„Þú reddar þessu elskan“ Viðtal við Valgerði Vilmundardóttur, sjómannsfrú í aldarfjórðung, og fleira veglegt efni af tilefni sjómannadagsins sem verður haldinn hátíðlegur á sunnudag.
9.-12. júní
Fimmtudagur 9. júní 2022 // 23. tbl. // 43. árg.
Furðuverur í Reykjanesbæ Segja grafið undan starfi fatlaðra
NET SÍMI SJÓNVARP
Hjá okkur er allt Ljósleiðari innifalið 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
VF-myndir: Thelma Hrund
Stjórn Þroskahjálpar á Suðurnesjum segir í grein í Víkurfréttum í dag að grafið sé undan starfi fatlaðra á Suðurnesjum. „Eftir kórónuveirufaraldurinn, sem reyndist okkur þungur í skauti eins og öðrum, höfum við orðið var við nýja áður óþekkta ógn. Það eru þeir aðilar sem reynt hafa að komast inn á markað Dósasels í Reykjanesbæ og á Keflavíkurflugvelli. Við fréttum af aðilum í Flugstöðinni sem vildu seilast eftir viðskiptum okkar þar – en flugstöðin er hryggjarstykkið í okkar rekstri og við höfum haldið út gríðarlega góðri þjónustu við Flugstöðina,“ segir í greininni. Þá segir að það skjóti skökku við að opna á samkeppni við eina vinnustaðinn sem hefur það að markmiði að skapa störf fyrir fatlaða einstaklinga. Það var fjölmennt á Hafnargötunni laugardaginn 4. júní þegar hávaxnar undraverur og glaðværir trommuleikarar hollenska leikhópsins Close-Act Theatre skálmuðu um götuna. Götuleikhússýningin er ekki sú fyrsta sem hópurinn hefur sett upp en leikhópurinn hefur starfað í um þrjátíu ár og vakið athygli víða um lönd. Til að mynda spígsporaði hópurinn í sýningunni Saurus um miðborg Reykjavíkur árið 2018 en viðburðurinn á Hafnargötunni var atriði hópsins á opnun Listahátíðar í Reykjavík 2022. Gengið var niður götuna í átt að Duus Safnahúsum við góðar undirtektir áhorfenda.
V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.
DÍSA EDWARDS D I S A E@A L LT.I S | 560-5510
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR
ELÍN FRÍMANNSDÓTTIR
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON
A S TA@A L LT.I S | 560-5507
J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508
E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509
U N N U R@A L LT.I S | 560-5506
E L I N@A L LT.I S 560-5521
PA L L@A L LT.I S | 560-5501
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Sjálfstæðisflokkur gerir athugasemd við markaðsstefnu „Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki samþykkt að þrjár megin stoðir í markaðsstefnu sveitarfélagsins eigi að vera skapandi greinar, nýsköpun og náttúran. Endurskoða þurfi stoðirnar þrjár sem nefndar eru og teljum við ótækt að íþróttir séu ekki ein af þeim stoðum sem byggja skal á en eru klárlega samofnar sögu og áherslum sveitarfélagsins,“ segir í bókun sjálfstæðismanna á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar 7. júní. Drög að nýrri markaðsstefnu sveitarfélagsins var lögð fram á bæjarráðsfundi 25. maí. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að ekki sé hægt að samþykkja skjal um markaðsstefnu þar sem einungis sé um að ræða grunnvinnu og greiningu sem nýta má við mótun markaðsstefnu. Skortur sé á innsýn í sögu Reykjanesbæjar og það samfélag sem byggt er á. Undir bókunina skrifuðu bæjarfulltrúarnir Margrét A. Sanders, Helga Jóhanna Oddsdóttir og Guðbergur Reynisson.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar 2022-2026 eftir fyrsta fundinn, f.v.: Margrét Þórarinsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný B. Guðmundsdóttir, Díana Hilmarsdóttir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Friðjón Einarsson, Valgerður Björk Pálsdóttir, Sverrir Bergmann, Margrét Ólöf Sanders, Guðbergur Reynisson, Jóhanna Helga Oddsdóttir og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri. VF-mynd: pket
ÁFRAM KRÖFTUG UPPBYGGING
Framsókn Samfylking og Bein leið í nýjum meirihluta Reykjanesbæjar Framsókn, Samfylking og Bein Leið hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjanesbæ. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar var haldinn þriðjudaginn 7.júní. „Helstu áhersluatriði nýs meirihluta eru að viðhalda kröftugri uppbyggingu og horfa til framtíðar. Mikil fólksfjölgun og breytt samfélagsmynstur kallar á aukna þjónustu og hraða uppbyggingu innviða. Brýnt er að mæta þeirri þörf en í senn að tryggja áfram trausta fjármálastjórn,“ segir í tilkynningu frá nýjum meirihluta.
„Meirihlutinn mun leiða mikilvæg verkefni á næstu árum í góðu samstarfi við fulltrúa allra flokka í bæjarstjórn og íbúa Reykjanesbæjar. Það eru bjartir tímar framundan og saman munum við gera gott samfélag enn betra. Reykjanesbær er eitt stærsta fjölmenningarsamfélag landsins, tækifærin sem felast í því eru fjölmörg. Nýr meirihluti mun vinna markvisst að því að efla samstarf við atvinnulífið og félagasamtök í bænum með það fyrir augum að samfélagið allt styðji þá aðila, sem kjósa að setjast hér að, til virkni í samfélaginu.
Nýr meirihluti tekur við í Vogum
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Kjartan Már Kjartansson, núverandi bæjarstjóri verður endurráðinn sem bæjarstjóri. Friðjón Einarsson oddviti Samfylkingar verður formaður bæjarráðs fyrri hluta kjörtímabilsins og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir oddviti Framsóknar verður forseti bæjarstjórnar fyrri hluta kjörtímabilsins og formaður bæjarráðs seinni hluta kjörtímabilsins, segir í tilkynningu. Áfyrsta bæjarstjórnarfundinum var greint frá kosningu í nefndir, stjórnir og ráð Reykjanesbæjar. Sjá má nánar um það á vf.is.
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
D- og E-listi hafa myndað nýjan meirihluta fyrir kjörtímabilið 2022 – 2026. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 8. júní nk., þar sem kosinn verður forseti bæjarstjórnar ásamt því að kosið verður í nefndir og ráð. Ásgeir Eiríksson, fráfarandi bæjarstjóri, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í starfið að nýju og mun því verða lögð fram tillaga á fyrsta fundi bæjarstjórnar um að starf bæjarstjóra verði auglýst. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Björn Sæbjörnsson (t.v.) oddvita D-lista og Birgi Örn Ólafsson, oddvita E-lista, handsala samkomulagið.
Fáðu tilboð í auglýsingar í blað og á vf.is Tveir miðlar VF vinna vel saman
30% opnunartilboð dagana 9. til 18. júni
(önnur gler fylgja frítt með hverjum margskiptum glerjum, gildir ekki á linsum)
Hlökkum til að taka á móti ykkur í nýrri og glæsilegri gleraugnaverslun á Aðaltorgi við Mariott hótelið Áratuga reynsla Sjónmælingar Góð þjónusta Linsumælingar Falleg vara Sjónþjálfun Nýjungar í sjónglerjum og tækjum
Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Sílið hefur snúið aftur eftir að makríllinn hætti að koma Júní mættur á svæðið, þó ekki togarinn júní heldur þessi mánuður. Það voru reyndar gerðir út togarar sem hétu þessu nafni, Júni GK, og voru þeir frá Hafnarfirði. Fyrst síðutogari og síðan skuttogari. Allavega þá byrjar þessi mánuður mjög rólega fyrir útgerð frá Suðurnesjunum. Sturla GK kom með 50 tonn til Grindavíkur. Enginn netabátur hefur landað og dragnótabátarnir eru enn á veiðum. Nesfisksbátarnir munu róa til 9. júní og fara síðan í stopp í sjö vikur. Reyndar fóru bæði Siggi Bjarna GK og Sigurfari GK vestur utan við Patreksfjörð og þegar þessi pistill er skrifaður þá voru þeir ennþá á veiðum þar og því ekki kominn afli. Reyndar er þetta þriðji túrinn hjá Sigurfara GK þarna vestur, því hann fór í túr snemma í júní og náði þá tuttugu tonnum en þurfti að koma fyrr í land því það varð smá bilun í vírastýri á spili bátsins. Það er eiginlega helst í gangi frá Suðurnesjunum utan við dragnótabátanna eru handfærabátarnir, en þeir eru nokkuð margir á veiðum og skiptast þeir má segja í tvo flokka, strandveiðibátana og bátana sem eru að veiða ufsann. Ragnar Alfreðs GK og Addi Afi GK komu báðir með svo til jafn mikinn afla í land, Addi Afi GK kom með 5621 kg og af því var ufsi 5,5 tonn, Ragnar Alfreðs GK kom með 5679 kr í land og af
því var ufsi 3,3 tonn. Auk þeirra var Hrappur GK með 3,5 tonn í tveimur róðrum og af því ufsi 2,1 tonn í Grindavík, Stakasteinn GK 2,3 tonn í tveimur og af því ufsi eitt tonn, Snorri GK 2 tonn í einum og af því var ufsi 1,9 tonn, Snorri GK hét áður Brynjar KE, og Von ÓF 1,9 tonn í einum og af því ufsi 1,8 tonn. Mikið líf er í sjónum hér fyrir utan og eftir að makrílinn hætti að koma þá hefur sílið komið aftur og með því hefur þorskurinn verið að eltast með. Tala sjómenn um það að nú sé mjög stór og mikill þorskur á veiðast á handfærin og það stefnir því í að sumarið verði gott hjá handfærabátunum frá Sandgerði og Grindavík. Annars er ég staddur núna í Grundarfirði og þar hefur verið mikill uppgangur í útgerð og sem og hafnarstarfsemi. Margir togarar frá Reykjavík og 29 metra togararnir frá Grindavík hafa landað þar og er aflanum þá ekið suður til vinnslu. Reyndar er bátur sem heitir Ísey EA núna gerður út frá Sandgerði og sá bátur á ansi sterka tengingu við Grundarfjörð. Ísey EA var smíðaður á Seyðisfirði árið 1976 og hét fyrst Langanes ÞH, hann var seldur 1978 til Grundarfjarðar og fékk þar nafnið Farsæll SH 30. Í Grundarfirði var báturinn í átján ár, eða til 1996, þegar að hann var seldur til Stykkishólms og þaðan til Ólafsvíkur.
Stakkavík ehf. í Grindavík kaupir bátinn árið 2007 og fékk hann þá nafnið Gulltoppur GK 24, Stakkavík gerði bátinn út til 2018 og þá á dragnót og línu með bölum. Síðan 2019 hefur báturinn heitið Ísey EA (var reyndar fyrst Ísey ÁR) og skipstjórinn á bátnum er Grétar Þorgeirsson sem var í 25 ár skipstjóri á bátnum Farsæli GK frá Grindavík sem faðir hans átti.
Það má geta þess að árið 2021 fiskaði Ísey EA um 1.143 tonn yfir árið og var þetta mesti ársafli sem að Grétar hafði náð en núna í ár hóf báturinn ekki veiðar fyrr en í enda apríl. Áfram er hægt að finna tengingu því núverandi Farsæll SH er 29 metra togari sem var áður í Grindavík og hét þar Áskell EA – og reyndar er 29 metra togari gerður
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
út frá Grundarfriði sem heitir Sigurborg SH en sá togari hét áður Vörður EA. Vörður EA og Áskell EA voru báðir í eigu Gjögurs en viku fyrir nýrri 29 metra togurum sem heita Vörður ÞH og Áskell ÞH.
Nýir eigendur taka við rekstri Vitans - Grjótkrabbinn verður aftur í boði Tvenn hjón úr Sandgerði hafa keypt húsnæði og rekstur veitingahússins Vitans í Sandgerði af hjónunum Stefáni Sigurðssyni og Brynhildi Kristjánsdóttur. Þau höfðu rekið Vitann í nær fjóra áratugi, hófu rekstur 1982 en Vitinn hefur verið lokaður síðustu tvö ár vegna heimsfaraldurs Covid-19. Stefán og Brynhildur hafa verið síðustu mánuði á Kanaríeyjum og notið heitara loftlags. Stefán hefur þó ekki alvega sagt skilið við potta og pönnur, hann hefur m.a. verið að kokka á hinum kunna Klörubar. Í samtali við Víkurfréttir segist Brynhildur eiga eftir að sakna Vitans. Stefán sagðist ekki sammála henni þar og ætlaði að njóta þess að vera sestur í helgan stein. Nýir eigendur Vitans eru tvenn hjón úr Sandgerði. Arna Björk Unnsteinsdóttir og Símon Haukur Guðmundsson annarsvegar og Bergljót
F.v.: Elfar Logason, Bergljót Bára, Stefán Sigurðsson, Brynhildur Kristjánsdóttir, Símon Haukur Guðmundsson og Arna Björk Unnsteinsdóttir. Á myndinni að neðan má sjá krabba- og skelfiskveislu í anda Vitans.
Brynhildur Kristjánsdóttir og Stefán Sigurðsson á Vitanum á upphafsárum Vitans. Mynd úr safni Víkurfrétta
TJÓNASKOÐUN BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR
Bolafæti 3 – Njarðvík Sími 421 4117 bilbot@simnet.is
Bára og Elfar Logason hinsvegar. Í samtali við Víkurfréttir sögðust þau ætla að glæða Vitann lífi að nýju. „Við munum nýta gamalt og gott en einnig setja okkar brag á staðinn. Hér er góður grunnur og gott að byggja ofan á hann,“ sögðu þau aðspurð um hvort ráðist yrði í miklar breytingar. Vitinn var með matseðil í hádegi og á kvöldin þegar þau Stefán og Brynhildur ráku staðinn. Nýir eigendur ætla að hafa opið allan daginn alla daga. Vitinn hafði skapað sér sérstöðu með því að bjóða upp á grjótkrabba sem alinn var lifandi í kerjum við veitingahúsið. Grjótkrabbinn mun aftur rata á matseðil staðarins.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Frá því Vitinn lokaði fyrir tveimur árum hefur ekki verið rekið veitingahús í Sandgerði og segjast nýir eigendur vera að auka þjónustu við bæjarbúa. Þá er einnig markmið nýrra eigenda að sækja á ferðamannamarkaðinn og fá ferðamenn, bæði íslenska sem erlenda, til að stoppa í Sandgerði og gera vel við sig í mat. Formleg opnun Vitans hefur ekki verið tímasett en hún verður bráðlega og vonandi fyrir haustið.
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
vf is
Töfrar vatnsins taka á móti þér Við höfum rannsakað krafta náttúrunnar í 30 ár, lært að beisla töfra hennar og notið þess að upplifa í sátt við umhverfi, samfélag og móður náttúru. Við tökum vel á móti þér.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Magnús Stefánsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Suðurnesjabæjar frá 1. júní síðastliðnum.
Magnús ráðinn bæjarstjóri Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að endurráða Magnús Stefánsson í starf bæjarstjóra Suðurnesjabæjar. Magnús segir á Facebook-síðu sinni að spennandi tímar séu framundan. Ráðning Magnúsar var samþykkt með fimm atkvæðum B- og D-lista. Forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs er falið að ganga frá ráðningarsamningi sem verði lagður fram í bæjarráði. Fulltrúar O- og S-lista sátu hjá. Suðurnesjabær verður fjögurra ára næsta föstudag, þann 10. júní. Magnús hefur verið bæjarstjóri Suðurnesjabæjar frá stofnun sveitarfélagsins sem varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs en Magnús var áður bæjarstjóri í Garðinum.
Skessuhellir lokaður til 15. júní Skessuhellir í Grófinni í Keflavík verður lokaður til 15. júní næstkomandi. Á vef Reykjanesbæjar segir að Skessan er ekkert öðruvísi en við hin og hefur ákveðið að skella sér í langþráð frí til Tene. Hellirinn verður því lokaður til 15. júní á meðan og tækifærið notað til viðgerða á grjótgarði við hellinn.
Sjómannamessa í Duus Safnahúsum
Svona verður samstarf og áherslur D- og B-lista í Suðurnesjabæ
Sjómannamessa verður haldin á vegum Njarðvíkurkirkna í Bíósal Duus Safnahúsa á sjómannasunnudag 12. júní kl. 11:00. Séra Baldur Rafn Sigurðsson predikar og þjónar. Kór Njarðvíkurkirkna syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar. Í lok dagskrár verður lagður krans frá Vísi, félagi skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, við minnismerki sjómanna á Hafnargötu. Sjómenn og fjölskyldur þeirra eru boðin sérstaklega velkomin.
Fyrsti bæjarstjórnarfundur nýrrar bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar fór fram 1. júní síðastliðinn. Á fundinum var kynnt samstarf og áherslur B- og D-lista sem mynda meirihluta bæjarstjórnar. D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra og B-listi Framsóknarflokksins hafa komist að samkomulagi um samstarf á komandi kjörtímabili 2022–2026. Samstarfið mun byggja á stefnuskrám beggja framboðslista. Lögð verður áhersla
á gott samstarf allra kjörinna fulltrúa, starfsmanna sveitarfélagsins og bæjarbúa. Sérstaklega verður áhersla lögð á eftirtalin atriði um leið og stefnuskrár beggja lista liggja til grundvallar. Samstarfs- og málefnaskrá meirihlutans í Suðurnesjabæ má lesa á vef Víkurfrétta, vf.is.
Með snjalltækjum má nálgast samkomulagið með því að virkja QR-kóðann með myndavél tækisins.
Byrjaði að stunda jóga með mömmu sinni Þórhildur Alda Reynisdóttir stundar nám í lífeindafræði við Háskóla Íslands en í frístundum sínum stundar hún jóga. Þórhildur byrjaði ung að stunda jóga með mömmu sinni en árið 2021 ákvað hún útskrifaðist sem jógakennari í lok árs 2021. Hún segir jóga vera fyrir alla og það geti hjálpað á hinum ýmsu sviðum lífsins. Þórhildi nýtur frítíma sinn í að stunda jóga. Hún segir jóga ekki spyrja um stað og stund. „Mér finnst skemmtilegast að geta tekið nokkrar mínútur á dag í að stunda jóga og ekki skemmir fyrir ef það er úti í góðu veðri eins og uppi í bústað eða úti í garði.“ Þá segir hún jóga vera fyrir alla og vera frábrugðið öðrum íþróttum að því leyti að; „jóga er engin keppni, í því á maður bara að njóta og vera maður sjálfur.“ Þórhildur segir ávinninginn af því að stunda jóga vera mikinn og það hafi meðal annars hjálpað henni í námi. „Mér finnst best hvernig hugleiðsla í fimm mínútur á dag getur minnkað stress og áreiti dagsins,“ segir hún og bætir við: „Ég hef alltaf tekið fimm til tíu mínútur í hugleiðslu áður en ég fer í próf, sem mér finnst virka svo vel fyrir mig.“
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
Þórhildur hefur alltaf haft mikinn áhuga á jóga en hún skráði sig í jógaskóla OM setursins snemma árs 2021. Aðspurð hvers vegna hún ákvað að skrá sig í námið segir hún: „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt og koma sjálfri mér svolítið á óvart – sem mér tókst.“ Þórhildur segir áhuga sinn á jóga hafa sprottið frá mömmu sinni en hún var dugleg að mæta í jógatíma með mömmu sinni á yngri árum. Þær mæðgur eiga sér draum að halda jóganámskeið í náttúrunni. „Það er smá draumur hjá mér og mömmu að hafa þriggja til fjögurra daga námskeið í náttúrunni, þar sem við myndum fara í fjallgöngur og stunda jóga þess á milli,“ segir Þórhildur.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SJÓMENN vinalegur bær
R E Y K J A N E S H ÖF N
ÞJÓNUSTA ehf.
Bakkalág 17, 240 Grindavík Sími 893 9713 / 898 8813 besaehf@gmail.com
Bakkalág 17, 240 Grindavík S. 893 9713 / 898 8813 besaehf@gmail.com
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Kjartan Kristjánsson, eigandi Optical Studio.
Burkni Birgisson, sjóntækjafræðingur er í forsvari fyrir Optical Studio í Keflavík.
Kom með fullar töskur af gleraugum fyrir Suðurnesjamenn Gleraugnaverslun Keflavíkur 40 ára. Gleraugu líka fyrir varnarliðsmenn og ferðalanga í flugstöð. „Mér varð fljótt ljóst að það væri rekstrargrundvöllur fyrir gleraugnaverslun á Suðurnesjum þegar ég kom í nokkur ár fyrir fjörutíu árum síðan með Úlfari Þórðarsyni, augnlækni, vikulega á heilsugæsluna í Keflavík með fullar töskur af gleraugum. Þau seldi ég fólki sem hafði fengið gleraugna„recept,“ segir Kjartan Kristjánsson, eigandi Gleraugnaverslunar Keflavíkur (GVK), nú Optical Studio en fyrirtækið fagnar 40 ára afmæli. Kjartan stofnaði síðan Gleraugnaverslun Keflavíkur með félaga sínum Pétri Christiansen 29. maí 1982 í litlu húsnæði við Hafnargötu. „Viðtökur voru strax góðar og ekki var það verra að íbúar á varnarsvæðinu nýttu sér okkar þjónustu. Það leiddi til þess að aðeins sex mánuðum eftir opnun GVK var
samið við Varnarliðið um rekstur gleraugnaverslunar á varnarsvæðinu, nánar tiltekið við verslun Varnarliðsins, Navy ExChange. Að sjálfsögðu voru öll viðskipti með gleraugu til varnarliðsins tollfrjáls (duty free). Versluninni á varnarsvæðinu var gefið nafnið Optical Studio. Það var þá sem ég fór að
leiða hugann að því að komast inn í flugstöðina með gleraugnaverslun, ekki bara sólgleraugu, heldur að setja upp alvöru gleraugnaverslun og geta boðið Íslendingum tollfrí gleraugu líkt og Varnarliðinu á Keflvíkurflugvelli. Það liðu þó ein sautján ár áður en sá draumur varð að veruleika.“
Gleraugu í gömlu löggustöðinni Gleraugnaverslun Keflavíkur flutti á Hafnargötu 17, í gömlu lögreglustöðina, eftir þrjú ár frá opnun. „Árið 1992 byggðum við húsið við Hafnargötu 45 í samvinnu við Húsagerðina. Þar er starfsemin í dag með augnlæknastofu á 2. hæð. Þetta er stakstætt hús teiknað af Valdimar Harðarsyni, arkitekt, með góðu aðgengi og ágætum bílastæðum. Sama ár var farið í útrás inn á Reykjavíkursvæðið, Gleraugnaverslunin í Mjódd var stofnuð og nokkru síðar reksturinn á gleraugnaverslun á Sel-
fossi tekinn yfir. Optical Studio hóf rekstur í Leifsstöð í janúar 1998 og í Smáralind um haustið 2001.“
Lánsamur með starfsfólk Leiðir Kjartans og Péturs skilja 2004 og hann varð einn eigandi að fjórum verslunum Optical Studio. „Ég hef verið lánsamur með starfsfólk í þessi 40 ár en nú eru vatnaskil í mínum rekstri og við keflinu tekur yngra og vel menntað fólk. Dóttir mín, Hulda Guðný, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Burkni Birgisson, sjóntækjafræðingur, er í forsvari fyrir Optical Studio í Keflavík. Hann er einnig með annann fótinn í versluninni í Leifsstöð. Burkni hefur starfað hjá mér í 24 ár og er af góðu kunnur af viðskiptavinum okkar fyrir fágaða vinnu við sjónmælingar og smíði á gleraugum Suðurnesjamanna. Í versluninni í Leifsstöð var Burkni mér við hlið er Optical Studio hóf rekstur og framleiðslu á gleraugum á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð.
Ein sinnar tegundar Verslunin í Leifsstöð er ein sinnar tegundar í alþjóðlegri flugstöð, þar eru öll algengestu styrkleika gleraugu framleidd á aðeins fimmtán mínútum.
„Ég er ekki hættur störfum, í raun hefur vinnan hjá mér aukist nú þegar Covid er að baki. Ný verslun Optical Studio í miðbænum í Reykjavík rétt við nýtt heimili mitt er sá vinnustaður sem ég sinni mest í dag. Með haustinu opnar Optical Studio verslun í Kringlunni. Svo það er nóg af verkefnum framundan.“ En hvað segir Kjartan um breytingar í faginu á fjörutíu árum? „Mesta breytingin átti sér stað 2003 þegar sjónmælingar gerðar af sjóntækjafræðingum voru leyfðar í gleraugnaverslunum, fram að þeim tíma voru aðeins augnlæknar sem skrifuðu út recept fyrir gleraugum,“ segir Kjartan sem alla tíð hefur verið þekktur fyrir að vera með þekkt merki í gleraugum. „Viðskiptasambönd og umboð Optical Studio í dag eru við öll þekkustu gleraugnamerkin á markaðinum, Gucci, Prada, Dior, Cartier og Ray Ban svo nokkur séu nefnd. Umgjarðir sem eru aðeins 2.8 grömm frá Lindberg sem Optical Studio kynnti markaðinum fyrir 30 árum síðan eru og hafa verið skrautfjöður fyrirtækisins. Í tilefni 40 ára afmælisins ætlum við að veita 40% afslátt af öllum vörum verslunarinnar miðvikudag og fimmtudag 8. og 9. júní,“ sagði Kjartan.
Mesta breytingin átti sér stað 2003 þegar sjónmælingar gerðar af sjóntækjafræðingum voru leyfðar í gleraugnaverslunum, fram að þeim tíma voru aðeins augnlæknar sem skrifuðu út recept fyrir gleraugum ... Brot úr viðtali í Víkurfréttum sem tvítugur ritstjóri VF tók við Kjartan og Pétur ári eftir opnun Gleraugnaverslunar Keflavíkur árið 1983.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9
Eitthvað fyrir alla á Sjóaranum síkáta – helgin er undirlögð af einskærri gleði og allir skemmta sér saman Sjómannahelgin er framundan en á fáum stöðum á landinu er þessari merku helgi gerð jafn góð skil eins og í Grindavík. Hann er sannkallaður sjávarútvegsbær með nokkrum mjög öflugum sjávarútvegsfyrirtækjum og hefur sjómannadagurinn verið haldinn hátíðlegur frá árinu 1948. Það var árið 1996 sem Grindvíkingar gerðust stórtækari og hinn eini sanni síkáti sjóari fæddist (Sjóarinn síkáti). Þá breyttust hátíðarhöldin umtalsvert og úr varð heil vika má segja í hátíðarhöldum. Í vikunni í aðdraganda helgarinnar eru byrjaðir sýningar af ýmsum toga og spennan byggist hægt og bítandi upp. Hverfunum er skipt upp í fjóra hluta og ber hvert hverfi sinn lit og eins og Grindvíkinga er von og vísa, þá verður til nettur múgæsingur og pissukeppni fer í gang á milli hverfa, um hver skreyti best! Á föstudeginum er spennan nokkurn veginn komin í algleymi, þá styttist í hið frábæra bryggjuball en fyrst grilla íbúar hverfanna saman, leggja síðan af stað á tiltekinn stað þar sem öll hverfin hittast og saman gengur hersingin fylktu liði að hátíðarsvæðinu sem er við Kvikuna. Landslið íslenskra skemmtikrafta skemmtir síðan ungum sem öldnum og formleg dagskrá er þá hafin. Síðan er helgin svona, undirlögð af einskærri gleði og allir skemmta sér saman.
Honum er farið að líka vel við þann síkáta: „Það er miklu skemmtilegra að hafa nóg að gera við skipulagningu á þessari helgi, samanborið við síðustu tvö ár þar sem engin skemmtanahöld voru þessa helgi. Þetta er ofboðslega gaman, mikið líf og maður finnur hvernig spennan vex og dafnar á meðal bæjarbúa. Mér sýnist veðurspáin ætla verða okkur hliðholl og því get ég ekki ímyndað mér annað en það verði mikið líf í Grindavík um helgina!“
Eggert Sólberg Jónsson hjá Grindavíkurbæ burðast með þennan síkáta sjóara á bakinu en hann hefur veg og vanda af allri skipulagningu.
Hvernig hefur skipulagning gengið og hvað mun bera hæst? „Aðaldagskráin byrjar má segja á föstudeginum en eftir að íbúar og
Aldraðir sjómenn heiðraðir á sjómannadaginn 2019.
gestir hafa grillað saman, og gengið saman að íþróttahúsinu, verður lagt þaðan í hann klukkan 19:30 og dagskrá Bryggjuballsins hefst stundvíslega klukkan 20:00. Ég er gífurlega ánægður að geta boðið upp á grindvískan trúbador til að stýra bryggjusöngnum en okkar eini sanni Pálmar Örn Guðmundsson mun taka öll helstu sönglögin og flétta nokkrum góðum Grindavíkurlögum inn í jöfnuna. Til hvers að sækja vatnið yfir lækinn? Í framhaldinu stígur Emmsjé Gauti á svið og það gleður mig að geta kynnt hann til leiks. Vinsælasta hljómsveit landsins, Stuðlabandið, mun síðan stíga á stokk og loka kvöldinu en þar eru sannkallaðir fagmenn á ferð, ótrúlega góð hljómsveit sem getur spilað eitthvað fyrir alla. Þetta verður vonandi bara byrjunin á frábærri helgi því eftir bryggjuballið rekur í raun hver viðburðurinn annan. Nokkur böll eru síðar þetta föstudagskvöld og þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Píanóleikarinn og söngkonan Guðrún Árný og Egill Rafns, trommari, munu halda singalong tónleika á Sjómannastofunni Vör, Nýju fötin keisarans verða í nýja Gígnum hans Kára á Fish House og Paparnir verða með stórt ball í hinum glæsilega sal í netagerðarsalnum á Bryggjunni og munu gestir
geta virt fiskitroll fyrir sér í leiðinni. Á laugardagskvöldinu er síðan eitthvað í gangi alls staðar, t.d. verður Láki á Salthúsinu með hljómsveitina Swiss, körfuknattleiksdeild UMFG er með stórt ball í íþróttahúsinu þar sem Auddi og Steindi, Jón Jónsson, ClubDub og BB Brothers trylla lýðinn og svo verður dúettinn Heiður á Fish House! Svona gæti ég lengi haldið áfram, er eflaust að gleyma að minnast á eitthvað.“ Sjóarinn síkáti hefur er fjölskylduhátíð og því er mikið lagt upp úr afþreyingu fyrir börnin: „Börnin munu hafa nóg fyrir stafni en boðið verður upp á andlitsmálningu, ýmis leiktæki verða í boði og þau hugrökku munu geta þeyst um Grindavíkurhöfn á sjópylsu. Að vanda er boðið í skemmtisiglingu og mun viðkomandi skip sem annast siglinguna fá ákveðinn heiðursvörð við innkomuna en hið eina sanna varðskip, Óðinn, mun sigla í fararbroddi inn í Grindavíkurhöfn og verða gestum og gangandi til sýnis. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson mun mæta á staðinn ásamt forstjóra skipasmíðastöðvarinnar Mirai ships frá Japan, Takeyoshi Kidoura, en fyrirtækið gaf nýtt mastur á Óðinn. Klukkan 13:30 hefst síðan skemmtidagskrá fyrir börnin á sviðinu og þar mun Ronja ræningjadóttir m.a. stíga á svið. Um kvöldið er síðan, eins og áður kom fram, mikið stuð!
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Eggert fór vel yfir hve sjálfur sjómannadagurinn er sveipaður miklum hátíðarbrag: „Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, sem kemur mjög myndarlega að Sjóaranum síkáta, heldur sjálfan sjómannadaginn á sunnudeginum alltaf í miklum heiðri og er virkilega falleg stund í Grindavíkurkirkju þegar aldraðir sjómenn eru heiðraðir. Eftir bænastundina ganga allir að minnisvarðanum VON en hann var reistur árið 1980 til minningar um drukknaða sjómenn. Mjög hátíðleg stund þar sem Grindavíkurdætur, kvennakórinn okkar, tekur lagið. Svo hefjast aftur hátíðarhöld við bryggjuna og ber kannski hæst hinn eini sanni koddaslagur, þar berjast víkingar á planka með kodda í hönd og sá sem þarf að lúta í lægra haldi fær kalt sjósund. Þetta vekur alltaf gífurlega gleði og margir sem bíða spenntir eftir þessu.“ Eggert hvatti alla til að kíkja til Grindavíkur um Sjómannahelgina: „Við í Grindavík teljum okkur státa af besta tjaldsvæði landsins en mikill metnaður var lagður í alla hönnun og búast má við að tjaldsvæðið verði troðfullt. Vinir og vandamenn tjalda sömuleiðis í görðum svo eins og ég segi, ég geri ráð fyrir að bærinn verði stútfullur og ekki skemmir fyrir að veðurspáin er okkur hliðholl.“
Fundað um varnargarða við Grindavík og Svartsengi
Bæjaryfirvöld í Grindavík funda í vikunni með jarðvísindamönnum, verkfræðingum, ríkislögreglustjóra og almannavörnum um varnir við Grindavík og Svartsengi ef kæmi til eldgoss í ljósi jarðskjálfta virkni og landriss við Þorbjörn. Land hefur risið við Þorbjörn og í Svartsengi um 60 millimetra frá því í apríl. Hægt hefur á landrisi og aflögun síðustu daga. Hægt hefur á landrisi og aflögun við Þorbjörn og Svartsengi und anfarna daga, en stöðugt landris hafði mælst þar síðustu vikur og Þorbjörn lyfst um allt að 60 milli metra síðan í apríl. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nauðsynlegt að vera viðbúinn. Í samtali við RÚV sagði hann að bæjaryfirvöld hafi verið að skoða þessi varnarmannvirki. „Það þarf að vera til tækjalisti, tengiliðalisti þeirra aðila sem geta komið með tól og tæki, öflugustu vélar á svæðið og það þarf að vera til hönnun á þessum mannvirkjum. Þannig það er eitt af því sem við verðum að skoða,“ sagði Fannar við RÚV sl. föstudag. Til skoðunar er hönnun leiðigarða fyrir ofan byggðina í Grindavík og í Svartsengi. Þeim er ætlað að beina hrauninu, komi
til eldgoss, á ákveðna braut í stað þess að stöðva hraunrennslið. Leiðigarður var m.a. reistur upp af Nátthagakrika síðasta sumar þegar gaus í Fagradalsfjalli. Hann varnaði því að hraun myndi renna í Nátthagakrika og beindi rennslinu niður í Nátthaga. Eins og greint var frá í Víkurfréttum í síðustu viku er nú til skoðunar að koma upp varavatnsbóli til að auka öryggi á svæðinu, hvort sem eldgos eða mengunarslys myndi ógna núverandi vatnsbóli í Lágum. Í fréttum RÚV á föstudaginn talaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um að mikla uppbyggingu þyrfti á Reykjanesskaganum vegna mögulegra eldsumbrota til að tryggja innviði eins og vatnsból. Til þess gæti regluverk þurft að víkja.
Hjálmar Hallgrímsson, Ásrún Helga Kristinsdóttir, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, Helga Dís Jakobsdóttir, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, Gunnar Már Gunnarsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Hulda Kristín Smáradóttir, varamaður.
Uppbygging framundan í Grindavík – segir nýr meirihluti Sjálfstæðisflokk, Framsóknar og Raddar unga fólksins Ný bæjarstjórn Grindavíkur hélt sinn fyrsta fund 7. júní þar sem málefnasafningur nýs meirihluta Sjálfstæðisflokk, Framsóknar og Raddar unga fólksins var kynntur. „Kjörnir fulltrúar Framsóknar (B), Sjálfstæðisflokks (D) og Raddar unga fólksins (U) munu vinna sem ein heild og starfa saman í vinnu sinni fyrir Grindavíkurbæ,“ segir í bókun nýs meirihluta. Greint var frá skipan í nefndir, stjórnir og ráð. Forseti bæjarstjórnar verður frá B-lista fyrir utan þriðja árið verður fulltrúi U-lista. Formaður bæjarráðs verður frá D-lista. „Grindavíkurbær er í örum vexti með uppbyggingu í Hlíðarhverfinu sem verður nýjasta hverfi okkar Grindavíkinga. Rekstur bæjar-
félagsins hefur gengið vel og eiginfjárstaða góð, samkvæmt áætlun munu þau metnaðarfullu verkefni sem eru í vinnslu nota þá fjármuni sem bæjarfélagið á. Það er fyrirséð að þó nokkur fólksfjölgun muni verða samhliða uppbyggingu Hlíðarhverfis og því nauðsynlegt að styðja við uppbyggingu innviða og þjónustustigs í Grindavík í samræmi við íbúafjölda. Þó þarf einnig að tryggja trausta fjármálastjórn og reyna að halda kostnaði á íbúa í lágmarki. Nýr meirihluti Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Raddar unga fólksins mun leiða metnaðarfull verkefni á næstu árum í góðu samstarfi við minnihluta og íbúa Grindavíkurbæjar. Grindavík er gott bæjarfélag, saman munum við hugsa til fram-
tíðar og stefna hátt til að gera góðan bæ enn betri,“ segir m.a. í málefnasamningnum en meðal forgangsverkefna eru að þrýsta á afhendingaröryggi rafmagns og hringtengja Grindavíkurbæ og að öryggi vatnsbóla og að vatnsvernd verði með besta móti í Grindavík. Jafnframt verði leitast við að innleiða nýjungar í stjórnsýslu sem miða að því að auka skilvirkni og efla þjónustustig. Ný bæjarstjórn Grindavíkur: Hjálmar Hallgrímsson, Ásrún Helga Kristinsdóttir, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, Helga Dís Jakobsdóttir, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, Gunnar Már Gunnarsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Hulda Kristín Smáradóttir, varamaður.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Blúsað á Fish House
Hljómsveitin Storð, sem ættuð er frá Suðurnesjum, hélt tónleika föstudagskvöldið 27. maí á glæsilegum tónleikastað Fish house í Grindavík. Þessi nýi og frábæri tónleikastaður hefur fengið heitið „Gígurinn“. Mæting var mjög góð og var góður rómur gerður að lögunum sem öll eru eftir meðlimi hljómsveitarinnar. Storð skipa þau Bjarni Geir Bjarnason á gítar, Logi Már Einarsson á bassa, Sturla Ólafsson á
slagverk og Sigga Maya á míkrófón. Hljóðfæraleikarnir voru hver öðrum betri en sérstaka athygli vakti söngkonan Sigga Maya, hún semur alla textana en eftir að hafa fengið söguna á bak við viðkomandi texta
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
greip Sigga tónleikagesti heljargreipum – önnur eins innlifun og sviðsframkoma hefur ekki sést í langan tíma! Við munum heyra meira frá Storð í framtíðinni!
Meðfylgjandi eru myndir frá tónleikum Storð og The Tanks á Fish House.
Langþráðir tónleikar Grindavíkurdætra í Kvikunni
Hljómsveitin The Tanks hitaði upp og kom skemmtilega á óvart! Ekki oft sem svona uppstilling á hljómsveit sést en hljómsveitina skipa Kristján R. Guðnason á kassagítar, Einar Páll Benediktsson sem syngur og Mike Weaver sem blés snilldarlega í munnhörpu. The Tanks tóku allt frá minna þekktum blússlögurum yfir í þekktari lög og hituðu salinn vel upp áður en Storð steig á svið.
SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
Kvennakórinn Grindavíkurdætur hélt langþráða tónleika í glæsilegum tónleikasal Kvikunnar fimmtudagskvöldið 19. maí. Tónleikarnir hófust seinna en auglýst var því smeykir íbúar Grindavíkur fóru fyrst á upplýsingafund Almannavarna í íþróttahúsinu. Þétt var setið á þessum frábæru tónleikum og var lagavalið fjölbreytt og skemmtilegt. Góð kvöldskemmtun í boði dætra Grindavíkur en myndirnar tók Sigurbjörn Daði, fréttaritari Víkurfrétta í Grindavík.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11
í ð ó l f a Tó n
m u n Gíg
Ný tónleikastaður á Fish House í Grindavík. Stærsta helgi ársins framundan. Matsölustaðurinn Fish House í Grindavík á sér ekki langa sögu en húsnæðið sem hýsir reksturinn geymir sögu skemmtanahalds og veitingarekstrar í Grindavík allt til ársins 1989 en þá hóf hinn goðsagnakenndi Hafurbjörn upp raust sína.
Hafurbjörninn hélt uppi stemmningu fyrir Grindvíkinga allt til ársins 2003 en eftir nokkur eigendaskipti með nafnabreytingum þá hefur staðurinn gengið undir nafninu Fish House síðan 2016. Við rekstrinum tók framkvæmdarmaðurinn Kári Guðmundsson en segja má að Kári sé þúsundþjalasmiður, hann lemur bæði húðir og nagla en hafði unnið talsvert fyrir sér sem kokkur og þá mest á bátum. Í honum blundaði alltaf rekstrarmaður og hann dreymdi um að eignast og reka veitingastað og lét loks drauminn rætast með sinni heittelskuðu, Ölmu Guðmundsdóttur. Víkurfréttir kíktu í heimsókn á Fish House en ekki nóg með að Kári sé búinn að taka allt útlit staðarins algjörlega í gegn, þá hefur hann
stækkað hann en hann keypti næsta bil við hliðina og breytti því í frábæran tónleikastað, „Gíginn“. Hvernig byrjaði þetta ævintýri og hvar liggja rætur Kára? „Mig var búið að dreyma lengi um að fara út í sjálfstæðan rekstur og selja mat, þessi staður hér, sem þá hét Kanturinn, var til sölu og við hjónin skelltum á okkur á þetta. Það er mjög mikið búið að gerast síðan, mikill uppgangur í ferðamannabransanum en svo kom Covid sem kom að sjálfsögðu mjög illa við okkur eins og aðra í þessum bransa. Ég tók ákvörðun í miðju Covid að gjörbylta útliti staðarins og fljótlega eftir það hófst gosið fræga og þá fjölgaði fljótt mjög mikið svo það má segja að þetta hafi verið stormasamir tímar.
Stuttu síðar var svo bilið við hliðina á Fish House sett á sölu og ég sá í því tækifæri, keypti það og breytti í þennan frábæra tónleikasal sem mér fannst rétt að nefna Gíginn – eftir að gosið færði mikinn fjölda inn á staðinn.“
Fjölbreyttur matseðill Kári leggur mikla áherslu á fjölbreyttan og góðan matseðil: „Þegar við byrjuðum með matseðilinn þá var hann tiltölulega einfaldur, þessi týpíski hamborgari en að sjálfsögðu höfum við alltaf boðið upp á fisk, eins og nafn staðarins ber með sér. Ég er mjög stoltur af „Fish & Chips“-réttinum okkar en hann hefur alltaf verið sá vinsælasti hjá mér. Ég býð upp á flottari steikur og ekki fyrir svo löngu byrjaði ég að bjóða upp á pizzur. Þær hafa mælst mjög vel fyrir.“
Þegar Kári keypti bilið við hliðina á Fish House og innréttaði sem tónleikastað, þá opnuðust nýir möguleikar. „Ég lagði mikla vinnu í að innrétta „Gíginn“ þannig að hljóðgæði yrðu sem best. Fékk Exton, en þar vinnur Grindvíkingurinn Guðjón Sveinsson, til að hanna staðinn með það fyrir augum að hljóðgæði yrðu sem best. Ég tel mjög vel hafa tekist til en þetta er frábær staður fyrir hljómsveitir að troða upp, hægt er að koma 200 manns fyrir í sæti. Staðurinn er líka hannaður með það fyrir augum að fyrirtæki geti haldið hér ráðstefnur og í raun er hægt að taka allan pakkann hjá mér, ráðstefna á daginn og kvöldmat og skemmtun um kvöldið.“ Kári er ekki aldeilis hættur framkvæmdum. „Ég ákvað að klæða þetta nýja bil á sama máta að framan og Fish House svo heildarútlitið að verði eins. Svo verður frábært þegar pallurinn að aftan verður tilbúinn en þar verður æðislegt að sitja í skjóli og sól og njóta góðra veitinga.“
Sjómannahelgin stærst Sjómannahelgin er framundan, ein stærsta helgi ársins í Grindavík, og eftir tveggja ára pásu frá hátíðarhöldum má búast við stærri síkátum sjóara en nokkru sinni fyrr! Hvað mun Fish House bjóða upp á? „Þetta verður stærsta helgi Fish House frá upphafi en við byrjum á tónleikum með Dimmu á fimmtudagskvöldinu. Nýju fötin keisarans mæta með sveitaball á föstudagskvöldinu og Heiður & félagar verða á laugardagskvöldinu. Á sunnudeginum mætir mótorhjólaklúbburinn Sleipnir og kynnir góðgerðarferð sína um landið til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. Helginni lokum við svo með frábærum PROG-rokktónleikum með úrvali grindvískra söngvara og einvalaliði hljóðfæraleikara. Grindavík er staðurinn til að vera á, á sjómannahelginni og ég hvet alla til að mæta, ég held að að bærinn verði troðfullur.“ Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Sjómannsfrú í aldarfjórðung:
„Þú reddar þessu elskan“ Eðli málsins samkvæmt beinist kastljós sjómennskunnar á sjálfan sjómanninn en oft gleymist að á bak við hann standa eiginkona og börn og er minni gaumur gefinn að þeim hluta lífs sjómannsins. Hvernig er að hafa allt á sinni könnu þegar sjómaðurinn fer til að afla fyrir fjölskylduna en að reka heimili, sinna heimalærdómi og öllu öðru sem viðkemur týpísku heimilishaldi, er meira en að segja það fyrir einstakling. Því má segja að sjómannskonan þurfi að taka jafn mikið á honum stóra sínum og sjálfur sjómaðurinn. Ég hef heyrt útilegusjómenn tala um hversu „þægilegt“ það geti verið við brottför að segja einfaldlega við eiginkonuna: „Þú reddar þessu elskan.“ Sjómaðurinn er kominn í sitt verndaða vinnuumhverfi þar sem hlutirnir eru í ákveðinni rútínu og hvað gerist heima fyrir er eitthvað sem hann á erfitt með að sjá um þar sem hann er fjarverandi. Fjölskyldumynd á fallegum stað, Ólafur og Valgerður og dæturnar Sigrún Elva og Kolbrún Dögg. Valgerður Vilmundardóttir frá Grindavík hefur verið sjómannskona í „töttögu og femm ár“ en eiginmaður hennar, Ólafur Friðrik Eiríksson, er háseti á frystitogaranum Tómasi Þorvaldssyni GK frá Grindavík. Valka, eins og hún er oft kölluð, segir okkur nú sögu sjómannskonu. „Við Óli kynntumst árið 1986 en þá kom Óli á vertíð til Grindavíkur hjá Hópsnesi. Óli ætlaði að taka sér hálfárs hvíld frá framhaldsskóla og mætti í ársbyrjun þegar vertíð var að hefjast en á þessum tíma var hann týpískt borgarbarn sem þekkti ekki þorsk frá ufsa. Það lengdist í pásunni, hann var kominn aftur um haustið og það varð ekki aftur snúið. Við kynntumst og hófum búskap. Óli var fljótlega orðinn aðstoðarverkstjóri og sinnti því hlutverki þar til Hópsnes hætti landvinnslu árið 1992 og keypti frystitogarann Hópsnes. Óla bauðst staða á þessu nýja skipi og var í tvö ár. Þetta voru vissulega mikil viðbrigði fyrir mig, sjálf var ég útivinnandi og að sjálfsögðu jókst álagið á mér varðandi heimilishaldið en svona var þetta bara, maður þurfti bara að aðlagast þessum nýja veruleika.“
Þekkti varla pabba Óli var í tvö ár á Hópsnesi en fór þá aftur í land og hóf störf hjá Bláa lóninu. Hann og Valgerður eiga dæturnar Sigrúnu Elvu og Kolbrúnu Dögg. Sigrún Elva, sem er fædd árið 1992, hafði á orði að hún þekkti varla pabba sinn á þessum árum en Óli vann mikið í Bláa lóninu og hefði allt eins getað verið á sjónum. „Óli var í Bláa lóninu í sex ár. Hann var lítið heima svo kannski var það ekki svo mikill munur þegar hann hóf sjómennsku aftur árið 1998, á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni. Þetta var á þeim árum sem Hrafninn var lítið skip á mælikvarða frystitogara og til að hafa sómasamlegar tekjur, þá þurfti að róa marga túra og kom fyrir að hann var jafnvel níu mánuði á sjó, þrjá í landi. Ég viður-
kenni fúslega að það var oft sem ég hálf öfundaði hann á morgnana þegar ég var að berjast við að koma Kolbrúnu Dögg minni í skólann. Að þurfa eingöngu að hugsa um sig sjálfan og mæta á sína vakt, standa sína plikt – en þegar erfiðum verkefnum mínum lauk þá var ég nú alltaf fljót að sjá hvers lags erfiði sjómannsstarfið er, ekki síst að þurfa vera fjarri fjölskyldunni sinni svona lengi. Þá langaði mig ekkert til að skipta við hann á hlutverkum. Þetta er á þeim tímum sem internet var ekki komið til sögunnar og í skipinu var bara einn sími, oft barist um að fá að hringja en í dag er þetta allt annað líf, þegar það er miklu auðveldara að eiga samskipti. Auðvitað geta fjarvistirnar tekið á og ég hef þurft að mæta í ófáar brúðkaupsveislurnar alein og þegar við fluttum eitt árið var Óli á sjó, eðlilega lenti þá allt á mér, að fá vini mína og hans til að hjálpa til.“
Jákvæð breyting Aðbúnaður sjómanna hefur breyst gífurlega á undanförnum árum en árið 2014 var Hrafn Sveinbjarnarson lengdur og á sama tíma var Hrafni „föðurlausa“ lagt og búnar til tvær áhafnir. Þá breyttist róðralagið heldur betur en Óli réri mest fimm túra í röð á sínum tíma, bara með fjögurra daga fríi inn á milli, en við þessa breytingu árið 2014 varð til svokallað „einn og einn kerfi“, þ.e. að sjómaðurinn reri einn túr og var næsta í fríi. Valgerður upplifði það sem gífurlega jákvæða breytingu. „Það var mjög jákvæð breyting þegar Óli fór að róa einn og einn, þá var líka allt árið skipulagt og ég gat vitað hvenær hann yrði í landi og eðlilega því auðveldara að skipuleggja fjölskyldufrí og annað. Ég myndi ekki vilja snúa aftur í gamla kerfið, það er nokkuð ljóst,“ segir Valka sjómannsfrú.
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Opnaði heilsuræktarstöð b
Erna Rún Magnúsdóttir útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari frá Heilsuakademíu Keilis í Grindavík. Í dag er heilsuræktarstöðin Portið eingöngu fyrir konur þar sem miki Erna Rún flutti sex ára gömul til Grindavíkur og býr þar í dag eftir að hafa verið á flakki í fjórtán ár. Áhugi hennar á einkaþjálfun kviknaði þegar hún bjó á Akureyri, höfuðstað hins bjarta norðurs, þegar hún fékk boð um að taka að sér hóptímastjórnun. Því boði hafnaði Erna þar sem hún vildi fyrst sækja sér þekkingu og kunnáttu í þjálfun almennings. Í framhaldi var stefnan sett á ÍAK einkaþjálfaranám Keilis þar sem hún hafði heyrt vel talað um námið og fjölmargir mælt með því við hana.
Mikið líf „Í náminu lærir maður hvernig maður mætir kúnnanum á faglegan og heildrænan hátt á sviði líkamsþjálfunar og næringar. Mikill lærdómur fylgir vinnustaðanáminu og myndi ég mæla með þessu námi fyrir alla þá sem hafa hug á að starfa við þjálfun og í raun öllum sem vilja öðlast aukna þekkingu á sviði líkamsþjálfunar og næringar,“ segir Erna Rún. Stöðin byrjaði rólega í upphafi með fimm hópatímum í hverri viku en eftirspurn óx hratt og var tímafjöldi kominn í 25 tíma í viku fyrir Covid. Í dag er Portið heilsuræktarstöð ein-
Erna Rún Magnúsdóttir útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari frá Heilsuakademíu Keilis.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13
Lærði að lesa um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni „Þegar ég fer í ham á körfubolta leik, þá sóna ég bara út ...,“ segir Einar Hannes Harðarson Einar Hannes Harðarson, sjómaður og formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur (SVG), er mjög áhugaverður náungi fyrir margra hluta sakir. Hann var nær því að vera ólæs þegar hann útskrifaðist úr grunnskóla, gerðist þá háseti á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni og öðlaðist má segja nýtt líf. Hann lenti í frábærri áhöfn undir styrkri stjórn Hilmars Helgasonar og má segja að piltur hafi fyrst lært að lesa þá. Árið 2014 gerðist hann formaður SVG og það leiddi af sér setu í samninganefnd sjómanna í kjaradeilum við útgerðarmenn. Að samningaborðinu settist háttvirtur þáverandi sjávarútvegsráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og þótti gömlu bekkjarsystkinum Einars alveg hreint lygilegt að sjá þau labba saman út af slíkum samningafundi. Hvernig gat þessi óalandi óþekktarormur frá æskuárunum, sem varla var læs, komið sér í þessa stöðu? Einar er mikill karakter, lætur víða til sín taka og er ötull stuðningsmaður UMFG og hefur hann oft vakið athygli fyrir vaska framkomu á leikjum körfuknattleiksliðs Grindavíkur, tja kannski full vasklega en til er fræg mynd þar sem hann steytir hnefann í áttina að Kristni Óskarssyni, körfuknattleiksdómara, les honum pistilinn og má nánast lesa af baksvip Kidda, að hann sjái sæng sína út breidda. Bæði Kiddi og Einar hafa gert dauðaleit af þessari mynd og er hér með auglýst eftir henni, algerlega ógleymanleg mynd!
strax eftir útskrift úr grunnskóla og hef verið innan um sömu karlana meira og minna síðan þá. Ég var mjög heppinn með skipstjóra en Hilmar Helgason varð að nokkurs konar annarri föðurímynd minni,
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
hann tók mig algjörlega undir sinn verndarvæng. Aðrir áhafnarmeð-
Einar byrjaði á að fara yfir sjómannsferilinn: „Sjómannsferill minn er ansi einhæfur má segja en ég hef verið í sömu áhöfn alla mína hunds- og kattartíð. Ég var heppinn að fá pláss á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni frá Grindavík
beint eftir útskrift
árið 2019 og opnaði í beinu framhaldi heilsuræktarstöð il áhersla er lögð á persónulega þjónustu og þjálfun.
Að sjá kúnnan styrkjast og verða betri útgáfa af sjálfum sér er ómetanlegt ... göngu fyrir konur og eru tuttugu tímar í boði í hverri viku. Mikið líf er í stöðinni sem er opin fyrir meðlimi þegar tímar eru ekki í gangi og þar er ávallt uppsett æfing fyrir hvern dag. Síðastliðinn vetur hefur kírópraktor einnig verið með aðstöðu í stöðinni. Erna er einnig lærður nuddari og er nuddstofa starfrækt í stöðinni.
Gefandi starf Að sögn Ernu er þetta gríðarlega gefandi starf: „Að sjá kúnnan styrkjast og verða betri útgáfa af sjálfum sér er ómetanlegt. Öll samskipti við kúnnana gefa manni mikið og eins er þakklætið sem manni er sýnt oft og tíðum algjörlega ómetanlegt.“ Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
limir gerðust nánast fósturpabbar mínir og einn þeirra kenndi mér í raun að lesa. Eftir vaktir var maður upptjúnaður og ég átti erfitt með að ná mér niður en Óli Völku benti mér á góða aðferð við að ná sér niður – að lesa bók. Þannig byrjaði ég smátt og smátt að ná tökum á lestrinum, byrjaði nánast á Litlu gulu hænunni og vann mig hægt og býtandi upp. Ég hef verið partur af þessari áhöfn allar götur síðan en við færðum okkur yfir á nýtt skip Þorbjarnarins, Tómas Þorvaldsson, árið 2018. Þar er annar, ekki síður frábær skipstjóri sem ég lít upp til sem föðurímyndar, Sigurður Jónsson. Ég uni hag mínum mjög vel þar, er mjög ánægður að vera partur af þessari áhöfn og hafa aldrei þurft að færa mig til í starfi.“ Eftir að hafa tekið sér smá pásu frá sjómennskunni og gerst „útrásarvíkingur“ eins og Einar orðaði það, en hann gerðist eigandi Mamma mia pizzastaðarins í Grindavík, þá sneri hann til baka í gömlu góðu áhöfnina á Hrafninum árið 2010. Það urðu síðan kaflaskil hjá honum þegar hann bauð sig fram til formanns SVG árið 2014. Hann hlaut góða kosningu, settist í stól formanns og hefur gegnt stöðunni síðan þá. Samkvæmt lögum SVG fær formaðurinn stöðu í samninganefnd sjómanna í kjaraviðræðum. Einar tók frægan slag í samningaviðræðunum árið 2017: „Þegar ég gerðist formaður þá voru samningar sjómanna lausir en skv. lögum SVG þá er formaðurinn í leiðinni formaður samninganefndar SVG og hlýtur þannig stöðu í samninganefnd sjómanna. Það var u.þ.b.
tveimur árum eftir að ég tók við formannsstöðunni sem samningafundir fóru að verða tíðari og það endaði með að skrifað var undir samning – sem sjómenn felldu. Að lokum náðu aðilar einhverju samkomulagi en samningar eru lausir í dag og gengur satt best að segja ekkert sérstaklega vel að ná saman, í raun er ekkert að frétta. En að sitja í svona samninganefnd er gífurlegur skóli, ég gæti alveg trúað að þetta jafnist á við háskólanám en það er rétt, félögum mínum fannst skrítin sjón að sjá mig labba af þessum fundi forðum með Þorgerði Katrínu, sjávarútvegsráðherra. Ég þótti örugglega ekki líklegur kandidat í það þegar ég gekk út úr grunnskólanum í hinsta sinn sem nemandi...“
Óli Völku benti mér á góða aðferð við að ná sér niður – að lesa bók. Þannig byrjaði ég smátt og smátt að ná tökum á lestrinum, byrjaði nánast á Litlu gulu hænunni og vann mig hægt og býtandi upp ...
Áhugamál Einars hafa lengi legið á íþróttasviðinu en hann er dyggur stuðningsmaður Grindavíkur í körfu- og fótbolta. Þar lætur hann oft til sín taka: „Þegar ég fer í ham á leik þá sóna ég hálfpartinn út, það er bara þannig ... Á leik í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta, árið 2012 á móti Stjörnunni, þá fannst mér Kiddi Óskars, dómari, ekki vera standa sig í stykkinu og lét greinilega nokkur vel valin orð fylgja með á sama tíma og ég steytti hnefann í áttina að honum. Því miður náðist þetta augnablik á mynd en mikið grín hefur verið gert af mér og ég lenti næstum því í hundakofanum eftir þetta atvik en önnur föðurímynd mín, Magnús Andri Hjaltason heitinn sem var þá formaður körfuknattleiksdeildar UMFG, spurði mig hvað ég hefði eiginlega sagt. Ég einfaldlega hafði ekki hugmynd um það ... Við Maggi gerðum með okkur heiðursmannasamkomulag að eftir þetta atvik skyldi ég halda mig uppi í stúku, ekki svona við hliðarlínuna. Ég hef staðið við það síðan þá, eigum við ekki að segja að ég sé eitthvað að þroskast. Við Kiddi hlæjum af þessu atviki í dag en þessi mynd má ekki vera týnd og tröllum gefin, ég sé það núna og auglýsi hér með eftir henni.“
skylduhátíð. Aðkoma SVG er mjög stór og Grindavíkurbær kemur sömuleiðis ágætlega að helginni en kannski mætti frekar tala um þetta sem viku því ýmsir atburðir byrja í vikunni í aðdraganda sjómannahelgarinnar. Stemmningin magnast hægt og býtandi upp og á föstudeginum er hið svokallað bryggjuball en þá er bænum skipt upp í fjögur hverfi og fólkið mætir fylktu liði í skrúðgöngu að hátíðarsvæðinu við Kvikuna. Þar er brekkusöngur, fleiri skemmtiatriði og ein vinsælasta hljómveitin á Íslandi í dag, Stuðlabandið, heldur uppi stuði. Það eru síðan böll í Gígnum og á Bryggjunni seinna um kvöldið. Á laugardeginum er mikið um dýrðir sömuleiðis en alla helgina verður mikið húllumhæ á bryggjunni, leiktæki fyrir börnin og við höldum ennþá í þann gamla sið að láta berjast í koddaslag og sá sem tapar fær sundsprett í sjónum. Sunnudagurinn er síðan alltaf hátíðlegastur í augum okkar sjómanna en þá er sjálfur sjómannadagurinn. Þá eru gamlir sjómenn heiðraðir fyrir starf sitt en í ár munum við heiðra fimm heiðurssjómenn í sjómannamessunni í Grindavíkurkirkju. Um kvöldið er síðan alltaf hátíðarkvöldverður á Sjómannastofunni Vör. Þetta eru stundir sem mér þykir alltaf mjög vænt um.“
SVG kemur duglega að Sjóaranum síkáta en það nefnast hátíðarhöld Grindvíkinga á sjómannahelginni: „Upp frá aldamótum hefur þessi stóra helgi okkar Grindvíkinga gengið undir nafninu Sjóarinn síkáti en þarna er verið að gera sjómanninum hátt undir höfði. Ég er gríðarlega ánægður með þróunina sem hefur orðið á þessum árum en í dag er þetta orðin sannkölluð fjöl-
Einar á von á fjölmenni til Grindavíkur þessa helgi: „Við Grindvíkingar höfum lært að það þýðir lítið að ætla semja við veðurguðina, við klæðum okkur eftir veðri. Eftir tveggja ára skemmtanaþurrð á ég von á miklu margmenni og verður gaman að taka á móti nýjum andlitum þessa helgi, það eru allir velkomnir.“
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
„Þau eru nokkur hryggjarstykkin í sögu útgáfu blaðsins“
Óskar Sævarsson, ritstjóri Sjómannadagsblaðs SVG, í viðtali Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur (SVG) er stéttarfélag sem á sér langa sögu en uppruninn er stofnun Verkalýðsfélags Grindavíkur, árið 1937. Það voru nokkrir verkamenn sem stóðu að stofnun félagsins en eftir nokkur ár þótti eðlilegast að mynda sérstaka deild utan um sjómennina og það var svo árið 1956 sem sú deild klauf sig alfarið út úr Verkalýðsfélaginu og SVG var stofnað.
Sú hefð hefur myndast í gegnum árin, að sjómannafélögin á landinu hafa gefið út sérstakt sjómannablað sem er þá gefið út í kringum sjálfan sjómannadaginn. Grindvíkingar tóku þessa hefð þó ekki upp fyrr en árið 1989 þegar fyrsta blaðið kom út. Í þessum pistli verður fjallað um sögu Sjómannadagsblaðs Grindavíkur og sat núverandi ritstjóri, sá sem hefur haft pennann lengst á lofti, Óskar Sævarsson, fyrir svörum. Óskar er starfsmaður skrifstofu SVG og fagnar 10 ára ritstjóraafmæli sínu á þessu ári en hægt er að nálgast öll fyrri blöð inni á vef SVG; https://svg.is/sjomannadagsbladid/ Fyrsta blaðið árið 1989 var ekki með eiginlegum ritstjóra, heldur ritnefnd og skipuðu Kjartan Kristófersson, Borgþór Baldursson og Ölver Skúlason fyrstu nefndina. Aðalhvatamaðurinn að útgáfu blaðsins var Björn Gunnarsson. Árið eftir tóku Pétur Vilbergsson og Hinrik Bergsson við stjórninni en það er óþarfi að rekja þetta í öllum blöðum, hægt að nálgast upplýsingarnar á vef SVG eins og áður sagði. Óskar tók við ritstjórninni árið 2013. „Það urðu kaflaskil í útgáfu blaðsins þegar Kristinn Benediktsson tók við ritstjórninni en Kiddi var frábær blaðamaður og ekki síst, ljósmyndari. Blöðin öðluðust í raun nýtt líf þegar Kiddi kom með allar sínar frábæru myndir inn í blöðin en eftir hann liggur ógrynni frábæra ljósmynda af sjómennskunni. Áður en Kiddi tók við þá voru vinnubrögðin í kringum svona blaðaútgáfu allt öðruvísi, ekkert „digital“ og það þurfti að setja myndir inn á annan máta en gert er í dag. Efnistökin hafa nú oftast verið af svipuðum toga, allt sjómannatengt að sjálfsögðu en eins og ég segi, blöðin færðust upp um nokkur „level“ þegar
Sjómanna- og
vélstjórafélag Sjómanna- og Grindavíkur
S jó m a n n
a d a g s b la ð
G ri n d a ví k u
vélstjórafélag Grindavíkur
r 2020
S jó m a n n a d
ags
b la ð G ri n d a ví k u r 2019 3 0 á ra
Nokkrar forsíður Sjómannadagsblaðs Grindavíkur. Kiddi kom með sínar myndir. Því miður veiktist Kiddi og rétt náði að klára blaðið árið 2012 áður en hann féll frá og þá tók ég við. Ég vissi það nú reyndar ekki þegar ég mætti á aðalfund SVG en stungið var upp á mér sem næsta ritstjóra að mér forspurðum, standandi lófatak á fundinum og ég gat ekki vikist undan þessu. Hóf fljótlega störf á skrifstofu félagsins og þetta tvennt vann vel saman, að reka skrifstofuna og sanka að mér efni fyrir næstu blaðaútgáfu.” Það eru nokkrir mikilvægir póstar í sögu útgáfu Sjómannadagsblaðsins. „Þau eru nokkur hryggjarstykkin í sögu þessa blaðs og fyrstan skal nefna Svavar Ellertsson í Stapaprenti en hann hefur lengst af brotið blaðið um og prentað, en annar eins öðlingur er vandfundinn. Afskaplega gott að vinna með honum og okkar samstarf hefur alltaf verið gott. Ég naut líka góðs af því á þessum bernskusporum mínum sem ritstjóri, að ég hafði aðgang að öllu ljósmyndasafni Kidda Ben og eins voru nokkrar greinar sem Kiddi var byrjaður á. Annað hryggjarstykki sem vert er að minnast á er Ólafur Rúnar Þorvarðarson en eftir hann liggur sömuleiðis ógrynni ljósmynda, allt til svarthvítra mynda og fjölda greina. Við efnisöflun koma margir til hjálpar, velvild greinarhöfunda og ljósmyndara hér í víkinni er til fyrirmyndar. Á fyrstu árunum tíðkaðist að ganga í hús og selja Grindvíkingum blaðið en í COVID breyttist það
og Grindavíkurbær samþykkti að styrkja blaðið þannig að það yrði borið í hvert hús í Grindavík - endurgjaldslaust. Þó svo að aðkomu Grindavíkurbæjar sé lokið hvað það varðar, þá ætlar að SVG að halda þessu formi áfram og geta Grindvíkingar og þeir 50-60 utan bæjarmarkanna sem fá blaðið sent heim til sín, farið að láta sig hlakka til.“ En hver eru efnistök blaðsins í ár? „Það eru fastir liðir eins og venjulega, formannspistillinn, en formaður SVG, Einar Hannes Harðarson, er í samninganefndinni og ég ætlaði að hafa langt viðtal um gang viðræðnanna en Einar sagði að það væri ekkert… að frétta… Ég tek viðtal við Kjartan Viðarsson hjá Vísi og Hrannar Jónsson hjá Þorbirni vegna nýsmíði fyrirtækjanna og kaupa fiskiskipa í flotann, en von er á nýjum glæsilegum skipum í flota Grindvíkinga. Hér áður fyrr var aldrei hægt að fjalla um svona nýsmíði því það var ekkert slíkt í gangi. Mér finnst athyglisvert eitt umfjöllunarefnið en hafin er smíði á svokölluðu „Grindavíkurskipi“ en um er að ræða tíróinn, áttæring í fullri stærð. Umrætt skip þótti sérstakt á sínum tíma, var frábrugðið öðrum áraskipum, en skipasmiður hefur hafið smíði á þessu skipi og er ég mjög spenntur að sjá útkomuna. Flott grein með flottum myndum. Það er fullt af fleiri áhugaverðum greinum með flottum myndum, ég lofa góðu blaði.“
Myndirnar eru úr safni Valdimars Jónssonar, loftskeytamanns, og voru birtar á vef Landhelgisgæslunnar í tilefni af 50 ára afmæli skipsins árið 2010.
SAFNSKIPIÐ ÓÐINN TIL GRINDAVÍKUR Á SJÓMANNADAGSHELGINNI Gamla varðskipið og nú safnskipið Óðinn verður til sýnis á sjómannadagshelginni í Grindavík. Ákveðið er að Óðni verði siglt laugardaginn 11. júní til Grindavíkur og komið til hafnar þar um hádegisbil. Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, hefur verið boðið með í siglinginguna til Grindavíkur og hefur hann boðað komu sína. Í Grindavík verður athöfn við komu Óðins í höfn. Ávarp forseta Íslands. Ávarp Gunnars Tómassonar. Forstjóri japönsku skipasmíðastöðvarinnar, sem gaf Óðni nýtt formastur, flytur ávarp og mastrið verður afhjúpað. Þá flytur Guðmundur Hallvarðsson þakkarávarp fyrir hönd Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins. Flutt verður sjóferðabæn Odds V. Gíslasonar og séra Elín Gísladóttir blessar skipið. Eftir athöfnina verður Óðinn opinn almenningi til sýnis til klukkan 17:00. Óðinn siglir svo aftur til Reykjavíkur undir kvöld á laugardagskvöldinu.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15
Ánægður á golfvellinum eftir tæp sjötíu ár á sjónum „Ég kunni ekki við að veiða loðnu og síld í troll,“ segir Sveinn Ísaksson sem fór fyrst á sjó tólf ára Sveinn Ísaksson er fyrrum skipstjóri og á afar farsælan feril að baki. Hann hefur búið í Grindavík síðan grunnskólagöngu lauk en Sveinn er frá Grenivík. Hann kom til Grindavíkur á vertíð, kynntist konu sinni, Öldu Demusdóttur og þau settust að í Grindavík. Sveinn sem er 77 ára í dag, hóf sjómennsku með pabba sínum þegar hann var einungis tólf ára gamall. Strax eftir að grunnskólagöngu lauk tók sjómennskan alfarið við, hann sótti sér réttindi í Stýrimannaskólanum og sigldi sleitulaust til ársins 2018 þegar hann steig óstuddur frá borði. Stuttu síðar lenti hann í áfalli þegar hann fékk heilablóðfall og var tvísýnt um líf hans um tíma. Þrátt fyrir að Sveinn beri lömun vinstra megin í líkamanum er engan bilbug á honum að finna og hann stundar áhugamál sitt, golfið, af fullum krafti.
Sveinn Ísaks og Alda Demusdóttir.
Tólf ára á sjóinn „Ég fór minn fyrsta róður með pabba þegar ég var tólf ára gamall en hann var sannkallaður sjávarútvegsbóndi, með rollur og kýr en átti auk þess trillu. Það þurfti oft að taka á því en ég hjálpaði til við búreksturinn samhliða skólagöngu, þegar henni lauk réði ég mig á minn fyrsta bát, Áskel. Þetta var árið 1962. Við rerum á línu og netum en Áskell var í eigu Gjögurs. Þar sem ekkert fiskerí var fyrir norðan á þessum tíma var Gjögur með stóra starfsstöð í Grindavík og segja má að ég hafi flutt suður á þessum tíma. Ég var á Áskeli í eitt ár en fór þá yfir á Oddgeir sem var 200 tonna stálskip. Þá var veitt á síldarnót og netum, eins og tíðkaðist á þeim árum. Ég fann fljótt að ég vildi leggja sjómennskuna fyrir mig og skráði mig í Stýrimannaskólann árið 1964, þá á nítjánda ári. Tók stigin tvö, hinn svokallaða fiskimann, og réði mig svo sem stýrimann á Búðarklett frá Hafnarfirði en skipstjóri þar var bróðir minn, Oddgeir. Búðarklettur var 250 tonna nótarskip sem var líka á netum.“
Á þessum tíma var farið að veiða loðnu og síld í troll en ég kunni aldrei vel við það og vil ég meina að þetta hafi rústað þessum stofnum ... Gífurleg veiði Skipstjórnarferillinn hófst síðan árið 1968 þegar Sveinn réði sig hjá Þorbirni og tók við Hrafni Sveinbjarnarsyni III. „Þarna bættist loðnan inn í jöfnuna en eftir að netavertíð lauk var farið á nót og síld og loðna veidd. Það fiskaðist gífurlega en þetta er fyrir tíma kvótakerfisins. Ég var á þeim þriðja allt til ársins 1975 þegar Tómas Þorvaldsson, eigandi Þorbjarnar, keypti Héðin og nafnið á skipinu breyttist í Hrafn Svein-
Skipstjórarnir Viðar Karlsson og Sveinn Ísaksson um borð í Víkingi. bjarnarson. Ég var með Hrafninn í 21 ár, allt til ársins 1996, en þá tók ég við Jóni Sigurðssyni sem var í eigu Fiskimjöls & Lýsis. Það fyrirtæki rann síðan inn í Samherja. Á þessum tíma var farið að veiða loðnu og síld í troll en ég kunni aldrei vel við það og vil ég meina að þetta hafi rústað þessum stofnum. Ég staldraði stutt við hjá Samherja og sótti um skipstjórnarstöðu á Víkingi frá Akranesi en skipið var í eigu Haraldar Böðvarssonar sem síðar sameinaðist inn í Granda. Víkingur var gamalt skip og stóðst ekki lengur kröfur um kælingu, því var ákvörðun tekin um að leggja skipinu og þá hætti ég. Ég rifjaði þá aftur upp kynnin við Gjögur og réð mig á Áskel og var skipstjóri allt til ársins 2008 en þá lauk skipstjórnarferlinum.“
Á sjónum fram yfir sjötugt Eftir öll þessi ár með stjórnina í sínum höndum ákvað Sveinn að lengja samt í sjómannsferlinum og réði sig sem stýrimann á línuskipum Vísis og Þorbjarnar. „Það var fínt að enda ferilinn sem stýrimaður, ekki eins mikil ábyrgð og ég orðinn 67 ára gamall. Það var ekkert skrítið að gerast stýrimaður
en á þessum línuskipum má segja að það séu tveir skipstjórar, annar á vaktinni á daginn en hinn á nóttunni. Ábyrgðin samt auðvitað meiri á skipstjóranum og það var fínt að minnka pressuna og vera bara stýrimaður en ég starfaði þannig allt til ársins 2018 þegar ég var orðinn 73 ára gamall.“ Eftir farsælan sjómannsferil átti að taka við tími til að sinna hugðarefnunum en þar hefur golfið alltaf átt stóran sess hjá Sveini. Örlögin gripu hins vegar í taumana ári síðar þegar hann varð fyrir því áfalli að fá heilablóðfall. Um tíma var tvísýnt um líf hans en Sveinn var aldeilis ekki tilbúinn að kveðja og barðist í gegnum áfallið, lagði gífurlega á sig í endurhæfingunni og hefur snúið til baka á golfvöllinn. Þótt getan sé ekki alveg sú sama og hún var þegar Sveinn var upp á sitt besta, en lægst komst hann í 10,4 í forgjöf, þá hefur hann gaman af golfinu sem hann stundar í hópi flottra heldri meðlima Golfklúbbs Grindavíkur. „Ég hef náð að jafna mig ótrúlega vel en getan í golfinu er ekki sú sama. Það er ekki á allt kosið í þessu en ég hef ofboðslega gaman af því að hitta karlana og spila með þeim. Ég mun halda ótrauður áfram og ætla mér að njóta þess sem eftir er,“ segir skipstjórinn, stýrimaðurinn og kylfingurinn Sveinn.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Eðvarð júlíusson og Gísli Jóns með Sveini á Húsatóftavelli Golfklúbbs Grindavíkur.
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
HÆFINGARSTÖÐIN Í HEIMSÓKN HJÁ BLUE Meðlimir Hæfingarstöðvarinnar á Reykjanesi kíktu í heimsókn til Blue Car Rental þriðjudaginn 24. maí síðastliðinn í tilefni af árlega Blue Cares deginum. Hjá Hæfingastöðinni er lögð er áhersla á að veita einstaklingum með sérþarfir hvatningu og stuðning. Blue Cares er verkefni á vegum Blue Car Rental þar sem stutt er við þeirra frábæra starf. Markmið heimsóknarinnar er kynna starfsemi bílaleigunnar fyrir meðlimum Hæfingarstöðvarinnar á skemmtilegan og hvetjandi hátt. Blue Car Rental hefur ætíð lagt áherslu á styðja við sitt samfélag. Blue Cares er hluti af þeirri vegferð og er fyrirtækið stolt af sínu blómlega samstarfi við Hæfingarstöðina.
Alls mættu um 40 gestir frá Hæfingarstöðinni að þessu sinni og heppnaðist dagurinn einstaklega vel. Áhuginn og metnaðurinn lét svo sannarlega ekki á sér standa. Eins og við mátti búast voru meðlimir Hæfingarstöðvarinnar óhræddir við að taka að sér hin ýmsu störf og leysa þau með bros á vör. Dagskráin hófst í húsi Hæfingarstöðvarinnar þar sem allir fengu afhentan sérútbúinn Blue Cares bol að gjöf. Þaðan var haldið af stað til allra starfsstöðva Blue Car Rental í Reykjanesbæ. Fyrsti viðkomustaður var Blikavellir 3. Þar tók Magnús Sverrir Þorsteinsson, eigandi og forstjóri Blue Car Rental, tók á móti hópnum. Eftir stutta kynningu á starfseminni var
farin skoðunarferð um útleigu- og þvottastöð fyrirtækisins. Þar bauðst öllum, sem höfðu áhuga á, að spreyta sig á hinum ýmsum störfum sem þar eru unnin. Að því loknu heimsótti hópurinn verkstæði Blue Car Rental á Hólmbergsbraut. Þar fékk hópurinn einnig kynningu og tækifæri á að leysa verkefni þar. Dagskránni lauk svo með veislu í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Hafnargötu 55. Þar gæddu gestir sér á pizzum og spjölluðu við starfsmenn áður en haldið var aftur í hús Hæfingarstöðvarinnar. Fleiri myndir má sjá á vf.is.
Þreyttar á því að rétta upp höndina Tvær stelpur í 7. bekk í Sandgerðisskóla unnu nýsköpunarkeppni grunnskóla með Hjálparljósinu Thelma Sif Róbertsdóttir og Hilda Rún Hafsteinsdóttir eru þrettán ára hugmyndasmiðir í 7. bekk Sandgerðisskóla. Þær unnu aðalverðlaun Nýsköpunarkeppni grunnskólanna með hugmynd sinni sem ber nafnið Hjálparljósið. Alls voru sendar inn um 500 hugmyndir en aðeins 25 af þeim voru valdar til útfærslu í vinnustofu sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík. Tilgangur Hjálparljóssins er að stytta biðtíma nemenda eftir aðstoð í kennslustofunni. Þá kveikja nemendur á ljósinu í stað þess að rétta upp hönd. Ljósið byrjar að vera grænt og verður svo gult, síðan rautt og að lokum byrjar það að blikka. Með því getur kennarinn séð hverja vantar aðstoð og hver hefur beðið lengst. Hilda og Thelma segja hugmyndina hafa kviknað í kennslustofunni. „Við vorum í tíma og vorum þreyttar á því að rétta upp höndina til að biðja um hjálp,“ segir Hilda og Thelma bætir við: „Kennarinn velur líka stundum að hjálpa einhverjum sem er nýbúinn að rétta upp höndina og maður þarf þá bara að bíða enn þá lengur.“ Aðspurðar hvers vegna þessu uppfinning sé mikilvæg fyrir þær segir Hilda hikandi og hálf-flissandi: „Mig langar eiginlega ekki að segja
þetta, það er eiginlega út af því við erum latar í höndunum.“
Hugmyndaríkir nemendur Nýsköpunarkennsla hefur verið stór þáttur af náttúrufræðikennslu miðstigs Sandgerðisskóla í vetur í umsjón Ragnheiðar Ölmu Snæbjörnsdóttur. Ragnheiður segir keppnina hafa vakið áhuga meðal nemenda skólans. „Allir sem vildu senda inn hugmyndir sínar fengu að senda þær inn. Við sendum inn í kringum 50 til 60 hugmyndir í heildina frá okkur,“ bætir hún við. Þetta er annað árið í röð sem nemendur Sandgerðisskóla hljóta aðalverðlaun
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna en í fyrra vann hugmynd að samanbrjótanlegum hjálmi til verðlauna. „Hugmyndin á bak við hjálminn er að nemendur vita oft ekki hvað þeir eiga að gera við hjálmana sína þegar þeir eru í skólanum því þeir taka svo mikið pláss. Með þessu er hægt að brjóta þá saman og koma fyrir í töskunni,“ segir Ragnheiður.
Thelma Sif Róbertsdóttir og Hilda Rún Hafsteinsdóttir eru þrettán ára hugmyndasmiðir í 7. bekk Sandgerðisskóla.
Vel staðið að keppninni Hilda og Thelma sóttu vinnustofu í Háskóla Reykjavíkur þar sem búnar voru til frumgerðir af þeim 25 hugmyndum sem valdar voru til útfærslu. Ragnheiður segir stelpurnar
verið vel undirbúnar fyrir vinnustofuna. „Við tókum fund fyrir vinnustofuna og í sameiningu vorum við búnar að negla niður hvernig þær vildu hafa þetta. Þegar þær mættu þá vissu þær alveg hvernig þær vildu að hugmyndin sín myndi líta út. Þær þurftu ekkert hugarflæði til að ákveða eitthvað, það þurfti í rauninni bara að láta hugmyndina verða að veruleika,“ segir hún og bætir við: „Þær voru alveg komnar lengra með þetta, þær voru með hugmynd að appi fyrir kennarann til að geta séð hver var fyrstur að ýta á takkann. Það er aldrei að vita hvort það gæti orðið framhald af Hjálparljósinu.“
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
Stuðningur kennara skiptir máli Bylgja Baldursdóttir, skólastjóri skólans, segir nýsköpun gefa nemendum færi á að sýna styrkleika. „Í þessu fá margir að láta ljós sitt skína, þarna fá nemendur kost á því að sýna styrkleika,“ segir hún. Bylgja segist vera gríðarlega stolt af Hildu og Thelmu, þá segir hún stuðning kennara skipta miklu máli í verkefnum sem þessu. „Ég er mjög ánægð með það að kennararnir taki þetta alla leið. Það skiptir gríðarlegu máli og sömuleiðis að kennararnir sýni nemendum stuðning,“ segir hún. Aðspurð hvort Hjálparljósið verði einhvern tímann notað við kennslu í skólanum segir hún: „Það er aldrei að vita, ef þetta fer í framleiðslu þá held ég að okkur beri skylda til þess að styðja það.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 17
Að fyrirbyggja hjartaog æðasjúkdóma Janus Guðlaugsson, PhD-íþrótta- og heilsufræðingur. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsökin í hinum vestræna heimi. Um allan heim hefur tíðni dauðsfalla vegna hjarta- og æðasjúkdóma farið hækkandi á síðustu áratugum. Meðal helstu áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma eru reykingar, kyrrseta, offita, hár blóðþrýstingur og blóðfitusöfnun í æðakerfi. Efnaskiptavilla (e. metabolic syndrome) er hugtak sem notað er til að lýsa ákveðnu líkamsástandi en því fylgir aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum auk sykursýki af tegund 2. Efnaskiptavilla og sykursýki 2 Efnaskiptavilla, sér í lagi meðal þeirra sem eldri eru, er vaxandi vandamál sem vert er að gefa gaum. Þá er líklegt að það hrjái marga án þess að þeir geri sér grein fyrir að búa við þennan vanda. Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir, segir um efnaskiptavillu: „Efnaskiptavilla (metabolic syndrome) er hugtak sem notað er til að lýsa ákveðnu líkamsástandi sem fylgir aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum auk sykursýki af tegund 2. Efnaskiptavilla er oft til staðar hjá þeim sem eru of þungir en getur einnig verið til staðar þótt líkamsþyngd sé eðlileg, sérstaklega ef kviðfita er mikil.“ Í þessum pistli verður efnaskiptavilla skoðuð frekar, hvað hún þýðir, hvaða þættir tengjast henni og hvernig má snúa þessari villu til betri vegar. Heilsutengdar forvarnir Janus heilsuefling, í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), hefur gefið þátttakendum sínum frá árinu 2017 í Reykjanesbæ og Grindavík frá árinu 2020 kost á mælingum á efnaskiptavillu þar sem farið er yfir niðurstöður hjá hverjum og einum og veittar nauðsynlegar upplýsingar um áhættuþætti en einnig hvernig bregðast megi við vandanum ef hann er til staðar. Með bættri þjónustu hjá HSS, heilsueflandi móttöku 65+, hefur þjónustan við þennan aldurshóp eflst enn frekar. Fyrir þetta samstarf viljum við þakka sem og samstarfið við Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ. Með verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65+ eru sveitarfélögin og HSS að koma til móts við þarfir eldri borgara og skapa þeim grundvöll fyrir bættri heilsu og betri líðan þrátt fyrir hækkandi aldur. Það er ávinningur allra aðila að vel takist til með heilsutengdar forvarnir. Skilgreining á efnaskiptavillu Til eru nokkrar skilgreiningar á efnaskiptavillu en það eru einkum fimm líkamlegir áhættuþættir sem tengja má við auknar líkur einstaklinga á að þróa með sér efnaskiptavillu. Það er aukin kviðfita, sem birtist yfirleitt í vaxandi mittisummáli, háþrýstingur, hátt gildi blóðsykurs, hátt þríglýseríð (blóðfita) í blóði og lágt gildi HDL-
Grafið undan starfi fatlaðra Stjórn Þroskahjálpar á Suðurnesjum.
unni).
kólesteróls (góða kólesterólið). Einstaklingur er skilgreindur með efnaskiptavillu, samkvæmt Alþjóðlegu kólestersamtökunum, sé hann yfir eða undir viðmiðunum í þremur eða fleiri af þessum fimm áhættuþáttum (sjá nánar á myndinni neðst á síð-
Hvað er til ráða til að vinna gegn myndun efnaskiptavillu? Þrátt fyrir að efnaskiptavilla sé alvarlegt ástand má draga verulega úr áhættu með því að draga úr líkamsþyngd ef viðkomandi hefur of hátt fituhlutfall. Það markmið næst yfirleitt með því að auka daglega hreyfingu og borða heilsusamlegt mataræði sem er ríkt af heilkornum (trefjum), ávöxtum, grænmeti og fiski. Þá er æskilegt leita til lækna eða starfsfólks á heilsugæslu til að fylgjast með og stjórna blóðsykri, kólesteróli í blóði og blóðþrýstingi. Það er mat okkar sem unnið hafa með heilsueflingu eldri þátttakenda í þessum sveitarfélögum að margir hverjir hafa þróað með sér lífsstíl sem ýtir undir þessa áhættu. Slíkur lífsstíl tengist oft mikilli vinnu, eins og vaktavinnu af ýmsum toga, óheilsusamlegri næringu, eins og skyndibitafæði, litlum svefni og lítilli og ómarkvissri hreyfingu. Öflugir hjúkrunarfræðingar á HSS Á hverju ári hefur Janus heilsuefling í samvinnu við hjúkrunarfræðinga á heilsueflandi móttöku 65+ á HSS boðið þátttakendum upp á blóðmælingar til að greina efnaskiptavillu. Mælingar hafa síðan að jafnaði verið endurteknar tólf mánuðum síðar til að kanna ávinninginn af heilsueflingu í kjölfar lífsstílsbreytinga þátttakenda. Um 40–50% hlutfall í hverjum þátttakendahópi hafa verið að greinast að jafnaði með efnaskiptavillu áður en þátttaka í verkefninu hefur hafist. Þetta er allt of hátt hlutfall sem nauðsynlegt er að bregðast við með lífsstílsbreytingum. Eftir tólf mánaða markvissa heilsueflingu höfum við aftur á móti verið að sjá jákvæðar breytingar eða lækkun á efnaskiptavillu um um 20–30% sem er verulega góður ávinningur, ekki aðeins heilsufarslegur heldur einnig fjárhagslegur. Það getur verið kostnaðarsamt fyrir heilbrigðiskerfið ef heilsutengdum forvörnum er ekki sinnt markvisst en um leið mikill sparnaður ef möguleiki er að fá fólk til að stunda bættan og betri lífsstíl með heilsutengdar forvarnir að leiðarljósi. Þannig má draga úr efnaskiptavillu eða áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma samhliða því að bæta lífsgæði fólks með hækkandi aldri. Án aðkomu bæjarfélagsins og HSS að heilsutengdum forvörnum væri þessi árangur ekki til staðar. Þökk sé þeim fyrir samvinnuna sem af er.
Viðmiðunargildi efnaskiptavillu (NECP*) Enaskiptavilla er skilgreind þegar fram kemur að einstaklingur hefur þrjár eða fleiri af eftirfarandi fimm mælingum (breytum), sjá hér að neðan. Eftirfarandi viðmiðunargildi eru frá Alþjóðlegu kólesterólsamtökunum; NCEP-ATPIII* 1. Mittismál (cm) • > 102 cm hjá körlum • > 88 cm hjá konum 2. Blóðþrýstingur (mmHg) • Slagbilsþrýstingur (SPB; efri mörk) • > 130 mmHg eða hærri eða inntaka af blóðþrýstingslyfjum • Einnig notað fyrir eldri; > 140 mmHg (WHO*) • Þanbilsþrýstingur (DBP; neðri mörk) • > 85 mmHg eða hærri eða inntaka af blóðþrýstingslyfjum • Einnig notað fyrir eldri; > 90 mmHg (WHO*) 3. Fastandi glúkósi (blóðsykur) (mmol/L) • > 6,1 mmol/L eða inntaka af sykursýkislyfja • Einnig notað > 5,6 mmol/L (AHA*) 4. Þríglýseríð (mmol/L) • > 1,7 mmol/L eða hærra eða inntaka af lyfjum vegna blóðfitu 5. HDL kólesteról • < 1,03 mmol/L hjá körlum eða inntaka af HDL-lækkandi lyfjum • < 1,29 mmol/L hjá konum eða inntaka af HDL-lækkandi lyfjum *NECP-ATPIII = National Cholesterol Education Program-Adult Treatment Panel III) *AHA = American Hearth Association (Hjartavernd Bandaríkjanna) *WHO = World Health Organization (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin)
Það sem af er þessari öld og rúmlega það hefur Þroskahjálp á Suðurnesjum rekið vinnustað fyrir fatlaða einstaklinga. Dósasel hefur vaxið og dafnað með árunum vegna þrotlausrar vinnu velvilja fólks og frábærra yfirmanna sem hafa hugsað um starfsemina og starfsfólkið eins og sitt eigið. Við fórum úr frumstæðum aðstæðum á Iðavöllum í stærra og betra húsnæði á Vatnsnesinu og nú erum við að skoða nýtt hús með betra aðgengi og aðstöðu fyrir viðskiptavini og okkar trausta og góða starfsfólk. Við stöndum á eigin fótum. Eigum nýjan sendibíl og nýjan lyftara og við skuldum nánast ekki neitt. Hjá Dósaseli starfa tíu til fimmtán starfsmenn í hlutastörfum eða í fullri vinnu og njóta almennra launakjara. Þá nýtur okkar starfsfólk ýmissa hlunninda sem við getum aðstoðað það með. Eftir kórónuveirufaraldurinn, sem reyndist okkur þungur í skauti eins og öðrum, höfum við orðið var við nýja áður óþekkta ógn. Það eru þeir aðilar sem reynt hafa að komast inn á markað Dósasels í Reykjanesbæ og á Keflavíkurflugvelli. Við fréttum af aðilum í Flugstöðinni sem vildu seilast eftir viðskiptum okkar þar – en Flugstöðin er hryggjarstykkið í okkar rekstri og við höfum haldið út gríðarlega góðri þjónustu við Flugstöðina. Okkar öflugu starfsmenn og bílstjórar sækja þangað alla daga og um helgar dósir og flöskur eftir þörfum. Við sinnum Flugstöðinni afar vel og eigum þeim líka mikið að þakka fyrir skilning á starfsemi Dósasels. Nú hafa Grænir skátar í samstarfi við bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ komið fyrir söfnunargámum á skipulögðum svæðum víða um Reykjanesbæ. Það má vera að við í Dósaseli höfum ekki alveg verið á tánum í þessari þjónustu en við sækjum þó heim til fólks og í fyrirtæki sem óska þess. Dósasel reyndi þetta fyrir margt löngu en söfnunargámarnir urðu skemmdarvörgum að bráð.
Það hefur heldur enginn hjá bænum óskað eftir því að við leggðum í kostnað til að bæta þjónustuna við íbúa. Jafnvel þó við höfum verið í tveggja ára samningaviðræðum við Reykjanesbæ um yfirtöku á rekstrinum, var aldrei rætt um að auka þjónustuna. Það skýtur því skökku við að opna á samkeppni við eina vinnustaðinn sem hefur það að markmiði að skapa störf fyrir fatlaðir einstaklinga. Dósasel nýtur ekki opinberra rekstrarstyrkja en fær fasteignargjöld niðurfelld. Ef íbúar í Reykjanesbæ vilja að hér verði starfandi þjónusta eins og Dósasel veitir og skapi störf fyrir fatlaða einstaklinga verða þeir að koma með dósir og gler í Dósasel. Það er ekki sjálfgefið að starfsemin geti haldið áfram á þeirri braut sem hún er ef íbúar í Reykjanesbæ og Suðurnesjum vilja gefa Grænum skátum dósirnar. Grænir skátar hafa starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu og gert góða hluti og við óskum þeim góðs gengis þar en óskum eftir því að viðkvæm starfsemi í Dósaseli verði ekki ákafa þeirra af bráð.
Hvar er Reykjavegur? Ari Trausti Guðmundsson Árið 1995 vorum við Pétur Þorleifsson, ferðagarpur og rithöfundur með meiru, fengnir til þess verkefnis að hanna langa gönguleið á Reykjanesskaga. Verkefnið var unnið undir stjórn Péturs Rafnssonar, þá formanns Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, á vegum sérstakrar samstarfsnefndar nær allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Gangan um Reykjaveg hefst á Nesjavöllum og endar við sjó hjá Reykjanesvita, alls sjö áfangar, sá lengsti um tuttugu kílómetrar (sjá t.d. https://ferlir.is/reykjavegurinn/). Leiðin var stikuð árið eftir. Auk Bláfjallsskála átti að nýta skála við Þorbjörn og skála á Hengilssvæðinu en sá stóð ekki lengi við. Ég samdi leiðarlýsingu sem var prufuprentuð en aldrei gefin út í dreifanlegu magni. Skemmst er frá að segja að ekki tókst að skálavæða leiðina, ekki að útbúa tjaldstæði eða tryggja aðgang að vatni. Ástæðan var tvíþætt. Nægt fjármagn fékkst ekki (né samningar þar sem gistirými lá fyrir) hjá sveitarfélögunum sem komu að verkefninu og ekki tókst heldur finna rekstrarform og rekstraraðila. Var leiðin nýtt um tíma til raðgöngu, þ.e. ein dagleið í einu. Nú eru stikurnar víða fallnar og þessi rúmlega 120 km og sex nátta, góða gönguleið ekki auglýst sem valkostur í útivist og ferðaþjónustu. Nú eru breyttir tímar. Ferðaþjónustan eflist (þar þarf að gæta að þolmörkum í stóru og smáu) en til eru fólkvangar kenndir við Bláfjöll og Reykjanes og nýjasta
viðbótin er Reykjanes jarðminjagarður. Ég tel að dusta skuli ryk af Reykjavegi. Kanna hvort vinna ætti gönguleiðina upp sem rekstrarbæra margdægru og, ef svo er talið, koma henni í gagnið. Vissulega setur langt óróatímabil, sem líklega er hafið í fjórum eldstöðvakerfum skagans, spurningamerki við ýmsar framkvæmdir og rekstur á suðvesturhorninu (og í samfélaginu í heild). Þær áskoranir þarf af vinna með í ferðaþjónustu líkt og í öðrum þáttum atvinnu- og öryggismála. Ef til vill getur nálægðin við þéttbýlið auk þes verið galli en meta má nokkuð hlutlægt hvort svo sé. Nota hér tækifærið til þess að minna á tvær stikaðar gönguleiðir sem ég lagði að beiðni Reykjanes Geopark ásamt Ólafi Þórissyni, ljósmyndara og markaðsstjóra, fyrir allmörgum árum. Upphafsstaður beggja er við geirfuglstyttuna skammt frá Reykjanesvita. Sú styttri (tæpir fimm km) liggur yfir Valabjargargjársigdalinn, að minni vitanum suðaustan við hinn, upp á eldstöðina Skálafell, niður að Gunnuhverasvæðinu og þaðan að upphafstað. Lengri leiðin (100 gíga leiðin, um þrettán km) sneiðir Gunnuhverasvæðið, borholur og gamla gíga, liggur upp á Sýrfell (95 m) með útsýni yfir nálægt 100 gíga, þverar sandborin hellu- og apalhraun. Liggur meðfram YngriSampagígaröðinni og framhjá Reykjanesvirkjun, allt til leifanna af stórum gjóskugíg við hafið. Með göngu að geirfuglinum er hringunum lokað. Þessar forvitnilegu náttúruleiðir mætti kynna og nýta mun betur er nú virðist vera.
Áríðandi tilkynning frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja:
Þjónustuskerðing í sumar Vegna manneklu og sumarleyfa mun HSS þurfa að skerða ýmsa þjónustu í sumar. Öllum bráðaerindum verður sinnt en öðrum erindum kann að verða forgangsraðað í þágu öryggis skjólstæðinga stofnunarinnar. Aðeins slysum og bráðaerindum verður sinnt á slysa- og bráðamóttökunni. Einstaklingar eru vinsamlegast beðnir um að leita ekki með önnur erindi þangað. ATH. skráðir skjólstæðingar HSS hafa forgang á þjónustu. Þeir
Grindavík eða Vogum gætu þurft að bíða eða sækja þjónustu á sína heilsugæslustöð. Síðdegisvakt lækna verður með hefðbundnu sniði og hægt að panta tíma samdægurs frá kl. 13:00. Reynt verður að sinna flestum erindum en reikna má með að bið verði á þjónustu. HSS biðlar til skjólstæðinga sinna að sýna þessum vanda skilning. sem ekki eru skráðir á heilsugæslustöðvar HSS í Reykjanesbæ,
ATHUGIÐ að öllum bráða erindum verður sinnt.
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Ú T S K R I F T M E N N TA S KÓ L A N S Á Á S B R Ú
„Á svona stundu eru allir sigurvegarar“ Á föstudaginn 27. maí síðastliðinn fór fram hátíðleg athöfn í húsnæði Keilis á Ásbrú í tilefni útskriftar hjá fyrsta nemendahóp Menntaskólans á Ásbrú (MÁ). Menntaskólinn á Ásbrú útskrifaði 21 nemanda og hafa nú 4340 einstaklingar útskrifast úr námi frá skólum Keilis. Í upphafi athafnar var tónlistaratriði þar sem Guðjón Steinn Skúlason spilaði á saxófón og Alexander Grybos spilaði á gítar. Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, flutti ræðu og leiddi athöfnina. Ingibjörg Lilja Guðmundsdóttir, kennari MÁ, flutti einnig hátíðarræðu. Ingigerður Sæmundsdóttir, forstöðumaður MÁ, ávarpaði gesti og afhenti útskriftarskírteini og viðurkenningarskjöl til allra nýstúdenta
Stefán Ingi Víðisson (t.h.) og Skúli Freyr Brynjólfsson.
Viktoría Rós Wagner (t.h.) ásamt Skúla Frey Brynjólfssyni. ásamt Skúla Frey Brynjólfssyni. En þess má geta að starfsfólk Menntaskólans hittist nokkrum dögum fyrir útskrift og skrifaði falleg orð og hvatningu til hvers og eins nemanda sem var afhent með prófskírteininu. Allir nýstúdentar dagsins fengu einnig blóm frá Keili. Viktoría Rós Wagner var verðlaunuð fyrir framúrskarandi námsárangur með 9,67 í meðaleinkunn og fékk hún peningagjöf frá Keili. Stefán Ingi Víðisson fékk menntaverðlaun HÍ fyrir félagsstörf, þrautseigju og framúrskarandi námsárangur og fékk hann 20.000 kr. gjafabréf í bóksölu stúdenta og endurgreiðslu á skólagjöldum Í HÍ. Í lok athafnar flutti Brimar Jörvi Guðmundsson útskriftarræðu fyrir hönd nemenda og Helgi Rafn Guðmundsson, kennari MÁ, ávarpaði einnig útskriftarhópinn. „Það er gríðarlegur heiður að fá að taka þátt í útskrift fyrsta nemendahóps Menntaskólans á Ásbrú
og erum við ótrúlega stolt af þessum glæsilega hóp. Athöfnin var mjög hátíðleg og var dásamlegt að geta boðið aðstandendum að samfagna með börnum sínum á þessum fallega degi án fjöldatakmarkana vegna Covid. Ég held að hver og einn hafi notið stundarinnar og vil ég þakka þeim sem sáu sér fært að vera með okkur í dag fyrir komuna og nýstúd-
entum óska ég velfarnaðar. Á svona stundu eru allir sigurvegarar“ hafði Ingigerður að segja eftir athöfnina. Menntaskólinn á Ásbrú er einn af fjórum skólum Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. MÁ hefur frá árinu 2019 boðið nemendum að stunda nám á metnaðarfullri stúdentsbraut í tölvuleikjagerð. Námið byggir á hagnýtum
verkefnum og sterkum tengslum við atvinnulífið. Lagt er áherslu á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Námsframboð í MÁ er í stöðugri þróun, en í dag er þar einnig starfrækt fjarnámshlaðborð með stökum framhaldsskólaáföngum sem kenndir eru í fjarnámi. Fleiri myndir má sjá á vf.is.
skólinn sinnir kennslu faggreina í veiðarfæratækni en það er enn sem áður löggild iðngrein. Einnig hófst á ný kennsla í smáskipanámi sem Fisktækniskólinn hafði reyndar áður kennt um árabil en vegna uppfærslu á námskrá hafði verið nokkurt hlé á því að skólinn hafi getað boðið uppá það nám. Við athöfnina í Grindavík rakti skólameistari í stuttu máli aðdraganda að stofnun Fisktækniskóla Íslands skólans en nú eru tíu ár frá því að Fisktækniskólinn fékk starfsleyfi sem framhaldsskóli og hafa um fjögur hundruð nemendur lokið formlegu námi frá skólanum á þessum tíu árum. Framtíðin er björt og byggir á þessum grunni sem hefur mótast vel til á þessum fyrsta áratugi. Fisktækniskólinn býður fjölbreytt tækninám á framhaldsskólastigi þar sem fyrst ber að nefna fisktæknibraut; tveggja ára hagnýtt nám sem er byggt upp sem önnur hver önn í skóla og hin í vinnustaðanámi. Þá er leitast við að bjóða nemendum upp á val um vinnustað með hliðsjón af áhugasviði hvers og eins t.d. sjómennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi. Í framhaldinu eru fjórar spennandi brautir í boði undir sameiginlegu yfirskriftinni Haftengd auðlindatækni. Fyrst má nefna fiskeldistækni en fiskeldi er í miklum vexti, hvort sem er á landi eða í sjókvíum og því mikilvægt að vera með vel menntað fólk til að starfa í greininni. Gæðastjórnun er önnur af framhaldsbraut-
unum, það er braut sem hentar fólki sem þegar starfar í eða stefnir á starf við gæðaeftirlit í fiskvinnslu eða annarri matvælavinnslu. Vinnslutækni er þriðja framhaldsbrautin, það nám er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í hátæknibúnaðinum sem notaður er í fisk- og matvælavinnslu. Vinnslutæknir sinnir stillingum á hugbúnaði og vélbúnaði og hefur umsjón með því að taka út öll helstu gögn úr hugbúnaði til að geta unnið einfaldari útreikninga fyrir skýrslugerð og upplýsingagjöf t.d. varðandi gæði, nýtingu og afköst í matvælavinnslu. Síðust en alls ekki síst er Haftengd nýsköpun – Sjávarakademía sem þjálfar frumkvöðla á sviði haftengdrar nýsköpunar og hentar fólki sem hyggst stofna fyrirtæki innan bláa hagkerfisins eða er með viðskiptahugmynd sem það vill þróa. Áhersla er á leiðtogafærni, nýsköpun og markaðsmál.
Veiðarfæratæknin er svo eins og áður sagði löggild iðngrein þar sem Fisktækniskólinn býður uppá kennslu faggreinahluta námsins. Alls stunduðu 150 nemendur nám á fimm brautum við skólann síðastliðinn vetur. Fastir starfsmenn voru ellefu en auk þeirra var fjöldi verktaka sem sinnti stundakennslu. Kennt var á alls fimm stöðum á landinu auk Grindavíkur, en skólinn hefur frá stofnun haft það að markmiði að námsbrautir skólans séu í boði sem víðast – og þá í samstarfi við fræðsluaðila, stofnanir og fyrirtæki sem sérhæfa sig í veiðum, vinnslu og fiskeldi á hverjum stað. Að lokinni afhendingu skírteina, fluttu fulltrúar kennara stutt ávörp, en útskriftinni lauk síðan með kaffisamsæti. Opið er fyrir innritun og tekið á móti nýjum umsóknum um skólavist vegna haustannar 2022.
Framtíðin liggur í tækninámi FJÖLMENNASTA ÚTSKRIFT FISKTÆKNISKÓLA ÍSLANDS FR Á UPPHAFI Það var hátíðleg stund í Gjánni í Grindavík þann 25. maí sl. en þá fór fram glæsileg útskrift fjölmennasta nemendahóps sem lokið hefur námi frá Fisktækniskóla Íslands. Alls luku 53 nemendur formlegu námi frá skólanum á vorönn. Segja má að þessi athöfn hafi verið þriðja og síðasta útskrift vorannar en fyrr í mánuðinum
hafði farið fram hátíðleg athöfn í höfuðstöðvum Marel í Garðabæ, þar sem sjö nemendur fengu afhent skírteini sín sem Vinnslutæknar og deginum áður luku níu nemendur námi í fiskeldistækni á Bíldudal. Sérlega ánægjulegt var að meðal útskriftarnemenda voru fimm nemendur sem útskrifuðust úr veiðarfæratækni (áður netagerð),
Störf hjá Reykjanesbæ Akurskóli - Sérfræðingur í námsver Heilsuleikskólinn Garðasel - Leikskólakennari Holtaskóli – Starfsmaður skóla Leikskólinn Hjallatún - Leikskólakennarar Stapaskóli - Stoðþjónusta Stapaskóli - Stoðþjónusta Stapaskóli - Umsjónakennari Stapaskóli - Umsjónarmaður skólahúsnæðis Stapaskóli - Þroskaþjálfi Starf við liðveislu Velferðarsvið - Sumarstarf á heimili fatlaðs fólks Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum heimasíðu Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 19
Evrópusamstarf í Stóru-Vogaskóla Stóru-Vogaskóli hefur tekið þátt í Erasmus+ verkefnum (áður Comenius) á vegum Evrópusambandsins í rúman áratug. Síðastliðið haust fékk skólinn viðurkenningu frá Rannís (Rannsóknarmiðstöð Íslands) sem Erasmus+ skóli til næstu sex ára. Mun skólinn því taka á móti og senda nemendur og kennara erlendis, m.a. í samstarfi við skóla í Frakklandi og á Ítalíu. Skólinn tók fyrst þátt í verkefnum með heimsóknum nemenda árið 2019 í verkefninu „Europeans by the Sea“. Verkefnið er unnið í samstarfi með skólum frá Pornic í Frakklandi og Battipaglia á Ítalíu. Þáverandi 8. bekkur var þátttökubekkur skólans og var mikill ferðahugur í nemendum
Ekki amalegur bakgrunnur fyrir hópmyndina.
þegar Covid skall á og ferðir hópsins frestuðust margsinnis vegna ferðatakmarkana. Nú í apríl og maí náðu þátttökuskólarnir loksins að ferðast með nemendur og hittast. Fyrst heimsóttu frönsku krakkarnir í Collége Jean Mounies Stóru-Vogaskóla og síðar heimsóttu íslensku og ítölsku nemendurnir franska skólann. Verkefnið „Europeans by the Sea“ fjallar að mestu um hvaða áskoranir eru tengdar því að búa við ströndina og einnig í námunda við eldfjallasvæði (sem á sérstaklega við um Voga og Battipaglia). Skólarnir lásu t.a.m. bók Jules Verne Ferðin að miðju jarðar sem tengir einnig Ísland og Ítalíu en sagan gerist í báðum löndum. Nemendur unnu
ýmis verkefni tengd þessum áskorunum og var rýmingaráætlun skólans og sveitarfélagsins skoðuð. Kom í ljós að hún var komin vel til ára sinna og ástæða til að endurnýja hana. Endurnýjunin fékk aukið vægi þegar jarðhræringar og síðar eldgos hófst á Reykjanesinu árið 2020. Nemendur héldu kynningu á verkefninu fyrir bæjarbúa og fengu sérfræðing, Þorstein Sæmundsson, til að koma og halda fyrirlestur um sögu jarðhræringa á svæðinu, þetta var stuttu fyrir gos! Í heimsóknum, bæði í Vogana og í Pornic, unnu nemendur verkefni og ýmsar þrautir í tengslum við þau. Nemendur fræddust um staðhætti, fóru í ratleiki um nærumhverfið á
báðum stöðum og var hvert tækifæri nýtt til að auka reynslu og þekkingu í ensku en það er eitt af markmiðum verkefnisins. Verkefnum á vegum Erasmus+ er m.a. ætlað að stuðla að aukinni samkennd meðal þátttökuþjóða. Það má með sanni segja að með þessu samstarfi hafi nemendur frá öllum þremur þátttökulöndunum komist að raun um hversu lík þau eru. Aðstæður sem þau búa við eru keimlíkar, því þótt fjarlægð milli þeirra sé talsverð landfræðilega er staðsetning þeirra og nálægð við hafið og eldfjöll eitthvað sem sameinar þau öll í daglegu amstri lífsins.
VATNSLEYSUSKÓLINN OG INGIBJÖRG ERLENDSDÓTTIR Í 19. þætti segir frá því að 1910 var kennslu í litla Norðurkotsskólanum í Kálfartjarnarhverfi hætt, húsið selt og hafin kennsla á Vatnsleysu en þá voru þar um slóðir barnmörg, fátæk heimili. Árið eftir var byggt lítið steinsteypt skólahús og kennt þar, jafnframt Suðurkotsskóla, í þrjú ár, til 1914. Kennari var Kristmann Runólfsson, Hlöðversnesi, og síðan Ingvar Gunnarsson frá Skjaldarkoti (kennarapróf 1911). Þá lagðist kennsla af í Vatnsleyuskóla í ellefu ár því þá voru þar færri börn og var 1920 rætt um að selja húsið en ekki varð að því. Ingvar flutti til Hafnarfjarðar, var frumkvöðull í skógrækt og sá m.a. um Hellisgerði 1925–1956. Haustið 1924 kemur beiðni frá innanheiðarmönnum og samþykkti skólanefndin að starfrækja Vatnsleysuskólann að nýju veturinn 1925–1926. Skyldi kenna í báðum skólunum á víxl samkvæmt gildandi fræðslulögum. Þennan vetur kenndi Viktoría Guðmundsdóttir með þeim hætti, þ.e. tvo mánuði í Vatnsleysuskóla en fjóra mánuði í Suðurkotsskóla. Var börnunum sett fyrir verkefni til að vinna á meðan. Nemendur í Vatnsleysuskóla voru átta þennan vetur en 21 í Suðurkoti. Þetta fyrirkomulag hefur ekki reynst sem skyldi því haustið 1926 var auglýst farkennarastaða til þriggja mánaða og Kristmann Runólfsson í Hlöðversnesi ráðinn til fjög-
urra mánaða í Vatnsleysuskólann. Kristmann hafði lokið kennarprófi og kennt áður bæði við Vatnsleysuog Suðurkotsskóla. Veturinn eftir var kennslutímabilið lengt í sex mánuði. Skólahald í Vatnsleysuskólanum var óbreytt næstu ár. Kennarar voru þeir Skúli Guðmundsson, Guðmundur Magnússon, Magnús Í. Stephensen og Elín Guðnadóttir. Haustið 1934 var kennslutíminn í Vatnsleysuskólanum styttur niður í sextán vikur og Ingibjörg Erlendsdóttir á Kálfatjörn ráðin kennari skólans í tvo vetur en hún var þá um tvítugt og hafði lokið kvennaskóla. Haustið 1936 varð Stefán Hallsson kennari Vatnsleysuskóla. Hann hafði lokið kennaraprófi 1934 og kennt tvö ár í Grunnavík þegar hann réðst hingað 1934 og kenndi aðallega í Kirkjuhvoli. 1938 voru dregin saman seglin, Stefán kenndi nú eldri og yngri börnunum Vatnsleysuskóla saman í tvo mánuði en í fjórar vikur til viðbótar hafði Stefán eftirlit með kennslu á Vatnsleysu þannig að hann setti börnunum fyrir til heimanáms og kom einn dag í viku til að yfirfara og leiðbeina. Þetta fyrirkomulag hélst að mestu til vors 1943 og þótti Stefáni það gefast illa. Haustið 1943 stefndi í að nemendur yrðu aðeins fjórir. Var Vatnsleysuskóli þá lagður niður, skólahúsið selt Þórði Jónassyni fyrir 1.600 krónur og notað sem fjárhús
23. ÞÁTTUR
Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp.
best, veita starfskröftum þeirra í þroskandi farvegi, æfa það í sjálfsstjórn, vekja hjá því hjálpfýsi og bróðurhug, og hvetja til hugsunar og framkvæmda [...] Talað er um tvenns konar gildi námsins; menningarlegt gildi og hagnýtt gildi. Menningarlegt gildi náms glæðir og eflir vitsmunina, skerpir viljann og gerir manninn að siðmenntaðri manni. Hagnýtt gildi hefur nám að því leyti að það á að gera einstaklinginn færari í lífsbaráttunni, veita honum skilyrði til betri afkomu. [...] Kennararnir eru garðyrkjumenn á akri mannlífsins. Þeir eiga að vernda gróður mannlífsins og hlúa að honum á viðkvæmasta skeiði ævinnar. Þeir eiga að búa barnsálirnar undir lífið og gróðursetja fræin, sem framtíð þjóðarinnar sprettur upp af.“
Skólahúsið löngu eftir að notkun þess var hætt en það var síðar rifið. en hafinn skólaakstur í hreppnum. Eftir það var öllum börnum kennt á einum stað, í Brunnastaðahverfi. Myndin sýnir skólahúsið löngu eftir að notkun þess var hætt en það var síðar rifið. Áðurnefnd Ingibjörg Erlendsdóttir fæddist í Tíðagerði á Vatnsleysuströnd 9. nóvember 1915 og lést í Reykjavík 2002. Barn að aldri fluttist hún að Kálfatjörn með foreldrum sínum, Erlendi Magnússyni, útvegs- og kirkjubónda, og Kristínu Gunnarsdóttur, og ólst þar upp, ásamt systkinum. Ingibjörg nam við Kvennaskólann í Reykjavík 1931–1933, var kennari á Vatnsleysuströnd 1934–1939 og tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1942. Hún hafði smábarnaskóla í Reykjavík 1942–1947 en gerðist þá kennari við Miðbæjarskólann í Reykjavík og síðan við Austurbæjarskóla til ársins 1980. Ingibjörg átti sæti í stjórn Ungmennafélagsins Þróttar í Vatnsleysu-
strandarhreppi og í stjórn kvenfélaga og kennarafélaga. Varðveist hefur ritgerð Ingibjargar frá því hún lauk kennaranámi 1942. Þar segir m.a.: „Hlutverk skólanna er að beina huga nemendanna á hollar og góðar brautir. Þeir eiga að leita uppi hvern góðan neista í sál barnsins og glæða hann sem
Einnig hefur varðveist dagbók sem Ingibjörg hélt fyrsta haust hennar við Vatnsleysuskóla. Verður gripið niður í hana í næsta þætti. Heimildir. Um Vatnsleysuskólann. Faxi - 2. tölublað (01.02.1990) - Tímarit.is (timarit.is). Kennsluritgerð Ingibjargar, ferlir.is. Minningargrein um Ingibjörgu, mbl. 30. 4. 2002.
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Orð skipta máli
Vilja efla orðaforða barna í fjölmenningarsamfélagi
Hulda Björk Stefánsdóttir og Heiðrún Scheving Ingvarsdóttir á Velli.
Leikskólinn Völlur hefur gefið út myndbönd með yfirskriftinni Orð skipta máli. Aðalmarkmið þessa verkefnis er að efla orðaforða barna en myndböndin eru tileinkuð foreldrum og aðstandendum þeirra. Völlur er fjölmenningarleikskóli en í leikskólanum eru 28 þjóðerni, bæði börn og starfsfólk. Um 70 prósent barnanna eru tví- eða fjöltyngd og tæplega helmingur kennara eru með íslensku sem annað tungumál Völlur fékk styrk frá Nýsköpunar- og þróunarsjóði Reykjanesbæjar til að vinna verkefnið og er það von Huldu Bjarkar Stefánsdóttur, leikskólastýru Vallar, og Heiðrúnar Scheving Ingvarsdóttur, verkefnastjóra fjölmenningar á Velli, að myndböndin dreifist sem víðast. Þær Hulda og Heiðrún segja rannsóknir sýna að fátæklegur orðaforði barna geti haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra og framtíð,
því skipta orð máli. Þessar einföldu athafnir að tala við barn, að syngja með því og lesa fyrir það geta haft mikil áhrif.. Rannsóknir sýna að barn sem fær mikla málörvun í fjölbreyttum aðstæðum á meiri möguleika á að takast á við þær áskoranir sem lífið mun bjóða upp á í framtíðinni,“ segir Heiðrún. Þær Hulda og Heiðrún segjast spenntar fyrir framhaldi verkefnisins
MYNDBÖNDIN MÁ SJÁ Á ÍSLENSKU, ENSKU, PÓLSKU OG ARABÍSKU Í GEGNUM ÞENNAN HLEKK MYNDSKEIÐIN ERU AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
en ný stefna þess tengist leiklist með börnum. Þá er meðal annars stefnt að því að setja upp svið í leikskólanum. „Þannig að Orð skipta máli, verkefnið okkar, heldur áfram en færir sig inn á ný svið. Því orðin eru alls staðar,“ segir Hulda. Heiðrún starfaði um skeið hjá Menntamálastofnun. „Ég sá það svo greinilega þegar ég var að ferðast um landið á vegum Menntamálstofnunar að ójöfnuður meðal barna er staðreynd í íslensku samfélagi. Barn sem býr í litlu þorpi úti á landi er oft ekki að fá sömu þjónustu og barn sem býr í stærra sveitarfélagi. Jöfnuður á meðal barna hefur alltaf verið mér hugleikinn og það er það sem drífur mann áfram í að vinna svona verkefni. Maður vill náttúrulega öllum börnum það besta. Að fræða foreldra um mikilvægi þess að barn búi yfir ríkulegum orðaforða er á vissan hátt ákveðið skref í átt að jöfnuði“ segir Heiðrún. Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi á Fræðslusviði Reykjanesbæjar, segir 29 prósent barna á leikskólum Reykjanesbæjar vera með íslensku sem annað
Áríðandi tilkynning frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja:
Þjónustuskerðing í sumar Vegna manneklu og sumarleyfa mun HSS þurfa að skerða ýmsa þjónustu í sumar. ÖLLUM BRÁÐAERINDUM VERÐUR SINNT en öðrum erindum kann að verða forgangsraðað í þágu öryggis skjólstæðinga stofnunarinnar. AÐEINS SLYSUM OG BRÁÐAERINDUM VERÐUR SINNT Á SLYSAOG BRÁÐAMÓTTÖKUNNI. Einstaklingar eru vinsamlegast beðnir um að leita ekki með önnur erindi þangað. ATH skráðir skjólstæðingar HSS hafa forgang á þjónustu. Þeir sem ekki eru skráðir á heilsugæslustöðvar HSS í Reykjanesbæ, Grindavík eða Vogum gætu þurft að bíða eða sækja þjónustu á sína heilsugæslustöð. Síðdegisvakt lækna verður með hefðbundnu sniði og hægt að panta tíma samdægurs frá kl. 13:00. Reynt verður að sinna flestum erindum en reikna má með að bið verði á þjónustu. HSS biðlar til skjólstæðinga sinna að sýna þessum vanda skilning. ATHUGIÐ AÐ ÖLLUM BRÁÐAERINDUM VERÐUR SINNT.
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
tungumál. Þá hefur Reykjanesbær bætt inn stöðugildum á leikskóla bæjarins og segir Ingibjörg það hafa verið gert til þess að „halda utan um þennan hóp barna og vinna með íslenskunámið þeirra“. Ingibjörg bætir við að það sé „sífellt verið að skoða hvernig hægt sé að mæta þessum hópi barna, sérstaklega hvað varðar að styrkja íslensku kunnáttu þeirra og er þá verið að horfa á orðaforða“. Aðspurðar hvort þeim finnist að eitthvað mætti gera betur til að koma til móts við fólk af erlendum uppruna í Reykjanesbæ segir Heiðrún: „Það eru allir að reyna að gera sitt besta en persónulega finnst mér það ekki vera nógu sýnilegt, sem má kannski tengja við nýafstaðnar kosningar og lélega kjörsókn. Það er spurning hvort upplýsingastreymi til erlendra íbúa sé að skila sér. Þetta er eitthvað sem við hugsuðum út í áður en við unnum myndbandið þ.e. hvernig við ætluðum að koma
þessum mikilvægu upplýsingum til foreldra þannig að árangur náist.“ Hulda tekur undir með henni og bætir við: „Það er mikilvægt að hafa fjölbreytileikann sýnilegan, að það sé ekki bara í orði heldur líka á borði.“
Viðskiptahugmynd varð að fyrirtæki:
„Í upphafi ferilsins var það aðeins fjarlægur draumur – en nú er sá draumur orðinn að veruleika“
Þær Jóhanna Helgadóttir og Anna Dagbjört Hermannsdóttir koma báðar frá Suðurnesjum en þær stofnuðu fyrirtækið Sigursetrið og vinna nú að undirbúningi fyrir opnun þess. Fyrirtækið veitir persónulega þjónustu og einstaklingsbundna ráðgjöf fyrir börn og ungmenni sem eru að takast á við krefjandi verkefni í skóla eða heima fyrir. Viðskiptahugmyndin var ein af um 40 umsóknum sem fengu inngöngu í HÍ-AWE Nýsköpunarhraðalinn 2022 en alls bárust yfir 100 umsóknir. Hraðallinn er samstarfsverkefni bandaríska sendiráðsins á Íslandi og Háskóla Íslands og er meginmarkmið þess að styrkja konur í stofnun fyrirtækja. Jóhanna og Anna hafa báðar mikla reynslu af starfi með börnum og foreldrum þeirra en þær kynntust í starfi við Háaleitisskóla í Reykjanesbæ. Þá komust þær fljótt að því
að þær deildu áhuga á stuðningi við foreldra og börn þegar kemur að flóknum og krefjandi verkefnum í lífi þeirra. Þær höfðu báðar gengið lengi með þá hugmynd að stofna fyrirtæki af þessum toga en nú eru þær í óða önn að vinna í opnun þess. „Í upphafi ferilsins var það aðeins fjarlægur draumur – en nú er sá draumur orðinn að veruleika,” segir Jóhanna. Stefnt er að því að hefja formlegan rekstur þann 1. september og er nú þegar hægt að bóka þjónustu og ráðgjöf fyrir haustið.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 21
„Þeir sem eru duglegir að koma sér á framfæri eru líklegri til að ná langt,“ – segir Sævar Helgi Jóhannsson, tónskáld og píanóleikari.
Sævar Helgi Jóhannsson. Mynd: Gunnlöð Jóna
Sævar Helgi Jóhannsson er ungt tónskáld og píanóleikari sem á rætur sínar að rekja til Reykjanesbæjar. Sævar hélt á dögunum útgáfutónleika fyrir fjórðu plötu sína Whenever You’re Ready en hann hefur áður gefið út þrjár plötur undir listamannsnafninu S.hel. Hann segir plötuna vera byggða á vangaveltum hans um seiglu, kulnun og hvíld. „Ég vona að þessi plata veiti hlustendum ró. Eins og titillinn gefur til kynna þá eru skilaboðin þau að það er í lagi að taka sér pásu og gera hluti fyrir sjálfan sig,“ segir Sævar. Sævar segist reyna að ögra sér við gerð hverrar plötu. Á nýjustu plötu hans eru strengjahljóðfæri en hann fékk strengjaleikara með sér í lið. „Allar útsetningar á plötunni eru mínar en það er alveg ómetanlegt að við upptökur á plötunni var ég með frábæra strengjaleikara sem hafa spilað með Ólafi Arnalds. Þau hjálpuðu mér mikið með að finna réttu textúruna/stemmninguna í laginu. Í mínum huga eru þau sérfræðingarnir og því afþakka ég ekki ef þau koma með góðar hugmyndir eða tilboð. Mér finnst bara svo ómetanlegt að vinna með öðrum,“ segir hann. Hægt er að hlusta á plötuna á öllum helstu streymisveitum og segir Sævar viðbrögð fólks við plötunni hafa verið góð. „Það eru nokkrir búnir að senda á mig skilaboð varðandi plötuna, ég er ótrúlega þakklátur fyrir það.“
Samdi tónlist fyrir Skugga Svein Sævar æfði á saxófón og píanó í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og lauk BA-gráðu í tónsmíðum við Listaháskólann. Sævar hefur unnið í fjölbreyttum verkefnum tengt
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
tónlistinni. „Ég er búinn að vera í hljómsveitarstússi, spila með kórum og búinn að vera að kenna á píanó í fjögur ár,“ segir hann. Þá samdi hann og útsetti einnig tónlistina fyrir nýjustu uppsetningu á leikritinu Skugga Sveinn í leikstjórn Mörtu Nordal þar sem Jón Gnarr var í aðalhlutverki en það var sýnt á Akureyri í vetur. „Ég hafði sem sagt samband við Mörtu, leikstjórann, til að leitast eftir verkefnum og hún heyrði svo í mér varðandi Skugga Svein. Hún leggur mikið upp úr máltakinu; þeir fiska sem róa,“ segir hann. „Þetta er örugglega eitt af elstu íslensku leikritunum. Það var skrifað 1861 og er eftir einn af ástsælustu höfundum Íslands, Matthías Jochumsson. Þannig þetta var alveg rosalega stórt verkefni. Við vorum með það markmið að gefa þessu nýjan anda en á sama tíma heiðra upprunalegu útgáfuna og halda upp á arfinn. Það tókst vel til og þetta náði vel til allra,“ segir Sævar.
Skugga Sveinn. Mynd: Auðunn Níelsson
Hljómsveitarmeðlimir með fjölbreyttar sögur Korda Samfónía er hljómsveit sem er samsett af hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nemendum Listaháskóla Íslands og skjólstæðingum Starfsendurhæfingastöðva Vesturlands, Hafnarfjarðar og Suðurnesja. Hljómsveitin var stofnsett í febrúar 2021 og koma hljómsveitarmeðlimir úr hinum ýmsu áttum og eru með fjölbreyttar sögur að baki. Verkefnið er runnið undan rifjum MetamorPhonics, samfélagsmiðuðu fyrirtæki sem Sigrún
Sævarsdóttir-Griffiths, tónlistarkona úr Keflavík, stýrir í London. Sævar hefur síðustu tvö ár tekið þátt í verkefninu og segir hann að verkefnið stuðli að því að við getum öll lært hvort af öðru. „Þetta gengur ekki bara út á að gera flotta tónlist heldur efla fólk og finna nýjar leiðir til að vinna saman,“ segir Sævar. Korda Samfónía hélt „debut“-tónleika í Eldborgarsal Hörpu á síðasta ári og var viðburðurinn tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir viðburð ársins. Hljómsveitin er búin að vinna í skemmtilegum og framandi verkefnum á síðustu misserum en heimildarmyndin Ég sé þig er um skapandi tónlistarsmiðjur Korda Samfónía og var hún sýnd á RÚV sunnudaginn 29. maí. Þá hélt hljómsveitin einnig tónleika í Fíladelfíukirkjunni mánudaginn 30. maí við góðar undirtektir.
Ætlaði ekki að verða tónskáld
Frá útgáfutónleikunum. Mynd: Rakel Ýr Stefánsdóttir
Sævar kemur úr mikilli tónlistarfjölskyldu og segir tónlistina hafa verið óumflýjanlega. Hann ætlaði þó aldrei að verða tónskáld en segir viðveru sýna í lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hafa aukið áhuga hans á tónlist til muna. „Ég ætlaði að verða leikari eða eitthvað allt annað, svo byrjaði ég að læra á saxófón þegar ég var um það bil tólf ára og Tónlistarskólinn í Reykjanesbæ var bara algjör griðastaður fyrir mig. Þetta var mjög eflandi umhverfi og ég held að áhuginn hafi aukist þar,“ segir Sævar og bætir við: „Ég var oft
Þetta er langhlaup, ekki gefast upp. Hæfileikar eitt og sér eru ekki nóg, þeir sem eru duglegir að koma sér á framfæri eru líklegri til að ná langt ... út af fyrir mig en ég fann mig í tónlistinni og spilaði píanó allan daginn. Það gaf mér svo mikið.“ Aðspurður hvaða skilaboð hann hefur til ungs tónlistarfólks segir hann: „Þetta er langhlaup, ekki gefast upp. Hæfileikar eitt og sér eru ekki nóg, þeir sem eru duglegir að koma sér á framfæri eru líklegri til að ná langt. Þeir fiska sem róa.“
Whenever You’re Ready Sævar Helgi Jóhannsson
sport Bergsveinn Andri Halldórsson, formaður Knattspyrnufélagsins Hafna, segir félagið vera fyrir stráka sem eru ekki tilbúnir að hætta eftir 2. flokk. „Þetta er meira en bara bumbu bolti,“ segir Bergsveinn.
VF-myndir: JPK
„Alveg glatað að þurfa að hætta í fótbolta!“ Knattspyrnufélagið Hafnir má segja að sé eitt yngsta íþróttafélag Reykjanesbæjar en félagið var endurvakið á síðasta ári. „Við erum í raun að endurlífga gamalt félag sem spilaði hér áður fyrir aldamót og erum við að blása í það nýju lífi og spilum með sama gamla merkið sem er Jamestown ankerið í Höfnum,“ segir formaður félagsins. Hafnir leika í C riðli 4. deildar karla og þeir eru stórhuga strákarnir sem standa á bak við félagið og fjármagna að öllu leyti sjálfir. Víkurfréttir hittu Bergsvein Andra Halldórsson, formann félagsins, til að fræðast um tilurð þess. Við byrjuðum á að spyrja formanninn hvernig stæði á því að menn hlaupi til og stofni fótboltafélag. „Hvernig stendur á því? Það er alveg svakalegur fjöldi hérna sem vill spila fótbolta, gríðarlegur áhugi bæði úr Keflavík og Njarðvík en svo hafa menn ekkert að fara þegar þeir eru búnir með annan flokkinn,“ segir Bergsveinn en hann er uppalinn Njarðvíkingur. „Það er eiginlega sorglegt að menn þurfi bara að hætta. Við erum með fjörutíu stráka skráða sem félagsmenn hjá okkur og af þeim eru svona þrjátíu virkir. Svo út af vinnu og skóla og þess háttar þá eru um og yfir tuttugu manns yfirleitt að mæta á æfingu hjá okkur. Það er bara svoleiðis á þessu stigi, menn komast ekki alltaf. Svo veit maður ekki hvað verður eftir sumarið því við erum alltaf að segja að við séum eiginlega of margir, sérstaklega á veturna því við höfum þá bara hálfan völl til að æfa á.“
Eftirsótt að geta spilað fótbolta í Reykjanesbæ Knattspyrnufélagið Hafnir er fjórða knattspyrnuliðið í Reykjanesbæ en
hin eru Keflavík sem leikur í Bestu deildinni, Njarðvík í 2. deild og RB sem spilar í 4. deild eins og Hafnir. „Við einbeitum okkur að strákum sem eru héðan og langar að spila fótbolta,“ segir Bergsveinn. „Við förum ekki lengra en að Reykjanesbrautinni í leit að mannskap.“ Hvernig hefur ykkur svo gengið á Íslandsmótinu? „Það hefur gengið ágætlega, við erum reyndar búnir að spila gegn tveimur af bestu liðunum í riðlinum en við höfum unnið einn leik og tapað tveimur.“ Hvert er markmiðið hjá ykkur? „Markmiðið í ár er bara að klára árið og reyna að halda sér í deildinni. Núna eru fimm riðlar í 4. deildinni og átta lið í hverjum riðli. Á næsta ári verður líka 5. deild svo tvö efstu liðin í hverjum riðli verða áfram í 4. deild en hin færast niður um deild. Við verðum að öllum líkindum í 5. deild á næsta ári því við lentum í frekar sterkum riðli. Við erum að keppa
Byrjunarlið Hafna sem vann KB 3:2 með mörkum frá Sigurði Þór Hallgrímssyni (18' og 68') og Magnúsi Einari Magnússyni (66'). Mynd af Facebook-síðu Knattspyrnufélagsins Hafna
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
gegn liðum sem hafa spilað saman í mörg ár – en Róm var ekki byggð á einum degi, það er pælingin. Við horfum á þetta félag sem langtímadæmi sem þarf sinn tíma.“ Þegar fjórða deildin verður ekki lengur spiluð í riðlum þá verður orðið mikið um ferðalög er það ekki? „Jú, þú sérð það að við förum ekkert lengra en á Selfoss núna – sem er kostur. Það er mjög erfitt að safna mannskap til að fara eitthvað lengra en það. Núna erum við bara að safna reynslu og ef við föllum í 5. deild þá bara vinnum við hana á næsta ári.“ Eru þetta allt strákar héðan úr bænum? „Langflestir, stór hluti kemur úr 2. flokki Keflavíkur og Njarðvíkur. Svo
Formaðurinn og varaformaðurinn. Bergsveinn með Daníel Erni Baldvinssyni sem, að þeirra sögn, er gamlinginn í hópnum – Daníel er þrítugur. eru strákar sem voru í 2. flokki en hættu eftir það. Við erum flestir strákar í kringum tvítugt, svo erum við með einn gamlingja sem er um þrítugt – það þarf líka að vera með reynslubolta í liðinu.“ Þannig að það er allt opið fyrir þessa stráka að komast inn í lið Keflavíkur eða Njarðvíkur? „Það er ein pælingin, að þeir geti komið hingað til að spila og safna leikreynslu. Svo ef kallið kemur þá hoppa þeir bara yfir. Keflavík og Njarðvík hafa verið með sameinaðan 2. flokk en það hefur aldrei náðst almennilegur hópur, það eru kannski tveir, þrír sem fá séns en hinir sitja eftir. Þegar menn þurfa að hætta í
Hafnamenn sýndu tilþrif í reitabolta á gervigrasinu við Reykjaneshöllina.
fótbolta þá missa þeir félagsskapinn og hreyfinguna – það er alveg glatað. Þótt þetta sé ekki á hæsta getustigi hjá okkur þá er þetta meira en bumbubolti.“ Hafnir spila sína heimaleiki í Reykjaneshöllinni en þegar VF kíkti á æfingu hjá þeim voru strákarnir að æfa á nýja gervigrasinu aftan við höllina. „Við fáum að æfa hérna núna, á stórum velli. Þetta er alveg þvílík aðstaða, góður völlur og það að vera svona úti er frábært. Helst myndum við vilja spila alla okkar leiki úti, kannski fáum við það í framtíðinni,“ segir Bergsveinn að lokum og er þotinn á æfingu.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 23
Bríet Sif Hinriksdóttir gengin til liðs við Íslandsmeistarana „Rúnar heillaði mig upp úr skónum,“ segir Bríet Sif Hinriksdóttir sem samdi við Íslandsmeistara Njarðvíkur í byrjun vikunnar um að leika með liðinu í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð. Bríet sem lék með Haukum á síðasta tímabili er uppalin í Keflavík en býr í Njarðvík, hefur verið að vinna á leikskóla í Njarðvík og á kærasta sem er Njarðvíkingur. Í viðtali við vefmiðil umfn.is segir hún að það hafi efalaust haft áhrif á ákvörðunina en henni hafi litist vel á klúbbinn og það starf sem er unnið hjá Njarðvík – svo hafi Rúnar heillað hana með fagurgala og hún sé komin til að vinna titla með Njarðvík. Tilkynning frá körfuknattleiksdeild UMFN: Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa samið við bakvörðinn Bríeti Sif Hinriksdóttur og mun því Bríet klæðast grænu á næstu leiktíð í Subwaydeild kvenna. Hvalreki á fjörur Njarðvíkinga sem þegar hafa mátt sjá á eftir Vilborgu Jónsdóttur og Helenu Rafnsdóttur í háskólanám í Bandaríkjunum. Bríet Sif lék með feiknasterku liði Hauka í vetur og mætti Njarðvík í magnaðri úrslitaseríu. Bríet var með 9,7 stig, 2,8 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik með Haukum í deildinni á síðustu leiktíð. „Rúnar heyrði í mér og seldi mér þetta rosalega vel. Þetta er flottur klúbbur. Ég bý hérna í Njarðvík þannig að þetta hentaði mér ágætlega, en hann heillaði mig eiginlega upp úr skónum hann Rúnar,“ sagði Bríet í samtali við UMFN.is í dag þegar hún skrifaði undir nýja samninginn. Bríet lék með Haukum gegn Njarðvíkingum í úrslitum Subwaydeildarinnar en hún segir það ekki setja strik í reikninginn þó tekist hafi
Kylfingurinn horfir yfir 18. flötina og Hólmsvöll
Kylfingur við 18. flötina á Hólmsvelli Bríet að kljást við Helenu Rafnsdóttur og Aliyah Collier í oddaleik Hauka og Njarðvíkur um Íslandsmeistaratitilinn. VF-mynd: JPK verið á í þeirri rimmu. „Það er bara inni á vellinum. Utanvallar eru þetta örugglega æðislegar stelpur og ég hlakka til að kynnast þeim. Ég hef engar erfiðar tilfinningar gagnvart þeim og er bara ógeðslega spennt fyrir komandi tímabili.“ Bríet er alin upp í Keflavík og hún viðurkennir að það hafi gert henni aðeins erfitt fyrir varðandi ákvörðun hennar. „Mér fannst það alveg smá erfitt. Ég var alltaf að hugsa hvað hefði 10 ára Bríet sagt? Hún hefði bara ranghvolft augunum og sagt hvað ertu að hugsa? Svo þroskast maður bara og reynir að sjá þetta í víðara samhengi. Mér fannst því fyrir þetta tímabil þetta vera minn besti kostur.“ Bríet sem hefur verið sigursæl í gegnum tíðina er kokhraust þegar kemur að markmiðum fyrir næsta tímabil. „Ég ætla að vinna, við erum að fara að vinna. Það þýðir ekkert að vinna og gera svo ekkert tímabilið á eftir.“
Glæstur árangur á sterku kvennamóti Fyrir skemmstu fóru þær Hildur Ósk Indriðadóttir og Margrét Guðrún Svavarsdóttir úr Hnefaleikafélagi Reykjaness (HFR) á stærsta hnefaleikamót kvenna sem er haldið árlega í Svíþjóð. Mótið nefnist á Golden Girl og tekur á móti öflugum stelpum frá öllum heimshornum. Hildur lenti á móti mjög reyndum hnefaleikara frá Svíþjóð, Feliciu Jacobsen, í 69 kg flokki. Felicia er bæði bæði hávaxin og örvhent, sem reynist andstæðingum oft erfitt. Hildi tókst vel á fara inn á vinstri hliðina á Svíanum en þegar allt kom til alls vantaði aðeins herslumuninn til að vinna bardagann. Felicia endaði á að vinna mótið. Margrét keppir í +81 flokki og átti tvo stórgóða bardaga á mótinu. Eftir harða baráttu við öflugar stelpur þá snýr Margrét aftur með gullið í sínum flokki. Virkilega flottur árangur hjá stelpunni. Með HFR foru með tvær stelpur frá hnefaleikafélaginu Þór. Þrátt fyrir öflugar baráttur duttu þær báðar út í fyrstu umferð, reynslunni ríkari.
Kylfingur, listaverk eftir Helga Valdimarsson, listamann úr Suðurnesjabæ, var settur upp á Hólmsvelli í Leiru í síðustu viku. Kylfingur horfir yfir 18. flötina og út á Hólmsvöll en hann trónir á klettahól við flötina og klúbbhúsið og tekur á móti kylfingum þegar þeir ljúka leik.
Nota þurfti öflugan kranabíl til að koma styttunni, sem er um 400 kg, á sinn stað. Það gekk vel og nú fylgist Kylfingur með kylfingum ljúka leik á Hólmsvelli og hvetur þá til að taka mynd af sér við hann og setja myllumerkið #kylfingur
Helgi Valdimarsson hefur gert mörg listaverk úr steypu og nokkur þeirra má sjá í hans heimabæ, Garðinum í Suðurnesjabæ. Hér er hann að setja lokahönd á verkið.
Það var gott að hafa fleiri hendur þegar steypa þurfti stall undir listaverkið og síðan að koma því á staðinn. F.v.: Örn, Vigfús, Helgi, Páll og Gísli Grétar.
Keflavík Íslandsmeistari á dýnu Íslandsmótið í hópfimleikum var haldið þann 29. maí í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Fimmtán stúlkur á aldrinum ellefu til þrettán ára frá Keflavík kepptu í þriðja flokki stúlkna og varð liðið íslandsmeistari á dýnu. Alls kepptu níu lið í flokknum lenti liðið í fjórða sæti samanlagt á áhöldum. Bikarmótið í áhaldafimleikum var að einnig haldið þessa sömu helgi og kepptu þær Alísa Myrra Bjarnadóttir, Helen María Margeirsdóttir, Lovísa Gunnlaugsdóttir, Íris Björk Davíðsdóttir og Jóhanna Ýr Ólafsdóttir í frjálsum æfingum. Góður árangur iðkenda fimleikadeildar Keflavíkur, bæði í hóp- og áhaldafimleikum, hefur ekki leynt sér en þær Lovísa Gunnlaugsdóttir, Margrét Júlía Jóhannsdóttir og Helen María Margeirsdóttir munu einnig keppa á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem haldið verður helgina 11.–12. júní í Gerplu.
3. flokkur Keflavíkur í hópfimleikum og þjálfarar.
Listaverkið er gefið af Páli Ketilssyni og fjölskyldu en hann fékk golfbakteríuna á Hólmsvelli fyrir fimmtíu árum og hefur verið félagi í Golfklúbbi Suðurnesja alla tíð. Páll er eigandi Víkurfrétta og hluti af miðlum VF er golfsíðan kylfingur.is. GS félagarnir Örn Bergsteinsson og Gísli Grétar Björnsson aðstoðuðu Pál við uppsetningu listaverksins. Þeir steyptu stall undir Kylfing svo hann gæti staðið hátt og verið vel sýnilegur en hann sést vel frá flestum brautum og einnig þegar Garðvegurinn er ekinn vestan við golfvöllinn.
Bæði lið Borðtennisfélags Reykjanesbæjar upp um deild Katla Ketilsdóttir hefur sett 101 Íslandsmet í ólympískum lyftingum. Mynd af Instagram-síðu Kötlu
101 Íslandsmet Katla Ketilsdóttir setti fjórtán Íslandsmet á Evrópumótinu í ólympískum lyftingum. Að þessu sinni var mótið haldið í Tírana í Albaníu og fór fram dagana 28. maí til 5. júní. Katla keppti í -64 kg flokki kvenna og lenti hún í ellefta sæti. Þyngsta lyfta Kötlu í snörun var 88 kg en hún lyfti þyngst 106 kg í jafnhendingu og fékk hún allar sínar lyftur gildar. Auk þess að hafa sett fjöldann allan af Íslandsmetum á mótinu hlaut hún einnig „elite pin“ viðurkenninguna. Elite pin er viðurkenning sem veitt er þeim sem ná ákveðnum árangri eftir stöðlum Norðurlandanna og hafa staðist öll lyfjapróf á ferlinum. Þeir sem hafa hlotið viðurkenninguna fá beinan aðgang á öll mót Norðurlandanna. Katla er sjötti Íslendingurinn til að hljóta slíka viðurkenningu. Þess má geta að Katla hefur sett 101 Íslandsmet síðan hún byrjaði í íþróttinni. Katla náði markmiðum sínum fyrir mótið en hún segir langtímamarkmið sitt vera að komast á Ólympíuleikana. Aðspurð hvað taki við eftir mótið segir hún: „Ég er að fara inn á smá undirbúningstímabil núna fyrir EM Junior og heimsmeistaramótið í haust.“
Borðtennisfélag Reykjanesbæjar (BR) tók í vetur í fyrsta sinn þátt í deildarkeppni Borðtennissambands Íslands (BTÍ) en félagið var stofnað á síðasta ári. Árangur félagsins hefur verið framúrskarandi á tímabilinu og sendi BR tvö lið til keppni, BR-A og BR-B. BR-A varð deildarmeistari í 3. deild og hafði því þegar tryggt sér sæti í 2. deild að ári en BR-B, sem lenti í öðru sæti deildarinnar, átti að leika umspilsleik við lið Samherja, liðinu í fimmta sæti. Lið Samherja mætti ekki til leiks og því leika bæði lið BR í 2. deild á næsta keppnistímabili. Í 2. deild eiga því eftirtalin lið keppnisrétt á næsta keppnistímabili: Akur-A, BR-A, BR-B, HK-B, HK-C og KR-B.
Hundalíf í París LOKAORÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR
Lýðheilsugöngur í Reykjanesbæ Fjölmenni var í fyrstu lýðheilsugöngu í Reykjanesbæ en í henni var farið að Reykjanesvita þar sem gönguhópurinn var fræddur um sögu svæðisins, framtíðarpælingar og uppbyggingu. Fjórar lýðheilsugöngur verða í Reykjanesbæ í upphafi sumars. Göngurnar eru um ein til tvær klukkustundir eftir veðri og aðstæðum og eru öllum að kostnaðarlausu. Leiðsögumaður er Rannveig Lilja Garðarsdóttir ásamt góðum gestum. Mæting í allar göngurnar er aftan við ráðhús Reykjanesbæjar kl. 18:30 þar sem sameinast verður í bíla og ekið að upphafspunkti. Næstu göngur verða 14. júní þar sem Garðskagi verður genginn að Kirkjubóli, 21. júní verða brunnarnir í Innri-Njarðvík skoðaðir og fræðst um sögu þeirra. Síðasta ganga verður um Leiruna 5. júlí.
VF-myndir: ÁsdísRagna.
Eins og vart hefur farið framhjá dyggum lokaorðalesendum flutti sú sem heldur hér á penna með fjölskyldunni til Parísar fyrir nokkrum mánuðum. Þetta hefur verið algjör draumadvöl og njótum við lífsins í hvívetna, sérstaklega nú þegar yndislegt sumarið hefur tekið við af dásamlega vorinu. En það tekur líka á að flytja og mikil viðbrigði að byrja í nýjum skóla, nýrri vinnu, venjast nýjum siðum og umhverfi. Ekki síst þegar viðkomandi er hundur. Lubbalífið hefur tekið miklum breytingum. Í stað þess að taka daglega sinn venjulega göngutúr í allskonar veðrum um fallegu strandleiðina í Keflavík, labbar hann nú um götur Parísarborgar, í skógum og fallegum lystigörðum, líka reyndar í allskonar veðrum. Það eru reyndar færri lægðir, enginn snjór og minna rok en þeim mun meiri hiti og raki. Ég er ekki frá því að Lubbi sakni hressilegu lægðanna akkúrat núna þessa dagana þegar hitinn fer ekki undir tuttugu stig og togast jafnvel undir þrjátíu gráðurnar suma daga. Það er erfitt að vera hundur frá Íslandi í svona hita, brjálæðislega heitar gangstéttir og allt of lítið um skugga til að kæla sig í. Gönguferðirnar verða mjög hægar og stundum stoppar hann bara, horfir á mann biðjandi augum og biður mann vinsamlega (með því að neita að halda áfram) að hætta þessari vitleysu og fara heim. Strax.
Optical Studio fagnar 40 ára afmæli Af því tilefni bjóðum við 40% afslátt miðvikudaginn 8. júní og fimmtudaginn 9. júní *Afslátturinn gildir ekki af tilboðsvöru
Opið 10 - 18
opticalstudio.is
511-5800
En hundalífið er líka mjög spennandi hér í París. Það eru hundar úti um allt og margar sætar Parísartíkur til að skoða. Það eru reyndar ekki bara tíkurnar sem hann er spenntur fyrir, við komumst nefnilega að því að kærastan hans á hundasnyrtistofunni reyndist eftir allt saman vera karlkyns! En það er hið besta mál – við fögnum auðvitað bara fjölbreytileikanum. Það sem er hins vegar það allra besta við hundalífið hér er að hér eru hundar velkomnir alls staðar. Þeir eru partur af samfélaginu, það er gert ráð fyrir þeim og eru bara vel uppaldir og alls ekkert til vandræða. Lubbi er orðinn mjög veraldarvanur, hann fer stilltur og prúður í metróið, í leigubíla, á veitingastaði (þar sem
Mundi Er ekki réttara að kalla þetta lúxuslíf Lubba?
honum er alltaf boðið upp á vatn í fínum dalli) og er velkominn í velflestar verslanir. Við fórum til dæmis í eina allra fínustu verslun Parísar um daginn, Samaritaine, þar sem við áttum fyrirfram kannski ekkert endilega von á að honum yrði vel tekið. Þetta er ótrúlega falleg verslun á mörgum hæðum með hönnunarvörur, rándýra merkjavöru og kampavín af öllu tagi. Við spurðum við dyrnar og hann var heldur betur velkominn. Okkur var vísað rakleiðis á þjónustuborðið þar sem okkur var færð falleg svört taska til að setja hann í og þannig bárum við hann um verslunina eins og þann hefðarhund sem hann er orðinn! Þetta viðhorf til hunda er dásamlegt og við Íslendingar getum mikið lært af því. Lubbi biður fyrir sérstaklega góðar kveðjur á strandleiðina!
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS