3 minute read

Fá fjarvistir fyrir þátttöku í verkefni með bæjarfulltrúum

Next Article
TIL SÖLU

TIL SÖLU

Sameiginlegur fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og ungmennaráðs Reykjanesbæjar var haldinn þann 2. maí síðastliðinn, í sömu viku og barna- og ungmennahátíð var í fullum gangi í bæjarfélaginu. Forseti bæjarstjórnar, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, setti fundinn með formlegum hætti og bauð meðlimum ungmennaráðs upp í pontu. Á fundinum fóru tólf meðlimir ungmennaráðs með fjölbreytt erindi um mál er varða börn og ungmenni. Erindin bentu öll til þess að andleg heilsa ungmenna sé mikið áhyggjuefni. Meðlimir ráðsins kom með tillögur og hugmyndir að ýmsu sem gæti bætt heilsu ungmenna í Reykjanesbæ, þar má helst nefna hugmyndir eins og að fá félagsráðgjafa í grunnskóla bæjarins, fjölga félagsmiðstöðvum, lengja opnunartíma í sundlauginni, hafa símalausa skóla, auka fjárframlög til íþróttafélaganna og auka samráð við ungmenni þegar kemur að málefnum er þau varða.

Ungmennaráðið lagði áherslur á aðrar áskoranir nútímans. Skjátími ungmenna, aukin ofbeldismenning og áskoranir sem tengjast skólagöngu meðal ungra innflytjenda voru meðal þess sem fram kom.

Þess má geta að meðlimir ungmennaráðsins eru áheyrnarfulltrúar í nefndum og ráðum bæjarins og var því einnig rætt um mikilvægi þess verkefnis og þá ómældu vinnu sem ungmennin leggja í starfið, launalaust. Þá var einnig nefnt að meðlimir fá vinnu sína í ráðinu ekki metna í Fjölbrautaskóla

Suðurnesja og fá fjarvistir þegar þau mæta á fundi með ráðum og nefndum á skólatíma. Formaður ungmennaráðsins talaði þá um að mikilvægt væri að ráðið myndi fá fjármagn fyrir einstaka verkefnum og laun fyrir setu þeirra á hinum ýmsu fundum. Ráðið kom því með ýmis málefni á borð og fór yfir það sem betur mætti fara en fóru jafnframt yfir það sem vel er gert hér í bæ. Þá lofuðu þau leiksvæðinu við Kamb í Innri­Njarðvík, fögnuðu því að nú væri kominn meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu í Njarðvík og hrósuðu barna ­ og ungmennahátíðinni og þeim flottu viðburðum sem í boði voru á hátíðinni. Einnig hrósuðu þau Fjörheimum og starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar fyrir faglegt og skemmtilegt starf sem er opið öllum ungmennum bæjarins sem og unglingaráði Fjöheima en það ráð er byggir á unglingalýðræði og skipuleggur meðal annars viðburði á vegum Fjörheima.

Samþykkja heimgreiðslur til foreldra tólf mánaða gamalla barna

Að lokum þakkaði bæjarstjórn ungmennaráðinu fyrir fagleg vinnubrögð, góðar ábendingar og vel undirbúnar ræður. „Ég hvet ykkur til að festa í sessi þennan neista sem þið hafið í brjósti ykkar og haldið áfram að þrýsta á okkur og alla í samfélaginu okkar. Því ykkar rödd heyrist og hún er mikilvæg,“ voru skilaboð sem Bjarni Páll Tryggvason kom áleiðis til ráðsins og voru mörg svör bæjarstjórnar í þá áttina: „Mig langar að hvetja ykkur til að halda áfram að vera þessi breyting sem þið viljið sjá í heiminum. Hvert og eitt ykkar er full fært um að lyfta grettistaki í að gera samfélagið okkar betra,“ sagði Helga Jóhanna Oddsdóttir. Ungmennaráðið hlakkar til að vinna áfram í málefnum barna og ungmenna í góðu samstarfi við bæjarstjórn og starfsfólk Reykjanesbæjar og þakkar um leið fyrir gott samstarf á árinu.

Ungmennaráð Reykjanesbæjar.

Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að heimgreiðslur til foreldra tólf mánaða gamalla barna sem fá ekki daggæslu fyrir börn sín verði í samræmi við bókun fræðslunefndar og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að útbúa reglur í samræmi við það og leggja þær fyrir bæjarráð.

Fræðslunefnd Grindavíkur hafði lagt til að foreldrar barna sem náð hafa tólf mánaða aldri geti sótt um heimgreiðslur sem nemur ekki hærri fjárhæð heldur en niðurgreiðsla með börnum hjá dagforeldri. Með þessu er komið til móts við óskir foreldra um fleiri leiðir til að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til barn byrjar í leikskóla. Nefndin telur mikilvægt að skilyrða greiðsluna þannig að fyrir liggi að réttur til fæðingarorlofs sé fullnýttur og barnið sé á biðlista eftir leikskólaplássi í Grindavíkurbæ.

Bæta tólf herbergjum við hótel

Eldhamar hefur sótt um byggingarleyfi fyrir stækkun á Hafnargötu 26 í Grindavík. Sótt er um að byggja við eldra hús til austurs, einnig tvær hæðir, þar sem hótelið er stækkað og bætt við tólf hótelherbergjum ásamt rýmum sem tengjast þeirri starfsemi. Nýbygging er byggð upp á sama hátt og eldra hús þar sem fyrsta hæð er steypt og önnur hæð er léttbyggt timburhús. Stærð nýbyggingar samkvæmt umsókn er 898,2 fermetrar.

Skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar staðfestir í fundargerð sinni að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag og hefur umsóknin

Rammager In Keflav Kurflugvelli

Við hjá Rammagerðinni Keflavíkurflugvelli viljum fjölga í teymi sölufulltrúa í sumar.

hlotið fullnaðarafgreiðslu nefndarinnar og byggingarfulltrúi tekið við málinu.

Hlutverk sölufulltrúa er að selja viðskiptavinum vörur félagsins, veita þeim framúrskarandi þjónustu ásamt því að halda verslunum snyrtilegum og fylla á vörur eftir þörfum. Unnið er á vöktum.

Byrjað verður strax að vinna úr umsóknum og eru áhugasamir hvattir til að sækja um sem fyrst, kostur ef viðkomandi gæti hafið störf fljótlega.

Vinsamlega sendið ferilskrá þar sem fram koma fyrri störf og meðmælendur.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Almenn verslunarstörf

• Þjónusta við viðskiptavini

• Áfyllingar og ásýnd verslunar

Menntunar- og hæfniskröfur

• Íslensku- og enskukunnátta er skilyrði

• Öguð vinnubrögð og sveigjanleiki

• Framúrskarandi þjónustuhæfileikar

• Áræðanleiki og stundvísi

Um vinnustaðinn

Rammagerðin hefur verið heimili íslenskrar hönnunar frá 1940.

Rammagerðin er rammíslensk gjafavöruverslun sem leggur áherslu á íslenska hönnun og handverk. Rammagerðin var stofnuð árið 1940 sem rammagerð en seldi svo ullarvarning og fatnað svo áratugum skipti.

Rammagerðin, sem nú hefur verið starfrækt síðan 1940, rekur í dag 8 verslanir með vörur frá yfir 300 íslenskum hönnuðum og handverksmönnum.

Sótt er um starfið í gegnum Alfred.is Frekari upplýsingar veitir melkorka@rammagerdin.is

This article is from: