Birna Kristín Baldursdóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og umsjónarmaður Erfðalindasetursins.
Mynd / Vilhjálmur Þórsson
Erfðaauðlindir Íslands Vilmundur Hansen
Erfðalindasetur Landbúnaðarháskóla Íslands er samstarfsvettvangur fyrir þá aðila sem koma með einum eða öðrum hætti að varðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði. Aðsetur setursins er við Landbúnaðarháskólann, sem hefur umsjón með rekstri þess og umsýslu. Erfðanefnd landbúnaðarins hefur fastan sess í setrinu og nýtur þjónustu þess.
Birna Kristín Baldursdóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og umsjónarmaður Erfðalindaseturs, segir að frá landnámi hafi búseta Íslendinga að stórum hluta byggst á búfénu, fiskinum í ám og vötnum, fóðurgrösum og skóginum. „Þessar erfðaauðlindir hafa fætt og klætt þjóðina og veitt henni skjól, byggingarefni, orku og yndi frá því land byggðist. Auk þess eru þær hluti af menningarsögu og umhverfi landsins og eiga sér djúpar rætur í þjóðarsálinni.“ 10
Samningur um líffræðilega fjölbreytni Erfðalindasetrið var stofnað í maí 2009 í kjölfar samnings milli sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, Landbúnaðarháskóla Íslands og Erfðanefndar landbúnaðarins. Tilgangur setursins er að stuðla að varðveislu erfðaauðlinda í íslenskum landbúnaði. Íslendingar eru aðilar að samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og hafa því skuldbundið sig til þess að vernda og viðhalda erfðaauðlind-