1 minute read
Jón Gautason, Árborg
Mundi
Mikil framkvæmdagleði hefur ríkt í kofabyggð barna í Garði í sumar. Reistir hafa verið nokkrir flottir kofar og þeir verið málaðir líflegum litum. 24. júní var lokadagur þessa verkefnis í Garði og við það tilefni var slegið upp veislu. Boðið var upp á grillaðar pylsur og drykki.
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, heimsótti hópinn og framkvæmdi tilheyrandi úttekt á mannvirkjunum. Krakkarnir höfðu gaman af því að fá bæjarstjórann í heimsókn á framkvæmdasvæðið og voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri. Una Margrét, Bryndís og María Rut hafa haldið utan um verkefnið og með aðstoðarmönnum úr vinnuskólanum leiðbeint upprennandi iðnaðarmönnum við framkvæmdir. Í næstu viku hefjast framkvæmdir í kofabyggð í Sandgerði og verður fróðlegt að fylgjast með þeirri uppbyggingu sem þar verður, segir í frétt frá Suðurnesjabæ.
Máluðu Rauðhöfða
Fá þetta unga fólk til að setja smá lit á mig líka. Er orðinn grár af þessu sólarleysi ...
Næsta tölublað Víkurfrétta kemur út 14. júlí.
Fjórir nemendur í Akurskóla í Reykjanesbæ gáfu hvalnum Rauðhöfða framhaldslíf nýlega en hann er listaverk við skólann. Þær Álfrún Ragnarsdóttir, Edda Guðrún Hrafnsdóttir, Emelía Ósk Orradóttir, Þorbjörg Halldóra Gunnarsdóttir og Þórey Una Arnlaugsdóttir máluðu hvalinn og var verkið afhjúpað að viðstöddum nemendum og hluta starfsfólks skólans.
25% AFSLÁTTUR
CHAR-BROIL GÆÐAGRILL
GRILLAÐU EITTHVAÐ GOTT Í SUMAR
BIG EASY
Steikarofn, reykofn og grill
Öll Char-Broil grillin eru með TRU-infrared tækninni sem kemur í veg fyrir eldtungur og tryggir jafnari steikingu. Fæst í Rekstrarlandi, útibúum Olís um land allt og á charbroil.is.
GASGRILL 3400S PL
Grillflötur 670x485 mm 3 brennarar