Atli Brendan og kona hans, Sigrún Hulda Jónsdóttir, fluttu inn fyrsta Pudelpointer-hundinn til Íslands árið 2016 en þessi tegund passaði vel við allt það Mynd / Úr einkasafni sem hjónin voru að leita eftir í einni hundategund.
Algjör sprenging í gæludýrahaldi hérlendis – COVID-19 hafði veruleg áhrif á þróunina Erla Gunnarsdóttir
Árið 2020 voru 1.820 hvolpar af 61 tegund úr 403 gotum skráðir í ættbók hjá Hundaræktarfélagi Íslands en til samanburðar voru 1.307 hvolpar skráðir árið 2018. Ljóst er að um gríðarlega fjölgun er að ræða enda langur biðlisti hjá ræktendum fyrir hvert got sem geta valið úr þegar ákveða skal nýja eigendur. Sömu sögu má segja í hreinræktuðum köttum en í dag eru á bilinu 12–13 tegundir ræktaðar hérlendis og langir biðlistar fyrir hvert got hjá öllum ræktendum. Fyrirspurnum til félaganna fjölgaði umtalsvert á síðasta ári, í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
Fjórar tegundir bættust inn í hundaflóruna hérlendis á síðasta ári, sem sagt nýjar tegundir í ræktun. Þessar nýju tegundir eru German hunting terrier, Miniature bull terrier, Pudelpointer og Wire-haired Pointing Griffon Korthals. Auk þess voru rúmlega 100 innfluttir hundar skráðir inn í Hundaræktarfélagið á liðnu ári. Guðný Rut Isaksen er framkvæmdastjóri Hundaræktarfélags Íslands og segir hún félagið finna vel fyrir aukinni eftirspurn eftir hvolpum. Mikið og öflugt starf sé unnið innan félagsins sem tekur með glöðu geði við fleiri félögum en minnir jafnframt á að ýmislegt ber að hafa í 24
huga áður en fólk fær sér hvolp inn á heimilið. „Við vonum auðvitað að fólk sé búið að kynna sér vel málið og hugsa sig vel um áður en það fær sér hund inn á heimilið. Við fögnum því að áhugi á hundaeign sé að aukast og þá um leið áhugi á félaginu. Það er mikil hreyfing í þessu og margir óska eftir hreinræktuðum hvolpi. Ég hef heyrt af ræktendum þar sem pósthólfið fyllist um leið og fréttist af goti. Það er ekki endilega sá fremsti á listanum sem fær hvolp, heldur hafa ræktendur möguleika á að velja úr og það er jákvæð þróun,“ útskýrir Guðný.