1 minute read
Stærsti hraðhleðslugarður landsins opnaður
við Aðaltorg
n 20 hraðhleðslustöðvar. Öflugasta hraðhleðslufyrirtæki Bretlands í samvinnu við HS Orku.
InstaVolt, öflugasta hraðhleðslufyrirtæki Bretlands hefur opnað stærsta hraðhleðslugarð landsins við Aðaltorg í Reykjanesbæ. Alls hafa verið settar upp tuttugu hleðslustöðvar við Aðaltorg og eru þær knúnar af HS Orku, sem er samstarfsaðili InstaVolt í verkefninu, en HS Orka er þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins. Gert er ráð fyrir 200 nýjum InstaVolt hleðslustöðvum víðs vegar um land á næstu tveimur árum.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, var við opnunina, 6. júní. „Íslandi hefur tekist vel til í orkuskiptum í samgöngum á landi og er í öðru sæti á eftir Noregi í sölu á rafbílum og tengiltvinnbílum. Eigi Ísland að ná markmiðum ríkisstjórn-
SJÓMANNADAGURINN Í MÁLI OG MYNDUM
– sjá síður 6 og 12 í blaðinu í dag
Brynja byggir sjö íbúðir í Reykjanesbæ arinnar um full orkuskipti fyrir árið 2040 verðum við að hraða orkuskiptunum. Fjölgun hraðhleðslustöðva ætti að auðvelda okkur að ná þeim markmiðum okkar,“ sagði ráðherra.
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að veita 12% stofnframlag vegna verkefnis Brynju leigufélags ses. um byggingu á sjö íbúðum í Reykjanesbæ. Stofnvirðið er 335,1 milljón króna og er stofnframlag sveitarfélags því 40,2 milljónir króna.
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sagði af sama tilefni: „Við vildum tryggja okkur samstarfsaðila með langa og farsæla reynslu af hraðhleðslumöguleikum og því varð InstaVolt fyrir valinu. Við fögnum komu þeirra á íslenska markaðinn og hlökkum til að taka þátt í enn frekari innviðauppbyggingu með fyrirtækinu vítt og breytt um landið.“
Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs, sagði að með þessu skrefi hefðu Suðurnesin farið úr neðsta sæti í efsta sætið hvað varðar þjónustu við rafbílaeigendur.