NÚTÍMALEG HÖNNUN á fjölbreyttum húsgögnum
GÓLFMOTTUR úr vínilvafningi
Bolon Rugs gólfmottur henta vel fyrir heimili, verslanir, hótel, veitingastaði, skrifstofur, opin rými eða hvar þar sem er þörf á fallegum, notadrjúgum og endingargóðum gólfmottum. Yfir 100 litir og mynstur til að velja úr og hver motta er sérframleidd eftir pöntun sem gefur þér færi á að leika með stærðir og liti
BETRI HLJÓÐVIST fyrir skrifstofurýmið
Á liðnum árum hefur orðið bylting þegar kemur að hljóðvistarlausnum en sænska fyrirtækið Abstracta tekur þeirri byltingu fagnandi, enda alls ekki nýgræðingur á því sviði. Abstracta hefur framleitt hljóðvistarlausnir frá árinu 1972 og er því sannkallaður brautryðjandi. Fyrirtækið útvegar fjölbreyttar, vandaðar og smekklegar lausnir fyrir hverskyns umhverfi.
HLJÓÐVIST & TÖFLUR einstaklega falleg hönnun
LINTEX er sænskt fyrirtæki sem framleiðir töflur fyrir skrifstofur, skóla, vinnustaði og fundarstaði. Það sem greinir LINTEX frá flestum framleiðendum á þessu sviði er hins vegar nálgun þeirra að hönnun og virkni. Þar sækir LINTEX í kjarna skandinavískrar hönnunar; góða virkni og ekki síður að virknin sé falleg. Falleg hönnun er ekki það sem flestir tengja við þegar hugsað er um töflur. LINTEX hefur breytt þessu, með það að markmiði að koma á óvart og ögra ímyndinni um hvernig tafla á að líta út.
FJÖLBREYTT HÚSGÖGN með nýsköpun að leiðarljósi
Blå Station er sænsk fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1986. Nýsköpun, forvitni og notendamiðuð húsgögn eru útgangspunktar í hönnun Blå Station. Þar trúir fólk því að ný húsgögn eigi að vera betri og bjóða eitthvað umfram þau húsgögn sem þegar eru á markaðnum.
FÁÐU GÓÐA RÁÐGJÖF frá starfsfólki okkar
agna Sýningarsalur húsg er í Skeifunni 17 Sýningarsalurinn okkar í Skeifunni tekur vel á móti þér. Þar er að finna fjölbreytt sýnishorn skrifstofuhúsgagna frá nokkrum af fremstu birgjum heims og tilvalið að kynna sér úrvalið. Sérfræðingar okkar eru svo ávallt á staðnum til skrafs og ráðagerða varðandi það hvaða lausnir uppfylla best þarfir þíns fyrirtækis. Opnunartími húsgagnasalarins er milli 9 og 17 alla virka daga. Hlökkum til að sjá þig. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netfangið husgogn@a4.is og í síma 580-0085.
Skeifan 17 / www.a4.is / sími 580 0085 / husgogn@a4.is