1 minute read

Lögðu blómsveig við minnismerki sjómanna

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ síðasta sunnudag. Sjómannamessur voru haldnar í Útskálakirkju og Hvalsneskirkju þar sem séra Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur í Útskálaprestakalli prédikaði. Á Hvalsnesi aðstoðuðu félagar úr Björgunarsveitinni Sigurvon við að leggja blómsveig að minnisvarða um drukknaða sjómenn. Að Útskálum komu slysavarnakonur úr Unu í Garði um athöfnina. Þá var haldin sjómannamessa í Duus safnahúsum eins og hefð er orðin fyrir. Þar predikaði séra Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur Keflavíkursóknar. Eftir athöfnina þar var gengið með blómsveig að minnismerki sjómanna.

Bæjarráð Reykjanesbæjar ánægt

með Fab Lab á Suðurnesjum

Samstarfssamningur og samstarfsyfirlýsing um rekstur stafrænnar smiðju, Fab Lab Suðurnesja í Reykjanesbæ, var lagður fram á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með samninginn. Reykjanesbær greiðir fyrir rekstur þess húsnæðis sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja leggur Fab Lab Suðurnesja í Reykjanesbæ til en það felur í sér húsaleigu, netog samskiptakostnað, vatn og hita, sorphirðu, rafmagn, þrif og öryggismál skv. sérstökum reikningi frá FS. Skal miða við hlutdeild í þeim

This article is from: