A4 - PASCO 2020

Page 1

PASCO næsta kynslóð þráðlausra nema

PASCO framleiðir vandaðan raungreinabúnað til notkunar í skólum. SPARKvue hugbúnaðurinn er með uppsettum tilraunum fyrir þráðlausu nemana. Hann er einfaldur í notkun og fljótlegt að tengja nemana við hann. Auðveld gagnasöfnun gefur kennurum og nemendum aukinn tíma fyrir frekari rannsóknir eða umræður í kennslustofunni. Hugbúnaður PASCO (SPARKvue eða PASCO Capstone) gera nemendum kleift að sjá og greina gögn í rauntíma. SparkVue hugbúnaðurinn er frír í snjalltæki.

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


VEÐURNEMINN PASPS3209

Fylgstu með veðrinu á nýjan hátt Með þráðlausa veðurnemanum er auðvelt og skemmtilegt að gera veðurrannsóknir í nánasta umhverfi. Þráðlausi veðurneminn er alhliða mælitæki sem hægt er að nota til að fylgjast með umhverfisskilyrðum. Með því að sameina nokkra nema í eitt tæki er neminn fær um að gefa upp 17 mismunandi mælieiningar! Notið nemann í skráningarviðmóti eða með vindhana-aukabúnaðinum fyrir langtíma rannsóknir. Hann nýtist einnig sem handhægt tól til að rannsaka loftslag á þröngt afmörkuðum svæðum og til að skrásetja umhverfisskilyrði margra líffræði- eða umhverfisfyrirbrigða.

VEÐUR

1. Umhverfishiti 2. Loftþrýstingur 3. Vindhraði 4. Vindátt 5. Rakastig 6. Reyndarrakastig 7. Daggarmörk 8. Vindkæling 9. Hitaálag

LJÓS

10. Umhverfisbirta (lux) 11. ÚF-stuðull (UV-index)

GPS

17 mismunandi mælieiningar

12. Breiddargráða 13. Lengdargráða 14. Hæð yfir sjávarmáli 15. Hraði 16. Segulstefna 17. Raunstefna

Aukabúnaður fyrir þráðlausa veðurnemann PASPS3553 Gerðu umhverfismælingar þráðlausa veðurnemans þíns langdrægari með vindhananum. Þegar hann hefur verið festur á mun neminn snúast sjálfur til að ná vindhraðanum og vindáttinni, hvort sem þú safnar gögnum í rauntíma eða með því að láta skynjarann skrásetja klukkustundir (eða daga) af gögnum til skoðunar síðar.

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is

Fylgihlutir: Þrífótur, festing á þrífót og vindhani.


ÞRÁÐLAUS JARÐVEGSRAKANEMI PASPS2163 Jarðvegsrakaneminn mælir vatnsinnihald jarðvegs og sýnir það í prósentum. Nemann má nota til að framkvæma tilraunir í umhverfisvísindum, landbúnaði, garðyrkju og líffræði.

Dæmigerðar aðgerðir: •

Mælir tap á raka úr jarðvegi með tímanum vegna uppgufunar eða upptöku plantna

Metur ákjósanlegt rakainnihald fyrir mismunandi plöntur

Mælir rakainnihald jarðvegs til að stjórna áveitu í gróðurhúsum

Upplýsingar: •

Svið nemans : 0 til 45% rúmmálseiningar vatns í jarðvegi

Nákvæmni : ± 4%

Upplausn : 0,1%

Vinnuhitastig : -40 til 60°C

Sýnishorn : 10 sýni á sekúndu

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS HITANEMI PASPS3201

Þráðlausa hitanemann er hægt að nota hvar sem þú vilt nota stafrænan hitamælir. Við kynnum nútíma hitanema til sögunnar. Nemendur geta mælt hita í rauntíma, fylgst með, skrásett og kortlagt hitamælingar í SPARKvue-smáforritinu á næstum hvaða tengda tölvubúnað sem er. Þegar skóladegi lýkur en tilraunin heldur áfram, geta nemendur forritað hitanemann til að skrásetja sjálfkrafa gögn í daga eða vikur og hlaða þeim síðan niður til greiningar. Þennan endingargóða, nákvæma þráðlausa hitanema má nota í margvíslegar hitatilraunir. Hann er algjört þarfaþing í skólastofunni. Hægt er að fylgjast með hitamælingum í rauntíma á línuriti, í töflu eða í tölum.

Kostir í kennslu:

Tæknilegar upplýsingar:

• Hraðvirkar mælingar á litlumbreytingum á hita, t.d. í varmaleiðning eða á yfirborði húðar.

• Mælisvið : -40°C – 125°C

• Engin kvörðun þörf : bara tengja og mæla. • Þægileg þráðlaus Bluetooth-tenging og endingargóð rafhlaða. • Skráir hitamælingar beint í nemann í tilraunum yfir langan tíma.

• Upplausn : 0.05°C • Skekkjumörk : 0.5°C • Rafhlaða : flöt rafhlaða (>500,000 mælingar) • Skráning : Já • Bluetooth : BT 4.0

• Ryk, óhreininda, sand- og vatnsheldur (hámark 1 m. í 30 mínútur).

Ath : Handfangið á nemanum þolir ekki sama hitastig og stálspjótið. Við ákaflega lágan eða háan hita mælum við með að nota rafskautsstuðning PASPS3505, til að halda nemanum í réttri stöðu á meðan á tilraunum stendur.

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS ODO NEMI PASPS3224

Þráðlausi ODO neminn (Wireless Optical Dissolved Oxygen Sensor) er fullkominn til að gera mælingar á DO2. Sjóntæknin er nákvæm, hröð og þarf ekki flæði eða kvörðun. Þráðlausi ODO neminn inniheldur í raun þrjá mismunandi rannsóknarmöguleika. Til viðbótar við uppleyst súrefni er einnig hægt að gera tilraunir með þrýsting í andrúmslofti og hitastig vatns. Með Pasco hugbúnaðinum getur þú skráð þig inn með því að nota innbyggt minni nemans. Eftir nokkra klukkustundir og jafnvel daga getur þú tengt nemann við tækið og hlaðið niður gögnum. Þú getur náð hringrás næringarefna á sólarhringstímabili, breytingar á efnaskiptum og fleira. Með því að nota hlífina sem fylgir þá er neminn orðinn vatnheldur og getur farið á 10 m dýpi (hámark). Endurhlaðanleg rafhlaða, þar sem hver hleðsla dugar lengi.ODO neminn skynjar uppleyst súrefni og notar eins litla orku og mögulegt er. Þetta lengir rafhlöðuendinguna í rannsóknum. Hugbúnaður okkar sýnir ávallt styrk rafhlöðunnar. Ef styrkurinn er orðinn lítill þá skaltu tengja USB-snúruna til að hlaða, á meðan þú safnar gögnum.

Dæmigerðar aðgerðir og eiginleikar: • Ljósmyndun • Öndun • Gerjun • Vöktun vatnssvæða • Rannsókn á vatnssvæðum • Mæla nettó aðalframleiðni • Kanna hvernig hitastig hefur áhrif á magn uppleysts súrefnis

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS SÚREFNISOG GASNEMI PASPS3217 Þráðlausi súrefnis- og gasneminn mælir lofttegundir, rakastig og lofthita fyrir líffræði, umhverfisvísindi og lífeðlisfræði. Neminn er nákvæmur og auðveldur í notkun sem gerir hann fullkominn til að rannsaka margt í umhverfinu. Þráðlaus súrefnisog gasneminn inniheldur einnig skynjara til að mæla umhverfishita og raka ásamt súrefnisgasi.

Tæknilegar upplýsingar: • Bluetooth® og USB tenging • 0-100% súrefnissamsetning • ± 1% súrefni við stöðugt hitastig og þrýsting • Gefur einnig skýrslur um umhverfishita og raka • 2-3 ára líftími • Engin þörf á tengi • Langlíf, endurhlaðanleg rafhlaða

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS 3JA-ÁSA SEGULSVIÐSNEMI PASPS3221 Hægt er að mæla samtímis segulsvið á þremur ásum með þessum tvíþátta þráðlausa nema sem er nógu næmur til að nema rafsegulsvið jarðar. 3ja ása segulsviðsmælirinn nemur segulsvið jarðar, sem og frá öðrum hlutum. Það eru tvö svið : ± 50 gauss og ± 1300 gauss sem notandinn getur valið um. Mælið þrjá þætti segulsviðsins eða mælið eftir einu eða tveimur ásum eftir því hvernig tilraun þú ert að framkvæma. Neminn mælir X, Y og Z hluta í segulssviðsþéttni í tesla, millitesla og gauss. Staðsetning X, Y og Z er sýnt á efsta miðanum.

Dæmigerðar aðgerðir:

Eiginleikar:

• Kortleggur segulsvið

• Getur mælt samtímis á þremur ásum

• Rannsakar styrk segulsviðs og straums sem fer um víra og rafsegla

• Tvöfalt svið : ± 50 G og ± 1300 G

• Skoðið styrk segulloka • Mælið styrk Helmholts lykkjunar • Kannaðu segulsvið jarðar

• Nógu næmur til að mæla segulsvið jarðar • Mælir frá segulbitum og vafningum • Langlíf, endurhlaðanleg rafhlaða

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS HLJÓÐMÆLIR PASPS3227 Þráðlausi hljóðmælirinn er í raun tveir skynjarar í einum þráðlausum pakka: Hljóðbylgjumælir sem getur mælt breytingar á hlutfallslegu þrýstingsstigi sem fall af tíma og hljóðbylgjumælir sem mælir vegið hljóðþrýstingsstig dBA og dBC. Hljóðbylgjumælir: Hljóðbylgjumælirinn mælir hlutfallslegar breytingar á hljóðþrýstingsstigi um leið og hljóðbylgjurnar lenda á mælinum. Notuð eru línurit sem sýna hljóðbylgjumælingar yfir tíma og nemendur geta prófað sig áfram og greint eiginleika bylgna, eins og bylgjulögun, bylgjuhraða, sveifluhæð, tíðni, bylgjulengd og margt fleira. Nemendur nota mælinn til að kanna bylgjuviðlegð auk bylgjutíðni eða yfirsveiflu standbylgju og nærveru yfirtóna. Búnaðurinn er framúrskarandi við mælingar á hljóðbylgjum og FFT birtist bæði í SPARKvue- og Capstone-hugbúnaðinum. Þráðlausi hljóðmælirinn getur einnig mælt hljóðbylgjugögn á þráðlausan hátt við hljóðtökutíðni sem nemur 100 kHz. Hljóðstigsmælir: Hljóðstigsmælirinn er búinn vigtunarkvarða bæði fyrir dBA og dBC og sýnir raunverulegt hljóðstig (hljóðstyrk). Vigtunarkvarðinn fyrir dBC mælir hljóðstig á fjölmörgum tíðnum, bæði á og fyrir utan tíðnibil sem mannseyrað getur greint. Vigtunarkvarðinn fyrir dBA síar út tilteknar hljóðtíðnir frá hljóðgjafa sem samsvara betur tíðnisvörun mannseyrans. Kvarðinn fyrir dBA er yfirleitt notaður á vinnustöðum til að mæla hljóðstigið sem starfsfólk er útsett fyrir við venjulegar vinnuaðstæður. Mælingar á hljóðstigi og hljóðmengun eru lykilmælingar innan umhverfisvísindanna. Þetta er ný gerð af mæli og er þráðlaus lausn til að mæla hljóðstig á sama hátt og hljóðstigsmælir, en er hins vegar mun sveigjanlegri við að skrá gögn á samfelldan hátt sem fall af tíma.

TENGILL FYRIR ÞRÁÐLAUSAN HITASKYNJARA PASPS3222 Tengilinn fyrir þráðlausan hitaskynjara má tengja við allar gerðir af hitaskynjurum frá PASCO með 3,5 mm tengi. Tenglinum fylgir hraðvirkur hitaskynjari, en hann má einnig tengja við hitaskynjarann úr ryðfríu stáli, hitaskynjarann fyrir húð/yfirborð, kúluna sem mælir alkul og búnaðinn sem fylgir kjörgaslögmálinu.

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS HREYFINEMI PASPS3219

Þráðlausi hreyfineminn mælir staðsetningu, hraða og hröðun hluta með því að nota ómskoðunartækni og hleður gögnum beint í tækið þitt. Tækni sem gerir tækinu kleift að nema hvort boð eru fölsk eða ekki sýnir því færri frávik (toppa) og afleiðingar í gögnum þínum. Skráir hreyfingu hluta hvar sem er frá 15 sm. til 4 mtr. fjarlægð frá nema. Sú staðreynd að neminn er þráðlaus þýðir að engir kaplar eða snúrur eru að þvælast fyrir hvort sem hann er festur eða haldið er á honum. Þráðlausi hreyfineminn er tilvalinn til notkunar með MatchGrap hugbúnaðinum. Hreyfineminn er hentugur til að kenna hugtökin : hreyfing, hreyfingarritun og breytingartíðni eða breytingarhalli. Fáðu gögnin beint í tölvuna, Chromebooks, spjaldtölvu eða snjallsímann.

Dæmigerðar aðgerðir: • MatchGraph – frí hreyfimynda viðbót (app) • Mæla hreyfingu hluta á hreyfingu • Uppgötva sambandið á milli stöðu, hraða og hröðunar • Mælir hluti í frjálsu falli • Mælir hvernig loftmótstaða hefur áhrif á fallandi hlut • Rannsaka viðmiðunarreglur • Rannsaka orku og skriðþunga í CART árekstrum • Rannsaka einfaldar samhliða hreyfingar • Gerð sjávarbotns korta

Eiginleikar: • Gefur skýrslu um stöðu, hraða og hröðun • Er með tækni sem finnur út fölsk skilaboð svo gögnin eru ávallt hrein. • Hægt að festa beint á PASCO braut (PASME9493) • Klemma til að festa á stöng • 180° snúningshaus • Endurhlaðanleg lithitum rafhlaða • Bluetooth® eða USB tenging

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS KOLTVÍSÝRINGSNEMI (CO2) PASPS3208 Þráðlausi neminn nemur styrk koltvísýrings í lokuðu rými eða í umhverfinu. Rannsakið grunnviðfangsefni á borð við ljóstillífun, loftskipti og kolefnishringrás með þessum fjölhæfa nema. Hægt er að safna gögnum beint á búnaðinn í langtíma rannsóknum og eftirliti. Með því að nota vatnshelda hlíf (PASPS3545) þá er hægt að nota mælinn við vatnsmælingar. Hlífin er vatnsheld en hleypir koltvísýringi í gegnum himnuna, og skapar þannig holrúm í kringum nemann. Fylgist með ljóstillífun og loftskiptum í vatnaplöntum og - dýrum með sýnatökuflöskunni eða með öðrum leiðum.

Dæmigerðar aðgerðir: • Mæla CO2 upptöku • Bera saman CO2 stig innandyra vs. utandyra • Skoða frumuöndun gers • Framkvæma efnafræðilega rannsóknir

Eiginleikar: • Einfaldlega – paraðu saman og byrjaðu • Mismunandi sýnatökur til að ná hröðum breytingum eða tilraunum sem standa yfir í klukkutíma, daga eða vikur • Kemur með þægilegri Bluetooth þráðlausri tengingu og langlífri endurhlaðanlegri rafhlöðu • Skráir gögn um koltvísýring beint í nemann fyrir langtíma tilraunir

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS SÝRUSTIGSNEMI PASPS3204 Þráðlausi sýrustigsneminn er besti búnaðurinn til að mæla pH-gildi síðan lakkmúsapappírinn var og hét. Nemendur geta ekki einungis safnað gögnum hratt og nákvæmlega heldur einnig skráð gögnin beint á tengdan tölvubúnað. Einnig er mögulegt að forrita nemann til að safna gögnum sjálfkrafa í klukkustundir eða jafnvel vikur. Það má nota nemann til að rannsaka vatnsgæði, símæla umhverfisþætti, prófa lausnir og fylgjast með efnahvörfum. Með hjálp þráðlausa pH-nemans frá PASCO geta nemendur mælt sýrustigið í mismunandi djúsum án þess að vesenast með litvísislausnir eða pH-pappír. Niðurstöðurnar eru ótrúlega nákvæmar aog auðlesnar sem gerir samanburð á mismunandi sýnum afar auðveldan. Einn af helstu kostum PASCO-nema og SPARKvue-forritsins er tímasparnaðurinn. Nemendur geta safnað gögnum hvar sem er með þráðlausa sýrustigsnemanum beint á tengdan tölvubúnað. Auðveld gagnasöfnun gefur meiri tíma fyrir frekari rannsóknir eða umræður í kennslustofunni.

Eiginleikar: • Einfaldleiki : paraðu og byrjaðu • Varanlegt hlaupfyllt rafskaut • Bluetooth® og USB tenging og langlíf endurhlaðanleg rafhlaða • Samhæft við jón-tækni rafskaut (ISE), oxunardreifi rannsókn (ORP) og flata pH sýnistöku • pH gögn eru skráð beint á nemann og sótt síðar. Tilvalið fyrir lengri tilraunir • Ryk, óhreininda, sand- og vatnsheldur (hámark 1 mtr í 30 mínútur)

Tæknilegar upplýsingar: • Mælisvið: 0-14 pH-gildi • Upplausn: 0.02 pH • Skekkjumörk: 0.1 pH-gildi • Vatnsheldni: IP-67 (1 m í 30 mín) • Rafhlaða: Flöt (áætlaður líftími > 1 ár) • Nákvæmni (0.01 pH) og upplausn (0.2 pH) • Ryk- og sandþolinn, hrindir frá vatni (1 m í 30 mín). • Rafhlaða endist í > 1 ár • Tengist einnig ORP eða ISE-rafskautum

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS SPENNUNEMI PASPS3211

Tilvalinn nemi til að kanna grundvallarhugtök rafmagns. Mældu spennu allt að 15 V með innbyggðri vernd nemans fyrir ofhleðslu. Þráðlausi neminn skynjar lögmál Ohm, raðir og samsíða hringrásir og margt fleira.

Eiginleikar: • Einfaldleiki : paraðu og byrjaðu, engar snúrur eða straumbreytar að hugsa um

• Breytileg sýnitökutíðni til að ná litlum, snöggum breytingum eða tilraunum sem standa í klukkutíma, daga eða vikur • Hröð sýnataka í boði í gegnum USB tenginu • Langlíf endurhlaðanleg rafhlaða • Skráir gögn beint á nemann fyrir langtíma tilraunir

ÞRÁÐLAUS STRAUMNEMI PASPS3212

Mældu straum að 1 A, og sendu gögnin þráðlaust í tölvur, Chromebooks, spjaldtölvur eða snjallsíma. Neminn er með innbyggða vörn gegn ofhleðslu.

Eiginleikar: • Einfaldleiki: Paraðu saman og byrjaðu, engar snúrur og millistykki að flækjast fyrir

• Breytileg sýnatökutíðni til að ná litlum skjótum breytingum eða tilraunum sem standa yfir í klukkutíma, daga eða vikur • Hraði sýnatöku í gegnum USB tengingu í “burst mode” • Langlíf endurhlaðanleg rafhlaða • Skráningarstilling - Skráðu núverandi gögn beint á nemann til langtímatilrauna

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS STRAUMMÆLIR PASEM3534

Þráðlausi straummælirinn er hannaður til notkunar með PASCO rafrásasettum (PASME3535 - PASEM3536). Hægt að setja hvar sem er í hringrásina og mæla straummælingar á þeim tímapunkti. Mældu straum allt að 1 A og sendu gögnin þráðlaust í tölvuna þína, Chromebooks, spjaldtölvur eða snjallsíma. Þessi mælir er innifalinn í PASEM3536 eininga rafrásir – grundvallarsett í eðlisfræði og er val sem aukabúnaður fyrir PASEM3535 rafrásir - grunnsett. Í þeim settum er hægt að nota multimeter til að safna spennu og mæla straum eða nota þráðlausa straummælinn (PASEM3534) og /eða þráðlausa spennunemann (PASPS-3211) sem hægt er að nota með PASCO hugbúnað til gagnasöfnunar og ítarlegri greiningar. Athugið : Þar sem straumur getur aðeins verið til staðar sem heil hringrás verður þráðlausi straummælirinn að vera hluti af þeirri hringrás til að mæla strauminn. Ef tengt er í röð er mjög lítið viðnám (0,1 Ω) af þessum sökum mælum við ekki með því að tengja það beint í rafhlöðu eða aðra spennugjafa án viðnáms. Mælirinn inniheldur yfirstreymisvörn til varnar skaðlegum straumum. Kveikja skal á skynjaranum til þess að þessi aðgerð sé virk.

Eiginleikar:

Nauðsynlegur búnaður:

• Einfaldlega – paraðu saman og byrjaðu

Pasco vörurnar sem nota tengingu með Bluetooth® 4 – svo sem þráðlausir nemar, sanjall bílar (smart carts) og AirLink (PASPS-3200) þurfa nýjustu útgáfu af PASCO hugbúnaðinum. Fáanlegur fyrir Mac, Windows, iOS, Android og Chromebooks. Eldri tæki þurfa að nota PS-3500 USB Bluetooth 4.0 millistykki til að tengjast PASCO Bluetooth® 4.

• Mismunandi sýnatökur til að ná hröðum breytingum eða tilraunum sem standa yfir í klukkutíma, daga eða vikur • Hröð sýnataka í boði í gegnum USB tenginu • Langlíf endurhlaðanleg rafhlaða • Skráir gögn beint á mælirinn fyrir langtímatilraunir • Bluetooth® 4 eða USB tenging

Sérstakar upplýsingar: • Tíðnisvið (Dual range): • Rafhlaða: • ± 1 A • Endurhlaðanlegt litíum-fjölliðu • ± 100 mA • Áætlaður endingartími 3-4 mánuðir á einni hleðslu með venjulegri notkun • Upplausn: • Tengingar: • 0,1 mA á 1 A stillingu • Beint með USB eða þráðlaust með Bluetooth® Smart (Bluetooth® 4.0) • 0,05 mA á 100 mA stillingu • Hámarks svið fyrir þráðlausa mælingar: • Hámarks spenna : ± 15 V • 30 metrar óhindrað • Viðnám: 0.1Ω • Hámarks sýnatökuhlutfall: • 1000 sýni / sekúndu í gegnum Bluetooth • 100.000 sýni / sekúndu í gegnum USB (burst mode)

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS LEIÐNINEMI PASPS3210

Mælir þráðlaust bæði leiðni og leyst efni. Mjög nákvæmur með snögga svörun og með innbyggt hitastig. Þráðlausi leiðnineminn mælir rafleiðni í vatni. Rannsakar eiginleika lausna, framkvæmir leiðandi titrun, líkön og mælir vatnsgæði og fleira.

Dæmigerðar aðgerðir: Leiðni (getu vökva til að stýra rafstraum) er ein algengasta mælingin í líffræðilegum, efnafræðilegum og umhverfisfræðilegum rannsóknum. Þessi nemi mælir heildarstyrk jónanna í vökvanum.

Sérstakar aðgerðir: • Rannsaka vatnsgæði • Rannsaka áhrif mengunar á vatn • Mæla heildarmagn uppleysts efnis (TDS) • Rannsaka lausnir og aðgerðir • Dreifing jóna í gegnum himnur

Eiginleikar: • Einfaldleiki : Paraðu saman og byrjaðu – engar snúrur eða kaplar • Fjölbreytt sýnatökutíðni til að ná litlum snöggum breytingum eða tilraunum sem standa í klukkutíma, daga eða vikur • Kemur með þægilegri Bluetooth þráðlausri tengingu og langlífri rafhlöðu • Sendir gögn beint á nemann fyrir langtíma tilraunir • Ryk, sand- og vatnsheldur (hámark 1 m. í 30 mínútur)

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS HJARTSLÁTTARNEMI PASPS3206 Þráðlausi hjarasláttarneminn gerir auðveldara en áður að fylgjast með og sinna lífeðlisfræðilegum rannsóknum á hjarta- og æðakerfi. Notaðu nemann til að fá hjartsláttarmælingu þráðlaust fljótt og auðveldlega.

Eiginleikar: • Auðveldur í notkun – paraðu saman og haltu um handföngin til að ná í upplýsingarnar • Engar snúrur eða klemmur flækjast fyrir • Auðvelt að strjúka af handföngum þegar nemendur skiptast á

ÞRÁÐLAUS HJARTSLÁTTARMÆLIR PASPS3207 Þráðlaus hjartsláttarmælir, ólin er fest utan um bringuna og getur sent upplýsingar í allt að 10 metra fjarlægð. Best er að setja ólina utan um bringuna yfir rifbeinin, á bert hörund.

Dæmigerðar aðgerðir: • Berið saman hjartslátt nemanda fyrir æfingu, á meðan og eftir æfingu. • Reiknar út hve fljótt hvíldarpúls er náð eftir æfingu • Mælir áhrif örvandi efna (t.d. kaffi, orkudrykk) á hjartsláttinn • Rannsakið hvernig hjartsláttur breytist hjá nemenda í hvíld (situr), stendur eða hreyfir sig skyndilega

ÞRÁÐLAUS BLÓÐÞRÝSTINGSNEMI PASPS3218 PASCO blóðþrýstingsneminn gerir nemendum kleift að mæla bæði blóðþrýsting og hjartsláttartíðni (púls í bpm) á fljótlegan og auðveldan hátt. Auðveldar nemendum að öðlast skilning á lífeðlisfræði blóðþrýstings.

Dæmigerðar tilraunir: • Rannsakaðu áhrif hreyfingar á blóðþrýsting og hjartsláttartíðni • Bera saman blóðþrýsting og hjartsláttartíðni nemenda í bekknum • Kannaðu áhrif líkamsstöðu á blóðþrýsting og hjartsláttartíðni

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS ÞRÝSTINGSNEMI PASPS3203 Þráðlausi þrýstingsneminn gerir þér kleift að safna nákvæmum og samræmdum upplýsingum um gasþrýsting, rannsaka útgufun, ensímvirkni, osmósu og fleira!

Tæknilegar upplýsingar:

Dæmigerðar aðgerðir:

• Mælisvið : 0-400kPa

• Mælir öndun og uppgufun

• Upplausn : 0.1kPa

• Mælir viðbrögð ensímshvata

• Skekkjumörk : 2kPa

• Mælir breytingar á hæð

• Rafhlaða: endurhlaðanleg

• Mælir efnistíðni • Mælir öndunarhraða • Rannsakar gufuþrýsting á móti hitastigi

Eiginleikar: • Mælir þrýsting með hjálp viðmiðunarlofttæmis, sem auðveldar söfnun áreiðanlegra gagna, jafnvel þó að þrýstingur innan kerfisins falli neðar en þrýstingur umhverfisins • Vinnur með algengar stærðir (kPa, atm, psi, mmHg eða N/m2) fyrir ýmis forrit • Bluetooth® og USB tenging og langlíf endurhlaðanleg rafhlaða • Skráir gögn beint á nemann fyrir langtíma tilraunir • Engin auka tenging er þörf, tengist beint við tækin þín með Bluetooth® Smart • Inniheldur sprautur, slöngur og tengi og læsingar sem þú þarft fyrir margar tilraunir með þrýsting

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS DROPATELJARI PASPS3214 Bættu þráðlausa dropateljaranum við rannsóknarbúnaðinn þinn fyrir skilvirkari og nákvæmari trítrunar upplýsingar.

Eiginleikar: • Mælir allt að 10 dropa á sekúndu • IR sía tryggir nákvæmar tölur, þannig að lýsing í herberginu getur ekki haft áhrif á niðurstöður • Neminn getur frestað allt að tveimur öðrum rannsóknum og einfaldað margar tilraunir • Breiðari gluggi (18 x 13 mm) þýðir betri fallskynjun og auðveldari röðun með búrettum • Skvettu/bleytuvörn er í hönnuninni til varnar í blautum rannsóknarstofum • LED dropavísir gerir uppsetningu og próf auðveld • Langlíf endurhlaðanleg rafhlaða (> 200 klukkustundir á einni hleðslu) • Fylgihlutir gera það auðvelt að setja upp skammtasprautu, og auðvelda stjórn á dropastærð og flæði

Tæknilegar upplýsingar: • Títrun • Rannsóknarvísir • Efnahvörf • Telja dropa og mæla rúmmál

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS TOGNEMI PASPS3202

Getur mælt afl, hröðun og snúning. Þessi nemi er tilvalinn fyrir tilraunir með snúningsplötum, hreyfanlegum bílum (cart), sveiflu fjöðrum, árekstri og hvata. Þráðlaus hönnun býður betri mælingar án snúru og hefur áhrif á niðurstöður tilrauna. Gott handgrip er á nemanum svo gott er að halda á honum en einnig má festa hann við bíl (cart) eða stöng.

Ávinningur við kennslu: • Mælir samtímis kraft/afl og hröðun. Mælir hröðun í x, y og z ása og afleiðingu/niðurstöðu hröðunar. • Eiginleikar : þægileg Bluetooth Smart þráðlaus tenging með einföldum samskiptum í forriti. • Hægt að núllstilla í gegnum hugbúnaðinn til að ná meiri nákvæmni. • Langlíf endurhlaðanleg rafhlaða • Innskráning gerir kleift að skrá kraft/afl, hröðun og snúningsgögn beint á nema til langtíma tilrauna. Skráðum gögnum er hægt að hlaða inn síðar í hugbúnaðinn til að fá greiningu.

Eiginleikar: • Bluetooth® eða USB tenging • +/- 50 N kraft/afls nemi • 3-ása hraðamælir (+/- 16g) • 3-ása gyroscope • Innbyggðar stangir

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS HLEÐSLUOG HRÖÐUNARNEMI PASPS3216 Þráðlausi hleðslu- og hröðunarneminn er hannaður til notkunar með öllum PASCO byggingarkerfum/ pökkum og er innifalinn í “Byggjum betri brýr” pakkanum (PASME3581 Building Better Bridges Kit). Lykilþátturinn í “Better Bridges Kit”, “Wireless Load Cell” og “Accelerometer” er hve auðvelt þetta er í notkun fyrir yngri nemendur og er tilvalið fyrir STEM nálgun við helstu hugtök í verkfræði og byggingarfræði. Þráðlausi hleðslu- og hraðaneminn (PS-3216) er aukabúnaður fyrir : PASME3581 “Byggjum betri brýr” pakkanum.

Dæmigert forrit: • Grunnrannsóknir á spennu og þjöppun í mannvirkjum (sem hluti af Building Better Bridges Kit) • Athugar hleðslu og hröðun sem er til staðar í mannvirkjum

Sérstakar aðgerðir: • Óaðskiljanlegur hluti af byggjum brýr pakkanum okkar • Gagnaflutningur • Lítill kostnaður

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


SNJALLBÍLL RAUÐUR OG BLÁR PASME1240 / PASME1241 Snjallbíll - Smart cart. Rauði/blái snjallbílinn er með þráðlausum hreyfi- og hraðanemum. Sem mælir: stöðu, hraða, hröðun og snúning. Tengist tækjunum þinum þráðlaust með því að nota Bluetooth® Er með segulmagnaða stuðara, stuðara úr gúmmí , aflkrók og USB hleðslusnúru.

ÞRÁÐLAUS HLEÐSLUSTÖÐ PASME1243 Hlaðið allt að 5 snjall bíla í einu. Er ágætis geymsla fyrir snjall bíla og auka-stuðara. Er með straumbreyti sem hægt er að geyma í hleðslustöðinni. USB tengi er innfellt í hleðslustöðina.

VIFTA Á SNJALLBÍL PASME1242 Nýr aukabúnaður fyrir PASCO snjallbílinn! Þegar snjall viftan (aukabúnaður) er tengd við snjallbílinn getum við náð lengra í virkni og forritun. Nemendur geta stjórnað snjall viftu aukabúnaðinum þráðlaust með PASCO hugbúnaði, kveikt eða slökkt á henni, stillt kraftinn o.fl. Fleiri ítarlegar aðgerðir eru einnig í boði*. Notendur geta forritað sérstök byrjunar/stöðvunarskilyrði og hægt er að stjórna snjall viftu aukabúnaðinum með því að nota útreikninga á grundvelli mælinga frá nema snjallbílsins eða öðrum PASCO nemum. Þetta er frábært tækifæri til að rannsaka lokaða lykkju. Samhæft við alla PASCO snjallbíla. Snjallviftu aukabúnaðinn er hægt að tengja og nota með hvaða PASCO snjallbíl sem er til að sýna fram á og rannsaka grundvallareglur hreyfingarinnar hægt og hratt og allt þar á milli. *Fyrir ítarlegri aðgerðir er nauðsynlegt að hafa PASCO Capstone hugbúnaðinn. Snjall viftan (ME-1242) er aukabúnaður fyrir: Snjallbíl rauður (PASME-1240) og snjallbíll blár (PASME-1241).

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


SKOTBÚNAÐUR FYRIR SNJALLKÖRFU PASME1245

Hægt er að festa skotbúnaðinn fyrir snjallkörfu á allar Dynamics-körfurnar frá PASCO til að halda sígilda sýnikennslu á óháðri hreyfingu X og Y. Þegar skoti er hleypt af frá skotbúnaðinum á meðan karfan er á hreyfingu er skotið gripið neðar í brautinni. Þegar búnaðurinn er festur við álkörfu frá PASCO eða PAScar er skotinu hleypt af með því að nota tímastilltan þrýstihnapp. Þegar skotbúnaðurinn er festur við snjallkörfuna frá PASCO getur hann hleypt af skoti miðað við mælingar snjallkörfunnar í Sparkvue- eða Capstonehugbúnaðinum frá PASCO. Upprunalegi skotbúnaðurinn frá PASCO kom á markað árið 1994 og er þekktur fyrir mikinn áreiðanleika. Okkur fannst vera kominn tími á uppfærslu eftir 25 ár! Ný hönnun án Photogate-nemans, en hann krafðist notkunar á aðskildum íhlut til að setja skotbúnaðinn af stað. Núna er hægt að hleypa skotum af annaðhvort með tímastilli eða mælingum beint úr snjallkörfunni. Hægt er að festa skotbúnaðinn fyrir snjallkörfu á allar Dynamics-körfurnar frá PASCO til að halda sígilda sýnikennslu á óháðri hreyfingu X og Y.

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS LITRÓFSOG GRUGGNEMI PASPS3215 Þráðlausi litaneminn og gruggskynjarinn mælir samtímis gleypni og gegnhleypi sex mismunandi bylgjulengda. Hægt er að nota litanemann til að rannsaka styrk lausna og hraða efnahvarfa. Með notkun meðfylgjandi kúvettna og vörðunarstaðals gegnir litaneminn einnig hlutverki gruggmælis fyrir greiningu á vatnsgæðum. Auðvelt er að taka nemann með í vettvangsrannsóknir eða nota hann á raungreinastofunni.

Dæmigerðar aðgerðir: • Ákveða styrk óþekktrar lausnar (Beer’s Law Experiments) • Mæla hlutföll viðbragða • Bera saman grugg sýni frá ýmsum stöðum • Meta hraða uppgjörs sýnis • Mæla myndun botnfallsins

Eiginleikar: • Stöðugur ljósgjafi fyrir samkvæman lestur • Geta mælt sex mismunandi bylgjulengdir samtímis • “Smart litir” í PASCO hugbúnaðinum lýsa gleypni og gegnhleypni við hverja bylgjulengd á mjög sjónrænan hátt. • Fljótleg og auðveld kvörðun • Lita- og gruggmælir saman í einum nema • Bluetooth 4

Tæknilegar upplýsingar: • Litgreining/mesta bylgjulengd skynjuð : 650nm (rautt), 600 nm (appelsínugult), 570 nm (gult), 550 nm (grænt), 500 nm (blátt), 450 nm (fjólublátt) • Drægni : ± 25 nm frá fremsta hluta • Gleypni : 0-3 Abs ; gagnlegt bil (0,05 – 1,5 Abs) • Gegnhleypni : 0-100% • Gruggmælingar : 0-400 NTU • Nákvæmni : ± 5% NTU

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS LITRÓFSNEMI PASPS2600 Þráðlausi litrófsneminn er sérstaklega hannaður til litrófsrannsókna. Með þessum eina nema er hægt að mæla styrk, gleypni, sendistyrk og flúrljómun, sem gerir þetta öflugt og leiðandi tæki fyrir litrófsþarfagreininguna þína. Inniheldur 10 plast hylki/ kúvettur og lok. PASCO Spectrometry Software /Litrófshugbúnaður PASCO er frír og leiðir þig í gegnum ferli kvörðunar til að framkvæma fullt litróf, ákvarða bestu bylgjulengd til rannsóknar, styrkleika og hreyfanleika og fleiri tilraunir. Ljósleiðarasnúra gerir þér kleift að framkvæma mælingar með PASCO litrófsnemanum. Mikilvægt er að passa að nota réttar lausnir við mælingar litrófs, ekki setja sterk lífræn leysi efni í plast hylkin t.d. getur acetone skemmt hylkin/kúvetturnar. Framkvæmið þessar rannsóknir og fleiri með þráðlausa litrófsnemanum.

Efnafræði: • Útblástursljós • Gleypni og sendistyrk litrófs • Beers Law: styrkur og gleypni • Hreyfiorku • Flúrljómum

Líffræði: • Myndmyndun með DPIP • Gleypni/frásog litrófs plantna • Styrkur próteina • Vöxt frumuræktar

Eðlisfræði: • Ljósstyrkur yfir hið sýnilega litróf • Útblástur litrófs • Para saman þekkt litróf með tilvísunum

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS LJÓSGJAFANEMI PASPS3560

Tengist beint í tækið þitt og hleður inn gögnum með Bluetooth 4. Þráðlausi ljósgjafaneminn sýnir vel hluti fyrir ljósleiðaratilraunir, og vel mörkuð bilin á milli LED ljósanna auðveldar alla vinnu við mælingar og myndeiginleika, eins og stækkun og birtustig. Endurhlaðanlegur ljósgjafaneminn varir allan daginn og þú þarft ekki rafhlöður ! Fjögur lituð LED ljós (R / Y / G / B) eru á 10 mm. bili auðvelda nákvæmari stækkunarmælingar, sjónræna mynd og fleira. Mið LED ljósið er bjartara og er í raun 3-í-1. Þetta gerir þér kleift að kenna litatækni á öflugan hátt þar sem þetta á við margt svo sem LCD skjár, stafrænar myndavélar, myndskeið og ljósleiðara.

Eiginleikar: • Að læra myndun með linsum • Rannsaka litblöndun • Skoða/rannsaka hvernig litur er framleiddur stafrænt • Skoða hvernig mannsaugað notar keilufrumur til að skynja lit. • Sýna ljósleiðaratengingu

Sérstakar aðgerðir: • Langlíf, endurhlaðanleg rafhlaða • Fjórar LED perur sem hægt er að stjórna og innri RGB LED • Stjórna styrkleika LED ljósanna þráðlaust með PASCO hugbúnaði. • Bluetooth® 4

Nauðsynlegur hugbúnaður: Pasco vörurnar sem nota tengingu með Bluetooth® 4 – þráðlausir nemar, snjall vagnar/smart carts og AirLink (PASPS-3200) þurfa nýjustu útgáfu af PASCO hugbúnaðinum. Para saman þekkt litróf með tilvísunum.

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ÞRÁÐLAUS LJÓSNEMI PASPS3213

Þráðlausi ljósneminn er frábær viðbót við líffræðiáfanga sem skoðar sambandið á milli ljósstyrks eða lita og ljóstillífunar, útgufun eða rannsakar UF-geislun. Mælitækið hefur tvo mismunandi nema fyrir fjölbreytta notkun og mælingar : Blettanema (mælingar á styrkleika í rauðu, grænu, bláu og hvítu ljósi) og Umhverfisnema (mælir birtu/lux), UVA, UVB, UF-stuðul, sólarorku og ágeislunarstyrk sólar). Kemur með rafhlöðu.

Tæknilegar upplýsingar: • Litrófssvörun: 300 nm – 1100 nm • Mælisvið: 0-130.000 lux • Rafhlaða: Flöt (áætlaður líftími > 1 ár)

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


PÓLUNARNEMI PASPS2235

Með pólunarmælinum frá PASCO er hægt að mæla sjónrænan snúning ýmissa efnasambanda. Þetta gerir mælinn tilvaldan til rannsókna í lífefnafræði til að mæla chiral mólekúlið í hinum ýmsu efnasamböndum. Polarized ljós fer í gegnum sýnið sem inniheldur chiral efnasamband til greiningar og skynjunar. Hraði sjónræns snúnings er byggð á gerð og magni þess sýnis sem er til staðar.

Inniheldur:

Upplýsingar:

• Pólar/skautunarmælir

• Tengingar: Bluetooth og USB

• Eitt sýnishorn

• Ljósgjafi: 589 nm LED • Nákvæmni: ± 0,09 ° sjónrænn snúningur

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


SPARK LXi NÁMSKERFI SPJALDTÖLVA PASPS3600 / PASP36001 Hið nýja SPARK LXi námskerfi er blanda af fyrri Pasco hugbúnaði gagnsöfnun og greining. Viðbótin er nýr hugbúnaður sem PASCO er með einkaleyfi á hinn einstaki kennslustjóri (Lab manager). Hannað til að nota með nemum hvort sem þeir eru þráðlausir eða ekki. SPARK LXi námskerfið getur tekið við gögnum frá 5 nemum á sama tíma. Er með 2 tengi til að tengja einhvern af þeim 80 bláu stafrænu PASPORT nemum, einnig 2 tengi fyrir nema sem eru beintengdir. Nýi SPARK LXi námskerfið er fáanlegt í tveim mismunandi útgáfum, með og án tengja fyrir bláu stafrænu PASPORT nemana. PASPS3600 er með tengjum.

Eiginleikar: • 9.6“ snertiskjár í lit (1200 x 800 pixlar)

• Hægt að nota nettengt og ekki nettengt

• 1.2 GHz örgjörvi

• SPARKvue pörun í forriti

• 1.5 GB RAM, 16 GB minni

• Innbyggðar myndavélar (framan og aftan á)

• Margvíslegur hugbúnaður uppsettur

• Hröðunarnemi

• Kennslustýring kennslustjóra uppsett

• Hljóðnemi og hátalari

• Tengist þráðlaust við Wi-Fi

• GPS búnaður

• Bluetooth og USB tengingar

• SPAR LXi – er leiðin áfram

• Getur flutt gögn þriðja forrits Ertu enn að nota GLX eða fyrstu kynslóð SPARK námskerfisins? SPARK LXi gerir þér kleift að halda áfram að nota PASPORT nema þegar þú uppfærir PASCO hugbúnaðinn. Best af öllu er að að færa þig yfir í SPARK LXi námskerfið þá getur þú notað einnig þráðlausa nema og snjallbíla með PASPORT nemunum.

Inniheldur: • SPARK LXI námskerfi • Snúrur til að tengja bláa PASPORT nema við SPARK LXi námskerfið. • Straumbreytir

Kennslustjórinn: Nýtt í SPARK LXi námskerfinu er kennslustjórinn sem gerir alla vinnu fyrir kennarann auðveldari. Kennarar sjá betur hvernig nemendum gengur og kennsla verður skilvirkari.

Með kennslustjóranum geta kennarar: • Skoðað nemenda skjá – jafnvel læst skjánum til að ná athygli nemandans. • Getur sett sinn skjá eða skjá nemenda yfir á alla SPARK LXi skjái • Stjórnað SPARK LXi skjá nemenda til að leiðbeina eða sem hluti af samstarfsverkefni. • Spurt nemendur og fengið svör í rauntíma. • Getur sent skilaboð beint á skjá til allra nemenda eða einstakra nemenda. • Auðvelt er að safna og senda gögn og skrár, til og frá nemendum.

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


ELEKTRÓÐALAUSN FYRIR SÝRUSTIGS PH NEMA PASSC3507

Þetta er flaska með 500 ml af geymsluvökva sem er fyrir alla PASCO pH nema. Allir nemarnir eru með litla flösku með geymsluvökva, u.þ.b. 2-4 ml. En stundum sullast út fyrir eða vökvinn þornar smá saman upp. Geyma þarf nemana í geymsluvökva þegar hann er ekki í notkun.

Þessir nemar verða að geymast í geymsluvökva: • PASPS-3204 Þráðlaus sýrustigsnemi (pH) (PS-3204) • PASPS-2172 Advanced Chemistry Sensor (PS-2172) • PASPS2230 Advanced Water Quality Sensor (PS-2230) • PASPORT pH Sensor (PS-2102) • PASPORT Chemistry Sensor (PS-2170) • PASPORT High Precision pH/Temperature with ISE/ORP Amplifier (PS-2147)

www.a4.is / sími 580 0023 / soffia@a4.is / skoli@a4.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.