4 minute read
Njáll Ragnarsson, Vestmannaeyjar
Töfrar ástarinnar
– tónleikar í Bíósal Duus Safnahúsa
Fimmtudaginn 8. júlí verða Svafa Þórhallsdóttir, mezzósópran, Alexandra Chernyshova, sópran, og Gróa Hreinsdóttir, píanóleikari, með tónleika í Bíósal Duus Safnahúsa klukkan 20:00. Á efnisskrá tónleikanna verða þekktar aríur og síðan norsk, dönsk og íslensk lög í bland.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alexandra og Svafa vinna saman, þær héldu tónleika saman í Jónshúsi í Kaupmannahöfn fyrir fjórum árum síðan, tónleikum sem voru hluti af menningarbrú Íslands og Rússlands, Russian Souvenir, verkefni sem Alexandra stýrir. Það var því tilvalið að slá saman í aðra tónleika og þá núna í Reykjanesbæ og fá einnig til liðs við sig píanóleikara með sterka tengingu við bæinn, hana Gróu Hreinsdóttur.
Bakgrunnur Svöfu
Svafa Þórhallsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1981. Foreldrar Svöfu eru úr Reykjanesbæ og bjó hún þar um skeið áður en hún fluttist erlendis. Hún lauk tónlistar kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og síðar mastersgráðu í söng og tónmenntakennslu frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Stærsta hluta ævi sinnar hefur Svafa búið á Norðurlöndum, annars vegar í Noregi og núna í Danmörku síðustu sautján ár ásamt fjölskyldu sinni. „Í dag er ég að kenna söng, stjórna barna- og stúlknakór ásamt því að syngja í dómkór í Hróarskeldu. Reglulega er ég með tónleika fyrir börn. Áhugasviðið mitt er að miðla klassískri tónlist til ungra barna,“ segir Svafa. Íslensk menning blómstrar í Kaupmannahöfn
Svafa segir einnig að íslensk menning sé í miklum blóma í Kaupmannahöfn og þá sérstaklega í Jónshúsi „Fjöldi kóra æfa þar og ýmis námskeið eru haldin undir styrkri stjórn Höllu Benediktsdóttur.“
Á söngsviðinu hefur Svafa mest verið að syngja óratoríur í kirkjum, einnig verið að fást við nútímatónlist og heldur síðan reglulega ljóðatónleika.
Það verður nóg að gera í sumar
„Ég verð með krílasöng á sönghátíð í Hafnarborg í Hafnarfirði núna í júlí og síðan kem ég til með að halda tónleika með manninum mínum í Eyrarbakkakirkju en hann starfar sem organisti í Danmörku. Auk þess verður mamma með ljóðaupplestur. Tónleikarnir verða ævi og minningartónleikar um föður minn og haldnir á afmælisdegi hans 16. júlí.“ Alexandra, menningarverðlaunahafi Súlunnar
Alexandra Chernyshova hlaut menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súluna, á síðasta ári fyrir framlag sitt til menningarmála. Hún er þessa dagana að leggja lokahönd á sína þriðju óperu sem verður frumflutt í konsertuppfærslu í október, Góðan daginn, frú forseti. Óperan fjallar um líf og störf frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Á síðasta ári hlaut Alexandra margvísleg alþjóðleg verðlaun fyrir fyrri óperur sínar í virtum keppnum, m.a. fyrsta sæti á Alþjóðlegu tónskáldakeppni Dunajevskiy í Moskvu, Rússland.
Gróa kemur frá Noregi
Gróa Hreinsdóttir, píanóleikari og organisti, hefur starfað og búið síðustu ár í Noregi og kemur til liðs við söngkonurnar á þessum tónleikum. Alexandra og Gróa hafa unnið saman áður og héldu marga tónleika þegar Alexandra var að feta sín fyrstu spor hér á landi árið 2003–2004.
Bæjarlögmaður hjá Reykjanesbæ
Reykjanesbær leitar að metnaðarfullum leiðtoga í starf bæjarlögmanns. Bæjarlögmaður heyrir undir bæjarstjóra, situr í framkvæmdastjórn sveitarfélagsins og stýrir þeim málaflokkum er heyra undir skrifstofu stjórnsýslu. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir frumkvæði til að ná árangri í starfi og skal teymishugsun einkenna bæjarlögmann ásamt staðfestu, sveigjanleika og víðsýni. Markmið bæjarlögmanns Reykjanesbæjar er að sjá til þess að vönduð stjórnsýsla sé viðhöfð hjá sveitarfélaginu og tryggja að starfsemi og ferlar bæjarins falli að lögum og reglum og að þeim sé fylgt í hvívetna í stofnunum bæjarins.
Á skrifstofu stjórnsýslu starfa stjórnendur og sérfræðingar sem sinna m.a. mannauðsmálum, jafnréttismálum, skjalastjórnun, persónuverndarmálum, gæðamálum og upplýsinga- og tæknimálum.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni:
• Er yfirmaður skrifstofu stjórnsýslu og sinnir daglegri stjórnun skrifstofunnar. • Annast málflutning og aðra hagsmunagæslu fyrir hönd Reykjanesbæjar. • Er umsagnaraðili í lögfræðilegum efnum gagnvart bæjarráði og bæjarstjórn. • Aðstoðar svið og deildir við skjala- og samningagerð og túlkun lagaákvæða og reglugerða. • Veitir öllum sviðum og stofnunum lögfræðilega ráðgjöf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Kandídats- eða meistarapróf í lögfræði. • Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. • Málflutningsréttindi fyrir Landsrétti kostur. • Reynsla af málflutningi. • Leiðtogahæfileikar og farsæl stjórnunarreynsla. • Mjög góð þekking og reynsla í opinberri stjórnsýslu, stefnumótun, samningagerð og rekstri. • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf. • Hæfni til að koma fram fyrir hönd Reykjanesbæjar og tjá sig vel í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí 2021.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, í gegnum netfangið kjartan.m.kjartansson@reykjanesbaer.is og í síma 421-6700. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Reykjanesbær Tjarnagötu 12 230 Reykjanesbær
Sími: 421 6700 www.reykjanesbaer.is reykjanesbaer@reykjanesbaer.is