Hjónin Bjarni Páll Vilhjálmsson og Elsa Björk Skúladóttir reka ferðaþjónustufyrirtækið Saltvík í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem þau bjóða upp á styttri og lengri hestaferðir ásamt gistiheimili fyrir allt að 30 gesti. Myndir / Anna Soffía Halldórsdóttir og úr einkasafni
Hjónin Bjarni Páll Vilhjálmsson og Elsa Björk Skúladóttir í Saltvík:
Skipuleggja stærstu hestaferð Íslandssögunnar og hyggjast efla reksturinn umtalsvert Erla Hjördís Gunnarsdóttir:
Hjónin Bjarni Páll Vilhjálmsson og Elsa Björk Skúladóttir reka ferðaþjónustufyrirtækið Saltvík í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem þau bjóða upp á styttri og lengri hestaferðir ásamt gistiheimili fyrir allt að 30 gesti. Vinsældir ferðanna hjá þeim hafa vaxið ár frá ári og þrátt fyrir bakslag í kjölfar kórónuveirufaraldursins ákváðu þau að leggja ekki árar í bát og hófust handa við að skipuleggja stærstu hestaferð sem farin hefur verið hérlendis af starfandi hestaferðafyrirtæki og hefst í júlí á þessu ári.
Hjónin byrjuðu árið 1994 með hestaferðir samhliða störfum sem kennarar og stofnuðu fyrirtækið Saltvík ehf. árið 2005. Elsa er deildarstjóri sérkennslu í grunnskólanum á Húsavík og Bjarni er íþróttakennari að mennt og réði sig til starfa sem slíkur í haust eftir að kórónukrísan skall á. „Það er ágætt að hafa í einhver hús að 34
venda þegar allt fer um koll. Vonandi tekur ferðaþjónustan svo við sér í vor svo að við og aðrir kollegar okkar í greininni getum sinnt okkar rekstri af fullum krafti.“ Full þjónusta í hestaferðunum Saltvík var áður ríkisjörð en Bjarni Páll og kona hans tóku jörðina á leigu árið 1992 til að geta sinnt hestamennskunni og ferðunum.