1 minute read
Stærsti hraðhleðslugarður Íslands
hefur verið opnaður á Aðaltorgi í Reykjanesbæ
InstaVolt, öflugasta hraðhleðslufyrirtæki Bretlands tók í notkun stærsta hraðhleðslugarð Íslands þriðjudaginn 6. júní en hann er staðsettur við Aðaltorg í Reykjanesbæ, skammt frá Keflavíkurflugvelli. Alls hafa verið settar upp tuttugu hleðslustöðvar við Aðaltorg og eru þær knúnar af HS Orku, sem er samstarfsaðili InstaVolt í verkefninu, en HS Orka er þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins. Gert er ráð fyrir 200 nýjum InstaVolt hleðslustöðvum víðs vegar um land á næstu tveimur árum.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, var viðstaddur opnunarathöfnina við Aðaltorg og sagði m.a. af því tilefni: „Íslandi hefur tekist vel til í orkuskiptum í samgöngum á landi og er í öðru sæti á eftir Noregi í sölu á rafbílum og tengiltvinnbílum. Eigi Ísland að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um full orkuskipti fyrir árið 2040 verðum við að hraða orkuskiptunum. Fjölgun hraðhleðslustöðva ætti að auðvelda okkur að ná þeim markmiðum okkar.“
Við trúum á framtíð Suðurnesja