5 minute read

Kollagen og gelatín unnið úr fiskroði

Nóg til af þorskroði en verðið hefur sexfaldast á áratug

Marine Collagen var stofnað árið 2017 en fyrirtækið er í jafnri eigu útgerðarfélaganna Þorbjarnar og Vísis úr Grindavík, Brims og Samherja. Í dag er framleitt úr tvö til þrjú þúsund tonnum af roði á ári og veltan á síðasta ári var um 650 milljónir. Áform eru uppi um stækkun verksmiðjunnar svo hægt sé að framleiða meira. Það er gelatínið sem býr til mestu verðmætin í dag en kollagenið gæti átt eftir að verða verðmætari í framtíðinni.

Tómas Þór Eiríksson hefur verið viðloðandi fyrirtækið síðan 2015 en hann gerðist framkvæmdastjóri árið 2018. Hann er í dag starfandi stjórnarformaður, á meðan núverandi framkvæmdastjóri, Erla Ósk Pétursdóttir, er í námsleyfi. „Hugmyndin að stofnun Marine Collagen fæddist í Sjávarklasanum svokallaða, hjá Þór Sigfússyni. Sjávarklasinn er úti á Granda í Reykjavík en um er að ræða fullt af sprotafyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Codland varð fyrst til árið 2013 en það er samstarfsverkefni Sjávarklasans, Þorbjarnar og Vísis. Fljótlega var farið að skoða þennan möguleika, að vinna kollagen úr roði. Eftir að hafa skoðað verksmiðjur í Færeyjum,, var spjótunum fljótlega beint til Spánar. Þar er fjölskyldufyrirtækið Junca Gelatines en það hefur unnið gelatín og kollagen úr svínaskinni í sextíu

Framsýni

Tómas fékk eldskírn þegar hann og vinnufélagar hans settu verksmiðjuna upp og hugsuðu fram í tímann. „Það var mikil áskorun þegar við settum verksmiðjuna upp en það var á miðju COVID ­tímabili og ekki hægt að fá neina sérfræðiaðstoð að utan. Þess vegna þurftum við að finna út úr mörgu sjálfir, hvernig tækin myndu raðast saman. Þetta reyndi mikið á starfsfólkið en kannski var þetta lán í óláni. Við þekkjum núna hvern einasta smápart í verksmiðjunni og eins þurftu TG raf og Vélsmiðja Grindavíkur, öflug fyrirtæki á sínu sviði frá Grindavík, að læra þetta allt frá grunni svo mikil og góð þekking myndaðist. Feðgarnir Jón & Margeir, sem reka öflugt flutningafyrirtæki í Grindavík, komu mjög sterkir að uppsetningunni en að koma þessum stóru tönkum og vélum fyrir inni í verksmiðjunni krafðist mikillar fagmennsku. Sem betur fer gerðum við strax ráð fyrir að þurfa stækka verksmiðjuna og hönnun á stækkun er hafin. Við vorum búnir að tryggja okkur lóð

Gelatín og kollagen er unnið úr fiskroði. Gelatín er notað sem matarlím en svo er hægt að vinna kollagen úr því líka en kollagen er 90% prótein sem finnst í ríkum mæli í bandvef allra dýra, fiska og manna. Kollagen er bæði notað í heilsubótarskyni og með fyrirheitum um fegurðarauka.

Gamla Fr Ttin

þar sem við erum. Stækkun á verksmiðjunni mun gera okkur kleift að geta framleitt meira og eins verður þurrkara bætt við til að vinna betra kollagen.

Það tók tíma að fá allan ferilinn til að virka, við vorum fyrst ekki að ná að koma roðinu í gegn, þ.e. að tengja verksmiðjuna í gegnum allt flæðið. Þurftum að byrja upp á nýtt, reyna nýjar aðferðir en vinnslan snýst um efnafræði, að ná vökvanum úr roðinu og svo fer það í gegnum svokallaða filtera og á endanum verður til gelatín sem er í raun prótein. Þetta verður á endanum frekar þykkur vökvi sem er þurrkaðuður og endar í duftformi sem við svo seljum. Það var mikill sigur þegar við náðum að tengja allt saman og þá hófst framleiðslan. Til að byrja með vorum við að koma einni til þremur lotum í gegnum framleiðsuferlið á viku. Það eru sjö til tuttugu tonn en í dag tökum við auðveldlega átta til níu lotur á viku, um sextíu til sjötíu tonn. Við vinnum á þremur vöktum og venjulega er vinnsla allan sólarhringinn. Það eru fjórir starfsmenn á hverri vakt en í heildina tekur um þrjátíu klukkustundir að vinna roðið í gelatín, að framleiða kollagen tekur síðan lengri tíma. Það eru rúm 10% roðsins sem nýtast í framleiðsluna, afgangurinn fer til Lýsis hf. sem notar hratið í fóðurframleiðslu.“

Markmiðið okkar frá upphafi var alltaf að innan fimm ára yrði öll þekking komin til Grindavíkur.

Lykillinn allan tímann hefur verið að öflugir aðilar eiga fyrirtækið, stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins verðið komið yfir hundrað krónur. Þetta hefur verið skemmtilegur slagur og ánægjulegt fyrir útgerðina í landinu. Við erum að kaupa um 50% af öllu þorskroði sem fellur til í landinu en aukin ferskfiskvinnsla á undanförnum

Fyrstu flugvallartankarnir hverfa

n Voru dregnir sjóleiðis upp í Hvalfjörð

Gamla fréttin 15. nóvember 1984

Í allt sumar hefur staðið yfir undirbúningur að brottflutningi fyrstu tveggja olíutankanna sem staðið hafa innan flugvallargirðingar gegnt Háaleiti í Keflavík. Jafnhliða undirbúningnum var flugvallargirðingin færð ofar í heiðina, langt upp fyrir Móahverfi í Njarðvík. Er nú þannig gengið frá girðingunni að lítið mál er að koma tönkum yfir hana, þó fleiri verði fjarlægðir, sem vonandi verður áður en langt um líður.

Þó tankar þessir væru mikil ferlíki tókst vel að koma þeim niður að Njarðvíkurbryggju, eftir að nokkur umferðarmerki höfðu verið fjarlægð og ruddur hafði verið sérstakur vegur til þessara flutninga. Þó var oft ansi þröngt milli tankanna og húsa við þær götur sem þeir voru fluttir eftir.

Eftir nokkurt bras tókst að sjósetja báða tankana á sunnudag í Njarðvíkurhöfn með aðstoð þriggja öflugra krana og síðan voru þeir dregnir upp í Hvalfjörð af olíuskipinu Bláfelli, en þar mun Olíufélagið nota þá áfram. En látum myndirnar tala sínu máli, því þær segja meira en orð. ­ epj./pket.

Nóg af roði

Segja má að Marine Collagen hafi forskot á erlenda framleiðendur. „Við njótum góðs af því að vera í öflugum sjávarútvegsbæ. Að fá roðið ferskt, beint úr húsunum, skiptir miklu máli en þannig sparast vinna og pakkningar. Verð á roði hefur hækkað mikið sökum mikillar eftirspurnar, þegar við byrjuðum vorum við að kaupa kílóið á sextán krónur en núna er árum hefur aukið framboðið á roði. Við stefnum ótrauðir áfram og það verður gaman þegar nýja verksmiðjan verður orðin klár, þá munum við geta náð betri tökum á þurrkuninni sem er svo mikilvæg fyrir sjálft kollagenið. Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær við náum tökum á því. Svo er kannski áskorunin til framtíðar meira sú að fá nægt magn af roði til að vinna úr. Við höfum prófað ýsuroð, munum prófa ufsaroð og svo er fiskeldið alltaf að stækka og stækka. Ég sé ekki fyrir mér að við munum verða fyrir hráefnisskorti eða þurfa flytja inn roð til að vinna. Tíminn mun leiða í ljós hvort litið verði á gelatín og kollagen unnið úr þorskroði sem verðmætari vöru en sömu vörur unnar úr öðrum fisktegundum. Ég held að það sé alltaf að verða meiri og meiri vakning varðandi þessi efni eins og kollagen. Ég hef mikla trú á þessu efni en það nýtist á ýmsa vegu, bæði til heilsu og fegrunar. Við erum öll með kollagen í okkur, upp frá tuttugu og fimm ára aldri fer það að minnka og þá finna sumir til í liðamótum. Öll fæðubótarefni eru umdeild en mig grunar að kollagen muni bara vaxa og dafna í framtíðinni,“ sagði Tómas Þór að lokum.

Þetta hefur verið skemmtilegur slagur og ánægjulegt fyrir útgerðina í landinu.

Við erum að kaupa um

50% af öllu þorskroði sem fellur til í landinu en aukin ferskfiskvinnsla á undan­ förnum árum hefur aukið framboðið á roði ...

FRAMHALDSPRÓFSTÓNLEIKAR

Ma 2023

STAPI – HLJÓMAHÖLL

Gengið inn um inngang Stapa

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

This article is from: