INNBLÁSTUR FYRIR GRUNNSKÓLA
INNGANGUR
Kennsla er í stöðugri þróun og EromesMarko þróast með þér. Með nýjum kennsluaðferðum þá hafa kröfur til húsgagna í menntastofnunum líka breyst. Nú er krafan sú að húsgögn sem notuða eru við kennslu þurfi að vera sveigjanleg og fjölhæf og jafnframt að auðvelt sé að færa þau og stafla. Við hjá EromesMarko erum líka ítrekað spurð að því hvernig nýta megi þau húsgögn sem þegar eru til staðar á nýjan hátt. Okkar áhersla hjá EromesMarko er að skapa örvandi umhverfi fyrir kennslu og vinnu, ekki bara fyrir nemendur og kennara,
heldur líka fyrir annað starfsfólk í skólunum. Umhverfi þar sem öllum líður vel því það styður við margvíslega starfsemi skólans. Með þessum bækling viljum við gefa þér innsýn inn í þær fjölbreytnu lausnir sem EromesMarko getur boðið. En þetta er svo sannarlega ekki tæmandi bæklingur og við hvetjum þig til þess að setja þig í samband við A4 húsgögn til þess að fá persónulega ráðgjöf. Ráðgjafar A4 húsgögn munu meta þínar þarfir og veita þér ráðgjöf sem hentar þinni menntastofnun. Því húsgögn eru sannarlega okkar fag.
Kennsla er í stöðugri þróun og því þurfa innréttingar og húsgögn að geta stutt við og ýtt undir þær breytingar. Innanhúsarkitektar okkar og hönnuðir vinna stöðugt að því að finna lausnir á þessum áskorunum við kennslu. Þinni kennslu.
RÁÐGJÖF VIÐ HÖNNUN
HUGMYNDAÞRÓUN Kennsluáætlun þín, hugmyndir og óskir eru stundum umfangsmeiri en sá húsakostur sem þú býrð við eða hugsanlega er verið að byggja nýtt. Þá vinnum við saman að því að skilgreina hönnun sem styður við þínar hugmyndir í nýju húsnæði. Ef þú ert hins vegar bundin af núverandi húsakosti, þá finnum við lausnir sem gera þér kleyft að fá enn meira út úr núverandi húsnæði, án þess að ráðast í kostnaðarsamar breytingar. Ef þú ert að innrétta nýja byggingu, þá fylgjum við þeim línum sem ákveðnar hafa verið varðandi hönnun og skilum þér innréttingum sem þjóna þínum þörfum, eru hvetjandi og veita innblástur. Samvinna og sköpun eru okkur í blóð borin sem endurspeglast í hönnun okkar. Þar nýtum við reynslu okkar í skólastarfi til fulls. Við göngum þannig frá hönnun og hugmyndum okkar að niðurstaðan sé auðskilin öllum.
Sem hollenskir hönnuðir og framleiðendur vinnuumhverfis fyrir skóla og menntastofnanir höfum við yfir 100 ára reynslu. Undanfarin ár höfum við nýtt okkur þessa reynslu í framleiðslu á húsgögnum fyrir menntastofnanir í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu, Sviss, Stóra-Bretlandi, Belgíu og Miðausturlöndum. Við bjóðum upp á hagnýtar og nýstárlegar alhliða lausnir fyrir öll skólastig. Nútíma kennsla kallar á sveigjanlegan og fjölhæfan húsbúnað sem uppfyllir allar kröfur um nýtingu og notagildi. Gott úrval lita og áklæða eru auðvitað einnig nauðsynleg. Húsbúnað sem getur hentað allt frá börnum til fullorðinsfræðslu.
EromesMarko Húsgögn fyrir þína kennslu
St. Franciscus - Brunssum
OJBS Imenhof - Losser
De Werkplaats - Bilthoven
CBS De Regenboog - Bedum
IKC De Triviant - Stein
Kindcentrum De Eik - Nieuwstadt
Margnota bygging De Kikker - Amsterdam
Matern-Feuerbach-Realschule - GroĂ&#x;bottwar
Evrรณpuskรณlinn RheinMain - Bad Vilbel
Grunn og framhaldsskรณli Oettingen
UNI-klas grunnskĂłlinn MĂźnchen
Hugmyndastofa - Hoogeveen / Wijchen
Hugmyndastofa - Hoogeveen / Wijchen
Hugmyndastofa - Hoogeveen / Wijchen
Hugmyndastofa - Hoogeveen / Wijchen
Skeifan 17 108 ReykjavĂk SĂmi: 580 0000 husgogn@a4.is | www.a4.is
EromesMarko Nieuweweg 240 6603 BV Wijchen The Netherlands
EromesMarko Industrieweg 31 7903 AH Hoogeveen The Netherlands
Phone +31 (0)24 750 23 00 info@eromesmarko.com www.eromesmarko.com