Fyrir skapandi umhverfi Bylgja Bára Bragadóttir, sölustjóri fyrirtækjaþjónustu
Valgerður Vigfúsardóttir, sölustjóri húsgagna
FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA A4 er framsækið og lifandi fyrirtæki sem býður fjölbreyttar vörur fyrir skrifstofuna, skólann og heimilið. Hjá fyrirtækjaþjónustu A4 starfa reynslumiklir söluráðgjafar sem veita faglega og persónulega ráðgjöf er varðar innkaup á rekstrarog skrifstofuvörum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Um er að ræða kraftmikinn og samhentan hóp starfsmanna sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum góða þjónustu og hafa gaman í vinnunni.
Lögð er áhersla á að viðskiptavinir geti nálgast fyrirtækjaþjónustuna með fjölbreyttum hætti, hvort sem er í gegnum sölumenn, verslun, síma eða vef. „Við trúum því að með því að hafa hæft og ánægt starfsfólk séum við að veita okkar viðskiptavinum betri þjónustu. Við hlustum á viðskiptavininn, greinum þarfir hans og finnum þær lausnir sem henta best,“ segir Bylgja Bára Bragadóttir, sölustjóri fyrirtækjaþjónustu A4.
ÞJÓNUSTA VIÐ FYRIRTÆKI OG STOFNANIR UM LAND ALLT A4 rekur verslanir á höfuðborgarsvæðinu, í Skeifunni, Smáralind, Kringlunni og Hafnarfirði auk verslana á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Verslanir A4 bjóða mikið úrval af ritföngum og rekstrarvörum auk föndurvara og fallegra gjafavara. Í verslunum A4 í Skeifunni og á Akureyri má auk þess finna glæsilegt úrval húsgagna fyrir bæði fyrirtæki og stofnanir.
Fyrirtækjaþjónustan er opin alla virka daga frá 8-17 en vefverslunin www.a4.is er alltaf opin. Fyrirtæki um land allt geta valið að fá vöruna senda án kostnaðar ef verslað er fyrir meira en 20.000 kr. og fylgir þá sætur glaðningur með. Allar pantanir sem berast fyrir klukkan 10 að morgni eru sendar samdægurs.
Akureyri
Egilsstaðir
Vefverslun www.a4.is Höfuðborgarsvæðið Skeifan Smáralind Kringlan Hafnarfjörður
Selfoss
Magnús I. Eggertsson, viðskiptastjóri Akureyri
LEIKSKÓLAR A4 býður upp á mikið vöruúrval fyrir menntastofnanir og ekki síst fyrir yngstu kynslóðina. Guðrún Pétursdóttir, sölufulltrúi, sérhæfir sig í að þjónusta leikskóla og frístundaheimili. Hún heimsækir viðskiptavini og hefur með sér fulla tösku af sýnishornum af spennandi vörum sem henta sérstaklega fyrir leikskóla. Viðskiptavinir fá góða kynningu og tækifæri til að skoða vörurnar. Þannig spara þeir sér sporin og fleiri starfsmenn fá tækifæri til að skoða vörurnar og geta þannig haft áhrif á hvað keypt er inn.
„Við bjóðum upp á mikið vöruúrval, þroskaleikföng, tréleikföng, spil, púsl, föndur og fleira og svo auðvitað allt fyrir skrifstofuna,“ segir Guðrún Pétursdóttir, sölufulltrúi. Talsvert úrval er af ungbarnavörum og um þessar mundir njóta svefnbekkir og teppi frá Akros mikilla vinsælda. Ýmsar vísindavörur og föndurvörur eru vinsælar hjá eldri börnunum. ,,Það er svo skemmtilegt að hitta allt þetta frábæra fólk sem vinnur í leikskólum og frístundaheimilum og kynna fyrir þeim flottar vörur sem slá í gegn hjá börnunum. Það kemur fólki oft á óvart hvað við erum með fjölbreytt vöruúrval,“ segir Guðrún.
ÁBREIÐA ÚR ELDTEFJANDI EFNI
TEYGJUR TIL AÐ FESTA ÁBREIÐU
Guðrún Pétursdóttir, sölufulltrúi
ÖNNUR SKÓLASTIG A4 býður upp á mikið vöruúrval fyrir menntastofnanir og sérhæfir sig í kennslubúnaði fyrir öll skólastig. Soffía Óladóttir, viðskiptastjóri menntastofnana, sérhæfir sig í að þjónusta grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla en skólastigin eru með fjölbreyttar og ólíkar þarfir. A4 þjónustar menntastofnanir með flest allt sem þær þurfa á sviði búnaðar, húsgagna, kennslugagna og ritfanga. Soffía hefur mikla reynslu af sölu skólavara en hún starfaði lengst af í Skólavörubúðinni sem var yfir 50 ára gömul og tilheyrir nú A4. „Ég hef víðtæka þekkingu á vöruflokknum og fylgist vel með nýjungum. Ég legg mikinn metnað í að ráðleggja viðskiptavinum hvaða vörur og búnaður henta best með tilliti til álags og notkunar. Má þar nefna ritföng fyrir nemendur sem við höfum þjónustað skóla með í mörg ár, þar skipta gæði vörunnar öllu máli til lengri tíma. Eins er sparnaður til lengri tíma með að kaupa tússtöflu sem er sérhönnuð fyrir skólaumhverfið og þolir þessa miklu notkun í áratugi,“ segir Soffía.
„Við getum þjónustað skólana með flest allt og erum sífellt að bæta nýjungum við vöruúrvalið okkar. Okkar hlutverk er að fylgjast með þróun og breytingum í skólastarfi. Finna búnað sem getur hentað hverju sinni og koma þeim upplýsingum til stjórnenda og kennara skólanna. Með því getum við sparað tíma fyrir viðskiptavini okkar við að leita sér upplýsinga og finna hvar er hægt að nálgast það kennsluefni sem þeirra starfssemi þarfnast. „Það er gríðarlegur metnaður hjá kennurum og stjórnendum menntastofnana að gera skólastarfið fjölbreytt og áhugavert fyrir nemendur. Það er líka aðdáunarvert að fylgjast með kennurum sem framleiða og gefa út kennsluefni á þessum litla markaði. Þar reynum við hjá A4 að styðja við og hafa þeirra vörur í okkar vöruframboði. Mér finnst það forréttindi að fá að taka þátt í þessu og geta aðstoðað og leiðbeint við val á vörum og búnaði. Stundum hef ég sagt í gamni að við getum útvegað flest annað en rúsínur,“ segir Soffía.
„Þróun á sviði skólabúnaðar og kennslugagna er hröð. Vinsælar vörur fyrir menntastofnanir eru rekstrarvörur fyrir skrifstofuna, ritföng, föndurvörur, tómstundavörur, tússtöflur, hleðsluvagnar fyrir spjaldtölvur, Pasco þráðlausir nemar fyrir snjalltæki sem notaðir eru við raungreinakennslu, rekstrarvörur fyrir tilraunastofuna, 3B Scientific kennslulíkön, Numicon og annar stærðfræðibúnaður sem og sérkennsluefni frá Akros. Einnig eru LEGO vörurnar mjög vinsælar hjá okkur,“ segir Soffía.
Soffía Ólafsdóttir, viðskiptastjóri menntastofnanna
MERKTAR VÖRUR OG GJAFAVARA A4 býður upp á fjölbreytt úrval vara til sérmerkinga. Algengt er að fyrirtæki gefi starfsfólki eða viðskiptavinum merktar gjafir. Dæmi um slíkt eru ferðatöskur, bakpokar, hitabrúsar og pennar sem merktir eru nafni fyrirtækis, lógói eða slagorði. A4 er auk þess með mikið úrval af fallegri gjafavöru og býður upp á marga spennandi valkosti þegar kemur að jólagjöfum eða öðrum tækifærisgjöfum til starfsmanna.
LÆGRI REKSTRARKOSTNAÐUR A4 þjónustar fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum. Mikill metnaður er lagður í að veita góða þjónustu. Þarfir viðskiptavina eru ólíkar og lögð er áhersla á að finna hagkvæmar lausnir fyrir hvern og einn. Fyrirtæki og stofnanir geta óskað eftir því að fá viðskiptastjóra fyrirtækjaþjónustunnar í heimsókn og finna leiðir til að hagræða í innkaupum á rekstrarvörum.
Bylgja Bára Bragadóttir, sölustjóri fyrirtækjaþjónustu
„Við leggjum áherslu á að eiga gott samband við okkar viðskiptavini, þekkja þarfir þeirra og finna leiðir til að mæta þeim á sem hagkvæmastan hátt. Við erum til dæmis með viðskiptastjóra menntastofnana sem sérhæfir sig alfarið í að sinna grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum og annan viðskiptastjóra sem sinnir leikskólum og frístundaheimilum. Með því að þekkja viðskiptavini okkar getum við aðlagað vöruframboðið í takt við þarfir þeirra. Þetta samband og traust er svo mikilvægt,“ segir Bylgja Bára Bragadóttir, sölustjóri fyrirtækjaþjónustu A4. Bylgja hvetur fyrirtæki til að skrá sig á póstlista A4 en þannig er hægt að fylgjast með nýjustu tilboðunum og fá upplýsingar um nýjungar í vöruframboði A4. Hægt er að skrá sig á www.a4.is/postlisti. „Við skorum á viðskiptavini að gera verðsamanburð og hafa samband við fyrirtækjaþjónustu okkar,“ segir Bylgja.
Allt fyrir skrifstofuna
VÖRUFRAMBOÐ A4 býður upp á fjölbreytt úrval vara á sviði skrifstofu, skóla-, húsgagna-, gjafa, föndur- og hannyrðavara. Þeirra á meðal eru heimsþekkt vörumerki sem eiga það sammerkt að vera í háum gæðaflokki. Í skrifstofuvörum má nefna Faber-Castell, Stabilo, Acco, 3M, Novus og Durable. Áhersla er lögð á gæðavörur á góðu verði. Boðið er upp á alhliða lausnir fyrir skrifstofuna og má þá nefna ritföng í miklu úrvali, ljósritunarpappír
og pappírsvörur, hylki í prentara, pappírstætara, plöstunarvélar, merkivélar og ýmsar aðrar rekstrarvörur. Auk þess er boðið upp á fjölbreyttar vörur fyrir skólastofuna og fundarherbergið og má þá nefna skólatöflur, sýningartjöld og ýmsan kennslubúnað. A4 er auk þess með vönduð skrifstofu- og skólahúsgögn fyrir fyrirtæki og stofnanir með 5 - 10 ára ábyrgðartíma.
vinir?
HÚSGÖGN
Hvað segja viðskipta
A4, í samstarfi við öfluga húsgagnaframleiðendur, býður upp á heildstæðar lausnir fyrir skrifstofur, stofnanir og almenningsrými.
„Þekking hf. hefur undanfarin ár treyst á A4 sem sinn birgja í rekstrarvörum skrifstofa sinna. A4 hefur sinnt þörfum Þekkingar afar vel, boðið upp á gæðavörur á góðu verði og komið með margar góðar hugmyndir sem hafa reynst vel í rekstrinum. Þjónustan er til fyrirmyndar og fáum við ávallt okkar vörur hratt og örugglega á góðum kjörum. Við hjá Þekkingu mælum eindregið með fyrirtækjaþjónustu A4.“
Góð og vel hönnuð húsgögn eru hluti af skapandi og hvetjandi vinnuumhverfi. Vinnustaðurinn er ekki bara staður sem þú mætir á og dvelur, heldur staður sköpunar, afkasta og um leið vellíðunar. Húsgagnadeild A4 leggur mikla áherslu á þjónustu og ráðgjöf því hver viðskiptavinur er einstakur. Við erum með fjölbreytt úrval af vinnuvistfræðilegum og sveigjanlegum lausnum sem henta þörfum hvers og eins og veitum ráðgjöf við heildarlausnir að innra skipulagi. Í byrjun júní verður opnaður stór og glæsilegur sýningarsalur húsgagna í A4 versluninni í Skeifunni 17.
Guðrún Gyða Eyþórs
Verkefnastjóri hjá Þekkingu
„A4 hafa reynst okkur mjög vel hjá Samskipum í gegnum árin. A4 eru fljót að bregðast við okkar óskum og sérstaklega þægileg. Þau vilja allt fyrir okkur gera sem mögulegt er.“ Sigþrúður Stefánsdóttir
Umsjónarmaður móttöku hjá Samskipum
Við hlökkum til að taka á móti þér þar.
„Við hjá Keahótelum vitum hvað þarf til að veita framúrskarandi þjónustu. Þess vegna veljum við Fyrirtækjaþjónustu A4 þar sem við getum treyst á persónulega, góða og hraða þjónustu.“ Kristján Daníelsson
Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keahótela
Við erum við símann frá kl. 08:00 til 17:00 alla virka daga
Sími 580 0000 / a4@a4.is / www.a4.is