Tímarit Bændablaðsins 2021

Page 38

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.

Mynd / smh

Íslenski ferðaklasinn vinnur með stjórnendum ferðaþjónustufyrirtækja að því að halda sér í rekstrarlegu formi:

Hvernig endurræsum við íslenska ferðaþjónustu? – Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri segir að læra megi margt af hinum öra vexti greinarinnar eftir fjármálahrun. Sigurður Már Harðarson

Verkefnið Ratsjáin er nú í fullum gangi innan vébanda Íslenska ferðaklasans, þar sem á radarnum er að finna leiðina út úr kófinu, farsóttinni sem lamað hefur ferðaþjónustu á Íslandi með gríðarlegum samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum.

Fulltrúar 85 ferðaþjónustufyrirtækja leggja í Ratsjánni á ráðin um hvernig best sé að endurræsa atvinnugrein sem legið hefur í dvala síðastliðið ár ásamt því að finna leiðir til að höfða til ferðamanna framtíðarinnar. Þar eru enda miklir hagsmunir í húfi, því íslensk ferðaþjónusta hafði um nokkurra ára skeið verið stærsta útflutningsgrein landsins.

seiglu og þrautseigju, og ætla sér ekki að láta bugast. „Frá miðju ári 2020 og fram á árið 2021 hefur áherslan hjá okkur verið á hvernig við getum endurræst ferðaþjónustuna með því að halda stjórnendum í rekstrarlegu formi, halda áherslu á mikilvægum gildum og fyrst og síðast að tala saman, fá fram tillögur og hvetja aðila til dáða.

Stjórnendum haldið í formi Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, segir að það hafi verið ómetanlegt á síðustu mánuðum að heyra frá félögum og aðilum þarna úti sem setja undir sig hausinn, í einhverri magnaðri útgáfu af

Ferðaþjónustan er ótrúlega mannaflsfrek grein og margir stjórnendur innan hennar hafa þurft að segja upp meginþorra sinna starfsmanna sem hafa komið að því að byggja upp og þróa með þeim fyrirtæki og verkefni á síðustu árum. Þetta er sár veruleiki og erfitt að þurfa að horfa á

38


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.