2 minute read
Jón hrútur gengur betur við hæl en nokkur hundur
– segir
frístundabóndinn
Aron Arnbjörnsson á Nýlendu
Aron Arnbjörnsson er bílstjóri hjá Olís að atvinnu en hefur frekar óhefðbundið áhugamál ef svo má segja –Aron stundar frístundabúskap þar sem hann býr úti á Stafnesi. „Ég var mikið í sveit þegar ég var yngri og hef alltaf haft gaman af dýrum,“ sagði Aron þegar Víkurfréttir litu í heimsókn til hans á Nýlendu. „Mig hefur lengi dreymt að vera í sveit og með bú. Kannski ekki alveg af þessari stærðargráðu en maður þarf að byrja einhvers staðar.“
Aron segist ekki stefna á að stækka bústofninn, allavega ekki á meðan hann býr á Nýlendu, en er nægur tími til að sinna svona frístundabúskap í hjágreinum?
„Maður býr hann til. Hérna heima á bænum er ég með tvo heimalninga, tvo hunda, kött, tvær kanínur og rollur í sumarbeit í hólfi. Svo er ég með gæsir og hænur.“
Og nýtir þú þetta allt til manneldis?
„Já, þetta er allt til manneldis – nema hundarnir, kötturinn og kanínurnar.“
Það er að mörgu að huga í svona búskap. Hvað eru þetta margar skjátur sem þú ert með?
„Í vetur var ég með átta á húsi, veturfóðraðar. Svo komu sex lömb undan þeim og tvö aukalömb sem ég var beðinn um að taka í fóstur. Það eru heimalningarnir sem eru hérna í kringum okkur.“
FRÍSTUNDIN
Þetta eru eins og hvolpar, skoppandi í kringum þig.
„Já, eldri heimalningurirnn, þessi stærri. Hann Jón hrútur, hann gengur hæl mun betur heldur en hundar. Hann er mjög duglegur þar, það má segja að hann sé eins og hundur. Ef maður hleypur af stað þá hleypur hann af stað líka.“
Hvað ætlarðu að gera við þessu lömb sem þú fékkst í vor, eru þau til að stækka stofninn?
„Nei, þau fara svo bara í sláturhús. Ég er með gimbra sem eru að bætast í stofninn, þannig að ég verð með fleiri sem bera á næsta ári heldur en núna – en ég stækka stofninn aldrei meira en húsið leyfir.“
Ég vil hvergi annars staðar vera en í sveit. Það er langbest, svo mikill friður og ferskt loft ...
Er ekki fínt að vera í þessu hérna úti á nesi, að vera svona úti í náttúrunni?
„Ég vil hvergi annars staðar vera en í sveit. Það er langbest, svo mikill friður og ferskt loft. Sjórinn hérna við hliðina á manni,“ segir Aron en hann nýtir sér einnig aðgengið að sjónum sér og sínum til viðurværis.
„Ég er líka með bát sem ég nota til þess að fara hérna út á sjóstöng og ná mér í soðið. Svo er ég líka á veiðum á önd og gæs, reyndar lítið hér. Ég stunda það annars staðar.“
Aron segist ekki vera alveg sjálfum sér nægur þegar kemur að því að afla matar fyrir fjölskylduna
Í vetur var ég með átta á húsi, veturfóðraðar. Svo komu sex lömb undan þeim og tvö aukalömb sem ég var beðinn um að taka í fóstur ...
– það sé ennþá ýmislegt sem þarf að sækja í búðina en megnið af kjöti og fisk sjái hann um sjálfur. Hann ræktaði kartöflur en segist hafa gefist upp á því þegar grasvöxturinn var orðinn of mikill.
Heilt yfir ekkert svo mikil vinna
Aron segir að frístundabúskap eins og hann er með fylgi ekkert svo mikil vinna. „Þetta er meira tímabil þar sem er mikið að gera, aðallega á vorin og haustin. Svo er maður náttúrlega í því að setja á rétt fyrir jól. Þannig að maður er ekki vakinn og sofinn yfir þessu.“
Hvað gerir þú við féð yfir sumartímann?
„Þegar lömbin eru tilbúin að fara út þá fara þau niður á tún og eru þar í svolitla stund. Svo smölum við þeim saman í hólf hérna á túninu og förum með féð á kerrum upp í sumararhólfið þar sem það er fram að réttum í haust.“
Þegar þú ert með svona frístundabúskap, þarftu að leggja til hjálp við smölun hér á Reykjanesinu eða er það bara ykkar hólf sem þú þarft að sinna?
„Já, við sinnum okkar hólfi í sameiningu. Höldum við girðingum sem á að vera það örugg að