Kennslulíkanið Nikki frá 3B Scientific

Page 1

Kennslulíkanið Nikki

Bættu kunnáttu við umönnun sjúklinga, æfðu hlustun og leggðu mat á starfshæfni hvað varðar umgengni við rúmliggjandi sjúklinga með nýja heildstæða kennslulíkaninu Nikki. Nikki, kennslulíkanið með hlustunarmöguleikum, býður upp á 11 fremri og 4 aftari hlustunarsvæði með 42 hágæðahljóðum sem eru knúin af Cardionics - leiðandi fyrirtæki í hlustunar- og hljóðhermum. Líkanið var þróað sérstaklega til að líkja eftir ýmiss konar aðstæðum og bæta færni í umönnun og hjúkrun sjúklinga. Kennslulíkanið Nikki líkir eftir fullorðinni manneskju í fullri stærð og því fylgir NursingScope-hlustunarpípa til æfinga, sem er knúin af Cardionics. NursingScope er rafræn æfingarhlustunarpípa ætluð til hlustunaræfinga eða hlutlægt uppbyggðra læknisskoðana. Hún er þráðlaus, kemur með stýringarspjaldtölvu og gefur leiðbeinandanum aðgang að hágæðahljóðsafni frá Cardionics. Leiðbeinandinn getur valið og breytt öllum þeim lífeðlisfræðilegu og meinafræðilegu hljóðum sem nemarnir heyra með NursingScope um leið og þeir setja hlustunarpípuna á hlustunarsvæði á líkaninu.

www.a4.is / sími 580 0023 / skoli@a4.is


Hljóðsafnið inniheldur: • 21 hjartahljóð • 15 lungnahljóð • 6 iðrahljóð Leiðbeinandinn getur auðveldlega breytt hljóðunum á stýringartölvunni fyrir alla 15 hlustunarstaðina með þráðlausri tækni NursingScope. Þar af leiðandi hefur leiðbeinandinn tæki til að aðlaga aðstæður á staðnum þannig að það henti náminu eða þjálfuninni. Hægt er að setja kennslulíkanið Nikki upp bæði sem karlkyns eða kvenkyns sjúkling vegna útskiptanlegra kynfæra og það er hægt að koma því fyrir eins og raunverulegum sjúklingi með eðlilegum hreyfingum arma, leggja og liða. Nikki getur meira að segja setið upprétt í rúminu fyrir meðferð og rannsóknir sem gerir það að tilvöldum þjálfunarmöguleika hvað varðar framkomu við rúmliggjandi sjúklinga. Það er gert úr slitsterkum, óbrothættum og vatnsheldum plastefnum sem tryggja endingu við daglega notkun. Þjálfun með kennslulíkaninu Nikki stenst kröfur OBRA um sjúkraliðaþjálfun og færnimat. Hér að neðan má sjá heildarlista yfir þjálfunarmöguleika. Umönnun sjúklinga: • • • • • • • • • •

Færni til flutninga: að lyfta, bera og færa sjúkling til Umönnun rúmliggjandi sjúklinga Að breyta um stöðu og stellingu hjá sjúklingi Að baða sjúkling (umhirða kynfæra) Hárumhirða (að þvo, greiða og þurrka) Umhirða og þrif á augum, eyrum og nefi Persónulegt hreinlæti og munn- og tannhirða (hægt að fjarlægja tennur að hluta til) Sáraumbúnaður (aflimunarlíkamshluti fylgir með) Meðhöndlun og umhirða sára (sár eftir uppskurði, skurðir og skrámur) Samskiptafærni, einkum að útskýra skref fyrir skref uppsetningu stólpípu

Læknishjálp: 6

• • • • • • •

Að koma í veg fyrir legusár Mat á legusárum (stig 2-4) Meðhöndlum legusára Að koma í veg fyrir vöðvakrampa Að koma í veg fyrir lungnabólgu Að koma í veg fyrir blóðtappamyndun Að koma í veg fyrir sýkingu innan heilbrigðisþjónustu með sýklavörnum og hreinlæti

6 4 7

5

7 13

13

5

13

www.a4.is / sími 580 0023 / skoli@a4.is


• • • • • • • • • • •

Innöndunarmeðferð Súrefnismeðferð Notkun á blástursbelg (munnur við munn og munnur við nef) Öndunarhjálp, súrefnisgjöf Umhirða eftir barkaskurð Umhirða sára á fótum vegna sykursýki Umhirða stómapoka Skolun augna og eyra Stungur í vöðva (rasskinnar) Stungur undir húð (upphandleggir og læri) Innrennsli undir húð

Líkanið hefur einnig líffæri sem hægt er að fjarlægja fyrir frekari æfingu í umhirðu sjúklinga: • • • • • •

Þvagleggsuppsetning fyrir karlkyns sjúklinga CH14 Þvagleggsuppsetning fyrir kvenkyns sjúklinga CH14 Magaskolun Þarmaskolun Þvagblöðruskolun Leggangaskolun

Hlustunarþjálfun með meðfylgjandi æfingarhlustunarpípu NursingScope: 1. 2. 3. 4.

Að þjálfa rétta staðsetningu hlustunarpípu Að þjálfa greiningu á eðlilegum og óeðlilegum hjarta-, lungna- og iðrahljóðum og tilbrigðum við þau Að þjálfa líffærafræðilega íðorðafræði Að þjálfa undirstöðusamskiptahæfni við sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk

Yfirlit yfir möguleika NursingScope-hlustunarpípu til æfinga: • • •

Þráðlaus nettækni NursingScope gefur leiðbeinandanum færi á að velja úr fjarlægð hljóðmyndir fyrir hlustunarþjálfun og breyta þeim meðan á kennslustund stendur Fullkomið fyrir einstaklingsbundna þjálfun eða þjálfun í samskiptum við sjúklinga Notendavænn hugbúnaður sem gefur kost á hámarkssveigjanleika: Kerfið lagar sig að sérstökum kröfum þínum og gerir nánast ótakmarkað val á hljóðum og aðstæðum mögulegt Fljót skipting á AAA-rafhlöðu

Innihald: • • • • • • • •

Kennslulíkanið Nikki NursingScope-hlustunarpípa til æfinga frá Cardionics NursingScope-hugbúnaður (kemur í spjaldtölvu) Beinir USB-snúra Líffæri (lungu, hjarta, magi, þvagblaðra og hluti af iðrum) Stungupúðar (upphandleggur, læri og rasskinnar) Þarmaslanga, þvagleggur, skeifugarnarkanni

www.a4.is / sími 580 0023 / skoli@a4.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.