Góður-betri-bestur námsefni í skrift
Forskriftarbækur sem henta bæði rétthentum og örvhentum Góður betri bestur, námsefni í skrift fyrir 1. til 7. bekk, er vel þekkt meðal kennara og foreldra og hefur verið kennt um áraraðir í flestum skólum landsins. Námsefnið var upphaflega hannað af sex kennurum í Sólvallaskóla en nú hefur A4 tryggt sér útgáfurétt bókanna og mun alfarið sjá um sölu og dreifingu þeirra. Bækurnar eru settar upp þannig að þær henti rétthentum eða örvhentum. Í bókunum fyrir örvhenta er forskriftin höfð hægra megin í stað vinstra megin sem auðveldar örvhentum að sjá forskriftina og léttir þeim skriftarnámið til muna. Í bókunum er að finna fjölbreytt verkefni og lögð er áhersla á sjálfsmat nemenda.
Nú þegar eru komnar út eftirfarandi bækur: • 1. bekkjar námsefni, mappa til fjölritunar. • Kennarabók með hagnýtum upplýsingum, markmiðssetningu og tillögum að námsmati í skrift. • Skriftarbók A og B er fyrir hvern árgang frá 2. - 7. bekk og fást fyrir rétthenta og örvhenta.
www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is