Víkurfréttir 23. tbl. 44. árg.

Page 12

Falla frá fyrirhugaðri launahækkun

bæjarfulltrúa

Bæjarráðsfulltrúar í Reykjanesbæ samþykktu samhljóða á fundi bæjarráðs 1. júní að falla frá fyrirhuguðum launahækkunum samfara hækkun þingfararkaups.

Samkvæmt samningum ættu laun bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar að hækka í samræmi við þingfararkaup í júlí nk. Launin eru hlutfall af launum þingmanna og eru hlutastörf.

formlegri opnun hraðhleðslugarðsins, f.v. Tómas Sigurðsson, forstjóri HS Orku, Adrian Pike, stjórnarformaður InstaVolt og stjórnarformaður HS Orku, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri

Stærsti hraðhleðslugarður landsins opnaður

við Aðaltorg

n 20 hraðhleðslustöðvar. Öflugasta hraðhleðslufyrirtæki Bretlands í samvinnu við HS Orku.

InstaVolt, öflugasta hraðhleðslufyrirtæki Bretlands hefur opnað stærsta hraðhleðslugarð landsins við Aðaltorg í Reykjanesbæ. Alls hafa verið settar upp tuttugu hleðslustöðvar við Aðaltorg og eru þær knúnar af HS Orku, sem er samstarfsaðili InstaVolt í verkefninu, en HS Orka er þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins. Gert er ráð fyrir 200 nýjum InstaVolt hleðslustöðvum víðs vegar um land á næstu tveimur árum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, var við opnunina, 6. júní. „Íslandi hefur tekist vel til í orkuskiptum í samgöngum á landi og er í öðru sæti á eftir Noregi í sölu á rafbílum og tengiltvinnbílum. Eigi Ísland að ná markmiðum ríkisstjórn-

SJÓMANNADAGURINN Í MÁLI OG MYNDUM

– sjá síður 6 og 12 í blaðinu í dag

Brynja byggir sjö íbúðir í Reykjanesbæ

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að veita 12% stofnframlag vegna verkefnis Brynju leigufélags ses. um byggingu á sjö íbúðum í Reykjanesbæ. Stofnvirðið er 335,1 milljón króna og er stofnframlag sveitarfélags því 40,2 milljónir króna.

arinnar um full orkuskipti fyrir árið 2040 verðum við að hraða orkuskiptunum. Fjölgun hraðhleðslustöðva ætti að auðvelda okkur að ná þeim markmiðum okkar,“ sagði ráðherra.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sagði af sama tilefni: „Við vildum tryggja okkur samstarfsaðila með langa og farsæla reynslu af hraðhleðslumöguleikum og því varð InstaVolt fyrir valinu. Við fögnum komu þeirra á íslenska markaðinn og hlökkum til að taka þátt í enn frekari innviðauppbyggingu með fyrirtækinu vítt og breytt um landið.“

Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs, sagði að með þessu skrefi hefðu Suðurnesin farið úr neðsta sæti í efsta sætið hvað varðar þjónustu við rafbílaeigendur.

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM 8.–11. júní
Frá Aðaltorgs, og Heike Bergmann, stjórnarmaður í HS Orku. VF/Páll Ketilsson
7. júní 2023 // 23. tbl. // 44. árg.
Miðvikudagur

Ný ábendingagátt á vef Reykjanesbæjar

Ný ábendingagátt fór í loftið á vef Reykjanesbæjar 1. júní, en um er að ræða eina einingu í gæðakerfi sveitarfélagsins sem hefur verið í innleiðingu seinustu ár. Gæðakerfi Reykjanesbæjar er CCQ frá Origo sem var tekið í notkun í janúar 2020.

Heilbrigðiseftirlitið lokaði tveimur veitingahúsum að Hafnargötu 30

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja stöðvaði 12. apríl sl. starfsemi veitingastaðarins Malai Thai, Hafnargötu 30 í Reykjanesbæ. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja kom saman til fundar og staðfesti þar aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins.

Þann 23. maí hafnaði embættið að aflétta lokun veitingastaðarins og heilbrigðisnefnd kom saman

til fundar tveimur dögum síðar og staðfesti aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins.

Þann 3. apríl sl. stöðvaði embættið einnig starfsemi veitingastaðarins Royal Indian við Hafnargötu 30 í Reykjanesbæ. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja staðfest þær aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins á fundi sínum 4. maí.

Bærinn segir nei við afslætti í sund og strætó fyrir Hjallastefnuna

Hjallastefnan hefur sent bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ erindi þar sem óskað er eftir afslætti í sund og strætó fyrir starfsfólk leikskóla.

Bæjarráð hafnar erindinu og svarar því til að engir íbúar fá ókeypis í strætó. Árskort í strætó er kr. 5.000 fyrir fullorðna sem er niðurgreitt. Starfsfólk Reykjanesbæjar hefur undanfarin ár fengið sundkort í jólagjöf frá sveitarfélaginu og börn, tíu til átján ára, búsett í Reykjanesbæ, fá fría árs áfyllingu gegn framvísun á útgefnu aðgangskorti. Þá er frír aðgangur fyrir börn yngri en tíu ára.

Ábendingagáttin er notendavænni en fyrri lausnir og auðveldari úrlausnar fyrir starfsfólk.

Ný ábendingagátt hentar öllum snjalltækjum og er því mjög auðvelt að grípa símann og senda ábendingu með einföldum hætti. Hægt er að senda myndir með ábendingunni og möguleiki er að senda staðsetningu á korti ef það á við.

„Öflugt bakendakerfi gerir það að verkum að starfsfólk getur brugðist hratt við ábendingum og komið þeim í réttan farveg. Kerfið sýnir einnig hvar ábendingin er stödd innan stjórnsýslunnar sem gerir eftirfylgni markvissari en

áður. Hver og ein ábending bætir okkur sem sveitarfélag og tekur Reykjanesbær fagnandi á móti öllum ábendingum,“ segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, gæðastjóri, og Margrét Lilja Margeirsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála, unnu að innleiðingu á nýrri ábendingargátt ásamt mörgum öðrum sem komu að verkefninu.

Reykjanesbær eykur sýnileika og gagnsæi

Reykjanesbær hefur gert samstarfssamning við Laufið, fyrstu grænu upplýsingaveituna á Íslandi, sem felur í sér aðgang að hugbúnaði Laufsins og greiningum, auk aðkomu sjálfbærniráðgjafa Laufsins við fræðslu, innleiðingu og ráðgjöf varðandi sjálfbærni. Einnig verður kortlögð staða stofnana og skóla Reykjanesbæjar.

Sjálfbærniráðgjafar Laufsins munu aðstoða stjórnendur stofnana bæjarfélagsins við að ná sínum markmiðum sem samanstanda af flokkun úrgangs, kolefnisjöfnun, virkri umhverfisstefnu, miðlum þekkingar til starfsmanna ásamt þátttöku í hringrásarhagkerfinu.

Á dögunum var skrifað undir samstarfssamning milli Reykjanesbæjar annars vegar og Laufsins hins vegar um aukinn sýnileika og gagnsæi innan stofnana Reykjanesbæjar. Á myndinni eru fulltrúar Laufsins og Reykjanesbæjar.

Íslandshús

ÍSLANDSHÚS EHF. LEITAR AÐ LIÐSAUKA

Við erum nýsköpunarfyrirtæki sem framleiðir forsteyptar einingar úr steypu ásamt fylgihlutum sem saman skapa heildarlausn fyrir ýmis verkefni.

Erum að leita að starfsmanni sem hefur reynslu af suðuog málsmíði, sem getur unnið sjálfstætt. Verkefni eru fjölbreytt og koma að smíðum móta, viðhaldi ásamt framleiðslustörfum.

Þarf að vera með vinnuvélaréttindi.

Góð laun í boði fyrir réttan mann. Vinnutími 8–17.

Starfstöð: Bogatröð 13, 262 Ásbrú í Reykjanesbæ.

Áhugasamir hafa samband við Brynjar Húnfjörð framleiðslustjóra

Sími: 858-9102 | Netfang: brynjar@islandshus.is www.islandshus.is | www.dvergarnir.is

Samhliða þessu verkefni mun Reykjanesbær hvetja stjórnendur fyrirtækja í bæjarfélaginu að nýta sér kynningarfundi þar sem fulltrúar Laufsins munu fræða þá um mikilvægi þess að vera ábyrgur fyrirtækjastjórnandi þegar kemur að umhverfismálum og um leið hvernig best er að takast á við áskoranir og reglugerðir framtíðarinnar Reykjanesbær og Laufið munu því setja á dagskrá sérstaka umhverfisviku fyrir stjórnendur fyrirtækja þar sem fjallað verður um lausnir og leiðir fyrirtækja til þess að vera viðbúin og um leið skapa sterka ásýnd, því saman getur Reykjanesbær verið öðrum bæjarfélögum og fyrirtækjum til fyrirmyndar.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
í umhverfis- og sjálfbærnimálum
2 // víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M
Stofn Við lengjum opnunartímann! Nú er opið í útibúinu í Reykjanesbæ alla virka daga frá 9:00 til 15:00. Sjóvá | Hafnargata 36 | 440 2000 | sudurnes@sjova.is Páll elskar endurgreiðslur. Þess vegna er hann hjá Sjóvá.

Fjölmenn fjölmenningarhátíð

Andrými hleypt af stokkunum í Reykjanesbæ

Það var margt um manninn í bókasafni reykjanesbæjar og skrúðgarðinum í keflavík á laugardaginn þegar íbúar reykjanesbæjar fengu að njóta fyrsta viðburðar andrýmis í sumar. í bókasafninu var haldið upp á tíu ára afmæli Heimskvenna en að því loknu buðu erlendar fjölskyldur upp á matarveislu í skrúðgarðinum.

Reykjanesbær óskaði fyrr í vor eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum til að endurskilgreina torg og almenningssvæði sveitarfélagsins með tímabundnum lausnum. Verkefninu, sem gengur undir nafninu Andrými, er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun svæða og auka fjölbreytta notkun almennings á svæðinu. Andrými mun standa fyrir ýmsum viðburðum fram í miðjan september en fyrsti viðburðurinn var haldinn um síðastliðna helgi.

Margrét Lilja Margeirsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála hjá Reykjanesbæ, sagði þetta vera undir áhrifum og óbeint framhald verkefnisins Hughrif í bæ þegar Víkurfréttir ræddu við hana í vor en það verkefni var ríkisstyrkt árin 2019 og 2020.

„Þetta getur verið hvað sem er; viðburðir, listaverk, gjörningar.

Þetta geta verið margskonar verkefni. Bara eitthvað sem er skemmtilegt, í krafti fjölbreytileika,“ sagði Margrét þá en nú segir hún þegar sé byrjað að lífga upp á bæinn með vegglistaverkum og þá verði haldið áfram að mála ruslafötur sveitarfélagsins auk annarra verkefna og uppákoma. „Eitt verkefna Andrýmis í sumar verður að byggja útigallerí sem mun standa fyrir þremur listasýningum og opnunarviðburðum í tengslum við þær.

Þá mun listamönnum einnig gefast tækifæri til að sýna list sína í þessu útigalleríi,“ sagði Margrét.

Það er margt í deiglunni í menningarlífi Reykjanesbæjar þetta sumarið og verður því áhugavert að fylgjast með framvindunni.

Framandi matur og skemmtidagskrá í skrúðgarðinum

mætast var haldin. Fólki gafst færi á að gæða sér á gómsætum og framandi réttum frá Afganistan, Írak, Sýrlandi og Venesúela – girnilegum réttum sem eru ekki vanalega á borðum Íslendinga.

Ásamt því að borða góðan mat var hægt að skella sér í zumbakennslu og þá var hoppukastali og andlitsmálun í boði fyrir börnin.

Vettvangur fyrir konur af erlendum uppruna í tíu ár

Veisluhöldin hófust í Bókasafni Reykjanesbæjar með sögustund á ensku fyrir börn, síðan héldu Heimskonur upp á tíu ára afmæli sitt með pompi og prakt þar sem gestum var boðið upp á kaffi og bakkelsi. Heimskonur er félagsskapur í Reykjanesbæ sem skapar vettvang fyrir konur af erlendum uppruna og heimakonur til að hittast og spjalla um málefni líðandi stundar. Þannig gefst konum af erlendum uppruna tækifæri til þess að ræða sameiginlegar áskoranir og upplifanir af landi og þjóð, auk þess að æfa íslensku með öðrum sem standa í svipuðum sporum.

Hópurinn er hluti þess mikla

samfélagsstarfs sem er starfrækt

í Bókasafni Reykjanesbæjar en hópurinn byrjaði að hittast í bókasafninu í byrjun árs 2013 eftir að konur af erlendum uppruna

sögðust hafa áhuga á því að hittast og spjalla við aðrar konur í sömu stöðu. Í upphafi voru um fjórar, fimm konur sem mættu í hvert skipti en síðan þá hefur fjölgað í hópnum og nú mæta að staðaldri í kringum fimmtán til tuttugu konur hverju sinni.

Þegar afmælisveislunni lauk í bókasafninum hélt veislan áfram í skrúðgarðinum. Þar buðu erlendar fjölskyldur gestum og gangandi upp á þjóðlega rétti frá heimalöndum sínum þegar fjölmenningarhátíðin Menningarheimar

Það var Khalifa Mushib, flóttamaður frá Írak, sem átti hugmyndina að hátíðinni en hún var haldin í samstarfi við alþjóðateymi Reykjanesbæjar og þótti heppnast afskaplega vel.

Það voru fjölmargir sýndu sig og sáu aðra þegar hátíðin fór fram eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Skipuleggjendur matarhátíðarinnar Þórunn Egilsdóttir, Khalifa Mushib, Ásta Kristín Guðmundsdóttir og Angela Marina.

VF/JPK
4 // víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Velkomin á Aðaltorg!

Verslun og þjónusta eflist til framtíðar

Stærsti hraðhleðslugarður Íslands

hefur verið opnaður á Aðaltorgi í Reykjanesbæ

InstaVolt, öflugasta hraðhleðslufyrirtæki Bretlands tók í notkun stærsta hraðhleðslugarð Íslands þriðjudaginn 6. júní en hann er staðsettur við Aðaltorg í Reykjanesbæ, skammt frá Keflavíkurflugvelli. Alls hafa verið settar upp tuttugu hleðslustöðvar við Aðaltorg og eru þær knúnar af HS Orku, sem er samstarfsaðili InstaVolt í verkefninu, en HS Orka er þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins. Gert er ráð fyrir 200 nýjum InstaVolt hleðslustöðvum víðs vegar um land á næstu tveimur árum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, var viðstaddur opnunarathöfnina við Aðaltorg og sagði m.a. af því tilefni: „Íslandi hefur tekist vel til í orkuskiptum í samgöngum á landi og er í öðru sæti á eftir Noregi í sölu á rafbílum og tengiltvinnbílum. Eigi Ísland að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um full orkuskipti fyrir árið 2040 verðum við að hraða orkuskiptunum. Fjölgun hraðhleðslustöðva ætti að auðvelda okkur að ná þeim markmiðum okkar.“

Við trúum á framtíð Suðurnesja

Lögðu blómsveig við minnismerki sjómanna

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ síðasta sunnudag. Sjómannamessur voru haldnar í Útskálakirkju og Hvalsneskirkju þar sem séra Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur í Útskálaprestakalli

prédikaði. Á Hvalsnesi aðstoðuðu félagar úr Björgunarsveitinni Sigurvon við að leggja blómsveig að minnisvarða um drukknaða sjómenn. Að Útskálum komu slysavarnakonur úr Unu í Garði um athöfnina. Þá var haldin sjómannamessa

í Duus safnahúsum eins og hefð er orðin fyrir. Þar predikaði séra Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur Keflavíkursóknar. Eftir athöfnina þar var gengið með blómsveig að minnismerki sjómanna.

Bæjarráð Reykjanesbæjar ánægt

með Fab Lab á Suðurnesjum

Samstarfssamningur og samstarfsyfirlýsing um rekstur stafrænnar smiðju, Fab Lab Suðurnesja í Reykjanesbæ, var lagður fram á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með samninginn. Reykjanesbær greiðir fyrir rekstur þess húsnæðis sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja leggur Fab Lab Suðurnesja í Reykjanesbæ til en það felur í sér húsaleigu, netog samskiptakostnað, vatn og hita, sorphirðu, rafmagn, þrif og öryggismál skv. sérstökum reikningi frá FS. Skal miða við hlutdeild í þeim

ÞAÐ ER AF SEM ÁÐUR VAR

kostnaði sem FS ber af þessu húsnæði.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, mun undirrita samstarfsamninginn og samstarfsyfirlýsinguna fyrir hönd Reykjanesbæjar, segir í afgreiðslu bæjarráðs.

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979

www.bilarogpartar.is

í hádeginu Opið: 11-13:30

alla virk a daga

Þá er júnímánuður kominn í gang og það þýðir að sjómannahelgin 2023 er búin. Það er af sem áður var, þegar það voru hátíðarhöld í svo til öllum höfnum á Suðurnesjum; Vogum, Sandgerði, Keflavík og Grindavík.

Núna er einungis haldið upp á þessi hátíð í Grindavík með Sjóaranum síkáta. Kemur kannski ekki á óvart því Grindavík er núna stærsti útgerðarstaðurinn á Suðurnesjum þó svo að bátarnir séu ekki margir þar, þá eru þeir öflugir og reyndar er það nú þannig að allir stóru bátarnir og togararnir eru í eigu fyrirtækja. Enginn stór bátur er í eigu einstaklinga.

Kannski er stærsti báturinn í einstaklingseigu í Grindavík Hraunsvík GK sem hefur verið gerður út frá Grindavík síðan árið 2007. Öll árin sem Hraunsvík GK hefur verið gerður út frá Grindavík hefur hann stundað netaveiðar –þangað til núna. Núna er báturinn komin á handfæri og er í hópi með stærstu færabátum landsins og einn fárra stálbáta sem gerðir eru út á handfæri.

Hraunsvík GK hefur landað 10,6 tonnum í tíu róðrum á færum en báturinn er á strandveiðum og síðustu tveir róðrarnir voru nokkuð góðir, samtals um 4,2 tonn og af því var ufsi um 3 tonn. Ufsaveiðin í færin er að byrja og tveir stórir bátar hafa bæst við færaflotann, báðir í eigu Stakkavíkur. Þetta eru bátarnir Hópsnes GK og Geirfugl GK. Báðir bátarnir hafa landað og var Hópsnes GK með 6,1 tonn í einum róðri og af því var ufsi 5,4 tonn og Geirfugl GK með 6,9 tonn og af því var ufsi 5,5 tonn.

Geirfugl GK hefur ekki mikið verið á handfærum því hann hefur að langmestu leyti róið á línu. Báturinn var þó á makrílveiðum árið 2014 og hét þá Guðbjörg GK 666 og var þá líka í eigu Stakkavíkur.

Hópsnes GK hefur aftur á móti aldrei verið á handfæraveiðum eftir að Stakkavík eignaðist hann árið 2021. Þar á undan hét báturinn Katrín SH og stundaði netaveiðar að mestu en af og til fór á handfæri yfir sumarið.

Adda Afa GK hefur gengið vel á ufsanum og hefur landað í júní alls 10,7 tonnum í tveimur róðrum, af því er ufsi 10,3 tonn.

Reyndar var veðráttan núna í enda maí mjög slæm, og reyndar furðulega slæm miðað við árstíma, en júní byrjar vel og þessi gríðarstóri handfærafloti, sem er að mestu í Sandgerði, hefur þá komist út og veiði bátanna er búin að vera góð. Bátarnir hafa náð skammtinum sínum nokkuð auðveldlega og þeir bátar sem hafa farið áleiðis í ufsasvæðin, sem eru í kringum Eldey, hafa geta náð ufsa sem meðafla með þorskinum.

Það yrði oft langt mál að telja upp alla bátana sem landa í Sandgerði en þegar allir eru á sjónum eru þetta um 60 bátar sem eru að landa þar.

Nesfisksdragnótabátarnir hafa verið að róa núna í byrjun júní og aflinn hjá þeim hefur verið nokkuð góður. Allir þrír hafa þeir verið á veiðum á Hafnarleirnum og áleiðis að Eldey, á svæði sem virðist alltaf gefa fisk, en saga dragnótaveiða frá því svæði spannar orðin vel yfir 60 ár.

Ég hef nú ekki kannað það nákvæmlega hvaða bátur hóf fyrstu dragnótaveiðar á því svæði héðan frá Suðurnesjum en Baldur KE var nú með fyrstu bátunum sem hóf veiðar með dragnót, hvort hann sé sá allra fyrsti þarf ég að grafa aðeins í gögnum til að fá úr því skorið hvaða bátur hafi verið fyrstur.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is a F la F r É ttir á S uðurn ES ju M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Bílaviðgerðir Smurþjónusta
Varahlutir
Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu
til reynslu HEYRN.IS vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
umskiptin, fáðu heyrnartæki
Fleiri myndir frá sjómannadeginum í Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ er að finna á vef Víkurfrétta, vf.is.
6 // víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M

Til hamingju með nýju tunnurnar!

Á næstu dögum rúlla nýjar sorptunnur til íbúa Reykjanesbæjar.

Nánari dreifingaráætlun fyrir hvert hverfi má finna á vef Kölku, www.kalka.is

Tunnum hefur þegar verið dreift til íbúa annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Betri flokkun, ekkert vesen!

SUMARHÁTÍÐ

-25%

Frábær tilboð
-25% AF ÖLLUM REIÐHJÓLUM *Ekki rafmagnshjólum
AF ÖLLUM GARÐHÚSGÖGNUM
AF ÖLLUM RAFMAGNSGARÐVERKF. *Ekki Honda
AF ÖLLUM GRILLUM
8.-11.júní
-25%
-25%
-25%
AF ÖLLUM TRAMPÓLÍNUM
AF ALLRI PALLAOLÍU Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Tilboð gilda til 8.-11. júní, eða á meðan birgðir endast.
-25%

-25% AF ÖLLU EINHELL

Pylsur og Candyfloss

í verslun BYKO

laugardaginn 10. júni milli 13 og 15

-25% AF ÖLLUM LEIKFÖNGUM

-25% AF ÖLLUM SUMARBLÓMUM

-25% AF ÖLLU TACTIX

-25% AF ÖLLUM BLÓMAPOTTUM

Jón hrútur gengur betur við hæl en nokkur hundur

– segir

frístundabóndinn

Aron Arnbjörnsson á Nýlendu

Aron Arnbjörnsson er bílstjóri hjá Olís að atvinnu en hefur frekar óhefðbundið áhugamál ef svo má segja –Aron stundar frístundabúskap þar sem hann býr úti á Stafnesi. „Ég var mikið í sveit þegar ég var yngri og hef alltaf haft gaman af dýrum,“ sagði Aron þegar Víkurfréttir litu í heimsókn til hans á Nýlendu. „Mig hefur lengi dreymt að vera í sveit og með bú. Kannski ekki alveg af þessari stærðargráðu en maður þarf að byrja einhvers staðar.“

Aron segist ekki stefna á að stækka bústofninn, allavega ekki á meðan hann býr á Nýlendu, en er nægur tími til að sinna svona frístundabúskap í hjágreinum?

„Maður býr hann til. Hérna heima á bænum er ég með tvo heimalninga, tvo hunda, kött, tvær kanínur og rollur í sumarbeit í hólfi. Svo er ég með gæsir og hænur.“

Og nýtir þú þetta allt til manneldis?

„Já, þetta er allt til manneldis – nema hundarnir, kötturinn og kanínurnar.“

Það er að mörgu að huga í svona búskap. Hvað eru þetta margar skjátur sem þú ert með?

„Í vetur var ég með átta á húsi, veturfóðraðar. Svo komu sex lömb undan þeim og tvö aukalömb sem ég var beðinn um að taka í fóstur. Það eru heimalningarnir sem eru hérna í kringum okkur.“

FRÍSTUNDIN

Þetta eru eins og hvolpar, skoppandi í kringum þig.

„Já, eldri heimalningurirnn, þessi stærri. Hann Jón hrútur, hann gengur hæl mun betur heldur en hundar. Hann er mjög duglegur

þar, það má segja að hann sé eins og hundur. Ef maður hleypur af stað þá hleypur hann af stað líka.“

Hvað ætlarðu að gera við þessu lömb sem þú fékkst í vor, eru þau til að stækka stofninn?

„Nei, þau fara svo bara í sláturhús. Ég er með gimbra sem eru að bætast í stofninn, þannig að ég verð með fleiri sem bera á næsta ári heldur en núna – en ég stækka stofninn aldrei meira en húsið leyfir.“

Ég vil hvergi annars staðar vera en í sveit. Það er langbest, svo mikill friður og ferskt loft ...

Er ekki fínt að vera í þessu hérna úti á nesi, að vera svona úti í náttúrunni?

„Ég vil hvergi annars staðar vera en í sveit. Það er langbest, svo mikill friður og ferskt loft. Sjórinn hérna við hliðina á manni,“ segir Aron en hann nýtir sér einnig aðgengið að sjónum sér og sínum til viðurværis.

„Ég er líka með bát sem ég nota til þess að fara hérna út á sjóstöng og ná mér í soðið. Svo er ég líka á veiðum á önd og gæs, reyndar lítið hér. Ég stunda það annars staðar.“

Aron segist ekki vera alveg sjálfum sér nægur þegar kemur að því að afla matar fyrir fjölskylduna

Í vetur var ég með átta á húsi, veturfóðraðar. Svo komu sex lömb undan þeim og tvö aukalömb sem ég var beðinn um að taka í fóstur ...

– það sé ennþá ýmislegt sem þarf að sækja í búðina en megnið af kjöti og fisk sjái hann um sjálfur. Hann ræktaði kartöflur en segist hafa gefist upp á því þegar grasvöxturinn var orðinn of mikill.

Heilt yfir ekkert svo mikil vinna

Aron segir að frístundabúskap eins og hann er með fylgi ekkert svo mikil vinna. „Þetta er meira tímabil þar sem er mikið að gera, aðallega á vorin og haustin. Svo er maður náttúrlega í því að setja á rétt fyrir jól. Þannig að maður er ekki vakinn og sofinn yfir þessu.“

Hvað gerir þú við féð yfir sumartímann?

„Þegar lömbin eru tilbúin að fara út þá fara þau niður á tún og eru þar í svolitla stund. Svo smölum við þeim saman í hólf hérna á túninu og förum með féð á kerrum upp í sumararhólfið þar sem það er fram að réttum í haust.“

Þegar þú ert með svona frístundabúskap, þarftu að leggja til hjálp við smölun hér á Reykjanesinu eða er það bara ykkar hólf sem þú þarft að sinna?

„Já, við sinnum okkar hólfi í sameiningu. Höldum við girðingum sem á að vera það örugg að

Öll almenn útvinna og pallamálun

Sími: 8220418

hrafnkellfreyr@gmail.com

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
10 // víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M

féð sé ekki að fara neitt úr hólfinu. Svo er alltaf einhverjar sem finna sér leiðir og ná að koma sér út fyrir. Þá hringjumst við saman og náum þeim inn sem fyrst.

Þannig að við þurfum ekki að fara í neinar göngur, þetta er bara hólfið hjá okkur sem við smölum og rekum niður.“

Hvað er svo skemmtilegast við það að vera frístundabóndi?

„Það er bara félagsskapurinn og að njóta þess að vera með dýrunum.“

Er félagsskapur dýra betri en manna?

„Alltaf. Þau eru heiðarlegri.“

Hvaða dýrategundum heldurðu að þú bætir við næst?

„Það verður bara að koma í ljós, það er ekkert á döfinni sem stendur. Ég held að þetta sé orðinn ágætis dýragarður núna –en maður veit aldrei hvað verður,“ segir frístundabóndinn og glottir.

Sauðburðurinn vinsæll tími hjá fjölskyldufólki

Aron segir að fólki finnist sérstaklega gaman að kíkja með börnin til sín eftir sauðburðinn. „Það finnst öllum svo gaman að fá að sjá lömbin. Svo þegar ég tók ákvörðun að vera með heimalning þótti það mjög spennandi, að fá að koma og gefa heimalningnum.

Það er ekki oft sem féð er svona gæft, yfirleitt hleypur það frá manni – en heiamlningarnir laðast að mönnum eins og þeir laðast að mömmu sinni.“

Hversu mikil vinna er að vera með svona heimalning?

„Það þarf að gefa honum að borða á hverjum degi af því að

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir eins og einhver sagði – og þannig er það að mestu hérna á bænum ...

hann hefur enga mömmu. Þannig að það þarf að hita vatn og blanda fyrir hann mjólk. Fyrst til að byrja með gaf ég honum pela og útbjó síðan gjafafötu með túttu, þegar hann var farinn að drekka meira þá dugði pelinn stutt.

Hinn heimalningurinn sem ég var með var orðinn mjög illa haldinn og vill ekki sjúga. Þá þarf ég að gefa honum með sprautu. Svo kemur í ljós hvort hann braggast nógu vel til að taka túttu, þá minnkar vinnan aðeins. Hann gat ekki staðið fyrst þegar hann kom hingað en er aðeins að koma til núna.

Jón hrútur hefur braggast mjög vel og það er mjög líklegt að hann fái að vera áfram, það kemur í ljós í lambadómi í haust hvort hann verði notaður. Ég lét hrútinn frá mér í vor og það kemur þá í ljós hvort þessi fái að sinna konunum hér – enda ótengdur.“

Það er enginn ágreiningur hérna á milli dýra. Þau eru bara öll í sátt og samlyndi.

„Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir eins og einhver sagði –og þannig er það að mestu hérna á bænum,“ sagði Aron að lokum.

HEIMASÆTAN SÉR UM AÐ TÝNA EGGIN

Sigurður við en nafngiftirnar hafa ekki verið að vefjast fyrir krökkunum því önnur kanínan er grá og svört og var því nefnd eftir Orio-kexköku. Myrkvi er hins vegar alsvört eins og nafnið gefur til kynna.

Finnst ykkur kanínur skemmtileg dýr?

„Já,“ segja þau í kór. „Bara gaman að leika með þeim.“

Ef þið ættuð að velja, hvað er uppáhaldsdýrið ykkar? Þau hugsa sig vandlega um og Díana segir: „Kanínur og lömb.“ Sigurður samsinnir því og bætir við: „Bara öll dýr.“

Börn Arons, þau Sigurður og Díana, eru hin ánægðustu innan um dýrin í sveitinni og þeim þykir afskaplega vænt um dýrin sín.

„Það er rosalega gaman að hjálpa til með dýrin,“ segir Sigurður sem er að verða tíu ára.

„Mér finnst gaman að gefa lömbunum að drekka,“ segir Díana sem er tólf ára.

Þau halda á sitt hvorri kanínunni og við vildum fá að vita hvað þær heita. „Þessi heitir Orio,“ segir Díana, „... og þessi heitir Myrkvi,“ bætir

Eruð þið dugleg að hjálpa til á bænum, týna eggin og svona? „Alltaf þegar ég er hérna í sveitinni þá fer ég og týni eggin,“ segir Díana. „Stundum geri ég morgunmat úr þeim, stundum hádegismat líka.“

SUMAR 2023 10. júní

Sumaráætlun almenningsvagna í Reykjanesbæ 2023 tekur gildi laugardaginn 10. júní.

Gæsirnar voru ekki hrifnar þegar bóndinn var kominn of nálægt ungunum þeirra.

Upplýsingar um leiðakerfi og sumaráætlun má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar eða með því að skanna QR kóðan hér fyrir neðan.

reykjanesbaer.is

Fjölskyldan á Nýlendu. Mària, unnusta Arons, Sigurður, Aron og Díana. Með þeim á myndinni eru kanínurnar tvær, Myrkvi og Orio, hundurinn Rambo og Jón hrútur.
víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M // 11

Sjóarinn síkáti söng og dansaði

Sjóarinn síkáti, hátíð sem Grindvíkingar hafa haldið til fjölda ára í tilefni af Sjómannadeginum, var haldin um síðustu helgi og var mikið um dýrðir. Hátíðin hefst venjulega í sömu viku og voru haldnir tónleikar á Bryggjunni og Sjómannastofunni Vör. Sumum finnst Bryggjuballið á föstudeginum vera hápunkturinn en breyting var að þessu sinni en íbúar Grindvíkinga hafa alltaf skreytt hverfin sín í grænum, rauðum, bláum og appelsínugulum lit. Engir litir voru núna og Nettó bauð öllum í fiskisúpu við íþróttahúsið. Það var Körfuknattleiksdeild UMFG sem sá um framkvæmdina, súpan var einstaklega góð en það var meistarakokkurinn Atli Kolbeinn Atlason sem sá um hana. Allir fóru svo á Bryggjuballið og var kátt á hjalla. Selfyssingarnir Magnús Kjartan (Stuðlabandið) og Ingó Veðurguð, skemmtu á Vörinni og Fishhouse og var troðið á báðum stöðum.

Á laugardaginn bar að margra mati hæst, streetball körfuboltamót og mátti sjá suma af bestu körfuknattleiksmönnum Íslands keppa, leikmenn eins og Grindvíkingurinn

Jón Axel Guðmundsson og nýkrýndur Íslandsmeistari með Tindastóli, Sigtryggur Arnar Björnsson.

Þvílík tilþrif sáust og sigurvegararnir voru Jón Axel og félagar.

Á laugardagskvöldið hélt svo Körfuknattleiksdeild UMFG sitt

árlega ball og tókst frábærlega til, mjög margt og mikið stuð. Eldri kynslóðin kvartaði yfir að ekkert væri fyrir þau og mættu veitinga-

staðir bæjarins taka það til íhugunar fyrir næstu Sjómannahelgi. Flott framtak hjá Grindavíkurbæ að bjóða öllum að taka þátt í skoðanakönnun um hvað var vel heppnað og hvað mætti betur fara að ári.

Sunnudagurinn sem er sjálfur Sjómannadagurinn, fór síðan vel fram með hefðbundnu sniði en líklega ber hæst, hátíðarmessan í Grindavíkurkirkju og allir labba svo að Von sem er stytta til heiðurs föllnum sjómönnum. Sjómannafélagið býður síðan alltaf til hátíðarkvöldverðar á Sjómannastofunni Vör og tókst vel til eins og ávallt. Grindvíkingar og aðrir gestir, lögðust eflaust þreyttir á koddann á sunnudagskvöldi en myndirnar sem hér fylgja, segja í raun meiri sögu en þessi pistill.

Ólafur R. Sigurðsson og bátasmiðurinn Hafliði Aðalsteinsson

Ólafur R. Sigurðsson, Marta Karlsdóttir og Óskar Sævarsson frá Hollvinasamtökum áttæringsins.

NÝR ÁTTÆRINGUR TIL GRINDAVÍKUR

Nýsmíðaður áttæringur var afhjúpaður í Grindavík á sjómannadaginn en meira en öld er síðan Íslendingar hættu almennt að róa til fiskjar á árabátum. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að smíði á slíkum bát en það eru Hollvinasamtök áttæringsins í Grindavík sem standa fyrir smíðinni.

Ólafur R. Sigurðsson er einn þeirra sem er í forsvari fyrir Hollvinasamtökin. „Þetta voru mikilvægustu atvinnutæki þjóðarinnar og íbúanna í Grindavík sem sóttu björg sína í sjóinn og hefur verið okkar lífsbjörg frá því land byggðist. Við áttum ekki líkan af al-

vöru áttæringi og þess vegna fórum við út í það að smíða skipið. Þetta er líkan af þeim skipum sem fórust hér á sundinu og sóttu björg í bú, þessi skip gerðu það að verkum að lífvænlegt væri í Grindavík.“

Þetta voru frekar stór skip, í Gullbringusýslu eru heimildir fyrir því að Grindavíkurskipin hafi verið lengst, allt að einum og hálfum metra lengri en almennt gerðist með áttæringa. Grindavíkurlagið var líka öðruvísi, þeir grindvísku voru grynnri en þó ekki eins og sandaskipin. Þeir rystu minna sem er þó undarlegt þar sem þau eru með mesta fermetrafjölda í seglabúnaði. Skipin

í Grindavík voru byggð til að kljúfa ölduna, þegar stór alda kom undir að aftan við brimlendingu, klauf lagið á bátnum ölduna. Fyrir bragðið báru skipin ekki jafn mikið og önnur skip. Sandaskipin voru t.d. nánast flöt að neðan, kjöllaus. Grindvíski áttæringurinn þurfti að vera sterkbyggður vegna harðar lendingar, kjölurinn þurfti að vera með sterkara móti.

„Svona var lífið í Grindavík á þessum tíma, fólk gat ekki verið með mikinn búskap en þetta fór vel saman, þ.e. sjósókn, nokkrar rollur og tvær til þrjár beljur sem voru á þessum litlu blettum sem voru hér í þessum hverfum. Við flesta bæi

í Grindavík, voru lengi litlar verbúðir fyrir þá menn sem sigldu út á þessum skipum.

Það var gaman að taka þátt í þessi verkefni og frábært að geta frumsýnt bátinn á þessari flottu sjómannahátíð sem við Grindvíkingar höldum. Áttæringurinn verður til sýnis við Kvikuna í sumar en hvar hann verður síðan geymdur og til sýnis er ekki gott að segja til um. Hver veit nema hann verði einfaldlega alltaf geymdur úti, ekki voru karlarnir á sínum tíma að koma bátunum í skjól frá veðrum og vindum,“ sagði Ólafur að lokum.

LJÓSMYNDIR: INGIBERGUR ÞÓR JÓNASSON 12 // víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M

Vilt þú bætast

við

öflugan og samhentan hóp Landhelgisgæslu Íslands?

Starf í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins

Við óskum eftir að bæta drífandi einstaklingi í teymið í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Helstu verkefni og ábyrgð:

• Loftrýmiseftirlit, eftirlit með umferð á hafi og stuðningur við loftrýmisgæslu

Samskipti við stjórnstöðvar Atlantshafsbandalagsins

• Eftirlit með fjargæslukerfum Upplýsingamiðlun

• Skýrslugerð og greining gagna

• Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Nám sem nýtist í starfi

• Áhugi og geta til að starfa í fjölbreyttu tækniumhverfi

Góð greiningarhæfni og lausnarmiðuð hugsun

• Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar

Reglusemi, snyrtimennska og stundvísi

• Sjálfstæði, nákvæmni og agi í vinnubrögðum

• Geta til að stunda vaktavinnu og vinna undir álagi

Mjög góð enskukunnátta í ræðu og riti

Stefnt er að ráðningu frá ágúst 2023. Viðkomandi vinnur dagvinnu meðan á þjálfun stendur sem getur verið allt að 24 mánaða tímabil. Að því loknu er gert ráð fyrir að vaktavinna geti hafist og þá er unnið á 8 tíma þrískiptum vöktum. Kostur er ef viðkomandi býr á Suðurnesjum.

Sérfræðingur í upplýsinga-, þjálfunar- og gæðamálum á

öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli

Við leitum að áhugasömum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði þjálfunar- og gæðamála og greiningu upplýsinga á varnarmálasviði stofnunarinnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Um tímabundið starf er að ræða til eins árs með möguleika á framlengingu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Gerð þjálfunaráætlana og þjálfunarefnis ásamt samræmingu

þjálfunarmála og stuðningi við stjórnendur

Móttaka nýliða og eftirfylgni með þjálfun þeirra

• Þjálfun erlends liðsafla og annars starfsfólks sem vinnur á öryggissvæðunum

Gæðaeftirlitsskoðanir í samráði við gæðastjóra

• Umsjón með gerð handbóka og leiðbeininga fyrir varnarmálasvið Úrvinnsla upplýsinga og fjölþætt greiningarvinna

• Skýrslugerð og eftirfylgni

• Samskipti við hagsmunaaðila, s.s. tengdar stofnanir og aðildarþjóðir

Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólamenntun sem nýtist í starfi

• Reynsla á sviði gæða- og þjálfunarmála

Reynsla af greiningu og miðlun gagna

• Þekking á málefnum Atlantshafsbandalagsins er kostur

• Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund Fagmennska, skipulagshæfileikar, sjálfstæði og agi í vinnubrögðum

• Frumkvæði og geta til að vinna undir álagi

Góð íslenskukunnátta

• Mjög góð enskukunnátta

• Góð tölvukunnátta er nauðsynleg

Reglusemi, nákvæmni, snyrtimennska og stundvísi

• Ökuréttindi

Vegna eðlis starfs og starfseminnar er búseta á Suðurnesjum kostur

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Landhelgisgæslan annast einnig framkvæmd á varnartengdum rekstrarverkefnum í umboði utanríkisráðuneytisins sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og samning við utanríkisráðuneytið, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar og ratsjár- og fjarskiptastöðva Atlantshafsbandalagsins. Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 230 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks! Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi - Þjónusta – Fagmennska Landhelgisgæslan starfar samkvæmt jafnréttisstefnu og er jafnlaunavottuð. Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is

Umsóknarfrestur er til og með 19. júní 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.

ER Á VEF VÍKURFRÉTTA — VF.IS

sport

Ætlar á margar útihátíðir í sumar

Katla Rún er átján ára nemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, FS. Í sumar ætlar Katla að halda áfram að vinna á Joe and the Juice eins og hún er búin að vera að gera í vetur, og ætlar hún að fara á margar útihátíðir eins og t.d. Þjóðhátíð sem hún ætlar á í fyrsta skiptið.

Aldur og búseta?

Ég er 18 ára og bý í InnriNjarðvík.

Starf eða nemi?

Ég byrja á þriðja ári í FS næsta haust og ég vinn á Joe and the Juice.

Hvernig hefur sumarið verið hjá þér?

Sumarið hefur verið voða rólegt, aðallega bara að vinna og vera með vinum.

Hvar verður

þú að vinna í sumar?

Ég var að vinna á Joe and the Juice uppi á velli en þar sem að það lokaði í mars ákvað ég að halda áfram í sömu keðju en færa mig í Smáralindina.

Hvernig á að verja sumarfríinu?

Aðallega að vinna en svo auðvitað fara í útilegu, utanlandsferð og vera með vinum og fjölskyldu.

Pétur á að endurvekja Keflavíkurhraðlestina

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?

Ég ætla að reyna að ferðast mikið innanlands en síðan er ég að fara í útskriftarferð með skólanum til Krítar í byrjun júní.

Flottur lokadagur Smáþjóðaleikanna

Sundfólk ÍRB stóð sig vel á lokadegi Smáþjóðaleikana á Möltu sem lauk fyrir helgi. Eva Margrét Falsdóttir vann til silfurverðlauna í 400 metra fjórsundi á sínum besta tíma á árinu og Guðmundur Leo Rafnsson synti á sínum besta tíma í 50 metra baksundi og varð í sjöunda sæti. Sundfólk ÍRB stóð sig afar vel á mótinu og kemur heim með góða reynslu í farteskinu.

Eftirlætisstaður á Íslandi?

Akureyri, fjölskyldan mín er þaðan og alltaf gaman að fara í heimsókn.

Hvað einkennir íslenskt sumar?

Birtan sem veldur því að það sé í raun og veru aldrei nótt.

Áhugamál þín?

Áhugamál mín eru að ferðast og vera með vinum og fjölskyldu.

Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin?

Að liggja í sólbaði úti á palli.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Sólin og góða veðrið er líklegast það eina sem kemur mér í almennilegan sumarfíling.

Hver er sumarsmellurinn í

ár að þínu mati?

Ætli það sé ekki bara Gugguvaktin með PBT.

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Ég ætla líklegast að fara til Eyja með vinkonum mínum að upplifa Þjóðhátíð í fyrsta skiptið!

Hvað er það besta við íslenskt sumar?

Það sem mér finnst best við íslenskt sumar er góða veðrið, allar hátíðirnar og að njóta með sínu besta fólki.

Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Keflavíkur i körfubolta til næstu tveggja ára. „Stjórn körfuknattleiksdeildar bindur miklar vonir við þessa ráðningu og fer inn í sumarið full af bjartsýni,“ segir í frétt frá Keflavík.

Pétur segist vera afar spenntur fyrir nýju verkefni og segir mikil tilhlökkun að byrja næsta tímabil í Keflavík. „Ég er sannfærður um að við getum komið liðinu á þann stall sem við viljum hafa. Verkefnið að endurvekja Keflavíkurhraðlestina er formlega hafið.“

Næstu daga og vikur má vænta tíðinda af leikmannamálum en mikil vinna er lögð í þau mál alla daga. Pétur þjálfaði lið Breiðabliks í vetur en síðustu ár hafa lið Péturs vakið athygli fyrir hraðan og skemmtilegan körfubolta.

Karlalið Keflavíkur hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitil síðan 2008 en liðið hefur þó verið í toppbaráttunni undanfarin ár. Ljóst er að miklar breytingar verða á leikmannahópnum en nokkrir af lykilmönnum Keflavíkur undanfarin ár verða ekki í liðinu næsta keppnistímabil.

Eyesland opnar í flugstöðinni

Eyesland gleragunaverslun opnaði formlega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 24. maí. „Við erum ótrúlega stolt af versluninni, útlit hennar er á heimsmælikvarða og hönnuð af arkitektastofunni GlámaKím.

Við bjóðum upp á frábært úrval heimsþekktra vörumerkja,“ segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Eyesland.

Meðfylgjandi myndir úr opnunarhófinu tók Garðar Ólafsson.

Eva Margrét átti frábært mót. Hún vann gull í 200 metra fjórsundi og var með nokkrar bætingar. Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, og Pétur innsigla samninginn. Guðmundur Leo bætti tíma sinn í 50 metra baksundi á mótinu og vann auk þess til silfurverðlauna með boðsundsveit Íslands.
14 // víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M

Sveindís gat ekki leynt vonbrigðum sínum með úrslit leiksins. Myndir/Guðjónína Sæmundsdóttir

Sveindís Jane Á STÆRSTA SVIÐINU

sport

Sigurður, kærasti Sveindísar, hefur líklega þurft að vera extra góður við hana eftir leikinn. Það lá vel á mömmu og tengdamömmu.

Wolfsburg og Barcelona léku til úrslita Meistaradeildar Evrópu

Keflvíska knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir tók þátt í einum stærsta íþróttaviðburði veraldar um síðustu helgi þegar hún lék með liði sínu, Wolfsburg, til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Wolfsburg vann Arsenal í undanúrslitum og mætti Barcelona í úrslitaleiknum sem fór fram í Eindhoven í Hollandi.

Fjölmennur hópur stuðningsmanna Sveindísar mætti á leikinn til að styðja við bakið á sinni konu og þeir urðu vitni að stórskemmtilegan leik tveggja af bestu liðum Evrópu – Barcelona með sinn hraða sóknarleik og Wolfsburg sem þurfti að reiða sig á sterkan varnarleik.

Það var fyrirfram ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir þýsku bikarmeistarana en Barcelona hefur á að skipa ákaflega vel spilandi liði og það sýndi sig fljót-

ÍÞRÓTTIR

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

lega. Börsungar léku boltanum sín á milli og ógnuðu marki Wolfsburg sem dró sitt lið vel til baka. Það var hins vegar Wolfsburg sem skoraði opnunarmark úrslitaleiksins strax á 3. mínútur. Þar var Ewa Pajor að verki þegar hún vann boltann af varnarmanni Barcelona sem var full værukær rétt fyrir framan eigin teig. Pajor lét bara vaða á markið og og markvörður Barcelona réði ekki við þrumuskot hennar. Barcelona hélt áfram að ógna eftir markið og þær sköpuðu sér ágætis færi en sóknarmönnum þeirra brást bogalistinn á lokametrunum. Alexandra Popp brást hins vegar ekki bogalistinn þegar Wolfsburg sótti hratt á 37. mínútu. Boltinn barst út á vinstri kant til Ewa Pajor sem átti frábæra send-

Það lá vel á stuðningsfólki Sveindísar fyrir leik.

ingu á Popp sem skallaði í netið af stuttu færi. Staðan var því orðin vænleg fyrir Wolfsburg sem leiddi með tveimur mörkum gegn engu í hálfleik.

Leikmenn Barcelona voru hins vegar ekki alveg tilbúnir að leggja árar í bát, þær jöfnuðu leikinn á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks (48’ og 50’). Skellur fyrir

leikmenn Wolfsburg en varnarleikur þeirra hefði mátt vera betri í báðum mörkunum. Börsungar gerðu svo út um leikinn eftir klaufaleg mistök í vörn Wolfsburg á 70. mínútu. Þá barst boltinn fyrir mark Wolfsburg en varnarmaður þeirra reyndi að hreinsa frá en vildi ekki til en svo að húna sparkaði honum í samherja og fyrir fætur sóknarmanns Barcelona sem nýtti sér mistökin og upp úr því skoraði Barceona sigurmarkið, súrt fyrir Sveindísi og liðsfélaga hennar.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

var mögnuð og mikið sjónarspil.

Fjármála- og stjórnsýslusvið | Rekstrarfulltrúi hagdeild Velferðarsvið | Barnaverndarþjónusta, neyðarheimili Velferðarsvið | Barnavernda, persónulegur ráðgjafi Velferðarsvið | Barnaverndarþjónusta, stuðningsfjölskyldur Velferðarsvið | Dagdvalir aldraðra

Reykjanesbær | Viltu starfa við liðveislu?

Reykjanesbær | Almenn umsókn

Holtaskóli | Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi/sérkennari

Háaleitisskóli | Deildarstjóri stoðþjónustu

Háaleitisskóli | Deildarstjóri Frið- og Nýheima.

Háaleitisskóli | Deildarstjóri eldra stigs

Háaleitisskóli | Kennari á elsta stig

Háaleitisskóli | Kennari á miðstigi

Háaleitisskóli | Kennari í nýsköpun

Myllubakkaskóli | Sérkennari á miðstigi

Myllubakkaskóli | Sérkennari á yngsta stigi

Njarðvíkurskóli | Kennari

Njarðvíkurskóli | Kennari / Íslenska sem annað mál

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Smelltu hér til að sjá tilþrifin
í
Á YouTube er að finna skemmtilega samantekt af helstu tilþrifum Sveindísar í Meistaradeildinni fram að úrslitaleiknum. (aðgengilegt
rafrænni útgáfu Víkurfrétta).
Sveindís og félagar fagna fyrra marki Wolfsburg. Skjáskot af YouTube Umgjörðin í kringum úrslitaleikinn

Samþykkt að lokið verði að fullu við nýjan leikskóla

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að lokið verði að fullu við uppbyggingu á nýjum leikskóla við Byggðaveg í Sandgerði þannig að leikskólinn rúmi sex leikskóladeildir. Bragi Guðmundsson ehf. er aðalverktaki byggingarinnar og ganga framkvæmdir vel og áætluð verklok á áður umsömdu verki eru í desember næstkomandi. Verktakinn hreppti þó miklar vetrarhörkur á nýliðnum vetri þar sem framkvæmdasvæðið fylltist af snjó í kringum jól og áramót.

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs var lagt fyrir bæjarráð sem hefur falið bæjarstjóra að leggja fyrir bæjarráð tillögu um útfærslu og viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta þeim aukna kostnaði sem þessari breytingu fylgir.

Með því að ljúka leikskólanum að fullu er sveitarfélagið m.a. að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast í sveitarfélaginu eftir að mygla kom upp á leikskólanum Sólborg.

Málað við Mánaflöt

Nokkrir félagar í Púttklúbbi Suðurnesja notuðu góða veðrið í vikunni til að taka upp penslana og mála hús, pall og grindverk á Mánaflötinni í Keflavík þar sem klúbburinn púttar við góðar aðstæður. Þar eru líka reglulega mót en í sumar verður Íslandsmót púttklúbba haldið á Mánaflöt og þá er von á yfir hundrað manns. Púttklúbbshjónin Eydís og Hafsteinn Guðna mættu með veitingar sem félagar nutu eftir málninguna.

Mundi

Allir í stuði á Aðaltorgi!

Amma Elín

Í tilefni nýliðins sjómannadags vil ég byrja þennan pistil á að óska öllum sjómönnum landsins innilega til hamingju með daginn. Á sjómannadaginn varð mér nefnilega hugsað til langömmu minnar, Elínar Ólafsdóttur frá Gerðakoti á Miðnesi. Ég hitti hana því miður aldrei þar sem hún lést rúmum tveimur áratugum áður en ég fæddist, en því meira sem ég les og heyri um þessa miklu sómakonu því stoltari er ég af því að bera Elínarnafnið hennar.

Amma Elín var nefnilega ótrúlegur töffari. Hún bjó með Árna afa mínum að Gerðakoti á Miðnesi, sem var kannski pínulítið kot en sannarlega stórt heimili. Þau eignuðust 6 dætur og fyrir átti Árni eina dóttur – þetta voru Gerðakotssysturnar. Árni var formaður

á sexæringi og gerði út frá Gerðakoti. Veturinn 1908 fórst báturinn með allri áhöfn í innsiglingunni við Gerðakot og amma Elín sá þetta allt gerast þar sem hún stóð í fjörunni með yngstu dóttur sinni - orðin ekkja 47 ára gömul, með Gerðakotssysturnar sjö á aldrinum 2-14 ára. Og eins og sannir töffarar gera hélt hún áfram búskap með dætrunum, tók þar að auki að sér umkomulausa 40 vikna frænku og voru dæturnar þá orðnar átta. En af hverju skildi ég hafa hugsað sérstaklega til ömmu Elínar á sjómannadaginn? Það er vegna þess að eftir andlát afa míns gerði hún sér lítið fyrir og tók að sér formennsku á bátnum og gerði áfram út frá Gerðakoti um nokkra hríð. Hún hafði róið í tvær vertíðir með bróður sínum og kunni því til

verka. Í grein í Faxa árið 1961 í tilefni þess að 120 ár voru liðin frá fæðingu hennar var þessi lýsing:

„…eitt sinn vantaði Sigurð bróður hennar mann í skiprúm hjá sér og stakk hann upp á því við Elínu að hún reri með sér nokkra róðra til reynslu, og lét hún til leiðast að reyna þetta og féll það vel, því hvorki var hún sjóveik né sjóhrædd, sæmilega fiskin og gaf karlmönnunum lítt eftir í róðri þegar hún var sest undir árina.“

Þessi amma kallaði svo sannarlega ekki allt ömmu sína og í stuttum pistli sem þessum er engin leið að gera því öllu skil. Bókin „Amma Elín“ er enn óskrifuð en hana þarf að skrifa. Það er saga um stórkostlega fyrirmynd sem lét ekkert stoppa sig og gafst aldrei upp. Við andlát föður míns fann ég

RAGNHEIÐAR ELÍNAR

bréf frá henni til hans þegar hann var unglingur og sá þar mjúku og kærleiksríku hliðina á töffaranum.

Það er því við að bæta að hún kom öllum dætrunum átta til manns og hreint ótrúlegt að sjá hversu vel þeim vegnaði öllum.

Ég ítreka kveðjur mína til sjómanna og senda eina sérstaklega hlýja í nafni ömmu Elínar –blessuð sé minning hennar.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.