2 minute read
Sjóarinn síkáti söng og dansaði
Sjóarinn síkáti, hátíð sem Grindvíkingar hafa haldið til fjölda ára í tilefni af Sjómannadeginum, var haldin um síðustu helgi og var mikið um dýrðir. Hátíðin hefst venjulega í sömu viku og voru haldnir tónleikar á Bryggjunni og Sjómannastofunni Vör. Sumum finnst Bryggjuballið á föstudeginum vera hápunkturinn en breyting var að þessu sinni en íbúar Grindvíkinga hafa alltaf skreytt hverfin sín í grænum, rauðum, bláum og appelsínugulum lit. Engir litir voru núna og Nettó bauð öllum í fiskisúpu við íþróttahúsið. Það var Körfuknattleiksdeild UMFG sem sá um framkvæmdina, súpan var einstaklega góð en það var meistarakokkurinn Atli Kolbeinn Atlason sem sá um hana. Allir fóru svo á Bryggjuballið og var kátt á hjalla. Selfyssingarnir Magnús Kjartan (Stuðlabandið) og Ingó Veðurguð, skemmtu á Vörinni og Fishhouse og var troðið á báðum stöðum.
Á laugardaginn bar að margra mati hæst, streetball körfuboltamót og mátti sjá suma af bestu körfuknattleiksmönnum Íslands keppa, leikmenn eins og Grindvíkingurinn
Jón Axel Guðmundsson og nýkrýndur Íslandsmeistari með Tindastóli, Sigtryggur Arnar Björnsson.
Þvílík tilþrif sáust og sigurvegararnir voru Jón Axel og félagar.
Á laugardagskvöldið hélt svo Körfuknattleiksdeild UMFG sitt árlega ball og tókst frábærlega til, mjög margt og mikið stuð. Eldri kynslóðin kvartaði yfir að ekkert væri fyrir þau og mættu veitinga- staðir bæjarins taka það til íhugunar fyrir næstu Sjómannahelgi. Flott framtak hjá Grindavíkurbæ að bjóða öllum að taka þátt í skoðanakönnun um hvað var vel heppnað og hvað mætti betur fara að ári.
Sunnudagurinn sem er sjálfur Sjómannadagurinn, fór síðan vel fram með hefðbundnu sniði en líklega ber hæst, hátíðarmessan í Grindavíkurkirkju og allir labba svo að Von sem er stytta til heiðurs föllnum sjómönnum. Sjómannafélagið býður síðan alltaf til hátíðarkvöldverðar á Sjómannastofunni Vör og tókst vel til eins og ávallt. Grindvíkingar og aðrir gestir, lögðust eflaust þreyttir á koddann á sunnudagskvöldi en myndirnar sem hér fylgja, segja í raun meiri sögu en þessi pistill.
Ólafur R. Sigurðsson og bátasmiðurinn Hafliði Aðalsteinsson
Ólafur R. Sigurðsson, Marta Karlsdóttir og Óskar Sævarsson frá Hollvinasamtökum áttæringsins.
N R Tt Ringur Til Grindav Kur
Nýsmíðaður áttæringur var afhjúpaður í Grindavík á sjómannadaginn en meira en öld er síðan Íslendingar hættu almennt að róa til fiskjar á árabátum. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að smíði á slíkum bát en það eru Hollvinasamtök áttæringsins í Grindavík sem standa fyrir smíðinni.
Ólafur R. Sigurðsson er einn þeirra sem er í forsvari fyrir Hollvinasamtökin. „Þetta voru mikilvægustu atvinnutæki þjóðarinnar og íbúanna í Grindavík sem sóttu björg sína í sjóinn og hefur verið okkar lífsbjörg frá því land byggðist. Við áttum ekki líkan af al- vöru áttæringi og þess vegna fórum við út í það að smíða skipið. Þetta er líkan af þeim skipum sem fórust hér á sundinu og sóttu björg í bú, þessi skip gerðu það að verkum að lífvænlegt væri í Grindavík.“
Þetta voru frekar stór skip, í Gullbringusýslu eru heimildir fyrir því að Grindavíkurskipin hafi verið lengst, allt að einum og hálfum metra lengri en almennt gerðist með áttæringa. Grindavíkurlagið var líka öðruvísi, þeir grindvísku voru grynnri en þó ekki eins og sandaskipin. Þeir rystu minna sem er þó undarlegt þar sem þau eru með mesta fermetrafjölda í seglabúnaði. Skipin í Grindavík voru byggð til að kljúfa ölduna, þegar stór alda kom undir að aftan við brimlendingu, klauf lagið á bátnum ölduna. Fyrir bragðið báru skipin ekki jafn mikið og önnur skip. Sandaskipin voru t.d. nánast flöt að neðan, kjöllaus. Grindvíski áttæringurinn þurfti að vera sterkbyggður vegna harðar lendingar, kjölurinn þurfti að vera með sterkara móti.
„Svona var lífið í Grindavík á þessum tíma, fólk gat ekki verið með mikinn búskap en þetta fór vel saman, þ.e. sjósókn, nokkrar rollur og tvær til þrjár beljur sem voru á þessum litlu blettum sem voru hér í þessum hverfum. Við flesta bæi í Grindavík, voru lengi litlar verbúðir fyrir þá menn sem sigldu út á þessum skipum.
Það var gaman að taka þátt í þessi verkefni og frábært að geta frumsýnt bátinn á þessari flottu sjómannahátíð sem við Grindvíkingar höldum. Áttæringurinn verður til sýnis við Kvikuna í sumar en hvar hann verður síðan geymdur og til sýnis er ekki gott að segja til um. Hver veit nema hann verði einfaldlega alltaf geymdur úti, ekki voru karlarnir á sínum tíma að koma bátunum í skjól frá veðrum og vindum,“ sagði Ólafur að lokum.