Nýja skúffulínan frá Gratnells fyrir námsgögn
Callero Plus er ný lína af plastskúffum frá Gratnells sem er sérhönnuð fyrir geymslu námsgagna. Línan er hönnuð út frá vinnuvistfræðilegu sjónarhorni, með skólastofur í huga. Geymslupláss er 30% meira en áður og hjólin jafnframt stærri og stöðugri. Vagngrindurnar í Callero Plus línunni eru úr húðuðum málmi, sem sparar þrif og eykur öryggi. Nýju StopSafe skúffuberarnir eru sterkir og vandaðir og henta vel fyrir börn. Þeir eru færanlegir svo hægt er að hafa bæði grunnar og djúpar skúffur í sömu einingunni.
Callero Plus skúffueiningarnar eru fáanlegar í tveimur stærðum — tvöfaldar og þrefaldar — og koma samsettar með endingargóðri silfuráferð. Val er um mikið úrval skúffulita, til dæmis tómatarauðan, límónugrænan og sólskinsgulan. Callero Plus línan hentar vel í alhliða notkun og er bæði nútímaleg og örugg — tilvalin fyrir geymslu og flutning námsgagna á milli staða.
www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is