1 minute read

STAÐA KYNNINGAR- OG ÞJÓNUSTUFULLTRÚA VIÐ KEFLAVÍKURKIRKJU

Laus er til umsóknar 75% staða kynningar- og þjónustufulltrúa við Keflavíkurkirkju, Kjalarnesprófastsdæmi. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið og verkefni:

● Umsjón með kynningarmálum Keflavíkurkirkju m.a. á samfélagsmiðlum, heimasíðu og öðrum fjölmðlum.

● Utanumhald og þátttaka í athöfnum og viðburðum í kirkjunni.

● Umsjón með starfi sjálfboðaliða og hópa í Keflavíkurkirkju.

● Önnur tilfallandi verkefni.

Þekking og hæfni:

● Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.

● Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu.

● Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt skipulagshæfni.

● Áhugi og reynsla af kirkjustarfi er æskileg.

● Sveigjanleiki til að taka að sér tilfallandi verkefni innan starfssviðsins. Umsækjendur skulu skila inn starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Umsókn ber að fylgja staðfesting á menntun. Þá skulu umsækjendur fylla út eyðublað þar sem biskupsstofu er heimilaður aðgangur að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá um viðkomandi umsækjanda, sbr. lög og reglur Þjóðkirkjunnar. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Slóð á eyðublaðið: https://kirkjan.is/library/Images/Frettamyndir/Skjol-vegna-fretta/samthykki-fyrir-oflun-upplysinga-ur-sakaskra.pdf.

Frekari upplýsingar um starfið veitir séra Erla Guðmundsdóttir, erla@keflavikurkirkja.is, sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli eða Kjartan Ingvarsson kjartan@keflavikurkirkja.is sími 420-4300, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju

Umsóknarfrestur er til og með föstudaginn 9. júní 2023.

Sækja ber um starfið með því að senda tilskilin gögn á tölvupóstfangið kjartan@keflavikurkirkja.is.

NETTÓ Í GRINDAVÍK AFGREIÐIR KOST Í NÆR 25 GRINDAVÍKURBÁTA

This article is from: