2 minute read
Ný ábendingagátt á vef Reykjanesbæjar
Ný ábendingagátt fór í loftið á vef Reykjanesbæjar 1. júní, en um er að ræða eina einingu í gæðakerfi sveitarfélagsins sem hefur verið í innleiðingu seinustu ár. Gæðakerfi Reykjanesbæjar er CCQ frá Origo sem var tekið í notkun í janúar 2020.
Heilbrigðiseftirlitið lokaði tveimur veitingahúsum að Hafnargötu 30
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja stöðvaði 12. apríl sl. starfsemi veitingastaðarins Malai Thai, Hafnargötu 30 í Reykjanesbæ. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja kom saman til fundar og staðfesti þar aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins.
Þann 23. maí hafnaði embættið að aflétta lokun veitingastaðarins og heilbrigðisnefnd kom saman til fundar tveimur dögum síðar og staðfesti aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins.
Þann 3. apríl sl. stöðvaði embættið einnig starfsemi veitingastaðarins Royal Indian við Hafnargötu 30 í Reykjanesbæ. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja staðfest þær aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins á fundi sínum 4. maí.
Bærinn segir nei við afslætti í sund og strætó fyrir Hjallastefnuna
Hjallastefnan hefur sent bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ erindi þar sem óskað er eftir afslætti í sund og strætó fyrir starfsfólk leikskóla.
Bæjarráð hafnar erindinu og svarar því til að engir íbúar fá ókeypis í strætó. Árskort í strætó er kr. 5.000 fyrir fullorðna sem er niðurgreitt. Starfsfólk Reykjanesbæjar hefur undanfarin ár fengið sundkort í jólagjöf frá sveitarfélaginu og börn, tíu til átján ára, búsett í Reykjanesbæ, fá fría árs áfyllingu gegn framvísun á útgefnu aðgangskorti. Þá er frír aðgangur fyrir börn yngri en tíu ára.
Ábendingagáttin er notendavænni en fyrri lausnir og auðveldari úrlausnar fyrir starfsfólk.
Ný ábendingagátt hentar öllum snjalltækjum og er því mjög auðvelt að grípa símann og senda ábendingu með einföldum hætti. Hægt er að senda myndir með ábendingunni og möguleiki er að senda staðsetningu á korti ef það á við.
„Öflugt bakendakerfi gerir það að verkum að starfsfólk getur brugðist hratt við ábendingum og komið þeim í réttan farveg. Kerfið sýnir einnig hvar ábendingin er stödd innan stjórnsýslunnar sem gerir eftirfylgni markvissari en áður. Hver og ein ábending bætir okkur sem sveitarfélag og tekur Reykjanesbær fagnandi á móti öllum ábendingum,“ segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.
Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, gæðastjóri, og Margrét Lilja Margeirsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála, unnu að innleiðingu á nýrri ábendingargátt ásamt mörgum öðrum sem komu að verkefninu.
Reykjanesbær eykur sýnileika og gagnsæi
Reykjanesbær hefur gert samstarfssamning við Laufið, fyrstu grænu upplýsingaveituna á Íslandi, sem felur í sér aðgang að hugbúnaði Laufsins og greiningum, auk aðkomu sjálfbærniráðgjafa Laufsins við fræðslu, innleiðingu og ráðgjöf varðandi sjálfbærni. Einnig verður kortlögð staða stofnana og skóla Reykjanesbæjar.
Sjálfbærniráðgjafar Laufsins munu aðstoða stjórnendur stofnana bæjarfélagsins við að ná sínum markmiðum sem samanstanda af flokkun úrgangs, kolefnisjöfnun, virkri umhverfisstefnu, miðlum þekkingar til starfsmanna ásamt þátttöku í hringrásarhagkerfinu.
Á dögunum var skrifað undir samstarfssamning milli Reykjanesbæjar annars vegar og Laufsins hins vegar um aukinn sýnileika og gagnsæi innan stofnana Reykjanesbæjar. Á myndinni eru fulltrúar Laufsins og Reykjanesbæjar.
Íslandshús
ÍSLANDSHÚS EHF. LEITAR AÐ LIÐSAUKA
Við erum nýsköpunarfyrirtæki sem framleiðir forsteyptar einingar úr steypu ásamt fylgihlutum sem saman skapa heildarlausn fyrir ýmis verkefni.
Erum að leita að starfsmanni sem hefur reynslu af suðuog málsmíði, sem getur unnið sjálfstætt. Verkefni eru fjölbreytt og koma að smíðum móta, viðhaldi ásamt framleiðslustörfum.
Þarf að vera með vinnuvélaréttindi.
Góð laun í boði fyrir réttan mann. Vinnutími 8–17.
Starfstöð: Bogatröð 13, 262 Ásbrú í Reykjanesbæ.
Áhugasamir hafa samband við Brynjar Húnfjörð framleiðslustjóra
Sími: 858-9102 | Netfang: brynjar@islandshus.is www.islandshus.is | www.dvergarnir.is
Samhliða þessu verkefni mun Reykjanesbær hvetja stjórnendur fyrirtækja í bæjarfélaginu að nýta sér kynningarfundi þar sem fulltrúar Laufsins munu fræða þá um mikilvægi þess að vera ábyrgur fyrirtækjastjórnandi þegar kemur að umhverfismálum og um leið hvernig best er að takast á við áskoranir og reglugerðir framtíðarinnar Reykjanesbær og Laufið munu því setja á dagskrá sérstaka umhverfisviku fyrir stjórnendur fyrirtækja þar sem fjallað verður um lausnir og leiðir fyrirtækja til þess að vera viðbúin og um leið skapa sterka ásýnd, því saman getur Reykjanesbær verið öðrum bæjarfélögum og fyrirtækjum til fyrirmyndar.