Skrifstofustรณlar
Steelcase á Íslandi
Steelcase sætislausnir byrja með þér
Steelcase er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu • Á sér yfir 100 ára sögu. • Stærsta fyrirtæki í heiminum í sölu og framleiðslu skrifstofuhúsgagna.
• Við skoðum hvernig þú vinnur, hvernig þú hreyfir þig og vellíðan. • Við skoðum hvað þú þarft í síbreytilegu umhverfi. • Við nemum, mælum og uppgötvum hluti sem öðrum yfirsést. • Það veitir okkur innsýn og hvata til þróunar nýrra sætislausna. • Þar sem samnefnarinn er gæði, handverk og sjálfbærni.
• Gríðarleg áhersla á vöruþróun og gæði.
Þetta er Steelcase sætisupplifun
• Leiðandi í ábyrgð sinna vara.
Steelcase er á lista yfir heimsins dáðustu fyrirtæki*
Hvernig þú vinnur
*Listi Fortune tímaritsins 2018
Vinnan á sér ekki eingöngu stað við borðið þitt við höfum rannsakað fjölda rýma þar sem þú vinnur, allt frá skrifstofunni þinni til kaffirýmisins og allt þar á milli þar á meðal rými fyrir utan skrifstofuna.
• Eina fyrirtækið á sviði skrifstofuhúsgagna. • Litið meðal annars til nýjunga, gæði vöru og þjónustu. • Samfélagsleg ábyrgð og umhverfisvernd.
Steelcase leggur áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd • Steelcase stendur ekki við orðin tóm eins og þessar óháðu vottanir bera með sér.
Ábyrgð í sérflokki • 12 ára Steelcase ábyrgð á öllum hreyfanlegum hlutum. • Lífstíðarábyrgð á sætisskel, ytri bakskel, undirstelli og fóthring. • 5 ára ábyrgð á áklæði.
Hvernig þú hreyfir þig - virkar sætislausnir Virkar sætislausnir þýðir stöðug aðlögun að mismunandi líkamsbeytingu meðan þú situr og þar með stuðning við náttúrulegar hreyfingar hryggsins.
Hvernig líður þér Með rannsóknum okkar komumst við að því að hvernig þú situr hefur ekki bara áhrif á líkamlega líðan; það hefur einnig áhrif á vitsmunalega og tilfinningalega heilsu þína.
Tengdur vinnustaður Steelcase býður sætislausnir sem styðja við tækniumhverfi nútímans, hjálpa fólki með einfaldari hætti að tengjast og vinna saman að verkefnum.
Sniðinn að þér Fólk kemur í mismunandi stærðum og gerðum. Hugtakið að stóllinn sé sniðinn að þér þýðir hámarks vinnuvistfræðilegur stuðningur fyrir einstaklinga með mismunandi líkamsbyggingu og líkamsbeytingu. Þetta þýðir að sérhver notandi situr þægilega og nýtur sín betur í starfi. Steelcase | Skrifstofustólar
Steelcase | Skrifstofustólar
Series 1 | Þægindi + Stíll + Valkostir ÁBYRGÐ Í SÉRFLOKKI
HANNAÐUR AF INNSÆI
Steelcase Series™ 1 sameinar það sem mestu máli skiptir – þægindi, stíl og einstaklingsmiðaða hönnun. Þetta er fullbúinn gæðastóll á viðráðanlegu verði.
Series1 stóllinn er hannaður af kostgæfni, eins og við er að búast af Steelcase. Þægindi og sveigjanleiki eru í fyrirrúmi en um leið er verðinu haldið í lágmarki.
HUGVITSSAMAR OG NOTENDAVÆNAR STILLINGAR LIVEBACK®-TÆKNI MEÐ STILLANLEGUM MJÓBAKSSTUÐNINGI Tækni sem lagar stólbakið að líkamanum og líkir eftir hryggjarsúlu notandans og hreyfingum hennar yfir daginn.
4D STILLANLEGIR STÓLARMAR Hægt að stilla hæð, breidd og dýpt armanna og færa þá fram og aftur til að styðja betur við háls og herðar. Armhvílurnar eru haganlega staðsettar og ýta undir æskilegri líkamsstöðu.
Fellur fullkomlega að hryggnum með hjálp stuðningsrima sem eru hluti af stólbakinu og veita stöðugan mjóbaksstuðning við hvers kyns hreyfingar.
BÓLSTRUN SEM LAGAR SIG AÐ LÍKAMANUM Tryggir að sætið fellur vel að líkamanum og veitir sveigjanlegan stuðning sem lagar sig sífellt að líkamanum eftir því sem hann hreyfist.
MISMUNANDI ÚTFÆRSLUR
SÆTISDÝPT BÚNAÐUR SEM VIRKJAST VIÐ ÞYNGDARÁLAG Venjuleg hæð, með þyngdarvirkjun.
Barstólahæð með þyngdarvirkjun.
Höfuðpúði.
Herðatré.
Hægt er að færa sætið fram og aftur til að tryggja þægindi allan daginn fyrir langa jafnt sem stutta fótleggi.
Gerir stillingar stólsins sjálfvirkar og þægilegar.
YFIR 200 LITASAMSETNINGAR Í BOÐI
FRAMÚRSKARANDI ÞÆGINDI Stóllinn notast við okkar rómuðu LiveBack®-tækni, bólstrun sem lagar sig að líkamanum og hugvitssamlega hannaðan búnað sem virkjast við þyngdarálag.
Series 1 | Steelcase
Series 1 | Steelcase
Think | Stóll fyrir allt og alla Think gerir notendum kleift að beita líkamanum á ótal mismunandi vegu með mismunandi sætishæð og hæð kolls. Stóllinn styður fyrirhafnarlaust hvers konar vinnu, allt frá hópastarfi til hnitmiðaðrar einstaklingsvinnu.
8 MÍNÚTUR
Think lagar sig auðveldlega að hvaða vinnustað sem er og notendur hafa fullt frelsi til að velja og stjórna því hvernig og hvar þeir vinna.
BÓLSTRUN SEM LAGAR SIG AÐ LÍKAMANUM Sérhönnuð bólstrun í stólsetu tryggir að sætið fellur vel að líkamanum og veitir sveigjanlegan stuðning sem lagar sig sífellt að líkamanum eftir því sem hann hreyfist.
SÆTISDÝPT Stillanleg sætisdýpt sem er stillt ýmist fram á við eða aftur á bak gerir notendum af öllum stærðum og gerðum kleift að njóta þæginda í lengri tíma.
Nú á dögum eru allir starfsmenn hreyfanlegir í einhverjum mæli.
STILLANLEGIR ARMAR Armar með stillanlegri hæð, breidd, snúningsás og dýpt eru festir á búnaðinn til að hægt sé að halda handleggjastöðu notandans beinni, jafnvel þegar hann hallar sér aftur. Það auðveldar notandanum að laga sig að mismunandi vinnustellingum.
• • •
•
Upprétt baklæsing. Halli með miðjustoppi. Hallanlegur að fullu, með þyngdarstýrðri spennu + 20% aukaafl. Hallanlegur að fullu, með þyngdarstýrðri spennu.
Rannsókn framkvæmd frá 2009 til 2011 af Details og IDEO.
HÁÞRÓAÐUR BÚNAÐUR SEM VIRKJAST VIÐ ÞYNGDARÁLAG
HANDHÆG SNÚNINGSSKÍFA Notandinn getur valið eina þessara fjögurra þægindastillinga:
Meðalstarfsmaður eyðir 8 mínútum hvert skipti sem hann færir sig til við að koma sér fyrir og endurheimta einbeitingu.
SVEIGJANLEG SÆTISBRÍK
Think er einnig með búnað sem virkjast við þyngdarálag (Advanced Weight-Activated Mechanism) og samstillir halla stólsins og hreyfist jafn hindrunarlaust og mannslíkaminn. Stóllinn veitir hallaviðnám í eðlilegu hlutfalli við líkamsþyngd notandans, sem getur beint allri athyglinni að vinnunni.
Sveigjanleg sætisbrík er hönnuð til að laga sig sjálfkrafa að hreyfingum og létta álagi af kálfunum.
ÁBYRGÐ Í SÉRFLOKKI
SNJALL Think er nægilega snjall til að henta bæði fyrir hópvinnu með litlum fyrirvara og þaulskipulagða heilsdagsvinnulotu. Hann bregst ósjálfrátt við hreyfingum notandans og auðveldar honum að byrja fyrr að vinna af krafti.
TVÖFALDUR MJÓHRYGGSSTUÐNINGUR SJÁLFBÆR
Tvöfaldur mjóhryggsstuðningur (Dual Energy Lumbar) notar innbyggðan fjaðurkraft til að veita gagnvirkan mjóhryggsstuðning þegar skipt er um líkamsstöðu.
Think hefur lengi verið táknmynd sjálfbærrar hönnunar og sett ný viðmið fyrir aðra á sama sviði.
SAMÞÆTT LIVEBACK-KERFI
Think var fyrsta varan í heiminum sem hlaut Cradle to Cradle vottun, auk vottunar frá Indoor Air Quality Gold og NF Environnement.
LiveBack-kerfið samanstendur af traustbyggðri, sveigjanlegri bakgrind, samþættum belg og hæðarstillanlegum mjóhryggsstuðningi með sveigjuörmum sem bregðast við náttúrulegum hreyfingum notandans.
Think | Steelcase
Think | Steelcase
Gesture | Nýi heimsmeistarinn ÁBYRGÐ Í SÉRFLOKKI
SÆTISHÖNNUN FYRIR NÝJA TÍMA
FJÖLBREYTTAR TÆKNILAUSNIR
Gesture™ er fyrsti stóllinn sem hannaður er með notkun okkar á tækninýjungum nútímans í huga. Innblásinn af mannslíkamanum. Skapaður fyrir vinnuumhverfi nútímans.
360-sætisarmar Gesture-stólsins hreyfast eins og handleggir svo notandinn fær stuðning hvernig sem hann situr. Hönnun sætisarmanna tryggir að handleggir og herðar njóta stuðnings hvort sem verið er að senda skilaboð í snjallsíma, skrifa á lyklaborð eða fletta í spjaldtölvu.
ALÞJÓÐLEG LÍKAMSSTÖÐURANNSÓKN Alþjóðleg líkamsstöðurannsókn Steelcase leiddi í ljós hvernig fólk hefur tileinkað sér nýjar og óheilbrigðar leiðir til að beita líkamanum þegar það notar tækninýjungar.Nýtt hegðunarmynstur hefur skapað níu nýjar stellingar til viðbótar við þær sem þegar höfðu verið skilgreindar og er ekki tekið að jafnaði mið af við hönnun sæta og stóla.
STÓLAR FYRIR ALLAR STÆRÐIR NOTENDA Gesture er lausnin fyrir allar stærðir notenda. Hvort sem notendur eru hávaxnir eða lágvaxnir er Gesture ein heildarlausn fyrir alla sem hægt er að sérsníða á þægilegan hátt. Stólar fyrir allt að 180 kg einstaklinga.
FJÖLBREYTTARI STELLINGAR
STUÐNINGUR VIÐ MJÓBAK
3D LiveBack-tæknin og sæti Gesture-stólsins eru samþætt og hreyfast með hverjum notanda til að tryggja stöðugan og góðan stuðning.
Gesture-stóllinn lagar sig að bakinu og kemur þannig í veg fyrir óæskilega líkamsstöðu þegar bil myndast milli sætisbaks og mjóbaks.
Armarnir ganga inn í bakgrindina og sætisbrúnirnar eru mjúkar svo auðvelt og þægilegt er að hagræða sér í sætinu. Sætisbakið styður við bak þess sem situr sama hvernig hann hreyfir sig og sama hvaða tæki hann er að nota. Core Equalizer-tæknin stillir spennuna sjálfkrafa, hvort sem notandinn situr uppréttur eða hallar sér aftur.
NOTANDINN
ÝTT UNDIR ÆSKILEGAR HREYFINGAR
Allar stýringar eru hægra megin við sætið. Stýringarnar eru auðskiljanlegar, auðfinnanlegar og með tafarlausa svörun. Meðal stýringa Gesture-stólsins er breitt svið stillinga fyrir bakspennu og sætisdýpt, sem stilla má beint úr sætinu.
Gesture gerir notandanum kleift að hreyfa sig frjálst og halla sér aftur án þess að líkaminn fjarlægist verkið sem verið er að vinna, þegar notaður er búnaður sem ekki er færanlegur.
BETRI LÍKAMSSTAÐA VIÐ FARTÆKJANOTKUN Einstök hönnun Gesture-stólsins veitir stuðning til að koma í veg fyrir hálsríg vegna notkunar snjallsíma og spjaldtölva („tech neck“), sem er sívaxandi vandamál á vinnustöðum. Hægt er að stilla sætisarmana á mjög fjölbreyttan hátt og færa þannig litla símaskjái upp að sjónlínunni til að forðast óþægilegar og heilsuspillandi stellingar.
Gesture | Steelcase
Gesture | Steelcase
Leap | Hágæða stólar ÁBYRGÐ Í SÉRFLOKKI
FULLKOMIÐ SNIÐ
SAMHENT FJÖLSKYLDA
Leap hefur fallegt útlit og frábæra notkunareiginleika – og Leap PLUS stólarnir eru fyrir notendur allt að 230 kg. Allt er þetta háþróaðri hönnun Leap að þakka, með framsæknum eiginleikum á borð við sveigjanlegt sætisbak, aðskilin stjórntæki fyrir efri og neðri hluta baksins og stólsetu með virkri svörun.
LEAP
Leap PLUS
Leap hefur ótrúlega marga stillingarmöguleika og tryggir fullan stuðning fyrir fólk af mismunandi stærðum með ólíka líkamsbyggingu.
Leap Plus stóllinn er með 18% stærri setu og 12% breiðara baki, þykkari og breiðari sætissessu og háþrýstitjakki auk þess sem þvermál undirstöðu hefur verið aukið til að mæta þörfum stórvaxnari notenda. Hannaður fyrir notendur allt að 230 kg.
ÞÆGINDI OG ENDING
STILLANLEGUR AÐ FULLU
Leap-stólar eru hannaðir í því skyni að veita frábæran stuðning við líkamann. Þeir henta því sérlega vel til notkunar í hvers konar vinnurými.
Stillingar Leap gera jafnvel kröfuhörðustu notendum kleift að fínstilla stólinn að eigin þörfum. Teikningar og skýringu á því hvernig nota á hverja stillingu er að finna undir hægri sætisarmi stólsins.
SVIPMIKILL
ENDING
Leap Premium er fáanlegur með leðuráklæði og vali um leður á höfuðpúða og örmum, sem fer sérlega vel á skrifstofu stjórnanda.
Leap er traustbyggður og veitir frábæran stuðning í krefjandi vinnuumhverfi.
24/7 STÓLAR Leap er sérstaklega góður stóll fyrir þá sem sitja stöðugt við vinnuna - 24/7. Hægt er að fá Leap og Leap PLUS með eða án höfuðpúða.
Leap | Steelcase
Leap | Steelcase
Leap 24/7 er með sérlega slitþolnu áklæði sem er metið 200.000 og 500.000 Martindale. Áklæðið er nægilega sterkt til að þola mikið álag, allan sólarhringinn.
Reply | Mismunandi útlit sömu gæði EINFALT. LAGAÐ AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM Reply blæs nýju lífi í hvaða umhverfi eða rými sem er. Hindrunarlaus hreyfanleiki gerir kleift að endurskipuleggja skrifstofuna í einum grænum til að auðvelda bæði einstaklings- og hópvinnu hverju sinni. Reply hentar frábærlega fyrir meðalstór og stór rými, en smærri fyrirtæki geta líka notað þennan stól til að skipuleggja smærri rými á sem skilvirkastan hátt.
FALLEGT ÚTLIT OG ÞÆGINDI Reply og Reply Air, samhent fjölskylda sérsniðinna, sérlega skilvirkra sætislausna sem bjóða ekki aðeins valkosti um útlit og yfirbragð heldur líka ósvikin þægindi og vinnuvistfræðilega hönnun sem hentar hvaða notanda sem er. Reply fæst í fjórum fallegum mynstrum sem ramma ýmist í svörtu eða grádröfnóttu. Reply og Reply Air-stólar fást í fjölmörgum framsæknum hönnunarútfærslum sem gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að sérsníða hvern stól fyrir sig og vinnusvæðið sitt. Fjölmargir litir og útfærslur í boði.
HANDFANG á Reply-stólnum ýtir undir hreyfanleika með þægilegu handfangi sem nota má til að færa stólinn hvert sem vera skal.
ÁBYRGÐ Í SÉRFLOKKI
HÆÐARSTILLANLEGUR MJÓHRYGGSSTUÐNINGUR til að auka enn frekar stuðning við bakið er valkostur á Reply.
HÆÐ BAKS er stillanleg á bólstraða stólnum (sést ekki á mynd) og gerir kleift að hækka eða lækka bakið á stólnum úr setstöðu til að auka stuðning við mjóhrygginn.
ARMAR eru stillanlegir fyrir snúningshorn, dýpt, breidd og hæð. Þannig fá handleggirnir fullkominn stuðning, jafnvel þótt þú skiptir um stellingu.
HÆÐ ARMA er einnig auðvelt að stilla, til að viðhalda sem æskilegasta stöðu handleggja við hvaða verk sem vera skal.
YFIRLIT LÍNUNNAR Reply skapar stílhreint og falleg vinnuumhverfi fyrir alþjóðleg fyrirtæki í fremstu röð. Hann hentar frábærlega fyrir eintaklingsvinnusvæði sem hópvinnusvæði eða fyrir vinnubekki. Reply er frábær leið fyrir fyrirtæki til að sýna fram á hversu mikils þau meta starfsmenn sína.
SÆTISHÆÐ er stillt á svipstundu með því að toga í stillistöngina. Þannig geta allir setið þægilega.
HALLANSTILLANLEG SETA gerir þér kleift að halla setunni.
Reply | Steelcase
BAKLÆSING MEÐ MISMUNANDI STILLINGUM gerir kleift að læsa bakstoðinni í mörgum mismunandi stillingum.
STILLING HALLASPENNU
SÆTISDÝPTS
gerir þér kleift að stjórna viðnáminu sem þarf að nota hverju sinni þegar stóllinn hallar aftur á bak eða fram á við.
er notuð til að stólsetan geti runnið fram á við eða aftur á bak allt eftir mismunandi fótleggjalengd.
Reply | Steelcase
Please | Stilltur að þínum þörfum EINSTAKAR RANNSÓKNIR Á HREYFINGU Steelcase byggir hönnun sína á sætum og stólum á vísindalegum skilningi á hreyfingu mænunnar og líkamsstöðu. Rannsakað ítarlega hvernig fólk situr við vinnu sína og hvernig það hreyfir sig á meðan það situr, sem gefur djúpan skilning á aflfræði mannslíkamans í sitjandi stöðu.
HÁR NÁKVÆM VINNUVISTFRÆÐI Val þitt á skrifstofustólum er mikilvægasta vinnuvistfræðilega ákvörðunin sem þú getur nokkurn tíma tekið í vinnunni. Einmitt þess vegna er markmið okkar að bjóða upp á heilsusamlegri stóla sem þér líður vel í og þú getur unnið í af skilvirkni allan daginn, sama hverjar þarfir þínar eru. Með nákvæmum stillingum er hægt að sinna sértækum og einstökum vinnuvistfræðilegum þörfum.
8 ÁRA ÁBYRGÐ Á STÓL 5 ÁRA ÁBYRGÐ Á ÁKLÆÐI
MÆNAN HREYFIST EKKI ÖLL SEM EIN EINING Þegar þú skiptir um stellingu hreyfast efri og neðri hlutar mænunnar óháð hvor öðrum, en ekki sem ein eining. Þegar efri hluti mænunnar hallar sér aftur beygist neðri hlutinn fram á við.
MÆNUHREYFINGAR SÉRHVERS EINSTAKLINGS ERU EINSTAKAR Sérhvert okkar er með einstakar mænuhreyfingar og mænulögun sem er jafneinstaklingsbundin og fingrafar. Þetta er síbreytilegt eftir því sem við skiptum um stellingar yfir daginn.
EINSTAKI PLEASE STÓLLINN Please-stóllinn nýtur góðs af niðurstöðum rannsókna okkar á hreyfingu og áralangri sérþekkingu Steelcase á stólum og sætum.
EFRI OG NEÐRI HLUTI BAKSINS ÞURFA AÐGREINDAN STUÐNING
Á grundvelli rannsókna líkir Please-stóllinn eftir hreyfingum mænunnar eftir því sem þú skiptir um stellingar yfir daginn. Nákvæmar stillingar gera hverjum og einum kleift að sérsníða stólinn að þörfum sínum.
Þörfin fyrir stuðning við efri hluta baksins eykst þegar við höllum okkur aftur, en þarfir neðri hluta mænunnar eru nokkurn veginn þær sömu.
STRAUMLÍNULAGA SÆTISBAK Straumlínulagað sætisbak Pleasestólsins er búið LTC2-stoðkerfinu (Lumbar Thoracic Cervical) fyrir mjóhrygg, brjóst og háls, sem veitir bæði efri og neðri hluta baksins sérstakan stuðning. Með því að bjóða upp á stillanlegan stuðning bæði fyrir efri og neðri hluta baksins kemur Please-stóllinn nákvæmlega til móts við ólíkar vinnuvistfræðilegar þarfir hvers og eins. Einnig er Please-stóllinn búinn ýmsum haldstöðum og merkingum sem gera þér kleift að stilla stólinn nákvæmlega eins og þú vilt hafa hann.
Please | Steelcase
Please | Steelcase
A4 húsgögn Skeifan 17 | 108 Reykjavík | 580 0000 | husgogn@a4.is | www.a4.is