3 minute read
Góð samskipti við kokkana eru fyrir öllu
n Hressilegt spjall við þá Sebastian Rebisz, verslunarstjóra Nettó í Grindavík, og Magnús Arthúrsson, kokk á Sturlu GK 12 frá Grindavík.
„Við hjá Nettó í Grindavík afgreiðum kost í nær 25 Grindavíkurbáta og þessi samvinna hefur gengið afar vel. Öll stærstu útgerðarfélögin í Grindavík, eins og Vísir, Þorbjörn og Gjögur, eru í viðskiptum við okkur. Í þessari þjónustu skiptir vöruval og sveigjanleiki miklu máli og góð samskipti við kokkana eru jú fyrir öllu,“ segir Sebastian Rebisz, verslunarstjóri Nettó í Grindavík, þar sem hann tekur glaðbeittur á móti okkur ásamt Magnúsi Arthúrssyni, kokki á Sturlu GK 12 frá Grindavík; gamalreyndum sjómanni.
Það er stutt í brosið hjá þeim og ljóst að þarna fara ekki menn sem hittust fyrst í gær þrátt fyrir nokkurn aldursmun. Þeir kunna vel hvor á annan. Þannig er húmorinn á milli þeirra.
VINNAN Í NETTÓ REYNDIST
GÓÐ KENNSLA Í ÍSLENSKU
Það vekur verulega athygli hvað Sebastian, sem er 28 ára, talar góða íslensku þótt hann sé alinn upp í Póllandi. Orðaforðinn er mikill og framburðurinn óvenju góður. Hann fluttist til Íslands frá
Gdansk með foreldrum sínum árið 2006, þá 12 ára. Hann er í sambúð með Alexíu Ósk Sigurðardóttur frá Dalvík og eiga þau tvo stráka. „Það verður gifting á næsta ári,“ segir hann og brosir út í eitt. Hann byrjaði að vinna á kassa í Nettó við Krossmóa í Keflavík árið 2012 og var svo færður til á milli nokkurra verslana er hann hóf störf í Nettó Grindavík árið 2020. Núna er hann vinsæll verslunarstjóri þar í bæ. Og takið eftir; hann þakkar meðal annars starfinu í Nettó sína góðu kunnáttu í íslensku.
„Ég byrjaði að læra íslensku í skólanum, eins og gengur, en mest hef ég lært í vinnunni hér í Nettó.
Þegar ég var á kassanum talaði ég mikið við kúnnana á íslensku, var alveg óhræddur við að reyna það, og þeir svöruðu mér á íslensku. Ég fann fljótt að ég vildi búa hérna og fannst nauðsynlegt að geta talað íslensku.“
SVEIGJANLEIKI OG SAMVINNA
Að sögn Sebastians er mjög mikilvægt að bjóða upp á mikinn sveigjanleika í þjónustunni við bátana sem og þau fjölmörgu önnur fyrirtæki í Grindavík sem skipta við Nettó. „Við erum til taks allan sólarhringinn þegar kemur að bátunum og fyrirtækjunum. Við sveigjum okkur að þeirra þörfum, eins og komutíma bátanna í land. Geri til dæmis vont veður getur afhending breyst með nánast engum fyrirvara. Við mætum og opnum búðina hvernær sem er eftir hefðbundinn lokunartíma til að afgreiða kost í skipin, standi þannig á. Keflavík er okkar svæði líka þannig að leggi Grindavíkur - bátarnir þar upp afgreiðum við kostinn þar.“
Sebastian segir að þjónustan við stóru viðskiptavinina felist ekki bara í sveigjanleikanum heldur einnig í meira vöruvali, séu óskir þar um. „Við sérpöntum fyrir stærstu viðskiptavinina til að koma sem best til móts við þá.“
G Er Kokkur Af Gamla Sk Lanum
En þá er það hlið kokksins í jöfnunni. Magnús, sem hefur verið til sjós í nær 45 ár, segist vera kokkur af gamla skólanum sem þó hugi mjög að hollustu matarins með auknum kröfum um heilsusamlegt fæði. Hann er jafnan þrjár vikur á sjó og tvær í landi.
GAMLA, GÓÐA LAMBALÆRIÐ Á SUNNUDÖGUM
„Ég býð ævinlega upp á gamla, góða lamalærið á sunnudögum og saltfisk og grjónagraut í há - deginu á laugardögum. Þetta er hefð sem allir um borð eru sáttir við. Vissulega vill pítsukynslóðin oftar pítsur en maturinn þarf að vera fjölbreyttur og með árunum hefur stóraukin áhersla verið lögð á hollustu og við tökum þátt í heilsuátaki með Nettó.“
Magnús er kokkur sem vinnur líka á dekki og segir hann að það kalli á mikla skipulagningu í pöntunum. „Til að allt gangi upp geri ég nákvæman matseðil fram í tímann fyrir hvern einasta dag. Ég held að sumum kunni raunar að finnast nákvæmnin aðeins of mikil,“ segir hann og hlær.
NETIÐ EKKI NÓG – ÉG VIL
Hitta Starfsf Lki
Hann segir að netið sé svo sem gott og gilt en hann leggi áherslu á persónuleg samskipti við starfsfólk Nettó. „Mér finnst nauðsynlegt að koma í verslunina, hitta starfsfólkið, rabba við það – og velja vörurnar sjálfur. Hér fæ ég fína þjónustu og það er allt annað að vera í beinu sambandi við starfsfólkið.
Það er bæði persónulegra og gerir þetta allt svo miklu skemmtilegra.“
En hvað þá um eldamennskuna þegar hann er í landi? „Það er allur gangur á því. Það vill nú svo til að eiginkonan, Björk Sverrisdóttir, er matreiðslumeistari og kennari á Ásbrú og því er ágæt samvinna hjá okkur í eldhúsinu heima – eins og vera ber,“ segir Magnús Arthúrsson, kokkur á Sturlu GK 12 frá Grindavík.
„Í þessari þjónustu við bátana eru góð samskipti við kokkana fyrir öllu,“ segir Sebastian.
„Sumt breytist þó aldrei. Ég býð t.d. ævinlega upp á gamla, góða lærið á sunnudögum og saltfisk og grjónagraut í hádeginu á laugardögum,“ segir Magnús.