3 minute read
TIL SÖLU
Tilboð óskast í sumarhús Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Húsið er byggt af nemendum skólans veturinn 2022–2023.
Húsið er 56 m2 að grunnfleti með millilofti sem reiknast um 9 m2 en gólfflötur er um 22 m2
Húsið er fullklárað að utan, klætt með 32 mm bjálkaklæðningu. Alusink er á þaki. Veggir að innan eru klæddir með gipsi og einnig loft í holi og herbergjum. Loft yfir stofu og risi eru panelklædd. Á gólfi er 22 mm nótar gólfplötur.
Húsið er án endanlegra gólfefna, innréttinga og innihurða. Rafmagn er fullklárað með tilbúinni rafmagnstöflu. Húsið er einangrað með 200 mm steinull í gólfi, 150 mm steinull í útveggjum og þak er einangrað með 200 mm steinull. Gluggar eru allir með tvöföldu k-gleri.
Húsið selst í því ástandi sem það er.
Húsið er tilbúið til flutnings og þarf kaupandi að fjarlægja það eigi síðar en 10. ágúst 2023.
Húsið verður til sýnis í samráði við Gunnar Valdimarsson s: 8995163.
Tilboðum skal skila á vef Ríkiskaupa eigi síðar en kl. 12:00, mánudaginn 22. maí n.k. merkt: V22030 - Sumarhús Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2023: https://www.rikiskaup.is/is/um-rikiskaup/utgefid-efni/ eydublod/kauptilbod
Skólinn áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Borgartúni 26, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is
Stefnumótun um dagvistun barna
í Suðurnesjabæ
Tillaga Bæjarlistans, O-lista, í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar um stefnumótum um dagvistun barna í Suðurnesjabæ var samþykkt samhljóða á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar.
Tillaga Bæjarlistans er svohljóðandi:
Gunnar eldhress og dansandi í aldarafmæli
Gunnar Jónsson varð 100 ára 7. maí. Hann er þar með sjötti núlifandi Suðurnesjamaðurinn sem er 100 ára eða eldri. Gunnar bauð til afmælisveislu á Nesvöllum síðasta sunnudag, þar sem hann fagnaði með dætrum sínum og öðrum afkomendum og ættingjum. Það var sannarlega gleði í afmælisveislunni og þar var stiginn dans en Gunnar er mikill áhugamaður um dans. Hann dansaði við dætur sínar hverja og eina, auk þess að taka línudans með þeim. Og það var dansað við lifandi tónlist en tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson, sem er í miklu uppáhaldi hjá afmælisbarninu, kom og lék nokkur af sínum þekktustu lögum og auðvitað dansaði Gunnar við tónlistina.
Gunnar er fæddur í Austurey í Laugardal í Árnessýslu, fimmti í röðinni af tíu systkinum, en flutti til Keflavíkur eins árs gamall.
Gunnar er titlaður skipstjóri í símaskránni en hann byrjaði til sjós þegar hann var fimmtán ára gamall. Í viðtali við Víkurfréttir fyrir rúmu ári síðan sagði hann frá sögum af sjónum og m.a. þegar breskir hermenn skutu á bát hans austur á fjörðum.
Gunnar hefur verið virkur í heilsueflingu Janusar í Reykjanesbæ og verið þátttakandi í því verkefni frá upphafi og er enn að.
„Ég hef verið að mæta tvisvar í viku eins og þetta var en það hefur alveg dottið út eitt og eitt skipti og þá sérstaklega þegar það er leiðinda veður eins og verið hefur undanfarið.“
Þessi 100 ára gamli unglingur er ennþá að keyra. Hann er með gild ökuréttindi og er nýlega kominn úr sjónprófi sem staðfesti 80% sjón.
Heilsuefling Janusar hefur gert okkar manni gott. Hann er í flottu formi, gerir æfingar alla daga og er duglegur að hreyfa sig. Gunnar segir að það hafi svo sem ekki verið markmið að verða 100 ára. Þegar dætur hans ræddu þá staðreynd við hann að morgni afmælisdagsins að hann væri orðinn 100 ára, sagði hann: „Ég get svo svarið það“. Dæturnar eru með háleit markmið fyrir föður sinn og setja núna stefnuna á 110 ára afmælishátíð. Eins og segir hér að framan er Gunnar sá sjötti í hópi núlifandi
Suðurnesjamanna sem eru 100 ára eða eldri. Elst Suðurnesjafólks er María Arnlaugsdóttir f. 19.06.1921.
Þá koma Georg Ormsson fæddur 11.08.1922, Sigurður Ingimundarson fæddur 05.09.1922, Guðný Nanna Stefánsdóttir fædd 16.10.1922 og Axel Þór Friðriksson fæddur 05.12.1922. Gunnar Jónsson er svo fæddur 07.05.1923.
Á bæjarstjórnarfundi þann 2. nóvember 2022 lagði Bæjarlistinn til að stofnaður yrði stýrihópur til að útfæra stefnumótun Suðurnesjabæjar í dagvistun barna. Sú tillaga var samþykkt í bæjarráði þann 9. nóvember 2022. Hópurinn hefur skilað afurð þeirrar stefnumótunar í skýrslu sem lögð var fram í bæjarráði þann 19. apríl 2023 og voru tillögur samkvæmt minnisblaði samþykktar.
Bæjarlistinn lýsir yfir ánægju með skýrsluna og þakkar fyrir mjög vandaða, ítarlega og faglega vinnu við gerð hennar. Bæjarlistinn leggur til að tillögurnar verði útfærðar sem fyrst og birtar í stefnumótun. Í kjölfarið kynnt bæjarbúum. Mikilvægt er að íbúar Suðurnesjabæjar geti fylgst með stefnumótandi ákvörðunum sem teknar eru í sveitarfélaginu og varða hagsmuni þeirra.
SUÐURNESJABÆR
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Garðsláttur í boði fyrir eldri borgara og öryrkja í Suðurnesjabæ
Eldri borgarar og öryrkjar í Suðurnesjabæ eiga kost á því að fá garðslátt í sumar. Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að gjaldskrá fyrir garðslátt eldri borgara og öryrkja fyrir árið 2023 verði 3.000 kr. skiptið með þeim möguleika að hver og einn geti sótt um garðslátt í allt að tvö til þrjú skipti eftir samkomulagi og eftir stöðu mannafla hjá sveitarfélaginu hverju sinni.
Ítreka mikilvægi ungmennaráðs
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur ítrekað mikilvægi ungmennaráðs í Suðurnesjabæ og að vettvangur sé til staðar til að koma áherslumálum sem brenna á ungum íbúum Suðurnesjabæjar á framfæri.
Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn Suðurnesjabæjar á dögunum. Formaður ungmennaráðs gerði grein fyrir áherslum ráðsins og fór yfir ýmsar tillögur til bæjarstjórnar. Eftirtaldir fulltrúar ungmennaráðs sátu fundinn: Hafþór Ernir Ólafsson, Heba Lind Guðmundsdóttir, Ester Grétarsdóttir, Sara Mist Atladóttir og Irma Rún Blöndal.