Tímarit Bændablaðsins 2021

Page 16

Sigurður Jóhannesson, formaður Hampfélagsins.

Mynd / Ragnheiður Erla Hjaltadóttir

Hampbyltingin á Íslandi Vilmundur Hansen

Vaxandi áhugi er fyrir ræktun iðnaðarhamps hér á landi til að nota í ýmsum iðnaði, til dæmis við framleiðslu byggingarefna, umbúða, matvæla og fæðubótarefna. Iðnaðarhampur getur komið í staðinn fyrir ýmis efni sem ógna umhverfinu, eins og til dæmis plast.

Hjónin Pálmi Einarsson og Oddný Anna Björnsdóttir, á bænum Gautavík í Berufirði, hófu tilraunaræktun á þremur yrkjum iðnaðarhamps, 'Felina', 'Futura' og 'Finola' á tæpum hektara sumarið 2019, en Pálmi hafði tekið þátt í annarri slíkri tilraun árið 2013. Tilgangurinn með ræktuninni, sem var bæði utan og innandyra, var fyrst og fremst að koma á vitundarvakningu um notagildi hamps og möguleikum hans til að stórauka sjálfbærni á fjölmörgum sviðum. Annars vegar í gegnum ræktunina sjálfa og hins vegar með því að gera tilraunir með að framleiða ólíkar vörur úr honum, eins og trefjaplötur sem efnivið í vörur sem þau framleiða, steypu, pappír, smyrsl, te og krydd. Upplýsingunum var jafnharðan komið á framfæri í gegnum samfélagsmiðla og fjölmiðla, á kynningum, ráðstefnum og fundum. Áhuginn varð það mikill að fyrirspurnum rigndi yfir þau og 16

fjöldi fólks hefur lagt leið sína til Gautavíkur til að berja ræktunina og framleiðsluna augum, þar með talið þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisfólk. Bæði Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Uppbyggingasjóður Austurlands veitu styrk í verkefnið. Þau hófu ræktunina þrátt fyrir að óvissu gætti í lögum um ræktun iðnaðarhamps hér á landi og sögðust líta svo á að það yrði þá til þess að henni yrði eytt, enda verið löglegt að rækta iðnaðarhamp innan Evrópusambandsins í áratugi. Með því væru þau að ryðja veginn fyrir þá sem á eftir kæmu. Þau höfðu samband við Matvælastofnun snemma vors 2019 sem veitti þeim leyfi til að flytja inn fræ af iðnaðarhampi í samræmi við reglur ESB og var sendingin stimpluð af tollinum þegar hún kom til landsins. Í nóvember sama ár kærði Lyfjastofnun þau til lögreglu með vísan í lög um ávana-


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.