1 minute read

Saknar skólasunds og er hræddur við sprautur

FS-ingur vikunnar:

Nafn: Magnús Máni

Aldur: 18 ára

Námsbraut: Fjölgreinabraut

Áhugamál: Kvenmenn

Magnús Máni er átján ára og er á fjölgreinabraut í FS. Magnús ætlar sér að verða ríkur í framtíðinni og hans stærsti draumur er að eiga nóg af peningum. Magnús er FSingur vikunnar.

Hvað hræðist þú mest? Sprautur.

Snjallsímalausir grunnskólar

Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, fulltrúi í fræðsluráði Reykjanesbæjar.

Á fræðsluráðsfundi í Reykjanesbæ þann 25. maí síðastliðinn mætti formaður nemendaráðs Myllubakkaskóla, Daníel Örn Gunnarsson, og ræddi áhyggjur sínar um snjallsímanotkun nemenda á skólatíma. Daníel var þarna mættur sem fulltrúi nemenda og ég vil nýta tækifærið hér og hrósa honum fyrir vel undirbúið erindi og frábæra framkomu. Ég fæ hlýtt í hjartað að sjá svona ungt og öflugt fólk láta málin sig varða og hér er ekki um neitt smáræðis málefni að ræða. Unga fólkið okkar áttar sig nefnilega alveg á stöðunni og eru mörg farin að hafa áhyggjur af snallsímanotkun. Erindi Daníels vakti mig til umhugsunar og hefur setið í mér síðan.

Það eru svo margar spurningar sem vakna hjá mér af hverju þetta er leyft. Sjálf á ég ekki börn á grunnskólaaldri en ég hefði talið það sjálfsagt að snjallsímar væru almennt ekki leyfðir á skólatíma. Daníel nefnir að ungmenni eyða að meðaltali átta klukkustundum og 40 mínútum á dag í símanum þrátt fyrir að vera í skóla á daginn. Rannsóknir sýna fram á að snjallsímanotkun ungmenna veldur miklum kvíða og félagslegri einangrun. Snjallsímanotkun getur haft slæm áhrif á námsárangur og slæm áhrif á svefn. Í raun eru allir rannsakendur á sama máli að snjallsímanotkun barna og ungmenna sé áhyggjumál og þetta er vandamál sem við verðum að takast á við.

En ef allir rannsakendur eru á sama máli að of mikil snjallsímanotkun sé skaðleg, ættum við þá ekki að leggja mikið á okkur til að takmarka notkun þeirra?

Daníel nefnir í sinni kynningu að þessi hugmynd hafi mætt mótlæti frá foreldrum sem byggja á þeim rökum að síminn sé mikilvægt samskiptatæki milli foreldra og barna. Því er auðvelt að sýna skilning en hér hljótum við að geta fundið útfærslu sem hentar öllum. Á persónulegu nótunum er ég lítið fyrir boð og bönn. Unglings-Gígja hefði eflaust ekki verið mjög spennt fyrir ströngu símabanni. Því legg ég til að skólastjórnendur í Reykjanesbæ myndi sér stefnu um símalausa grunnskóla og setji sér það markmið að takmarka símanotkun nemenda á skólatíma.

Hvað ert þú gamall? 18 ára.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

Skólasund auto.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?

Komst ekki í neinn annan skóla.

Hver er helsti kosturinn við FS?

Guðrún á bókasafninu.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Mid.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Logi Þór og það væri fyrir valdabrjálæði.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Ætli það sé ekki bara Helgi Leó.

This article is from: