SUÐUR MEÐ SJÓ SUNNUDAGINN 19. MAÍ KL. 20:30 Ungt fólk á Suðurnesjum er í aðalhlutverki í Suður með
Opnunartími
sjó í þessari viku. Dagný Halla Ágústsdóttir, Karín Óla Eiríksdóttir og Júlíus Viggó Ólafsson eru gestir Sólborgar
mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18
Guðbrandsdóttur á sunnudagskvöld kl. 20:30.
Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut. SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
fimmtudagur 16. maí 2019 // 20. tbl. // 40. árg.
Knattspyrnuvertíðin er hafin fyrir alvöru á Suðurnesjum. Keflavík og Njarðvík eiga bæði lið í Inkasso-deild karla. Þau hafa bæði leikið tvær umferðir. Keflavík hefur unnið báða leiki sína en Njarðvíkingar hafa unnið einn leik og tapað öðrum, gegn Þór frá Akureyri. Myndin er úr þeirri viðureign í Njarðvík um síðustu helgi. Þarna má sjá Njarðvíkinginn Brynjar Frey Garðarsson í dauðafæri en knötturinn vildi ekki rata í markið. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Vínbúð í Suðurnesjabæ Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt erindi frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, þar sem fyrirtækið óskar eftir leyfi til reksturs áfengisverslunar í Suðurnesjabæ. Bæjarráð tók erindið fyrir á dögunum og samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja erindið. Bæjarstjórn samþykkti svo samhljóða á fundi sínum í síðustu viku að veita ÁTVR leyfi til að reka áfengisverslun í Suðurnesjabæ.
Almannavarnir skoða afhendingaröryggi raforku
Frábærir námsmenn en falla á mætingu – Fulltrúar unga fólksins á Suðurnesjum gagnrýna mætingakerfi framhaldsskólanna „Námið kemur ekki alltaf til móts við mann en ég held það einskorðist ekkert við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ég held það sé bara nám á Íslandi yfir höfuð. Það þarf að komast í takt við samtímann,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, nýr formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en hann, ásamt þeim Dagnýju Höllu Ágústsdóttur og Karín Ólu Eiriksdóttur, er gestur næsta þáttar af Suður með sjó sem sýndur verður á sunnudagskvöld á Hringbraut kl. 20:30. Þau Dagný, Júlíus og Karín eiga það sameiginlegt að vera með sterkar skoðanir á stjórnmálum og hafa reynt að hafa áhrif á samfélagið með ýmsum hætti þrátt fyrir ungan aldur. Í þættinum ræða þau meðal annars skólakerfið á Íslandi og eru gagnrýnin á mætingakerfi Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem þau stunda nám. Það sé letjandi fyrir námsmenn að mörgu leyti. „Ég er mjög ánægð með skólann og líður vel þar en
árið er samt 2019 og mér finnst margar kennsluaðferðirnar úreltar. Ég er hins vegar rosalega ánægð að sjá að margir áfangar eru orðnir lausir við lokapróf. Það gengur vel að læra jafnt og þétt yfir önnina,“ segir Karín og hin taka undir það. Kennararnir séu yndislegir og skólinn almennt mjög fínn. „Mér finnst mætingakerfið í skólanum fáránlegt. Maður er orðinn stressaður yfir því hversu oft maður verður veikur á önninni,“ segir Dagný en
Sundlaug, vaðlaug og heitir pottar við Stapaskóla Gert er ráð fyrir sundlaug við nýjan Stapaskóla sem mun nýtast til sundkennslu og sundæfinga fyrir sundráð ÍRB og fyrir almenning. Þá verður vaðlaug og heitir pottar. Annar áfangi Stapaskóla var kynntur á fundi íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjanesbæjar þar sem Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, kynnti teikningar af öðrum áfanga skólans. Þar kom einnig fram að íþróttahúsið mun nýtast til íþróttakennslu við Stapaskóla og mun verða gott æfingahús fyrir körfuknattleiksdeild UMFN.
krakkarnir lýsa kerfinu á þá vegu að ef nemandi er veikur tvo daga í röð fái hann einungis annan daginn skráðan sem veikindi. Restin verði að fjarvistum. „Þú þarft að vera fjarverandi í þrjá daga til að fá þennan helming til baka sem gefur þér í rauninni ástæðu fyrir því, ef þú ert veikur í tvo daga, að vera heima þriðja daginn líka. Nú þekki ég fólk sem náði öllum prófum, kláraði öll verkefni en það var fellt í náminu vegna of margra fjarvista. Þessu þarf að breyta,“ bætir Júlíus við. „Það er val að fara í framhaldsskóla. Mér finnst við klárlega eiga að fá meira svigrúm varðandi mætingu. Það er á ábyrgð okkar að sinna náminu og okkur ætti að vera treystandi til þess,“ segir Karín Óla.
Öryggi dreifikerfis raforku á Suðurnesjum verður ekki tryggt fyrr en tvær flutningslínur fyrir raforku til Suðurnesja verða komnar upp. Þetta kom fram á síðasta fundi Almannavarna Suðurnesja þar sem afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum var til umfjöllunar. Fulltrúar HS Veitna kynntu stöðu afhendingaröryggis rafmagns á Suðurnesjum. Þeir segja öryggi dreifikerfisins verði ekki tryggt fyrr en tvær flutningslínur rafmagns verði komnar upp. Áhyggjuefnið snýr að Suðurnesjalínu 1, því ef hún dettur út, horfi til vandamála. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, fór yfir stöðu undirbúningsvinnu á fundi almannavarna Landsnets varðandi fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2. Stefnt er að því að fá fund Almannavarnanefndarinnar og fulltrúa frá HS Orku.
Allt fyrir Eurovision partýið! -30% Kjötsel nautaborgarar 4x90 gr m/brauði
699
KR/PK
ÁÐUR: 998 KR/PK
Lægra verð - léttari innkaup
CHIP & DIP!
SANTA MARIA VÖRUR Á 20% AFSLÆTTI!
-20%
-20% Xtra Flögur 300 gr - Salt, BBQ eða Sour Cream & Onion
239
KR/PK
STÓRU POKARNIR
ÁÐUR: 2.99 KR/PK
Tilboðin gilda 16. - 19. maí
S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002
2
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 16. maí 2019 // 20. tbl. // 40. árg.
Sækjast eftir auknu stöðugildi skólahjúkrunar fræðings
Íbúafundur um skipulag hátíða í Suðurnesjabæ
Hefurðu skoðað Reykjanesskagann?
Áætlað er að íbúafundur um skipulag hátíða í Suðurnesjabæ verði haldinn í Vörðunni 21. maí kl. 20:00. Ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjabæjar hefur falið formanni ráðsins að undirbúa fundinn. Umræða um fyrirkomulag Sand gerðisdaga fór einnig fram á fundi ráðsins á dögunum. Ráðið myndi vilja sjá fyrirkomulag Sandgerðisdaga verða með sama hætti og Sólseturs hátíðina í Garði þar sem félagasamtök tengd Suðurnesjabæ sjá um fram kvæmdina.
– við Grunnskóla Grindavíkur Grunnskóli Grindavíkur er fjölmennasti grunnskóli á Suðurnesjum, með yfir 500 nemendur samkvæmt samantekt um skólahjúkrun á Suðurnesjum. Samkvæmt árangursviðmiðum landlæknis ætti að miða eitt stöðugildi heilbrigðisstarfsmanns við 500 til 700 nemendur. Fræðslunefnd hefur falið fræðslu stjóra að vera í samstarfi við aðra fræðslustjóra á Suðurnesjum um við ræður við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um að samræma þjón ustu skólahjúkrunar við grunnskóla á svæðinu. Einnig þarf að sækjast eftir auknu stöðugildi skólahjúkrunar fræðings við Grunnskóla Grindavíkur, segir í fundargerð fræðslunefndar.
SPURNING VIKUNNAR
Gróður brann á Miðnesheiði Gróður brann á Miðnesheiði milli Garðs og Sandgerðis á laugardagskvöldið. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja sendi mannskap á staðinn sem slökkti eldinn. Myndin var tekin með flygildi yfir brunastaðinn á háheiðinni.
Segir hagsmuni Sorpu tekna fram yfir Kölku – bæjarfulltrúi Miðflokksins vill ekki búa í bæ með tvö kísilver, álver og stærstu sorpbrennslu landsins
Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ, segist undrandi á ráðgjöfum Capacent vegna kynningar á hugsanlegri sameiningu Kölku og Sorpu. „Ég tel að bæjarstjórn þurfi að fá betri útskýringar hvað felst í þessari sameiningu. Við þurfum að fá skýrari og betri gögn varðandi málið. Ég er til dæmis alveg undrandi á ráðgjöfum Capacent, hvernig þeir héldu þessa kynningu, varðandi sameiningu Kölku og Sorpu. Hún var mjög sérstök og ekki nægilega vönduð að mínum dómi. Það hallaði verulega á okkur og þetta birtist mér þannig að hagsmunir Sorpu væru aðalmálið í þessu,“ segir Margrét í bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Í bókuninni segist Margrét velta fyrir sér hver vilji búa í Reykjanesbæ sé það þar sem tvö stærstu kísilver í Evrópu eiga að rísa, einnig álver og síðan stærsta sorpbrennsla landsins. „Allavega ekki ég. Eins og allir vita þá er stóriðja mengandi og henni fylgir oft byggðarleg röskun. Ég spyr því meirihlutann að því hvort að það sé búið að gera heildstætt umhverfismat fyrir Helguvík ásamt mengunarmati miðað við að öll þessi starfsemi hefjist í Helguvík.
Jón Bjarnason:
„Já ég hef farið út um allan Reykjanesskaga, það eru svo margir fallegir staðir. Mér finnst rosa gaman að skoða bergið út á Reykjanesvita og Gunnuhver.“
Miðflokkurinn lagði áherslu í kosn ingarbaráttu sinni á íbúalýðræði og íbúakosningu varðandi mikilvæg og stór málefni. Ég tel svo vera að bæjar búar ættu að fá greinargóða kynningu á því hvað felst í sameiningu Kölku og Sorpu og síðan ætti að fara fram íbúakosning enda er hér um mikið hagsmunamál fyrir íbúa Reykjanes bæjar en eins og ég kom inn á áðan að öll stóriðja er mengandi,“ segir Margrét í bókun á fundinum og þar ítrekaði hún jafnframt fyrri bókun
sína um sameiningu Kölku og Sorpu. Í þeirri bókun segir: „Bæjarfulltrúi Miðflokksins geldur varhug við því að Kalka eigi að taka við megninu af sorpi af höfuðborgar svæðinu. Bæði er það mikið umhverf isálag fyrir Reykjanesbæ og ekki síður umferðarálag á Reykjanesbrautina. Svona til glöggvunar þá fara í dag um 55.000 bílar á sólarhring í gegnum Hafnarfjörð. Á þeim hluta sem er einbreiður í Hafnarfjarðarbæ er um
ferðin um 27.000 bílar á sólarhring. Vestur af Straumsvík aka um 19.000 bílar á sólarhring. Á meðan ástandið á Reykjanesbraut inni er ekki betra en raun ber vitni er varhugavert að auka álagið á braut ina enn frekar með sorpflutningum hingað suður eftir. Áður en lengra er haldið verða frekari upplýsingar að liggja fyrir s.s. þær hvort áætlað er að nýr brennsluofn eigi að vera staðsettur í Helguvík. Bæjarbúar eiga heimtingu á að vita hver áform meirihlutans eru í þessum efnum. Áætlað er að 10 manns verði í stjórn sameinaðs félags en einungis 5 að ilar verði í framkvæmdaráði. Verði af þessari sameiningu er það skýr krafa bæjarfulltrúa Miðflokksins að Reykjanesbær eigi fulltrúa í fram kvæmdaráðinu þar sem bærinn er fjórða stærsta sveitarfélagið sem að þessari sameiningu standa.“
Oddný J.B. Mattadóttir:
„Já ég er lærður leiðsögu maður og hef farið ásamt fjöl skyldunni og með hópa um svæðið. Mig langar að skoða margt betur. Að standa úti á Reykjanesvita og horfa út í Eld ey það er magnað. Jarðfræðin er heillandi og flekaskilin. Ströndin á Garðsskagavita og Melabergi, skógurinn á Háa bjalla, Seltjörn og margt fleira er gaman að sjá.“
Ólafur Örvar Ólafsson:
„Já, ég hef keyrt fram og til baka um skagann. Svæðið í kringum Reykjanesvita er áhugavert svæði. Uppáhaldsstaðurinn minn er samt Blue-höllin eða Íþróttahúsið í Reykjanesbæ en þar ver ég mörgum stundum.“
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
Ragnheiður Skúladóttir:
„Já í fyrrasumar ókum við frá Grindavík út að Reykjanesvita. Svo langt síðan ég hef farið þessa leið og það kom mér á óvart hvað þetta er merkilegt svæði. Gunnuhver, bjargbrúnin á Reykjanesvita og brimið var gaman að sjá.“
Myndin var tekin þegar slökkvistarfi var að ljúka. VF-mynd: Hilmar Bragi
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Eldur í rusli læsti sig í klæðn ingu á húsnæði Suðurflugs Eldur kom upp í rusli við húsnæði Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli á laugardag. Eldurinn logaði í ruslakeri og var byrjaður að læsa sig í klæðningu á húsnæðinu þegar slökkvilið kom á staðinn.
Útkall barst Brunavörnum Suðurnesja kl. 13:10 á laugardag en fjölmennt slökkvilið frá Isavia var sent á staðinn og slökkti eldinn fljótt og örugglega. Auk Suðurflugs er Isavia með svo kallað Silfurhlið Keflavíkurflugvallar við húsið.
FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR
12°
4kg
REYKJANESBÆR
4°
40kg
á timarit.is
SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI
-20°
150kg
GRINDAVÍK
14°
1250kg
VOGAR
12°
75kg
Kjörbúðin þakkar öllum þeim sem sendu inn umsókn og óskar styrkþegum innilega til hamingju. Megin áhersla Kjörbúðarinnar í styrktarmálum er að styðja við verkefni í nærsamfélögum Kjörbúðarinnar og snúa að eftirfarandi flokkum: Heilbrigður lífsstíll. Æskulýðs- og forvarnarstarf. Umhverfismál. Mennta-, menningar- og góðgerðarmál.
SAMFÉLAGSSTYRKIR 2019 Bakkfiskur bragghúsnæði
Hestamannafélagið Hringur
Skíðadeild UMFG
Félagsmiðstöðin Undirheimar
Hið Íslenska Grínistafélag
Skíða- og foreldrafélag Dalvíkur
Félag ljóðaseturs Íslands
Hjúkrunarheimilið Uppsalir
Fimleikadeild ungmennafélags Bolungarvíkur
Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins heilsa barna 6 ára og eldri
Golfklúbbur barna, Unglingastarf GSG
Kaffi Klara „Matur er manns gaman“
Golfklúbbur Byggðaholts
Knattspyrnufélagið Víðir
Hammondhátíð Djúpavogs
Lið fyrir lið
Heilsuefling íbúa 60+ Grundarfirði
Sjómannafélag Ólafsfjarðar
Hestamannafélagið Glaður
Skarfur leikverk
Skíðalyfta í Kröflu Slysavarnafélagið í Dalasýslu Sunddeild Austra Unglingadeild smástráka, Ungmennafélagið Glói Unglingadeildin Von Ungmennafélag Grundarfjarðar Ungmennafélagið Neisti
4
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 16. maí 2019 // 20. tbl. // 40. árg. AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Nýr Tómas Þorvaldsson GK væntanlegur til Grindavíkur Þá er vetrarvertíð árið 2019 endanlega lokið og aflahæsti báturinn árið 2019 er: Nei, þetta er ekki eins og var á árum áður þegar að það var næstum því slegist um það hver yrði aflahæstur á lokadeginum.
Búið er að draga út verðlaunahafa úr hópi þeirra sem tóku þátt í kjarakönnun Starfsmannafélags Suðurnesja í desember sl. Vinningshafi er Þórir Jónsson starfsmaður hjá Hópbílar/Kynnisferðir (áður SBK) og hlýtur hann gjafakort að upphæð kr. 30.000 í verðlaun.
AFLA
Verðlaunaður fyrir þátttöku í kjarakönnun
FRÉTTIR
Á myndinni afhendir Stefán B. Ólafsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, Þóri verðlaunin. VF-mynd: hilmarbragi
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Sandgerðingar gerðu þó vel því 11. maí fór fram Vertíðaruppgjörsball í fyrsta skipti í Sandgerði og heppnaðist það vonum framar, þó svo það kannski hafi það verið með öðru sniði en vanalega var hér áður fyrr. Það var nefnilega þannig í mörgum bæjum en þó aðallega í Vestmannaeyjum, að haldið var lokaball vertíðar og var þá skipsáhöfn þess báts sem var aflahæstur afhendur bikar og á honum stóð nafn bátsins sem var aflahæstur þá vertíðina. Þetta er liðin tíð í dag, kvótinn stjórnar öllu og nokkuð merkilegt er að hugsa til þess að fiskur er ekki alltaf fiskur þegar kemur að því að vigta aflann. Nú er það þannig að það er til eitthvað sem heitir ísprósenta sem þýðir að bátur kemur að landi með afla, hann er vigtaður á vigt í viðkomandi höfn, síðan er farið með fiskinn í fiskvinnsluhús og aflinn endurvigtaður. Þá er ísinn dreginn frá aflanum og eftir stendur hreinn fiskur.
Vertíðinni 2019 og vertíðinni 1969 munu verða gerð góð skil í riti sem ég fer í að gefa út bráðlega, þegar ég hef lagt lokahönd á verkið. Förum aðeins í frystitogarana. Í Grindavík hefur fyrirtækið Þorbjörn hf gert út tvo frystitogara. Þeir eru Gnúpur GK, sem var áður Guðbjörg ÍS, og Hrafn Sveinbjarnarson GK, sem var áður Snæfell EA. Um haustið 2018 var undirritaður kaupsamningur á frystitogaranum Sisimiut, sem er í eigu Royal Greenland á Grænlandi. Þetta skip er reyndar ekki
Framkvæmd Ljósa nætur 2019 á svipuðum nótum og áður Menningarráð Reykjanesbæjar leggur til að umsjón og framkvæmd Ljósanætur verði á svipuðum nótum og áður og Ljósanefndina skipi starfsmenn af hinum ýmsu sviðum bæjarins en um leið verði mikil áhersla lögð á þátttöku bæjarbúa sjálfra og sérstaklega verði leitað eftir framlagi þeirra. Menningarráð hvetur fyrirtæki og félagasamtök til að setja mark sitt á hátíðina með virkum hætti, hvort heldur er með því að leggja til fjármagn eða einstaka viðburði og þar með að gera 20 ára afmæli Ljósanætur að veglegum menningarviðburði.
ókunnugt Íslandi. Það var smíðað árið 1992 fyrir Skagstrending hf á Skagaströnd og hét fyrst Arnar HU 1 en var selt til Grænlands árið 1996. Togarinn er 67 metra langur og fjórtán metra breiður. Stutt er í afhendingu skipsins. Sigurður, sem hefur verið skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK í 29 ár, mun hætta á Hrafni og taka við skipstjórn á nýja skipinu sem mun fá nafnið Tómas Þorvaldsson GK. Tómas Þorvaldsson er Grindvíkingum góðu kunnur. Hann fæddist árið 1919 í Grindavík og lést árið 2008. Hann stofnaði ásamt þremum félögum fyrirtækið Þorbjörn hf. í Grindavík árið 1953 og er það fyrir-
tæki ennþá rekið undir sama nafni. Þorbjörn ehf. gerði út bát sem hét þessu nafni, Tómas Þorvaldsson GK 10, í tólf ár. Sá bátur átti sér langa sögu í Grindavík. Hann var smíðaður árið 1966 í Noregi og hét þá fyrst Héðinn ÞH. Þorbjörn eignaðist bátinn árið 1975 og hét hann þá Hrafn GK. Báturinn var gerður út undir þessu nafni, Hrafn GK, í um tuttugu ár þar til að breytt var um nafn á bátnum og hann fékk nafnið Háberg GK. Þessi bátur var mikið á loðnuveiðum en síðustu árin hjá bátnum var hann gerður út á línu með beitningavél. Í einni veiðiferðinni snemma árs 2018 kom í ljós að báturinn hagaði sér eitthvað öðruvísi. Það var eins og hann væri að sveigjast í öldum eða að hann væri að brotna í tvennt. Bátnum var siglt til Hafnarfjarðar og tekinn í skoðun. Þar kom í ljós að í kjöl bátsins voru þrír langbitar en aðeins einn langbiti í lengingunni sem var gerð á bátnum fyrir mörgum árum síðan. Til þess að laga þetta hefði þurft að brjóta allt upp úr lestinni og skræla skipið að utan, gríðarlega mikil aðgerð og mjög dýr. Ákveðið var frekar að leggja bátnum og var honum þá siglt til útlanda í brotajárn. Svona endaði báturinn Tómas Þorvaldsson GK en framundan er nýr tími með nýjum og stærri Tómasi Þorvaldssyni GK.
Plastlausar ávaxtaog grænmetisdeildir í verslunum Nettó fyrir lok árs 2019 Nettó hefur sett sér það að markmiði að vera með plastlausar ávaxta- og grænmetisdeildir í verslunum fyrir lok árs 2019. Nú þegar er miklu hlutfalli af lífrænu grænmeti og ávöxtum pakkað í umhverfisvænar umbúðir og er verkefnið unnið í samstarfi við birgja.
Gunnar Egill Sigurðsson.
Í öllum Nettó verslunum hefur í nokkur ár verið í notkun úðunarkerfi í ávaxta –og grænmetistorgi sem lengir líftíma grænmetis og ávaxta um 3040%. Í upphafi árs voru síðan teknir í notkun og seldir fjölnotapokar fyrir ávexti og grænmeti í öllum verslunum Nettó sem mælst hafa vel fyrir hjá viðskiptavinum. Nettó hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og verið leiðandi í umhverfismálum matvöruverslana hér á landi. ,,Við viljum sífellt vera að bæta okkur út frá umhverfislegu sjónarmiði og haga verklagi okkar í takti við það“, segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa sem á og rekur m.a. Nettó verslanirnar. Önnur verkefni sem Nettó hefur ráðist í út frá umhverfislegu sjónarmiði í tengslum við rekstur verslana er t.d. verkefni á borð við ,,Minni sóun“ sem felst í að gefa stighækkandi afslátt af vörum sem nálgast síðasta söludag, lok á allar frystikistur sem skilar sér í 40% orkusparnaði á ársgrundvelli, strandhreinsanir, öflugt söluátak í tengslum við fjölnota burðarpoka,
Úr grænmetisdeild Nettó.
diskósúpan og fleira. Fyrir tæpum tveimur árum opnaði Nettó fyrstu lágvöruverðs vefverslunina á Íslandi og hefur reglulega verið boðið upp á fría fjölnotapoka í tengslum við heimsendingar og sóttar pantanir. Þess má geta að rafbílar eru eingöngu notaðir við útkeyrslur í tengslum við sendingar úr vefverslun. „Árið 2017 settum við okkur markmið að minnka plastpoka um 1 milljón eða 30% fyrir árslok 2019. Frá árinu 2010 erum við að sjá samdrátt upp á 37% og núna erum við að horfa á 25% samdrátt mánuð fyrir mánuð þannig að við erum fullviss að ná þessu markmiði á þessu ári. Auk þessa erum við að vinna markvisst í að finna umhverfisvænar lausnir, s.s. plastlausar lausnir í einnota vörur fyrir útileguna í sumar, munum hætta sölu á plaströrum og færum okkur yfir í niðurbrjótanleg rör og fleira í þessa átt. Þessi frábæri árangur sýnir að viðskiptavinir Nettó eru tilbúnir í þessa vegferð með okkur og er umhugað um umhverfið. Við tvíeflumst við að finna þann frábæra meðbyr,“ segir Gunnar Egill.
Línan er komin í hús UppLifðU
Eurovision
í aLvörU myndgæðUm !
Q70r Q64r pQi3100 Qhdr sýnir alla liti 100% ambient mode Quantum dot
pQi3300 Qhdr 1000 ambient mode sýnir alla liti 100% Quantum dot full array Local dimming
supreme Uhd dimming
verð frá
194.900 kr
49” “55 “49
“65
verð frá
249.900 kr
Q85r
55”
65” 75”
82”
Q90r
pQi3800 Qhdr 1500 Q Wide angle amBienT mode one Connect Box direct full array plus no-gap Wallmount Compatible
pQi4000 Qhdr 2000 Q Wide angle amBienT mode one Connect Box direct full array elite Ultimate Black elite no-gap Wallmount Compatible
verð frá
verð frá
“55
389.900 kr
“65
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Laugardaga kl. 11-15.
ormsson
“55
399.900 kr
HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535
“65
“75
Skoðaðu úrvalið r okkar á
nýr vefu Netverslun
*SENDUM UM LAND ALLT
Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði
6
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 16. maí 2019 // 20. tbl. // 40. árg.
T.v. Ágústa Magnúsdóttir, formaður KSGK, og t.h. Sólveig Ólafsdóttir, formaður Kvenfélags Grindavíkur, með heiðursfélagana á milli sín, þær Ásu Atladóttur og Sigríði Finnbjörnsdóttur.
Bæjarstjórahjónin í Grindavík, Fannar Jónasson og Hrafnhildur Kristjánsdóttir, mættu til að samfagna með Kvenfélagskonum.
Kvenfélögin dugleg að styrkja nærsamfélögin Nýverið var stór dagur hjá kvenfélagskonum í Grindavík. Tilefnið var að Kvenfélag Grindavíkur var gestgjafi nítugasta aðalfundar Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu (KSGK) og 90 ára afmælis sambandsins en hvort tveggja var haldið í Gjánni, Grindavík.
90 ára afmæli
Það er afar blómlegt félagsstarf innan kvenfélaga á landsvísu. Aðildarfélögin innan KSGK eru tíu, Kvenfélag Grindavíkur, Kvenfélag Keflavíkur, Kvenfélagið Fjóla í Vogum, Kvenfélagið Gefn í Garði, Kvenfélagið Hvöt í Sandgerði, Kvenfélag Garðabæjar, Kvenfélag Álftaness, Kvenfélag Mosfellsbæjar, Kvenfélag Kjósarhrepps og Kvenfélagið Seltjörn, Seltjarnarnesi. Félögin skiptast á að halda aðalfundinn. Alls eru 616 konur í félögunum tíu.
Mikið líf og fjör hjá kvenfélögum
Sólveig Ólafsdóttir, formaður Kvenfélags Grindavíkur og Ágústa Magnús-
styrkja „Sumarbúðir fatlaðra barna í Reykjadal“ að fjárhæð kr. 900 fyrir hverja félagskonu og verður andvirði söfnunarinnar notað til kaupa á
dóttir, formaður KSGK sögðu frá starfi félagskvenna. „Margir viðburðir voru á liðnu ári hjá kvenfélögunum, svo sem kaffisala, basar, bingó, jólasala, fjáröflunarkvöld, þorrablót og að efna til skemmtanna í bæjarfélögunum, svo fátt eitt sé nefnt. Félögin heimsækja hvort annað, skiptast á að skipuleggja sameiginlega vorgöngu á sínu svæði á hverju ári, konur kynnast og sumar verða kærar vinkonur. Kvenfélögin eru mjög dugleg að styrkja nærsamfélögin. Má nefna að á síðasta ári veittu félögin samanlagt styrki til ýmissa verkefna, alls 7,5 milljónir. Í tilefni 90 ára afmælis KSGK samþykktu Kvenfélögin að
tækjum í samráði við forstöðumann,“ segir Sólveig. „Tvær góðar kvenfélagskonur, þær Ása Atladóttir og Sigríður Finnbjörns-
Kvenfélagskonurnar í Keflavík skemmtu með rappsöng.
dóttir voru sæmdar nafnbótinni „Heiðursfélagi Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu“. Báðar höfðu þær gegnt formannsstöðu og öðrum trúnaðarstörfum í KSGK og Kvenfélagasambandi Íslands en KSGK er stofnaðili að KÍ,“ segir Ágústa. Að aðalfundi loknum bauð Kvenfélag Grindavíkur til móttöku og dýrindis veitinga. Boðið var upp á söngatriði, þar sem Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir söng stórkostlega. Bæjarstjórahjónin Fannar Jónasson og Hrafnhildur Kristjánsdóttir mættu til að samfagna og fræddi bæjarstjóri konurnar um bæinn Grindavík. Að lokum var honum þakkað innilega og formaður Kvenfélagsins, Sólveig Ólafsdóttir, færði þeim hjónum gjafir, m.a. buff sem merkt er félaginu og benti hún bæjarstjóra á að næst þegar hún sæi hann á göngu þá ætti hann að vera með buffið á höfðinu.
STARFIÐ MITT
Umhverfismiðstöð – tveir starfsmenn Háaleitisskóli – íþróttakennari Heiðarskóli – íþrótta- og sundkennari Heiðarskóli – grunnskólakennari Vinnuskólinn – sumarstörf fyrir 8., 9. og 10. bekk Háaleitisskóli – starfsfólk skóla Leikskólinn Hjallatún – deildarstjóri Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Fólk má ganga betur um og ekki henda rusli út um bílgluggann.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
l l ö m u j l i v ð Vi hafa landið t r u g a f r a k ok
Að þessu sinni langaði okkur að forvitnast um starfið hans Óskars Ívarssonar en hann starfar hjá Hreinsunardeild Reykjanesbæjar.
Sumar í Reykjanesbæ - vefurinn kominn í loftið Vefurinn Sumar í Reykjanesbæ er kominn í loftið. Kynntu þér fjölbreytt íþrótta- og tómstundatilboð á sumar.rnb.is Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudagurinn 16. maí kl. 11-12: Foreldramorgunn. Fræðsluerindi frá Siggu Dögg kynfræðingi um að vera kynvera og foreldri. Þriðjudagurinn 21. maí kl. 20-21: Leshringur bókasafnsins hittist og ræðir bókina Í trúnaði eftir Héléne Grémillon. Duus Safnahús - Listahátíð barna er að ljúka Listahátíð barna lýkur sunnudaginn 19. maí. Fallegar sýningar í öllum sölum. Opið alla daga 12-17. Aðgangur ókeypis.
VIÐTAL
Viðburðir í Reykjanesbæ
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
„Ég byrjaði að vinna hjá bænum árið 1982 þegar ég var 21.árs gamall en þá hafði ég verið að vinna í fiski í Stóru milljón. Pabbi minn, Ívar Magnússon, var þá einnig að vinna í því frystihúsi en pabbi vildi frekar að ég færi að vinna hjá bænum því karlarnir í frystihúsinu voru oft leiðinlegir við mig og treystu mér ekki. Þeir leyfðu mér heldur ekki að vinna yfirvinnu. Svo við pabbi hættum báðir að vinna þarna og fórum frekar að vinna hjá bænum.“
Gott að vinna hjá bænum
„Við bjuggum í Garðinum þá og ég keyrði okkur í vinnuna á morgnana til Keflavíkur. Við vorum með nesti í hádeginu en fengum heitan mat á
kvöldin sem mamma eldaði en hún var að vinna í fiski hjá Nesfisk í Garði á daginn. Foreldrar mínir eru báðir látnir en mamma hét Ursula Magnússon og var þýsk. Ég er hálfur Þjóðverji og kunni meira í þýsku þegar mamma var á lífi. Ég fór oft með foreldrum mínum til Þýskalands á bíl með Norrænu en ég á ættingja þar. Mér líkar mjög vel við karlana sem ég er að vinna með hjá Reykjanesbæ. Þeir eru stundum að gogga í mig og ég gogga í þá á móti því þetta er allt í gríni. Mér finnst gaman í vinnunni, sérstaklega á sumrin þegar það er svona bjart úti, þá er ég einnig hressari á morgnana eins og allir hinir. Ég vinn frá klukkan sjö á morgnana til klukkan þrjú á daginn en á föstudögum vinn ég bara til klukkan hálf eitt.“
Fólk má ganga betur um
„Mér finnst gaman að sjá bæinn okkar hreinan. Fólk spyr mig stundum hvernig í ósköpunum ég nenni þessu
en ég svara með því að mér líkar betur að vinna úti en að vera innilokaður á skrifstofu. Ég fæ hreyfingu og ferskt loft í vinnunni, það er bara gott. Fólk má alveg ganga betur um bæinn, stundum er mikið rusl í umhverfinu. Það er ekki gott þegar fólk er að skrúfa niður bílrúður og henda rusli út um gluggann, það er hræðilegt og ekki hægt að líða. Við viljum öll hafa hreint í kringum okkur og landið okkar fagurt. Það hefur ekki mikið breyst umgengnin síðan ég byrjaði hér árið 1982 en stundum finnst mér túristar sóða meira út. Þeir koma á húsbílum og tæma í ruslakassana sem yfirfyllast sem er ekki gott.“
Gaman í Boccia
„Stundum er ég þreyttur þegar ég kem heim á daginn en samt fer ég í Boccia einu sinni í viku og spila með Íþróttafélaginu NES. Það er gaman. Ég var að keppa um helgina með þeim á Akureyri og vann tvo leiki í einstaklingskeppni og tapaði einum. Í sveitakeppni gekk okkur ágætlega og komum heim með gull.“
Allt fyrir vorverkin Strákústur m/stálfestingu 30cm breiður
1.790,2.390,2.190,1.990,1.890,-
Verð frá
895
Moltugerðarkassi
1.590,-
5.990 650 L 7.790 420 L
Malarhrífa
1.890,-
MIKIÐ ÚRVAL
Pretul Laufhrífa
695 Mei-9961360 Garðyfirbreiðsla 5x1,5m
LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m
L MIKIÐ ÚRVA AF STIGUM M OG TRÖPPU
749
20.890
Garðúðari. Ál, 3 arma.
1.690
Garðskafa
1.490,-
Meister - Úðabyssa með stillanlegu skafti
2.495
Truper 10574
1.690,Trup hekkklippur 23060
Áltrappa 3 þrep
1.245
4.490
Áltrappa 4 þrep 5.440 5 þrep 7.290
Truper garðverkefæri 4 í setti
1.690 Garðkanna 10 L
695
Mei-9961400 Sterkur Hellu & jarðvegsdúkur 10m2
2.850
Tia - Garðverkfæri verð
490 pr. stk. Truper handöxi
Verð
695/stk
Mei-9957210 Skilrúm í garðinn 9mx15cm
Lokað slönguhjól 20m 1/2”
1.490
11.995
875
Bíla & gluggaþvottakústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun
2.690
Meistar upptínslutól /plokkari
1.690
1.395
Truper 15" garðverkfæri
Pretul greinaklippur
21”greinaklippur
2.295 PRETUL úðadæla 5 l. Trup 24685
2.890
Truper Haki 5lbs fiberskaft
2.790
Truper sleggja m. fiberskafti 3,6kg
3.590
Sterkir Cibon strákústar 45cm 1.395 kr. 60cm 1.895 kr.
Hjólbörur 80L
4.490
Proflex Nitril vinnuhanskar
Fyrirvari um prentvillur.
395
Öflugar hjólbörur 90 lítra
7.490
Slöngusamtengi
150
(mikið úrval tengja)
1.990
Reykjavík
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
995
25 stk. 110 lítra ruslapokar Einnig 200 lítra 10 stk. kr. 795 (65my)
Truper Slönguvagn
6.995 Garðkarfa 50L
MARGAR GERÐIR AF HJÓLBÖRUM
Mikið úrval af þrýstikútum. Verð frá 2.190
20m Meister garðslanga með tengjum
2.490
8
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 16. maí 2019 // 20. tbl. // 40. árg.
Hænurnar heita Nótt, Dagbjört og Skvetta.
Hænur á vappi í gamla bænum Hjónin Álfheiður Jónsdóttir og Ólafur Ásmundsson eru orðnir hænsnabændur. Þau höfðu hugsað um það lengi að fá sér hænur í garðinn. Svo gerðist það að þau fréttu af þremur íslenskum landnámshænum sem vantaði heimili og stukku á þær. Það er mánuður síðan þau fengu þessar hænur og hænsnahúsið heim á hlað til sín en hænurnar heita Dag björt, Nótt og Skvetta. Víkurfréttir kíktu í heimsókn en hæn urnar voru ekkert alveg til í að heilsa útsendara blaðsins, sem varð að beita smá brögðum og halda næstum niðri í sér andanum til að komast nálægt og ná góðum myndum af þeim.
Voru búin að spá í þetta lengi
„Já, þær eru mjög tortryggnar á ókunnuga og það tók tíma að fá þær til að treysta mér en það er hægt að laða þær til sín með núðlum sem þeim finnst gott að borða. Með núðlunum tekst mér að fá þær aftur heim ef þær eru einhvers staðar á vappi í hverf inu. Það er nefnilega þannig að þær fara yfirleitt beint heim til prestsins þegar ég hleypi þeim út, í garðinn hjá henni og vappa þar um dágóða stund. Það er svona uppáhalds garðurinn þeirra en þær skila sér alltaf heim í kringum áttaleytið á kvöldin. Ég held að þær séu að leita að guðlegri forsjá í garðinum hjá séra Erlu,“ segir Ólafur og hlær. Álfheiður hlær að þessum ummælum eiginmannsins og segir: „Við vorum búin að spá í þetta lengi út frá umhverfisvernd, að fá okkur hænur en þær borða alla mataraf ganga frá okkur og svo fá þær einnig lífrænt fóður. Við fáum sem sagt líf ræn egg á heimili okkar núna. Það er voða skemmtilegt og eggin eru mjög bragðgóð. Við viljum leyfa hænunum að vera frjálsar því þannig eru þær hamingjusamari ímyndum við okkur. Ég hef samt verið að kanna viðhorf nágranna okkar hér í kring og athuga
Þorvarðarhús er friðað en það var byggt árið 1884 af langalangafa Ólafs.
hvort þeir séu pirraðir á þeim en hef ekki enn fengið nein neikvæð við brögð. Ein nágrannakona okkar finnst þær bara krúttlegar þegar þær eru á vappi hér í hverfinu okkar.“ „Já, við viljum leyfa þeim að upp lifa frelsi því við teljum þær vera ánægðari með hreyfingunni en ég er samt kominn með hugmyndir um að færa hænsnahúsið aftar í garðinn hjá okkur og girða þær af í ágætlega stóru hreyfirými. En á meðan fólkið hér í kring er sátt og við höfum ekki fengið kvartanir um að þær séu að skemma eitthvað þá erum við róleg,“ segir Ólafur. „Hænurnar eru alltaf að klóra í jarð veginn og leita að ormum eða ein hverjum ætilegum skordýrum en í leiðinni eru þær að losa um arfa og mosa í garðinum. Ég kalla þær garð yrkjukonurnar mínar og finnst þær bara krúttlegar,“ segir Álfheiður og brosir. Hafa hænurnar mismunandi persónueinkenni? „Nei það sjáum við ekkert sérstaklega nema að við tökum eftir því að Skvetta er greinilega leiðtoginn í hópnum. Þær hinar elta hana þangað sem hún fer. Ef ein verður villu vegar og tvær skila sér heim á kvöldin þá verða hinar mjög órólegar og róast ekki fyrr en sú þriðja er komin aftur til þeirra. Við fáum ekki að klappa þeim eða koma of nálægt þeim en samt fáum við heilmikið út úr því að hafa þær í kringum okkur hér í garðinum okkar. Bara það að sitja og fylgjast með þeim, heyra purrið í þeim og sjá þær vappa um er mjög róandi. Eldri barnabörnin
Við vitum að þær þola ekki appelsínur og sítrónur. Ef þær fá lauk þá kemur laukbragð af eggjunum ... okkar hafa einnig mjög gaman af því að fylgjast með þeim. Mér finnst þetta rosalega vinalegt. Það er samt ekki hægt að kyssa þær og kjassa,“ segir húsfreyjan á bænum hlýlega.
Íslenskar landnámshænur verpa passlega mikið
„Okkur finnst þetta mjög gefandi og ekki mikil binding ef við viljum skreppa í helgarfrí því þá má gefa þeim nógan mat áður og vatn sem er ekki síður mikilvægt en fóðrið. Hænur passa yfirleitt sjálfar að borða það sem þær þola og borða ekki allt, við erum svona að þreifa okkur áfram í þessu. Við vitum að þær þola ekki appelsínur og sítrónur. Ef þær fá lauk þá kemur laukbragð af eggjunum. Við vorum á námskeiði um helgina þar sem við fræddumst um íslenskar landnáms hænur hjá samnefndu félagi. Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði hjá Ásatrúarfélaginu, sú hin sama og er blaðamaður og kennari, hélt þetta námskeið en hún ræktar sjálf þessa tegund af hænum og selur. Íslenskar landnámshænur voru í útrýmingar hættu fyrir nokkrum árum en nú lítur út fyrir að búið sé að bjarga þessum merkilega stofni. Þetta var mjög fróðlegt námskeið sem kenndi okkur einnig margt um hænsnahald í þéttbýli. Hanar eru bannaðir í þéttbýli en þeir geta verið hættulegir börnum, þeir góla líka eldsnemma á morgnana sem fólk kærir sig ekki um. Það eru annars engar sérstakar reglur til um hænsnahald í Reykjanesbæ og því getur fólk haft hænur ef það vill, að því að okkur er tjáð. Annars finnst mér mávarnir mjög hávaðasamir og kettir geta einnig valdið miklu ónæði þegar þeir breima. Hænur eru mun hljóðlátari og fer í raun lítið fyrir þeim,“ segir Ólafur. „Landnámshænur verpa ekki eins mörgum eggjum og þær hvítu hefð bundnu sem við þekkjum. Þær verpa einu eggi á dag, við erum aðeins búin að fá þrjú egg þrisvar sinnum
Hjónin Ólafur Ásmundsson og Álfheiður Jónsdóttir eru ánægð með hænurnar þrjár.
VIÐTAL Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
síðan þær komu til okkar en það gerðist í dag þegar von var á blaðamanni Víkur frétta,“ segir Álfheiður og brosir. Ólafur bætir við „en í fyrsta sinn verptu þær þremur eggjum á páskadag, sem okkur fannst fyndið því þær sækja mikið í garðinn hjá prestshjónunum. Séra Erla sagði okkur frá því að hún hefði séð þær á vappi fyrir utan kirkjuna einn daginn. Hvað allt þetta táknar vitum við samt ekki,“ segir Ólafur leyndardómsfullur á svip.
Búskapur endurvakinn í Þorvarðarhúsi
Í gömlu Keflavík var eitthvað um að fólk væri með húsdýr við heimili sín. Margir bæjarbúar af eldri kynslóðinni muna sjálfsagt eftir Helgu Geirs sem var með kýr á túninu heima hjá sér og Dóru Hjöss sem var með kindur í túnfætinum. Hjónin Álfheiður og Ólafur búa í einu elsta íbúðarhúsi Keflavíkur sem heitir Þorvarðarhús, byggt árið 1884 og er friðað. „Langalangafi minn hét Þorvarður Helgason og var beykir en hann byggði þetta hús sem var að vísu miklu minna þegar hann byggði það. Húsið var byggt á þeim tíma sem skipið Jamestown strandaði út við Hafnir og tókst að bjarga farminum. Húsið er byggt úr hluta af þessum við arfarmi. Þetta var rauð fura sem verið var að sigla með frá Ameríku til Eng lands en viðurinn var sérlega þykkur og átti að nota sem undirlag fyrir járnbrautateina á Englandi. Viðurinn var 3 tommu þykkir plankar og 8 til 11 tommu breiðir. Það eru nokkur gömul
Hænsnafjaðrir flögra nú í gamla bænum. hús hér á Suðurnesjum sem byggð eru úr þessum sama viðarfarmi. Ég ímynda mér að langalangafi minn og fleiri sem bjuggu hér í upphafi hafi verið með einhver húsdýr á túninu hjá sér, kindur, kýr og hænur því á þeim tíma ríkti sjálfsþurftarbúskapur víða. Hér fyrir ofan túnið hjá honum var saltfiskbreiða veit ég og því ekki ólíklegt að langalangafi hafi skaffað sér og fjölskyldu sinni, eigin mjólk, kjöti og eggjum til heimilisins. Í dag eru þá aftur komnar hænur á túnið eins og var fyrir hundrað árum,“ segir Ólafur kíminn.
GÁMASALA! Þrjár vörur á frábæru verði Tilboðsverð
20%
43%
Bensínsláttuvél 2,52kW fjórgengis OHV mótor, 46cm sláttubreidd, sjálfdrifin. 55 lítra safnpoki. 7 stiga hæðarstilling 25-75mm. Vatnstengi fyrir þrif.
39.897 7133004344
Almennt verð: 69.995
1
Tilboðsverð Bensínsláttuorf Bensín Sláttuorfur 1,4KW, 55cc 2 strokka vél sem er auðvelt að kveikja á.
39.996
2
7133002545
Almennt verð: 49.995
Tilboðsverð
40%
Keðjusög Keðjusög með tveggja strokka bensín mótor og titringsvörn til að auka þægindi við notkun. Vélin er með 35 cm langt sagarblað og er 4,6 kíló.
29.997 7133002386
Almennt verð: 49.995
3
Fjöldi Eurovisiontilboða á byko.is Ánægðustu viðskiptavinirnir 2 ár í röð! Auðvelt að versla á byko.is
10
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
ÆVINTÝRI sem endaði vel
VÍNBÚÐIN REYKJANESBÆ
LOKAÐ MÁNUDAGINN 20. MAÍ Vínbúðin Reykjanesbæ verður lokuð mánudagana 20. maí og 27. maí vegna breytinga. Við bendum viðskiptavinum á að næsta Vínbúð er í Grindavík. Our store will be closed due to renovation on Monday, May 20th 2019.
Við þökkum þolinmæðina og hlökkum til að taka á móti ykkur í stærri og betri Vínbúð.
Það héldu sumir að Ingi putti væri klikkaður þegar hann veðjaði á ferðamenn og sumarhúsagistingu rétt við bæjarmörk Sandgerðis árið 2002. Á þeim tíma var hefð fyrir því að íslenskir ferðamenn gistu í sumarhúsum á Suðurlandi eða í Borgarfirði en ekki á Suðurnesjum. Tíminn átti eftir að leiða í ljós að hugmynd Inga var ekki svo galin. Maðurinn heitir fullu nafni Ingimar Sumarliðason en er alltaf kallaður Ingi putti. Við tókum hús á manninum bjartsýna og spurðum fyrst hvers vegna hann hefði þetta gælunafn. „Þegar ég var lítill þá kallaði pabbi alltaf á mig með þessum hætti „komdu hérna putti minn“. Jú, jú ég er með alla puttana tíu ennþá á mér svo það var ekki þess vegna sem ég fékk þetta gælunafn,“ svarar Ingi og hlær þegar hann er spurður út í þetta.
Fyrstu gestirnir voru brúðhjón frá Noregi
„Þegar ég byrjaði þá var akkúrat ekkert fyrir ferðamenn á svæðinu. Þá voru kannski tvö hótel og lítil önnur umsvif. Ég veit ekki af hverju ég veðjaði á ferðamenn, kannski var það ævintýraþrá. Þetta átti aldrei að verða fullt starf, bara búbót en þróaðist yfir í fullt starf frá 2014. Þó að menn séu núna að tala um ein hverja lægð í ferðamennsku á Íslandi eftir að WOW hætti að fljúga, þá finn ég það ekki hér hjá mér í bókun í Nátt haga. Jú, jú, maður var álitinn kol klikkaður á þeim tíma sem ég byrjaði í þessu ævintýri. Þessi hús voru fyrst og fremst hugsuð fyrir Íslendinga í upphafi en samt voru fyrstu gestirnir norsk brúðhjón 28. júlí árið 2002. Hugmyndin kviknaði eftir að ég hafði sjálfur verið að ferðast og gist í svona sumarhúsi úti á landi. Það þarf alltaf einhverja ruglaða til að breytingar verði. Hér í Sandgerði var bara fiskur og aftur fiskur. Ég átti Þóroddsstaði en var trillukarl og ætlaði fyrst að hafa sumarhúsin fyrir neðan húsið, niður við sjó en fékk ekki leyfi til þess vegna flóðahættu. Þetta var brösug byrjun og miklar tafir hjá byggingarfulltrúa þar til loksins leyfi fékkst til að byggja nokkur sumarhús fjær ströndinni.“
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM Frístundasvæði í Nátthaga varð til
„Svo þróuðust málin á þann veg að bæjaryfirvöld ákváðu að búa til frístundasvæði í Nátthaga. Hér þarf samt að ríkja náttúruvernd vegna fjölskrúðugs fuglalífs. Almenningur gat byggt sér sumarhús hér og fleiri skemmtilegar hugmyndir fæddust sem virðast hafa sofnað í kerfinu. Gamla vigtarhúsið í Sandgerði var flutt í Nátthaga og átti að verða þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið. Ég tók það á leigu í upphafi en keypti það svo af þeim. Árið 2002 var ég komin með þrjú hús en í dag eru þau fimm. Það eru fjögur
fimmtudagur 16. maí 2019 // 20. tbl. // 40. árg. ár síðan þau urðu fimm talsins. Ég endurbyggði sjálfur gömlu vigtina og stækkaði hana. Einnig byggði ég þrjú hús til viðbótar frá grunni. Ég leigði fyrst fast þessi fyrstu hús þegar fáir túristar voru og stóð þannig undir kostnaði en þetta var basl í byrjun. Ég var í mörg ár á hnjánum að skúra gólf og þreif öll húsin en þvotturinn er heilmikill sem fylgir þessu. Þetta hefur ekki alltaf verið dans á rósum og það þurfti þrautseigju til að lifa af fyrstu ellefu árin en eftir að ég fór inn á vefinn árið 2013 með allar bókanir hjá mér, inn á booking.com, þá snarjókst traffíkin hjá mér.“
Tímamót hjá Inga
„Í dag eru 99% útlendingar sem gista í Nátthaga. Nú er ég loksins að uppskera allt streðið og gat ráðið til mín manneskju til að þrífa húsin fyrir tæpum tveimur árum í hálft starf. Það er þvílíkur munur en ég sé samt ennþá um allan þvottinn. Þetta eru yfirleitt einnar nætur gistingar, erlent fólk sem er að fara í flug eða koma hingað til lands. Nú er nýting húsanna flesta mánuði yfir 90% allt árið. Í dag er þetta fyrirtæki hjá mér í fullum rekstri og gengur mjög vel. Þrátt fyrir það ætla ég að segja þetta gott enda orðinn sjötugur. Nú þykist
ég orðinn gamall maður og finnst tími til kominn að hætta. Ég er mjög líklega búinn að selja sumarhúsin til íslenskrar manneskju sem mun reka gistinguna áfram með svipuðu sniði. Ég óska henni farsældar í þessu frábæra starfi en ég hef haft mjög gaman af því að kynnast öllum þessum ferðamönnum. Öll þessi ár hafa verið erilsöm en óskaplega skemmtileg því maður kynnist svo mörgum hliðum á mannlegri tilveru.“
Ingimar Sumarliðason er einn af frumkvöðlum í ferðamennsku á Suðurnesjum.
11
Bæjaryfirvöld áttu fallegan draum um Nátthaga
„Ég er voðalega stoltur af bæjaryfirvöldum í sambandi við vegamál hérna í Nátthaga því nú eru komin tvö ár síðan þeir hefluðu vegina hérna síðast og þar áður voru það þrjú ár. Vegurinn sem bærinn á að sjá um í Nátthaga er hræðilegur. Bæjaryfirvöld mættu stórbæta sig. Vegagerð ríkisins fær mikla gagnrýni í þjóðfélaginu en þeir hafa staðið sig vel í Nátthaga og séð um sinn part af veginum. Þegar ég byrjaði á sínum tíma hér út frá voru allir vegir hér undirbúnir fyrir bundið slitlag, það var allt klárt þá og er í raun ennþá. Því miður kom kreppa árið 2008 og hún virðist halda velli. Það væri gaman núna að sjá nýja bæjarstjórn Suðurnesjabæjar taka til hendi í Nátthaga og sjá sóma sinn í að bæta vegina hérna. Í dag er vegurinn holótti ekki góð bæjarkynning fyrir þá 5000 ferðamenn sem gista í Nátthaga á ári.“ Hvað er framundan hjá Inga? „Nú langar mig sjálfum að taka upp veiðistöngina og ferðast eitthvað. Ég hef ekki tekið mér frí í tvö og hálft ár. Ég hugsa að þetta verði voðalega skrýtið, að hætta að vinna og vera ekki að bíða eftir næstu gestum í Nátthaga. Langflestir gestir hafa sýnt ánægju sína af veru sinni í Nátthaga. Þeim fannst nálægðin við sjóinn og kyrrðin vera aðalaðandi, heitur pottur og að geta eldað sjálfir, það líkar þeim sem gistu hjá mér.“
VIÐTAL
Þekking í þína þágu
MSS auglýsir eftir verkefnastjóra MSS óskar eftir öflugum og metnaðarfullum verkefnastjóra til starfa. Verkefnastjórinn er hluti af MSS teyminu sem skipuleggur og heldur utan um nám fyrir íbúa Suðurnesja. Við leitum að einstaklingi sem á auðvelt með að vinna í teymi, er jákvæður, skapandi, getur hugsað í lausnum og hefur áhuga á skólaþróun og kennslufræði. Hæfnikröfur
Helstu verkefni
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, sjálfstæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni í vinnubrögðum • Góð tölvukunnátta og geta til að tileinka sér tækninýjungar • Færni í teymisvinnu
• Skipulag og framkvæmd á íslenskunámi fyrir innflytjendur • Skipulag og framkvæmd námsskeiða • Þróun tækni í kennslu
Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 9. júní 2019. Nánari upplýsingar veitir Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður, á netfangið ina@mss.is
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
12
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 16. maí 2019 // 20. tbl. // 40. árg.
Íbúakosningin og kolefnisfótsporið
Væntanlega kemur að því að íbúar Reykjanesbæjar fái að kjósa um afdrif kísilvers Arion banka í Helguvík eða réttara sagt kísilveranna í Helguvík. Framkvæmdin krefst talsverðs undirbúnings þó málefnið sé einfalt en nauðsynlegt verður að hafa orðalag á kosningaseðlinum þannig að ekki verði hægt að hártoga og afvegaleiða niðurstöðu kosningarinnar. Frétt Víkurfrétta 24. apríl síðastliðinn um að Skipulagsstofnun hafi nú undir höndum nýja tillögu að matsáætlun hræðir, því svo sýnist sem keyra eigi málið áfram með sem minnstum upplýsingum til íbúa, eða frekari skýringum um væntanlega mengun
eða heilsufars- og umhverfishættu frá verksmiðjunni. Skipulagsstofnun gerir athugasemdir við ýmis atriði, þar með talið vinnu við kynningu og samráð með íbúum. Málið virðist ekki í góðum farvegi fyrir íbúa Reykjanesbæjar, sem sakna þess að heyra ekkert
af íbúakosningunni, sem lofað hefur verið af meirihluta bæjarfulltrúa og er eðlilegt að væri ein af forsendum Skipulagsstofnunar fyrir möguleika þess að leyfa eða leyfa ekki gangsetningu verksmiðjunnar aftur. Forsætisráðherra vill fá svör við
því hvert kolefnisfótspor stórskipahafnar í Finnafirði verður. Augu og eyru stjórnvalda í svona tilfellum eru væntanlega í verkahring Skipulagsstofnunar og með aðkomu Umhverfisstofnunar. Það sama ætti að eiga við um Helguvík. Ekki er minnst á slíkt í fyrrnefndri frétt Víkurfrétta vegna kísilvinnslunar í Helguvík. Líklegt er að þar verði ekki um kolefnisfótspor að ræða heldur kolefnishaug, ef allt fer af stað eins og fyrirhugað er. Það gefur auga leið að árleg brennsla á yfir 300 þúsund tonnum af kolum (samanl. Stakksberg og Thorsil) er galin. Kísilverin munu spúa út í andrými næsta nágrennis yfir 2000 tonnum af kolefnum (CO2) á sólarhring (1tonn kol=2,8 tonn CO2). Setjum þetta í smá fáránlegt samhengi við mannlífið í Reykjanesbæ, svona til að átta okkur betur á umfanginu og áhrifunum. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisráðuneytinu er kolefnislosun á hvern Íslending 14 tonn af koltvísýringi á ári. Það reiknast til að vera rúmlega 38 kíló á dag. Verksmiðjurnar tvær munu því bæta við
kolefnissporin, sem samsvarar vel yfir 52 þúsund manna íbúaaukningu í bæjarfélaginu. Ef við síðan berum þetta saman við bílana okkar þá má gera ráð fyrir, samkvæmt reiknivél hjá orkusetur.is að þetta jafngildi 150.000 ökutækjum (bensín og dísilbílar), í viðbót við þá sem nú eru eða tæplega 8 bíla aukningu á hvert mannsbarn í Reykjanesbæ. Hvern og einn bíl þyrfti að keyra 100 km alla daga ársins (133gr. CO2 á km), til að ná sama kolefnisspori og kísilverin munu spúa út á hverjum sólarhring. Er mögulegt að Skipulagsstofnun eða Umhverfisstofnun eða forsætisráðherra, sem er umhugað um væntanlegt kolefnisfótspor í Finnafirði, geti samþykkt slíkan ósóma? Ég held ekki ef um 150.000 bíla viðbót í bæjarfélagið væri að ræða, sem brenndu jarðefnaeldsneyti. Gildir annað um kísilver, sem einnig brennir jarðefnaeldsneyti og einu því eitraðasta sem til er? Að lokum til að auðvelda stjórnendum bæjarins að undirbúa íbúakosninguna, þá er hér tillaga að orðalagi á kosningaseðlinum.
Viltu láta ræsa kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík á ný. JÁ ( ) NEI ( ) Þeir sem vilja mega klippa eða afrita orðalagið, krossa við eftir skoðun sinni og senda síðan til bæjarstjórans, til að leggja áherslu á að íbúakosningin fari fram.
Reykjanesbæ 1. maí 2019. Tómas Láruson.
Elskulegur unnusti minn, bróðir okkar og frændi,
Heilsuleikskólinn Skógarás á Ásbrú auglýsir eftir deildarstjóra í 100% starf Heilsuleikskólinn Skógarás er sjálfstætt starfandi og staðsettur í Reykjanesbæ. Skólinn er fjögurra deilda með um 80 börn, 23 starfsmenn og starfar eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur og viðmiðum Heilsueflandi leikskóla. Í stefnu skólans er lögð rík áhersla á jákvæða og umhyggjusama skólamenningu og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir. Unnið er með heilsueflingu, jákvæð og uppbyggjandi samskipti, læsi og stærðfræði, frjálsan leik, umhverfismennt, snemmtæka íhlutun í mál- og hreyfiþroska, með áherslu á umhyggjusamt námsumhverfi. Því leitum við að samstarfsfólki sem: • Er tilbúið að tileinka sér stefnu og starfsaðferðir skólans • Er samvinnufúst og hefur góða hæfni í samskiptum • Er tilbúið til að taka þátt í öflugri starfsþróun • Er stundvíst, samviskusamt, jákvætt, sýnir frumkvæði og hefur ánægju af því að vinna með ungum börnum
Menntunar og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun • Uppeldismenntaður starfsmaður • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg • Góð íslenskukunnátta er skilyrði Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun.
Umsóknarfrestur er til 31 maí 2019. Nánari upplýsingar veita Þóra Sigrún Hjaltadóttir skólastjóri og Katrín Lilja Hraunfjörð aðstoðarskólastjóri Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://skolar.is/Starf/
GÍSLI ÞÓR ÞÓRARINSSON Lilleberg veien 13, Mehamn, Noregi
lést laugardaginn 27. apríl. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, föstudaginn 17. maí kl. 13. Aðstandendur
Okkar ástkæra
HREFNA ÓLAFSDÓTTIR Kirkjuvegi 1, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 3. maí. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigrún Birna Ólafsdóttir Þórir Jóhann Ólafsson María Sjöfn Helgadóttir Borgar Unnbjörn Ólafsson Þórdís Herbertsdóttir Elín Inga Ólafsdóttir Agnar Harðarson Björn Guðbrands Ólafsson Guðríður Gunnarsdóttir og systkini hinnar látnu
Heilsuleikskólar Skóla ehf. eru: Hamravellir í Hafnarfirði, Skógarás á Ásbrú í Reykjanesbæ, Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík.
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
SMÁAUGLÝSINGAR Óskast Óskum eftir tilboði í sprungu viðgerðir fyrir lítið fjölbýlishús í Keflavík. Upplýsingar í síma 8631790 (Örlygur) og eftir kl. 15 í síma 6974577 (Ásgeir). Áskilum okkur rétt að hafna öllum tilboðum. Auglýsi eftir lítilli íbúð í um fjóra mánuði á Suðurnesjum Eitt herbergi og stofa Hafið samband í síma 624-3485
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
SIGURBJÖRN REYNIR SIGURBJÖRNSSON Tjarnabraut 8, Njarðvík
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, mánudaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Útskálakirkju, föstudaginn 17. maí kl. 13. Eiríkur Stefán Sigurbjörnsson Jóhanna Pálína Sigurbjörnsdóttir Wayne Carter Wheeley Valdís Sigríður Sigurbjörnsdóttir Ægir Frímannsson Símon Grétar Sigurbjörnsson og frændsystkini.
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 16. maí 2019 // 20. tbl. // 40. árg.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
13
FSingur vikunnar:
„Sigurður Skagfjörð kemur mér alltaf í gott skap“ Vel heppnaðir hreinsunardagar á Ásbrú Árlegir hreinsunardagar á Ásbrú fóru fram á föstudag og laugardag. Verkefnið gekk vonum framar og voru fyrirtækin á svæðinu mjög dugleg að hreinsa upp rusl í kringum sig og á opnum svæðum. Sem dæmi þá hreinsuðu Ásbrú íbúðir upp 420 kg af rusli úr umhverfinu. Skrifstofa fyrirtækisins lokaði á meðan hreinsunarátakið stóð yfir og var svo opnuð að nýju. Keilisfólk var með um 200 kg. BB hótel tíndi upp rusl og fegraði í kringum sig og enduðu með því að grilla. Íslandshús gerði hreint hjá sér og leikskólinn Völlur tók til hendinni á föstudeginum ásamt Heilsuleikskólanum Skógarási. Á laugardeginum mættu um 40 manns við Heilsuleikskólann Skógarás og gengu um svæðið. Hreinsunarfólk fann m.a. fánastöng, slökkvitæki og teppi. Á eftir var svo pizzuveisla í boði Langbest og Isavia. Meðfylgjandi myndir fengum við sendar úr hreinsunarverkefninu.
Segir Jón Ragnar Magnússon, 18 ára Njarðvíkingur, sem er FSingur vikunnar að þessu sinni. Hann segir helsta galla sinn vera þann að hann getur ekki viðurkennt gallana sína en hann á auðvelt með að kynnast fólki, sem honum finnst vera helsti kostur sinn. Nú þegar nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru á leiðinni í sumarfrí, lýkur þessum vikulega þætti blaðsins í bili. Við þökkum umsjónarmönnum þáttarins fyrir samstarfið í vetur, þeim Jóni Ragnari Magnússyni og Kristínu Fjólu Theódórsdóttur. Hvað heitirðu fullu nafni? Jón Ragnar Magnússon.
Hver er helsti kostur þinn? Á auðvelt með að kynnast fólki.
Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut. Hvaðan ertu og hvað ertu gamall? 18 ára Njarðvíkingur. Hver er helsti kostur FS? Félagslífið, fólkið og ekki langt frá heimilinu. Hver eru áhugamálin þín? Íþróttir, félagslíf og tónlist. Hvað hræðistu mest? Nálar. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Árni Geir, betur þekktur sem Geirfuglinn, mun ná langt í söng og Garðar Ingi, eða Gassi Beat mun ná langt í lagasmíðum. Hver er fyndnastur í skólanum? Margir sem koma til greina en Sigurður Skagfjörð er maður sem kemur mér alltaf í gott skap. Hvað sástu síðast í bíó? Ég sá hryllingsmyndina The Curse of La Llorona.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Facebook og Instagram. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Laga fjarvistarkerfið. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Ef því er treystandi. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mér finnst það mjög fínt. Það hefur tekið breytingum en ég sé að fólki langar að taka þátt og vonandi heldur það áfram að byggjast upp.
Uppáhalds...nars.
...kennari? Bogi Rag ...skólafag? Afbrotafræði. ...sjónvarpsþættir? Peaky Blinders og Vaktirnar. ...kvikmynd? Forrest Gump. ...hljómsveit? Queen, Led Zeppelin og Dire Straits. ...leikari? Benedict Cumberbatch.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Betra úrval af drykkjum.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Eiga góða fjölskyldu og vera hamingjusamur. Hitt kemur allt seinna.
Hver er helsti gallinn þinn? Að geta ekki viðurkennt gallana mína.
Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Besta við að búa í
Njarðvík er að þetta er þétt samfélag þar sem allir þekkja alla og margt gott fólk býr sem er alltaf tilbúið að bjóða hjálparhönd ef þörf gerist.
Heilsuleikskólinn Krókur auglýsir eftir deildarstjóra Heilsuleikskólinn Krókur er sjálfstætt starfandi og staðsettur í Grindavík. Skólinn er fjögurra deilda með um 100 börn, 27 starfsmenn og starfar eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur og viðmiðum Heilsueflandi leikskóla. Í stefnu skólans er lögð rík áhersla á jákvæða og umhyggjusama skólamenningu og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir. Unnið er með heilsueflingu, jákvæð og uppbyggjandi samskipti, frjálsan leik í flæði, umhverfismennt, jóga og núvitund með áherslu á umhyggjusamt námsumhverfi.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu
ÞÓRU S. GUNNARSDÓTTUR Baugholti 3, Keflavík
sem lést 22. mars s.l. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Hlévangs og starfsfólki á Selinu, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Gunnar Ólafur Schram Ellisif Tinna Víðisdóttir Stefanía Helga Schram Birgir Guðnason barnabörn og barnabarnabörn
Því leitum við að samstarfsfólki sem: • Er tilbúið að tileinka sér stefnu og starfsaðferðir skólans • Er samvinnufúst og hefur góða hæfni í samskiptum • Er tilbúið til að taka þátt í öflugri starfsþróun • Er stundvíst, samviskusamt, jákvætt, sýnir frumkvæði og hefur ánægju af því að vinna með ungum börnum
Menntunar og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun • Uppeldismenntaður starfsmaður • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Um er að ræða tímabundna stöðu í a.m.k. eitt ár. Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun Nánari upplýsingar veita Hulda Jóhannsdóttir skólastjóri og Bylgja Kristín Héðinsdóttir aðstoðarskólastjóri Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://skolar.is/Starf/ Heilsuleikskólar Skóla ehf. eru: Hamravellir í Hafnarfirði, Skógarási á Ásbrú í Reykjanesbæ, Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík.
14
GOLF á hverjum morgni ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 16. maí 2019 // 20. tbl. // 40. árg.
Sumarið er komið. Golfvellirnir eru að fyllast af fólki á öllum aldri sem langar að eltast við pínulítinn bolta í grasinu, með kylfu í annarri hendi og derhúfu á höfði eða þannig lítur þessi íþrótt út fyrir þeim sem ekki spila golf. Sidda fannst þetta ekki vera nein íþrótt á árum áður en lét samt tilleiðast og byrjaði að spila árið 1982 eftir að nágranni hans náði honum út á golfvöll en eftir það var ekki aftur snúið. Í dag er Siddi, eða Sigurður Friðriksson réttu nafni, orðinn áttræður og spilar alla morgna með þremur félögum sínum í Golfklúbbi Suðurnesja sem heita Brynjar Vilmundarson, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Kristinn Þór Guðmundsson. Þeir aka um völlinn í Leirunni á þremur golfbílum og segja bílana gera það að verkum að þeir geti spilað í dag. Allir eru þeir í kringum áttrætt. Við spurðum þá félaga hvort það væri gaman í golfi.
Golfbílarnir gera félögunum kleift að spila golf alla morgna.
Sigurður „Siddi“ Friðriksson: „Já þetta er skemmtileg íþrótt en fyrst fannst mér þetta ekki vera íþrótt. Það er nú smá saga á bak við það að ég byrjaði að spila golf en nágranni minn á Nónvörðunni, hann Ástþór Valgeirsson, var búinn að vera í golfklúbbnum og ég hló að honum. Ég hafði æft sund í mörg ár sem keppnisíþrótt og fannst
VIÐTAL
Brynjar Vilmundarson er einn af stofnendum Golfklúbbs Suðurnesja (GS) en klúbburinn var stofnaður árið 1964. „Já, ég segi þetta við hann Sidda ef hann er eitthvað að ybba sig að ég eigi þennan golfvöll. Ég segi að þetta sé tímaeyðsla núna þegar maður er orðinn gamalmenni því þá er gott að koma hingað út á völl og eyða tímanum hér. Ég tók pásu árið 1978 en byrjaði aftur að spila 2009.“
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
golf nú ekki vera íþrótt í samanburði við það. Svo lét ég tilleiðast og fór út á golfvöll og hef ekki hætt síðan en þetta var árið 1982. Það er stór plús að spila golf þegar maður eldist.“
Kristinn Þór Guðmundsson „Kiddi í Dropanum“:
„Ég er nú búinn að vera byrjandi í fimmtíu ár. Ég hef ekki stundað golf af alvöru fyrr en núna með þessum hópi
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Brynjar Vilmundarson, Kristinn Þór Guðmundsson og Sigurður Friðriksson. Það ríkir þögn á meðan verið er að pútta. en ég sé orðið illa boltann en Rúnar sér hann fyrir mig. Ég slæ bara.“
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson „Rúnar Hallgríms“: „Ja, ég er nú bara kaddí hjá honum Kidda en við keyrum í sama bílnum. Ég get kennt konu minni um það að ég fór að spila golf en ein jólin gaf hún mér þrjár kylfur í jólagjöf blessunin. Ég
18 holu golfvöllur á besta stað
! a k i e l ð a t ú u d Kom er einn af betri golfvöllum landsins Leiran
NÝLIÐAGJALD Í GS ER 43.000 KR. BÖRN AÐ FJÓRTÁN ÁRA ALDRI GREIÐA EKKERT UNGLINGAR (15–18 ÁRA) GREIÐA 13.000 KR.
GOLFSKÓLI GS 2019 FYRIR BÖRN Á ALDRINUM 6 TIL 13 ÁRA
NÝLIÐAKENNSLA SIGURPÁLL GEIR SVEINSSON
PGA-GOLFKENNARI OG ÞREFALDUR ÍSLANDSMEISTARI ER ÍÞRÓTTASTJÓRI OG GOLFKENNARI GS
Það er gaman í golfi!
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á GS.IS
var um fimmtugt en fór ekki að spila reglulega fyrr en eftir sextugt þegar ég hætti á sjónum.“ Brynjar: „Kiddi slær vel en púttar eins og hálfviti, Rúnar er hins vegar afburða púttari.“ Þeir hlæja allir að þessari athugasemd og velta því fyrir sér hvort það megi setja svona ummæli í blaðið. Siddi: „Það er góð hreyfing sem við fáum hér alla daga en á veturna mætum við í Reykjaneshöllina og göngum þar saman og hittum fleiri Keflvíkinga sem eru að hreyfa sig. Við erum að byggja upp þol fyrir golfið. Golfbílarnir auðvelda þetta fyrir okkur í Leirunni.“ Brynjar: „Ég fer ekki í Reykjaneshöllina á veturna því þá spila ég bridds á Nesvöllum.“ Brynjar var í hópi golfáhugamanna sem byrjuðu snemma að eiga við hvíta boltann á Hólmsvelli í Leiru. „Grænásmenn komu þessu af stað, menn í lögreglunni og flugmálastjórn. Þorgeir Þorsteins, þáverandi lögreglustjóri og Kiddi Pé, Kristján Pétursson, tollari, voru í þessum hópi og fleiri góðir menn. Ásgrímur Ragnarsson var fyrsti formaðurinn. Þá voru þeir að smala mönnum saman og fá þá til þess að byrja að spila golf. Þeim sé þökk fyrir þetta framtak. Unga fólkið í dag heldur sumt að þessi golfvöllur hafi dottið niður af himni en svo er ekki, það liggur mikil vinna í vellinum í öll þessi ár. Það er heilmikil saga á bak við þetta framtak. Við byrjuðum fyrst með sex holu völl og svo urðu þær níu en í dag er völlurinn átján holu völlur.“ Kiddi: „Brynjar er langbestur af okkur
Kiddi slær vel en púttar eins og hálfviti, Rúnar er hins vegar afburða púttari ... í golfi en við Rúnar erum frægastir. Þetta er bara svo gaman og hópurinn góður. Þeir eru nýbyrjaðir að leyfa mér að vera með sér.“ Siddi: „Já, við erum góðir félagar og eyðum ákveðnum tíma saman á hverjum degi, hittumst hér á milli tíu og hálfellefu á morgnana og spilum átján holur. Maður þarf að hreyfa sig, það er svo gott og heldur manni frískum. Gaman að því hversu margir byrja að æfa sig á gamla æfingasvæðinu, Jóelnum, og koma svo hingað og spila völlinn en þannig byrjaði ég.“ Rúnar: „Við erum ljónheppnir að hafa heilsu til að vera hérna og spila. Mér finnst golf vera góð afþreying og góð útivera. Þetta er ljómandi gott og aldrei kalt. Svo fáum við okkur kaffi hér í golfskálanum á eftir og spjöllum saman áður en við förum heim.“ Brynjar: „Kaffi og með því til þess að styrkja veitingasöluna í golfskálanum. Það þarf að kaupa til þess að þjónustan lifi. Já, það er mikil ánægja og gleði hjá okkur og ég segi aldrei ljótt orð úti á golfvelli enda er ég vaxinn upp úr því.“ Þeir hlæja allir sem einn að þessum ummælum frá Brynjari.
Hænurnar í gamla bænum
SUÐURNESJAMAGASÍN
FIMMTUDAGINN 16. MAÍ KL. 20:30
VIÐTALSÞÆTTIR FRÁ SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA Á HRINGBRAUT
Tími unga fólksins er núna! SUÐUR MEÐ SJÓ SUNNUDAGINN 19. MAÍ KL. 20:30
Ungt fólk á Suðurnesjum er í aðalhlutverki í Suður með sjó í þessari viku. Dagný Halla Ágústsdóttir, Karín Óla Eiríksdóttir og Júlíus Viggó Ólafsson eru gestir Sólborgar Guðbrandsdóttur á sunnudagskvöld kl. 20:30.
Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut.
SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA ... og fleiri veitur væntanlegar
Suður með sjó er ný þáttaröð hjá Sjónvarpi Víkurfrétta. Með hækkandi sól sýnum við næstu vikurnar viðtöl við Suðurnesjafólk sem hefur skarað fram úr á ýmsum sviðum, segja frá lífsreynslu sinni eða eru að gera áhugaverða hluti hér heima eða annars staðar. Við ætlum líka að fá Suðurnesjafólk í spjall í stúdíó Víkurfrétta þar sem við ræðum um málefni líðandi stundar, heit og köld. Suðurnesjamagasín heldur áfram sínu striki en nýr þáttur er frumsýndur á fimmtudagskvöldum kl. 20.30 á Hringbraut og vf.is. Í þáttunum er lögð áhersla á mannlífið á Suðurnesjum í sinni víðustu mynd, atvinnulífið, íþróttirnar og alla menninguna.
SUÐUR MEÐ SJÓ og SUÐURNESJAMAGASÍN
má sjá á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ. Allt efni þáttanna er einnig á Youtube- og Facebook-síðum Víkurfrétta.
MUNDI
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
Með löggum skal land byggja!
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Mæðradagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn sunnudag um allan heim. Ég er svo heppin að eiga móður sem vildi svo sannarlega eignast mig. Af því að mamma mín þráði að eignast mig þá lagði hún allt á sig til að ala mig upp með sínum góðu gildum og gerði mig að mörgu leyti að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég á henni ótal margt að þakka því ég held það hafi ekki alltaf verið hægðarleikur að ala mig upp, en aldrei kvartar hún samt undan mér. Takk mamma. Það er óumdeilt að börn þurfa umhyggju, ást og öryggi og svo margt fleira og já endalausan pening. Óvelkomið barn fær slæma vöggugjöf. Það verður byrði í stað þess að vera blessun. Í bókinni Freakonomics er meðal annars fjallað um hvaða áhrif lögleiðing fóstureyðinga hafði á glæpatíðni í Bandaríkjunum. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að með lögleiðingu fóstureyðinga árið 1973 þá byrjaði glæpatíðni að lækka upp úr árinu 1990. Færð eru sterk rök fyrir því að með því að veita verðandi mæðrum þennan ákvörðunarrétt þá hafi færri börn fæðst sem óvelkomnir einstaklingar, byrði. Þessi fækkun óvelkominna barna skilaði sér í lægri glæpatíðni í framtíðinni. Sem sagt, óvelkomið barn er líklegra til að búa við verri aðstæður en velkomið barn, sem eykur líkurnar á því að það feti glæpabrautina. Miðað við þessa tölfræði þá eru verðandi mæður vel færar um að meta það hvort þær séu að fæða barn í góðar aðstæður eða slæmar.
Póstur: vf@vf.is
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
LOKAORÐ
Móðir
Sími: 421 0000
Ingu Birnu Ragnarsdóttur Í nýsamþykktu frumvarpi á Alþingi Íslendinga mega konur láta eyða fóstri fyrstu 22 vikur meðgöngu en sá tími var áður 18 vikur. Miklar umræður hafa skapast í þjóðfélaginu, bæði með og á móti þessari samþykkt. Einhverjir vildu ganga enn lengra og lengja þann tíma í 24 vikur líkt og í Englandi, meðal annars Sigurlaug Benediktsdóttir fæðingarlæknir sem skrifaði magnað opið bréf til Ingu Sæland í tilefni þessa lagafrumvarps. Inn í þessa umræðu tvinnast áleitnar líffræðilegar og siðfræðilegar spurningar, eins og hvenær fóstur sé orðið sjálfstæður einstaklingur. Í því samhengi má líta til þess að andvana fædd börn fá ekki kennitölu hjá Hagstofunni þrátt fyrir fulla meðgöngu. Það má flækja þetta mál og teygja og toga í allar áttir en mín skoðun er einföld. Ef kona metur það sem svo að fóstur sem hún gengur með verði óvelkomið og/eða muni ekki búa við nægilega góðar aðstæður þá eigi hún að fá eins mikinn tíma og hægt er til að meta ákvörðun um að enda meðgönguna. Það er enginn aðili, nefnd eða stofnun betri til að taka slíka ákvörðun en verðandi móðirin sjálf. Aukinn tími og sveigjanleiki fyrir svo afdrifaríka ákvörðun getur að mínu mati bara verið til bóta fyrir allar verðandi mæður.
Bjarney S. Annelsdóttir tekur við skipunarbréfinu úr hendi Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum.
Skipuð yfirlögregluþjónn fyrst kvenna hér á landi Bjarney S. Annelsdóttir sem starfar hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur verið skipuð yfirlögregluþjónn. Hún er þar með fyrsta konan sem gegnir því embætti hér á landi. Bjarney leiðir rannsóknardeild og almenna deild embættisins. Bjarney hóf fyrst störf sem afleysingamaður í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli árið 1999 og útskrifaðist sem lögreglumaður úr Lögregluskóla ríkisins árið 2003. Hún starfaði hjá lögreglunni í Hafnarfirði árið 2004 og í Keflavík árið 2005. Bjarney hóf
störf við kennslu í Lögregluskóla ríkisins sem lögreglufulltrúi árið 2007 til 2013 þegar hún varð aðalvarðstjóri í lögreglunni á Suðurnesjum. Frá áramótum 2017/2018 var hún settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum og
síðan skipaður yfirlögregluþjónn frá 15. apríl. Bjarney hefur breiðan menntunargrunn en til viðbótar við námið úr Lögregluskólanum (2003) lauk hún rekstrarfræði frá Bifröst árið 2002, viðskiptafræði BSc frá Bifröst árið 2006 og M.ed gráðu í íþróttaog heilsufræði frá HÍ árið 2016. Þá hefur hún að baki fjölda starfstengdra námskeiða.
17’’ RISA new york pizza af matseðli
Ein 2850 Tvær 4850 KR.
KR.
aðeins
aðeins
NÚ með pasta og salat á matseðli!
5141414 FITJUM
REYKJANESBÆ