lærdómur
i3TOUCH E-ONE
i3TOUCH E-ONE er gagnvirkur skjár með kröftugum, en einföldum hugbúnaði, sem gerir þér kleift að deila og skrifa hugmyndir í rauntíma, hvar sem er í heiminum. Það er einfalt að setja skjáinn upp og hann kveikir á sér um leið og þú gengur inn í herbergið. Skjárinn er fljótur, klár og þægilegur í notkun og svo er hönnun hans líka einstaklega glæsileg.
Kennslutækið sem hefur allt sem þarf
i3TOUCH skjárinn er hannaður með kennara í huga svo þeir geti einbeitt sér að því sem mestu máli skiptir - kennslunni. Með ýmsum forritum og verkfærum sem eru í boði fyrir skjáina verður kennslustundin ævintýri líkust fyrir nemendurna.
Skannaðu QR kóðann fyrir ítarlegri upplýsingar
Fjölvirkur stjórnhnappur
Skilgreindu uppáhaldsaðgerðirnar þínar með forrituðum hnappi. Þú getur t.d. valið að frysta myndina á skjánum, taka skjáskot eða velja hvaðan þú vilt sækja myndband.
i3STUDIO
Gagnvirku skjáirnir okkar eru uppsettir með i3STUDIO sem kemur öllu því til skila sem þú vilt til að ná fram því besta í t.d. kennslustundinni, á fundinum eða í kynningunni.
Eitt tengi fyrir hljóð, mynd, hleðslu og snertingu
Notaðu hátalarana og myndavélina í skjánum með því að tengja fartölvuna þína við hann með USB-C tengi. Það er m.a.s. hægt að tengja tvö slík í einu.
Innbyggðir hátalarar
Innbyggðu hátalararnir fylla rýmið af góðu hljóði og allir ættu að heyra vel og greinilega.
Forrit sem virka með skjánum:
Fjölverkavinnsla
Hægt er að skipta skjánum í tvennt sem leyfir þér að nota tvö forrit í einu á sama tíma á skjánum.
Skrifað á skjáinn eins og pappír væri
Við lögðum mikið upp úr því að það að skrifa á skjáinn væri rétt eins og að skrifa á pappír. Með því að nota svokallaða „zero air gap“ tækni náðum við að kalla fram þá tilfinningu.
Auðvelt að tengja
Þar sem USBC-C og HDMI inntakið er framan á skjánum þarf ekkert að hafa fyrir því að tengja.
Sambland hreyfi- og ljósaskynjara hámarkar upplifunina þegar horft er á skjáinn því hann heldur jafnvægi í birtustigi út frá birtunni í rýminu og heldur einnig jafnvægi í orkunotkun.
Hreyfi- og ljósaskynjari