrir mér er þetta allt einn og sami hluturinn, menn trúa á það sem þeir tengja við. Trúin er hins vegar notuð sem valdeflingartæki til að stjórna fólkinu. Þú getur skoðað mannkynssöguna, á hvaða menningarsamfélag sem hefur verið við lýði síðustu þrjú, fjögur þúsund árin. Það er alltaf hópur sem reynir að ráðskast með lýðinn og trúin er öflugasta vopnið til að ná tökum á
að það þurfi að vinna fjörutíu tíma á viku. Af hverju þarf ég að gera það? Ef ég get unnið í fimm tíma á viku og náð árangri, ætti það ekki að vera nóg? Það er þetta sem ég vinn í áttina að. Þetta er það sem frumkvöðlastarfsemi snýst um, að skapa sér lífsviðurværi til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Fólk þarf að vinna en svo vill það vera að kaupa hluti, alls kyns óþarfa. Það sekkur sér í vinnu af því að neyslusamfélagið segir fólki að það þurfi að eignast hluti. Það þarf að eignast nýtt sjónvarp, þarf nýjan iPhone – en ef þú átt iPhone X og hann virkar
Lengri útgáfa viðtalsins við Dominykas Milka verður birt í veftímariti Víkurfrétta. Þar ræðir Milka m.a. um morðið á George Floyd og Black Lives Matter, vanda í lögreglunnar í Bandaríkjunum, framtíðarhugmyndir sínar um að setja í gang hlaðvarp og fleira.
Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is
sport
Miðvikudagur 12. maí 2021 // 19. tbl. // 42. árg.
KNATTSPYRNUSAMANTEKT
Keflvíkingar fagna eftir sannfærandi sigur á Stjörnumönnum. Ástbjörn er fremstur á myndinni. VF-myndir: Hilmar Bragi
Pepsi Max-deild kvenna:
Óöruggir Keflvíkingar Keflvíkingar töpuðu í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna þegar liðið mætti Selfossi á heimavelli. Heimakonur náðu sér ekki á strik í leiknum og lauk honum með 3:0 sigri Selfoss.
Lengjudeild karla:
Grindvíkingar lögðu ÍBV
„Tökum einn leik í einu
og mætum í hann alveg brjálaðir“ – segir Ástbjörn Þórðarson sem gekk til liðs við Keflavík fyrir þetta tímabil Ástbjörn var valinn maður leiksins í 2:0 sigri liðsins á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni síðasta sunnudag þar sem hann sýndi mikinn kraft og baráttuvilja og lagði upp seinna mark Keflvíkinga fyrir Kian Williams. „Framhaldið leggst bara mjög vel í mig,“ segir Ástbjörn Þórðarson sem var valinn maður leiksins í langþráðum sigri Keflvíkinga í efstu deild. „Ég er spenntur fyrir þessu móti. Þetta er góður hópur sem er búinn að taka mjög vel á móti mér og margir orðnir mjög góðir vinir mínir í dag. Það er gott.“ Ástbjörn er uppalinn KR-ingur en hann ákvað að söðla um og gekk til liðs við Keflavík fyrir þetta tímabil. Ástbjörn hefur fallið vel inn í hóp Keflvíkinga og segir andann í liðinu vera ákaflega góðan og hópinn samstilltan. „Ég er búinn að vera í KR síðan ég var um fimm ára gamall. Ég náði samt ekki að vinna mig alveg inn í liðin svo mér fannst vera kominn tími á að breyta til og fást við einhverjar aðrar áskoranir. Það kom upp sá möguleiki að koma til Keflavíkur, ég hafði náttúrlega fylgst með þeim og leist vel á það. Ég fór á æfingar með Keflavík og bara small inn í þetta – svo ég ákvað bara að kýla á þetta og taka slaginn með Keflavík.“ Keflvíkingar fengu margar hornspyrnur sem gerðu usla í teig Stjörnumanna enda hafði stífur vindurinn mikil áhrif á flug boltans.
– Var ekkert erfitt að kveðja uppeldisfélagið? „Jú og nei. Auðvitað er það erfitt að kveðja lið sem maður hefur verið í síðan maður var lítill en mér fannst bara vera kominn tími á það. Þetta var sá tímapunktur og mér þótti þetta ekkert erfið ákvörðun.“ – Hefurðu stundað aðrar íþróttir? „Ég var í körfubolta frá svona sjö til tólf, þrettán ára aldurs og á nú nokkra Íslandsmeistaratitla þar í yngri flokkum. Svo prófaði ég handbolta og eitthvað fleira en ég var aðallega í fótbolta og körfubolta – svo tók fótboltinn bara völdin. Það var í rauninni aldrei nein spurning, ég var í körfuboltanum af því að maður hafði næga
orku og gaman af honum. Það var ekkert mál að vera í tveimur íþróttum en svo þegar þær fóru að skarast var engin spurning, fótboltinn var alltaf að fara að vera númer eitt.“
Keflavík er inni í framtíðarmyndinni – Ástbjörn er 21 árs gamall, ungur og ólofaður, svo það lá beinast við að spyrja hvort keflvísku stelpurnar eigi einhvern séns í hann. „Þú getur sagt að þær megi alla vega reyna – ekkert er útilokað.“ – Heldurðu að þú eigir eftir að ílengjast hjá Keflavík? Er það í framtíðarmyndinni? „Já, ég sé það fyrir mér. Við erum með ungt og gott lið sem getur gert fullt af hlutum – og með reynslunni verður það bara enn betra. Ég held að þetta lið geti farið langt.“ – Vissirðu fyrir leik að Keflavík hefði ekki unnið sigur í efstu deild í næstum sex ár? „Ég vissi að Keflavík hafði ekki unnið leik í langan tíma en við vorum ekkert að hugsa um það. Við erum með leikmenn í liðinu sem hafa þannig hugarfar að þeir vilja vinna og þótt fjölmiðlar hafi verið að tala um það að Keflavík væri ekki búið að vinna í þetta langan tíma þá vorum við ekkert að hlusta á það. Við vitum hvað við getum og það er ekki til neins að vera að velta sér upp úr fortíðinni, við tökum bara einn leik í einu og einbeitum okkur að næsta leik. Við höfum mikla trú á okkur sjálfum. Þótt einhverjir spekingar séu að spá okkur falli þá hugsum við ekkert um það, við vitum hvað í okkur býr – og við ætlum bara að sýna það. Tökum einn leik í einu og mætum í hann alveg brjálaðir. Ég held að það muni skila okkur árangri.“
Sex ára bið var loks á enda þegar Keflvíkingar fóru með 2:0 sigur á Stjörnunni í annarri umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu á HS Orkuvellinum. Bið Keflvíkinga eftir sigri í efstu deild var orðin æði löng en sigurinn var þeirra fyrsti síðan Keflavík vann Leikni þann 3. október 2015. Mörkin skoruðu þeir Frans Elvarsson (úr víti) og Kian William. Næsti leikur Keflvíkinga fer fram á HS Orkuvellinum næstkomandi laugardag þegar Þróttur Reykjavík kemur í heimsókn.
Grindvíkingar sigruðu ÍBV í fyrstu umferð Lengjudeildar karla á Grindavíkurvelli. Báðum liðum er spáð ofarlega í deildinni, ÍBV öðru sæti en Grindavík því fjórða, en heimamenn sýndi enga gestrisni og tóku öll stigin sem í boði voru. Lokatölur 3:1 fyrir Grindavík.
Sigurjón Rúnarsson skoraði gegn ÍBV. VF-mynd: POP
Mörk Grindavíkur: Sigurður Bjartur Hallson (7’), Sigurjón Rúnarsson (28’) og Viktor G. Hauksson (58’).
Lengjudeild kvenna:
Jafntefli hjá Grindavík og Aftureldingu Grindavík lék gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í fyrstu umferð Lengjudeildar kvenna og lentu undir á 21. mínútu. Grindvíkingar sneru leiknum sér í hag með tveimur mörkum en Afturelding náði að jafna á 83. mínútu og leiknum lyktaði með jafntefli, 2:2. Mörk Grindavíkur: Viktoría Sól Sævarsdóttir (56') og Unnur Stefánsdóttir (71').
2. deild karla:
Haukar - Reynir 0:2 Haukar hófu leikinn af krafti en Sandgerðingar voru skipulagðir og vörðust vel, Rúnar Gissurarson varði vel í marki Reynis þegar á þurfti að halda. Reynismenn komust yfir í síðari hálfleik og gulltryggðu sér sigurin með marki úr víti í lokin. Mörk Reynis: Strahinja Pajic (70’) og Magnús Þórir Matthíasson (88’ víti).
Njarðvík - Þróttur 3:3 Það var Suðurnesjaslagur af betri gerðinni þegar Þróttur sótti Njarðvíkinga heim á Rafholtsvöllinn í Njarðvík. Njarðvíkingar náðu tvívegis tveggja marka forystu (2:0 og 3:1) en Þróttarar skoruðu tvö mörk undir lokin. Jafntefli í hörkuleik en þessum liðum er spáð tveimur efstu sætunum í deildinni í ár.
Tekist á í teignum. VF-mynd: POP Mörk Njarðvíkur: Kenneth Hogg (17’ og 78’) og Zoran Plazonic (63’). Mörk Þróttar: Ragnar Þór Gunnarsson (75’), Rubén Luzanco Ibancos (85’) og Hubert Rafal Kotus (88’).
3. deild karla:
Dalvík/Reynir - Víðir 2:1 Það var hörkuspennandi og jafn leikur þegar Víðismenn sóttu Dalvík/Reyni heim í fyrstu umferð 3. deildar karla. Sanngjörn úrslit hefðu sennilega verið jafntefli en á 89. mínútu fékk Dalvík/Reynir víti sem tryggði þeim sigurinn. Mark Víðis: Guðmundur M. Jónsson (30’).
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23
Njarðvík áfram í deild þeirra bestu
Fagnað í Ljónagryfjunni Stuðningsmenn Njarðvíkinga fögnuðu sigri sinna manna á Þór Þorlákshöfn og sæti í efstu deild tryggt.
Úrslitakeppnin að hefjast
VF-mynd: hilmarbragi
Njarðvíkingar unnu þriðja leikinn í röð á lokakafla Domino’s deildarinnar í körfu og björguðu sér frá falli eftir sigur á Þór Þorlákshöfn á mánudagskvöld. Keflvíkingar unnu Hött sem féllu og Grindvíkingar töpuðu fyrir KR og enduðu í 6. sæti deildarinnar. Úrslitakeppnin hefst 15. maí. Með góðum lokakafla voru Njarðvíkingar þegar uppi var staðið nálægt því að komast í úrslitakeppnina og hefðu þá mætt nágrönnum sínum úr Keflavík en slæmur kafli þar sem liðið tapaði níu af tíu leikjum var dýr. Sigur gegn Þór í lokaumferðinni var þó gríðarlega mikilvægur. Hefði Njarðvík tapað fyrir Þór og Höttur unnið Keflavík hefði Njarðvík fallið í fyrsta sinn. Keflvíkingar voru yfirburðalið í deildinni í vetur og mæta Tindastóli í 8 liða úrslitum. Grindvíkingar mæta Stjörnunni. Úrslitakeppnin 8 liða: (1) Keflavík-Tindastóll (8) (2) Þór Þ.- Þór Ak. (7) (3) Stjarnan-Grindavík (6) (4) Valur-KR (5)
Thelma leikur með Keflavík í úrslitakeppninni Keflvíkingar hafa fengið risa liðsstyrk en Thelma Dís Ágústsdóttir mun leika með liðinu í úrslitakeppninni sem hefst á næstu dögum. Thelma var besti leikmaður Keflavíkur þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2017 og bikarmeistari sama ár og síðan 2018. Hún var kjörin leikmaður tímabilsins 2016-17. Hún er á heimleið eftir útskrift frá háskólanámi í Bandaríkjunum. Frá þessu var fyrst greint í körfuboltakvöldi á Stöð 2.Thelma Dís er 21 árs og hefur síðustu þrjú árin leikið með
Ball State Cardinals í 1. deild bandaríska háskólaboltans. Þar gekk henni vel, skoraði tæp 12 stig á lokaárinu og var með 44 prósent hittni úr þriggja stiga skotum. Það þarf ekki að fjölyrða um liðsstyrkinn sem hún verður í ungu Keflavíkurliði sem hefur gefið eftir að undanförnu eftir að hafa verið í toppsæti deildarinnar framan af vetri. Thelma og Keflavíkurstúlkur mæta Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni á fimmtudagskvöld.
Njarðvík tryggði sér deildarmeistaratitlinn í 1. deild kvenna með öruggum sigri á liði Grindavíkur 86:58 þegar liðin mættust í Njarðtaksgryfjunni. Njarðvík endaði efst í 1. deild. Nú tekur við úrslitakeppni.
GLEÐILEGT SÓLNINGAR SUMAR!
Grindvíkingar stóðu sig vel á fjölmennu júdómóti Júdódeild Grindavíkur tók þátt í Góumóti Júdófélags Reykjavíkur sem fram fór á dögunum. Krakkarnir frá UMFG stóðu sig með eindæmum vel, voru félaginu til sóma og unnu til fjölda verðlauna. 65 keppendur frá fjórum félögum tóku þátt í mótinu en auk júdódeildar Grindavíkur voru lið frá júdódeild Selfoss, júdódeild ÍR og Júdófélagi Reykjavíkur. Vegna Covid-reglna varð að skipta mótinu í tvo hluta, ellefu til fjórtán ára kepptu á föstudegi en átta til tíu ára á laugardegi. Júdódeild UMFG endaði í öðru sæti í keppni félaga. „Þetta var frábær skemmtun, Eftir mót var við hæfi margar stórglæsilegar viðureignir að fá sér í gogginn. sáust og börnin sem voru að keppa í fyrsta skiptið voru vel undirbúin fyrir mótið og kunnu meira og minna allra reglur og framkomu,“ sagði Arnar Már Jónsson, stoltur yfirþjálfari Grindvíkinga.
Frammistaða Grindvíkinga á mótinu var eftirfarandi: Flokkur stúlkna undir þrettán ára (-40 kg): Natalía (gull), Zofia (silfur) og Ísabella (brons). Flokkur drengja undir þrettán ára (-60 kg): Markús (gull). Flokkur stúlkna undir fimmtán ára (-63 kg): Friðdís (brons).
Flokkur drengja undir fimmtán ára (-60 kg): Kent Örn (silfur). Flokkur stúlkna undir níu ára (-28 kg): Krista (gull). Flokkur stúlkna undir tíu ára (-32 kg): Viktoría (gull).
SÓLNING í Njarðvík Opið virka daga kl. 8-18. Laugardaga kl. 9-13. Ávallt heitt á könnunni! Verið velkomin!
Sól hækkar á lofti og allt bendir til þess að með haustinu verðum við laus við óþolandi sóttvarnartakmarkanir og getum farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik. Hvað svo sem eðlilegt er. Nýr veruleiki blasir við. Árleg bólusetning við Covid gæti orðið veruleiki. Bólusetningarvottorð til geta ferðast milli landa. Hver var með þetta á kosningaloforðalistanum árið 2017? Undanfarinn mánuð hef ég tekið þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hef aldrei tekið þátt í prófkjöri áður. Er nýliði. Það er gaman að ræða við fólk um pólitík og sitt sýnist hverjum. Sum mál eru þó þannig að fólk lækkar róminn og
vill helst ekki láta hafa neitt sérstaklega mikið eftir sér. Kvótakerfið er eitt þeirra mála. Mér finnst að Suðurnesin séu það svæði á Íslandi sem alltaf verður útundan. Nýjasta dæmið er að bólusetningar virðast ganga mun hægar hér á svæðinu en annars staðar, allavega miðað við upplýsingar fengnar á Covid.is. Fleira mætti telja. Af hverju eru þeir fjármunir sem ríkið hefur fengið fyrir sölu á eignum á Ásbrú ekki notaðir óskiptir til fjárfestingar og uppbyggingar á Suðurnesjum? Það eru allir sammála um að hér þurfi meiri fjölbreytni í atvinnulíf og hér er atvinnuleysi mest á landinu öllu.
Eigi Suðurnesjum að ganga betur, þarf að byrja á heimavelli. Fyrsta skrefið er að sameina öll sveitarfélög á svæðinu. Um þá sameiningu ætti að kjósa samhliða alþingiskosningum í haust. Suðurnes sveitarfélag. Næsta kjörtímabil sveitarfélaganna, 2022– 2026, færi í undirbúningsvinnu og í sveitarstjórnarkosningum 2026 yrði kjörin bæjarstjórn nýs sveitarfélags. Þeim mun lengur sem við bíðum, þeim mun lengur munum við verða eftirbátar annara, því við tölum ekki einni röddu. Nýjasta dæmið um það er lagning Suðurnesjalínu 2, þar sem minnsta sveitarfélagið stöðvaði eitt mesta hagsmunamál svæðisins alls. Þrjátíuþúsund manna sveitarfélag
LOKAORÐ
Suðurnes
MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR þarf bara einn bæjarstjóra, eina bæjarstjórn og miklu færri yfirstjórnendur. Það þarf að draga úr opinberum umsvifum og blása lífi í atvinnulíf sem skapar verðmæti. Það er verkefnið framundan.
Leið að farsælum efri árum
Þér er boðið á kynningarfund Fjölþætt heilsuefling er verkefni fyrir einstaklinga sem eru 65 ára eða eldri. Lagt er upp með markvissa þol- og styrktarjálfun, reglulegar heilsufarsmælingar, fræðslu og ráðgjöf um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti. Markmið með þátttöku í verkefninu er að gera einstaklinginn hæfari til að spyrna fótum gegn öldrunareinkennum og takast betur á við heilsu-tengdar breytingar sem fylgja hækkandi aldri.
Íþróttaakademían
Mánudaginn 17. maí kl 17:30
Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ inniheldur meðal annars:
Styrktarþjálfun í Sporthúsinu 2x í viku, 8-12 saman í hóp með þjálfara Þolþjálfun á mánudögum í Reykjaneshöllinni yfir veturinn en utandyra að vori, sumri og hausti Reglulegir fyrirlestrar frá læknum, næringarfræðingum, sjúkraþjálfurum og öðrum sérfræðingum Ítarleg heilsufarsmæling á 6 mánaða fresti hjá Janusi heilsueflingu Blóðmælingar og heilsufarsviðtal á vegum HSS Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur um hollan lífsstíl Aðgangur að lokuðum Facebook hópi með fróðleik og stuðning og heilsu-appi Janusar heilsueflingar Aðgangskort í Sporthúsið Reykjanesbæ
Ef þú hefur náð 65 ára aldri getur þú sótt um þátttöku á slóðinni: Við byrjum með nýjan hóp í næstu viku.
Ég pant vera bæjarstjóri í Suðurnes sveitarfélagi ... eða er það Sveitarfélagið Suðurnes?
Flýta flugi til Íslands
Fjölþætt heilsuefling í Reykjanesbæ fyrir eldri aldurshópa 65+
Umsókn um þátttöku
Mundi
www.janusheilsuefling.is/skraning
Breska flugfélagið Jet2.com og Jet2CityBreaks hefur ákveðið að flýta áætlunum sínum um flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands um mánuð. Þetta er gert vegna mikillar eftirspurnar eftir ferðum til Íslands og væntinga um að Ísland verði skilgreint sem grænt land á lista breskra stjórnvalda þegar áformað er að aflétta banni á ónauðsynleg ferðalög frá Bretlandi um miðjan maímánuð. Auk ferða til Manchester verður einnig boðið upp á reglulegt flug og borgarferðir frá Birmingham. Flogið verður tvisvar í viku milli borganna, á mánudögum og fimmtudögum. Manchester-flugið hefst 2. september og Birmingham-flugið 30. september. Flogið verður til 22. nóvember 2021. Þá hefst Manchesterflug að nýju 10. febrúar og stendur til 10. nóvember 2022. Flogið verður til og frá Birmingham frá 10. febrúar til 25. apríl 2022. „Við á Keflavíkurflugvelli erum afar ánægð að heyra að Jet2.com og Jet2CityBreaks hafi ákveðið að bæta við áætlun sína og fögnum áframhaldandi góðu samstarfi við félagið,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. „Við sjáum að það er sívaxandi áhugi á Íslandi sem áfangastað eftir að heimsfaraldrinum er lokið og þessi ákvörðun staðfestir þau merki sem við höfum séð um það.“
Unga fólkið í beinni útsendingu fimmtudagskvöld kl. 19:30 á vf.is Suðurnesjamagasín verður ekki á dagskrá Hringbrautar í þessari viku en glæný innslög frá dagskrárgerðarfólki Fjörheima verða hins vegar í beinni útsendingu á vf.is á fimmtudagskvöld kl. 19:30.
! a f r o h ð a ð i n Mu