2 minute read
Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Hornafjörður
Sumarstemningin hjá vF!
Víkurfréttir eru að detta í sumargír í júlí og byrjun ágúst. Verðum með hálfsmánaðar útgáfu á blaðinu en vf.is er alltaf vakandi og þar er að finna nýjustu fréttir og íþróttir.
Ný bæjarhátíð í Suðurnesjabæ í lok ágúst
Ný bæjarhátíð sem nú er í undirbúningi í Suðurnesjabæ en að skipulagningu og framkvæmd koma ýmsir hagsmunaaðilar úr sveitarfélagi, þ.á.m. grunnskólarnir, íþróttafélög, björgunarsveitir og ungmenni. Hátíðin heyrir undir Ferða-, safna- og menningarráð og munu starfsmenn stjórnsýslusviðs halda utan um skipulagið. Hátíðin er enn í mótun og enn á eftir að koma í ljós hvort umræddar dagsetningar verði þær sömu í framtíðinni en slíkt verður skoðað að hátíð lokinni og framtíðin mótuð enn frekar. Þó er ljóst að eitt af markmiðunum er að nýta það besta frá gömlu hátíðunum, Sandgerðisdögum og Sólseturshátíðinni, segir í frétt frá Suðurnesjabæ.
Hátíðin mun eiga sér stað í öllum Suðurnesjabæ en eins og staðan er núna er gert ráð fyrir að aðalhátíðardagskráin á laugardegi fari fram Garðmegin. Þá er gert ráð fyrir að Sandgerðingar bjóði Garðbúum heim í vikunni sem hátíðarhöldin fara fram. Allt er þetta þó í mótun en vonir standa til að fyrstu hugmyndir af dagskrá fari að líta dagsins ljós þannig að íbúar geti fylgst með framgangi mála.
Nú hafa verið settir upp tvær hugmyndasíður á Betri Suðurnesjabæ þar sem óskað er eftir hugmyndum af viðburðum fyrir bæjarhátíðina og heiti á nýrri hátíð. Vonir standa til að íbúar og aðrir áhugasamir um góða bæjarhátíð í Suðurnesjabæ taki þátt.
augnablik MEð jÓni StEinari Camp Vail á Þorbirni
Jón Steinar Sæmundsson
Það vita það kannski ekki allir að uppi á Þorbirni, fjalli okkar Grindvíkinga, var á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar starfrækt ratsjárstöð á vegum bandaríska flughersins. Framkvæmdir við stöðina hófust með vegalagningu upp á Þorbjörn í byrjun október 1941 og hófst starfsemin 18. apríl 1942.
Stöðin var staðsett í gígnum eða hvilftinni uppi á miðju fjallinu. Vegna legu sinnar sýndi ratsjárstöðin á Þorbirni allra stöðva best flugvélar í lágflugi á Faxaflóasvæðinu. Truflanir voru þó tíðar og stöðin nýttist ekki nema 60% vegna þess hve oft varð að fella loftnetið sökum veðurofsa.
Ratsjárstöðin var nefnd Camp Vail eftir liðsmanni ratsjársveitarinnar Reymond T. Vail, sem var fyrsti óbreytti bandaríski hermaðurinn sem lést hér á landi.
Ekki er mikið eftir af þeim byggingum sem þarna stóðu. Þó má sjá þarna eldstæði uppistandandi ennþá og leifar af grunnum og tóftir.