Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir og Brynjar Þór Vigfússon hafa komið sér vel fyrir á Gilhaga í Öxarfirði. Þau settu upp ullarvinnslu í fyrrasumar og hafa viðtökur farið fram úr björtustu vonum. Myndir / Úr einkasafni
Ullarvinnsla sett upp á Gilhaga í Öxarfirði í fyrrasumar:
Viðtökur farið fram úr björtustu vonum Margrét Þóra Þórsdóttir
Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir og Brynjar Þór Vigfússon keyptu vélar frá Kanada, innréttuðu gamla vélageymslu og settu upp ullarvinnslu sem framleiðir um tvö tonn á ári.
„Við höfðum lengi þráð sveitalífið og erum mjög sátt við umskiptin, söknum ekki lífsins á mölinni og höfum í nógu að snúast hér heima alla daga,“ segja þau Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir og Brynjar Þór Vigfússon, sem hafa komið sér vel fyrir á Gilhaga í Öxarfirði. Þau settu þar upp ullarvinnslu í fyrrasumar og hafa viðtökur farið fram úr björtustu vonum. Guðrún Lilja og Brynjar eiga þrjú börn, Bóel Hildi, Edith Betu og Hrafn Dýra, sem eru á aldrinum eins til sjö ára. Á Gilhaga eru 68 kindur og er ull þeirra nýtt til framleiðslu ullarvinnslunnar, geiturnar eru sjö, þar eru einnig hænur og endur og eins stunda þau hjón býflugnarækt á bænum. Skógarbóndi hafði búið á jörðinni 30
á undan þeim og hafði hann komið sér upp nokkuð umfangsmikilli og gróðursælli skógrækt sem hýsir auðugt fuglalíf. Störfin sem sinna þarf daglega eru því fjölbreytt, krefjandi en skemmtileg. Guðrún Lilja og Brynjar fluttu að Gilhaga árið 2018. Brynjar er frá Húsavík, en móðir hans ólst upp í Gilhaga. Móðurafi hans og -amma, þau Brynjar Halldórsson og Hildur Hurlen Halldórsson, bjuggu þar. Brynjar er húsa- og húsgagnasmíðameistari frá Tækniskóla Íslands. Guðrún Lilja er frá Vík í Mýrdal og lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut frá Menntaskólanum á Laugarvatni. Þau höfðu víða komið við áður en sest var að í Gilhaga, búið í Reykjavík, Noregi, Vík í Mýrdal og á Húsavík. Um 75 kílómetra