VEÐURSKYNJARINN PASPS3209
Þráðlausi veðurskynjarinn er alhliða mælitæki notað til að fylgjast með umhverfisskilyrðum. Með því að sameina nokkra nema í eitt tæki, er skynjarinn fær um að gefa upp 17 mismunandi mælistærðir! Notið skynjarann í skráningarviðmóti eða með vindhana-aukabúnaðinum fyrir langtímaeftirlit. Hann nýtist einnig sem handhægt tól til að rannsaka loftslag á þröngt afmörkuðum svæðum, sem og til að skrásetja umhverfisskilyrði margra líffræði- eða umhverfisfyrirbrigða.
VEÐUR LJÓS Tæknilegar upplýsingar: Rafhlaða: endurhlaðanleg
1. Umhverfishiti 2. Loftþrýstingur 3. Vindhraði 4. Vindátt 5. Rakastig 6. Reyndarrakastig 7. Daggarmörk 8. Vindkæling 9. Hitaálag 10. Umhverfisbirta (lux) 11. ÚF-stuðull (UV-index)
GPS
MÆLIEININGAR
12. Breiddargráða 13. Lengdargráða 14. Hæð yfir sjávarmáli 15. Hraði 16. Segulstefna 17. Raunstefna
Vindhaninn – aukabúnaður PASPS3553 Gerðu umhverfismælingar þráðlausa veðurskynjarans þíns langdrægari með Vindhananum. Þegar hann hefur verið festur á mun skynjarinn snúast sjálfur til að ná vindhraðanum og -áttinni, hvort sem þú safnar gögnum í rauntíma eða með því að láta skynjarann skrásetja klukkustundir (eða daga!) af gögnum til skoðunar síðar. Fylgihlutir: Þrífótur, festing á þrífót og vindhani.
ÞRÁÐLAUS HITAMÆLIR PASPS3201
Kemur með 1x flatri rafhlöðu. Við kynnum nútímahitamælinn til sögunnar. Nemendur geta mælt hita í rauntíma, en einnig fylgst með, skrásett og kortlagt hitamælingar í SPARKvue-smáforritinu á næstum hvaða tengda tölvubúnaði sem er. Þegar skóladegi lýkur en tilraunin heldur áfram, geta nemendur forritað hitamælinn til að skrásetja sjálfkrafa gögn í daga eða vikur og hlaða þeim síðan niður til greiningar.
Kostir í kennslu:
Tæknilegar upplýsingar:
• Hraðvirkar mælingar á litlum breytingum í hita, t.d. í varmaleiðingu eða á yfirborði húðar.
Mælisvið: -40°C – 125°C
• Engin kvörðun þörf: bara tengja og mæla.
Upplausn: 0.05°C
Skekkjumörk: 0.5°C • Þægileg þráðlaus Bluetooth-tenging og Rafhlaða: flöt rafhlaða (>500,000 mælingar) endingargóð rafhlaða. Skráning: Já • Skráir hitamælingar beint í mælinn í Bluetooth: BT 4.0 tilraunum yfir langan tíma.
Þennan endingargóða, nákvæma hitamæli má nota í margvíslegar hitatilraunir. Hann er algjört þarfaþing á rannsóknarstofunni – fyrir allt frá eðlissviptingu að varmaefnafræði. Hægt er að fylgjast með hitamælingum í rauntíma á línuriti, í töflu eða í tölum.
ÞRÁÐLAUS LITRÓFS- OG GRUGGMÆLIR
PASPS3215
Fylgihlutir: USB-hleðslusnúra, 9 kúvettur, 2 kúvettubakkar og ein 100 NTU-kvörðunarkúvetta. Þessi þráðlausi litrófsmælir nemur samtímis gleypni og gegnhleypni sex mismunandi bylgjulengda. Hægt er að nota litamælinn til að rannsaka styrk lausna og hraða efnahvarfa. Með notkun meðfylgjandi kúvettna og kvörðunarstaðals, gegnir litamælirinn einnig hlutverki gruggmælis fyrir greiningu á vatnsgæðum. Þráðlaus og traust hönnunin gerir jafn auðvelt fyrir að taka tækið með á vettvang og að nota það á rannsóknarstofunni.
Tæknilegar upplýsingar: •
Litagreining/mesta bylgjulengd skynjuð: 650 nm (rautt), 600 nm (appelsínugult), 570 nm (gult), 550 nm (grænt), 500 nm (blátt), 450 nm (fjólublátt).
•
Drægni: ± 25 nm frá fremsta hluta
•
Gleypni: 0-3 Abs; gagnlegt bil (0,05 – 1,5 Abs)
•
Gegnhleypni: 0-100%
•
Gruggmælingar: 0-400 NTU
•
Nákvæmni: ± 5% NTU
ÞRÁÐLAUS KOLTVÍSÝRINGSMÆLIR
PASPS3208
Fylgihlutir: 250 ml sýnatökuflaska og USB-hleðslusnúra. Þessi þráðlausi mælir nemur styrk koltvísýrings í lokuðu rými eða í umhverfinu. Rannsakið grunnviðfangsefni (á borð við ljóstillífun, loftskipti og kolefnishringrás) með þessum fjölhæfa nema. Hægt er að safna gögnum beint á búnaðinn í langtímarannsóknum og eftirliti.
Vatnsheld koltvísýringshlíf Inniheldur 5 hulstur og 5 hringi Það má nota þráðlausa koltvísýringsmælinn í vatnsmælingum með þessari hálfgegndræpu hlíf. Hlífin er vatnsheld en hleypir kolviðsýringi í gegnum himnuna, og skapar þannig kollrúm í kringum nemann. Fylgist með ljóstillífun og loftskiptum í vatnaplöntum eða -dýrum með sýnatökuflöskunni eða með öðrum leiðum. Hlífar sýndar með koltvísýringsmæli. Selt í sitthvoru lagi.
ÞRÁÐLAUS SÝRUSTIGSMÆLIR PASPS3204 Fylgihlutir: flöt rafhlaða og beintengdur sýrustigsnemi með geymsluflösku. Þetta er besti búnaðurinn til að mæla pH-gildi síðan lakkmúsapappírinn var og hét. Nemendur geta ekki einungis safnað gögnum hratt og nákvæmlega, heldur einnig skráð gögnin beint á tengdan tölvubúnað. Einnig er mögulegt að forrita mælinn til að safna gögnum sjálfkrafa í klukkustundir eða jafnvel vikur. Það má nota mælinn til að rannsaka vatnsgæði, símæla umhverfisþætti, prófað lausnir og fylgjast með efnahvörfum.
Tæknilegar upplýsingar: •
Mælisvið: 0-14 pH-gildi
•
Upplausn: 0.02 pH
•
Skekkjumörk: 0.1 pH-gildi
•
Vatnsheldni: IP-67 (1 m í 30 mín)
•
Raflaða: Flöt (áætlaður líftími > 1 ár)
•
Gríðarleg nákvæmni (0.01 pH) og upplausn (0.2 pH).
•
Ryk- og sandþolinn, hrindir frá vatni (1 m í 30 mín).
•
Rafhlaða endist í > 1 ár
•
Tengist einnig ORP eða ISE-rafskautum
Nemendur geta safnað gögnum hvar sem er með þráðlausa sýrustigsmælinum!
Með hjálp þráðlausa pH-mælisins frá PASCO geta nemendur mælt sýrustigið í mismunandi djúsum án þess að vesenast með litvísislausnir eða pH-pappír. Niðurstöðurnar eru ótrúlega nákvæmar og auðlesnar sem gerir samanburð á mismunandi sýnum afar auðveldan. Einn af helstu kostum PASCO-mæla og SPARKvue-forritsins er tímasparnaðurinn. Auðveld gagnasöfnun gefur meiri tíma fyrir frekari rannsóknir eða umræður í kennslustofunni.
ÞRÁÐLAUS ÞRÝSTINGSMÆLIR PASPS3203 Inniheldur 60 cm langa pólýúretan-plastslöngu, 1 slöngutengi, 2 lekafríar luer-skrúfur og 1 lekafrían luer-skrúfgang, 1 60cc sprautu, litíumjónarafhlöðu og USB-snúru. Þessi nýi þráðlausi þrýstingsmælir gerir þér kleift að safna nákvæmum og samræmdum upplýsingum um gasþrýsting, rannsaka útgufun, ensímvirkni, osmósu og fleira! Tæknilegar upplýsingar: •
Mælisvið: 0-400 kPa
•
Upplausn: 0.1 kPa
•
Skekkjumörk: 2 kPa
•
Rafhlaða: Endurhlaðanleg
Eiginleikar: •
Mælir þrýsting með hjálp viðmiðunarlofttæmis, sem auðveldar söfnun áreiðanlegra gagna, jafnvel þó að þrýstingurinn innan kerfisins falli neðar en þrýstingur umhverfis.
•
Vinnur með algengar stærðir (kPa, atm, psi, mmHg, eða N/m2) fyrir ýmis forrit.
•
Þráðlaust Bluetooth-tengi og langlíf endurhlaðanleg rafhlaða.
Rannsakið útgufun í mismunandi skilyrðum með potometer-uppsetningu.
ÞRÁÐLAUS HJARTSLÁTTARMÆLIR
PASPS3206
Fylgihlutir: Handföng og Bluetooth-hjartsláttareining með einni rafhlöðu. Þessi nýi hjartsláttartíðnimælir gerir auðveldara fyrir en nokkru sinni áður að stjórna lífeðlisfræðilegum tilraunum sem koma að hjarta- og æðakerfinu eða samvægi. Nýtið mælitækið sem hraðvirka og auðvelda leið til ná þráðlausum mælingum, hvort heldur fyrir langtímamælingar eða upphafs- og lokagagnapunkta.
Þráðlaus hjartsláttarmælir fyrir æfingar PASPS3207 Fylgihlutir: Bluetooth-hjartsláttareining með flatri rafhlöðu og belti yfir bringu (M-XXL) Þegar viðfangsefnið krefst þess að nemendur noti hendurnar, má para þetta belti með hjart-sláttarmælinum. Þannig er hægt að flytja gögn þráðlaust yfir allt að 10 m!
ÞRÁÐLAUS LJÓSNEMI PASPS3213
Kemur með rafhlöðu. Þráðlausi ljósneminn er frábær viðbót við hvaða líffræðiáfanga sem skoðar sambandið á milli ljósstyrks eða lita og ljóstillífunar, útgufun eða rannsakar ÚF-geislun. Mælitækið hefur tvo mismunandi nema fyrir fjölbreytta notkun og mælingar: Blettanema (mælingar á styrkleika í rauðu, grænu, bláu og hvítu ljósi) og Umhverfisnema (mælir birtu/lux), UVA, UVB, ÚF-stuðul, sólarorku og ágeislunarstyrk sólar). Tæknilegar upplýsingar: •
Litrófssvörun: 300 nm – 1100 nm
•
Mælisvið: 0-130.000 lux
•
Rafhlaða: Flöt (áætlaður líftími > 1 ár)
Vaktið ljósskilyrði við rannsóknir á ljóstillífun, útgufun og fleiru.
AIRLINK
PASPS3500
Gerið hvaða nema sem er þráðlausan! Lesararnir okkar taka við öllum PASPORT-nemum og geta sent gögn beint í tækin þín yfir Bluetooth. Fylgihlutir: PASPORT-nematengi, USBog Bluetooth-tengi, USB-snúra.
USB Bluetooth 4.0 breytistykki PASPS3200 Flestur tölvubúnaður getur tengst beint við þráðlausu Bluetooth 4.0 vörurnar frá PASCO. Til að skoða beintengimöguleikana, heimsækið pasco.com/compatibility. PASCO býður upp á PS-3500 USB Bluetooth 4.0 breytistykki fyrir þann tölvubúnað sem getur ekki tengst beint. Einnig fáanlegt: Hleðslustöð með 10 tengimöguleikum fyrir USB, PS-3501.
ÞRÁÐLAUS ÞRÝSTINGSMÆLIR PASPPS3203
Inniheldur 60 cm langa pólýúretanplastslöngu, 1 slöngutengi, 2 lekafríar luer-skrúfur og 1 lekafrían luer-skrúfgang, 1 60cc sprautu, litíumjónarafhlöðu og USB-snúru.
Þessi þráðlausi mælir nýtist vel til nákvæmra og samræmdra mælinga á gasþrýstingi, eða til rannsókna á gaslögmálum og efnahvörfum.
Tilraunaglas, smávegis stálull og þráðlaus þrýstingsmælir er það eina sem nemendur þurfa til að geta reiknað út súrefnismagn í andrúmsloftinu.
Þráðlaus leiðnimælir Þetta þráðlausa mælitæki nemur rafleiðni í vatnslausn. Notið mælinn til að rannsaka eiginleika lausna, eða fyrir líkön og mælingar á vatnsgæðum.
Mælið rafleiðni í vatni og vatnslausnum.