8 minute read

Framkvæmdir eru töluvert á eftir áætlun

Framkvæmdir við annan áfanga Stapaskóla, fullbúið íþróttahús með áhorfendasvæði sem tekur 1.100 manns í sæti og 25 metra innilaug ásamt útisvæði með heitum pottum, eru töluvert á eftir áætlun. Reykjanesbær og Íslenskir aðalverktakar undirrituðu samning um verkið í september árið 2021.

Fullkláraður mun þessi áfangi kosta rúma 2,4 milljarða króna en tilboð Íslenskra aðalverktaka hljóðaði upp á 92% af kostnaðaráætlun, sagði í frétt um samningana á sínum tíma.

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykja­

Síða 14

Katla Rún svekkt eftir tímabilið Agnar og ættfræðin

Síða 11 nesbæjar, segir verkið töluvert á eftir áætlun en að samkvæmt nýuppfærðri verkáætlun verktaka sé stefnt á að taka húsnæðið í notkun í ágúst. „Það verður mjög hæpið en á meðan við höfum ekki annað frá verktakanum þá verðum við að trúa því,“ segir hann. Nú nýverið var íþróttasalnum lokað og þá getur innivinna hafist þar fljótlega.

Með byggingu annars áfanga Stapaskóla fær skólinn ekki aðeins vel búna aðstöðu til íþróttakennslu heldur mun byggingin einnig stórbæta aðstöðu til almennrar íþróttaiðkunar og með tengingu við bókasafnið þjóna íbúum bæjarins sem einskonar hverfismiðstöð.

Hilmar Pétursson látinn

Hilmar Pétursson, fasteignasali og bæjarfulltrúi í Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu á Nesvöllum í Reykjanesbæ 2. maí síðastliðinn, 96 ára gamall.

Hilmar fæddist á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd í Skagafirði 1926 og var elstur fimm systkina. Hann sótti sína fyrstu skólagöngu í Skagafirði og fór svo í Héraðsskólann á Laugarvatni, eldri deild, áður en hann sótti nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík sem hann lauk árið 1947.

Hilmar vann í vegavinnu og á sjó sem ungur maður. Hann flutti til Keflavíkur og varð skrifstofumaður hjá Keflavíkurbæ 1948 og síðar bæjargjaldkeri árið 1953. Hann var skattstjóri í Keflavík í sex ár, 1956 til 1962. Hann stofnaði Fasteignasöluna og rak hana með Bjarna F. Halldórssyni árin 1963 til 1989 en næsta áratuginn á eftir með Ásdísi eiginkonu sinni þar til hann hætti störfum 1999. Hilmar vann lengi samhliða við bókhald og skattframtalsaðstoð og hætti því ekki fyrr en árið 2009.

Hilmar var duglegur félagsmálamaður í Keflavík. Á tuttugu árum í bæjarstjórn Keflavíkur, þar sem hann var oddviti Framsóknarflokksins í sextán ár, var hann formaður bæjarráðs 1974 til 1984. Hann var heiðursfélagi í Málfundafélaginu Faxa, var stofnfélagi og síðar formaður í Lionsklúbbi Keflavíkur og stofnfélagi og síðar yfirmeistari í Oddfellowstúkunni Nirði.

Hilmar og Ásdís Jónsdóttir kona hans eignuðust tvo syni, Jón Bjarna sem lést 2007 og https://www.facebook.com/ groups/hilmarpeturs

Pétur Kristinn. Hilmar var dyggur viðskiptavinur Víkurfrétta með Fasteignasöluna og er eftirlifandi ættingjum hans sendar samúðarkveðjur. Útför Hilmars fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 15. maí kl. 13. Útförinni verður streymt.

Efnahagur Suðurnesjabæjar er traustur

n Handbært fé 661,6 milljónir króna í árslok 2022

Ársreikningur Suðurnesjabæjar fyrir árið 2022 var samþykktur samhljóða á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar þegar síðari umræða um reikninginn fór fram. Bæjarstjórn telur rekstrarafkomu ársins mjög viðunandi miðað við aðstæður og þakkar starfsfólki sveitarfélagsins þeirra framlag í rekstri og starfsemi sveitarfélagsins við krefjandi aðstæður. Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2022 ber með sér að efnahagur sveitarfélagsins er traustur sem skapar forsendur fyrir áframhaldandi uppbyggingu innviða og þjónustu við íbúa næstu misseri og ár. Auknar tekjur komu helst fram í meiri útsvarstekjum en áætlað var og endurspeglar það m.a. aukinn kraft í atvinnulífinu, auk þess sem fjölgun útsvarsgreiðenda skilaði auknum tekjum.

Heildartekjur A hluta bæjarsjóðs voru kr. 5.173,1 milljónir en í samanteknum reikningi A og B hluta kr. 5.450,7 milljónir. Heildargjöld A hluta voru kr. 4.676 milljónir og í samanteknum reikningi

A og B hluta kr. 4.808,1 milljónir. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir var kr. 497,2 milljónir í A hluta en kr. 642,6 milljónir í samanteknum reikningi A og B hluta. Rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð að fjárhæð kr. 19,9 milljónir, rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningi A og B hluta er neikvæð um kr. 34,3 milljónir. Heildareignir í samanteknum reikningi A og B hluta eru kr. 9.843,5 milljónir. Heildar skuldir og skuldbindingar eru kr. 5.616,5 milljónir. Lífeyrisskuldbinding hækkar frá fyrra ári og er kr. 1.264,4 milljónir í árslok 2022.

Langtímaskuldir við lánastofnanir eru kr. 3.438,5 milljónir og næsta árs afborganir langtímalána verða kr. 250,5 milljónir. Eigið fé í samanteknum reikningi A og B hluta er kr. 4.227 milljónir. Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbindingum, eða skuldaviðmið A og B hluta er 67,07% en var 71,48% árið 2021. Hlutfallið hjá A hluta er 44,47% en var 46,97% árið 2021. Samkvæmt fjármálareglu í 64. gr. sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki vera hærra en 150%.

Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði kr. 682,9 milljónum í veltufé frá rekstri, sem er um 12,5% af rekstrartekjum og kr. 430,3 milljónum í handbært fé frá rekstri, sem er 7,9% af rekstrartekjum. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum A og B hluta nam kr. 462 milljónum. Á árinu 2022 voru tekin ný langtímalán að fjárhæð kr. 250 milljónir. Handbært fé lækkaði um kr. 81,2 milljónir frá fyrra ári og var handbært fé í árslok 2022 kr. 661,6 milljónir.

Íbúafjöldi í Suðurnesjabæ þann 1. desember 2022 var 3.910 og hafði fjölgað um 166 íbúa frá fyrra ári, eða um 4,4%.

Mikil verðbólga með tilheyrandi hækkun fjármagnskostnaðar og rekstrargjalda leiddi af sér helstu frávik í rekstri miðað við fjárhagsáætlun ársins. Fjármagnsgjöld A og B hluta voru alls kr. 252,8 milljónum meiri en áætlun gerði ráð fyrir. Hins vegar voru heildartekjur A og B hluta alls kr. 318,5 milljónum hærri en áætlun gerði ráð fyrir og rekstrargjöld voru alls kr. 92,2 milljónum umfram áætlun. Auknar tekjur komu helst fram í meiri útsvarstekjum en áætlað var og endurspeglar það m.a. aukinn kraft í atvinnulífinu, auk þess sem fjölgun útsvarsgreiðenda skilaði auknum tekjum. Þá voru framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga töluvert hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta varð því kr. 40,8 milljónum lakari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins.

Sjónvarp Víkurfrétta er í snjallsjónvarpinu þínu

Smelltu á og leitaðu að

Sjónvarp Víkurfrétta.

Þegar þú hefur fundið rásina smellir þú á

Auðvitað er áskriftin að Sjónvarpi Víkurfrétta ókeypis!

Fundað um framtíð einkarekinna fjölmiðla með allsherjar- og menntamálanefnd

Í fyrsta skipti í rúm fjörutíu ár í blaða/fréttamennsku og útgáfu var ritstjóri Víkur frétta kallaður á fund hjá opinberum aðila til að ræða stöðuna og framtíðina í fjölmiðlun. Allsherjarog menntamálanefnd Alþingis boðaði Pál Ketilsson hjá Víkurfréttum og Magnús Magnússon hjá Skessuhorni á Vesturlandi á fund í síðustu viku. Víkurfréttir og Skessuhorn eru stærstu staðarfjölmiðlarnir á landinu og báðir í einkaeigu. Nefndarmenn spurðu ritstjórana spjörunum úr og þeir sögðu frá þeirra stöðu og framtíðarmúsík þeirra miðla en staða einkarekinna fjölmiðla hefur verið mikið í umræðunni.

Ríkið vill styðja við einkamiðlana og er að skoða ýmsa möguleika í því og horfir m.a. til Norðurlandanna. Þar er meiri tilhneiging til þess að miðlarnir séu með áskrift, þó ekki algild. Víkurfréttir eru með ókeypis aðgang að öllu sínu efni þannig að það myndi þýða verulegar breytingar á rekstrinum ef það yrði skilyrði fyrir ríkisstyrk. Á myndinni eru fulltrúar Víkurfrétta og Skessuhorns með nefndarfólki allsherjar­ og menntamálanefndar. Tveir Suðurnesjamenn eru í nefndinni; Jóhann Friðrik Friðriksson og Birgir Þórarinsson.

Vandað 3ja herbergja parhús með bílskúr. Tvö baðherbergi, tveir sólpallar. Skilast fullbúið að innan sem utan. Eingöngu fyrir 55 ára og eldri. Afhending samkv. samkomulagi.

Ufsasund 2

Afhending

Fresta afgreiðslu á erindi um breytingu deiliskipulags fyrir Vallargötu 7–11

Umhverfis- og skipulagsráð

Reykjanesbæjar hefur frestað erindi JeES arkitekta ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi

Vallargötu 7–11 í Keflavík. JeES arkitektar ehf. leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi gamla bæjarins í Keflavík. Deiliskipulag var samþykkt

1. febrúar 2000 f.h. lóðarhafa

Rolf Johansen & Co ehf. með uppdrætti dags. 28. apríl 2023. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að skapa nýtt heildstætt umhverfi íbúðarhúsa í nánd við elsta hluta Reykjanesbæjar með sameiningu lóðanna Vallargötu

9, 9a og 11 fyrir samsett fjölbýlishús með bílakjallara, færa eldri hluta íbúðarhússins á Vallargötu

9 á lóðina Vallargötu 7 og styrkja Klapparstíg með göngutengingu frá Kirkjuvegi niður að Hafnargötu. Auk þess verða gerðar minniháttar breytingar á gildandi deiliskipulagi á lóðunum Kirkjuvegi 8 og Klapparstíg 11, sem felst í breytingu fyrirkomulags húsanna innan lóðar, til að skapa samræmi og heildstæða ásýnd húsbygginga innan skipulagssvæðisins. Lóðirnar Vallargata 9, 9a og 11 verða sameinaðar í Vallargötu 9. Heimilt verður að byggja fjölbýlishús að hámarki tvær hæðir og ris með allt að 36 íbúðum, 45–75 m2 að stærð. Bílakjallari er undir hluta lóðar.

Svona sér arkitektinn fyrir sér breytingar á Vallargötu 7–11 í Keflavík.

Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,

HILMAR PÉTURSSON fyrrverandi fasteignasali, Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, lést á Hrafnistu Nesvöllum þriðjudaginn 2. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 15. maí klukkan 13.

Ásdís Jónsdóttir

Pétur Hilmarsson Anna Borgþórsdóttir Olsen

Borgþór Pétursson

Sigríður Þórdís Pétursdóttir

Ásdís Olsen Pétursdóttir Eggert Freyr Pétursson

Drengur Olsen Eggertsson

Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku eiginmanns míns og föður okkar, GUÐMUNDAR HAUKS ÞÓRÐARSONAR

Mávatjörn 23, Reykjanesbæ.

Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Hlévangs, í Keflavík.

Magnea Þorgerður Aðalgeirsdóttir

Atli Guðmundsson Brynhildur Sverrisdóttir

Þórður R. Guðmundsson Sigríður I. Daníelsdóttir

Sigurlaug D. Guðmundsdóttir

Guðrún Guðmundsdóttir

Steinar Guðmundsson og fjölskyldur þeirra

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Heiðarskóli - Starfsfólk skóla

Holtaskóli - Starfsmenn skóla

Leikskólinn Holt - Leikskólakennari

Njarðvíkurskóli

Starfsmaður skóla á kaffistofu starfsmanna

Starfsmenn skóla-sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla

Umhverfis- og framkvæmdasvið Verkefnastjóri framkvæmda

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn mun rísa á

300 B A Hverfi Me Ofanvatnslausnum

Uppbygging í austasta hluta Reykjanesbæjar í Dalshverfi III í Reykjanesbæ er að hefjast. Grunnar að fyrstu húsunum hafa verið teknir og þá verður leikskóli reistur í hverfinu. Eins og greint var frá í síðasta blaði hefur verið samið um byggingu sex deilda leikskóla við Drekadal.

Í heild verða 300 íbúðir í Dalshverfi III og þegar er búið að úthluta lóðum undir um 130 íbúðir. Þetta að langstærstum hluti fjölbýlsishús, en einnig nokkur parhús, raðhús og fjögur einbýlishús.

Þetta hverfi er hannað með grænum ofanvatnslausnum þannig að regnvatni er ekki beint í fráveitukerfi bæjarins. Gatnagerð lýkur fljótlega og þá verður farið í seinni úthlutun lóðanna þrjúhundruð. Markmið skipulags hverfisins er að skapa fjölskylduvænt hverfi, með öruggum gönguleiðum, góðum tengslum við náttúru með grunnskóla og leikskóla í göngufæri. Íbúðastærðum er stillt í hóf og byggðin er lágreist en samt þétt sem býður upp á gott skjól og sólríka garða. Þar sem hverfið er í jaðri byggðar eru góð tækifæri til útivistar í óspilltri náttúru, m.a. á Vogastapa. Umhverfis­ og skipulagsráð hvatti bæjarbúa til að senda inn tillögur að götunöfnum í Dalshverfi III og nafni á hverfistorgið. Bæjarbúar tóku vel við sér og á sjöunda hundrað tillögur bárust. Fjöldi þeirra var ævintýratengdur og niðurstaðan var að göturnar og torgið í nýja þessu nýjasta hverfi bæjarins heita nú: Álfadalur, Trölladalur, Dísardalur, Huldudalur, Risadalur, Dvergadalur, Jötundalur, Drekadalur og Skessutorg.

Á lóðum við Berghólabraut eru ýmsir óskilamunir sem Reykjanesbær vill losna við fyrir 21. maí næstkomandi. VF/Hilmar Bragi

Farga óskilamunum af lóðum við Berghólabraut eftir 21. maí

Reykjanesbær auglýsir í þessari viku eftir eigendum muna sem eru staðsettir á nokkrum lóðum og í húsnæði við Berghólabraut á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Í húsnæði og á lóð Reykjanesbæjar að Berghólabraut 9a á iðnaðarsvæðinu í Helguvík eru ýmsir óskilamunir sem þar eru í óleyfi. Um er að ræða m.a. ýmsar tegundir af faratækjum, áhöldum og timbureiningum. Á landi og lóðum Reykjaneshafnar við hlið lóðarinnar Berghólabraut 9a á iðn- aðarsvæðinu í Helguvík, þ.e. Berghólabraut 11, 13 og 15, eru ýmsir óskilamunir sem þar eru í óleyfi. Þeir sem telja sig eigendur af viðkomandi munum er gefin kostur á því að fjarlægja þá úr húsnæðinu eða af lóðinni fyrir lok dags 21. maí 2023. Eftir 21. maí verður því sem eftir er í húsnæðinu eða á lóðinni komið til förgunar, segir í auglýsingu bæjarins í Víkurfréttum í þessari viku.

Gæti orðið ónæði vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli

Framkvæmdir standa nú yfir við nýja akbraut sem tengir saman flughlað flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og flugbrautir á vellinum. Markmið nýrrar akbrautar er að auka öryggi flugbrautakerfisins með bættu flæði í komum og brottförum. Vegna þess hluta framkvæmdanna sem nú er í vinnslu þarf af loka núverandi akbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar á tveimur stöðum að hluta (N4 og E4). Það þýðir aukna notkun á braut 10 til brottfara og þannig gætu íbúar í Reykjanesbæ og nærliggjandi íbúðasvæði flugvallarins orðið fyrir einhverju ónæði vegna hávaða frá flugi. Verkinu á að ljúka seinni hluta maímánaðar. Íbúum er bent á hljóðmælingakerfið á vef Isavia þar sem hægt er að koma athugasemdum á framfæri um ónæði vegna flugumferðar en nota má QR­kóðann hér að framan með snjalltækjum til að komast á síðuna.

This article is from: